Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 20. FEBR., 1929 ÍOPIÐ PRÍVAT | I BRÉF 1 SðOOeOOOOGðOOOGCeOGGGGeSCOÍ Hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum. Kæri vinur! Eg þakka þér fyrir jólakortið, sem þú sendir mér. Mér þótti vænt um þaö. Mig hálf langar til að senda þér fáar línur, og ætla aö reyna að skrifa þér ofurlítið betur en síSast. Eg býst við aö þaS taki mig svo sem hálfsmánaðar eöa þriggja vikna tíma. Eg má ekki skrifa nema sár- lítiö í einu, vegna auignanna, en svo hefi ég tíma til þess, þvi ekkert get ég starfaö, en mér hálfpartin leiö- ist, og ætla þvi aö stytta mér stundir í “fásinninu.’’ Mér heföi nú samt þót meira gaman aö þvi, a ötala per- sónulega við þig; ekki samt á skrif- stofu Heimskringlu, því aö ég hygg að þar væri ekki mikiö næöi, ef þaö er nokkuð svipaö því sem var í Win- nipeg síöast. Eins og þú skilur, þá er þetta privatbréf, en ég ætla ekki að skrifa neitt í þaö, sem þú mátt ekki sýna hverjum sem er, og eins þeim, sem ég á einn eöa annan hátt geri aö umtalsefni. Eg ætla að byrja á því aö sam- fagna þeim Islendingum í Winnipeg, sem trúfrelsi unna, aö hafa fengiö fyrir kennimann séra Benjamín Kristjánsson. Ef marka má nokkuð af ræöum þeim tveimur, sem prent- aöar hafa verið í Heimskringlu, þá er þar engin þokukend reikistjarna á feröinni, eins og mér viröist sum- What will you he doing one year from today? A course at the Dominion Business College will equip you for a well paid position and prepare you for rapid promotion. Enroll Monday DAY AND EVENING CLASSES The “Dominion” and its branches a,re equipped to render a complete servlce in busi- ness education. BRANCHESi ELMWOOD 210 Hespeler Ave. ST. JAMES 1751 Portage Ave. p Dominion Business Oollege , CThe'Mall. WlNNlPEG. ---------- ------- 't: “WHITE SEA L Bruggaö af æföustu bruggurum úr úrvals malti og humli. — Eins og bjórinn sem þú varst vanur aö drekka. BEZTI BJÓR f KANADA TIL HEIMILISNOTA A JOLUNUM Fluttur beint til leyfishafa gegn pöntun Biðjið um hann á bjórstofunum Sími 81 178, — 8 176 KIEWEL BREV^ (VG CO.,LTD. St Boniface, Man Stofnaö 1882. í Löggilt 1914. D.D. Wood& Sons, Ltd. KOLA KAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin SOURIS—DRUMHELLER FOOTHILLS, SAUNDERS CREEK POCAHONTAS, STEINKOL, KOPPERS, SOLWAY EÐA FORD KÓK ALLAR TEGUNDIR ELDIVIÐAR. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington Str. Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið ir þessir svokölluöu leiðsögumenn eöa prédikarar hafa veriö. Og ef fram haldið veröur samboðið byrjuninni, þá veröur ekki lengi að fenna í spor sumra fyrirrennara hans. Mér skilst á þessum áöurnefndu ræöum, aö hann dýrki ekki Java Gyöinganna; en það eru til fleiri Javar en hann. Javar, sem heimta skýlausa hlýöni viö sín boö og sem myndu kasta þeim í “Gehenna” ef þeir igætu, sem ekki veittu þeim slíka hlýöni. Þessir Javar eru aö sumu leyti eins her- skáir og Java Gyöinganna og jafn afbrýöissamir. Þá verð ég einnig aö sjálfsögöu aö minnast á þaö málefni, sem efst hefir veriö á baugi meöal Vestur- Islendinga nú um tíma, nefnilega styrkþágu heimfararnefndar Þjóð- ræknisfélagsins frá stjórninni í Sask- atchewan. Um styrkþágu frá Man- itobastjórn eða Dominionstjórn er ekki aö ræða; það er dottið úr sög- unni fyrir aðgerðir sjálfboöanefndar innar. Mögulegt er að hugsa sér aö heimfararnefndin hafi ekki í fyrstu komið auga á þá gjaldþrota yfirlýs- ingu um Vestur-Islendinga, sem felst í stjórnarstyrkbeiðninni; en þegar Dr. Brandson hafði