Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 1
XLIII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUiDAGINN, 14. ÁGÚST, 1929 NÚMER 46 [ RcV. R- p^rsSOn(JiTY •' Home St. — 45 Home öi- ---- HELZTU FRÉTTIR KANA DA Afskaplegir skógareldar hafa igeis- aÖ hér um miðbik Kanada um langt skeiö undanfariö, aöallega i Ontario, Manitoa og Saskatchewan, og þó lík- lega einna mest í Manitoba, enda er allt svo þurt og skrælnað sem orðið getur í barrskógunum af hinum lang- varandi hitum og þurkum er gengið hafa sleitulítið í meira en mánuð. Svo miklir eldar hafa geisað fyrir norðan Skógavatn (Lake of the Wioods) að komið hefir fyrir að járnbrautarlestir hafa tafist. I nokkra daga undanfarið hafa menn örvænt um smábæinn Rennie í Mánitoba, og geisa miklir eldar austan Winnipeg- osisvatns, og á stórum svæðum með- fram Hudsonflóabrautinni. Var sím- að frá The Pas á fimmtudaginn, að lestin hefði orðið að fara í gegnum alelda skóg á þriggja milna iöngu svæði, og voru logarnir um 50 feta háir begigja megin við brautina. Stanzaði lestin er kom að þessu eld- belti og var öLlum gluggum og dyr- um vandlega lokað. Kynti vélstjór- ln síðan undir kötlunum og keyrði sem mest hann mátti gegnum iglóð og reyk. Skilaði hann öllum farþeg- urn ósviðnum og ósködduðum en þægilega sveittum efftir eldskírnina. Hinn nafnkunni brezki stjórnmála- o^aður, Rt. Hon. Winston Churchill, fyrverandi fjármálaráðherra- (í ráðu- neyti Balchvins) kom til Kanada á föstudaginn var. Mun hann ferðast um landið fram og aftur og flytja crindi í ýmsum helztu borgum. Síðan ^er hann suður til Kaliforníu og mtlar að dvelja þar nokkrar vikur. Úingað til Winnipeg kemur hann * n®stu viku og flytur erindi á Walker leikhúsinu. Churchill er talinn á- g*tur ræðumaður og' er á Bretlandi talinn til “þrumaranna.” Hann er flestum stjórnmálamönnum ómyrkari 1 máli og ættu menn því ekki að sitja sig. úr færi að hlusta á hann, Þeir, er því fá við komið. Síðan í júlíbyrjun hefir yfirleitt verið mjög heitt hér um slóðir. Var meðalhiti júlimánaðar 68° F. (20° Celsins) og er það heitasti júlimán- uður sem komið hefir í 13 ár. Oft hefir hitinn 'hér verið um og yfir É-; til dæmis 96° sunnudaginn 26. júlí, og á föstudaginn var, 9. ágúst, voru hér í Winnipeg 98° F. Er það heitasti dagur er Winnipeg- búar hafa lifað í því nær 30 ár, og næst beitasti dagur er hér hefir kom- 'ð síðan áreiðanleigar veðurmælingar byrjuðu. Mestur hiti hefir verið mældur hér 100.5°. Það var 23. júni 1903. ^ 'ok vikunnar, sem leið, námu byggingarleyfi fyrir Winnipegborg árið 1929 $10,026,381. Er það $1,- 158,550 meira, en síðastliðið ár á sama tíma. Hið mikla stórbúðafélag S. S. Xresge and Co., sem kennt er við cðaleigandann, miljónamæringinn í Chicago, er að byggja hér búð i VV innipeg, við Portage Ave., milli Carlton og Edmonton stræta, eina af fimmtán, er félagið hefir áformað að byig’gja í Kanada í ár. — Ennfremur befir Eastman Kodak Stores, Ltd., á- kveðiö að byggja við Portage Ave., milli Smith og Donald stræta í sum- ar- Er