Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 3

Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 3
WlNNIPEG, 14. ÁGÚST, 1929 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA ari árum t. d. stofna'ð löggjafarþing. Æðsti maður í landinu sjálfu er vara- konungurinn og heitir sá Irwing lá- varður, sem nú gegnir því embætti og er brimbrjótur Breta austur þar, því á honum skella flestar öldur þjóðernis- hreyfingarinnar. Það er sennilegast, að undan þeirri hreyfingu verði Bret- ar að láta að meira eða minna leyti, ekki síst ef Indverjarnir geta samein- ast stjórnarfarslega að einhverju eða öllu leyti og fara sjálfir að berjast á móti ýmsri gamalli neyð o,g menning- arleysi, eins og stéttaskiftingu, barna- hjónaböndum og óþrifnaði, hvort sem leiðtogarnir verða þá Gandhi, Pandit Jawaharlal eða einhverjir aðrir. —Lögrétta. Æíiminning. SigurSur Sigurðsson Þann 3. maí síðastl. andaðist að heimili sonar síns, Ingimundar Sig- urðssonar skammt frá Lundar, eða Vestarlega í Grunnavatnshyggðinni, svo nefndu, öldungurinn Sigurður Sigurðsson, nærri áttatíu og níu ára Igamall. Hann var fæddur 29. ág- úst árið 1840 í Ytri Galtavik í Skil- tnannahreppi i Bopgtarfjarðar- sýslu. Foreldrar hans voru: Sigurður Hinriksson, Tyrfingssonar Guðmundssonar, Erlendssonar og Gróa Hákonardóttir. Höfðu for- feður hans dvalið þar í hreppnum um langan aldur. Systkini Sigurð- 3r voru sjö, og munu þau öll vera dáin nú nema ef til vill einn bróðir. I æsku fluttist Sigurður með for- eldrum sínum út á Akranes og dvaldi þar til ársins 1879 er hann fluttist að Ánabrekku i Borgarhreppi í Mýra- sýslu. Þar kvæntist hann á næsta ari ekkjunni Bergþóru Kristínu Berg- þórsdóttur og bjuggu þau þar unz 'þau fluttust til Ameríku árið 1887. Þegar vestur kom settust þau fyrst að 1 Mikley í Winnipegvatni oigi þar hjuggu þau í 16 ár. Þá flubtust þau til Grunnavatnsbygðarinnar á- samt nokkrum öðrum, sem búið höfðu 1 Mikley og þar dvaldist Sigurður til æfiloka. Kona Sigurðar andaðist árið 1903 skömmu eftir að þau flutt ust í Grunnavatnsbygðina. Voru þau þá bæði á heimili sonar síns Ingimundar, sem jafnan hafði dvalið heima hjá þeim, og hjá honum var Sigurður öll sín elliár. Síðustu 21 árin sem hann lifði, var hann blindur, en að öðru leyti naut hann góðrar heilsu fram undir það síðasta. Börn þeirra Sigurðar pg Bergþóru voru fimm; f jögur eru á lífi: Þórð- ur, búsettur á Lundar, kvæntur Guð- hjörgu Sigurjónsdóttur; Ingimundur, sem áður er nefndur, kvæntur Ástu,1 dóttur Jóhanns heitins Straumfjörðs; Gróa og Ragnheiður, sem báðar eru j fd heimilis hjá Ingimundi bróður' smum. Fimm stjúpbörn Sigurðar eru á lífi: Bergþór, búsettur á Gimli,! Kristínj Jóhanna; Qddíríður; og' Valgerður, allar í Winnipeg. Á yngri árum sínum var^ Sigurður' orðlagður fjörmaður og starfsmaður. | Stundaði hann mikið sjó meðan hann var á íslandi, réri þar alls níutíu og 1 túu vertíðir eða þrjátíu og þrjú ár. Kunni hann margar sögur að sqgja sjósókn Akurnesinga og svaðilför- unt, er þeir réru til fiskjar á opnum bátum lengst út í Faxaflóa; en þeir voru, eins og kunnugt er, með allra knástu sjómönnum á Islandi á þeim tímum, og eru það víst enn. Úar skemtilegt að hlusta á gamla manninn, er hann sagði sögur þess- ar, og var sem þá færðist í hann nýtf íjör, er hann hugsaði til lönigu lið- inna daga.. Var minni hans ágætt °g enginn sljólieiki merjkjanlegur, þótt ltkaminn væri farinn að hrörna, allt þangað til hann tók sýki þá, er leiddi hann til