Heimskringla - 24.07.1929, Qupperneq 2
2. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 24, JÚLI, 1929
Islenzka ríkið 1000 ára.
Úlfljótur, fyrsti og frœgasti löggjafi
þjóðarinnar.
Ræða G. Björnson landlæknis 17. júní
1929.
Hamingja þjóðanna fer ekki eftir
höfðatölunni, heldur eftir mannkost-
um. Á sumum öldum hafa litlar
þjóðir lagt stærsta skerfinn í sjóð
frelsis og framfara. Svo var um
Forngrikki. Og eitthvað í þá sömu
átt, má líklega segja um þá fornu ís-
lendinga. Þetta er víst: Fyrir 1000
árum ruddu þeir sér frelsisbraut, sem
þá var með öllu ókunn meðal ger-
manskra þjóða — ég á við stofnun
lýðveldisins.
Og nokkrum mannsöldrum síðar
skópu forfeður okkar bókmentir, sem
talið er að beri af bókmentum stór-
þjóðanna í þá tíð.
Við erum vön að helga þennan dag
minningu mesta og besta stórnmála-
manns þjóðarinnar á 19. öld. — Það
var alltítt í upphafi þessarar aldar, að
ötulir áhugamenn þóttust vera að feta
í fótspor Jóns Sigurðssonar. Það
bar vott um smámenskubrag. Enginn
nýtur drengur setur sér það markmið
að feta í fótspor dauðra manna. Sá
einn er þjóðnýtur maður í fylsta mæli,
sem fetar ný spor á framfarabraut
þjóðar sinnar.
Jón Sigurðsson var stórstígasti um-
bótamaðurinn í sinni tíð, dugmestur,
djarfastur, þrautseigastur og ósér-
plægnastur. Þess vegna höfum við
minningu hans í svo miklum heiðri.
* * *
En nú þegar 1000 ára afmæli al-
þingis fer í hönd, verðu/r ekki hjá því
komist að hefja á loft minningu þess
mesta og göfugusta stjórnmálamanns.
sem íslensk þjóð hefir átt síðan landið
bygðist.
Við eigum þar við þann mann sem
samdi fyrstu stjórnarskipunarlög land-
sins. Að hans ráði var hið forna
íslenska lýðveldi stofnað. Að hans
ráði var alþingi sett. Hann var faðir
hins islenska rikis. Og við vitum,
að hann, þessi afburðamaður, þessi
Solon okkar Islendinga — við vitum
að hann hét Vlfljótur.
* * ¥
Við hugsum mest um alþingishátíð-
ina næsta ár. Og árið er vafalaust
rétt valið. Það er vafalaust rétt, að
hið fyrsta reglulega alþingi var háð
á Þingvöllum sumarið 930.
En við vitum líka að “setning Al-
þingis”, svo ég noti orðtæki Sigurðar
Nordals í nýrri og mjög fróðlegri rit-
gerð hans, — við vitum að setning al-
þingis var ekki annað en einn þáttur-
inn og það að vísu meginþátturinnn, í
þeim stærsta viðburði sem þjóðin hefir
lifað, hennar stærsta afreki — stofnun
hins forna íslenska lýðveldis.
Og þar var Úlfljótur höfuðmaður-
inn.
Það hefði mátt kalla Stjórnarskrána
1874 Jónslög, því hún var ávöxtur
af athöfnum Jóns Sigurðssonar. —
Það hefði mátt kalla stjórnarskipunar-
lögin 1903 (heima stjórnina) Hannes-
arlög. — Og það hefði kannske mátt
kalla Sambandslögin 1918 Bjarnalög-
Um þetta má þó deila.
Um hitt verður aldrei deilt, að fór-
feður okkar kendu elstu, og sem líka
eru langmcrkustu stjórnarskipunarlög
landsins við höfund þeirra og kölluðu
þau Vlfljótslög. Með Ulfljótslögum
var íslenska ríkið stofnað og Alþing
sett.
En hvenær voru þá þessi miklu lög
— Úlfljótslög samþykt til futlls af
landsmönnum'? Var það 930? Nei,
það er af og frá.
