Heimskringla - 24.07.1929, Side 4

Heimskringla - 24.07.1929, Side 4
4. BLADStÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 24, JÚU, 1929 Heimsktrtngla (StotnoV 188«) Knar it I liTerJom mltjTlkoíe**. EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 8tu o( 855 SARGENT AVE . WISÍiVIPKG TAUSIMI: 80 537 Ver* blaflslns er »3.00 Argangurlnn borg- Ut fyrlrfram. Allar borganir sendtst the viking pieess ltd. •IGEtrS HALLDÓRS frá Höfmim Bltstjórl. UtaoAekrllt tll biabatnai THI VIKIVG PRESS, Ltd., Box «105 Utanáakrltt »11 rltatfOranai_ ■DITOft HEIMSKRlVGUA, BM 8105 WIWIPEG, MAJf. "Haimsltringla is prublishea by Tke Vlklng Preaa Ltd. and prlnted by CITV PRIVTIVG A PUBUISHIiVQ CO. i58-855 Sarieent Ate., Wlnnlpeg, Mnn. Telephonet .80 58 T WINNIPEG, 24, JÚLl, 1929 “Hámark svívirðingarinnar. 99 er fyrirsögn greinar, er 18. júní síðastlið- inn birtist í “Framtíðinni,” blaði,—ef blað skyldi kalla, — nýstofnuðu í höfuðstað Islands. Áminnst grein er í sjálfu sér ekki orsök þess máls, er hér fer á eftir, þótt hún geri menn og málefni hér vestra að umtals- efni, á þann hátt, að fyrirsögnin væri eina rétta. lýsingin á henni, ef nokkurt minsta mark væri mögulegt að taka á henni eða höfundi hennar. Greinin sjálf, slíkur ó- þverri, er ekki viðlits, hvað þá heldur um- tals, virðandi. En einhverjir dánumenn, vestur-íslenskir, (hér í Wpeg?), hafa gert tilraun til þess að nota þenna þokka í róg- vefinn, er svo kappsamlega hefir verið ofinn í heilt ár, til þess að ónýta starf Heimfaranefndarinnar; spilla fyrir heim- för Vestur-íslendinga 1930. Sú tilráun er þann veg vaxin, að hún verðskuldar fýlli- lega fyrirsögn greinarinnar: “Hámark svívirðingarinnar,” sem skírnarnafn, þrátt fyrir allar þær tilraunir, sömu teg- undar, er gerðar hafa verið af samskonar “tilraunamönnum” síðastliðið ár. Um nokkrar þær tilraunir er vestur- íslenzkum lesendum þegar kunnugt. En ekki nema örfáum um þær, sem and- styggilegastar hafa gerðar verið. Og það þarf enginn að ætla, að hinn nýbakaði ‘‘sagna”-ritari Lögbergs, hr. H. A. Berg- man, K.C. telji þær fram í skrifum sínum. En það er ekki víst, að hann verði látinn einn um að skrifa sögu heimferðarmál ■ sins. Það mætti vel svo fara, að á sínum tíma verði flett æði mikið rækilegar en gert hefir verið ofan af atferli hans og fé- laga hans í því máli. Þá mun Vestur-ís- lendingum í alvöru gefa á að líta “þjóð- heiðurs”-verndunarstarfsemi þeirra lags- bræðra. ' * * * Fyrnefnd "Framtíðar”-grein er rituð af ritstjóra “Framtíðarinnar,” Jóhannesl nokkrum Stefánssyni. Er hann jafn vel þekktur vestan hafs, sem austan, bæði undir ýmsum kenningarnöfnum, er al- menningur hefir gefið honum, svo sem “Jóhannes maður,” “Jóhannes Napól- eon,” o.s.frv., og undir þeim nöfnum er hann hefir notað sjálfur við ritstörf sín. , Sem ‘‘Emil V. Summerleaf” ritaði hann skáldsöguna frægu, hér vestanhafs, “Love and Pride,” þar sem hann, meðal annars breytti nafni Dr. Brandson svo andstyggi- lega að ekki er eftir hafandi, ekki sízt nú, er einstaka menn eru orðnir svo fínir, að þeir fá spennu af algengum, hispurslaus- um orðatiltækjum alþýðu. Sem Jóhannes Stefánson ritaði hann bækiinginn “Amer- íka