Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 3
WINNIPBG, 20. FEBR., 1929 HEI MSKRINGLA S. HLAÐSÍÐA fullri atvöru spurja þig, Sigfús Hall- dórs frá Höfnum, og alla þá, er þessar línur lesa: hvort er meiri þjóðaróvirðing, að einn maður af þeim mörgu þúsund Islendinga, sem búa hér vestanhafs, sé fundinn sekur um morð, eða hitt, að það skuli vera hér til félag. og í því eru flestir prestar þjóðflokksins, og kalla sig Þjóðræknisfélag íslendinga í Vestur heimi, og það þykist taka að sér það starf að safna fé meðal almennings til að þvo þennan vansæmdarblett af þjóðflokknum, sem féll á hann við sakfelling þessa manns; í staðinn fyrir að gera alla skyldu sína gagn- vart þessu, hætti það við hálfnaö verk, en slær eign sinni á afgang fjársins, sem safnað var, þrátt fyrir það, að því var bent á hvað gera þyrfti og sem að öllum líkindum hefði þvegið vansæmdarblettinn af með ölhi, ef það hefði verið gert? Eg hefi sett þessa spurningu fram við nokkra menn hér og hafa þeir allir mælt einum munni, að aðferö Þjóðræknisfélagsins sé meiri óvirð- ing; þeir hafa sumir af þeim farið svo hörðum orðum um þessa aðferð félagsins, að ég vil ekki hafa það eftir. Fremur þótti mér þeir vera stór- orðið um Ingólfsmálið, ritstjóri Heimskringlu og séra Ragnar Kvttr- an. Mér þótti það þó eitthvað manniegra, sem ritstjórinn sagði. Eg hefi einhverntíma haft orð á því, að hann væri lang hæfasti ritstjórinn, sem nokkurntíma hefði verið við Heimskringiu. Það er auðvitað skolli mikill strákur í honum með köflum, en þegar allt kemur til alls, þá er þó maðurinn miklu meiri en strákurinn. Vldi ég óska, að hann fegði það ekki i vana sinn, að “kveða kónginum í vil.’’ Það er einhver ógeðsleg’ur blær yfir því, sem séra Rágnar E. Kvaran hefir ritað um öll þessi mál; það er helzt til mikið af sjálfbyrgingnum. Pm Ingjólfssjóðinn svonefnda, ifar- ast honum orð eitthvað á þá leið, ef ég man rétt, að Þjóðræknisfélagið muni ekki sleppa honum, meðan hann hafi eitthvað við það að gera. Nú hefi ég frétt, og efast ekki um, að sú frétt sé sönn, að séra Kvaran hafi sem forseti Þjóð(riæknisfé1ags- ins, lofað fyrir þess hönd, að sá sjóður skuli ekki á nokkurn hátt vera hafður Þjóðræknisfélaginu til af- nota; þótt það ekki fylgdi fréttinni, þá þykir mér sennilegt, að hann hafi lofað þessu til að komast hjá dóms- ítrskurði. Heyrt hefi ég marga igeta þess til, að færri muni fara til Islands 1930 vegna flokkaskiftingarinnar, sem orðið hefir i þvi máli. Ekki get ég séð neina ástæðu til að það verðt nokkuð til muna. Þeir, sem sitja kyrrir vegna þessarar deilu, verða aðeins þeir er fylgja heimfararnefnd mni að málurn végna persónulegrar vináttu við einhverja af nefndarmönn um, en eru mótfallnir styrkbeiðni hennar; vilja ekki láta benda á sig sem spenastefnumenn heima á ís- landi, þegar þangað er komið, og vilja heldur ekki ganga í flokk mót- stöðumanna með því að fara heim í þeirra flokki, eða með öðrum skip- um Bg hygg, að ég geti bent á •einn eða tvo, sem þannig er farið. Mér þykir ólíklegt að yfir 250 Vestur-Islendingar héðan úr Canada fari heim 1830. Sjálfsagt tel ég vist að Cunard línan taki að