Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.02.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. FEBR., 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Þessar andstæður hertogafrúar- innar hvatti Ekkehard til enn meiri ástundun- ar Hann las með miklum áhuga um kvold- ið um það, er hinn ágæti Æneas tók að njósna um háttu alla í Lybiu og hitti þá móður sína Venus, sem búin var og vopnuð eins og mær frá Spörtu—léttur bogi hékk frá öxl hennar, blómieg>ur barmur hennar naumast hulinn af kirtlinum, og hversu hún réð för sonar síns á fund konungsdótturinnar í Tyriu. Þá las hann ennfremur um það, er Æneas þekti að lokum gyðjuna, móður sína, en það var þá of seint og hann hrópaði árangurslaust á eftir henni. En hún faldi hann samt sem áður í þoku, en hann komst til borgarinnar nýju, þar sem drotning Tyriinga var að reisa musteri mikið og helgaði það Júnó. Og honum varð starsýnt á myndirnar af orustunum fyrir fram- an Trojuborg, sem málaðar voru á veggina, og hann mintist fyrri afreksverka og hugur hans hrestist við það. Og Didó sjálf, stjórnandi landsins, kom og örfaði fólkið til vinnu og skar úr málum þess með sanngirni. “Hún stígur upp í hásætið fyrir framan altarið; iðandi mannþröngin safnast fyrir framan. Hún tekur við bænarskrám, mælir lög, hlýðir á sérhvert mál og kveður upp dóm; skiftir hlutverkum meðal manna, séu þau jöfn, en lætur hlutkesti ráða, séu þau ójöfn.” “Lestu þetta aftur,” sagði hertogafrúin, og lEkkehard fór aftur með setninguna. “Er það ritað á þessa leið í bókinni?” spurði hún. “Eg hefði ekki tekið það illa upp, þótt þú hefðir skotið þessu inn sjálfur. Mér fanst eg vera að hlýða á frásögn um mína eig- in stjórn. Eg er sannarlega ánægð með konur og karla skáldsins þíns.” “í>að er vafalaust auðveldara að lýsa þeim en guðunum,” mælti Ekkehard. ‘‘Það er svo margvíslegt fólk í þessum heimi— Hún gaf honum merki og hann lyfti bók- inní upp aftur og las um það er félagar Æ- neasar komu til drotningarinnar og báðu hana um vernd og hversu þeir sungu foringja sínum lof, en hann stóð þar sjáifur nærri, hulinn í þokunni; um það er Dido veitti mönnunum beina í borginni, en óskaði þess að stormurinn fleygði Æneasi, foringja þeirra, einnig upp á ströndina. Og um það er sterk löngun rak Æneas til þ$ss að brjótast ut úr þoku bulunni.. En rétt í því að Ekkehard hóf að þýða orðin— * “Hann hafði naumast hafið mál sitt, er skýin riðluðust. Þokan leitaði upp og leystist sundur und - an geislum dagsins.’’ Þá heyrðist þungt fóta- tak í göngunum og Spazzo kom inn í herberg- ið. Hann langaði til þess að sjá húsmóður sína við námið. En að öllum líkindum hefir hann setið lengi við vínbrúsa, því að hann var voteygur og stamaði í kveðjunni. En ekki var honum um að kenna þessar ástæður, því að honum hafði fundist nefið á sér vera brenn- andi heitt og hann klæjaði í það um morgun- inn, en því verður ekki móti mælt, að þau sjúkdómseinkenni b e r a jafnan vott um drykkju kvöldið áður. "Stattu kyr, þar sem þú ert!” hrópaði her- togafrúin, ”og þú, Ekkehard, heldur lestrinum áfram." Ekkehard ias alvarlega og með miklum áhei zlum— “Foringi Trójumanna kom í ljós; höfð inglegur ásýndum