Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 1
Ágætustu nýtízku lttunar og fntnhrslnj-
unarstofa í Kanada. Verk unntti 1 1 d»*L
ELLICE AVK., nnd SIMCOK STR.
tVlnnlpeg —:— Man. _
Dept. H.
XLm. ARGANGUR
rATALITCK OG HREIN9UN
EUIm Art. nné Stnscoe Str,
Blml S7244 — tvær Umnr
Hattar hreiaaattlr og enduraýjaílr.
Betrl krelnsuu Jafnödýr.
NtJMER 21
WINNIPEG MIÐWKUDAGINN 20. FEBR., 1929
KAN A DA
Af fylkisþinginu er þaS einna mark
nú sagt af sér embætti. En ekki er
útlit fyrir aS stjórnin ætli aö svo
komnu að taka embættis afsölunina
til greina. Segja blöðin, að hún hafi
verðast að frétta vikuna sem leið, að
all heitar væringar urðu milli for-
sætisráðherra Hon. John Brackens
og F. G. Taylor hersis og leiðtoga
íhaldsflokksins út af Sjö-systra mál-
inu. Eftir að forsætisráðherra hafði
talað um hásætisræðuna alllengi,
snéri hann máli sínu að sölu Sjö-
'Systra fossanna og áburði herra Toy-
lors í sambandi við hana á stjórnina.
Hitnaði svo í pottinum meðan á því
stóð, að forsætisráðherran brá Tay-
lor um að hafa brugðið sér um þjófn
að. Svaraði hr. Taylor því af-
■dráttarlaust neitandi. Kvað slíkt
tilbúning stjórnarsinna í fátir^i sem
á þeim væri út af kröfu sinni um
ir^nnsókn á igerðum stjórnarinnar í
Sjö-systra málinu. Lýsti hr. Tay-
lor því yfir, að hann hafði engan
vegin borið brigður á heiðvirði for-
sætisráðherrans né nokkurs annars
rnanns persónulega í þeim kröfum
■sínum. Þakkaði foráætisráðherra
Jiá yfirlýsingu en hitt myndi þó satt
vera, að hr. Taylor hefði á fundi i
Lansdowne-kosningunni í haust borið
þetta á sig og meðstjórnendur sína.
Taylor hefði nú verið veitt beiðnin
um rannsókn i Sjö-systra málinu, en
samt væri hann óánægður. Hann
hefði upp aftur og aftur lieðið um
víðara verksvið fyrir konunglegu
rannsóknarnefndina og hefði stjórnin
■orðið við því, í sumum atriðum og
riú nýlega í tveimur þýðimgarmiklum
atriðum, en ekkert nægði hr. Taylor.
Sjálfur kvaðst forsætisráðherra ó-
smeikur bíða úrslita nefndarinnar.
Önnur mikilvæg tillaga liggur fyr-
ír þinginu.. Er hún frá verkamanna
leiðtoganum John Queen. Fer til-
lagan fram á, að sérstök þingnefnd sé
skipuð til þess, að rannsaka söluna
á Sjö-systra fossunum. Skoðar for
sætisráðherra þá tillögu, sem van-
trausts-yfirlýsingn á stjórnina. Verð
ur sú tillaga afgreidd þessa daga á
t>imginu, og hefir forsætisráðherra
gefið í skyn, að ekkert mikilvægt
Tnál verði borið upp á þinginu, fyr
en sú tillaga sé afgreidd, og í ljós
er komið hvort stjórnin hafi traust
og fylgi þingsins.
Það markverðasta sem á daginn
hefir komið í rannsókn konunglegu
mefndarinnar í Sjö-systra málinu er
það, að verkamálaráðherra, Hon. W.
R. Clubb, kannaðist við að hafa keypt
nokkra hluti i Winnipeg Electric
Railway félaginu við réttarhaldið á
íöstudaginn var. Um það leyti er
samnimgar stjórnarinnar og strætis-
vagnafélagsins voru í smíðum, keypti
verkamálaráðherrann i tvö skifti
nokkra hluti í félaginu eða alls 300
hluti og galt $3,000. f.yrir þá. Neit-
aði hann að þau hlutakaup hefðu
nokkuð við Sjö-systra söluna að
gera. Ennfreraur kom það í ljós,
að hlutir þessir voru keyptir undir
annars manns nafni, sem sé John T.
