Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 5
WINNIPBG, 20. FEBR., 1929 HEIMSKRINCLA 5. BLAÐSlÐA atriðum, sem hér hefir veriö minnst á, þá hygg ég aö ég geti fullyrt eitt. Þaö er, aö ef hr. Bergman eöa ein- hver annar, sem um þetta mál hefir hugsaö og athugaö með nokkurri ró- semd, hefir eitthvað jákvcett fram að færa. sem lcitt gœti til réttmœtra breytinga á högitm fangans, þá muni Þjóðrœknisfélagjð vera eins fúst til þess að vinna að þeim málalyktum eins og það hefir frá 'óndverðu ver- ið. Hingað til hefir ekkert til þessa máls veriö lagt síöustu mánuðina annað en skammir um félagið. Eg er einn í þeirra hóp, sem ekki hafa trú á að skammir leysi vandamál. Þing félagsins stendur fyrir dyr- um. Eg tek tilefnið til að skora á hr. H. A. Bergman að kalla mig til viðtals við sig, eða koma til viðtals við mig, einhvern næstu daganna, ef hann býr yfir þessum jákvæðu upp- lýsingum. Eg heiti þvi, að ég skal leíggja þær upplýsingar fram fyrir þingheim. Geri hann það ekki, þá verður að líta svo á, að eitthvað ann- að hafi valdið þessum gauragangi en umhyggja fyrir ógæfusömum manni. Ragnar E. Kvaran. -------x-------- Opnu prívatbréfi svarað (Frh. frá 4. bls.) unni í því skyni að storka heim ferðarnefndinni, heldur en til þess að auka á sæhid og gleði fslendinga á þúsund ára afmæli Alþingis? Og væri þá ekki bet- ur setið, en heiman farið? Eða til hvers allar þessar staðhæf- ingar um það, að ‘‘Canada sé ekki nýlenda íslands? Hefir nokkrum lifandi manni dottið það í hug, vestan hafs eða aust- an?— Það vill svo heppilega til að ég þarf ekki að lengja þessar bréfaskriftir að óþörfu í tilefni af Ingólfsmálinu. Séra Ragnar E. Kvaran hefir tekið af mér það ómak, með ágætri grein, er birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Eg hefi skrifað* um mikið af því áður í sama anda og hann gerir hér. En um þau atriði, er hann skýrir enn greini legar og um það, er hann bend ir á nýtt í því sambandi, er ég honum gjörsamlega sammála. Að sinni skal ég aðeins taka tvennt fram í tilefni af því, er þú segir. FYrst það, að þótt ég, ef til vill afsakanlega, haldi að ég hafi síðan það mál hófst í sumar átt tal við æði miklu fleiri menn um það en þú, munnlega og skriflega, þá hefi ég enn ekki orðið þess var, að hr. .H. A. Bergman hafi aukið á orðstír sinn í því máli. Af öllum þeim fjölda, er ég hefi séð og heyrt láta álit sitt á Ingólfs málinu í ljós hefi ég enn engann hitt, er hafi breytt áliti sínu hr. Bergman í vil, en aftur fjöl- marga, og það margra ára skoðanabræður hans í kirkju- og stjórnmálum, sem eru sár- hryggir og gramir við hann fyrir afstöðu hans nú. Annað það, að éinmitt af öllu því, er mér hefir borist til augna og eyrna út af þessu, hefi ég sann færst um það, að einmitt fyrir framkomu hr. H. A. Bergman, væri algerlega óhugsandi, að nokkuð svipaður fjöldi íslend- inga myndi hlaupa undir bagga eins og þá gerðu, til þess að fá rannsakaðar allar líkur, ef svo hörmulega kynni að takast til, að annar íslendingur yrði dæmd ur eftir líkum, fyrir samskonar sakir, eða líkar, og Ingólfur Ingólfsson. En að svo skuli vera komið, get ég hvorki talið sæmdar- né gleðiefni nokkrum íslending.