og hvíldi yfir honum kyr- lát birta. Gyðjan, móðir hans, hafði mótað lokka hans með eigin höndum, og gert bjart yfir enni hans. Henni var að þakka tindr- andi augun, og hún blés fjöri æskunnar á ásjónu hans. Fagur var hann eins og fáguð fílabeinsmynd, eða úr Parianmarmara, skreytt með gulli: Þannig spratt hann fram úr umlykjandi skýi, og var sem stöfuðu af honum geislar. Og með hæverskri hógværð mælti hann: Eg er sá, er þér leitið að; stormurinn hrakti mig en eg bjarg lífi mínu af skipreika á strönd Lybíu.’’ Spazzo stóð við dyrnar og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið, en Praxedis reyndi að halda niðri í sér hlátrinum. ‘‘Eg ætla að biðja þig þess,” mælti frúin, að velja hentugri tíma, næst er þú kemur inn, svo vér freistumst ekki til þess að ætla, að þú sért Æneas frá Trójuborg, nýkominn af skips- reika á strönd Lybiu.” Spazzo kvaddi með töluvert áberandi hraða. ‘‘Æneas frá Trójuborg!” muldraði hann í barm sér á leiðinni út. “Skyldi enn einn flugumaðurinn frá Rínarlöndum kominn og þykjast vera af göfugustu ættum? Tróju- borg? Umlykjandi ský? Æneas fra Trójn- borg! Þú og eg skulúm reyna með okkur, er vér hittumst! Dauði og djöfull!” 8. KAPITULI. Adifax. í kastalanum í Hohentwiel átti einnig um þetta leyti drengur heima, að nafni Adifax. Faðir hans og móðir, sem bæði voru látin, höfðu verið þrælar, og hann hafði fengið að leika lausum hala og þroskast eins og verkast vildi. Fólkið í kastalanum skifti sér lítið af honum—hann var samskonar hluti af heimil- inu eins og graslaukurinn á húsþökunum eða vafningsviðurinn á veggjunum. Honum var falið að gæta geitanna, er hann stálpaðist, og hann rak þær samvizkusamlega á morgnana og sótti heim á kvöldin. Hann var feimið, þögult barn, fölur yfirlitum og snöggkliptur, því ekki máttu aðrir en frjálsbornir menn bera langa lokka. Adifax hafði mikið yndi af því á vorin, þegar nýja laufið var að brjótast út á trjám og runnum, að sitja úti undir beru lofti og skera sér hijóðpípu úr nýja viðnum og blása í hana. Það var einmanalegur, þunglyndislegur hljóm. ur í blæstrinum, og frú Heiðveig sat úti á svöl- um sínum einn daginn og hlustaði lengi á. Ef til vill hefir verið einhver skyldleiki með skapi hennar og hinu draumkenda lagi þennan dag, því að hun lét kalla Adifax fyrir sig um kvöld- ið, þegar hann kom heim með geiturnar, og sagði honum að biðja sig bónar. Adifax bað um að sér væri gefin iítil bjalla til þess að hengja á eina geitina sína, sem Svartfætla var nefnd. Svartfætla fékk bjölluna litlu, og síðan hafði ekkert markvert gerst í lífi Adifax. Hann var bersýnilega að verða enn meira mannfælinn og hafði hætt við hljóðpípuna vor- ið áður. Hann var að reka geiturnar sínar ofan klettagil, bjartan sólskinsdag einn seint um haustið; settist hann þá á klett og mændi út í fjarska. Það glitraði á Constance-vatnið hinu- megin við dökkan furuskóginn, og tréin í fjalls hlíðinni stóðu í litaskrúða haustsins. Vindur feykti rauðum laufunum í mestu kátínu, en Adifax sat á steininum og grét beisklega. Lítil telpa, að nafni Hadumoth, hirti um þetta leiti um ailar gæsir og endur kastalans. Móðir hennar hafði verið þerna í Hohentwiel, föður