það þriðja stórfélagið frá Bandaríkjunum, er byggir hér í Win- nipeg í sumar. Eormaður flugvélasambands Kana- da (Aviation League of Canada) ajor-General J. H. MacBrien, full- yrti nýlega við blaðamenn hér i Winnipeg, að innan tveggja ára myndi komnar á fastar póstflugferðir milli Halifax og Vancouver. Sjálfur var liann staddur hér á fluigleið, einn saman, frá Sydney, Nova Scotia, til Vancouver, B. C. Verksmiðju, er búa skal til sprengi- efni, og áætlað er að kosta muni $750,000, á að byggja að vori í Sel- kirk eystri, að því er P. B. Yancey, framleiðslustjóri “Canadian Explo- sivte” deildar “Canadian Industries, Ltd.,” hefir skýrt frá. Hefir félag- ið keypt 1,100 ekru svæði hálfri annari mílu sunnan við Selkirk eystri, í þessu skyni. Þótt víða þyki uppskera bregðast í sumar, þá þarf þó ekki EIlis Stuart, bóndi nálægt Brantford, Ontario, að kvarta yfir uppskerubresti. Hefir hann meðal annars fengið 410 hveiti- mæla af 9 ekrum, er hann hafði lagt undir hausthveiti. Aðfaranótt þriðjudagsins lézt að heimili sínu hér i Winnipeg Isaac Campbell, K. C., 76 ára gamall, af Free Press talinn merkasti liberal Manitobafylkis á sinni tíð. Var hann þingmaður Suður-Winnipeg á dög- um Greenway ráðuneytisins og lög- maður bæjarins mörg ár. Free Press segir að honum hafi tvisvar verið boðin forysta liberalflokksins i Manitoba og hefði átt vísa ráðherra- stöðu í Ottawa, ef bugur hans hefði hneigst til þess að gefa sig fremur við stjórnmálum en lögmannsstarf- inu. Heljarmikið Bandaríkjafélag, er margar deildir telur í Kanada, “The Knights of Khorassan”, halda árs- mót sitt þessa dagana hér í Winni- peg, og er talið að um 10,000 félags- menn sæki mótið. Er uppi fótur Qg fit í bænum að taka á móti þessum gestum. Mun þetta vera félagsskap- ur í líkingu við Elks, Kiwanis, o. s. frv., en eigi vitum vér nein deili á þeim önnur en þau að þeir spranga um strætin á hátíðum i pilsbuxum með tyrkneskar húfur, enda kenna þeir sig við Austurlönd sem sjá má af nafninu, og úir hér og grúir þessa dagana af “keisaralegum prinsum,” “stórverzírum,” og “stórdrottningum” (Máharanium) hvað þá heldur öðru. Virðast allir skemta sér vel, gestir og bæjarbúar, qg hugsa kaupmenn hér gott til glóðarinnar, að svona tignir gestir skilji hér eftir töluvert af því sem meistari Jón nefnir “hinn þétta leir.” “Riddarar” þessir kalla sig “Dokeys” og eru menn beðnir að álíta það ekki prentvillu svo að n vanti í nafnið. BANDARÍKIN Frá Millwaukee var símað á fimmtudaginn var, að þar hefði látist kveldið áður Victor L. Berger rit- stjóri og eigandi “The Milwaukee Leader” þingmaður í fulltrúadeild al- ríkisþingsins í Washington,’ D. C., einhver nafnkunnasti forystumaður jafnaðarmanna í Bandaríkjunum. Var hann 69 ára að aldri, er hann lézt. Berger hafði setið á þingi í tutt- ugu ár, sem þingrríaður jafnað(ar-, manna í Milwaukee, oig var engum talið fært að tefla á móti honum í kjördæmi hans. Á, stríðsárunum barðist hann mjög gegn allri þátt- töku Bandaríkjanna i striðinu og var einn af þeim fáu