Heimskringla


Heimskringla - 06.03.1929, Qupperneq 4

Heimskringla - 06.03.1929, Qupperneq 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEO, 6. MARZ, 1929 (StofDHH 188«) Krmor at á hverjiim mlVTÍkadrst EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 8B3 »( 85S SAIIGEJIT AVE, WITÍXIPEG TALSIIII: 8« 837 V«r8 blaDstn!) or 13.00 Argangurlnn borg- tat fyrlrfram. Allar borganlr sendtat THE VIKING PRESS LTD. BTGEÚS HALLD6RS frá Höfnuni Rltstjórl. UfntiAwkrllt (II hlitfiftlnmt THR VIKING PlllGSS, Ltd., Ilo* I'tnnflftkrlft (II rllftl jðronn t EDITOR HBniSKHINGLA, Roz 310» WINNIPEG, MAN. 8105 ‘*H©lmskrlngrla ls publlshed by The Vlklnic Preiw Ltd. and printed by CITV PRINTING PIJ BIiISHI'NG CO. 853-K55 Snrifent Are., Wlnnlpeir, Man. Telephonei .80 53 T WINNIPEG, 6. MARZ, 1929 Hátollastefna Bandaríkjanna Eins og flestum læsum mönnum um víða veröld mun vera kunnugt, er há- tollastefnunni veitt meira brautargengi nú í Bandaríkjunum, en nálega nokkur dæmi munu vera til áður. Virðast all ar stéttir og allir flokkar eiga öfluga há- tollsformælendur, allt frá stóriðjuhöldum til bænda og jafnvel listamanna, er krefj- ast þess, sem einsdæmi mun vera, að gríðarhár tollur se lagður á öll listaverk, málverk, sem myndastyttur, er inn sé flutt til Bandaríkjanna. Það liggur við, að vér með hálfum huga gerum þetta mál að umtalsefni, meður því að oss skilst eftir síðustu sól- armerkjum, að hverja afstöðu sem véi tækjum, þá myndi sú hættan liggja við, að einstaka mætustu fósturlandsvinir meðal Bandaríkja-Islendinga myndu rísa upp örðugir, og lýsa því skorinort ‘‘að Lögbergi,’’ að nú væri Heimskringla, að tveggja ára gömlum vanda, eða svo, að hauga saman rógmælum um Bandaríkin. En með því að þetta mál snertir Kanada ef til vill mest allra landa og allra utan- ríkismála, sem nú eru á döfinni munum vér þó til hætta í þetta sinn, og þá með því að birta umsögn hins fræga viku- blaðs “The Nation," sem gefið er út í New York. Má þá og geta þess að sú grein er birt sökum þess að vér berum sama ugg í brjósti gagnvart þessari há- tollastefnu og þar kemur fram. Má því fremur einu gilda þótt vér lý&um þannig afstöðu vorri, sem vinsældir vorar hjá þeim einstaklingum í Bandaríkjun- um, er vér gátum um hér að framan myndu sennilega verða líkar, þótt vér hefðum hallast á hina sveifina, eins og áður er sagt, en þó heldur máske von að áfellisdómurinn verði heldur vægari fyr- ir þá sök, að hér talar merkasta viku blað Bandaríkjanna, svo að sú fólska, er sumir kunna hér að finna, er eigi fyrst og fremst runnin úr jarðvegi Heims- kringlu. Blaðið “Nation” drepur fyrst á hina háværu fylgisöflun hátollastefnunni til handa, er eigi sér stað í þinghúsinu og umhverfi þess. En það telur líka, að miklu hljóðlátari en því þyngri og geig vænlegri mótbárur gegn hátollastefn- unni hrannist daglega inn á stjórnarskrif- stofurnar í Washington. ‘ Það eru rit- aðar og símaðar viðvaranir frá amerísk- um ræðismönnum og verzlunarerindrek- um víðsvegar um heim; opinber ádeila á hátollinn frá sendiherra FYakklands; hvassyrt skrif frá sendiherra Kúbu; per- eónulegar heimsóknir frá sendiherra Spánar; haugar af fjandsamlegum rit stjórnargreinum úr blöðum heztu við- skiftavina vorra, sendar ríkis- og verzlun arráðuneytunum. “Bandaríkin hegða sér í viðskiftum sem væri Kanada hegningarfanganý- lenda; það verður að binda enda á þetta,” aðvarar Gazette í Montreal. Úr því að tollstríð vofir yfir, leggur Action Catho- lique í Quebec það til að “það væri ekki úr vegi að vér hæfumst nú þegar handa til þess að fylkja liði fyrir bardagann.’’ Sun, í Vancouver hvetur menn í tollstríð Og segir: "Mackenzie King væri óverðug- ur forystu tíu miljón Kanadamanna, ef hann ekki svarar þessari hólmgöngu- áskorun.” Jafnvel Politiken í Kaup- mannahöfn ræðir hið endurnýjaða toll- stríð milli Frakklands og Bandaríkjanna og lýkur þannig máli sínu: “Frökkum finnst — og að voru áliti eigi alveg að ástæðulausu — að þeir séu fulltrúar allrar Evrópu gegn hinni fjandsamlegu viðskiftastefnu Bandaríkjanna.” 1 Buenos Aires hefir Landbúnaðarfélagið, voldugasti samvinnufélagsskapur í Suður Ameríku, hafist handa til gagnhækkandi tolllaga gegn bílum og véjum. í þessa átt stefnir straumur aðvar- ana frá útlöndum, að af hærri tollgarði um Bandaríkin muni leiða alvarlegar ráðstafanir beztu viðskiftavina vorra til þess að borga í sömu mynt. Embættis- menn í ráðuneytinu, er Herbert Hoover bætti, sem aðal forgöngumaður útflutn- ings frá Bandaríkjunum, álíta að velmeg- un Bandaríkjanna rýrni svo miljónum nemi, ef hann efnir tollaloforð sín.---- Lítum á staðreyndir. Látum tölurn- ar fræða oss um tap og ávinning. Lít- um til Argentínu. Það land selur oss árlega um miljón maismæla. Þessi mais berst til fárra hafna á Kyrrahafs og At- lanzhafsströndum, og er selt dúfna og hænsnaræktunarmqnnum sökum þess hve það er hart og því nær steinkennt; venjulega beint úr skipum, af því að járnbrautarflutnifigsgjald myndi hækka verðið svo ókaupandi yrði. Bændur Mið-Vesturríkjanna eru þessu andstæðir. Strandlengis mega dúfur ekki éta þessa ögn af Argentínu- maís. Þessir bændur verða að greiða um 34 cent á mælirinn í flutningsgjöld til San Francisco og hér um bil 22 cent til New York. Skipaflutningsgjöld frá Argentínu eru um 12 cent. En þá varð- ar ekkert um verðið, sem alifuglaeigand inn þarf að greiða fyrir fóðrið. Ekki líta þeir heldur til þess að innflutningur- nn frá Argentínu nemur aðeins 0.008% af maísframleiðslu þeirra sjálfra. Þess vegna heimta þeir 100% tollhækkun á maís. Samanborið við þessi maískaup vor, er nálega engu gegnir, kaupir Argentína meiri vörur af oss en nokkurt annað latneskt-amerískt land. Þeir kaupa þvi nær hálfu meira af oss, en vér af þeim. En fyrir $1,000,000 virði af maís vekjum vér óvild Argentínumanna og eggjum þá til þes að útiloka $178,899,000 virði af bílum, silki-sokkum og vélum, er þeir kaupa af oss. Þannig bætir tollhækk- unin á velmegun vora. Eða þá Kanada. Milli Kanada og Bandaríkjanna eiga sér stað meiri við- skifti en milli nokkurra tveggja þjóða annara í heimi. Vér seldum Kanada meiri vörur árið sem leið en allri S.-Am- eríku og Asíu til samans. Þetta er auð- skilið. Höfuðborgir Kanada, Montreal, Toronto, Quebec, Vancouver — eru ná- lægt landamærunum, skammt þaðan til helztu iðnstöðva vorra og flutningsgjald lítið. Almenningur í Kanada les Banda- ríkjatímarit og auglýsingar og hefir van- ist vörum frá oss. Afleiðingin: Vér seljum Kanada hér um bil helmingi meira en næst bezta viðskiftavini vorum —Stór bretalandi. Kanada selur oss aftur á móti um tvo þriðju hluta þess er vér seljum þang- að. Á flestu högnumst vér gríðarlega. Til dæmis sendir Kanada oss magra uxa frá Miðvesturlandinu og Klettafjöllunum, til eldis hjá Bandaríkjabóndanum. Hann græðir 1—2 cent á pundinu í þeim áður en hann selur þá slátrunarhúsunum. Margir eru þessir uxar ekki — hér um bil 250, 000 árið sem leið. Á sama tíma slátr- uðum vér 14,000,000 nautgripum. Samt sem áður kemst þessi gripainnflutningur sem bóndinn í Norðvestur ríkjunum hagn ast svo á, ékki fram hjá árvekni nauta- bænda í Suður- og Mið-Vesturríkj.unum. sem nú heimta 100% tollhækkun á lifandi nautgripum frá Kanada. En — og þess vegna uggir nú verzl- unarráðuneytið um framtíðina — á sama tíma sem vér kaupum gripi fyrir $15,000, 000 frá Kanada hafa Kanadabændur auk- ið akuryrkjuvélakaup sín af oss um 100%. Alls námu þau kaup $39,000,000. einhversstaðar og í einhverri iðn, en á valt er grenjað á fjárhagsnefnd vora að hækka tollinn. Þetta er nú aðal ábyggju efni verzlunarráðuneytisins. Enn meiri ábyggjur hefir þó ríkis- ráðuneytið. Það stendur nú mitt í all- mörgum samningum við nágranna vora að norðan, sem eru nógu flóknir, þó ekki sé vakin andúð í Kanada. Kellogg rík- isritari hefir verið að reyna að teija Kan- ada á að halda áfram með St. Lawrence skurðinn, og er svarað því einu, að það sé hugsanlegt, ef tollur á nautaketi og fiski sé lækkaður. Það var sumarið er leið. í stað þess að ívilna þessari kanadisku hugmynd á nú að hækka tollinn. Kellogg ríkisritari hefir líka verið að reyna að fá Kanada til þess að neita vínhlöðnum skip um um farmskírteini til Bandaríkjanna og að semja um örfáar víðvarpsbylgju- lengdir samanborið við þær er vér not- um. Kanadisk tollóánægja greiðir fyrir hvorugri tilrauninni. Taschereau for- sætisráðherrá í Quebec hefir aðvarað MacKenzie King forsætisráðherra, að ef Quebec fái ekki allar þær víðvarpsbylgj- ur er fylkið þarfnast, þá fari það ráns- höndum um loftið og taki það, er því sýn- ist. Víðvarp, vínbann og St. Lawrence skurðurinn er allt áhugamál mannsins, er, sem forsetaefni, lofaði að “iáta bænd- ur njóta fyllilega blessunarinnar af vorri sögulegu tollpólitík.” Sem forseti og sinn eigin ríkisráðherra mun Mr. Hoover brátt fá smjörþefinn af því að blanda toll- málunum við pólitíkina. Jafn alvarlegt er stjórnmálaviðhorf- ið, er í Evrópu hefir leitt af hátollahvöt- inni. í fimm ár hafa Bandaríkin reynt að gera viðskiftasamninga við því nær hvert land í Evrópu. Þessir samningar eru álitnir afar þýðingarmiklir fyrir am- erísk viðskifti.... Oss hefir nálega ekk- ert oröið ágengt með þessa samninga. Þjóðirnar er vér áttum í höggi við og hin nýmynduðu ríki, er enga samninga höfðu við oss, hafa verið neyddar til þeirra til þess að geta verzlað við oss og lánaö fé. Hin Evrópuríkin ekki. Ástæðan er tollurinn. Spánn hefir hafnað slíkum samn- ingi, en gengið að því að veita oss augna bliks viðskiftahlunnindi, einungis af því, að vér ógnuðum með himinháum tollvarn argarði nema vér hefðum fram vort mál. En nú höfum vér sjálfir dregið úr oss víg- tennurnar. Coolidge forseti hefir hækk að toll á spænskum lauk. Tollur á pímentokryddi og pipar hefir verið hækk aður.. Malagadrúfur hefir aldinræktar- nefndin útilokað. Allt útlit er fyrir toll- hæltkun á spænskum tómötum. Vér höfum þegar, með öðrum orðum, hækkað svo tollin gegn spænskum innflutningi, að Spánverjar hætta engu til, þótt þeir svari í sömu mynt og neiti oss um sér- hlunnindi. Ástandið er svo alvarllegt, að Kellogg ríkisritari hefir vakið máls á því við Coolidge forseta. Þessa sögu mætti að mestu endurtaka með tiiliti til hveitis frá Kanada eða mjólkur, rjóma, hörfræs eða alfalfafræs frá Kanada. Jafnan eykur velmegun í Kanada á velmegun í Bandaríkjunum Enn ver stendur á með Frakkland. Þegar Erakkar, áríð sem leið gáfu afurð- um vorum minni tollhlunnindi en þýzk- um, fengum vér þá, til þess að ívilna oss jafnt, ýmist með hótunum eða loforðum um það að tollnefnd vor skyldi athuga franskan innflutning, og lækka tollinn ef auðið væri. Tollnefndin hefir unnið kappsamlega síðan. En, því miður, á- lyktar hún, að samkvæmt framleiðslu kostnaði beggja landa beri að hækka toll á flestum innfluttum vörum frönskum, en ekki lækka. Til þess að særa ekki stolt Frakka og stofna ekki fyrirhuguð- um samningum í hættu, hefir tollnefndin lagt til, að hún hætti þessari rannsókn. En ekki er þar með búið. Til þess að auka á vandræði ríkisráðuneytisins, eru nú háværar og öflugar kröfur lagðar fyrir fjárhagsnefndina, um að hækka toll á ýmsum helztu vörum, er Frakkar selja Bandaríkjunum. Franskir kaupmenn^eru orðnir sár grarnir. Ftönsk blöð vita “hinn ein— h’iða skilning á fransk-ameríska toll- samningnum” og Paul Claudel, sendi- herra Frakka, en skáld fyrst og fremst, mótmælir tollhækkuninni opinberlega og vonar “að franskur andi taki sér nógu hátt svif til þess að hendast yfir allar hindranir.” Og nú er viðskiftasamningurinn við Frakka lagður á hilluna um óákveðinn tíma, og vér böxum áfram við jafn ótíma bæra samninga og ræðismannssamninga frá 1853; og ríkisráðuneytið heldur á- fram mótmælum gegn því, að Frakkar skatti Bandaríkjakaupsýslumenn tvisvar og að leigulögin í París banna amerískum fasteignamönnum að segja upp leiguliðum sínum. Og að síðustu er Kúba. Þessi eyja hefir árum saman verið einnar og hálfrar uppskeru land,—einn hluti sykurs móts við hálfan hlut tóbaks. Afleið- ingin: viðskiftadeyfa stafandi af ofurframleiðslu og verðföll- um. Að ráðum bankamanna í New York, er leggja Kúbu til starfsfé, hafa ræktendur þar snúist til fjölbreyttari fram- leiðslu. Þeir íiafa ræktað tó- # mötur, grænmeti og súraldini (citrus) fyrir vetrarmarkaðinn í Bandaríkjunum. Þetta hafa orðið ábatasöm viðskifti og sí- vaxandi — svo að ofbýður keppinautum í Florida og í Texas. Þeir heimta nú tollhækk un á Kúbuávöxtum og græn- meti. Þetta gerir nú Kúbu minna til. En í ríðbót í kröfu ium tollhækkun á Kúbutóbaki, krefst nú harðsnúið lið forstofu snata sykurræktenda frá Louis iana og Klettafjöllum aukins toíls á sykri frá Kúbu. Ef dæma má eftir hugarástandi fjár- hagsnefndarinnar, og þeirri staðreynd, að Reed Smoot er annar æðsti maður Mormóna- kirkjunnar, mesta sykurrófu- framleiðandans, má spá því, að þeir fái hækkað tollinn. Blöð í Kúbu hafa vítt há- tollinn í dálkalöngum grein- 'um. Ríkisráðuneytið á Kúbu hefir ritað ríkisráðuneyti Banda ríkjanna sárbeitt stjórnarskeyti. Og svona gengur það — enda laust. Sum ríki láta ekkert til sín heyra. Kína er eigi nægi- j lega skipulagt; Suður-Afríka er of fjarlæg; Stórabretland er orð ið tilfinningasljótt gegn þess- um 8-árlega tollhækkunar. krampa í oss. En um allan heim er andúðin gegn tollgarðs hækkun Bandaríkjanna að fylkja sér í mótstöðu við hags- munalegar og stjórnarfarsleg- ar nauðsynjar Bándaríkjanna, og svifta oss meiru í útlendium viðskiftum en sem nemur hagn- aðinum, er fæst við hækkunina á nauðsynjavörum neytandans heima fyrir.’’ 1 fulian aldarfjórðung hafa Ðodds nýrna pillur verið hin viðurkienndiu fiieðujl, Ydð bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- j um, og hinna mörgu kvilla, er J stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. í tölu bókmenntamanna þessara þjó8 a.. Eöa má ég spyrja, hvar eru verk O. T. J.? — Hvaö igefur honum j rétt til að vera blaðra út i það, sem I sérfróðir menn segja um bókmennt- ; á ? Hvað er yfirleitt þessi O. T. J.? Hver hefir heyrt hans getið, og hvað hefir hann afrekað? Annars leyfi ég mér að mótmæla því, að menn, sem ekki eru sendi- bréfsfærir séu að gapa í opinberum blöðum um mál, sem þeir hafa enga menningarlega undirstöðu til að skilja; — ég veit að ég fala hér fyrir munn allrar alþýðu. — og skírskota um þetta til vinar míns, hr. Einars Páls Jónssonar, sem er alþekktur smekkmaður á mál og sagður mjög Y’andur að virðingu sinni sem rit- stjóri. Er hörmung að sjá menn gerast málsvara bandarískrar alþýðu- menningar, sem auðsæilega þurfa að ganga inn í fyrsta bekk barnaskóla til þess að læra frumatriði stílshátt- ar. Svar við í<Níðmæli,’ O.T.Johnson Það er ljót úfgáfa af “Bandaríkja- íslendingi,” sem getur ekki unnað þeim Bandaríkja m a nni sann- mælis, sem ótrauðastur hefir haldið skildi fyrir verkamannastéttinni í Bandaríkjunum síðustu tuttugu og fimm árin, Upton Sinelair. Menn sem geta ekki unnað slíkum ágætis- manni sannmælis á fimtugsafmæli hans, bera auðsjáanlega ekki mikl« virðingu fyrir baráftu hinnar vinn- andi stéttar eða uppbyggileg'u lífs- starfi manna yfirleitt. Annars þæt‘i mér gaman að sjá vottorð skilríkra manna uiít*. það, hvað manneskja á borð við O. T. Johnson veit yfirleitt um Upton Sin- clair, verk hans og höfundarferil. Mér þætfi sömuleiðis fróðlegt að sjá vottorð um, hvað manneskja af slíku tagi, veit um, hvaða bækur eru lesn- ar í Evrópu. Og hvað veit 0,-T. J. yfirleitt um amerískar bókmenntir,— hvað skilur hann í þeim félagsjarð- vegi, sem þær eru vaxnar úr, þeim stéttarhagsmunum, sem þær halda skildi fyrir ? Eg leyíí mér að taka rannsóknir hr. Upton Sinclairs á am- erískum. bókmenntum fram yfir full- yrðingar uppþembdra ómerkinga, m. a. vegna þess, að Upton Sinclair hef- ir ek'ki lagt stund á annað æfilangt en rannsaka mepningarlíf ættjarðar sinnar, bæði hoklegt og félagslegt. Eg þykist þekkja sæmilega vel bók- menntir beggja þeirra þjóða, sem líklegt er að O. T. J. geti talið sig til, en ég hef hvergi séð hans getið j enginn Bandarikjahöfundur Hvað þýðir til dæmi^. orð eins og “sjálf-merkur ?” Og hvað er meint með því að setja upphrópunarmerki í svigum aftan við borgaheiti. Og hvað er átt við með því, að '"‘mað- ur, sem líklega hugðist að fara sigur- för til Hollywood á skáldskapar- sviði” geti ekki “lagt áherzlu á lífs- baráttu einstaklinga ?” Síðan er gert ráð fyrir, að verkamenn í Am- eríku tækju H. K. L. til bæna, ef V estur-1 slcndit%g(ir (Ieturbreyting[ sendu hann í örlítið flakk um Banda- ríkin ’ (sic) til að útskýra fyrir þeim, hvað orðið “þjóðfélagsmál’’ þýði. Hvað á svona kjaftavaðall að þýða, er mér spurn ? Og hvers vegna er það “strákslega flónslegt, að rithöf- undar Bandaríkjanna séu allir á bandi auðvaldsins ?” Eg held að öll- um heilbrigðum mönnum hljóti að finnast það miklu fremur sorglegt. Og hvað er til merkis um ó:ta H. K. L. við Ameríku-Islendinga. Og hvaða ástæðu *tti ég að hafa til að óttast jafn skynsama menn og þeir eru flestir. Hvers vegna eiga ekki heilvita enskulesendur á Islandi að igieta trúað þvi, að Upton Sinclair sé niest lesinn Bandarkjahöfundur í Evrópu ? Ætti þeim ekki að finn- ast það þeim mun trúlegra, sem hann er hinn eini BancTarík jjahöfundur þýddur til muna og lesinn almennt á íslandi? Til að lengja ekki mál þetta um of, skal ég aðeins benda á þrjú dæmi vinsælda Sinclairs í Ev- rópu: \) Skýrslur bókasafna í einu niesta menningarlandi álfunnar, Sví- þjóð, sýndu á fyrra ári, að hann var eftirspurðastur allra höfunda, inn- lendra og útlendra þar í landi. 2) “Oil” var í fyrra stórsöluritið (best seller) á Þýzkalandi, — fyrstu sex vikurnar seldust til dæmis af því 55 þúsund eintök. 3) “Boston”, sem út kom í haust, var í senn prentuð í þessum höfuðborgum Evrópu: Lon- don, Berlin, Moskva, Stockholm og Amsterdam; á sama tíma voru þýð- ingar í undirbúningi í Noregi og Danmörku, Spáni og Japan. Eg sagði í afmælisgreininni, að ætti

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.