Haig, íhaldsflokksþingmanns fyrir
Winnipeg. Gerði Arthur Sullivan
lögfræðingur Taylors við rannsóknar
réttarhaldið auðvitað mikið veður úr
þessu og beinti þeirri spurningu all-
freklega að Mr. Clubb, hvort að
hann áliti þetta rétta framkomu af
honum, sem þjóni hins opinbera.
Hvort sein að þetta atriði er nú stór-
vægilegt eða ekki í sambandi við sjö
systra málið,hefir Hon. R. W Clubb
ráðið af að gera það ekki fyr en úr-
skurður konunglegu rannsóknarnefnd
arinnar er fengin í málinu.
Ennfremur hefir það orðið ljóst
við réttarhaldið, að Hon. P. A. Tal-
bot, forseti þingsins, hafi einnig
keypt hluti í Winnipeg Electric Rail-
way um líkt leyti; einnig John T.
I
Haig þingmaður. Um hlutakaup
fleiri manna í stjórnarráðinu eða
þingmanna er ekki enn þá kunnugt,
en .eftir því verður efalaust grenslast,
úr því sem málið horfir nú við, þó
það í sjálfu sér þurfi ekki neitt að
hafa viö sjö systra fossana að gera,
vegna þess að Winnipeg Electric
Railway félagið var einniitt um þess-
ar mundir aö selja hluti í krafti.
Hvað F. A. Newton þ. m. frá Rob-
lin, Man., sem borinn er fyrir sög-
unni um að Brackenstjórnin hafi
þegið fé í kosningasjóð frá strætis-
vagnafélaginu, hefir að segja, heyr-
ist bráðlega, því hann kom til bæjar-
;ins s. 1. föstudag til þess að mæta
fyrir réttinum.
Síðast liðinn laugardag, þefaði
lögregla Winnipeg borgar upp járn-
brautarvagn - farm af áferugi, sem
ólöglega hafði verið sendur frá
Montreal til St. Boniface. Farmurinn
var sendur Winnipeg Roofing felag-
inu og á skrá C. P. R. félagsins var
innihaldið nefnt “asbestos” sem í
þakpappír er víst mikið notað. Þeg-
ar félagið sem varan var send, - sá
hver hún var neitaði það að greiða
burðargjald eða að ta'ka við send-
ingunni. Afengið nam $60,000.
Hafa nú dómstólarnir skipaö, að
hella því niður.
Rétt áður en blaðið fer til prent-
unar, kom það í ljós, að annar ráð-
herra Brackenstjórnarinnar en Mr.
Clubb, sem sé W. J. Major dóms-
málaráðherra, hefir keypt hluti i
Winnipeg Electric, meðan samnimgs-
umleitanir áttu sér stað milli fylkis-
stjórnarinnar og félagsins. Hafði
Mr. Major keypt 50 hluti undir ann-
ars manns nafni, en selt þá eftir
viku.
Leiðtogi Conservatíva, Taylor
hersir, krafðist skýringar í þinginu,
af Mr. Bracken, hvað hann ætlaði að
gera við afsögn beggja þessara ráð-
herra, því Mr. Major hefir sagt af
sér embætti sínu í hendur stjórnar-
innar. Telur bæði hann og leiðtogi
verkamannaflokksins, Mr. John Queen1
sjálfsagt, að ráðherrarnir verði taf-
arlaust leystir frá embætti. Mr. Brack-
en lofaði að taka bráðlega afstöðu
til þessa máls og kvað fullvíst, að
ekki hefðu fleiri ráðherrar keypt
hluti í félaginu.—
Mr. Queen flutti langa ræðu í
þinginu í gær, er vakti mikla eftir-
tekt. Kvað hann mjög óhyggilegt,
sem óheppilegt, að Mr. Bracken vildi
einungis taka tillögu sína um skipun
þingrannsóknarnefndar sem van-
trausts-yfirlýsingu og kjósa heldur
að falla þannig á gjörðum sínum, en
að hætta því til, að eitthvað nýtt kom
ist upp um samningana, hjá þimg-
rannsóknarnefnd.
----------x----------
Opið bréf
Til ritstjóra Hcimskringlu.