í ljósi sannleikans,” þar sem meðal annars óþverra, um Vestur-íslendinga, er svo viðbjóðsleg lýsing á æfiferli Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, að því síður er eftir hafandi. Og sem J. S. Birkiland ritar hann þessa “Framtíðar”-grein. Fyrir- sögnin er á þessa leið: Hámark svívirðinearinnar. tækist, ef unnt er, að ginna fslendinga þangað að nýju. VESTUR-fSLENDINGUR GERIST LANDRÁÐAMAÐUR GAGNVART FÓSTURJORÐU SINNI og meðlimir 5 manna nefndar og aðrir samþykkja þetta til þess ag geta fengið lítilvægan styrk — aðeins eitt þúsund dollara í þrjú ár — úr fjárhirzlu Mani- toba-fylkis. Jón J. Bíldfell gerir þann samning við forsætisráðgjafann, að al- þingishátíðin skuli notuð sem auglýs- ing fyrir Manitoba, svo að á þann hátt Fyrir eina skitna þúsund dollara lof- ar Jón J. Bíldfell fyrir hönd allra Vestur fslendinga svokallaðra, er ferðast hing- að um það leytj er alþingishátíðin verð- ur haldin, AÐ SVIKJA FÓSTURJÖRÐINA f TRYGGÐUM.* Eins og sjá má á öðrum stað hér í blaðinu, hefir nú einhver labbakútur, eða einhverjir labbakútar, vestur-íslenzkir; auðsjánlega menn, er sérstaklega láta sér annt um þjóðarsómann margumrædda; símað ofanskráða fyrirsögn Jóhannesar þessa vesalings, til aðalskrifstofu Cunard- fglagsins í New York, að henni yrði komið á framfæri við æðstu menn C P. R. félag- sins miklá, er Heimfararnefndin hefir sam ið við. Það er sæmilega auðvelt, að geta sér til í eýðurnar um það, að sú skýrsla hafi, beinlínis eða óbeinlínis, verið látin fylgja skeytinu, að Cunard-félagið hlyti að standa í þeirri trú, að á bak við þessa fyrirsögn stæði að minsta kosti álit ein- hverra, ef ekki allmargra, mikilsmetinna manna á íslandi. Er það auðsætt af því, að svo merkt félag, sem Cunard er, hefði ekki farið að skila þessu í hendur C. P. R., ef það hefði haft minnstu hugmynd um það, að þessi fyrirsögn og greinin, er henni fylgir, hefði flotið úr penna vesa lings manns, er allir, er til þekkja, austan hafs og vestan, að því er menn helzt vita, álíta stór-skaddaðan á geðsmununum. En til hvers er nú þetta auðvirðilega óþokkabragð leikið héðan frá Winnipeg? Þeirri spumingu er fljótsvarað: Það er, að svo komnu, síðasta örþrifabragðið riðið á ófrægingar og rægingarlopann, er sífellt hefir verið spunninn héðan úr Winnipeg um Heimfaranefndina, til hinna og þessara aðilja, síðastliðið ár, til þess að reyna að spilla fyrir h(eimlförinni, í þeirri heimskulegu von, að takast mætti að fá C. P. R. til þess að rjúfa gerða sam- ninga, þegar útséð var um að mögulegt væri, með hverskonar slagorðum, láta- látum bg yfirdrepsskap, að hræða meiri hluta Vestur-lslendinga frá fullu trausti till Heimfararnefndarinnar. Þegar þær tilraunir mishepnuðust svo bersýnilega, þá hefir einhverju mann- vitinu dottið þessi síðasta drengskapartil- raun í hug, að reyna læða þeirri hugmynd að hinum tveim miklui flutninga-félögum, að allt væri komið í óefni; varmenskan væri svo öflug meðal Vestur-íslendinga, og þá auðvitað sérstaklega meðal Heim- fararnefndarinnar, að hún, og það álit, er hún hefði skapað á íslandi, væri búið að tvístra þeim svo gjörsamlega, að ferðin væri ekki með nefndinni farandi. Og til þess