— Eg er þér þakklátur fyrir það er þú segir um ritstjómarhæfi- leika mína og starf, því ég met dómgreind þína um þau efni mikils. Vona þó, að þú mis- virðir ekki við mig, að ég met það enn meira vegna þess, að þú hefir tvisvar áður látið líkt mat í ljós í bréfum til mín; í fyrra sinnið áður en fundum okkar hafði borið saman. En ég get ekki samsinnt því, að í mér sé ‘‘skolli mikill strákur.... með köflum,” eins og orðið ‘‘strákur” er venjulega skilið í því sambandi. Eg hygg, að óhætt sé að leita með logandi ljósi í ritstjórnardálkum Heims- kringlu þau fimm ár, er ég hefi stýrt henni, án þess auðið sé að finna, að ég hafi hrekkjað menn strákslega eða áreitt þá þannig, að fyrra bragði. Eg hefi ver- ið svo óáreitinn, að ég er ekki viss um nema ég kunni heldur að hafa syndgað á vanrækslu- hliðina í því efni, það er að segja oft látið vera að veitast að einhverju, sem ég í raun réttri hefði átt að taka í lurginn á, sem ritstjóri að opinberu blaði. Mér er við fátt ver, en að þurfa að særa menn. En það hygg ég sé ekki lundarein- kenni ‘‘stráka.’’ Hitt skal ég fúslega játa, að ég kann betur sverði en kuta; höggorustu en títuprjónsstungum, nema ef við vindbelgi er að fást. En hafi ég sérstakt lag á því að fylgja fast á eftir meiningu miniii, þar sem mér þykir því taka, þá tel ég mér það ekki til ámælis. í tilefni af þeirri ósk þinni, að ég leggi það ekki í vana minn, að ‘‘kveða kónginum í vil,” þá gæti ég aldrei orðið hugsjúkur út af því, ef ein- hverjum kynni að þykja kyn- legt, að skoðanir mínar á ýms- um málum eru oftar í samræmi við skoðanir eigenda blaðsins. sem ég stýri, til dæmis, heldur en við skoðanir andstæðinga þeirra. Því aðeins tók ég rit- stjórnar stöðuna, að ég gat með góðri samvizku aðhyllst höfuð- atriðin í þeim stefnum, er blað ið vildi leggja lið. En þeim vinum mínum, er í einlægni vilja mér vel, get ég sagt, að ég þykist hafa góða ástæðu til þess að halda, að ég hverfi svo úr opinberu lífi Vestur-lslend- inga, að þeir menn eigi auðveld- ara verk fyrir höndum, er kynnu að vilja færa líkur að því, að ég hafi ritað samkvæmt sann- færingu minni um menn og málefni, heldur en hinir, er færa vildu rök fyrir því, að ég hafi fyr eða síðar reynt að rita fyrir fé, metorð eða stöðu. Og urn leið og ég kem þá loks að síðasta kafla bréfs þíns, er víkur að Þjóðræknisfélaginu, þá hefi ég þar til líku að svara eins og um heimfararmálið, að að ég get ekki fallist á aðfinnsl ur þínar, þótt ég þykist hafa komið auga á heppilegri leiðir báðum málum til sigurs en þær, er tekist hefir að fara. Og mér þykir of grunnt lagst, að áh'ta, að á því, út af fyrir sig, ríði líf og tilvera Þjóðræknis- félagsins, hvort Ingólfssjóðnum sé skilað í einhverjar aðrar hendur, eða fjárveitingu Sask. þingsins sé skilað aftur. Hvorugt a'triðið er nokkíurt framtíðár- ÚR BRJEFI — Já, mikið er talað um grein þá er ritstjóri Lögbergs reit sem svar við grein séra Ragnars Kvarans. Hvað því veldur getur engum dulist. Það er ekki verið að tala um grein- ina vegna fegurðar málsins sem á henni er; heldur ekki vegna þess að ritstjórinn risti þar vitund dýpra í hugsun en hans er vandi. Og enginn skynbær maður sem vér höfum talað við,hefir getað bent á, að hún gæti talist nýtileg eða skemtileg á nokk- urn hátt. Nei, það virðist nú öðru nær. Astæðan fyrir því að um greinina er svo mikið talað, er ein- góngu sú, að hana má kalla höfuð- prýði ósæmilegs og óvandaðs rit- háttar. Lesendur Lögbergs hafa að vísu átt ýmsu að venjast i seinni tíð. Það eru ekki orðnir fáir dálkarnir i blað- inu síðan í vor, sem fylltir hafa verið af förukerlingarþvættingi, stráksleg- um