Chicago 9. febr. 1929
Kæri herra ritstjóri!
Eg er að verða þess var, að um
of hefi ég gerst djarftækur á rúm í
þinu heiðraða blaði, svo að valdið
hefir alvarlegum mótmælum. Þykir
mér fyrir því. Lesið hefi ég einarð-
artillögu V. J. um tilbeiðslulaust og
sönglaust' messuhald. Sjálfsagt er
að athuga málið.
Erindi mitt við þig i þetta sinn
lýlur þó að öðru. Kynst hefi ég
hér í Chicago ungum manni af ís-
lenzku móðerni, en dönsku faðerni.
eins og nafnið, Sören Sörensson
bendir til. Er hann alinn upp á
Islandi og vill Islendingur heita.
Maður þessi er töluvert óvenjulegur
bæði í sjón og raun — óvenjulegur
að greind, siðhreinu lífi, mentaþrá,
og hugsjónum. Mun hann hafa
vakiö á sér einstæða eftirtekt á Is-
landi, og jafnvel að einhverju leyti
hér í Chicago, með þekkingu sinni,
og vísindalegri athugunargáfu —
einkum á sviðum læknisfræðinnar.
Hann er mjög vel að sér í nútíma
sálarfræði, og þá sér í lagi, “Physco-
analyzis — hvað sem þú villt kalla
það; “Sálargrenslan” hefír það verið
kallað, minnir mig; “Sálarkrufning”
finnst mér liggja nær. — Til Banda-
rikjanna kom Sören fyrir 2 árum
síðan, í þeirri von að geta brotist
frarn á braut læknanámsins. En
þrátt fyrir þrældómsvinnu og sjaldj
gæfa sparsemi, er neitar sér um allt,
sem unt er án að vera, — nema þá
lielzt vísindabækur — hefir honum
ekki græðst það fé, að hann sé mik-
ið nær markinu en þegar hann kom.
Yfirleitt setja háskólar hér syðra,
upp offjár í námsgjöld; auk þess eru
skírteini og réttindi veitt fremur
með tilliti til lamgrar skólasetu, en
hæfileika og þekkingar. Eg er að
ímynda mér að ég hefði haft gaman
af að styðja þennan mann til náms
ef ég hefði vetið nógu efnaður til
þess. En ég er það ekki. Og nú
þverr lánstraustið með hverju árinu
sem líður!
Á dögunum rakst ég hjá honum
á greinina “Menning og hávaði” og
þykir mér hún hafa góðar bendingar
að geyma. Fékk ég leyfi til þess
að bjóða þér hana til birtingar; sé
ekki að hún geti valdið blaðinu kaup-
endamissi.
Vinsamlegast,
Friðrik A. Friðriksson.
Menning og hávaði
I stórborgum eru sjálfsmorð tíð.
Utn sex hundruð einstaklingar sálg
uðu sér í Chicago árið 1927. A-
stæðurnar eru sjálfsagt bæði margar
og margbrotnar. en hverjar sem þær
kunna að vera í hverju einstöku til-
felli, þá er óeíað farið sverfa hart að
mönnum, þegar þeir grípa til slíkra
óyndisúrræða.. Eg las í blaði hér á
dögunutn, að kvennmaður hafi farg-
að sér með því að henda sér út um
herbergisgluggann sinn, af þeirri á-
stæðu, að hún gat ekki lengur staðist
götuskröltið.
Flestir okkar eru óefað harðskeytt-
ari en þessi kvennmansgarmur, en
sannleikurinn er sá, að okkur er ekki
almennilega ljóst, hvað við verðum
að borga fyrir þau réttindi að fá að
lifa í hávaðasömum stórborgum.
Læknar og vísindamenn eru nú farn-
ir að korna auga á hið gifurlega tjón,
sem hinn látlausi skarkali stórborg-
anna hefur í för með sér fyrir lif
manna og heilbrigði. Hafa þeir nú
þegar tekið höndum saman i því
skyni að korna skrölt-djöíli þessum
fyrir kattarnef. Þeir sjá, að það hef-
ur ekki aðeins heilsusamlega þýðing-
u að honum sé útrýmt heldur og
hagfræðislega. Víst er um það, að
það mun kosta biljónir dala og erf-
iði mikið að gera fjanda þennan út-
lægan, sem á drjúgan þátt í að auka
á taugaveiklanir og geðbilanir í
landinu, sem nóg væri af samt. Mönn
um er því óhætt úr þessu, að leggja
þá úreltu skoðun á hilluna, að skrölt
og hávaði sé óaðskiljanlegur fylgi-
nautur hraða og framfara.