að sanna þetta, er svo, þrátt fyrir fulla vitneskju um það hver maðurinn er, gripið til svívirðinga vesalings Jóhannesar Stefánssonar, (alias J. S. Birkiland, alias Emil V. Summerleaf, o.s.frv.), um Vestur. Islendinga, Heimfararnefndina, formann hennar og forsætisráðherra Manitoba- fylkis. Það má með sanni segja, að þann labbakút, er með skeytinu kom þessum þokka um þjóðbræður sína, á framfæri við mikilsmetna menn annarar þjóðar.eins og mark væri takandi á “Framtíðinni,” hefir ekki brostið kjark til þess: “til botns hverja andstyggð að súpa.” — * * * í fljótu bragði virðist vafasamt, hvort frekar hafi borið að undrast fólskuna eða heimskuna, sem harðast hefir ráðist að Heimfararnefndiná. En við örlitla athifg- un.virðist þó heimskan langt um‘ ‘aðdáun- ar’verðari.er á alt er litið.. Heiftin og fól- skan, sem hér í Winhipeg hefir komið fram gegn nefndinni, og enginn utanbæ- jarmaður getur gert sér fyllilega í hugar- lund, er oss skiljanleg, er til þess vitum. að þar eiga hlut að máli menn, er finna til, þess, að þeir berjast fyrir málstað, er fer síhrakandi í áliti allra góðra drengja meðal áhorfenda. En oss flestum "geng- ur allt lakara að skilja” ofurmagn heimsk- unnar, eins og það hefir komið hér fram, einstakra manna á milli, áður og síðan. Manni fannst nóg til um það í fyrrasumar og í vetur, er varla leið svo vika, að ekki * Á eftir þessari fyrirsögn “skýrir” svo iöng grein málið. Byrjar hún svo: “Þótt sá, er þekkir Vestur.íslendinga svo-kall- aða, þurfi ekki að furða sig á samsæri Jóns J. Ríldfells og forsætisráðgjafans í Manitoba.....” Ennfremur er V.-lsl. lýst svo meðal annars: “Slíks og þvílíks er heldur ekki að vænta af neinum öðrum, en fólki, sem hefir alið aldur sinn í Amer- íku....... Líf þeirra er í réttum skil- ningi fiekkað fórnarblóði auðtrúa íslend- inga, o.s.frv. o.s.frv,” Illar ættarfylgjur. Frægstu menn í fyrri daga feldu siysa þý, “gömul að vísu sú er saga samt er hún ávalt ný”. íslendinga — að Urðar boði - óhapp margt fékk hent; hjerna vestra á sama soði sig þeir hafa brent. Nú fyrst, þeirra samlífssýki sést hvað hefir stutt. Mörð og Gissur Móra’ í líki með sér höfðu flutt. Ei er furða títt þó trosni tengsli er binda frið. Hvenær ætli að þeir losni ættar-drauga við? Þorskabítur. fullyrtu einhverjir strætishorna og kaffi- básaspekingar, að nú myndi hr. Hv A. Bergman, K. C., draga ritstjóra Heims- kringlu fyrir lög og dóm, til stórsekta, fyrir hverja grein um Ingólfsmálið, er lög- maðurinn vakti upp, sæilar minningar, þótt hverjum meðalgreindum manni hlyti að vera auðsætt, að ekkert lögsóknarhæft var í þeim greinum. Manni hefir fundist enn meira til um það undanfarið, við að heyra og frétta af hundakætinni og hinu offorslega státi einstakra óvina Heimfar- arnefndarinnar yfir því, að nú ætlaði C. P. R. á næstunni “að reka Jón Bíldfell;” að rjúfa alla samninga við Heimfarar- nefndina, eða væri búið að því; að nú fengju Heimfararnefndarmenn ekki flutn- ing heim, nema þeir lofuðu hátíðlega Dr. Brandson, að skiia aftur öllu “styrkfé,” o.s.frv., o.s.frv,, aðra slíka vitleysu,—þótt hver heilvita maður hefði mátt segja sjálfum sér, að félag, slíkt sem C. P. R. gengur