Heimskringla - 03.04.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 03.04.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 3. APRÍL, 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA að Bandarikin öll vœru að þokast í fótspor Chicago’’ meö þessi ofbeldis- fullu lag-abrot. “Þessi hryllilegi viöburður í Chicago, er ekki óhugs- andi í öörum borgum. Hann er ekki óhugsandi í Philadelphíu,” segir i blaöinu “Record” i Philadelphíu, sem bendir á aö hann sé “eöiileg afleiöing af glæpsamlegu sambandi milli glæpa' manna og umsjónarmanna laganna.” ....“Þetta glæpsamlega blóðbað er, sem betur fer, sérstætt fyrir Chicago, en ástandið, sem veldur þvi er þaö þvi miður ekki” segir blaöið “Union” i Springfield, (Mass.) sem bætir svo við: “Þetta nýafstaðna morð sjö manna þarna á rætur sínar i ástandi, seni þvi miður á sinn líka i því nær hverri borg í landinu. samband póli- tíkur og glæpa. Chicago er ekki ein um þetta vandamál. Sama vanda málið er fyrir hendi í Néw York, Boston. Detroit, St. Leiwis, Kansas City, i sérhverri borg í landinu þar sem um er að ræða álíka markað íyrir sölu áfengra drykkja.” ........ Blaðið “Daily Newis’’ i Chicago bæt- ir þessu við: “Það þýðir ekkert fyrir lögregluna að afsaka sig með getu- leysi. Þz'í það cr á allra inturði, að þcssi smán cr sönn — að ckki allfáir lagaverðir og réttar, cru launaðir af glccþaiðjnliöldum, sctn cinnig cru varðir og vcrndaðir af sérstakri teg- und stjórnmálamanna, scm ýmist gcgna oþinberum störfum eða ckki ” Blaðið Tribune í Chicago segir ennfremur: Hér er komið í hágöngudepil þess ástands, að stjórn málamcnn (þoliticians) bcita fyrir sig gltrþamönnum, og glœpamenn stjórnmáldmönnuni. Þessi gagn- skifti þjónustu og ágóða hafa fætt af sér tvíburana þólitík og glæþ- semi. ” Þriðja dæmið er tekið úr “The Nation,’' 27. febr. 1929, og er þar hermt svo frá: “ “Nú er ég upplagður til þess að taka almennilega til hendi,” er hermi að W. J. Lyster, liðsforingi í einka- lögregluliði "The Pittsburg Coal Co. hafi sagt að kveldi hins 9. febrúar. Þetta átti sér stað á lögreglustöð kola- og járn-lögreglunnar að Ini- perial, í Pennsylvaníu, og var ný- komið mdð námumann, að nafni John Barkoski, inn á stöðina, og var hann kærður um að hafa hnífstungið einkalögreglumann, er hafði ráðist drukkinn inn í hús hans. Námu- maðurinn er hafði verið barinn til óbóta, lá á 'gólfinu. Samkvæmt vitnisburði áhorfanda afklæddist Lyster liðsforingi að beltisstað, gekk að kolakassanum og greip eldskörung. Hann barði Barkoski um höfuðið, unz eldskörungurinn var kengbogn- aður; þá tók hann hvíld, rétti skör- unginn og hóf aftur barsmiðina. Þegar námumaðurinn var orðinn með vitundarlaus, er fullyrt, að Lyster liðsforingi og H. P. Watts, óbreytt- ur járn- og kola-lögreglumaður, hafi hoppað á líkama hins meðvit- undarlausa manns. Námumaðurinn dó að niorjni, og þegar líkið var flutt heim til konu hans og fjögra barna, voru hendur lians svo bólgn-1 ar af því að bera af sér höggin, að þær voru helmingi stærri en eðlilegt var; hann var nefbrottnn; hvert ein- asta rifbein bifotið, og höfðu brotin víða stungist inn í lungun. Lyster, Watts og þriðji maður eru í fang- elsi, ákærðir fyrir morð, og öll Vestur-Pennsylvarjía í uppnámli .” Síðan hefir sannast, að Bar- koski ætlaði að skilja leigjenda sinn og tvo drukkna einkalög- reglumenn, er lent höfðu í á- flogum, og engar líkur fyrir því, að hann hafi beitt hníf. Ennfremur að fleiri lögreglu- menn voru á stöðinni, er bar- smíðin fór fram, og sátu kyrrir, þótt heyra mætti smellina er rifin brustu, er Lyster hoppaði DYERS & CLKANERS CO„ LTD. I > grjöra þurkhreinsun samdægurs Bæta ogr gjöra vií5 ! Sfmi 37061 WinnlpeKr, Man. BEZTU MATREIÐSLUKONUR f WINNIPEG NOTA NÚ Ekkert kaffi er bragðbetra en BLUE RIBBON f rauðri könnu með opnara. FURBY TAXI 50c 75c $1.00 Phone 37201 ALL PLAIN CARS 501 FURBY STREET Gerir bökunina auðvelda Bökunardagurinn er nú skemtidagur. Með Robinhood hveitimjöli er hægðar. leikur að gera góð brauð, kökur og aldina brauð (pies). RobínHood FIiOUR POSITIVE “MONEY BACK” G UARANTEE IN EVERY BAG á meðvitundarlausum líkaman um; að læknir, er kallaður var, meðan svo miltið líf var í Bar- koski, að hann gat hangið á stól, (að vísu löðrandi í blóði) horfði á nokkuð af barsmíð- inni án þess að gera tilraun til þess að ganga á milli, meðan Lyster var að reyna að fá á- kærða til að meðganga það, er hann hafði aldrei framið, og að þegar Barkoski, er var að reyna að brölta undan höggunum, féll eða hneig á fætur lögreglu- manns, er sat þarna inni við að skrifa dagskýrslu sína, þá sparkaði lögreglumaðurinn hon um frá sér með orðum eitthvað á þessa leið: ‘‘Farðu þarna, þú gerir skóna rnína alla blóð- uga.”------ Hverja ályktun má þá draga af þessum dænium? Þessa: Þessi hryllilegu morð eiga ekki íætur í sama jarðvegi og venju leg morð. Þau eiga að öllum líkindum, (a. m. k. hið 1. og 3.) ekkert skylt við morðið, er þeir Leopold og Loeb frömdu. Slík morð eiga rót sína í sýktu eða rangsnúnu eðlis'fari fremjand- ans. En eðlisvilla eða sýki ein- staklingsins liggur ekki hér til grundvallar, heldur öfug- streymi þjóðlífsins, og skilnings skortur almennings á því, er elur með sér og af sér þá áhuga- deyfð er líður svo að segja að- gerðalaust það hatur og fyrir litningu hvíta mannsins á negr anum, fyrirlitningu lögreglu- mannsins á útlenda námumann inum, er leiðir til þessara djöful lega ókvalráðu morða í Louis- iana og Pennsylvaníu,—að mað ur ekki tali um það sinnuleysi og áhugadeyfð almennings, er leiðir til þeirrar gerspillingar er elur af sér Chicagomorðin. Morð, senvþað er þeir Leopold og Loeb frömdu, eru altíð um allan heim, en þessi morð, er hér hafa verið nefnd, gætu tæp lega, eða raunar alls ekki hugs- ast meðal nokkurrar vestrænn ar menningarþjóðar, er þing- bundu stjórnskipulagi lýtur, utan Bandaríkjanna. Eða myndi dr. Beck treysta sér að færa rök að því? En þetta, staf ar ekki af því að Bandaríkja- menn séu að eðlisfari vitund ver innrættir en aðrir mennj. Að Pennsylvaníumorðinu stend ur miklu fremur auðvaldið og ríkisstjórinn í Penns., en Lyster og fél. hans, þótt þeir verði að borga brúsann, máske með líf- inu. — Það stafar, eins og áður er sagt, af öfugstreymi þjóðlífs-* ins, af vanþroska almennings, vanþekkingu og skilningsleysi á þjóðfélagsmálum, enda er kunnugra, en frá þurfi að segja, að sumir helztu uppeldis fræðingar syðra fullyrða, að jafnvel um 75% af þjóðinni, sé þar ekki betur staddur en sæmi lega þroskaður tólf ára gamall drengur. Þetta stefnir til voða, og beztu menn þjóðarinnar sjá, að það þarf að vekja hana til skilnings á því. En það verða aldrei “100% boosterarnir,’’ sem það gera, því þeir eru einr mitt mennirnir, sem mest eiga eftir að læra. Það læknar eng- inn krabbamein í öðrum með því að klappa á öxlina á hon- um, og segja að allt