Enn er ég samt ekki orðinn það
bjartsýnn, að mig sé farið að dreyma
um, að allir fái einhverntíman lifað
i hávaðalausum heimi. Eg á ekki
von á, að þeir,, sem aldrei fá komist
hærra en að vinna fyrir daglegn
brauði i vélaskrölti verksmiðjánna,
fái nokkurntíma komist inn í Nirv-
ana hávaðaleysis. Hinir, sem betur
eru settir, fá ef til vill enhverntíma
i framtíðinni komist hjá því að heyra
taugadrepandi hávaða megnið af
þeim tuttugu og fjórum klukkutím-
um, sem þeir vaka, vinna, éta og sofa.
Annars er knýjandi þörf á, að
eitthvað sé aðhafst í þessum efnum
og er hér gott viðfangsefni fyrir
hugvitsmenn að spreyta sig á. Nú
þegar eru þúsindir vísindamanna og
þúsundir rannsóknastofnana byrjað-
ar á að gera athuganir á skröltinu í
stórborgunum og finna ráð til að
útrýma því. Er því þegar fyrsta
skrefið stígið í þessa átt.
Umferðarhávaðinn er verstur við-
ureignar. Talið er, að um 85 —
90 prósent af skarkala stórbæjanna
sé orsakaðúr af umferð flutnings-
vagna, spor'vagna og bifreiða. I
New York hefir þegar verið gerð
gangskör að þvi, að leggja niður
þessa svo kölluðu “elevated rail-
ways’’ eða upphækkuðu sporbrautir,
sem hraðskreiðar lestir renna eftir,
rétt fyrir ofan hausamótin á gang-
andi fólki. Þessar ráðstafanir hafa
haft þær afleiðingar, að á þeim stöð-
um, sem þessar brautir hafa verið
rifnar niður, þar hafa fasteignir
hækkað gífurlega í verði. Er á-
ætlað, að i finlm ár hafi beinn fjár-
hagslegur ágóði af þessari ráðstöfun
nurnið hálfri biljón dala. Það er
beinn ágóði af útrýming ónauðsyn-
legs skarkala. Það er búist við, að
Chicago muni feta í fótspor New
York borgar og fari að gera gang-
skör að þvi, að rífa niður eitthvað
af símtm sótugu sporbr&utarpöllum
og byggja neðanjarðar brautir í
þeirra stað. Það er að vísu langt
síðan að var farið að tala um slíkt,
en af einhverjum gildum ástæðum
hefir ekkert orðið af þvi enn. Það
virðist ekki liggja mikið’á, hvorki
með það eða hitt, að útrýma reykn-
um, sem er að kæfa bæjarbúa og
sem útilokar svo gjörsamlega allt
sólarljós á köflum, að það verður að
kveikja á öllum götuljósum um há-
bjartan daginn til þess að menn fái
þá séð handaskil Það lítur ekki
út fyrir að annað sé í húfi en heil-
brigði fólksins, og þess vegna verður
það að anda að sér sóti og skrölta
í skitugum sporvögnum, þangað til
eitthvað annara mikilvægara verður
uppi á teningunum. Auðíélög stór-
borganna eru sparsöm, engu siður en
smákaupmaðurinn út á útkjálkunum.
Um það bera strætisvagnarnir i Chi-
cago vott. Þau minna mann jafnan
á skröltandi hjólatík á grýttum vegi,;
nema hvað þau eru hávaðameiri.
Vilji menn ekki rífa í sér raddbönd-
in, þá er þeitn eins gott að geyma
það, sem þeir ætla sér að segja,
þangað til þeir komast á áfangastað-
inn. Það verður ábyggilega langt
að bíða þangað til skröltvögnum
þessum verður hent í járnhrúguna,
og aðrir hávaðalausir fengnir í þeirra
stað, sem flestir betri bæir víðsvegar
um Bandaríkin eru farnir að nota.