skætingi, illkvittnis getsökum og órökstuddu bulli um Þjóðræknisfélag ið í heild sinni og vissa starfsmenn þess. Fólk ætti þv 'að vera farið að venjast slíku. En öllu má of- bjóða. Og svo er því farið um til- finningu Islendinga fyrir sæmilegu lesmáli, að einnig henni má ofbjóða. En af öllu sem áður hefir komið í Lögbergi þeirrar tegundar, tekur hin áminnsta grein ritstjóra E. P. J. því mjög fram í ósómanum að maður ekki segi öllu sem skrifað hefir ver- ið hér vestra í manna minnum. Og svo hefir þótt mikil síldarstamps- ólykt af grein hans, að enginn hefir viljað ata sig út á að svara henni. Það er mörgum ráðgáta hvernig á því stendur, að ritstjóri Lögbergs reit þessa grein. Þeir sem hapn þekkja vita, að vanalega og að öllu sjálfráðu viðhefir hann ekki þann munnsðfnuð í rithætti, sem þar kem- ur fram. .Og menn eru ekki svo sneiddir allri sómatilfinningu ennþá, að slíkt sé ávinningur nokkrum mál- stað. --- ---------x-------- Menning og tfávaði (Frh. frá 1. bls. geta bent á, að verkamaður sem vinn ur í verksmiðju komi meiru i verk þess vegna en hann myndi ella. Hitt er þó miklu sennilegra, að maður fái meiru afrekað með sömu eða jafnvel minni fyrirhöfn, þegar taugakerfi hans hefir losast við auka byrðina, sem á því hvílir af ónauðsyn legum hávaða. Allt þetta ys og þys höfuðstaðanna ber ekki óskeikulan vott um þrot- lausa starfsemi. Óhemju orku er eytt í ekki neitt. Menn ana áfram með taugakerfið í háspennu og eng- spursmál. Þjóðræknisfélagið stendur ekki né fellur á þeim málum. Eg vík ef til vill, síð- ar, að því, er mér hefir helzt þótt horfa til vandræða. Eg vona þá að þú sannfærist að einhverju leyti omi það, að ég hafi rétt fyrir mér, þótt við get um ekki orðið meira sammála að sinni. Með beztu framtíðaróskum. Winnipeg, 18. febr. 1929. Sigfús Halldórs frá Höfndm. Gerir stórt brauð eins og þetta úr RobinHood FLOUR Ábyggileg peninga trygging í hverjum poka inn veit, á hverju liggtir. Flýtirinn og eyrðarleysið er komið inn í blóð- ið. Það er vart, að nokkur hafi tíma til að éta nema sem minnst og gleypa þeir þá helzt í sig “hot dogs” kaffi og “pie” og laxerpillur þess á milli. . Slikir lífernishættir fá ekki leitt til góðs. Það er annað en auðvelt fyrir hvern sem er, að halda jafnvægi sínu og rósemi, þar sem allir eru á þind- arlausum þönum fram og aftur og þar sem ritvélasmellir, bókaskellir og bjölluhringingar, bílagarg og spor- vagnaskrölt, blandast saman í látlaus um, taugadrepandi nið, er heimtar hraða. Það eru ekki margir það vel úr garði gerðir, að þeir fái staðist slíkt árum saman án þess að láta á sjá. Við megum því vera vægir i dómum gagnvart þeim, sem kunna að missa fótfestu um siðir og grípa til þeirra örþrifaráða, að berja á dyrum hjá Lykla-Pétri til að losa sál sína úr víti háreistinnar. Við, sem höfum fæðst og lifað þar sem kyrð og friður ríkir, kunnum að meta kyngi þagnar og getum tekið undir með vitringnum, er kvað: “Ö, þú kyrð, þú guðdómlega kyrð.” Chicago, 111., jan. 1929. S. Sörenson. Peningunum aftur stungið í vasa bóndans Á þeim stutta tima sem hveitisamlögin í Manitoba, Saskatchewan og Alberta hafa rekið kornhlöðukaup á hveiti, hafa þau borgað félögum í samlaginu til baka, í auka ágóða upphæð er nemur $4,671,570. Samlags kornhlöðunum í Manitoba er stjórnað að nokkru með öðrum hætti en kornhlöðunum í Sask. og Alberta. Félag heimakornhlaðanna (Local Pool Elevator Assaciation) í Manitoba