Heimskringla - 03.04.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.04.1929, Blaðsíða 1
XLIII. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 3. APRÍL, 1929 Hov. U. 1’ 45 Iloinic étUl'S'SOTl St. CITY. tj:-' NÚMER 27 ^OQOoeosoosooðsocoseooQOOoooðoooooeoecoeoeeoeecoeeccos j F R É T T I R | ^ooobooöooooooooooosoooobooooooooooooccoobcocoooooooos KA N A DA Aö morgni föstudagsins langa lézt aö heimili sínu hér í Winnipeg, Sir Hugh John MacDonald, yfir- lögregludómari, sonur Sir John A. MacDonald, fyrsta forsætisráðherra Kanada. Sir Hugh var á 80.' ár- inu, er hann lézt. Hann var maö- ur mjög vinsæll. — Fór jaröarförin fram á mánudaginn frá þinghúsinu, með mikilli athöfn, á kostnað hins opinbera. Eftirmaður hans hefir Verið skipaður R. B. Graham, K. C. Á fimmtudaginn var lézt í her- bergi sinu í þinghúsinu í Quebec Sir Lomer Gouin, fylkisstjóri í Quebec. Varð hjartaslag honum að bana, og lézt hann fáum mínútum áður en þingi skyldi slitið. Háfði liann gengt fylkisstjóraembættinu í tæpa .1 mánuði, er dauða hans bai aö höndum. — Sir Lomer Gouiu vat einn af þekktustu stjórnmála og fjármálamönnum í Kanada og hafði hann gegnt áður bæði forsætisráð- herraembætti i Quebec og dómsmáia- ráðherraembætti í Ottawa. Almennur borgarafundur er boðað ur var á sunnudaginn í Dominion Jeikhúsinu af íambandsjitingmönnum J. S. WoodsVvorth og A. A. Heaps, til þess að hlusta á mótmæli þeirra gegn Sjö-systra samningnum, sam- þykkti í einu hljóði svohljóðandi fundarályktun : ‘'Að þessi borgarafundur er þeirr- ar skoðunar, eftir að hafa athuigað hinar margvíslegu aðstæður og krókaleiðir í sanlbandi við þann leigusamning, er "The Northwestern Power Company” fékk fyrir Sjö- systra orkuverinu, að með tilliti til almenningslieilla skuli nefndur leigu samningur tafarlaust verða ógildur ger.” Frá Ottawa er símað 27. marz, að þrátt fyrir óhagstæða veðráttu hafi Hudsonflóa brautargerðinni skilað vel áfram undanfarið svo að búist sé við, að stálteinar hafi verið lagðir að Churchill, 510. mílu fyrir helgina sem leið. Fyrverandi sam- gönguniálaráðherra Geonge P. Gra- ham, er stakk fyrsta hnausinn er stunginn var fyrir brautinni, í tíð Laurier-ráðuneytisins, er sagt að eigi að reka síðasta naglann í hana. En eins og áður hefir verið sagt er ekki búist við að hún verði fullfær til flutninga fyr en einhverntíma í baust. Nokkuð alvarlegt mál hefir risið nýlega milli Englands og Kanada öðrumegin og Bandaríkjanna hinu- megin. Eru tildröigio þau að ný- lega skaut strandvarnarskip (gegn vínsmyglun) Bandaríkjanna, “Wal- eott,” brezka eða kanadiska skútu ‘Tm Alone,” í kaf um 200 milur undan Bandaríkjaströndum, og •druknaði einn af hásetum skútunnar, en skipstjóri særðist. Síðan var skipshöfnin flutt á land í Bandaríkin í járnum. Samkvæmt sögusögn skipstjóra skútunnar, er hefir ját- að, að hann hafi haft áfengisfarm innanborðs, hitti “Walcott” hann 20. marz rétt utan við 12 mílu land helgina, er Bretar hafa leyft Banda- rikjamönnum gagnvart vínsmygglur um, og heimtaði að#skútan gengi sér á vald. En hún ngitaði og komst undan til hafs. Tveim dögum ?ið- ar bar fufidum þeirra aftur stman, næð þeim úrslitum er hermd hafa verið. Varðskipið fullyrðir aftur á móti að skútan hafi verið i land- helgi, er fundum bar fyrst saman — Er þetta all alvarlegt mál, þar sem maður fórst, en fullur vilji bíggja stjórnvalda að leiða það friðsamleg.i til lykta. Svo er að sjá á mó:gtim stórblöðum amerískum, aö l'iu '.elii hæpinn rétt varðskipsins, að elt t > g skjóta skútuna í kaf, er fundum þeirra bar aftur saman 200 tnílum frá ströndum, þótt hún jafnvel kunni að hafa verið i