ekki á gerða samninga fyrir slúðursögur einar, þótt því fcunni að þykja fróðlegt að vita, hvað liggi til grundvall- ar fyrir áróðri þeim, er samningsaðilar þess verða fyrir. Margt fleira mætti fram telja. En mest af öllu hlýtur mönnum að finnast til um það ofurmagn einfeldninnar, að mað- ur nú ekki tali um sjálfsvirðinguna og cftengskapinn, er knúið getur einhvern ís- lending, sem er þó það pennafær, að hann treystir sér til þess að senda símskeyti snarað af íslenzku á ensku, til þess að gera sig svo auðvirðilegan, að koma á framfæri öðru eins skrifi og greinarhaus aumingja Jóhannesar Stefánssonar, þjóð- bræðrum sínum til svívirðu og manni til stöðumissis, ef unnt væri. Því svo mikið vit hefði þó það lítilmenni átt að hafa, er skeytið sendi, að honum hefði ekki verið með öllu óskiljanlegt, að eftir slíku strák- skaparbragði myndi verða gengið. Og að með því tækist honum það eitt, að ríða hengingarólina að sínum eigin hálsi, eins og nú er, sem betur fer, á daginn komið. Wpeg., 23. júlí, 1929. Sigfús Halldórs frá Hijfnum. ÞjóÖhátíðin 1930. í New York Herald Tribune, 14. júlí s.l. birtist ritstjórnargrein um þjóðhátíð- ina á íslandi 1930. Getur blaðið um sam- þykt Congressins um að senda fimm full- trúa til íslands á komandi vori og að gefa landinu eirlíkneski af Leifi Eiríkssyni, sem enginn sögulegur vafi geti leikið á að Jtomið hafi til Norður-Ameríku, þótt um hitt kunni að mega lengi deila, hver fyrst ur hafi fundið landið. En þessi staðreynd sé nægileg til þess, að Ameríka hljóti að veita mikla athygli þjóðhátíð íslands 1930. Og þar sem nú samþykt þessa efnis hafi verið gerð í Congressinu, sé um að gera að þátt-taka Bandaríkjanna verði sem allra myndarlegust og veki sem mesta almenna eftirtekt. Síðan er minnst á þátt-töku Bandaríkjanna í þjóð-hátíð ís- lands 1874 og rannsóknir þær sem síðan hafi verið gerðar um feiðir norrænna manna til Ameríku. Getur þar meðal annars um rannsóknir Rasmus P. Ander- sons, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, um sögu Leifs Eiríkssonar og ritgerðir Miss Kitty Cheatham um nor- rænt landnám á Vínlandi. — Miss Kitty Cheatham hefir mjög nýlega (9.júlí) ritað Janga grein um þetta efni í “The Nash- ville Tennesseean,” þar sem hún fullyrðir að Burtness lögin sýni að fullu vilja Bandaríkja þjóðarinnar að gefa Leifi Eiríkssyni heiðurinn af fundi Ameríku. Grundvöllur frjáls- lyndar trúarskoðunar. Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi í Riverton, 28 júní af Séra Ben- jamín Kristjánssyni * DODD’S KIDNEYJ Formáli. Svo kann að viröast aö ég færist ekki all-lítið í fang, aö taka hér til umræðu grundvallaratriöi, frjálslyndrar trúarskoöunar. Efnið er yfirigripsmikiö og vandi meö þaö aö fara í stuttu máli, svo aö því sé gerð hæfileg skil, enda er svo háttaö um öll trúarefni, aö þar vill jafnan bera mjög í sundur um skoðanir og menn verða erfiö'lega á eitt sáttir. Nær þetta eigi aðeins til strangtrúar- flokka allra og rétt-trúnaðar, heldur einnig til ýmissa þeirra trúarhreyf- inga, sem frjálslyndari teljast. Þær eru jafnoft ósamþykkar sin á millum og eigi ávalt sanngjarnar í garð and- stæöinga sinna, þótt þær heimti ó- skorað