borgar upp fyrir hverja kornhlöðu á 10 árum með 10 prosent árlegri borgun. Og Manitoba sam- lagið byrjaði ekki að eiga stærri kornhlöður (Terminal ElevatorsJ fyr en fyrir fáum mánuðum síð an, nema kornhlöðuna í St. Boniface, og í þeim hefir ekki verið nein verðhækkun á minni upphæð um en járnbrauta vagnhlössum, og leiðir af því,að aukaágóðinn hefir orðið minni í Manitoba kornhlöðunum en í Saskatchewan og Alberta, ogengin auka ágóði hefir verið borgaður síðastliðið ár í Manitoba. Samlagskornhlöðurnar, h'óndla korn ódýrarafyri-r félagsmcnn sína, en kaupmannakórnhlöðurnar. Samt hafa þær á tæpum þrem árum stungið aftur í vasa bænda svo feikilegri upphæð, að nærri nemur fimm miljónum dollara, í aukaágóða fyrir félagsmenn sína fram yfir allan reksturskostnað. Hve miklum auka ágóða hafa kaupmanna kornhlöðurnar gefið bændum, þeim er skiftu við þa? Hve margar miljónir dala í ágóða hafa þeir aflað eigendunum? Hve mikið eiga nú þeir bændur sem utan samlagsins standa í kornhlöðunum, sem þeir eru margsinnis búnir að borga fyrir með sínu fé? Svarið er — núll — ekkert. Þessi ágóði samlags kornhlaðanna er aðeiuc litið brot-af þeim miljónum dollara sem sam- lagið hefir aftur stungjð í vasa bænda, í stað þess að margfalda upphæðina í bankareikningi korn- kaupahéðanna. Enda þótt ómögulegt sé að sýna hve mikið meira kanadiskir bændur fá fyrir hveit- ið síðan að samlagið byrjaði, vegna þess að samlagið hjálpar öllum kornframleiðendum, en tölur fyrir síðastliðin þrjú ár sýna að félagar samlagsins fá frá fj'ógur til níu cents á bushchð í smávagns- s'ölu meira, cn utanfélagsmenn fá, og hér um bil helmingur alls hveitis er þannig scldur. Ef þú trúir því, að kornkaupmaðurinn geti betur varið peningum þínum og þurfi ágóðans af viðskiftum þínum frcmur við cn þú — þá skiftið við kornkaupmanninn. Ef yður vantar alian ágóðan, sem í því er falin að höndla korn yðar, i yðar en ekki annara vasa -— þá gerist félagar samlagsins. Canadian Co-Operative Wheat Producers Limited Manitoba Wheat Pool, Saskatchewan Wheat Pool, Alberta Wheat Pool, Winnipeg, Manitoba. Regina, Saskatchewan. Calgary, Alberta. FARIÐ TIL ISLANDS 1930 á 1000 Ára Afmælishátíð Álþingis Islendinga Canadian Pacific járnbrautarfélagið og Canadian Pacific gufuskipafélagið óska að tilkynna Islendingum, að þau hafi nú lokið við allar mögulegar ráðstafanir við fulltrúanefnd Al- þingishátiðarinnar 1930 vestan hafs, viðvikjandi fólksflutningi í sambandi við hátíðina. SKIP SIGLIR BEINT FRÁ MONTREAL TIL REYKJAVÍKUR Farþegja sem fýsir að heimsækja staði í Evrópu, eftir hátíðina, geta það einnig { ferðinni. Þetta er óvanalega gott tækifæri til að sigla beint til Islands, og til þess að vera viðstaddur á þessari þýð- ingarmiklu hátíð 1930. Yðar eigin fulltrúar verða með yður bæði til Islands og til baka. Notið þetta tækifæri og sláist i förina, með hinum stóra hópi Islendinga, sem heim fara. Til frekari upplýsinga viðvikjandi kostnaði o. fl. »núið yður til: W. C. Casey, General Agent, Canadian Pacific Steamships. R. G. McNeillie, General Agent, Canadian Pacific Railway. Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. Canadian Pacific ammcs^ Umkringir jorðina Sérstakar Lestir fara frá Winnipeg til Montreal í sambandi við skipsferðimar. Sérstakar Skemtanir er verið að undirbúa á lestum og skipum fyrir þá sem hátíð- ina sækja.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.