baha. Hann var líka skýrleiksmaður á þann 'hátt, sem er eiginlegur mörgum gömlum Islend- tngum; frásögn hans var einkar skil- nierkileg, hvert sem efnið var, sem hann var að segja frá. Bar hún það með sér að eftirtektin hefði verið glögg og minnið ósvikult. Er það því eftirtektarverðara, iþegar um þá menn er að ræða, sem enga fræðslu hafa fengið í æsku, nema þá, sem fáanleg var á heimahúsum, og þá ekki þá tamningu vitsmunanna, sem fræðsla með skólum og kennurum veitir, eða ætti að veita. Þeir, sem þekktu Sigurð á elliárum hans, munu samt lengst minnast hans, sökum hins frábæra skapferlis, sem gerði hann að hvers manns hugljúfa er þekkti hann. Hann var ávalt glaður og öllum góður og ljúfur, en þó einkum börnum og unglingum. Var samkomulagið á milli hans og barnabarna hans svo gott að það gat ekki betra verið, og margir, sem höfðu þekkt hann er þeir sjálfir voru börn, héldu vináttu og tryggð við hann þó þeir hefðu lifað í fjarlægð við hann um mörg ár. Sama var að segja um alla vandamenn hans og kunningja; þeim var öllum innilega vel við hann fyrir hans óbilandi glaðlyndi og einlægu góðvild i garð þeirra allra. A cíliárum slínum átti Sigurður heitinn því mikla láni að fagna að njóta alveg sérstakrhr umhyggjju barna sinna og tengdadóttur, Astu, konu Ingimundar. Voru þau öll svo samhent i því að gera igamla manninum lífið létt að óvíða mun finnast betra atlæti til handa gam- almenni. Bað hann þess og áður en hann dó að þeim öllum ásamt stjúpbörnum sínum yrði flutt þakk- læti sitt í orðum þeim, sem töluð voru yfir kistu sinni. Hann sagð- ist og hefði kosið, að barnabörn sín bæru sig til grafar, ef þau væru þess megnug. Með Sigurði er genginn til grafar einn hinna góðu, gömlu Islendiniga, sem þrátt fyrir margháttaða erfið- leika og sífelk strit mestan hluta æf- innar, ganga glaðir og reifir til hinnar hinstu hvíldar, eins og þeir hafa lifað. Þökk sé þeim öllum fyrir fyrirdæmið, sem þeir gefa, og þökk sé honum, öldungnum níræða, fyrir sitt glaða skap og bjartsýni og trú á allt gott hérna megin grafar og hinu megin. —G. A. Rosebery lávarður. Einn af kunnustu stjórnmálamönn- um Breta, Roseberry lávarður er ný- lega dáinn, á níræðisaldri, fæddur 7. maí 1847. Hann var af gömlum að- alsættum, fimmti jarlinn með þessu nafni. Jarlsdæmi hans var skozkt (frá 1703J, en hann var einniig gerður enskur aðalsmaður (1911) og hét þá jarl af Midlothian. I móðurætt var hann einnig af kunnum aðalsættum, því móðir hans var dóttir jarlsins af Stanhope. Rosebery var meðal auðugustu manna Bretlands, þvi á ættarauð hans sjálfs jókst stórauður konu hans, en hún var dóttir Roth- schilds eins hinna heimskunnustu auðmanna. Roseberry átti víða mikl- ar eignir og fagrar, í LinlithgOtw- shire átti hann 7000 ekrur, Mid- lothian 18500 ekrur, í Bucks 5500, Norfolk 2000, í Herst 500, í Kent 570 og 3 í Suffolk. Má af þessu nokk- uð marka veldi hans sjálfs og fá dá- litla hugmynd um það, hversu land- eignir Bretlands eru mjög í fárra auðmanna höndum, en um landeigna- mál er nú oft deilt og hart þar í landi. En auðurinn var reyndar enganveg- inn aðaleinkenni Roseberry’s, hann var hámentaður og víðsýnn rithöf- undu og stjórnmálamaður og þess vegna er hans mest minst. Hann taldist til frjálslynda flokksins, á fyrstu árum sínum, að minnsta kosti, en mátti annars heita, að hann væri lengstum utanflokka og hallað- ist í sumum efnum einna mest að íhaldsmönnum, til dæmis í þeim mál- um, sem snertu viðhald og eflingu alríkisins, en