landhelgi er fundum bar fyrst saman. Og er hermt að þau telji þá að Bandaríkjastjórnin muni verða að greiða töluvert háar skaðabætur. -------x-------- BANDARÍKIN Mjög mikil ánægja kemur í 1 jos í svo að segja öllum Bandarikjablöð- um, og sérstaklega í þeim er frjáls- lyndust mega teljast, yfir þeirri ráð- stöfun Hoover’s, að afnema hinn broslega “Unofficial Spokesman” Coolidge, og gera með þvi fregnrit- um blaðanna mögulegt aö standa i beinu og opinberu sambandi við for- setann og "Hvíta Húsið.” Samkvæmt hinutn nýju fyrirmæl- um um þetta efni verða svörin frá Hvíta Húsinu við spurniragum blaða inanna flokkuð i þrennt: þau sem má hafa beint eítir forseta sjáifum; þau sem tilfæra niá sem fréttir frá Hvíta Húsinu, og þau er aðeins nta tilfæra siem fréttir, er fregnritarar blaðanna bera siálfir ábyrgð á. Seg- ir Paul Y. Anderson, einn af þeitn fregnriturum í Washington, er getið hefir sér mestan orðstír svo utn "The Unofficial Spokesman” er Coolidge skapaði i samanburði við þessa nýju ráðstöfun Hoovers.: Cntögulegt var að réttlæta þann grímuleik. Megin afleiðingin varð í rauninni sú, að hann vei'ti forseta dæmalaust tæki- færi til þess, að víðvarpa fylgisöflun sér í hag og pó'itík sinni, Qg nota blöðin í landinu eins og vindhana til þess að átta sig á því á hvaSan hann væri í það og það skiftið. Nú, sem fyr, verða spurningar fregnrit- aranna að vera skriflegar, og þær scnt eitthvað nánar þarf að leita sér upp- lýsinga um, svo að auðið sé að svara, verðitr að senda til Hvita Hússins með sólarhrings fyrirvara. Munnfpgar spurningar eru leyfð'ar, þegar forseti hefur sjálfur máls á einhverju, og enn sem komið er, hefir Hoover verið miklu opinskárri én Coolidge t þessu tilliti.” Þá mælist og ntjög vel fy-rir að Hoover hefir tilkynnt að hann ætli sir ekki lengur að nota “Mayflower.” er Coolidge gerði að ! íorsetaskipi,” sér til afþreyingarferðalaga. Hefir a’drei verið lagastafir: ti1 fyrir því, að t íkið skyldi leggj i forseta til slikt skip. Var “M&yflowar" skrá- sett sem fallbyssubátur og nitt liðs- foringjar og 148 óbreyttir sjóliðar taldir í flotaþjónustu ríkisins, þótt skipið lægi ætíð við landfestar í Washington, nema þegar forseti tók það til sketntiferða á Potomac fljótinu um helgar. En útgjöldin við skipið nema $300,000 á ári, o,g því ekki einkennilegt, þótt vel mælist fyrir að Hoover hefir afsal- að sér þessari upphæð í persónulegar þarfir sínar. -----------x------------ Séra Rúnólfur Marteinsson ferð- aðist til Piney, Man. síðastliðinn fimtudag og flutti þar tvær guðs- þjónustur á föstudaginn langa, aðra á íslenzku og hina á ensku, og var góð aðsókn við báðar guðsþjónust- urnar. Næsta sunnudag flytur J. Jóna- tansson erindi um “Grænland’ á Mjálfundafélagsfundi að Labor Hall. “A Utleið Iæss var getið í síðustu Heims- kringlu, að Leikfélag Santbandssafn- aðar væri að búa sig undir að sýna þetta leikrit í næstunni. Nú er á öðrum stað í blaðinu auglýst, að leiksýningar þessar fari fram þriðju- dags og miðvikudagskveld í næstu viku. Þeir, sem lesið hafa leik þennan, eða séð á leiksviði, eru mjög for- vitnir eftir að vita, hvernig L. S. tekst nú.því þetta er fyrir margra hluta sakir allmerkilegt skáldrit, auk þess sent mjög reynir á hæfileika leikenda. Leikurinn fer allur frant á sama stað — i reykingasal í milli- landaskipi. Fólkið virðist í fyrstu vera á engan hátt merkilegt — ferða- langar, eins og þeir gerast ttpp og ofan. En smátt og smátt skýrist, að ekki sé allt með feldit. Engum virðist vera ljóst hvert hann er að fara, en enginn vill í raun og veru kannast við það. En nú er með mikilli leikni. frá höfundarins hálfu, tjaldið smátt og smátt dregið til hlið- ar. er feJur fyrra líf fólksins. Og þess meira sem dregið er frá, þess skýraéi verða myndirnar, unz allir standa frammi fyrir áhorfandanum i fullkominni andlegri nekt. Qg þar kemur að kannast verður við> hvern mann. Allir kannast við unga manninn, setn lifað heíir í svo miklu eftirlæti, að mergurinn er horfinn úr lund hans og skapi. Hann situr yfir whisky- glasinu, ekkert á hintni eða jör'ðu fær vakið áhuga hans, því að þoka dek- ursins við sjálfan hann hefir lagst yfir sálina. Það eitt verður honunt til réttlætis reiknað, að hann gerir sér engar tálhugmyndir um sig — hann þekkir galla sína, manndóms- leysi og andlega fátækt, og þessi eini Ijósi depill í sálinni verður honum til bjargar* siðar. Þá þarf heldur ekki lengi að líta umhverfis sig til þess að rekast á ættingja Lingleys, hins umsvifamikla athafnamanns, sem á sönghallir, kvikmyndahús og Meþódistakirkju, en enginn geisli tnannúðar fær brotist út hjá, því að hann “breytti sér i félag fyrir mörgum árum.” Hliðstæð systir hans er frúin, sem alið hefir sig á hégónta samvizkulífsins, er slæg, illgjörn og samvizkulaus. Ahorfandanitm finst sem hann sé itaddur við annað og niótsett skaut ntannlífsins, þar sent hann athugar þvottakonuna, móður hins unga drykkjumanns. Þar hefir kærleik- urinn snúist upp í hættu, því að hann stóð ekki í neinu sambandi við skyn- samlegt vit. Móðirin hefir dulið son inn ætterninu, því að hún vildi ekki láta hann þurfa að skamtnast sín fyrir sig. En fyrir bragðið hefir allt, sem hún hefir fyrir hann gert, snúist honunt til óhamingju. Verður því þvottakonan undarlegt og sorg- legt tákn þess, að sannleikurinn lætur ekki að sér hæða — jafnvel ástin fær ekki bygt honutn út, því að hvorugt má án annars vera. Og þá að lokum présturinn — prúðmenni, áhugasamur um að láta gott af sér leiða, elskar starf sitt, sem á niargan hátt er óaðlaðandi og frábærilega þreytandi, en á krossgöt- um leiksins kiknar hann undir dreng- skaparorði sínu, því að hann heldur að fólk þoli yfirleitt ekki, að því sé sagt satt, ef sannleikurinn sé geig- vænlegur. En hvert er fólk þetta að halda? Það er að halda burt frá mannlíf- inu, yfir í ókunnan heim. Það lend ir við hina nýju strönd, jafnskjótt (Frh. á 5. bls.) bjóðræknisþingið 19 2 9 l'undargcrð Tiunda ársþing Þjóðrækntisfélags- ins kom saman 27. febrúar 1929, kl. 10 árdegis i íslenzka Góðtemplara húsinu í Winnipeg: unt 300 manns niættu. Þingið hófst með því að forseti, séra Ragnar E. Kvaran, bauð þing- heimi, samkvæmt viðtekinni venju, að syngja sálm. Risu menn þá úr sætum og var sunginn ' sálmurinn: Faðir andanna, eftir séra Matthias Jochumsson. Að þvt búnu ávarpaði forseti þing ið nteð áheyrilegri ræðu. Var hútt að efni ljóst yfirlit yfir störf félags- Stjórnar á árinu. um afstöðu hennar viðvtkjandi þeim vandantálum er upp komu. og um hag og horfur íél- aðsins yfirleitt. Kvaðst forseti skoða það góðsvita og heill hugsjónum þeim, er félagið ynni fyrir. að því hefði einmitt á liðnu ári aukist til tnuna fylgi og félagatala. Var á- varpinu vel fagnað af þingheimi. Þá lænti forseti á. að næst lægi fyrir að velja nefnd til að ratinsaka kjörgengi fundarntanna. Lagði Arni Eggertsson til og As- geir I. Blöndahl studdi. að forseta sé falið að skipa þessa nefnd. Sam- þykkt. 