Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. FEBR., 1929 Híitnakríngla (Stofnotl 188«) Kmnr nt I hTerJnm ml«Tlko«cKL EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 (>t 855 SARGENT AVE, WINNIPEG TALSIHll 80 537 V«r» blaOslns or »8.00 ArgonKurlon borf- lat fyrlrfram. Allar borganlr sendlst THE VIKING PR.E6S LTD. 8IGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. UtanAskrltt tll blatlsloai THl VIKING PIIKSS. L,td-, »«* *1«« UtanAskrlft tll rltstJAranai EDITOIl HEIMSKRlNGLA, Bot 8105 WINNIPEG, MAN. •■Holmskrlngla Is publlsjiea by The Vlklng I'rcaa Ltd. and printed by CITT PRINTING ,fe PIJBUSHING CO. 853-855 Sargent Atc„ Wlnnlpeg, Man. Telephone* .86 M T WINNIPEG, 20. FEBR., 1929 Opnu prívatbréfi svarað Hr. Stephen Thorson. Kæri vinur! Eg þarf ekki að eyða löngum for- mála til þess að skýra það hve sjálfsagt mér þótti að svara bréfi þínu til mín. þótt ég geti ómögulega komið auga á nokkrar líkur fyrir því, að eftirmenn okk- ar muni telja þetta kunningjaskraf okkar ‘‘stórmerkilegt.” Og ég skal þá tafar- laust koma að efninu í þeirri röð, sem það liggur fyrir. Eg er þér algjörlega sammála um að séra 'Benjamín Kristjánsson eigi þá við urkenningu skilið, er felst í ummælum þínum ium hann. Eg hafði veitt skrifum hans (í “Tímanum” ætla ég að það væri) eftirtekt, löngu áður en ég, og ég held nokkur hér, vissi nokkur deili á honum.. Hin litla viðkynning er ég hefi af honum haft, síðan hann kom hingað, hefir styrkt það hugboð, er ég fékk fyrst af skrifum hans, að hann sé óvenju vel gáfaður maður og einlægur skoðunum sínum. Um hitt er ég þér ekki sam- mála, hversu vel sem hann reynist, að skjótt muni fenna í spor fyrirrennara hans hér. Hversu skiftar, sem skoðanir kunna að vera, þá er ég þess fullviss, að eftir þá liggur meira starf, til eflingar frjálslyndi í trúmálum, en svo, að gleymsk an skefli nokkurntíma yfir það, meðan til verður frjálslynd trúmálastarfsemi meðal Vestur-íslendinga. Um fjárveitingarbeiðni heimferðar- nefndarinnar get ég ómögulega verið þér sammála. Eg er enn á sömu skoðun og ég var fyrir hérumbil 1J ári síðan, er ég heyrði fyrst * hreyft andmælum gegn þeirri féþágu, að mér er ómögulegt að að skynja, að á hana beri að líta, sem “gjaldþrota yfirlýsingu um Vestur-íslend- inga,’’ né að þar fæiust nokkrar “sví- virðingartilraunir," til dæmis gagnvart íslandi, þannig, að nokkrum heilvita manni er til þekkti, gæti dottið í hug, að þar væru nefndarmenn að brugga ' út- flutningaseið, ekki einu sinni óbeinlínis. hvað þá heldur beinlínis, undir fölsku yf- irskini. Alveg sérstök ráðgáta hefir mér verið hneykslun þeirra manna, yfir þessu atriði, er sjálfir þiggja og hafa í mörg ár þegið fé af Ottawastjóminni, til stjTkt ar félagi sínu, eins og eigendur “Lög- bergs,” einmitt gegn því, að blaðið haldi uppi skrifum til þess að gylla landkosti hér í augum manna á íslandi. Hitt er annað mál, hvort heimferðarnefndin hefði ekki gert skynsamlegast í því, að bjóða ritstjórum blaðanna í nefndina og birta strax í hittifyrra í íslenzku blöðunum hér, fyrirætlanir sínar um fjárveitingar- beiðnina, til þess að útiloka algerlega, ef