frelsi sér til handa. Er það mála sannast, að hver einasti sér- trúarflokkur, sem klofnaö hefur frá stærri móðurkirkju, hefir átt þessa tegund frjálslyndis, hefir fundiö í þann svipinn hversu nauösynlegt það er hugsun mannsins, að geta brotist undan járnhæl drotnandi trúaraga og heföarvalds til eiginnar sannfæringar og sáluhjálparvonar. Ef til vill hef- ir aldrei boriö eins mikiö á þessari tegund frjálslyndis og nú í heiminum. Jafnótt og almenn mentun hefir farið í vöxt oig vísindin hafa fært út kvíarnar unir mannsandinn sér ver viö tjóður- hæl trúarvanans og hlekkirnir, sem fáfræöi og hugleysi bræöa um and- legan skilning hans taka að hrökkva sundur hver af öörum. Mannsand- inn er stöðugt að öðlast meiri dirfð í sannleiksleit sinni og áskilja sér fullkomnari réttindi til hverrar skoð- unar, sem hugurinn býöur. En þær sundurleitu skoðanir, sem komist er að, verða þá æöi oft aö ásteytingar- steini og hneykslunarhellu. Gildir þetta eigi aðeins um hina almennu kaþólsku kirkju, sem leggur alla stund á aö standa í staö og hagga hvergi við gömlum skoöunum, heldur og um ýmsa hina frjálslyndari flokka. Er hættan jafnvel meiri aö þeim lendi saman í vonlausri miskliö, eins og saigan hefir greinilega sýnt. Páll postuli andmælti Pétri upp í opið geðið, Lúther fordæmdi Erasmus frá Rotterdam, Calvin lét brenna Servetus, Kant andmælti guöshug- mynd Voltairs og þannig mætti lengi telja. Sumir hafa jafnvel gengiö svo langt aö telja aö trúarbrögðin sé lítiö annað en firrur tómar heilaspuni manna, sem bygðar séu á persónuleg- um óskum þeirra og barnalegum hug- myndum, erfðum frá forfeðrunum, en sumpart á allskonar ofskynjunum og vitleysu. Hefi ég lesið eigi all- fáar ritgeröir sprenglxröra manna um þessi efni í vetur, sem hnigið hafa í þá átt aö sjálfsagt sé og nú sé kom- inn tími til, aö leggja niður öll trúar- brögð í venjulegum skilningi þess orös, því að menningin sé nú orðin of mikil til þess að þar sé nokkur- staðar rúm fyrir trúarhugmyndir. Vera má að menningin komist ein- hvern tíma á það stig að menn týni sál sinni í hávaða hennar og véla- skrölti, en öll teikn tímanna benda þó til þess, að því stigi sé ekki náð enn. Mannkynið er engu ótrúhneigð- ara í dag, en það hefir nokkurn títna áður verið. Eg ska! viðurkenna það, að mér hefir ekki fundist mikið til um sumar þessar prédikanir og virst þær fremur vera samdar í því skyni, aö vekja athygli, en að þær hafi nokkra speki inni að halda. Þeir sem telja það ósannað að trúarbrögð- in byggist á staðreyndum, hafa heldur eigi sýnt fram á hið gagnstæða með neinum rökum. Og enginn býst heldur við þvi af þeim spámönnum að þeir hafi rannsakað alla leyndar- dóma tilverunnar, svo að þeir sé færir um að kveða upp fullnaðar dóma um þessi efni. En reyndar heyrir þetta eigi undir umtalsefni vort, að rök- ræða um þessar skoðanir. Þvi að þótt ef til vill megi telja þær á- áS§7 thePr óM 1 fullan aldarfjórðung bafa ! Dodds nýrsa pillur verið bii» viðurfcenndiu jneðuL við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mlörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — j Þær eru til sölu í öllum lyfaibúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. Ath. — Þessi