þingmönnum, er greiddi atkvæði á móti þvi, að Banda ríkin segðu Þjóðverjum stríð á hend ur. Síðar, er alda stríðsæðisins reis hæst í Bandaríkjunum var hann fyrir friðarstarfsemi sína og hollustu við jafnaðarstefnuna dæmdur í tuttugu ára fangelsi, samkvæmt spæjaralög- gjöfinni. Var hann skömmu siðar náðaður af Wilson forseta. Óðir skógareldar geisa viða 4 vesturströnd Bandaríkjanna, í Kali- forníu, Oregon og> Washington, enda hafa gengið þar langvarandi hitar og þurkar, eins og hér í Kanada. Einna mestir eru eldarnir taldir í Wiashingtonríki. Miklir eldar §ru við rætur og í hlíðum Rainierfjalls- ins mikla, og er talið að mikil hætta sé á því, að á því svæði einu muni bíenna um miljón ekrur af bezta skóglandi. BRETAVELDI Eins og Heimskringla gat um fyrir nokkru, gengu Þjóðverjar loks að bongunarskilmálum þeim, um ófriðar- skaðabætur til Bandamanna, sem kendir eru við Bandaríkjamanninn Owen D. Young. Settust aðiljar nýlega á rökstóla í Haag í Hollandi, til þess að samþykkja niðurjöfnun skaðabótanna. Kom þá skjótlega babb í bátinn, er Philip Snowden, hinn nafnkunni fjármálaráðherra Breta neitaði, fyrir Bretlands hönd að ganga að þeim skilmálum er Young samningarnir setja, með því að samkvæmt þeim yrði Bretland um of útundan, en Frökkum og Itölum væri ívilnað um of á kostnað Breta í samningunum. Yrðu þeir að standa við öll loforð um greiðslu á sínum skuldum (til Bandaríkjanna) en fengju ekki líkt því greitt það er þeir ættu hjá ýmsum bandamönnum sínum, sérstaklega Frökkum. Komst nú allt í uppnám á ráðstefnunni og voru Frakkar og Italir sérstaklega óðir og uppvægir. Hefir þjarkið nú staðið í marga daga og er enn lát á hvorugum. Svo er að sjá af fréttum, að veg- ur Snowdens og MacDonaldstjórnar- innar hafi vaxið afarmikið heima- fyrir við þessa afstöðu hans. Fær hann hið mesta hrós í blöðum mót- stöðumanna sinna. “Daily Chron- icle,” sem er liberalt blað, segir með- al annars: “Við þetta á Snowden fyrir alla muni að standa. Hann fær vitanlega beiskar ávítur og Frakkar og Italir krefjast þess auð- vitað, að slíta verði ráðstefnunni. Vafasamt er að til þess komi, enda væri leitt ef svo færi, en þó er betra að slitið sé þessari ráðstefnu heldur en að farið sé með Bretland, sem væri það mjólkurkýr allrar veraldar- innar.” Blaðið “Morning Times,” (cons.) segir, að fjárhagsleiga og rökfræði- lega sé afstaða Snowdens til Young samningsins algerlega laukrétt. Og hið erki-konservatíva blað “Morning Post,” lang fjandsamlegast jafnaðar mönnum, allra stærri blaða á Eng- landi, segist vera harðánægt með þá föðurlandsást, er Snowden hafi í þessu sýnt, jafn harðánægt og það sé steinhissa, oig voni það að hann standi til hins ítrasta á verði fyrir Bretlandi í þessu efni. Og að minnsta kosti einn conservatív þingmaður hef- ir látið svo ummælt, að ef Snowden haldi fast við þessa afstöðu sína, þá muni hann aldrei hreyfa litlafingur- inn hvað þá heldur meira, til þess að koma því ráðuneyti frá völdum er eigi slikan fjármálaráðherra. * * * Snowden kveður enga þjóð hafa orðið jafn hart úti fjárhagslega af stríðinu eins og Breta, enda enga þjóð gefið jafn mikið eftir skuldunautum sínum. Stríðsskuldir Bretlands nemi nú $37,500,000,000, eða meira en helmingi meira en stríðsskuld nokk- urar annarar þjóðar. Fyrir utan skuldina til Bandarikjanna nemi striðsskuldir Breta $32,500,000,000. 