Það er einn mikilvægur þáttur í út-
rýmingu skrölts. En það virðist,
að ærleg gangskör verði ekki gerð,
að útrýmingu götuskröltsins og verk-
smiðjureyksins, fyrr en forkólfar iðn-
aðar sjá, að það borgi sig. Þegar
þeir sjá, svart á hvítu, að iðnaðurinn
er farinn að líða tjón sökum skarkal-
ans og reyksins, sem er að ræna
menn þreki og starfskröftum, þá
munu þeir aðhafast eitthvað í þessa
átt, en fyr ekki. I Bandaríkjunum
virðist allt miðast við industry, iðnað.
Maðurinn er til fyrir iðnaðinn, en
iðnaðurinn ekki fyrir manninn. Og
er það ekki iðnaðinum að þakka, að
Bandarikin eru í dag ein voldugasta
þjóð heimsins?
Við munum vist vera komin lítið
eitt út frá efninu og skulum við þá
snúa okkur aftur að stórborgar há-
vaðanum.
Dr. Harvey Fletcher við Bell Tele-
phone Labaratories í New York hefir
gert hijóðfræðilegar athuganir við-
víkjandi útidyrahávaða hinna stærri
iðnaðarbæja. Hann komst að þeirri
niðurstöðu, að maður með óskerta
heyrn fær heyrt hróp þar sem hljótt
er til sveita í milu og kvart fjarlægð.
Þessi sami maður getur aftur á móti
ekki heyrt jafn snjallt kaþ í götu-
skröltinu í New York 213 fet, sem
er miðlungs igötu “block.”
Fullyrt er, að hinar glymjandi og
gegnuni skcrandi raddir eldri borgar
búa, séu beinlínis þannig fyrir stöð-
uga áreynslu á raddböndin, að reyna
að tala hæra en þeim er eiginlegt,
svo að til þeirra heyrist gegnum
götuskarkalann og glymjandann. Öllu
alvarlegri eru þó áhrifin, sem stöð-
ugur skarkali hefir á heyrnina.
Dr. Flecher rannsakaði og. heyrn
nokkra þúsund barnaskólabarna í
New York í samvinnu við Dr. Ed-
mund Prince Fowler. Þeir notuðu
til þess heyrnarmælir (audiometer),
er segir nákvæmlega til um breyti-
leik heyrnardeyfu og sem þannig er
úr garði gerður, að unnt er að athuga
um fjörutíu manns í einu. Árangur
inn að athugunum þeirra var sá, að
meira en fimmtán af hundraði (15%)
þjáðust meira og minna af heyrnar-
deyfu.
Mörg þessara barna, sem kennar-
arnir töldu beinlínis gáfnasljó, gátu
blátt áfram ekki heyrt greinilega
það, sem sagt var inn í bekknum eða
gerðist meðal hinna greindari þegar
þau voru látin skifta um sæti.
Samskonar tilraunir og athuganir
hafa verið gerðar af þekktum sér-
fræðingum í eyrnasjúkdómum víðs-
vegar um Bandarikin, og þeim ber
öllum saman. Niðurstaðan er, að
meira en þrjár miljónir skólabarna
t' Bandaríkjunum, einkum þó í stór-
borgunum, þjást af heyrnardeyfu, og
í tiltölulega fáum tilfellum er hún or
sökuð af beinum sjúkdómi. Að þess
um fáu tilfellum undanskildum hafa
tíu til tólf per cent af öllum skóla-
börnum Bandaríkjanna svo lamaðar
heyrnartaugar, af of mikltim hávaða,
að náttúran hefir orðið að taka til
sinna eigin ráða, að því er Thomas
Edison getur sér til, og framleitt það
sem hann nefnir "protective deaf-
ness” eða varnar-deyfu.
Þannig horfir nú við meðal bless-
aðra skólabarnanna. Virðist manni
að þessi eina ástæöa væri nóg til að
reynt væri að útrýma skröltinu og há
vaðanum sem fyrst. Og sem betur
fer, er þegar viðleitni hafin í þá átt.
Við höfum nú þegar hávaðalausar
ritvélar, hávaðalausa sporvagna, hljóð
held svefnherbergi og hljóðheld gólf.