sinn hafði hún aldrei séð. Hadumoth var elskuleg lítil telpa, með rjóðar kinnar og biá augu, og ljóst hár, sem hékk í tveimur fléttum niður eftir bakinu. Hún gætti gæs- anna vel og hélt þeim í góðri röð og reglu, og þctt þær hefðu það til að teygja fram álkuna að þeim, sem framhjá gengu, og garga eins og heimskar kerlingar, þá dyrfðust þær aldrei að breyta á móti vilja litlu húsmóðurinnar. Þær röðuðu sér skipulega, þegar hún sveiflaði priki sínu. Og oft var slegist í fylgd með geitum Adifax, því að Hadumoth þótti vænt um geitn- ahirðinn með snöggklipta hárið, og sat oft hjá honum og mændi út í fjarskann. Geiturnar og gæsirnar tóku eftir því hvernig háttað var með húsbændurna og létu sér koma vel saman líka. y Hadumoth rak einnig gæsir sínar þennan haustdag ofan í gilið. Hún heyrði bjölluhljóm inn skamt frá og skimaði umhverfis sig eftir geitnahirðinum. Hún kom brátt auga á hann, þar sem hann sat grátandi, og gekk yfir um til hans, settist hjá honum og sagði: ‘‘Adifax, ef þú grætur, þá verð ég að gráta með þér.” Adifax reyndi að harka af sér við þessi orð. “Þú þarft ekki að gráta,” sagði hann, ‘‘en ég verð að gera það. Það er eitthvað hérna inni í mér, sem kemur mér til þess að gráta.’’ ‘‘Hvað er það inni í þér, sem kemur þér til að gráta?” spurði Hadumoth. Drengurinn tók upp einn af 'steinunum, sem lágu allstaðar umhverfis og brotnað höfðu úr fjallsklettunum, og fleygði honum í eina hrúguna. Steinninn var þunnur og það kvað við er hann skall í. “Heyrir þú þetta?” “Já, ég heyrði það,” sagði Hadumoth. “Það var sama hljóðið og æfinlega heyrist.’’ ‘‘Skilur þú hljóðið?” ‘‘Nei.’. “Já, en ég skil það, og þess vegna fer ég að gráta,” sagði Adifax. ‘‘Eg sat á steini þarna yfir í dalnum fyrir mörgum vikum síð- an, og þá varð ég fyrst var við það — ég veit ekki hvernig — en það hefir víst komið úr djúpunum fyrir neðan. Og nú finnst mér eins og augun í mér og eyrun séu alveg breytt, og ég sé glitrandi glampa í lófunum á mér. Eg heyri niðinn í vatni undir fótunum á mér, þegar ég geng yfir engið, og ég sé æðarnar renna í gegnum klettana, þegar ég stend við þá, og ég heyrði hamarshögg o gsleggjuhögg langt niðri, og það hljóta að vera dvergamir. Afi minn hefir oft sagt mér frá þeim. Og svo sé ég glóandi rautt ljós, sem skín þvert í gegnum jörðina ...... Hadumoth, ég verð að finna mikinn fjársjóð, og ég græt af því að ég get ekki fundið hann.” Hadumoth gerði krossmark fyrir sér. i“Þú hefir orðið fyrir álögum,” sagði hún. ‘‘Þú hefir sofið á jörðunni undir beru lofti eftir sólsetur, og þá hefir einhver álf- urinn náð valdi á þér. Bíddu við, ég þekki annað, sem er betra en að gráta." Hún hljóp upp brekkuna og kom rétt strax aftur með skel fulla af vatni, oíurlitla sápu, sem Praxedis hafði gefið henni, og nokk ur strá. Hún bjó til froðu úr sápunni og vatninu, tók eitt stráið sjálf, gaf Adifax ann- að og mælti: ‘‘Vð skulum blása sápukúlur, eins og við gerðum fyrrum. Manstu eftir því, þegar við sátum einu sinni og blésum og blésum og blésum, þangað til við gátum gert þær svo stórar og fallegar og marglitar? Og þær flugu alveg yfir dalinn og glitruðu eins og regnbogi; og við fórum hér um bil