Heimskringla - 03.04.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.04.1929, Blaðsíða 4
i BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. APRÍL, 1929 Heiinakringla (Stofnnn 188«) Krmor mt 1 ktrerjnm mlOTlkoirlt. EIGENDUK: VIKING PRESS, LTD. 883 <>K 888 SAKGENT AVE , WIN .VIPEG TAUSIMI: 8« 837 V«rB blaíslns er »3.00 árgangurlnn borg- ist fyrlrfram. Allar borgnnir sendist THE VIKING PRESS 1/TD. SIGEÚ8 HALLDÓRS frá Höfnum Rltstjórl. UtnnAokrilt tll blntlnlno: THB VIKIVG PIIESS, I,td., noi 3108 Utanflskrlft |I1 rltstJflraWM GDITOÍI HEIMSKRlJVGUA, Boi 3108 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlngla is publisbed by Th« Vlklng I'rens I,ld. and printed by CITV PRINTINI, A PUBI.ISHHVG CO. 888-885 Sorgeni Ave.. Wlnnlpeg, Mnn. Telephnne: .86 63 7 WINNIPEG, 3. APRÍL, 1929 Dr. Beck, Laxness, og menningin í síðasta tölublaði vannst mér aðeins tími og rúm til þess að svara óhróðursá- burðinum í garð Heimskringlu (að hún væri að “rógbera” Bandaríkin) í tilefni af þar var farinn nokkuð að víkja frá þeirri skoðun, að Ameríka væri hið fyrirheitna land; hæli allra kúgaðra og öllum löndum fremur griðastaður persónulegs frelsis. Upton Sinclair vann sér þetta álit í Evrópu fyrir skáldsnilli sína. En dr. Beck telur honum “að dómi hinna fær- ustu gagnrýnenda,” ýmsa ameríska skáld sagnahöfunda fremri, ‘‘frá bókmenta- legu sjónarmiði.” Og telur svo nokkra fram: Tarkington, Dreiser, Cabell, Edith Wharton, Sinclair Lewis, Wilia Cather, Hergesheimer og Zona Gale. Þessi sam- jöfnuður er broslegur, svo vægt sé að orði komist. Cabell er hnignunarskáld, viðbjóðslega “decadent.” Eða heldur dr. Beck, að margir Vestur-íslendingar lesi til dæmis bók eins og ‘‘Jurgen" með velþóknun? Því ekki að nefna Heming way í sömu andránni? Dreiser er bik- svaitur bölsýnismaður og sé Lewis það ekki líka, þá notar hann sannarlega hina stórkostlegu ritsniild, er hann á yfir að ráða, sem miskunnarlausa böðulssvipu á samlanda sína, frá iægstu stéttum til hinna æðstu, svo að engu líkist er áður hefir verið ritað í amerískri skáldsagna- gerð. Upton Sinciair er strangur; hann agar landa sína. Sinclair Lewis er grimmur; hann flær þá lifandi. Upton Sinclair er einmitt elskaður og virtur af miljónum manna í Evrópu af því að hann beinir mönnum veg til “hærri hæða.’’ Sin ciair Lewis skilur þá miklu fremur eftir í rústunum. — greinarstúf Halldórs Kiljan Laxness um Upton Sinclair á 50. afmælisdegi hans. Ekkert af því svari átti við grein dr. Richards Beck “Laxness og Bandaríkin,’ er nýlega birtist í Lögbergi. En ég gat þess að mig langaði til þess að gera at- hugasemdir við þá grein, og ber það til, að hún er af ýmsum álitin styrkjandi fyrir þá, er þann málstaðinn tóku, er andmælt var í síðasta blaði, og þá einnig hitt, að hún er málsvörn fyrir , stefnu þeirra strauma, er ég gat um síðast að Heims- kringlu þætti ískyggilegastir í þjóðlífi Bandaríkjamanna, og þannig rituð, að ekki er ósennilegt, að ýmsir munu telja hana sönnun þess að þeir séu annaðhvort ekki til, eða að þeirra gæti sama sem ekkert. Þetta eru einu ástæðurnar, en ekki því til að dreifa, að ég sé að halda skildi fyrir H. K. L. Mér virðist hann sæimilega hólmgöngufær án minnar að- stoðar. • * * * * Mergurinn á máli dr. Beck er 1) neitun á jafngildi Upton Sinclairs við ýmsa aðra samtíðarhöfunda í Banda- ríkjunum, meðal annars ‘‘frá bókmenta- legu sjónarmiði;” 2) hneykslun hans á þeirri skoðun H. K. L., að almenningur í Bandaríkjunum skorti tilfinnanlega skiln ing á þjóðfélagsmálum, en sú skoðun er dregin saman í þessa málsgrein: “Það er inkum til marks um mentunarleysið í Ameríku, hve grandgæfilega fólki er varnað, að afla sér nokkurra upplýsinga um þjóðfélagsmál. 