minnsta kosti 65 per cent. af þeim Islending- um, sem heim fara. Hversu marg- ir kunna að slást í förina af hérlendu fólki, hefi ég enga hugmynd um. Sennilegt þykir mér að C. P. R. taki vel sinn skerf af þeim, sem fara frá Kanada, en Cunard línan miklu meiri hlutann af þeim, sem fara frá Bandaríkjunum. I sambandi við það, sem ég hefi kér að framan sagt, vil ég með nokkrum orðum minnast á Þjóðrækn >sfélagið og framtíðar horfur þess, eins og þær koma mér fyrir sjónir. Með framkomu heimfararnefndarinn ar í fjársyrksbetli hennar til stjórn valdanna og með áfrýjun þeirra mála heim til Islands, hefir það bakað sér °vi1d fjölda manna. A engan hátt ^eniur þetta eins greinilega fram eins og í því, hve fáir hafa gengið í ^ félagið á siðastliðnu ári. Síðastliðið ár hefði átt að vera hið mesta góð- æri fyrir félagið, sem komið hefir. Deilur þær, sem hófust út úr heim- fararmálinu, hefðu átt að hafa þau áhrif á fólk, að það hefði hópast saman i félagið, ef því hefði á nokk urn hátt verið ant um það. Eg las í Heimskringlu nú fyrir skömmu, að 200 manns hefðu gengið í félagið á síðastliðnu ári, þar sem það hefði átt að geta tvöfaldað eða þrefaldað meðlimatölu sína. Þjóðræknisfél- agið hefði á árinu sem leið, ef fólkið hefði á nokkurn hátt viljað sinna því, að fjölga meðlimum í deildinni Frón um helming og mynda aðra deild í Winnipeg jafnstóra, og einnig að mynda deildir í öðrum byggðar- lögum meðal Islendinga. Hér í deildinni “Brú” i Selkirk er mér ekki kunnugt um, að nokkur maður hafi gengið inn í deildina á árinu; þvert á móti hefi ég heyrt, að það hafi aldrei gengið eins illa að inn- kalla ársgjöld eins og einmitt fyrir árið sem leið. Almenningur hefir andúð á móti félaginu, eins og því er stjórnað nú, og sérstaklega hefir þessi andúð far- ið i vöxt siðan Ingólfsmálið komst á dagskrá. . Mr. H. A. Bergman hefir mikiö aukist álit með því, sem hann hefir ritað um það mál. Ef Þjóðræknisfélagið ætlar sér að ná tiltrú ahnennings, sem er mjög hæpið að það nokkurntíma nái, þá er þó reynandi að skera burtu mein- semdirnar, og meinsemdirnar eru þessar: Þjóðræknisfélagið þarf á næsta ársþingi sínu að gera ákvarö- anir viðvíkjandi, að Ingólfssjóður- inn svonefndi, verði ekki hafður til afnota fyrir Þjóðræknisfélagið á nokkurn hátt nema i þágu Ingólfs Ingólfssonar. Það þarf að lýsa sterkri óánægju sinni yfir starfsemi heímfararnefndarinnar viðvíkjandi stjórnarstyrksþágu og krefjast þess, að því fé, sem þannig hafi fengist, sé skilað aftur. Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson hefir í siðustu blöðum Lögbergs ritað um tíu ára starfsemi félagsins. Eg hygg, að næstum hver einn og einasti maður, sem les þær athugasemdir, hljóti að vera doktornum samdóma. Eitthvað þarf að gera þeim mál- um aðlútandi. Sennilegt er, að mörgum i félaginu þyki þetta nokkuð óaðgengilegt, en sannleikurinn er nú samt þetta, hvort þeir eru margir eða fáir sem vilja kánnast við hann, að forgöngumenn félagsins eru bún- ir að koma félaginu í það öngþveiti, að því verður ekki bjargað án stór- kostlegs uppskurðar og hreinsandi meðala. Eg ætla nú að slá botnin í þetta mas. Eins og