í öðrum, einkum verzl- unarmálum, var hann ávalt fylgjandi frjálslynda flokknum og ákveðinn andstæðingur verzlunarhafta og vernd artolla. Meðal þeirra mála, sem hann lét mest til sín taka var stjórn skipunarmálið á þeim árum, þegar imiestur stóð styrinn um lávarða- deildina og þegar henni var breytt og hún lömuð mest, 1911, fyrir at- beina frjálslyndra manna. Hann hafði löngu áður (1874) gert árangurs- lausar tilraunir til þess að koma fram breytingum á skipulagi deildar- innar, þannig- að hún yrði kosin full trúadeild fyrir aðalinn, en héldi á- hrifum sínum á þjóðmálin. Eftir að deildin var lömuð hætti hann að sækja fundi hennar og tók litinn þátt í stjórnmálum um stund, unz stríðið skall á. Þá studdi hann stjórnina til þess að geta rekið ófriðinn sem eigurVænteigastj ' En ófrjiðurinn svifti hann einnig yngra syni hans, Neil Primrose (Primrose er ættar- nafn Roseberry-jarlannaJ. Hann var stjórnmálamaður og vel metinn starfsmaður í utanríkis- og hergagnaráðuneytunum, en dó af sárum í Palestínu 1917. Hann var af mörgum talinn einn af efnileg- ustu stjórnmálamönnum Breta þe;g- ar ófriðurinn skall á og fylgdist faðir hans með áhuga með störfum hans og bar mikið traust til hans. Dal- meny lávarður, sem nú erfir tign hans og eignir, hefir þótt atkvæða- minni. Ðætur átti Roseberry einn- ig, ein er gift markgreifanum af Crewe, en önnur (Sybil Grant, gift herforingja) er alkunnur rithöfundur og hefir meðal annars gefið út kvæðabækur (til dæmis “The End of the Day.”). Roseberry var nokkrum sinnum ráð herra, og forsætisráðherra var 'hann 1894—95 o,g> leiðtogi frjálslynda flokksins, en leiddist það þóf og sagði af sér. Um fáa enska stjórn málamenn á síðari tímum gerðu menn sér eins háar vonir og um Rose- berry, enda var hann hið mesta glæsi- menni og afburðagóður ræðumaður. En ekki rættust allar vonirnar, þótt margt merkilegt liggi eftir hann. Meðal þess er ekki síst að geta rit- starfa hans. Hann hefir skrifað prýðilegar æfisögur Pitts, Sir Robert Peel, Chathams, Cromwelis og Ran- dolph Churchills. Hann hefir einnig skrifað ágæta bók um síðustu ár Napoleons. Fyrir nokkrum árum gaf hann út ritgerðasafn. Með honum er í valinn fallinn ein- hver glæsilegati fulltrúi þeirrar merkilegu höfðingjastjónar, sem haldið hefir uppi einu merkilegasta ríki sögunnar, Bretaveldi. —Lögrétta. NAFNSPJOLD | DYERS * CLEANERS CO., LTD. | RTjöra þurkhreinsun samdægurs Bæta og gjöra viö Slml 37061 Wlnnlpcg, Mnn. Björffvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Muisác, Gomposition, Theory, Counterpoint, Orchea- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71621 HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja j DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 | Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL jselur líkkistur og annast um útfar-I I ir. Allur útbúnaöur sá bezti. j Ennfremur ' selur hann allskonar minnisvartSa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG 1 L' Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— BasgR(e and Fnrnltare Marimfl j 668 ALVERSTONE ST. SIMI 71 898 Eg útvega kol, eldiviö meS I sanngjörnu veröi, annast flutn- Llng fram og aftur um bæinn. »41 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusími: 23674 j Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. ! Er aö flnna á skrlfstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlli: 46 Alloway Ave. . Talafmi: 33138 T.H. JOHNSON & SON i CRSMIÐIR OG GULLSALAR