1 þeim efnum er hver 100 pro cent Ameríkumaður hrein- asti bjálfi;” 3) sú skoðun er kemur í ljós í lok greinar dr. Beck, að H. K. L. megi eiginlega ekki láta þessa skoðun í ljós, a. m. k. ekki nteð annari þjóð. (Sbr. dónr G. T. A., að Heimskringla megi ekki láta í ljós sjálfstæða skoðun á stjórn málum eða stefnum í Bandaríkjunum). Mig langar til þess að athuga þessi at- riði, hvert fyrir sig, og þá um leið jafnan hógværlega eins og dr. Beck ritar vörn sína, þótt ég að vísu komist ekki hjá því, að láta í Ijgs furðu mína á því, hve inn- viðarýr sú vörn er, svo að manni hlýtur að finnast hún fremur af vilja en mætti gerð, eins og stundum vill verða, er m&nn bregðast undir bagga með góðkunningj- um sínum fyrir bænastað þeirra. * * * Um fyrsta atriðið er þá það að segja, að það stendur óhaggað, er H. K. L. hefir sagt, að Upton Sinclair er lang- frægasti rithöfundur sinna samtíðar- manna í Bandaríkjunum, ef grennslast er eftir áliti Evrópumanna. Og það er algerður misskilningur hjá dr. Beck, en fyrirgefanlegur sökum ókunnugleika, að halda að það stafi af því, að hann “lýsi Ameríku og amerísku þjóðlífi eins og mörgum Evrópumönnum lætur bezt í eyrum,” en þetta ber auðvitað að skilja svo að þeim sé mörgum kærara að heyra skuggahliðinni lýst. Kann að vera að einhver sannleiksneisti feiist í þessari staðhæfingu nú, eftir ófriðinn mikla, en Sinclair var búinn að skapa sér þetta á- lit í Evrópu löngu áður en almenningur Um hina höfundana, er dr. Beck nefnir til er tæplega ómaksins vert að eyða orðum í sambandi við Sinclair. Hvað á dr. Beck annars við með ‘‘bók- mentalegu.sjónarmiði?’’ Væntanlega er í því falin krafa um uppbyggingu og frá- sagnarsnilld. Hvorugt hafa þessir höf- undar að nokkru leyti til jafns við Sin- ?lair. Þeir eru á engan hátt sérlega uppbyggilegir, né afburða ‘‘stílistar,” þótt margir séu góðir, og eiga sér jafn- ingja í Evrópu svo hundruðum skiftir, sem óðar eru gleymdir er dauðinn kall ar, ef ekki þegar síðasta bók þeirra er lesin. Hvar er í bókum þeirra um nokkuð líka frásagnarsnilld að ræða — og þar yrði þeim þó heldur til jafnað, ef nokkur leið væri — og til dæmis í ‘‘The Jungle,” eftir Sinclair? Eg man varla eftir að nokkur bók hafi gripið mig lík- um heljartökum skelfingarinnar nema kannske ein eða tvær af sögum Dosto jevsky. Eg gat ekki slitið mig frá þeirri martröð. Og ég er þó ekki kvelli- sjúkur skáldsöguiesandi. Annars eru ýms ummæli dr. Beck um Sinclair svo barnaleg, að alveg geng- ur fram af manni; til dæmis: ‘‘Lærdóms- kona ein gagnkunnug sagði mér að líf og mannlýsingar Sinclairs væri fjarri því að vera sannar.” Ólýginn sagði mér! Eða þá þessi: ‘‘Eg álít Sinclair meira að segja, að sumu leyti eftirtektaverðan rithöfund,.....” Maður skyldi halda að Sinclair snáðinn væri að byrja að feta sig áfram á listabrautinni undir föður legri handleiðslu dr. Beck. En það er svo skrítið, að það er nokkuð síðan að George gamli Brandes, auk annara ekki óþekktra gagnrýnenda, þóttist hafa upp götvað að Sinclair væri langmerkasti höf undur í Bandaríkjunum. Svo dr. Beck er ekki alveg einn um það, að einhver skáldgáfa er þarna á ferðinni, þótt auð- vitað sé hann miklu varkárari en gopinn hann Brandes. _ Um önnur ritstörf Upton Sincjair, sem eru þó engu ómerkari en skáldsagna gerð hans, hirði ég ekki að rita að þessu sinni. En H. K. L. og aðrir ritskyggn- ustu menn sörnu skoðunar, fara áreið- anlega hvergi villt um það, að