1 lok ófriðarins hafi Bandamenn skuld- að Bretlandi $10,000,000,000; þar af Frakkar $3,000,000,000, og hafi Bretar þó aðeins krafið þá um $1,- 135,000,000 af þeirri upphæð, eða ekki nærri fullan helming. Italía hafi skuldað Bretlandi $2,535,000,000, og Bretar hafi aðeins krafist $300,000,- 000 af því, eða tæplega sjötta hlut- ans, en nú eigi Bretar samkvæmt Younig samningnum ekki að fá nema $200,000,000 eða ekki fullan tíunda hluta af allri skuldinni. Aftur verði Bretar að borga sínar skuldir að fullu, og sé það $300,000,000 bit á ári, í 60 ár, er brezkir skattþegnar verði að greiða úr sínum vasa, og nái það því engri átt, að öðrum þjóð- um, er fengið hafi eftirgjöf skulda sinna hjá Bretum, sé ívilnað á kostn- að þeirra við þessa niðurjöfnun, er Young samningarnir gera ráð fyrir. Þess var áður getið í Heimskringlu að Sir William Jowitt, dómsmálaráð- herra i verkamannaráðuneytinu brezka, hefði verið kosinn í Preston sem þingmannsefni liberala, og að liberalflokkurinn hefði þegar heimt- að, að hann segði af sér þingmennsk- nnni. er hann gekk í ráðuneyti Mac- Donaids, þótt kjósendur hans virt- ust harðánægðir með flokkaskiftin. Fór kosningin fram 31. júlí og var Sir William endurkosinn með 6,440 atkvæða meirihluta, og fékk hann nú nokkru fleiri atkvæði fram y.fir mót- stöðumann sinn Dr. A. B. Howitt, en í fyrra Skiftið. ÞÝZKALAND Loftskipið mikla “Graf Zeppelin,” er nýlega flaug vestur um haf til Bandaríkjanna, undir forystu Dr. Hugo Eckner, eins og Heimskringla hefir áður skýrt frá, snéri heimleiðis aftur vikuna sem leið, og tók land í Friedrichshafen á Þýzkalandi skömmu eftir hádegi á laugardaginn var, 55 klukkustundum og 24 mínútum eftir að það lagði á stað frá New York, Og var því 40 klukkustundum skem- ur á heimleið en útleið og um 13 klst. skemur á leiðinni heim nú, en í október í fyrra, er það fór sömu leið austur. Er’ talið að vegalengd- in, er það fór nú hafi verið um 4,200 mílur, og meðalhraði þess þá Um 75 mílur á klukkustund. Þykir þetta afburða fljót ferð. Er afar mikil gleði á Þýzkalandi yfir þessum glæsilega árangri. Á mánudaginn var kom skeyti frá Friedrichshafen þess efnis, að sem óðast væri verið að búa loftskipið til hringferðar um hnöttinn er hafin skal í dag. Hafa mörg hundruð manns sótt um farþegarúm á skip- inu, en dr. Eckner leyfir aðeins 22 farþegum far. Takmarkar hann svo farþegafjöldann af því að mjöigt fáar veðurathuganastöðv. eru í Síberíu og Mantsjúríu, en um þau lönd leggur dr. Eckner leið sína til Tokio í Jap- an. sem verður fyrsti aðal áfanga- staðurinn. 