fyrirlestur er birtur hér vegna áskorana margra, er á hann hlýddu. Höf. vöxt frjálsrar hugsunar, þá geta þær á engan hátt talist til frjálslyndrar trúarskoðunar. Því að þær afneita allri trú, (religion). Eg geri ráð fyrir, að ég sé hér að ávarpa menn, sem eindregið hallast að einhvlers- konar trú og hefi ég því fremur valið mér til íhugunar, hvort til sé nokkur sá grundvöllur sem öll frjálslynd trúarskoðun byggist á, eða eigi að öyggjast á, ef þess má vænta, að þær skoðanir geti orðið til menningar og blessunar og þurfi eigi að verða til til að drepa niður friði. Varðar mest til allra orða að undirstaðan rétt sé fundin”. Áður en vér tökum að at- huga áhrif frjálslyndis á guðfræði ogkirkju, skulum vér reyna að komast að sjálfri uppsprettu frjálslyndisins. Afneitunarstefna og niðurrif. Það er alkunnugt, að frjálslyndar trúarhreyfingar eiga oft örðugt upp- dráttar, reynast áhrifaminni fyrir allan fjöldann og hafa veikara bol- magn til allrar samheldni og félags- skapar. Foringjar þessara hrsyf- inga, hugga sig þá stundum á líkan hátt og Dr. Stokman í þjóðníðingi Ibsens, með því að mannvitið og sanngírnin hljóti altaf að knda í minni hluta, af því að allur fjöldinn sé heimskur og’ ómerkilegur. Þeir sem standa í broddi andlegra hreyf- inga og framfara, hljóti altaf að sjá á bak öllum almenningi, sem bæði sé þröngsýnn og hjátrúarfullur, — Þessi hugsunarháttur er mjög athuga- I verður og hvorki allskostar sann- ! gjarn né viðsýnn. Þar sem frjáls- | lyndið er fóstrað á hroka yfir sínu J eigin ágæti,en fyrirlitningu á flónsku | annara, er naumast mikils árangurs að vænta. Satt er það, að þeir, sem ganga vilja berserks gang milli bols og höfuðs á hverri fjarstæðu, ryðja oft grunninn að fegurra og meira guðsmusteri framtiðarinnar. En enn meira frjálslyndis þarf þó við til að byggja sjálft musterið, þar sem menn mega öðlast frið sálum sínum. Ligg- ur því nær að athuga það fyrst, hvað það er, sem frjálslyndinu verður oft- ast að fylgisskorti. Öll siðabót, en að henni hyggst öll frjálslynd hugsun að stefna, hlýtur óhjákvæmilega að fela í sér einhvers- konar niðurrif eða andmæli gegn eldri skoðunum. Ágæti hins nýja siðar er oft studd með yfirburðum hans yfir hinn gamla sið, er þá hlýtur að falla um leið á vanþroska sínum. Við þetta er ekkert að athuga. En að- eins verður að gæta þess að niðurrif- ið eitt dugir ekki til siðbótarinnar. Eins er með frjálslyndið. Frelsið úr þrældómi bókstafs og hverskonar valdboðs er að sjálfsögðu nauðsyn- legt skilyrði alls andlegs þroska, en ; þó kemur frelsið eitt engu til leiðar. j Það leysir að vísu öfl sálarinnar úr ! læðingi, en ef höfgi vanmáttar og sinnuleysis hvílir samt sem áður yfir henni, verður frelsið gagnlaust. Það er einis og ef brotinn væri fjötur af erni Ef hann sjálfur er farlama mun hann aldrei hefja sig frá jörðu, heldur verða stöðugt jafn ósjálfbjarga og áður. Þótt nú trúarbragða frelsið sé á sama hátt nauðsynlegt og mikils vert þeim, sem eru að brjóta sig und- an einhverju ytra valdboði eða trúar- aga, þá skapar það sjálft enga trú. Það eitt að brjótast undan harð-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.