ég hefi áður tekið frani, þá er þetta prívat bréf. En ef þér þykir við eiga, þá er þér heim- ilt að birta það í heild, eða kafla úr því, í Heimskringlu. n Ef ég get fengið einhvern til þess að taka afskrift af þesu bréfi, þá er ekki ómögulegt, að ég sendi ein- hverjum kunningja mínum úr sjálf- boðanefndinni það; þeir mega líka vita skoðanir minar á þessum mál- um. Svo kveð ég þig, og óska að þetta nýbyrjaða ár verði þér til farsæld- ar. Selkirk 2. febr. 1920. Stephen Thorson. --------x-------- Gunnar Gunnarsson Sagnabálki Gurínars Gunnarsson- ar, sem hann kallar “Kirkjuna á Fjallinu” er’ nú okið. I holnum eru fimm sögur. Sú fyrsta heitir “Lék ég mér þá að straum,” 2. Skip á himninum, 3. Nóttin og draumurinn, 4. Óreyndur ferðamaður, 5. Hugleik- ur mjígsiglandi. Undirtitill allra saignanna er “ÍJr blöðum Ugga Greipssonar.” Það er bersýnilegt öllum kunnugutn, að efniviður sagn anna er úr æfi höfundarins sjálfs og það svo, að segja má að hann hafi beinlínis rakið æfisögu sjálfs sín í skáldlegu formi, svipað og t. d. Gorki hefir gert. Fyrstu þrjár bæk urnar segja frá æsku hans og upp- vexti hans hér heima og er margt í þeim lýsingum svo ljóst og skýrt, að gamlir Austfirðirngar munu kann ast þar við menn og staði, þótt nöfnum sé breytt. Tvær síðustu bækurnar segja frá utanför og lifs- baráttu Ugga Greipssonar erlendis og er skilið við hann þar sem hann er svo að segja að komast á kjöl úr volki og skipreikum lífsins og er ný giftur og að verða viðurkenndur rit höfundur. Því slík er ákvörðun mín, segir hann, með þessu einu get ég orðið að gagni og gert gott, þar sem þetta er nú einu sinni mitt litla hlutskifti í hinum margvíslegu störf um lífsins. Þesi sagnabálkur er ekki snjallasta verk G. G. þótt margt sé í honum gott. I fyrstu þremur bókunum eru að vísu víða einhverjar beztu lýsingar, sem til eru í norræn- um bókmentum á sálarlifi barns og unglings, en lýsingarnar eru sum staðar nokkuð langdregnar. En G. G. hefir einnig skrifað annað rit, Drenginn, (sem er til á íslenzku) og lýsir meistaralega barnslegu sálar- fari og áhrifum þess á líf og örlög mannsins, sem hann lýsir. I tveim- um siðustu bókum bálksins, sem hér er um að ræða, er lýst baráttu Uigga við ytri erfiðleika og innri, er hann er að brjóta sér braut í nýju landi og að finna sjálfan sig og list sína. J þessum bókum koma einnig fyrir ýms ir menn, sem þekkja má, einkuni úr Hafnarlífi Landa á fyrstu tug þessar ar aldar og eru nú margir þjóðkunn- ir menn. Lífið, sem lýst er, er 1 oftast ömurlogt líf. í baráttu við sult og seyru og oft örvæntingu, en innst inni líf i trú á framtíðina og listina. Að,svo miklu leyti, sem sögur þessar segja frá Gunnari Gunnarssyni sjálf um má að minnsta kosti segja, að þessi trú hafi ekki látið að sér hæða. Hann er nú ekki einungis í röð vin- sælustu höfunda á Norðurlöndum, en líka einn af þeim beztu. Ýmsar sögur hans eru nú þýddar á mörg mál og er vel tekið. —Lögrétta. Hlúa að því, sem bezt við berum. Bjarga, en ekki tína. Svo mun “Hekla’’ og hennar stefna skína. Hún hefir varnað vínsins skugga, voðameini, sælu að ugga Rétt sinn arm, að hlúa og hugga hvar sem