En það eru ekki nema hinir efnuðu,
sem geta veitt sér slik þægindi.
Nokkra er þegar farið að dreyma
um hávaðalausta veröld. Hætt er
samt við, að langt verði að bíða þar
til sá draumur rætist. Menn eru
ábyggilega ekki búnir að bíta úr nál-
inni hvað hávaða snertir. Einmitt
nú er mönnum ógnað með nýju ó-
hljóði úr lofti. Það er hljóðauki
einn mikill, sem nota á í flugvélum
til að skipa borgarbúum, að reykja
einhvern sérstakan vindil eða vindl-
inga og éta eitthvað nýtt sælgæti á
markaðinum. Áhaldi þessu er talið
það til gildis, að ef til ófriðar kæmi,
þá þurfi hershöfðinginn ekki annað
en svífa upp í ílugvél og láta þaðan
skipanir sínar og fúkyrði dynja yfir
þúsundir hermanna í einu. Öefað
dágóð hugmynd!
Og svo eru þeir að koma óhljóði
inn í hljóðlausar kvikmyndir! Sú
góða list er breytast yfir i sound
— háreysti. Veldur slíkt “stjörnu
hröpum” í Hollywood, þvi sumar
hverjar “stjörnurnar” hafa ekki
“hljóðpípuna” í góðu lagi.
Allt þetta “sound business’’ er að
verða argasta plága. En eftir þessu
sækist fólkið, sem vill helzt eitthvað
æsandi fyrir taugarnar.
Bæði læknum, sálarfræðingum, og
öðrum, sem rannsakað hafa þetta at-
riði, ber öllum saman um, að tauga-
truflanir, svefnleysi, og jafnvel geð-
bilanir, sem stöðugt eru að fara í
vöxt i stórbæjunutn, eigi beint og
óbeint rót sína að rekja til skrölts-
ins og háreystinnar, sem fólk lifir í
frá vöggu til grafar.
Skrölt og hávaði drepur mann á
líkama og sál. Það er kunnugt að
hávaði er örvandi lyf, sem hefir ill
en ekki góð áhrif á taugar manna.
Allt þetta jazz-brjálæði og gráðuga
löngun fólks að vera þar sem há-
vaðinn er mestur og þröngin mest,
ber ljósan vott þess, að það er orðið
að múlbundnum þrælum hávaða og
hugsanaleysis.
Það eru engar ýkjur, að til eru
banvæn hljóð. Það hafa nýjustu
uppgötvanir leitt í ljós. Hljóðsveifl
ur, sem eru hraðari en eyrað fær
greint, tæta sundur frumlur mann-
legs líkama.
Ekkert mannlegt eyra fær skynjað
hraðari hljóðsveiflur en 20,000 á
sekúntu. En vísindunum hefir tek
ist að framleiða hljóðöldur, sem
brenna hold og kveikja eld i þurrum
viði, og sem megna að drepa fisk í
gleríláti um leið og þær fara gegn-
um vatnið. Þetta hljómar líkt og
æfintýri úr þúsun dog einni nótt, en
þó eru þetta vísindalegar staðreynd
ir. Frumlur jurta tætast í sundur
við fjögur hundruð þúsund sveiflur
á sekúndu og blóðkorn í dýrum leys-
ast í s«ndur. Hljóðöldusveiflur,
sem eru á takmörkum að vera heyr-
anlegar, geta bókstaflega eyðilagt
taugafrumlur, fái þær aldrei tæki-
færi til að jafna sig og hvílast.
Stöðugur hávaði er hættulegur.
Viðkvæmar taugar fá ekki staðist
hann til lengdar. Það hefir reynsl-
an og vísindalegar athuganir leitt í
ljós. Og nú þegar er tilraun hafin
til þess að útrýma hávaðanum úr
veröldinni. Líta margir svo á, að
af því muni blessun mikil leiða. En
svo eru aðrir, sem hyggja, að með
útrýmingu hávaðans muni starfsork-
an og framtakssemin réna, sem vel-
megnun landsins bvggist á, og að í
stað lífsfjörsins, er einkennir amer-
ískt bæjarlíf, komi andleg og líkam-
leg deyfð. Menn þurfa stimulus og
hávaði er stimulus. Þeir þykjast
(Frh. á 5. bls.)