j CHSMIHAH OG GUI,IiSAl,AR j | Seljum giftinga leyfishréf og J giftinga hringja og allskonar I gullstáss. i Sérstök athygll veltt pöntunum ' I og vitlgjöröum utan af landi. t WALTER J. LINDAL j BJÖRN STEFÁNSSON t Islenzkir lögfrœðingar j 709 MINING EXCHANGE Bldg | Stmi: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur að Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. STUCC0 SEM ÁBYRGST ER The TYEE STUCCO WORKS gefur þér fimm ára ábyrgð á Tyee Stucco þegar notað er samkvæmt þeirra ráðleggingum. Þó ábyrgðin nái aðeins til fimm ára, er auðvitað varan góð alla ælfi þína. Skrifið eftir nöfnum þeirra plastrara sem nota það samkvæmt þessari á- byrgð. Tyee Stucco Works ST. BONIFACE HÁTÍÐAFERÐIN TILISLANDS 1930 Nú er búið að ákveða HÁTfÐISDAGANA Á ÞINGVÖLLUM fyrir Alþingishátíðina, — 26. TIL 29. JÚNÍ að báðum meðtöldum. ÞAÐ ER ÞVÍ RJETT ÁR TIL STEFNU, OG SÁ TÍMI LfÐUR FLJÓTT, ÞANGAÐ TIL LAGT VERÐUR AF STAÐ FRA WINNIPEG TIL REYKJAVÍKUR. Það veitir því ekki af að fara að búa sig undir ferðina. Hin hagkvæmustu kjör viðvíkjandi fargjöldum, fyrir væntanlega heimfarendur, með hinum ágætu járnbrautarlestum og skrautlegu skipum CANADIAN PACIFIC félagsins, fást nú með örlítilli niðurborgun er menn ættu nú að tryggja sér sem fyrst. $245.80 FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVÍKUR OG TIL BAKA AFTUR. Farbréfagildi til árs. ÞETTA VERÐUR EINA TÆKIFÆRI ÆFINNAR fyrir fjölda marga Islendinga að heimsækja æskustöðvar, frændur og vini, og samfagna með þjóðinni á þessum einstak- asta og söguríkasta hátíðisdegi hennar. Húsnæði, fæði og þjónustu, hefir Heim fararnefnd Þjóðræknisfélagsins samið umfyrir ferðahópinn þegar heim kemur. NEMUR SÁ KOSTNAÐUR AÐEINS $52.80f HÁLFAN MÁNUÐ meðan á hátíðahaldinu stendur á Þingvöllum og í Reykjavík. Skrifið yður fyrir farbréfi sem fyrst og sendið niðurborgun. Peningamir verða geymdir og afhentir yður ef eitthvað kemur fyrir svo þér getið ekki farið. Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi ferðinni snúi menn sér til W. C. Casey, General Agent, Canadian Pacific Steamships. R. G. McNeillie, General Passenger Agent, Canadian Pacific Railway. Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. MANITOBA Canadian Pacific Umkringir jörðina Talafml: 28 S89 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Somepset Blook Porfagre Avenne - i uria^c ■■•»*■ WINNIPEG DR. C. J. HOUSTON DR. SIGGA CHRISTIAN- SONi-HOUSTON GIBSON BLOCK Yorkton —:— Sask. TIL SÖLU A 6DÍRU VERDI “FURNACE” —bælil vlSar o* kola "furnaoe” lltltJ brúkaS, er til sölu hjá undl'rrltuhum. Gott tæklfærl fyrir fólk út á landl er bæta vllja hltunar- áhöld á heimlllnu. GOODMAN <fc CO. 7S6 Toronto St. Síml 28847 MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin’. Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuKi. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuöi. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju dag hvers mánaöar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju Þorbjörg Bjarnason L^i. B. Teacher of Piano and Theory 726 VICTOR ST. SlMIí 23120 I fimtudagskveldi. ÍSunnudagaskólinn:— A hverjum sunnudegi kl. 11—12 f. h. E. G. Baldwinson, L.L.B. LÖKfrælÍlngur Renldence Phone 24206 Offlee Phone 24963 708 MlninK Kxehangre 356 Maln St. WINNIPEG. 100 herbergi me? elSa án b&Ua SEYMOUR HOTEL vert5 sanngjarnt Sfml 28 411 C. G. HVTCHISON, eicandl Market and Klns St., Wlnnlpeg —:— Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.