eygðist döpur sál; hjálparlaus við lífsins tál. Margan glatt, sem ekkert átti örmagna á vegi. Sýnt honum leið að sönnum, betri degi. Sjáið þið ekki verksins vanda? Viljið þið ennþá bíða og standa? Nú er tíð að hefjast handa og hrinda doða fyrir borð. Treystum ennþá bróðurbandið. Blessun aldrei þrýtur Þann, sem fram, en aldrei aftur, lítur. Heklu ég óska allra gæða! Öll skal leið til sigurhæða! Likna, hugga, leiða, glæða ljós á vegum öreigans. Sú er skylda sérhvers manns. Án þess líf er einkisvirði, öllu tínt, og 'grafið. Hekla hefir okkur bróðurböndum vafið. Með afmælisósk, Eyill H. Fáfnis. seseooocooðeooooooecoooeeoeosoosooeoooðooooððscosoooai NAFNSPJOLD Emil Johnson SERVICE ELECTRIC 900 Lipton St. Selja nllskonar rafmaKniáhðlá. Viö^crCir á Rafmagnsáhöldum, fljótt og vel afgreiddar. Stmli 81 S07. Helmaalmli 81 886 HEALTH RESTORED Læknlngar i n lyfj* Dr- S. B. Simpson N.D., D-O. D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIFEG, — MAN. Björgvin Guðmundsson A.R.CM. Teacher of Muisic, Gomposition, Theory, Counterpoint, Orches- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. StMI 71621 A. S. BARDAL ■ alnr Ukklstur og nnnait um ftt farlr. A11 ’.Ir útbúnaftur r4 b*itl Bnnframur selur hann allskonaí mlnnlsvarba og lecatelna_i_: S48 SHERBROOKE ST. Pbnnei 86 607 WLIVIVIPEG T.H. JOHNSON & SON tHSSIIHm OG GtLLSALAR fHSSIIilAR OG GULLSALAR Seljum glftinga leyflsbréf og glftlnga hrlnga og allskonar gullstúss. Sérstök athygll veitt pöntunum og vlSgjöröum utan af landl. 353 Portnge Ave. Phone 24637 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Purnlture Movtng 608 ALVERSTOSÍG ST. SIMI 71 S»S Eg útvega kol, eldiviS meS saangjörnu verSi, annast flutn- ing fram eg aftur um b»ian. Dr. M. B. Halldorson 40] Rwyd Bldn. Skrlfstofusimi: 28 674 Stund&r sérstaklega lungnasjúk- déma. Br at finna 4 skrifstofu kl. 11_II f h. og 2—6 e. h. Heimlil: 46 Alloway Ave TaUfmii 33 158 Til stúkunnar “Heklu” á fertugasta og fyrsta afmœli; 1928 COKE ZENITH KOPPERS COAL McLEOD RIVER GALT ALL STEAM COALS J. D. CLARK FUEL CO. LTD. Office: 317 Garry Str. PHONES YARD: 2S341 - 28547 - 27773 - 27131 Að minninganna munareldi megum við öll á þessu kveldi sitja kát, því saman feldi sannan kærleik, von og trú allra faðir. Eining sú út í fjarrum löndum. Hugurinn flýgur “heim” á vængjum þöndurn. Meðan “Heklu” eldar orna íslandssonum, sem til forna, frjálslunduðum; frelsi borna fram skal sótt í rétta átt. Vanans hlekkir hrökkva í smátt. DR„ K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. WALTER J. LINDAL* BJÖRN STEFANSSON Islemkir lögfrceSingar 709 Great West Perm. Bldg. Sími: 24 963 356 Main St Hafa einnig skrifstofur að Lund- ar, Piney, Gimli, Rlverton, Man. J DK. A. 8LÖNDAL (02 Medlcal Arts Bldg. Talsimt. 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — AB hitta: kl. 10—12 f. h. og 8—B e. h Helmlll: 806 Victor St,—Síml 28 130 Dr. J. Stefansson 216 MKDICAl. AKTS BL86. HOrnl Kennedy og Graham. Btanéar elDgfingu angaa-, eyraa-, aef- o( kverka-sjdkdfima. V« hltta frd kt 11 61 18 t k •( kk. 8 tl fi e* h. Talslmli 81 834 Helmill: 688 McMillan AVe. 42 6(1 Messur og fundir í kirkju S ambandssafnað ar Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. timtudagskvöld í hverjum mánutíi. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta nánudagskvöld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju dag hvers mánaðar. kl. 8 að kvöld— inu. Söngflokkurinn: Æflngar i hverju fimtudagskvöldi. SunnudagaskáUnn: — A hverjum sunnudegi kl. 11—12 f. h. J. J. SWANS0N * C0. lilmlted B B N V A I. ■ I 8IDB AH C ■ R fi A L fi I T A T ( MOHTGAGH8 600 Parle Bulldtag, Wlnnlaeg, Maa G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Eleotric Railway Qharr^iera Tal9Ími: 87 371 1 DR. B. H. OLSON 210-220 Medlc&l Arts Bld*. Cor. Graham and Kennady II Phone: 21 834 VTTJtalstími: 11—12 og 1—0.80 Helmili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Telephone: 21 613 J. Christopherson, Islenskur lögfrceðingur 845 Somerset Blk. Winnipeg, Man. Talslmlt 28 88» DR. J. G. SNIDAL TANNLUfiKNIR 014 áumtraet Bleck PortCrSC Avo- WINNIPBu Great-West Canadian ÞJÓÐSÖNGVAR, ÞJÓÐDANSAR OG HANNYRÐA SÝNING REGINA - - M.ARCH 20-23 f Fjóra daga ágætis söngvar og sýningar, sem sýna bæði kunn- áttu fólksins í sléttufylkjunum í hannyrðalist oS söng. SÖNGVARAR, SPILARAR og ÞJÓÐDANSAMEISTARAR FRÁ 20 ÞJÓÐFLOKKUM [ í hinum glæsilegu þjóðbúning- I um lands þeirra. HANNYRÐA SYNINGUNNI ER STJÓRNAÐ AF CANAD- IAN HANNYRÐA-FJELAGINU OG SPIL OG ÞJÓÐDÖNS- UM ER STJÖRNAÐ AF MUSIC DEILD CANADIAN PAC- IFIC RAILWAY. Þeir, sem óska að sýna hannyrðir, geri svo vel að snúa sér til Mrs. Illingworth HOTEL SASKHTCHEWAN The Canadian Pacific Hotel í Re&na, Sask. POSTPANTANIR Vér höfum tœkl á. a3 bœta dr öllum ykkar þörfum hv&IS Ijrf anertir, cinkaleyflsmetiöl, hraln- lættséhöid fyrlr sjúkra herbargt, rubber áhöld, og fl. Sama verfi sett og hér rsefiur 1 bænum á allar pantanlr utan af landsbygti. Sargent Pharmacy, Ltd. Sargent og Toronto. — Sfml 23 455 CARL THORLAKSON LJrsmiður Aliar pantanir með pósti afgreidd- ar tafarlaust og nákvaemlega. — Sendið úr yðar til aðgerða. Thomas Jew’ellery Co. 627 SARGENT AVE. Phone 86 197 Rose Hemstitching & Millinery SIMI 37 476 GleymltS ekkl atS á 724 Sargent fást keyptlr nýtlzku kvanhattar. Hnappar yflrkladdtr Hemstltchlng og kv.nfat«»«nwiar gsrhur, lOc Bllkl og to Bdmall. Sárstðk athygll ▼•ttt Mall Ord«m H. OOODMAN V. SIGURDSON MARGARET DALMAN TEACHEP OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE 26 420 BEZTU MALTIDIR i bænum á 35c og 50c frvaln ávextir, \indlar tábnh •. fL NEW OLYMPIA CAFE 325 PORTAGE AVB. (Móti Eatons búbinni) A. HAYDN-BAILEY PIANOS Stillir píanó og gerir við allar bilanir 788 Ingersoll Str., Heimilis Phone 30745 Þorbjörg Bjarnason L.A. B. Teacher of Piano and Theory 726 VICTOR ST. SIMI 23 130 TIL SÖLU A ÖDIKU VEKtll “PURNACB” —bætil vifiar og kola “furnace” lttlfi brúkatj, er til sölu hjá undirrttutSum. Gott tækifæri fyrir fólk út á landi er bæta vilja hitunar- áhöld á heimilinu. UOODMAN & CO. 786 Toronto Sfml 28847 E. G. Baldwinson, LL.B. l.AgfrtpMngur Renldence Phone 24 20€ Offlce Phone 24 f>«3 70S Míhíhr LichHiigr, 350 Mnln St. WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.