unnt hefði verið, árásarefni á sig í því tilefni, með því að gefa öllum, er vildu, þá strax tækifæri til þess að mótmæla. Þó var jafnvel tækifæri löngu seinna fyrir sjálfboðanefndina, að gera gott úr þessu, ef hennar hugur hefði staðið meira til þess, að sjá borgið hinni margumtöluðu “sæmd Vestur-íslendinga,” en að klekkja á heimferðarnefndinni, eða vissum mönn- um í henni. Hefði tillagan, er borin var fyrst fram af sjálfboðum á “stóra fundinum” í Stefánskirkjunni einungis farið fram á það, að fundurinn lýsti því yfir, áð hann væri mótfallinn féþágunni, þá játa jafnvel heimfaraxnefndarmenn, að sú tillaga myndi hafa náð samþykkt 75—90 af hundraði hverju fundarmanna. Og þá er ég þess fulltrúa, einn af mörg- um, að heimfararnefndin hefði ekki lát- ið féð standa í vegi fyrir sameiningu, þótt hún hafi ekki áður skilið, að svo myndi geta farið. En eins og farið var að nefndinni í áminnstri tillögu; reynt að brennimerkja hana sem samsafn hálf- 1 gerðra féránsmanna og æruleysingja, er skiljanlegt, mannlegu eðli samkvæmt, að í henni þykknaði. Það má vera að ég hafi þig fyrir rangri sök, en illa kann ég þá skaphöfn þína, ef þig, í hennar spor- um, hefði þyrst mjög í það hlutverk, að bjóða fram hinn vangann. — Um rithátt hinna ýmsu manna er í deilum ,þessum hafa átt, mætti langt mál ritaog á um leið þann vopnaburð, sem íslendingum er, því miður, tamastur, er þeir deila. Það yrði of langt mál hér. En þess vil ég geta, að mér þykir það ó- svinn ásökun á hendur dr. Rögnv. Pét- urssyni, að hann hafi ‘‘í þessu máli notað þann rithátt, sem öllum drenglyndum mönnum ....... þykir vansæmd að við- hafa.” Mig hefði furðað minna á því, ef einmitt þú hefðir farið þar um þveröf ugum orðum við það sem þú gerir nú. Mér er ómögulegt að sjá að dr. Rögnv. þurfi að bera kinnroða fyrir þessi skrif 1 sín. Hvort þeir menn hafa rétt fyrir sér, er telja hann hafa verið um of hóg- látan, sker tíminn ef til vill betur úr, en hitt veit ég með vissu, að margir fornir mótstöðumenn hans virða honum rithátt hans til sæmdar og telja hann mann að meiri fyrir. Og úr því þú nefnir Mr. Bergman til, þá hefðu samnefndarmenn hans mátt vel við una, ef ekki hefði ver- ið meira af “dylgjum og ‘‘insinuations’’ um mótstöðumennina” í skrifum hans, en dr. Rögnvaldar. Eg man ekki heldur eftir nokkru ‘‘ógeðslegu’’ í skrifum séra Ragnars. Og mér þykir til dæmis grein sú, er hann birtir í þessu blaði að öllu leyti ágætlega samin. Er þar, og yfir- leitt í því sem hann hefir skrifað um þetta, æði ólíku saman að jafna og í skrifum sumra andstæðinga hans. Eða, ef þú villt kalla eitthvað “ógeðslegt” af því sem hann hefir ritað, hvaða lýsingar- orð viltu þá velja, ritstjórnargreininni síðustu í Lögbergi til hans, eða t. d. orða- leiksfyndni hr. Jónasar Pálssonar? Þú virðist helzt finna veika hlið á skrifum hr. A. C. Johnsons, allra sjálfboða. En ég myndi, þrátt fyrir það sem ég finn að þeim, þó helzt virða honum til vorkunn- ar, að ég hygg, að hann hafi hreinskiln- astur sjálfboðanna komið til dyranna, og verður það að segjast, þótt flestir kunni að iá mér. Um hitt erum við þá heldur ekki sammála, er