bent þeim á þetta, þá varð ég aö játa, aö af- staða sú, sem nefndin tók, var mín- um skilningi ofvaxin. Eg var nú farinn aö skilja það betur Það fór fyrir mér eins og Fahrenheit, þegar hann fann hitamælirinn, aö hann setti núlliö á lágmark þess hita, sem hann þekkti, og mældi svo upp. Ef ég man rétt átti hann heima sunnar- lega á Frakklandi, og lægsta hita- stig, sem hann þekkti, setti hann á núlliö. Eg hygg, að ég þurfi ekki að útsk’ra þetta betur fyrir þér. Frá mínu sjónarmiöi hefi ég ekki komiS auga á nokkurt atriði, er á jafn á- I takanlegan hátt gat meitt velsæmis I og sjálfstæðis tilfinningar okkar Vestur-Islendinga eins og þessi styrk beiðni heimfararnéfndarinnar, því hún (styrkbeiðninl hefir óefað verið flutt í nafni allra Vestur-Islendinga, það sannar heimfararnefndin sjálf, með því í fyrstu að taka aö sér að starfa fyrir heildina. Ritstjóri Heimskriniglu komst ein- hvernveginn svo aö oröi í blaði sínu, að þaö væri ofurlítið kátbroslegt, að Dr. Brandson og hans fylgjendur í þessum málum yröu aö standa á veröi til þess að vernda velsæmi okk- ar Vestur-Islendinga. Þetta er satt, þó það þá hafi máske verið sagt meira í skopi en alvöru, en það er i raun og veru meira en kátbroslegt, þaö er sorglegt að nokkur af okkur Vestur-Islendingum skuli þurfa aö 'standa á verði gegn svívirðingartil- raunum þeirra manna, er tekist hafa á hendur, að “leiða rnenn í allan sannleika.” Að fjórir af okkar prestum skuli vera fremstir í flokki til aö gera okkur niðrun, og vera svo | blindir af fésýki, að þeir sjá ekki, | hve mikil skömm þetta er fyrir þá sjálfa, er óskiljanlegt. Það er nú þriggja daga verk, sem | komið er af þessu bréfi, og neyöist j ég til að hætta aö skrifa með penna j og bieki; verð ég því aö gera eitt j af þrennu: að hætta við bréfið, eða j fá einhvern til að skrifa það fyrir ! mig, eöa í þriðja lagi að reyna að ^skrifa án þess að horfa á hvernig það verður gert. Talsvert veður hafa sumir úr heimfararnefndinni og meðhalds- menn hennar igert út af því, hve sjálfboðanefndin hafi veriö ósvífin í garð heimfararnefndarinnar. Eg sé ekkert á móti því, að sumt sé rifjað upp, sem þessum tveimur flokkum hefir farið á milli. Eg skal fúslega játa, aö sumt af því, sem hr. A. C. Johnson konsúl! ritaði, hefði eins vel mátt vera ósagt, enda þótt satt kunni að vera; en að það hafi gefið nokkrum manni hina minnstu ástæðu til aö fá honum vikið úr embætti, er fjarstæða, og stóryröin, sem notuö voru í því sambandi, virðast verið hafa alveg þýöingarlaus. Eg skal líka minnast þess, aö það, sem hr. J. J. Bildfell ritaöi, var rit- aö á kurteisan hátt. — Opna bréfiö frá mér til Dr. Sig. Júl. Jóhannes- sonar, var ekki ókurteist, og það sem ég sagði að hlytu að veröa óhjá- kvæmilegar afleiðingar ef stjórnar- styrknum yrði ekki tafarlaust skilaö aftur, er nú sumt komiö fram, á mjög áþreifanlegan hátt. Þá er aö bera saman þaö, sem Dr. Brandson, Hjálmar Bergman og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson hafa ritað á aöra hönd, og það sem þeim Dr. Rögnv. Pétursson, séra Ragnar Kvaran og maðurinn, sem nefnir sig Bruce Sanders. Dr. Jóhannesson ritaði um málið eins og það gekk til á fundum nefnd- arinnar, þar tii hann sagði sig úr henni. Dr. Brandson ritaöi mót- mælagrein sína eftir að hann hafði árangurslaust talaö viö nefndina og benti henni, eöa forseta hennar á þaö, hvaö hættulega braut nefndin væri aö fara meö fjárbeiðni sinni. Mót- mælagrein Dr. Brandsons er i alla staði mjög kurteislega rituö.