1 tuttugu og tvö ár hefir met það staðið, er Mauretania, eitt af stærstu skipum Cunardlínunnar setti 1907, er hún fór frá Cherbourg á Frakklandi til New York á 5 sólarhringum, 2 klukkutímum og 34 mínútum. En nýlega fór hið nýja skip Norddeuts- cher Lloyd, “Bremen,” sömu leið á 4 sólarhringum, 17 klukkustundum og 42 mínútum, eða rúmum 9 klukku- timum skjótar en Mauretania. I sömu ferð tók Bremen einnig sólar- hringsmetið frá Mauretaníu. Var það 676 sjómílur á sólarhring, er hún fór hraðast, en mesta sólar- hringsferð Bremen var 704 sjómílur. Var meðalhraði Bremen þann sólar- hringinn 29.6 sjómílur, eða rétt um 34 mílur enskar á klukkustund. Afar- Dorothea S. Sanders Þessi unga stúlka lauk kennara- prófi við hljómlistaskólann í Toronto (A.T.C.M.J 15. júní í sumar með hæstu ágætiseinkunn, sem unnt er að fá. Var hún á tuttugasta ári, er hún lauk prófinu. Ungfrú Dorothea S. Sanders er fædd í Vancouver, B. C., og uppal- in þar. Eru foreldrar hennar Guð- mundur J. Sanders, frá Söndum i Miðfirði í Húnavatnssýslu (mun vera sonur hins merka stórbónda Jóns á Söndum, er þar bjó fyrir og fram yf- ir aldamótin) og Kristin Pálsdóttir Sanders, ættuð frá Siiglufirði. Frú Kristín kom í kynnisferð hingað til bæjarins fyrir mánuði síðan, en hélt heimleiðis á föstudaginn var, 9. þ. m. Heimskringla árnar hinni ungu efnilegu hljómlistakonu allra heilla á framtíðarbrautinni. mikill föignuður varð í Þýzkalandi yfir þessu afreki, og í New York fóru yfir 70,000 manns um borð í Bremen meðan skipið stóð þar við, og kom- ust þó færri að til að skoða skipið en vildu. —Nokkrum dögum seinna reyndi Mauretania, er vefið hafði í viðgerð og fengið nýjar vélar að ná metinu aftur, en tókst það ekki, þótt hún að vísu lækkaði sitt gamla met um rúma fjóra klukkutíma. Bremcn er lengsta skip heimsins, 938 fet á lengd, og fjórða stærst að tonnatali, 50,000 tonn. Stærri en Bremen eru Majestic, 56.621 tonn eftir brezku máli (skip White Star línunnar); Leviathan, 54,282 tonn (tilheyrði Eimskipafélagi Bandaríkj- anna, nýlega selt einkafélagi) og Bercngaria, 52,226 tonn (skip Cun- ardlínunnar). Öll þessi skip voru bygð á Þýzkalandi og þýzk eign fyrir ófriðinn mikla og hétu þá, í þeirri röð, sem þau eru nefnd hér að framan, Bismarck, Vaterland og Imperator. En eftir ófriðinn mikla voru þau tekin af Þjóðverjum, ásamt öllum skipum er stærri voru en 1,600 tonn. ÚR BÆNUM Á miðvikudagskveldið lézt að heim ili sínu í Árnesi við Winnipegvatn, eftir langa vanheilsu, Björn kaupmað- ur Magnússon, sonur Sveins Magnús- sonar, er bjó í Árnesi frá þvi að hann fluttist til Ameríku. Björn heit inn var drengur góður og manna vin- sælastur. Var hann jarðsunginn af séra Þorgeiri Jónssyni á sunnudag- inn var að viðstöddum miklum mannfjölda hvaðanæva. Sigríður Galbraith, læknisfrú frá Cavalier (fyrri maður hennar var Magnús heitinn Brynjólfsson) var stödd hér í borginni, í kynnisferð til margra vina, er hún á hér, í síðustu viku. Jóns Bjarnasonar skóli býður frí kennslu í 9. bekk á þessum vetri. Allir eru velkomnir. íslendingadagurinn í Los Angeles. Það hefði þótt fyrirsögn fyrir nokkrum árum, þegar fyrstu land- arnir voru að taka sér