gangi prýðilega; þetta sé bara dálítil kvefpest, sem langbezt sé að láta hafa sinn gang, en þá heimilismenn sína og gesti sína, er fullyrði, að hér sé að ræða um illkynjaða meinsemd, og ráðleggi honum að láta skera til hennar, skuli hann láta tjarga og fiðra, gera heimilis- ræka og tugthúsa fyrir sam- særi, og þá helzt læknirinn með. Efnahagurinn sé ágæt- ur og búið í blóma, og hvað þurfi þá að sýta. — Því það er öllu vissara, þrátt fyrir sam- eiginlega grundvallarskoðun sumra jafnaðarmanna og' auð- valdssinna, að öll menning sé einungis fjárhagsatriði,að mað urinn lifir ekki á einu saman brauði, og véltaaknasta og jafn auðugasta þjóð í veröldinni getur engu síður ratað í menn ingarlegan voða, nema jafnvel fremur sé, en hinar, er við meira harðbýli verða að lifa. Engum heilvita manni dett- ur í hug að neita því í alvöru. að í Ameríku séu margir há- mentaðir menn, ágætir vísinda menn og ritsnillingar. En það dylst ekki sæmílega fróðum mönnum um þau efni, að áhrif þeira ná hlutfallslega skemmra niður í þjóðfélagsjarðveginn, en í nálega nokkru öðru landi, svo að full ástæða er til ótta. Eða er það til dæmis ekki ægilegur áfellisdómur á pólitískan van- þroska almennings, að alkunn- ugt er, að mikill fjöldi manna frá einmitt sannmentuðustu stéttunum, kveðast ekki, ef spurðir eru, vilja taka neinn raunverulegan þátt í pólitík landsins, af því að það sé ómögu legt, nema að “útverka sig á henni.” Og er þá helzt ástæðan til þess að æpa að þeim mönnum, er hafa áttað sig á öfugstreym inu, og einmitt af kærleika til þjóðar sinnar eru að reyna að beina henni á rétta braut, eða að þeim mönnurn, annara þjóða, er af sömu ástæðum vilja benda sinni eigin þjóð á ógnhættu þessa öfugstreymis og það, hver sæng minni þjóð um geti snögglega orðið búin ef véltækni á að koma í stað mannkosta, kærleika og hóg værðar. (Sbr. Rev. Björn Jó- hannsson í síðustu Hkr.). Og þá er ég kominn að 3. og síðasta atriðinu. Það er dálítið broslegt, að sjá hneyksl un dr. Becks á niðurstöðum og lýsingum Laxness, í sömu and- ránni og doktorinn er að telja fram Oswald Garrison Villard, Scott Nearing o. fl., sem ágæt- ustu umbótamenn þjóðarinnar. Því niðurstöður Laxness eru þeirra niðurstöður. Segi hann ósatt frá, þá gera þeir það líka. Og því þá að skrifa svona virðu lega um þá? Ekki verður þetta síður broslegt, er menn bera saman lýsingar Laxness og lýs ingar H. L. Mencken, er bæði heima og erlendis er viður- kenndur einhver allra snjall- asti og áhrifamesti rithöfund- ur í Bandaríkjunum. Ef Lax- ness notar svipur þá notar Mencken að minnsta kosti skorpíóna, og þá ekki smáa. Nema dr. Beck vilji skýla sér á bak við þann aðdáanlega varn- argarð er lir. G. T. A. hlóð um daginn, að einungis Bandaríkja menn megi skrifa um Banda- ríkjamenn, Islendingar um ís- lendinga, Englendingar um Englendinga, o. s. frv. En það er skjóllítill varnargarður, eins og bent hefir verið á. Eða því taka þeir þá ekki í lurginn á Mencken, til dæmis, er hann húðskammar Evrópumenn? Nóga galla má á þeim finna og menningu þeirra. En þeir eru þó það siðmenntaðir, að þeir kunna að meta það sem raunverulega er vel gert, eins í Ameríku sem annarsstaðar. “Á Útleið” (Frh. frá 1. síðuj. * og þaö hefir áttaö sig á, aö þaö er ekki lengur á lífi meöal jaröneskra manna. Því gengur tiltölulega fljótt aÖ átta sig á þessu, vegna þess aö í fylgdinni eru ung hjón, sem standa eins og á milli tveggja heima —hafa ætlaö að fyrirfara sér, en erú enn meðvitundarlaus frá mannlegu sjónarmiöi. Þessi staða “villing- anna,” milli heims og helju, veröur til þess aö ungi maöurinn, sem táliö hefir, þegar til kemur, níbist vald á, áttar sig á ástandinu. Tveir menn koma ’enn til sögunn- ar, sem báðir hafa fyrir löngu flutzt búferlum. Annar er þjónninn, Scrubby, sem upphaflega hafði verið "villingur” og stendur því enn í ílutningum milli heimanna, unz hann hefir til fullnustu* samlagaö sig eöli hins nýja lífs. Honum hefir verið veitt náö gleymskunnar, og hann lif- ii nú í dularfullu og fögru samfélagi \-ið loft og sjó og jörö, frekar en i samfélagi Viö menn. Hinn er “rann sóknardómarinn,” sem allir hafa kviðið fyrir að þurfa að standa and spænis, en reynist svo ólíkur því, sem búist var viö. Er það ef til vill eitt viturlegasta bragö höfundar- ins, hvernig hann gengur frá þeirri persónu. Yfir hugmyndum mann- kynsins um annað Ííf hefir “hvílt skugginn af hræðslunni við “dóm” i líkingu kaldra jaröneskra laga. Hér verður dómurinn ekkert annað en ó- frávíkjanleg náttúrleg afleiðing þess, hvar vér erum stödd á andlegri þroskabraut vorri. Og þaö er vel RQYAL YEAST CAKES GERIR AFBRAGÐ HEIMATIL- BÚIÐ BRAUÐ Og þessvegna dást þeir að Mencken. Ekki af því að minni öfga kennir í framsetningn hans, en t. d. Laxness. Síður en svo. En þeir skilja að hann, eins og hver maður á heimt- ingu á að njóta skoðanafrelsis og láta í ljós meiningu sína; að hann gerir það af snilld, og að þeir mega eins vel taka til greina það sem hann sér gleggst; engu síður þótt hann sé fæddur í Ameríku, heldur en ef hann væri í heiminn borinn á sjálfum miðdepli Evrópu, ná- kvæmlega útreiknað með loga- ritmum og öðrum stærðfræðileg um hundakúnstum. Winnipeg, 30. marz 1929 (Sigfús Halldórs frá Höfnum. til fundið, að láta farþegana heyra þann sannleika af vörum hins alþýð lega og hversdagslega séra Frank Thomsons. Kér verður ekki ánægju væntan- legra áhorfenda spilt með því a& segja þeirn leikslok, en hitt veröur fullyrt, aö hafi nokkur leikur, sem Islendingar í Winnipeg hafa sýnt undanfarin ár, verið þess veröur aö horfa á hann, þá er þessi það ekki sízt. A & B. WONDERLAND Myndin sem sýnd er á Wonderland þessa viku er gerö eftir hinni ódauö legu sögu Daniels Dafoe “Robinson. Crusoe,” viölesnustu sögunni sem nokkurntima hefir veriö skrifuö. Unigir sem gamlir hljóta að hafa mikla skemtun af að sjá sögupersón- ur þessar í lifandi myndum. “The Foreign Legion,” er einnig ágæt mynd; hana verður byrjað aö sýna á mánudaginn í næstu viku. Peningar PENINGAR LÁNAÐIR út á BÚLÖND OG BÆJAREIGNIR iLeitið upplýsinga hjá agentum í ykkar bygðarlagi eða á aðal skrifstofu félagsins — í lánsdeildinni. THE GREAT WEST LIFE ASSURANCE CO., LTD., Winnipeg, Manitoba, Canada DR. C. J. HOUSTON ÍDR. SIGGA CHRISTIAN- SON-HOUSTON GIBSON BLOCK Yorkton —:— Sask. -•> i Fishermen’s Supplies Limited, Winnipeg Umboðsmenn fyrir— Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co. Brownie kaðla og tvinna. Vér höfum í Winniþeg birðir afl— Tanglefin fiskinetjum, meö lögákveðinni möskvastærð. Maitre kaðla og tvinna. Kork og blý. Togleður, fatnað. Komiö og sjáið oss þegar þér komiö til Winnipeg, eöa skrifið oss og vér skulum senda yður verðlista og sýnishorn. FISHERMEN’S SUPPLIES, LTD. 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg Sími 28 071

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.