—Svar nefndarinnar krafðist sterkra mót- mæla, og síðari mótmælagrein hans var að mínu áliti hæfilegt svar gegn nefndinni. Herra H. A. Bergman hefir stund um með nokkuð skýrum dráttum skýrt frá athæfi nefndarinnar, og allt, sem hann hefir sagt, hefir hann fært rök að. Hann hefir komið með beinar ákærur á nefndina og sannað þær, rekiö heim hverja ó- sannindaþvættings tuggu nefndarinn- ar á eítir annari, og þaö svo rækilega, aö naglahausarnir eru “settir” annars vegar, og naglaoddarnir hnykktir hinsvegar, svo þaö er lítt mögulegt aö draga þá út, hvorki með naglbít né klaufhamri. En hvaö getum viö svo sagt um rit smíðar Dr. Péturssonar og séra Kvar ans í þessum málum ? Dr. Pétursson sem vanalega ritar skýrt mál, hefir í þessu máli notaö þann rithátt, sem öllum drenglyndum mönnuin, sem á annað borÖ bera fullt skjmbragð á slíkan rithátt, þykir vansæmd að viðhafa. Ritgeröir hans um þessi mál eru fullar af dylgjum og “in- sinuations,” um mótstöðumenn hans. Urein eftir grein hefir birtzt í Hkr. eftir hann, fullar af þessum dylgjum. Um rithátt séra Kvarans skal ég vera fáoröur; tvisvar ritaði hann um þetta mál í Heimskringlu, og ef hann, áður -en hann lét prenta þessar rit- femíðar sínar, hefði íhuigaö heilræö- in, sem felast í þessum vísuhelmingi eftir tengdafööur hans: “Strikum yfir stóru oröin, standa við þau ’minni þoru-m,” og ekki hlaupið eftir neinum Gróu-sögum, þá hefði lík- lega verið minna af hroka og meira •if sannindum í þeim. Þá verö ég aö minnast á manninn, sem nefnir sig “Bruce Sanders.’’ Vitað hefi ég menn skrifa undir gerfinöfnum, en svona lagaða aðferð man ég ekki til að hafa heyrt né séð fyr, að nokkur maður hafi haft til að ausa óhróðri á mótstöðumenn sína. — Þrátt fyrir þetta allt saman hefir heimfararnefndin og samherjar hennar verið sifellt að kveina undan því, hversu hart hún sé leikin af sjálfboöanefndinni. Fundir heimfararnefndarinnar, munu oftast hafa byrjaS með kvein- stöfum fundarstjóra og ræðumanna. Kvein hefir veriö eitt af aðalvopn- um heimfararnefndarinnar. Hafa þeir sjálfsagt ætlað að afla sér “public sympathy” með slíku. Ef ég man rétt þá var það einn af þessum kveinendum, sem rauk upp með neyö- aróp í Heimskringlu núna rétt fyrir jólin. Mér hefir þótt þessi aðferð nokk- uð svipuð aðferð óþokkastráka, sem liggja í heygarðshornum og kasta steinum og óhreinindum í bak þeirra, og ef þeir, sem kastað er til, líta viö og gera sig líklega til að kasta til baka, þá stökkva þessir snáöar upp og inn í bæ og hrópa: “Mamma, mamma! strákarnir eru að elta mig!” Menn af norrænum ættum ættu að fyrirverða sig að viðhafa slík vein. Þá vil ég minnast á annað hneyksli, sem heimfararnefndin í samvinnu við stjórnarnefnd Þjóöræknisfélagsins hefir framiö; þaö er aö áfrýja þess- um málum til íslands. Þegar ég heyröi þetta fyrst, varð ég steinhissa á þessari flónsku, og mér varð þetta aö orði: “Þeir hafa þá áfrýjaö þvi heim til Islands (heimfararnefndin í samfélagi viö forstöðunefnd Þjóð- ræknisfélagsins), hvort þeir mættu gera þaö sem óvita drengjum er hætt viö aö igera, þegar þeir eru fyrst færðir í buxur; og svo hvort þeir mættu koma heim til íslands á Þjóðhátíðina 1930 án þess að hafa fataskifti.” Og svar Islendinga heima myndi verða eitthvað á þessa leiö: “Okkur hér kemur þaö ekkert viö, hvort set- skautin á brókum ykkar eru dekkri eöa gulari en skálmarnar og uppi- haldiö: gjörið eins og ykkur sýnist, piltar góðir.” Canada er ekki nýlenda Islands og við Vestur-íslendingar erum ekki ný- lendubúar Austur-íslendinga. Með allri