bólfestu á víð og dreif um Kaliforníu og flestir án þess að vita hver Um annan, að hóp- ur þeirra myndi vaxa svo ört, að tiltök þættu á að stofna til sumar- samkomu, í líkingu Islendingadags með slíkum myndarbrag eins og raun hefir orðið á nú á þessu sumri. Sýnir það bezt að landnámstíð land- anna er ekki ennþá liðin þar eð þeir eigna sér sólskinsblíðuna og fegurð Suðurlandanna. Og ennfremur lýsir það andríki þeirra og þjóðhollustu að helga það litlu heildinni sinni sam- eiginlega. Þann 4. ágúst boðuðu Los Angdes Islendingar undir forystu athafna- mannsins hr. Halldórs Halldórssonar til Islendingadags fyrir Suður-Kali- forníu á samkomustað undir berum himni i Sycamore Grove í Los An- geles. Af utanborgarmönnum fjöl- menntu einkum San Diego búar til þessarar fágætu samkomu, og þegar kl. 10 um morguninn var hinn skemti legi trjálundur orðinn þéttskipaður fólki sem talaði islenzka tungu. Anægjusvipur ríkti á hverju andliti því þarna mættust vinir og kunningj- ar, ráðnir í því að njóta þessa há- tíðisdags í áhyggjuileysi, gleðskap og söng. Til dagsins hafði verið vandað eftir föngum, með beztu skemtikröftum sem fáanlegir voru meðal landa hér syðra. Fjallkona dagsins var Miss Ellen Jameson frá Utah og innti hún það hlutverk af hendi með miklum skörungsskap. Hún er lærð söng- mær og hin fríðasta kona, talar og syngur á íslenzku af jafn mikilli leikni og hún væri borin og barnfædd á Islandi. Forseti dagsins, hr. Halldór Hall- dórsson setti samkomuna með snjallri ræðu, rifjaði upp sögu íslands í fám vel dregnum dráttum og gerði einkum samanburð á hinni döpru for- tíð vorri og þess endurreisnar-tíma- bils, sem nú virðist vera að rísa yfir íslenzku þjóðina, sýndi með skýrum dæmum fram á þær framfarir, sem gerst hefðu á allra siðustu árum á öllum sviðum þjóðfélagsins, bæði verklegum og menntalegum, svo að nú fyrst liti út, sem orð skáldsins væru að koma fram, um að ísland væri “farsældafrón” og “hagsælda- móðir.” Hann sýndi fram á hvernig þjóðarauðurinn hefði margfaldast á síðari árum, að atvinnuleysi þekktist ekki framar í landinu, ag að verzl- un íslands við önnur lönd væri nú orðin meiri að tiltölu en nokkurs annars ríkis í heiminum. Þótti for- seta mælast prýðilega og er það ein- mæli, að varla geti öllu betri og sann- ari íslending sem fram kom eins og oft áður við þetta tækifæri, þar sem hann annaðist að mestu undirbúning dagsins og stóð fyrir öllum fram- kvæmdutn. Að lokinni ræðu for- seta söng Fiallkonan kvæði eftir hann sjálfan, sem hann hafði ort í tilefni af þessu tækifæri og lesið var upp af séra Eyjólfi Melan. Kvæðið er þannig: Það var sú tíð að hauður hetjur byggöu og hraustir drengir þræddu feðra spor, Þingræði og löggjöf þegnum frelsi tryggðu, —Þá var Islands fyrsta sólskins vor. Á eftir vori, sumri og svölu hausti kom svæsinn vetur þrátt með frosti og hríð, dvínaði gleði, auijur, afl og hreysti, —Alþingi fórnað norskum kórtgalýð. Þjóð Islands ísar þjáðu og eldar (Frti. á 8 bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.