1 nefndina voru þessir kvaddir: Séra Jónas A. Sigurðsson. Asgeir I. Blöndahl, Þorsteinn J. Gislason. w Nokkrar umræður urðu um starfs svið þessarar nefndar. Skýrði for- seti frá því. að félagsstjórnin hefði skrifað öllum deildum félagsins, og beðið þær, að takmarka sjálfar, í þetta sinn, þann rétt til fulltrúasend- ingar, er þeim væri veittur, sam- kvæmt lögum félagsins. Samkvæmt lögum væri nú hægt að senda full- trúa, einn eða fleiri, nteð atkvæði allra deildarmanna, hvort sem 'þeir æ^ktu þess eða ekki. Reynzla væri fengin fyrir því, að þetta þætti með ‘ öllu óviðunandi. Fyrir þessa sök hefði félagsstjórnin farið þess á leit við deildirnar að þær takmörk- uðu sjálfar þennan rétt, á þann hátt, að fulltrúar færu nteð ákveðna há- markstölu átkvæða, og ekki með önn- ur atkvæði en þau, er þeim væri sér- staklega falin af hlutaðeigandi deild armönnum. Skýrði hann ennfrem- ur frá því að kotnnar væru fregnir frá flestum deildum um, að þær fél! ust á þessa tilhögun. En um Win nipeg deildina “Frón”, væri það að segja, að hún hefði ákveíið að senda enga fulltrúa með umboð. heldur myndu félagsmenn sjálfir yfirleitt sækja þingið og fara með atkvæði sín. Séra Jónas A. Sigurðsson skýrði málið nokkuð frekar og gat þess hvernig undirtektir deildarinnar í Selkirk hefðu verið. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson kvað naumast sanngjarnt, að takmarka réttindi deilda út um sveitir, sem sjaldnast ættu kost á að hafa nema örfáa fulltrúa á þingi, þar sem til dæmis deildin Frón gæti aftur á móti auðveldlega haft alla sína fél- aga þar, ef svo þætti horfa við. Forseti kvað kjörbréfanefndar- starfið í þessu efni ekki koma í bága viö stjórnarskipun félagsins, og bað nefndina að taka til starfa. Fyr en hún hefði lokið verki vært ekki hægt að taka nein mál þings- ins fyrir. En til þess að flýta fundarstörfum nokkuð bað forseti fjármálaritara, að lesa upp fjárhags- (Frh. á 2. síðuj Valtýr Guðmundsson Úr koti þú hófst þig í konungs höll og kostgripi’ og frama þáðir. Þar iukust upp monningar iöndin öll. En langt úti’ í hafi með kilin fjöll bjó söngkonan, Samt er þú þráðir. Og sál þín var hvetjandi sí og æ um sveitanna endurreisn heima: að gera kotið að konungs bæ, og kreppuna rétta frá egg að sæ, og hærra og heiðara dreynia. Af framsóknartindi þú horfðir hátt, er hinir í þokuna störðu. í fjarlægð þér skein sem fuui urn nátt þín fyrsta stjarna í norðurátt og hvílurúm hinst á jörðu. Þú veittir þeim ungu líkn og lið, sem lögðu á brautir nýjar. Þú unnir hverjum þeim ungum sið, sem umbóta krafðist og tókst honum við með útréttar hendur hlýjar. Þú vaktir styr — sú styrjöld þér varð stríð meir en sigur-gleði. En landið þú vaktir — og vel þá fer ef vegurinn legst þar sem hentast er, þótt allt verði’ ei eftir geði. Oss íslenzkum — flestum — er það tamt að áfella meir en þakka. Og þröngsýn tortrygðin skimar svo skamt að skilningnum verður til flestra gramt, sem heima á þúfunni’ ei hjakka. Þú sást yfir þokupall — horfðir hátt og hlóðst á tindinum vörðu. — í firðinni ljómar landið blátt og lýsir sem stjama í norðurátt og verður oss vorið á jörðu. Oft íslandi fjarri, hjarta-hlýr þess helgasti söngur ómar. Þótt heimdraganum sé hleypt, og nýr « sé heimurinn, þar sem sonurinn býr, í dagfari’ hans dýrð þess ijómar. Þú íslands varst mætur mögur sá, sem menning og sóma þess vildir. Þú gafst því anda þinn, afl og þrá, og einhverntíma mun framtíð sjá hve vel þú þess vandamál skildir. Þú vormaður íslands, andi frjáls, eig allra vor þökk, sem dveljum í fjarlægð við lands vors hlíð og háls— vort hjarta er neisti þess lifandi báls, þótt útlöndum æfina seljum. Til íslands, með þér, vil ég horfa hátt þótt hlaði ég þar enga vörðu, og hverfa í þann eilífa æskumátt sem óskanna bergmálar hörpuslátt, og hvíla þar hinst í jörðu. ' Þ. Þ. Þ. 8 K 8 iocoooososoeðcoðoeooccccoccoðoooecosisosoecoiscoeeoeooee

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.