að gráta þegar þær brustu!” Adifax tók þegjandi við stráinu og blés sápukúlu. Hann hélt stráinu upp á móti ljósinu, og kúlan hékk á endanum á því og glitraði í sólinni, eins og nýr daggardropi. “Manstu hvað þú sagðir Adifax,” hélt telpan áfram, ‘‘einu feinni þegar við vorum búin með allt sápuvatnið okkar, og það var komið kveld og orðið dimmt, og allar stjörn- urnar komnar út? Þú sagðir að stjörnurnar værn líka sápukúlur og að guð sæti uppi á háu fjalli og væri að blása þær, og að hann gæti blásið fallegri kúlur en við gætum gert...” “Nei,” sagði Adifax, “ég man ekki eftir því.” Hann laut aftur höfði og tók að gráta. ‘‘Hvað þarf ég að gera til þess að finna fjársjóðinn?” snökti hann. “Vertu nú skynsamur, Adifax,” sagði Hadumoth. “Hvað ætlar þú að gera við fjársjóðinn ef þú fyndir hann?” “Eg skyldi kaupa mér frelsi,” sagði dreng urinn rólega, ‘‘og þér iíka; og ég skyldi kaupa allt hertogadæmið af hertogafrúnni, og fjöll- in líka, og allt sem í þeim er. Og ég skyldi láta smíða gullkórónu handa þér, og gullbjöllu fyrir sérhverja geit, og hljóðpípu úr fílabeini og skíru gulli handa mér.......” “Úr skíru gulli!” sagði Hadumoth hlæj- andi. “Veiztu hvernig gull lítur út?” Adifax lagði fingurinn á vörina. “Getur þú þagað yfir leyndarmáli?” Hún kinkaði áfjáð kollinum. “Gefðu mér hönd þína upp á það.” Hún rétti honum höndina. ‘‘Nú skal ég sýna þér hvemig gull lítur út,” sagði smalinn, stakk hendinni í vasann og dró upp gullplötu, í laginu eins og stór pen ingur, en kúpt þó eins og skel Einhver hálf- afmáð áletrun var grafin á hana. Það glitraði á þetta og glampaði í sólskininu, enda var þetta lireint guli. Hadumoth lét það vega salt á sleikifingri sínum. ‘‘Eg fann þetta þarna úti í haganum eftir þrumuveður,’’ sagði Adifax. “í hvert skifti sem regnboginn er spentur yfir jörðina, koma tveir englar og setja tvo litla gulldiska, þar sem endarnir nema við jörðina, svo að þeir þurfi ekki að standa á kaldri ^otri grundinni. Og regnboginn skilur diskana eftir þegar hann hverfur, því að það má ekki nota þá tvisvar sinnum, svo regnboginn móðgist ekki.” Hadumoth fór að halda að leikbróður hennar myndi í raun og veru vera ætlað að finna mikinn fjársjóð. “Adifax,” sagði hún, og rétti honum aft- ur regnbogadiskinn, “þetta kemur þér ekki að gagni. Sá, sem ætlar sér að finna fjársjóð. verður að þekkja töírana. Þeir standa vel á verði þarna neðra, þeir sleppa engu, nema þeir séu tilneyddir.” “Já, töfrana!” sagði Adifax, með tárvot- um augum. ‘‘Ef við vissum einungis .........’’ ‘‘Hefir þú séð heilaga manninn, sem kominn er í kastalann?” spurði Hadumoth. “Nei.” ‘‘Heilagi maðurinn er búinn að vera fjóra daga í kastalanum. Hann þekkir alla töfra. Hann kom með stóra bók, sem hann les úr fyrir frúna. í þesari bók er allt ritað: hvern- ig eigi að ná valdi á völdum loftsins, og þeim, sem eru í jörðunni, og eldi og vatni. Stóra Friderun sagði húskörlunum frá því öllu sam- an, og frá því að hertogafrúin hefði sent eft- ir honum til þess að ríki hennar stækkaði og stækkaði og hún gæti sjálf alltaf verið ung og fögur og þyrfti aldrei að deyja.” ‘‘Eg fer til heilaga mannsins,” mælti Adifax. “En þeir lemja þig