Þó sagnirnar séu óljósar, þá benda
þær og heilbrigð skynsemi ótvírætt í
þá átt að samþykt Úlfljótslaga hafi
verið lokið áður en hið fyrsta
reglulega Alþingi var háð, 930. I
rauninni hlaut svo að vera og liggur
þá beint við að álykta að fidlnaðar-
samþykt Vlfljótslaga hafi farið fratn
á Þjóðarfundi árinu áður — 929
Það eru því fylstu líkur til, að nú í
þessum júnímánuði 1929 séu Úlfljóts-
lög orðin réttra þúsund ára. —
1 sumar lifum við þá þegjandi þús-
undára ríkisafmœli þjóðarinnar, — Að
sumri höldum við hátíðlcga þúsund-
ára afmæli Alþingis — og það tncð
fidlum rétti.
Alt kemur út á eitt, ef við bara
munum að halda á lofti eins og verð-
ugt cr minningu Vlfljóts, fyrsta,
mesta og frægasta löggjafa Jtjóðar-
Ingólfur var faðir íslensku þjóðar-
innar. Um hann vitum við margt.
Úlfljótur var faðir hins íslenska
rikis. Um hann vitum við fátt. En
sagnirnar um hann eru hver annari
merkilegri, það sem þær ná.
Úlfljótur var af ágætu bergi brot-
inn, stórættaður maður, systursonur
Þorleifs spaka Hörða-Kárasonar, sem
talinn var manna vitrastur og mestur
lagamaður i Noregi á sinnni tíð.
Úlfljótur kom út snemma á land-
námsöld, og bjó austur á Lóni.
Það má sjá og er líka auðskilið, að
l snemma á 10. öld varð mönnum aug-
ljós þörfin á því, að eignast alsherjar-
lög fyrir alt landið.
Þá er það, að Úlfljótur, sjálfsagt í
samráði við ýmsa bestu menn á land-
inu, tekst ferð á hendur til Noregs og
ver þar 3 árum af æfi sinni til þess
að semja allsherjarlög handa Islend-
ingum. — Hann hafði fyrir sér hin
fornu Gulaþingslög, en jók, við, eða
nam af, eða sctti margt öðru vísi, með
ráði Þorleifs móðurbróður síns.
Úlfljótur var roskinn maður, kom-
inn, um sextugt, þegar hann fór þessa
ferð.
Menn greinir á um það, hvenær
hann mun hafa komið út aftur með
þessi miklu lög-sin. En það hefir
vafalaust verið — eins og allir líka
halda — nokkru fyrir 930. —
Það er sem sé augljóst, að þegar
hann kom heim, þá varð að kalla
saman á þjóðfund bestu menn hvaðan-
æfa af landinu. Þeir urðu að fá
að heyra þetta mikla frumvarp Úlf-
ljóts, Úlfljótur varð að segja upp lög
sín. Og þeir urðu að samþykkja
frumvarpið óbreytt, eða með einhver-
jum breytingum, til þess að það yrði
að allsherjarlögum. Og það er harla
ósennilegt að þessu hafi orðið lokið
á einu sumri, miklu líklegra að til þess
hafi farið 2 eða 3 sumur, og fullnað-
arsamþykt Vlfljótslaga ekki verið lok-
ið fyr en 929 — núna fyrir 1000 árum.
Svo varð líka Ulfljótur að kenna
mönnum lög sin — þau voru óskráð.
Og við vitum nafn eins þess manns.
sem lærði af honum lögin. Hann hét
Hrafn Hængsson og var kosinn lög-
sögumaður á fyrsta alþingi, sem háð
var samkvæmt hinum nýju Úlfljóts-
lögum, og það var 930. Menn ætla
að þá hafi Úlfljótur verið dáinn, eða
fa-rinn að heilsu.
* * *
Úlfljótslög voru aldrei skráð. Og
þó vitum við enn með fullri vissu allra
merkasta atriðið í þessum fyrstu
stjórnarskipunarlögum landsins.
En það var þetta:
Með Vlfljótslögum var stofnað
sjálfstætt og fullvalda þjóðríki á Is-
landi. Og þetta ríki var ekki kon-
ungsríki, heldur lýðveldi. .
Frændþjóðir okkar hafa lotið kon-
ungum frá alda öðli.
Á ofanverðri 9. öld færðist konungs
valdið stórkostlega í aukana. Svo
var í Noregi, en líka í Svíþjóð og
Danmörku og Bretlandi.
En þeir voru þá margir i þessum
löndum einkum Noregi, sem ekki gátu
unað yfirgangi konunganna og flýðu
úr landi í ýmsar áttir, þar á meðal til
íslands.
