Heimskringla - 03.04.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.04.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. APRÍL, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. ■ eftir I. von Scheffel. Það var einkennileg óróleikatilfinning í hvers manns brjósti. Landskjálfti getur gert vart við sig Iangt í burtu, á einum staðnum með því að lind þornar upp, á öðrum sést hann á flugi hræddra fugla. Á sama hátt gerir ófriður vart við komu sína fyrirfram. Spazzo, sem oft hafði glatt sig við vín- brúsann í febrúarmánuði, gekk nú um þungur á brún og hugsandi. “Þú verður að gera mér greiða,’’ sagði hann kveld eitt við Ekkehard. l‘Eg sá í draumi dauðann fisk fljóta á bakinu. Eg ætla þess vegna að gera erfðaskrá mína. Heimurinn er orðinn gamall og stendur ekki nema á öðrum fætinum, og sá fóturinn læt- ur bráölega undan líka. Og þá er úti um vín- ið frá því' í liittifyrra! Vér erum ekki langt frá þúsundáraríkinu, og höfum átt káta og skemtilega æfi, og hver veit nema síðustu ár- in verði svo viðburðarík, að reikna megi þau sem tvöföld. En víst er um það, að mann- kyninu getur ekki farið mikið meira fram. Fróðleikurinn er orðinn svo mikill, að jafnvel hér í kastalanum við Hohentwiel er að minnsta kosti hálfur tugur af bókum í stafla, og ef maður fær heilsusamlega hirtingu, þá hleypur hann óðara til yfirvaldanna og ákærir, í stað Jiess að brenna óvin sinn út úr húsi og heimili. Þessu verður ekki viðbjargað! Og fyrst þessu er svona háttað, hlýtur heimurinn bráð- lega að líða undir lok.’’ ‘‘En hver á að verða erfingi þinn, ef all- ur heimurinn á að farast?” hafði Ekkehard spurt. Maður kom frá Ágsborg til Reichenau með slæm tíðindi. Ulrik biskup hafði lofað klaustrinu dýrmætum helgum dóm, hægri handleggnum af St. Theopontus, skrýddum silfri og dýrmætum gimsteinum. En nú höfðu þau boð komiö frá honum, að landið væri svo ótryggt, að hann þyrði ekki að senda gjöfina. Ábótinn sendi manninn til Hohentwiel til þess að skýra hertogafrúnni frá því, hvernig sakir stæðu. ‘‘Hvaða góðtíðindi færir þú?” spurði hún manninn, er hann hafði verið leiddur inn til hennar. ‘‘Eg færi litlar gleðifregnir, og vona ein- ungis, að ég fari með aðrar betri héðan,’’ svar aði hann. “Landvarnarmenn Svabíu eru þegar undir vopnum, hver maður, sem á spjót og skjöld hangandi á vegg sínum. Þeir hafa stigið á hestbak og eru þegar á leiðinni milli Dónár og Rín.’’ “Hver er óvinurinn?’’ 9 “Gömlu kunningjarnir handan að: litlu náungarnir með djúpsettu glirnurnar og klumbunefin. Það verður bakmeiðsli á mörgum klárnum okkar í vetur.” Hann tók einkennilega lagaða skeifu upp úr pússi sínu. “Þekkið þér merkið? — Lítil skeifa og lítill hestur, sverðsigð og skörp ör — fljótir sem elding og aldrei kyrrir. Bjargi oss drottinn frá þessum ófögnuði!” *‘Húnarnir!’’ hrópaði hertogafrúin upp fyrir sig. “Mér er sama hvort þeir eru kallaðir Húnar eða Ungverjar eða hungraðir,” mælti sendimaðurinn. Pílagrímur biskup sendi boð In frá Passau til Freising, og þaðan bárust oss þau. . Þeir eru þegar komnir yfir Dóná og flykkjast eins og engisprettur yfir allt Þýzka- Jand. Þeir eru fljótir eins og væru þeir vængjaðir djöflar! FYr nær þú vindinum á sléttunni eða fuglinum í loftinu,” segir gamalt máltæki. Taki hófsýki og heysótt klárana þeirra litlu! Eg er hræddur um litla barnið hennar systur minnar í Passau, fallegu litlu Bertu......” ‘‘Þetta er óhugsandi,” sagði hertogafrú- in. “Hafa þeir þegar gleymt boðunum, sem greifarnir Erchanger og Berchtold sendu þeim: Við höfum járn og sverð, og fimm fingur á hendi. Vissulega var þetta barið mægUega inn í þá í orustunni við Inn.” “‘En þetta er einmitt ástæðan,” svaraði 'sendimaðurinn. Sá, sem eitt sinn hefir þeg- ið hirtingu, kemur í annað sinn til þess að gefa kirfingu. Og tíminn er breyttur. Greifun- «m var launuð hreysti sín með því að þeiv voru hálshöggnir litlu síðar. Og hver er nú iíklegur til þess að taka að sér forystuna?” “Vér þekkjum einnig þann veg, sem for- feður vorir hafa gengið,” sagði hertogafrúin stórlát. Hún lét manninn frá Ágsborg frá sér fara með gjöfum ,en lét kalla Ekkehard til sín. “Virgill verður að fá að hvíla sig um hríð,” sagði liún við hann og skýrði honum frá hættunni sem yfir vofði af hendi Hún- anna. Útlitið var vissulega ekki glæsilegt. Höfðingjar landsins höfðu gleymt því í innbyrðisdeilum sínum, hvernig þeir ættu að koma sameinaðir fram; keisarinn, Saxi að ætt, og enganvegin hrifinn um of af Svabíu- búum, var að berjast einhversstaðar suður í ítalíu, fjarri landamærum Þýzkalands. Fyrir þá sök var vegurinn opinn að Constance- vatninu, fyrir árásarmennina, sem öllum stóð ógn og skelfing af. Árum saman höfðu hjarð ir þeirra rutt sér eins og kvikindi inn í lönd- in, sem Karlamagnús hafði skilið eftir undir gagnslausri stjórn ónytjunga. Frá ströndum Norðursjávarins, þar sem rústir Bremenborg- ar báru vitni um árásina, og sUður á suður odda Calabríu, þar sem hver einasti maður varð áð greiða lausnargjald fyrir líf sitt, var leið þeirra stráð merkjum elds og rána. ‘‘Sé hinn guðhræddi biskup Ulrik ekki farin að sjá svipi, þá koma þeir bráðlega til okkar. Hvað á að gera? Ganga til orustu við þá? Hugrekki verður fífldirfska þegar óvinurjnn er sterkur um of. Kaupa sér frelsi með skattgreiðslu og lausnargjaldi ? Aðrir hafa gert það, en vér höfum aðrar hug- myndir um heiður og vansæmd. Loka oss inni f kastalanum í Hohentwiel og skilja lands byggðina eftir í höndum þeirra? Fólkið er þegnar vorir, sem oss er skylt að vernda. Ráð þú mér!” ‘‘Þekking mín er ekki til slíkra hluta,” sagði Ekkehard raunamæddur. Hertogafrúin varð æst. “Ó, þú skólakennari!” sagði hún í ásök- unarróm, “hvers vegna gerði himininn þig ekki að hermanni? Það hefði verið miklu nær!” Ekkehard varð innilega særður við þessi orð, og snéri við til þess að ganga á braut. Orðin höfðu þrýst sér eins og ör inn í hug- skot hans og sátu þar föst. Það var brot af sannleika í þeim, og fyrir þá sök var sár- ara á þau að hlýða. ‘‘Ekkehard!” hrópaði Heiðveig hertoga- frú, “þú mátt ekki fara. Þú verður að leggja fram þekkingu þfna í þjónustu lands þíns, og það, sem þú ekki veist, verður þú að læra. Eg skal senda þig til manns, sem vel er að sér í þessum efnum — ef hann skyldi