Sinclair er langsamlega atkvæðamestur rithöf- undur amerfskur, sem nú er uppi, og svo ægilegur öllu því, er til auðvaldskúgunar má teljast í landi hans, að lítill ’vafi leikur á því í hugum fjöimargra að hann væri fyrir löngu ekki aðeins tjargaður og fiðraður, heldur fangelsaður um óra- eða æfilangan tíma, ef ekki drepinn, ef hann hefði ekki í augum heimsins fyrir löngu unnið sér nokkuð svipaða afstöðu að sumu leyti gagnvart auðvaldskúguninni og Tolstoy naut gagnvart zarveldinu á Rússlandi. * * * Á öðru atriðinu, er nefnt var hér að framan tekur dr. Beck auðvitað miklu harðast; þessu tvennu, er í því atriði felst: að fólki í Ameríku sé varnað að afla sér upplýsinga um þjóðfélagsmál, og að í þeim efnum sé hver 100% Ameríkumaður hreinasti bjálfi. Eg skal leyfa mér að athuga þessa tvo liði atriðisins hvorn um sig. Það kann að vera, ef menn vilja bíta sig fast í bókstafinn, að Ameríkumönnum sé ekki beinlínis varnað að leita sér upp- lýsinga um þjóðfélagsmál. En í reynd • inni er þetta sanni næst. Mótbárur dr. Beck virðast mér einkennilega veiga- litlar og grunnhugsaðar af mennta- manni. Hann tínir til nokkur nöfn frjálslyndra rithöfunda og tímarita, til dæmis Villard, Norman Thomas, Scott Nearing og “Nation,” ‘‘The New Repub- ^ic,” “The American Mercury,” ‘‘For- um,” ‘‘Harper’s” og fáein önnur. Kveður þessi tímarit “útbreidd mjög, í hverju mentaskóla og háskólasafni um allt land. Og yfirleitt myndi alþýða manna fá þá hugmynd af máli hans, að þessi tímarit lesi mjög milyll hluti þjóðarinnar og verði fyrir miklum áhrifum af þeim og rithöfundum þeim, er til væru nefnd- ir. Þetta er auðvitað hin mesta. fjar stæða. Auðvaldsblöðin, en það er að segja má undantekningarlaust .öll þau blöð, er svo eru útbreidd, að nokkru muni, kenna lesendum sínum vandlega að forðast menn eins og Norman Thomas og Scott Nearing, sem heitann eldinn, hundelta þá, að segja má borg úr borg og sveit úr sveit. Og það eru ekki fáir æðri mentaskólar í Bandaríkjunum, er hafa neitað, a. m. k. Scott Nearing, ein- hverjum ágætasta gáfumanni og mann- vini þjóðarinnar um málfrelsi, innan sinna vébanda, þótt margir nemendur vildu hlusta á hann. Þótt 2—3 eða jafnvel tíu slíkir menn séu uppi, þá getur þeirra lítið innan um 120,000,000 manns, sökum hinnar ægilegu fylgisöflunar gegn þeim, og þeim mismunandi frjálslyndum stefnum er þeir fylgja, en gegn þeim stefn um hafa stórblöðin sérstakl. síðan á ó- friðarárunum barist með lieljarafli brjál- æðishræðslunnar, er svo hefir smitað nær gjörvalla alþýðu sem sjá má af því til dænris, að Norman Thomas fékk aðeins urn 250,000 atkvæði við forsetakosning- arnar síðustu. Má af því sjá hver áhrif það hefir á rnóts við auðvaldsblöðin, þótt, þessir menn fái fáeina verkamenn og enn færri frjálslynda menntamenn til þess að’ hlusta á sig í einhverju hæli hér og þar í borgum Bandaríkjanna. Og þá tímaritin. Fyrst er það að telja að þar grautar dr. Beck ólíku sam- an. Tímaritin "Nation,” ‘‘The Nevv Republic” og “American Mercury” til dæmis, eru lang mest mótuð af skoðun- um ritstjóra sinna, en af þeim fást aðeins hin tvö fyrstnefndu við stjórnmál svo nokkru nemi. “Forum” og “Harper’s” flytja margar mjög “frjálslyndar” ritgerð ir og eru að ýmsu leytí meðal beztu tíma rita víðsvegar sinnar tegundar. En það er afarfjarri nokkrum sanni, að þau og nokkur önnur tímarit er dr. Beck til- nefnir, berjist fyrir nokkurri ákveðinni, eða skipulagðri umbótastefnu. Þau stofna að vísu til “debates” um hin og önnur mannfélagsmál, — sum oft, önnur sjaldnar, — en lesandinn færí tiltölulega sjaldan nokkra ákveðna bendingu á færa leið úr þeim ógöngum er þar eru á döf- inni; sér aðeins mótmælt í öðru orðinu því sem fullyrt er í hinu fyrra, og saknar algerlega þeirrar handleiðslu, sem hver ritstjóri, er skyldugur að inna af hendi, er berst að einhverju ákveðnu mark- miði. Ritstjórarnir eru yfirleitt vand- lega “varkárir” og litlausir, svo ekki sé frekar fullyrt. Enda er aðal markmið- ið það, að bera hæfilega munntamt undir stöðufóður á borð fyrir þá lesendur, sem auðvitað eru margir í Bandaríkjunum, þótt hlutfallstalan sé lág, er upp i'ir því eru vaxnlr, að bjóða andlegum meltingar færum sínum jafn hund ómerkilegan ó- hroða og “Saturday Evening Post” og öilum aragrúanum af jafn ómerkilegum og enn lélegri “tímaritupi” sem út eru gefin. En látum nú vera, að svo vönduð tímarit sem Harper’s og Forum berjist ekki að neinu ákveðnu marki. Margt gæti almenningur af þeim lært, ef hann læsi þau. En hver mun vera útbreiðsla þessara tímarita, og þá hinna, er eiga sér ákveðna umbótastefnu ? Eg skal játa, að ég veit það ekki. “The Nation,” lík- lega eitthvert allra bezta vikublað í ver- öldinni mun hafa um 60,000 kaupendur, meðal þjóðar er telur 120,000,000! Og mun talið þar með það sem selst til enskulesandi manna víðsvegar um heim. Og þó mun blaðið hafa nær tvö faidað áskrifendafjölda sinn ný- lega, er vinir þess beittu öllu afli sínu því til kaupfylgis í til- efni af tíu ára ritstjórnarafmæli ritstjórans, Oswald Garrison Villard. Um hin tímaritin veit ég ekki gerla. En ósennilegt þykir mér í mesta lagi að þau séu útbreiddari en lang ítarleg- asta og smellnast ritaða frétta blaðs í Bándaríkjunum, en það j mun hafa rúmlega 200,000 i kaupendur. Þegar litið er til þess, að fjöldi manna kaupir j sömu tímaritin þessarar tegund j ar, þá mun tæplega að vænta,_| að þau berist mikið meira en ! 1—2,000,000 kaupendum, eða til i 0.83—1.75% þjóðarinnar. Þessu kann að skakka of urlítið. Og svo verður líka að j taka tillit til útbreiðslu þeirra á bókasöfnum menntaskóla og hins opinbera. Þó eru ekki all fá'dæmi þess, að “The Nation” og “The New Republic,” hafa verið gerð útlæg af mennta- skólabókasöfnum, af því að þau væru “siðspillandi”!!! Hverjir og hve margir lesa þessi rit á söfnunum, er engin hægðar- leikur að fullvissa sig um. En ég er sannfærður um, að Dr. Beck er algert ofurefli, að færa nokkrar verulegar líkur til þess, að meira en tiltölulega örlítill hluti þjóðarinnar geri sér nokk urn mat úr þessum ritum. Sama máli, nema því sem tekur miklu nær, gegnir auðvitað um þann fjölda meir eða minna vísinda- legra þjóðfélagsrita, sem til eru á bókasöfnum Bandaríkj- anna. Og þótt þjóðfélagsfræði sé kennd við mennta- og há- skóla þar, þá er það víðast mest að nafninu til, að undanteknum allra beztu háskólunum; kennslan mjög einhliða, enda ekki fá dæmi, að ágætustu þjóðfélagsfræðingar, eins og Meiklejohn og Scott Nearing séu reknir frá æðri skólunum fyrir skoðanir sínar og kenn- ingar.— — Hinn liður 2. atriðisins kann mörgum að leggjast jafn þungt á hjarta og dr. Beck. Þó er það vitanlegt, að hreinræktað ur “booster,” er undantekning- arlaust frekar dómgreindarlítil skepna, hvort sem hann er kall aður “100%” í Ameríku, eða “Jingo” á Englandi. Hann at- ast mannýgur í sama mold^r- barðinu, frá vöggu til grafar; finnur að vísu óljóst til þeirra storfiia og strauma, í þjóðfél- aginu, er um hann leika, en ber alls ekkert skyn á þá. Veit varla hvort þar kennir frosts eða funa; enn síður hver raun veruleg áhrif þeir hafa á líðan hans, og allra sízt hvaðan þeir eru runnir, né hvert þeir stefna. Eg gat þess um daginn að mér þætti margt ískyggilega stefna í viðburðarás Bandaríkj- anna, margar ægilegar hring- iður og háskalegir sogstraum- ar. Hættan liggur ekki í því að þeir myndist, því einhvers öfug- streymis kennir einhversstaðar í farvegi allra þjóða, heldur í skynleysi og ráðaleysi blind- aðs almennings, að átta sig á því hver háski af þeim stend- ur, svo að ekki fari á þá leið, að þjóðin lendi í þeim, lamist eða týnist. Tilvera eða mynd- un hættunnar er ekki einstök í Bandaríkjunum. En afar sterkar líkur eru fyrir því, svo að tæpast verður með nokkru móti mótmælt, að almenningur er þar orðinn sljórri fyrir þeim, eða hefir ef til vill all lengi ver- ið, en nokkursstaðar annars staðar meðal vestrænna menn ingarþjóða. Þetta er nóg efni f stóra bók, eða margar bækur, ef vill, en ég læt mér nægja að grípa þrjú dæmi, alveg ný af nálinni, til þess að færa líkur að þessu áliti mínu.— \\W\ - D0DD5 ^ KIDNEY I? PILLS H I fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurlðenndlu meðujl, vilð bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. leans, gefið út af hvítum mönn um, og talið áreiðanlegt, herm ir í ritstjórnargrein 31. des. 1928 frá hroða-atburði, og f sem stytztu máli á þessa leið: "Ncws-Star í Monroe segir frá ó- venjuleg'a hryllilegum atburði, er gerðist í Jackson prestakalli, á jóla- claginn, aö tvær negrakonur voru skotnar til bana og hin þriSja særS, ef til vill til dauSs, og voru þaS hvítir menn, er skutu.” Orsök þessa ódæðis var deila, er reis út af hundi, er plantekrueigandi átti, og hafði lápað hvítum nábúa sínum; en leiguliði hundseigandans, negri, átti að sækja, samkvæmt skip- an lánardrottins síns. Blaðið States heldur svo áfram: "LeiguliSi reyndi aS reka erindi' húsmóSur sinnar, en mennirnir, er hundinn höfSu aS láni vildu ekki sleppa honum. Rétt á eftir fór flokkur hvitra manna, ásamt þeim ei hundinn höfSu fengiö aS láni til híbýla leiguliSans, sumir undir á- hrifum víns og fundu ekkí leigulið- ann heima, heldur konu hans, fjór- ar dætur og barnabarn. Þeir sögSu negrakonunum aS þeir ætluSu sér aS halda hundinum. OrS jókst af orSi, unz gestirnir skipuSu konunum aS fylkja sér í röS, því þeir ætluSu aö drepa þær. Konurnar héldu aS mennirnir væru aö spauga og reyndu ekki aS foröa sér. Þá hóf einn eöa fleiri af hvítu mönn- ununr skothríö; drap 15 ára gamla stúlku; aöra tvítuga, meö ungbarn á örmum sér; særSu þriöju dóttur- ina banvænu sári ... og skutu nróS ur þeirra í öxlina.” Þetta þarf engrar frekari skýringar við, en rétt er að geta þess, að blaðið fer afar hörðum orðum um þetta ó- dæði. Annað dæmi, er ummæli margra amerískra stórblaða, í tilefni af morðslátruninni, er átti sér stað í Chicago 14. febr. í vetur. Eg tilfæri aðeins upp- hafið á ummælum “Literary Digest,” og þær tilvitnanir þess í önnur Bandaríkjablöð, er helzt renna sem rök undir ályktun mína. "L. D.” kemst svo að orði 2. marz: Blaðið “States” í New Or- “HiS ókvalráöa morö sjö manna í Chicago um hábjartan dag, senni- lega framiö af keppinautum þeirra | i vínsmyglun, er óvægileg skírskotun ti', samvizku amerísku þjóöarinnar um viögang þess ástands, sem, eins og ritstjóri einn í austurríkjunum einn kemst aö orSi, “er að grafa sjáihfan grundvöllinn undan þjóS- félagsskipun vorri, og fyrirbúa þaS regindjúp, er menning vor getur auSveldlega hrasaö i.” Því blaöiS "Globe” í Boston álítur, aS þetta blóöbaö væri ekki jafn óumræSilega hryllilegt og songlegt “'ef ekki væru nuirgar ástæður til þcss að hyggja, I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.