þeirri virðingu og allri þeirri samúö, sem viö berum til Austur-Is- lendinga, þá verður það aldrei nema örlítill hluti Vestur-Islendinga, sem samþykkir þaö, að við áfrýjum sér- málum okkar til þeirra. Þeir, sem beita sér fyrir slíku máiefni, munu fljótt komast að raun um, að þaö er ekki vegur til uppheföar meöal vor, hvort sem þeir heita Ragnar eöa Rögnvaldur eða eitthvað annaö. Auk þess ef Austur-Islendingar færu nokk uð til muna aö skifta sér af sér- málum okkar, sem alls engar líkur eru til aö þeir geri, þeir eru vitrari en svo, þá yröu afleiðingarnar óhjá- kvæmilega þær, að samúð myndi þverra, vináttuböndin veikjast og sanivinna hætta; því þótt smælingjar finnist á meðal vor, þá er meiri hluti allra Vestur-Islendinga svo stór í lund, aö honum kæmi aldrei til hug- ar aö þola slíkt. Aö ekki hlauzt óhapp strax af þessu frumhlaupi Þjóöræknisfélagsins, er ekki þeim að þakka, sem áfrýjunina sendu, heldur því, að Islendingar heima svöruðu því eins og þeir svöruðu. Mun svarið hafa verið nokkuð svipað efnis eins og ég gat til. Þá skal meö fáum orðum minnst á Ingólfsmálið svokallaða. Það á nú raunar ekkert skylt við heimfarar málið. En ef svo skyldi fara, sem ekki er ólíklegt, að Þjóðræknisfél- agið eða forstöðumenn þess, biðu einhver óþægindi af því að það mál var vakið upp, þá eiga þeir það heimfararnefndinni aö þakka. Ef hiröskáld heimfararnefndarinn- ar heföi ekki fariö aö yrkja um Ing- ólfsmáliö í Heimskringlu, þá heföí þaö ekki komiö á dagskrá í þetta sinn. Eg ti| þaö alveg sjálfsagt, að þessi hirðskáld, eins og öll önnur hirðskáld, hafi “kunnaö aö kveöa kónginum í vil,” eins o,g( Stephan G. hefir komist aö orði. Ef hirðskáld in hefðu þagaö þá hefði Jónas Páls- son aldrei ritað sínar greinar, hefðí ritstjóri Heimskringlu ekki ritað eins gífurlega um máliö eins og hann gerði og sem kom Hjálmari A. Berg man til þes saö rita sínar ritgerðir. Viðhorfur almennings gagnvart fram komu Þjóðræknisfélagsins í Ingólfs málinu hafa stórum breyzt við það að lesa igreinar H. A. Bergmans. Almenningur, sem vill nokkuð skilja í þessum málum, skilur nú, að Þjóð- ræknisfélagið hefir ekki gert allt það fyrir Ingólf, sem því bar aö gera og sem það hafði peninga til að gera, og sem því var bent á aö þyrfti aö gera. ; Menn eru nokkurnvegin samdóma I um, hvers vegna þaö hafi ekki veriö gert. Aö slá eign sinni á þaö, sem- afgangs var af söfnunarfénu, en nota það ekki til þess, sem það átti að notast til, er ekki uppsláttur fyrir . félagið. Að Islendingur hér væri sakaður um morð og dæmdur fyrir morð, þótti þá svo stór blettur á okk ur Vestur-Islendingum, aö það þótti nauðsyn til bera, að reyna aö þvo- hann af, og til þess er leitað til ai- mennrar fjársöfnunar. Nú vil ég í mesta bróðerni, en - . FILLS Ésá Nýrun hreinsa í*egar þau. öila, safnast eitur fyrir og gigt, tauga- yigt, lendaflog og margir abrir sjúk- dómar orsakast. GIN PILLS lag- færa nýrun, svo þau leysa starf sitt* og gefa þannig varanlegan bata. 50c askajan alstaóar. 184 Þ J E R S E M NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton YERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. r»H SÍMI 57 348 SfMI 57 348 DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD. Verzlar með allskonar tegundir af Timbrí og Efnivið fyrir byggingar, jafnt smáar sem stórar, Hefir jafnan á reiðum höndum allskonar eik, furu, gluggakarma o. s. frv. Allur trjáviður þur og vel vandaður. 667 Redwood Avenue WINNIPEG MANITOBA.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.