reynast enn á lífi. Ert þú reiðubúinn til þess að reka erindi mitt?” Ekkehard hafði snúið sér við. ‘‘Eg hefi aldrei hikað við að þjóna hús- móður minni,” mælti hann. “Þú mátt ekki láta það á þig fá, þótl hann kunni að taka kaldranalega og hrana lega á móti þér. Hann hefir margt óréttlæt- ið orðið að þola af hendi fyrri kynslóða, og ný kynslóð er uppvaxinn, sem þekkir hann ekki. Og þú mátt heldur ekki hneykslast þótt þér virðist hann æfagamall og feitur.” Ekkehard hafði hlýtt á með mikilli eftir- tekt. ‘‘Eg skil ekki til fullnustu..’’ hóf hann mál sitt. ‘‘Gerir ekkert til,” svaraði hertogafrúin. ‘‘Þú ferð á morgun til Sipplingen. En við Uberlingenvatnið, þar sem klettarnir rísa þráðbeint upp úr vatninu, eru hellar, sem fyrritíðarmenn hafa höggið inn í hamrana og notað fyrir bústaði. Leitaðu þar til þú verð- ur var við reyk, og farðu þangað, er þú sérð hann koma út úr berginu. Þar munt þú finna manninn, sem ég á við. Talaðu við hann um þetta Húna-mál.” ‘‘Hver er hann, þessi, sem frú mín sendir mig til?” spurði Ekkehard áfjáður. ‘‘Til öldungsins í Heiöarhelli,”’ svaraði Heiðveig hertogafrú. ‘‘Hér þekkist hann ekki undir öðru nafni.” “En bíddu við,” hélt hún áfram. “Eg verð að gefa þér leiðarorðið, svo að hann neiti þér ekki inngöngu.” Hún lauk upp skáp og leitaði innan um skrautgripi og allskonar glingur, þar til hún fann dálítið spjald, sem orð voru krotuð á. “Þú verður að segja þessi orð við hann, og það með, að ég sendi honum kæra kveðju.” Ekkehard leit á spjaldið. Á það voru rituð þessi tvö latnesku orð: “Neque enim!” og annað ekki. ‘‘En það er engin meining í þessu,” mælti hann. ‘‘Það gerir ekkert til. Öldungurinn veit vel hvað þau eiga að merkja fyrir hann.” “Ekkehard var riðinn út úr hallargarð- inum áður en haninn galaði næsta morgun. Kaldur morgunsvalinn lék um andlit hans og hann dró hettuna fastar að sér. ‘‘Hvers vegna gerði himininn þig ekki að hermanni. Það hefði verið miklu nær.”1 Orð hertogafrúarinnar létu hann ekki í friði og þau örfuðu hann og hertu skap hans. “Þegar hættan kemur, skal hún ekki finna skólakennarann yfir bókum sínum,” hugsaði hann með sjálfum sér. Hesturinn brokkaði liðlega, og eftir nokk urar klukkustundir var hann kominn yfir skógarhæðarnar, sem greina Untei/æe frá Uberlingervatni. Frá búgarðinum, sem her- toginn frá Sernatingen átti, glitraði á bláar öldur vatnsins, eins og þær væru að heilsa hon um. Hann skildi hestinn sinn þarna eftir hjá bóndanum og gekk eftir stignum, sem lá meðfram ströndinni. Hann nam stundarkorn staðar á háum kletti, gagntekinn af sjóninni, sem blasti við honum. Framundan lá vatnsflöturinn og langt í fjarska voru Rhætian-Alparnir eins og krystallsveggur og bar við himinn. En þar sem klettarnir úr sandsteinin- um risu lóðréttir upp úr vatninu snéri vegur- inn upp á við. Þrep höfðu verið höggin í klettinn til þess að gera leiðina greiðfærari. Hér og þar sáust rifur á klettinum og rufu á þann hátt tilbreytingarleysi veggsins og ■sýndi Ekkehard hvar óþekktii' menn höfðu gert sér hæli á dögum rómverska keisaradæm- isins, líkt og katabombur væri. Það var þreytandi að klifra þarna upp, en Ekkehard hafði ekki lengi farið, er hann kom upp á dá- litla ferhyrnda grasi gróna flöt, nokkur fet í þvermál. Og nú blasti við honum op á klett inum um sex fet á hæð. Út úr opinu skauzt stór svartur hundur og gelti ákaft. Hann nam staðar tvö fet frá Ekkehard, urraði grimmilega og var sýnilega albúinn að ráða á hann, ef hann skyldi þoka sér nær. Honum leizt alls ekki á blikuna. Ógerningur var að hopa undan, og hann var óvopnaður. Eini kosturinn var að standa þarna hreyfingarlaus og horfast í augu við óvininn, þar til nokkurum augnablikum síöar að mannsandlit kom í ljós í annari skoru, og var maðurinn gráhærður, hvasseygður og með rauðleitt skegg. ‘‘Kallaðu á hundinn þinn aftur,” hrópaði Ekkehard, en maðurinn hvarf og var með spjót í hendi, er hann kom aftur í ljós. ‘‘Niður, Mummolin!” hrópaði hann. Stóri hundurinn hiýddi nauðugur og ekki skreiddist hann burtu fyr en maðurinn ógnaði honum með spjóti sínu, og urraði hann þó er hann fór. “Það ætti að drepa hundinn þinn og hengja hann níu fet uppi yfir dyrum þínum, þangað til hann rotnar og fellur ofan í haus- inn á þér,” sagði Ekkehard reiður. ‘‘Hann var nærri því búinn að hrinda mér ofan í vatnið!” Hann leit um leið aftur fyrir sig, þar sem hamarinn gekk þverhnýptur ofan í vatnið. “Lög Alemanna gilda ekki hér í hellinum við vatnið,” svaraði gamli maðurinn þótta lega. ‘‘Hjá oss gildir þetta: í tólf feta fjar- lægð eða vér kljúfum á þér hausinn!” Ekkehard bar sig til eins og hann ætlaði að halda áfram. “Nem staðar!” hrópaði gamli maðurinn og hóf upp spjótið. ‘‘Ekkert liggur á! Hvert á að halda?” “Til Öldungsins í Heiðarhelli.” ‘‘Til Öldungsins í Heiðarhelli!” tók hinn upp eftir honum reiðilega. “Getur þú ekki talað virðulegar um þann, sem hér á heima. en þetta, þú guli hettukarl?” “Eg þekki ekkert annað nafn,” svaraði Ekkehard dálítið ringlaður. ‘‘Mér var falið að heilsa honum með orðunum: Neque en im!" ‘‘Þetta kann ég betur við,” sagði gamli maðurinn vingjarnlega og rétti honum hend- ina. ‘‘Hvaðan ber þig að?” “Frá Hohentwiel. Mér var sagt að segja þér....” “Hættu! Eg er ekki sá er þú leitar að. Eg er einungis þjónn hans, Rauching. Eg skal tilkynna komu þína.” t Þegar hugsað var til veggjanna úr berum steini og til hundsins, mátti virðast óþarfi að hafa svona mikið við. En Ekkehard beið fyr ir utan, og eftir stundarbið, sem ef til vill hefir verið notuð til þess að undirbúa komu hans, kom Rauching aftur í ljós og mælti — ‘‘Gerðu svo vel að ganga inn.” Þeir gengu saman inn göng, sem víkkuðu lengst inni og lukust upp inn í stórt herbergi, sem höggið hafði verið inn í klettinn með mannahöndum. Hátt var undir loft og loftið hvelft, en veggir þiljaðir með óhefluðum við. Gluggamir voru víðir og loftgott inni. En út um gluggana sást rönd af vatmnu og skógar- belti umhverfis. Hlýir sólargeislar skinu inn og lýstu upp hellinn. Brot af stein- bekkjum lágu hér og þar, en rétt hjá gluggan um var steinstóll með háu baki, og minnti hann nokkuð í biskupsstól í kirkju. í stóln- um sat maður, einkennilegur og næsta fyrir- ferðamikill. Risavaxið höfuðið hvíldi þungt á