kannske,’’ sagði Hadu- moth til viðvörunar. “Þeir iemja mig ekki,” sagði hann. ‘‘Eg veit 'um nokkuð, sem ég ætla að gefa honum, ef hann segir mér töfrana.” Það var orðið áliðið dags. Börnin stóðu upp af steinunum, smöluðu saman geitunum og gæsunum, og ráku heim í skipulegum röð- um, eins og þetta væru hermenn, upp brekk- una og inn í stíurnar. Ekkehard las þetta sama kveld fyrir her- togafrúna niðurlagið á fyrstu kviðunni, sem Spazzo hafði ónáðað daginn áður. Hann las um það er Didó, sem varð forviða að sjá hetjuna birtast svona skyndilega, bauð hon- um og félögum hans gistingu, og hertogafrú- n kinkaöi samsinnandi kolli, er hún hlustaði á orð Didós.— “Því að ég hefi einnig, eins og þú, átt við andstreymi að búa, þar til himininn fékk mér þennan hvíldarstað. Eg lærði eins og þú. gestur í framandi landi, að virða sorgir ann. ara, sem skyldar voru mínum eigin.” Þá kom að þeim hlutanum, er Æneas sendir Archates aftur til skips til þess að flytja fregnirnar um björgunina til sonar hans Ascaniusar, því að honum unni faðirinn um alla hluti fram. En í brjósti Venusar vöknuðu nú nýjar bragða hugsanir. Hún vildi kveikja eld ástarinnar til Æneasar í brjósti Didós, og fyrir þá sök flutti hún Ascan- ius til hinna fjarlægu landa í ítalíu. Síðan gaf hún guði ástarinnar útlit hins unga kon- ungssonar, og ástarguðin lagði frá sér vængi sína, og fylgdist með Trójumönnum, sem væri hann Ascaníus sjálfur, til hallarinnar í Kar- tago og flýtti sér á fund drotningarinnar. “Hlún tók hann að barmi sér og drakk í sig fegurð hans. En vesalings Didó vissi eigi hver gestur hennar var, hve hættulegan guðdóm hún hafði dregið að brjóst sér. En hann, minnugur bæna móður sinnar, vinnur verk sitt í viðkvæm um barmi hinnar fögru konu, mótar hjarta hennar að nýju og þurkar út það, er hún áður unni. Ástin til hins dána víkur fyrir hinum nýja.” “Hættu,” hrópaði frú Heiðveig. “Mér virðist einnig ýmislegt skorta um skilninginn í þessum hluta.” ‘‘Skorta?” tók Ekkehard upp eftir henni. ‘‘Hvaða ástæða er til þess að koma með sjálfan guðinn Amor hingað?” mælti hún. “Er það óhugsandi að mynd fyrra mannsins þurkaðist út í brjósti ekkjunnar, án þess að grípa til slægðar og bragða og áhrifa hans?" “Ef guðin sjálfur veldur bneytingunni,” mælti Ekkehard, ‘‘þá er Didó drotning þar með afsökuð, réttlætt, ef svo mætti að orði kveða. Eg hygg að þetta hafi vakað fyrir skáldinu.” Engin vafi er á því, að Ekkehard fannst sjálfum þetta vera greindarleg athugun hjá sér, en hertogafrúin reis á fætur. ‘Einmitt það,” sagði hún með nokkurri þykkju, ‘‘það þurfti þá að leita að afsökun fyrir hana! Það breytir óneitanlega tölu- verðú.. Mér hafði ekki hugkvæmst það. Góða nótt!” Hún gekk hratt út úr herberginu, og það var eins og ásökun fylgdi þytinum í kjól hennar. ‘‘Þetta er einkennilegt,” hugsaði Ekke- hard með sjálfum sér, en það er sannarlega örðugleikum bundið að lesa Virgil með kven- fólki.” Lengra komst hann ekki í hugleið- ingum sínum. Daginn eftir, er hann var á gangi í garð. inum, kom Adit’ax smali til hans, lyfti upp faldinum á kufli hans, kysti hann og leit svo bænaraugum framan í hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.