Það er sá mikli viðburður sem hér
gerðist fyrir 1000 árum, að þegar kon-
ungsvaldið er að magnast alstaðar
annarstaðar, þá fæðist hér ný þjóð í
áður ónumnu landi. Qg þessi unga
þjóð vill ekki hafa konung yfir sér.
Hennar mikli löggjafi Úlfljótur,
leggur til að hér sé stofnað lýðveldi
og engum manni gefin konungstign.
Og maður kom eftir mann, öld eftir
öld, og þó að ýmsir íslendingar vin-
guðust við erlenda konunga, þá vildu
þeir aldrei hafa konung yfir sér heima
fyrir, vildu ekki gerast konungsþrælar,
eins og þeir oft komust að orði.
ísland er elsta lýðveldið meðal eng-
ilsaxneskra og germanskra þjóða.
Landsins forna saga sannar það vel,
sem ég sagði í fyrstu, að hamingja
þjóðanna fer ekki eftir höfðatölunni,
heldur eftir mannkostum.
Yfir okkur er að líða einmitt nú í
sumar þúsund ára afmæli hins forna
íslens/ka ríkis.
Og þess vegna nægir ekki í dag að
minnast mesta íslenska stjórnmála-
mannsins á okkar tímum.
Nú verðum við fyrst og fremst að
minnast Úlfljóts, elsta löggjafa þjóð-
arinnar, mesta og merkasta löggjaf-
ans, sem þjóðiin hefir átt frá upphafi
vega sinna.
Og það skulum við gera, minnast
Úlfljóts — ekki með húrra hrópum,
heldur með lófataki — að fornum sið.
Lyftum höndum á loft.
Lofum ekki miklu um framtíðina,
en reynum jafnan að efna alt sem við
lofum ættjörð okkar.
Lesb. Morgunbl.
-----------x----------
Frá Islandi.
Rvík. 21. júní.
Gerðardómur
var nýlega skipaður til þess að leggja
úrskurð á deilu milli útgerðamanna
og sjómanna sem risið hafði út af
skilningi á kaupsamningum þeirra i
milli. Dóminn sátu Ölafur Thors,
Stefán Jóh. Stefánsson og Sigurður
Þórðarson, fyrrum sýslumaður, odda-
maður. Dómurinn átti að skera úr
þessum tveimur atriðum: 1: Hvort
hásetar sem hærra kaup hefði en lág-
markskaup á þorskveiðum, ætti að
hafa hlutfallslega jafnhátt kaup á
síldveiðum," og var það dæmt rétt
vera. 2. Hvort hið svo nefnda hafn-
arfrí ætti einnig við á síldveiðum, og
féll úrskurður á þá leið, að svo væri
ekki.
Landnám í Grænlandi.
Frá 1. júlí hafa danskir þegnar leyfi
til að reisa bú á Grœnlandi,
Samkvæmt reglugerð, sem innan-
ríkisráðneyti Dana hefir gefið út, eiga
danskir þegnar að fá leyfi til þess, frá
1. júli næstkomandi, að reisa bú í
Grænlandi. Grænlandsmálin eru ekki
lengur í innanrikisráðuneytinu, því að
þegar Stauning tók við stjórn, lagði
hann þau undir sig.
Félagið “Det ny Grönland” hefir nú
látið mál þetta til sín taka. Helstu
stjórnendur þess félags eru þeir Ole
Bendixen og Godfred Hanson sjóliðs-
foringi, og hafa þeir nýlega átt tal við
Stauning um þetta. Vill félagið
að heimild reglugerðarinnar verði
notuð, og að dönskum bændum sé gef-
in kostur á að nema land á Grænlandi
með sæmilegum skilyrðum.
En hér er þó við ramman reip að
draga, því að til þess þarf samþykki
“Grænlandsstjórnar” og ennfremur á
“Det sydgrönlandske Landraad” að
leggja þar orð í belg. En það er
kunnugt um báða þessa málsaðila, að
þeir vilja halda Grænlandi “lokuðu”,
hvað sem tautar og raular.