milli breiðrá herða. Brá og kinnar voru með djúpum hrukkum, fáeinir lokkar liðuðust^ um gagnaugun og munnurinn var því næst tannlaus. Maðurinn virtist ót.rúlega gamall. Á öxlum hans var kápugarmur og bar þess sýnileg merki, að oft hafði hann verið bætt- ur. Illa sniðna skinnskó hafði hann á fót- um og við hlið hans lá gamall hattur og var fóðraður með þvældu refaskinni. Skáktafl með útskornum fílabeinsmönnum var á hillu, er höggin hafði verið í herbergið. Tafl- leiknum var sýnilega nýlokið, því að konungur inn stóð þar mátaður af riddara og tveimur biskupum. ‘‘Hver kemur til hans, sem gleymdur er?” spurði öldungurinn með mjórri röddu. Ekkehard laut honum og skýrði honum frá nafni sínu og hver hefði sent hann. ‘‘Þú hefir komið með illt leiðarboð með þér. Talar fólk enn um Luitward frá Ver- celli?” ‘‘Bölvi guð sál hans urn alla eilífð!” bætti Rauching við. “Eg hefi aldrei heyrt hans getið,” svar- aði Ekkehard. “Rauching, segðu honum frá því, hver Luit ward var. Það færi illa á því, ef rnenn gleymdu honum með öllu.” “Hann var sá mesti níðingur, er sólin liefir nokkuru sinni skinið á,” svaraði Rauch- ing. “Segðu honum líka, hvað neque enim á að þýða.” “Ekkert þakklæti er til í heiminum, og jafnvel bezti vinur keisarans er svikari.” ‘‘Jafnvel sá bezti svikari,” tók öldungur- inn upp eftir honum og varð hugsi. Honum var litið á taflið. “Mátaöur! ó, já,” þuldi hann j barm sér, mátaður af biskupi og riddara!” Hann krefti hnefann og virtist ætla að stökkva á fætur, en féll í þess stað aftur niður, andvarpaði þungan og lét þungt höfuðið falla fram í sinaberar hendur sér. “Þessi höfuðverkur,” stundi hann. “Þessi bölvaður höfuðverkur!” “Mummolín!” kallaði Rauching. Hundurinn stóri ruddist inn og þegar hann sá að öldungurinn laut höfði sínu svo lágt, þá skreið hann að honum og sleikti enn- ið á honum. “Þetta er nóg,” sagði öldungurinn eftir nokkura stund og rétti sig upp aftur. ‘Ertu veikur?” spurði Ekkehard í sam. úðarfullum róm. • “Veikur?” sagði öldungurinn. “Má vera að það sé einhverskonar sjúkdómur Þetta hefir svo lengi þjáð mig, að nú er það orðið líkast gömlum vini. Hefir þú nokkuru sinni þjáðst af höfuðverk? Eg ræð þér til þess að ganga aldrei í orustu, þegar þér er illt í höfðinu, né gera friðarsamning. Höfuð- verkurinn getur kostað þig ríkið.” “Gæti ekki einhver læknir.......” hóf Ekkehard máls. ÖIl vizka læknanna hefir að engu haldi komið, hvað mig snertir. Þeir þafa gert það, sem þeir hafa bezt getað fyrir mig.” Hann benti á enni sér þar, sem tvö göm- ul ör lágu þvert yfir annað. “Sérðu þessi merki? Ef þeir fyrirskipa þetta fyrir þig, þá skaltu ekki játa því. Þeir hengdu mig upp á fótunum, á unglingsáruin mínurn, og gerðu tvo skurði á höfði mér. Þeir tóku burtu nokkuð af blóði mínu og nokk uð af heila, en það gagnaði mér ekki!" “í Cremona — Zedekias hét hann, heb- reski spekingurinn — ráðfærðu þeir sig við stjörnurnar og létu mig liggja undir mór- berjatré um miðnættið. Og þeir þuldu langar særingar og ráku hinn illa höfuðverk inn í tréið — en það gagnaði mér ekki!”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.