þú segir að hann hafi ekki gefið “nokkrum manni hina minnstu ástæðu til þess að fá honum vikið úr embætti” (ræðismanns). Eg er enn jafn óhikað á þeirri skoðun og ég var, að afstaða sú, er hann játaði að hafa tekið til Þjóðræknisfélagsins, leynt og ljóst, skyldaði það, eða stjórn þess, til þess að heimta annan -mann settan í em- bætti hans, svo framarlega sem það hef- ir nokkra trú á köllun sinni og hefir nokkra sjálfsvirðingu til brunns að bera. Hitt skal ég fúslega játa með þér, að það sem ég mælti í því sambandi (‘‘stóryrði” kallar þú það) “hafi verið alveg þýðing- arlaus.” En fyrir það áfellist ég líka Þjóðræknisfélagið, sé það því að kenna. Þú telur það “hueyksli,” að heim- fararnefndin skyldi leita álits hátíðar- nefndarinnar heima um það, hvort menn þar væru hræddir við heimferðarnefnd ina, sem útflutningsúlfa í sauðargærun Þetta hefir fyr heyrst frá sjálfboðum. E mér þykir það broslegt, að ég ekki*sej meira, að það skuli virt nefndinni ser goðgá, að leita álits um þetta heim, efti að búið er að hamagt að henni einmit fyrir það hve ógurlegt almenningsáliti á íslandi muni verða heimfararnefndinn fyrir hina lævíslegu útflutningatilraui hennar! Það er líklega ekki hugsanlegl að annað hljóð hefði orðið í strokk sjálf boða, ef almenningsálitið á íslandi hefð nú snúist á móti heimferðarnefndinni' En ef sjálfboðar í raun og veru álíta, a< algerlega standi á sama um almennings álit á íslandi í sambandi við þetta mál, fei þá ef til vill ekki að liggja nokkuð nærr að halda, að sjálfboðar ætli sér frekar a< fjölmenna til íslands með Cunardlín (Frh. á 5. bls.) Fáeinar athugasemdir (Ragnar E. Kvaran hefir sent ritstjóra Lög- bergs eftirfylgjandi bréf og beðið hann að birta í blaði sínu). Herra ritstjóri: Enda þótt ég hafi eigt um skör fram trú á gestrisni Löigbergs, þá þykir mér þó senni- legt, að mér verði eigi meinað að birta línur þessar i blaðinu. Nafn mitt hefir verið svo oft nefnt í dálkum þess upp á síðkastið, að ekki mætti virðast óeðlilegt, þótt rúm væri veitt fyrir fáeinar athugasemdir við þau ummæli. Að sjálfsögðu hefi ég enga tilhneigingu til þess að ræða um ritstjórnargrein þá um mig, , sem birt var 7. þ. m. og hefnd er “Sá ókosni.” Mér þykir nafnið dálítið spaugilegt þegar ég minnist þess að ritstjórinn er einn í nefndinni, * sem kaus sig sjálf, en hinsvegar er orðbragðið svo á greininni að ég hefi ekki tilhneigingu til þes sað ræða um hana. En tilefni greinarstúfs þessa er tvennt. Annarsvegar nokkur orð, sem falla í minn garð í hinu “stórmerkilega bréfi,” sem hr. Hjálmar A. Bergman nefnir svo og birt er í síðasta 'tölu- blaði Lögbergs. Hinsvegar eru tvö “Opin bréf,’’ sem hr. Bergman hefir stílað til Þjóð- ræknisfélagsins og liefir væntanlega ætlast til að svarað yrði í sama málgagninu, sem þau eru birt í. * Hr. Stephen Thorson farast svo orð: “Fremur þóttu mér þeir stórorðir um Ing- ólfsmálið ritstjóri Heimskringlu og séra Ragnar Kvaran.” Jafnframt er þess getið, að bréfrit- aranum hafi þótt einhver “ógeðslegur blær” yfir því, sem frá mínum penna hafi farið. Nú er/það mála sannast, að ég lái engum, þótt hann hafi ekki sett á sig allt það, sem bull - að hefir verið um þetta svokallaða “Ingólfs- mál” upp á síðkastið. En hitt undrar mig, að menn skuli telja sig muna það, sem ekki hefir verið um það ritað. Mér er það sem sé full- komin ráðgáta, hvar unt er að finna “stóryrði” í þvi, sem ég hefi um “Ingólfsmálið” ritað. Það er fljótt hægt að ganga úr skugga um það, vegna þess að ég Itefi sama sem ekkert um það múl ritað. Það litla sem er, skal hér birt: “Nokkrir menn hafa látið í ljós við mig, að þeim virtist ýmislegt benda til þess að verið væri að stofna til alvarlegraj árásar á Þjóðrækn isfélagið í sambandi við hið svonefnda “Ing- ólfsmál.” Eg á einkar hægt með að skilja óskir þeirra manna sem annt er um þjóð sína hér í landi og finnst sem nú hafi nóg verið að- gert um rifrildi að sinni. Mig langar til þess að nota tækifærið til þess að benda þeim á, sem svartsýnir kynnu að vera, að það er engin ástæða til þess að láta sér miklast á nokkurn hátt ofurlítið golukast út af “Ingólfsmálinu.” Það eru vissulega ekki stórtíðindi þótt maður, sem játar að hann hafi aldrei lagt neitt til samskota þeirra, sem hafin voru til þess að styrkja Þjóðræknisfélagið í “Ingólfsmálinu,” geri sér það til gamans að ávíta félagið fyrir meðferð á þvt fé, sem það hafði verið styrkt með umfram nauðsyn. Uppþot út af þessu efni er því hlægilegra, sem alls ekki stendur til að þessir peningar verði hreyfðir á næstunni úr bankanum, þar sem þeir eru geymdir. En ég get fullyrt, að meðan sú stjórn, sem nú fer með mál félagsins, veitir þvi forstöðu, þá muni ekki centi raskað þaðan, sem það er. Og mér þykir ákaflega sennilegt, að félagið verði ávalt svo mönnum skipað, að það velji ekki aðra til þess að fara með mál sín á milli þinga en þá, er nokk- urnvegin er trygging fyrir að greiði ekki fé úr vörzlum sínum á annan veg en þann, að þeir hafi gengið úr skugga um, að það væri lögum samkvæmt.” Mér væri töluverður greiði gerður, ef hægt væri að benda mér á, hvernig unt er að láta hugsanir sínar í ljós á hátt, sem meira væri laus við “stóryrði” en hér er gert. 0|g mér virðist ekki fjærri til getið, þótt sagt sé, að sá, sem finnur einhvern “ógeðslegan blæ” yfir þess- um einföldu línum, verði að leita að óbragðinu í, eigin munni. Til eru þeir kvillar, sem eitra allt, sem neyta a. Eg hefi drepið á þetta eina atriði í skrifi hr. Thorsons vegna þess að allar aðrar ákúrur, sem hann hefir dreift af miklu örlæti yfir mig og ýmsa aðra, virðast eiga sér eitthvað svipaða rót. Það er öllum almenningi kunnugt, hverj- ir ritað hafa af meiri sanngirni um þessi deilu- ipál vor. Oig; það breiðir ekki yfir neitt, sem hr. H. A. Bergman hefir sagt, þótt hann gefi öðrum manni vottorð um að hann hafi skrifað “stórmerkilegt bréf.” Allra sízt þegar þetta merka bréf er ritað með sama vándaða rithættinum, er lögmaðurinn sjálfur temur sér. Um “Opin bréf” hr. H. A. B. skal ég einnig vera stuttorður. Aðeins skal á þetta bent: 1. Þegar Þjóðræknisfélagið þótt- ist sannfært um, að það gæti ekki frekar aðgert í “Ingólfsmálinu” lýsti það því yfir, að það hefði áformað að ráðstafa þeim peninigum, sem af- gangs gengu af samskotunum, á á- kveðinn hátt. Skoraði stjórn fél- agsins á alla, sem lagt hefðu í sjóð- inn, að gera sér viðvart um, ef þeir væru óánægðir með hina fyrirhug- uðu ráðstöfun.* Engin rödd heyrð ist. En þremur árum síðar, þegar lögmaðurinn hefir komist í andstöðu við félagið út af óviðkomandi máli, þyrlar hann upp slíku ryki, að hann getur komið því inn í mann eins og hr. Stephen Thorson, að mennirnir, sem að félaginu standi, séu að gera þjóð sinni meiri vanvirðu, en þótt Islendingur væri fundinn sekur um morð. Væntanlega hefir hr. S. Th. athugað þessi orð vandlega, áður en hann skrifaði þau, því að honum er, eins og kunnugt er, illa við stóryrði. En hvað sem þeim óhemjuskap líð- ur, að láta sér annað eins og þetta um munn fara, þá er það víst, að maðurinn, sem þessar hugsanir vek- ur, verður ekki réttlættúr. 2. Hr. H. A. Bergman hefir hald- ið því fram, að það væri skylda Þjóðræknisfélagsins að leitast við að sanna það, að Ingólfur Ingólfs- son væri brjálaður maður og með því þvo í burtu þann blett, að maður af þjóðflokkl vorum hefði verið dæmdur fyrir morð, sem honum hafi verið sjálfrátt. Á þessu eru tvær hliðar, að því er virðist. Önnur er sú að brjál- aður maður á ekki heima í fangelsi. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins lanigaði til að ganga úr skugga um, hvort þannig væri háttað högum þessa manns og gerði byrjunartilraunir þar að lútandi, en fékk úr tveimur áttum það svar frá hlutaðeigandi yf- írvöldum, að augljóst var að það myndi vera talinn óþolandi slettureku skapur að væna stjórnarvöldin um að þau hefðu sjúka menn í fangels- um. Hvort sem það var rétt eða rangt, þá féllust nefndinni, sem þá fóru með mál félagsins, hendur við þessar undirtektir. Eg skal ekki leggja neinn dóm a það hvort óþarfi var að gefast þarna upp. Hitt vil ég benda mönnum á að í öllum þeim skrifum sem yfir blöðin hafa flotið um þetta mál, hefir ekki einn stafur verið ritaður til þess að lienda mönn um á veg, sem fær væri í málinu. Skeytin hafa verið illkvittin og ekki sjáanlegt að til þeirra væri í efnt í öðrum tilgangi en að svala skapi þeirra, sem komist höfíiu i hita út af • fjarskyldu deilumáli. Hin hlið málsins er sú, að ekki get- ur komið til mála, að nokkur blettur verði þveginn af nokkurum, þótt sannast kynni að I. I. væri ekki við andlega heilsu. Hr. Hjálmari A. Bergman lánaðist ckki að fá mann- inn sýknaðann á þeim grundvelli þcgar fjallað var um morðtnálið. Allar upplýsingar um heilsufar manns ins eftir að dómsmálaráðuneytið hafði úrskurðað að hann skyidi hljóta lífstíðar fangelsi, hafa ekki allra minnstu áhrif á þá staðreynd, að samkvæmt dómarabókum ríkisins er maðurinn ekki talinn brjálaður þegar manndrápið er framið.. Eng- *Eg var ekki staddur hér á landi, er þessar samþykktir voru gerðar á þingi félagsins. En mér er tjáð, að nokkurir menn hefðu þá sagt sig vera þessu andvíga. Mieirihlutinn réði, og stjórnarnefndin, sem þá tók við, hefir væntanlega litið svo á, að þar sem engin rödd heyrðist utan þings, þrátt fyrir áskoranir um að láta þær heyrast, ef til væru, sem á tvennu igæti naumast oltið um vilja yfirgnæfandi meirihluta þeirra manna, sem lagt höfðu fram fé. R. E. K. 1 fullan aldarfjórðung hafa Ðodds nýrna pillur verið hiu viðurKennd/u meðujl, viið hak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm. um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúff um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. inn læknir myndi fáaniegur til þess- að leggja eið út á að maðurinn hafí verig brjálaður fyrir fjórum árum- Og enginn dómstóll myndi biðja urrt slíkan eið. •3. I síðara “Opnu bréfi” hr- Bergmans er mæit með því að unnið skuli að því, að þessi maður, serrt H. A. B. telur brjálaðan, skuli fá lausn úr fangelsi á “parole’’ þ ,e- igegn drengskaparheiti um að strjúka ekki né gera neitt af sér til miska- Jafnframt er þess getið í fyrra “Opna bréfinu,” að maðurinn ætli að skunda. til íslands jafnskjótt og hann losni úr varðhaldi. Eg hefi ekki lund í mér til þess að gera neinar athuga- semdir við þessa samkvæmi. 4. Svo er að sjá af skrifum hr. H. A. Bergmans, að hann hafi trúa5 því allan þenna tíma, að hann gætr orðið I. I. að verulegu og farsælu liði. Eg gat ekki að því gert, að ég; á bágt með að trúa þessu. Hann hefir þagað í fjöigur ár. Eg trúi því ekki, að þótt hann hefði veriö- innilega sannfærður um, að Þjóð- ræknisfélagið hefði brugðist skyldu sinni, að hann hefði þá samt ekki gert allt, sem í hans valdi stóð tií þess að bjarga manni úr prísund, ef hann taldi sig þess umkominn — enda þótt hann hefði ekki átt vísct borgun fyrir vinnu sína. Eg hefi aldrei vitað lækni svo lítilsigldan, a5 hann hafi neitað að bjarga manni úr háska þótt hann ætti ekki víst að fá fyrir það endurborgun. Hafi hr. Bergman verið sannfærður um að í sinu valdi stæði að bæta úr yfirsjón réttarfarsins, þá hefir hann í fjögur ár staðið í sporum læknisins. Eg kýs heldur að trúa því, að hr. Bertg- man hafi í deilum þessum sagt meira- en meining hans hafi verið, en a5 ætla honum fullkominn skort á dreng~ skap. Eg hefi leitt hjá mér hingað til a5- skifta mér af hinu fyrra “Opnæ bréfi” hr. Bergmans. Eg hefi gert það vegna þess, að ég hefi .verið a5 bíða eftir því að ættingi Ingólfs, sem var hið ytra tilefni bréfsins, sendí mér eða einhverjum öðrum úr stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélagsins línu, fyrst hann ætlaðist til að félagi5 tæki upp þetta mál að nýju. Þeint! manni hlýtur að vera eins kunnugt um það og öllum öðrum, að hr. Berigman hefir sótt af miklu kappí gegn félaginu á ritvelli blaðanna- Og það hefir vægast sagt verið mikil fyrirmunun hjá ættingja fangans, a5 reyna ekki að halda máli hans fyrir utan þann eld, sem kyntur hefir ver- ið. Og mátti hann þá sjá það, senr allir hafa séð, að stjórnarnefnd fél- agsins hefir leitast á allan hátt vi5 að forðast deilur um þetta mál. Þessí fyrirmunun var svo mikil, að því var naumast trúandi að mikill hugur gæti fylgt máli. í stað þess a5 snúa sér með bendingar sínar og at- hugasemdir til nefndarinnar, hefir hann látið hr. Bergman nota bréf siít sem atgeir á félagið, sem honum er af einhverjum óskiljanlegum á- stæðum ilia við. En hvað sem líður ölium þessum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.