“Grænlandsstjórnin” hefir verið
! spurð um álit sitt á landnámi í Græn-
landi. Hún segir að 3 eða 4 menn
hafi óskað eftir að flytja þangað bú-
ferlum, siðan nýja reglu gerðin var
kunn, en hún kveðst hafa svarað þeim
svo, að það væri nú ekki hlaupið að
því. Fyrst og fremst þurfi hver
landnemi að fá nieðmæli sin og “land-
ráðsins” í Suður-Grænlandi. Auk
þess sé það ekki hrist út af erminni að
reisa þar bú og nema land, því að
fyrsta árig og jafnvel 10 fyrstu árin,
geri menn ekki betur en að gera á-
veitur að ryðja grjóti, og á meðan
fái þeir ekkert í aðra hönd. Það sé
því ekki fyrir aðra en vel efnaða menn
að hugsa til landnáms þar, en þeir
menn muni nú heldur vilja taka sér
góða jörð í Danmörku, heldur en
þræla í mörg ár í Grænlandi fyrir ekki
neitt. En það sé náttúrlega til sú
leið, að ríkið hlaupi undir bagga með
landnemum, og “Det ny Grönland”
ætlist víst til þess.
Ef Grænlendingar óski eftir því
sjálfir, að fá menn, er geti kent þeim
landbúnað, þá sé sjálfsagt að verða
við því að leggja fé fram til þess eins
og þarf, en enn hafi ekki komið fram
nein slík ósk frá “grænlenska land-
ráðinu.”
Þegar eftir að stjórn “Det ny Grön-
land” hafði talað við Stauning um
þetta mál, boðaði hún til almenns
fundar, og á þeim fundi skýrði God-
fred Hansen frá því hvað félagið
ætlaðist fyrir. Hann kvað nauðsyn-
legt að gefa dönskum bændum kost á
að nema land i Grænlandi. Lengur
mætti ekki halda fast í þá firru, að
hafa Grænland lokað fyrir Dönum.
Það væri hreint og beint æskilegt, að
í Grænlandi kæmi upp blendingsþjóð.
— Menningin færðist altaf lengra og
lengra norður á bóginn, og það væri
hægt að skapa sjálfstæða menningu í
Grænlandi. — “Vér viljum taka upp
hugmynd Eiríks rauða og nema land
að nýju. Það er eina ráðið til þess
að tryggja samband Danmer.kur og
Grænlands.”
Síðan mintiist hann á það, að góð
skilyrði væru á Grænlandi til kvikfjár-
ræktar. Það þyrfti að fá ötulan for-
stjóra til þess að standa fyrir sauða-
búinu hjá Julianehaab og fá honum 10
unga, danska menn til aðstoðar. Gerir
hann ráð fyrir að kostnaður verði
200 þúsund krónur fyrsta árið og:
síðan 50 þúsund krónur á ári, en það
fé sé hægt að taka af eftirgjaldinu af
kryolitnámunum.
Að lokum gat hann þess að Staun-
ing hefði lofað að athuga málið.
ASK FOR
DryGingerAle
OR SODA
Brewers Of
COI) NTHY ‘C LU B
Drcn
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR EW E R.'V
OSBORN E &. M U LVEY-Wl N NIPEO
PHONES 41-111 41304 56
PROMPT delivery
TO PERMIT HOLDERS
SJÁIÐ!
Peningum yðar skilað
aftur og 10% að
auki ef þer eruð
ei ánægðir með
RobínHood
FIiOUR
LUMBER
THE McARTHUR LUMBER & FUEL CO., LTD.
Winnipeg — Manitoba
ÞJER SEM NOTIÐ
TIMBUR
KAU PIÐ A F
The Empire Sash and Door
COMPANY LIMITED
BirgSir: Honry Ave. Eaot Phone: 26 356
Skrífstofa: 5. Cólfi, Bank of Hamifton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
Feitt sem smjör,
bragðljúft sem hnctur
K0NUR 0G MÆÐUR
Til að viðhalda hreysti og kröftum tjölskyldunnar
og til að gefa henni viðnámsþrótt gegn sjúkdómum,
skuluð þér gefa henni nóg af nærandi fæðu—eins og
CANADA
Símið pantanir J 39 017 1. NICOLSON,
til J 33 604 Ráðsnuiður.
BREAD
Portagc Avcnue & Burncll
Streets
Stofnað 1882.
Löggilt 1914.
j D. D.Wood&Sons, Ltd.
VICTOR A. WOOD
President
HOWARD WOOD
Treasurer
LIONEL E. WOOD
Secretary
(Plltarnlr noih öllum rejna aö þöknnMt)
Verzla með:-
BYGGINGAREFNI — KOL og KOK
Búa til og selja:-
SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE
SAND — MOL OG MULID GRJOT
Cefið oss tækifæri
SÍMAR 87 308 — 87 309 — 87 300
Skrifstofa og verksmiðja:
1028 AÚington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipeg.