Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 6
6. BLADSÍÐA' HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. ÁGÚST, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. “Lofaðu mér að sjá þig dálítið nær,’’ mælti hún og dró hann' að sér. Henni þótti mikið til um útlit hans, því hann var fallegur piltur, með skærar rjóðar kinnar, og fagra hvíta brá, sem bar þess vott, að hann var af göfugu fólki kominn. Brúnt hrokkið hár liðaðist ríkulega um höfuðið, og hátt, stórmannlegt nefið virtist hefjast háðslega út af lærdóminum, sem flóði svo léttilega fram af ungum vörunum undir því. Heiðveig hertogafrú greip sveininn í arma sína, kysti hann á varir og kinnar og lét vel að honum eins og hann væri barn; síðan dró hún stól með mjúkri sessu að sínum stól, og bauð honum að setjast. ‘‘Þú skalt fá fleira en grísku af vörum mínum,” sagði hún hlægjandi og kysti hann aftur. “Og vertu nú góður drengur og mæltu fram fleiri falleg erindi.’’ Hún strauk honum um hárið.—Pilturinn roðnaði, en ekki lét hann kossa hertogafrúar- innar hafa áhrif á hagmælsku sína. Ekkehard gekk að glugganuin og horfði f áttina til Alp- anna í fjarska, en Burkard byrjaði hiklaust. ‘‘Non possum prorsus dignos componere versus: Nam nimis expavi me libante suavi.’’ * Aftur hafði hann ort tvo óaðfinnanlega hexametra. Hertogafrúin hló dátt. Eg trúi því fylli- lega, að þú hafir heilsað ljósi þess heims með latnesku erindi. Þau flóa af vörum þínum eins og skikkja Vigils hefði fallið á herðar þér. En hversvegna ertu hræddur þegar ég kyssi þig?” “Vegna þess að þú ert svo mikilfengleg og tíguleg og fögur,’’ svaraði pilturinn “Nei, hættu nú,” svaraði hertogafrúin. ‘‘Sá sem getur mælt af munni fram svona ágæt er- indi með kossinn enn á vörunum, getur ekki hafa orðið mikið skelfdur. Hversvegna langar þig svo mikið til þess að læra gríska tungu?” ‘‘Þeir segja, að ekkert sé hulið þeim, sem lærir grísku. Hann getur heyrt sjálft grasið gróa,” svaraði drengurinn tafarlaust. ‘‘Eg hefi aldrei haft frið mínum beinum, síðan Not- ker, skólabróðir minn með munnstútinn, montaði af því að hann ætlaði sér að læra allan Aristoteles utanbókar og þýða hann síðan á þýzku. Heiðveig hertogafrú fór aftur að hlægja. "Við skulum þá byrja. Þekkir þú lofgjörð- ina “Þér vötn og sjóar lofið Drottinn?” “Já,” svaraði Burkhard. ‘‘Hafðu þá eftir mér orðin: Thalassi ke potami, eulogite ton kyrionl ‘‘Drengurinn hafði þetta upp eftir henni “Syngdu það nú!” Hann gerði það. Ekkehard leit ávítunaraugum á þau og þóttist hertogafrúin skilja hvað ylli. “Jæja, þú ert þá búin að læra sex orð,” mælti hún við Burkard, og þegar þú biður um það í vísuerindi þá skaltu fá meira. Seztu nú við fætur mér og hlýddu vel á. Nú lesum við Virgil.’’’ Ekkehard hóf fjórða kvæði Æneid og las um sorgir Didóar cg hvernig hún stöðugt var með hugann á hinum göfuga gesti frá Tróju; sem hafði þrýst orðum sínum og yfirliti svo fast inn í hjarta hennar. Og hún taldi harma sína fyrir systur sinni — “....hefði ég eigi ákvarðað hug minn gegn oki annars hjúskapar — mín fyrri ást tókst svo hörmulega — þá gæti ég fallið fyrir þessari villu. Því að síðan Sichæus lét lífið fyrír aldur fram, þá hefir þessi maður einn verið þess megnugur að róta hinum stöðugu undirstöðum hjarta míns. Fyrir því verð ég að játa þann veikleika minn, sjálfri mér til skapraunar, að ég finn samskonar, ef eigi hinn sama, bruna hið innra, er áður þar brann.” En Heiðveig hertogafrú hafði litla samúð með hörmum hinnar konunglegu ekkju í Kartagóborg. Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði upp í loftið á salnum. Hún fann ekki lengur nokkura líkingu með sér og konunni í kvæðinu. ‘‘Bíddu augnablik,” hrópaði hún til les- arans. “Augljóst er, að karlmaður hefir ritað þetta. Þetta er allt rangsnúið og ósatt. Hver skyldi gera sjálfan sig að slíku fífli út af ó- kunnugum gesti?” “Á Virgil að bera ábyrgð á því?” spurði Ekkehard. ‘‘Staðreyndimar hafa vafalaust legið svona fyrir honum í sögunni.” “Sé svo, þá eru nútímakönur skapfastari” mælti hertogafrúin og gaf honum bendingu um að halda lestrinum áfram. Hún var ekki laus við að vera móðguð við mynd Virgils — ef til * Tungu minni fatast, ég get ekki ort meira, hinn indæli koss húsmóðirinnar hræddi mig um of. vill sökum þess að hún hefir mint hana að til- finningastraumi eigi með öllu fjarskylda Didó, er hún sjálf hafði reynt. Hún hafði ekki á- valt verið eins og nú. Ekkehard las um ráðið, er Anna gaf systur sinni, að spyma eigi lengur gegn ástríðu sinni, og um það, er Didó fórnaði á ölturum guðanna svo að henni mætti auðnast friður og hamingja að nýju. En alt var það ófyrirsynju, því að eldurinn eyddi henni stöðugt hið innra, og gamla sárið vildi eigi læknast. Og aftur varð hin vonsvikna drottning að hlýða á frásöguna um orustuna við Ilium, og halda niðri í sér andanum af geðshræringu — “Og er þeir skilja, hið daufara ljós Phoebu hverfur, og fallandi stjörnur kveðja til • svefns, hún ein situr eftir. Á beðnum situr hún, er sérhver gestur hverfur, og varpar öndinni. Hún sér hetju sína í fjarlægð og heyrir. Eða hún leitar svip föðursins í ásjónu hins unga Ascaniusar, ef ástin skyldi fengið vaídið slíkum töfrum.’’ Lágur skrækur truflaði lesturinn, er hér var komið. Klaustursveinninn, sem sat svo ná- lægt hertogafrúnni að nærri lá að hann snerti fellingar skikkju hnnar, hafði hlustað vandlega á. Hann reyndi nú að kæfa niður hláturinn, sem á hann sótti, en tókst það ekki. Hann brast út úr honum og hann tók hendinni fyrir munninn. “Hvað er nú um að vera, ungi erindasmið- ur?” spurði hertogafrúin. “Eg gat ekki að því gert, að mér datt í hug,” svaraði drengurinn og vissi nú ekki al- mennilega hvað hann átti af sér að gera, “að ef hin göfga húsmóðir hefði verið Didó drottn- ing, þá hefði ég verið Ascanius, fyrst hún laut að því að kyssa mig og faðma að sér.” Hertogafrúin leit stranglega ofan á pilt- inn. “Ertu að hugsa um að vera ósvífinn? Það væri ekki undarlegt,” bætti hún við og benti á lokka hans, “því að það má þegar sjá grá hár í kollinum á þessum bráðþroska náunga.” "Þau komu um nóttina, sem Romeias var veginn —’’ hóf pilturinn mál sitt en hertoga- frúin greip fram í fyrir honum. ‘‘Þetta stafar af framhleypni, sem lætur suma segja heimskulega hluti, er þeir ættu heldur að þegja. Stattu upp litli vísinda- maður!” Burkhard stóð upp og staðnæmdist rjóður í kinnum fyrir framan hana. “Farðu nú,” mælti hún, “til ungfrúar Praxedis og segðu henni að í refsingarskyni skuli öll gráu hárin klift úr höfði þínu og bið hana fallega um að gera það fyrir þig. Það væri hæíileg iaun fyrir óviðeigandi hlátur. Stór tár komu fram í augu drengsins, en hann þorði ekki að óhlýðnast. Hann gekk til Praxedis. Hin unga mær hafði töluverðh samúð með drengnum, því að orð hans báru það með sér, að hann hafði verið með Romeiasi á síðustu ferð hans. • “Eg skal ekki meiða þig, lítill klerkur!” hvíslaði hún að honum og dró hann nær sér. Hann kraup á kné og lét höfuð sitt hvíla í skauti hennar, en hún tók stór skæri úr verk- færakörfu sinni og tók að framkvæma refs- inguna. Klaustursveinninn hafði fyrst ekka og var dapur í bragði — sá var talinn hafa orðið fyrir mikilli vansæmd, sem lét annann mann snerta hár sitt — en mjúk hönd Praxedis klappaði honum svo vingjarnlega á kinnina, að hann fór að kunna einkennilega vel við sig, þrátt fyrir refsinguna. Varir hans lukust upp í brosi og tóku þá við síðasta tárinu, er ofan rann. Ekkehad starði fram undan sér og þagði. Gamanið gerir sorgmætt hjarta enn rauna- mæddara, og hann tók það næri sér, að Didó skyldi trufla lestur hans svona kæruleysislega. ; Hann gat enga huggun lesið í augum hennar. j ‘‘Hún leikur sér að þér, eins og hún leikur sér i að drengnum,” hugsaði hann með sjálfum sér, stóð á fætur og lokaði bókinni.. ‘‘Þú hefir rétt fyrir þér,” mælti hann við hertogafrúna. “Þetta er alt ósatt. Didó ætti að hlægja og Æneas að láta fallast á sverð sitt. þetta hefði verið lífinu samkvæmara.” Hún leit framan í hann. “Hvað gengur að þér?” spurði hún. “Eg get ekki lesið lengur,” svaraði hann. “Ef þú kærir þig ekki um að lesa lengur,” sagði hún og setti á sig svip, ein sog henni væri sjálfri farið að leiðast, “þá má hafa ofan af fyrir okkur á ýmsan hátt. Hverju mundir þú svara ef ég bæði þig að segja okkur einhverja fallega sögu? Þú mátt sjálfur velja, því að margt er til fagurt og undursamlegt þótt Virgli sé slept. Eða hvað segir þú um að rita eitt- hvað sjálfur? Það er bersýnilegt að eitthvað amar að þér. Þú kærir þig ekki lengur um að lesa eða ganga þér til skemtunar. Hugur þinn þarfnast einhvers mikils verkefnis til þess að fást við, og ég skal gefa þér það.” “Hvað gæti ég skrifað?” mælti Ekkehard. ‘‘Er ekki nóg gæfa að fá að vera bergmál af meistara eins og Virgli?” Það var móða fyrir augum hans er hann leit framan í hertoga- frúna. “Eg myndl eigi kveða annað en sorgar- ljóð, og þau í daprara bragði.” “Ekkert annað?” hrópaði hertogafrúin upp yfir sig í ásökunarróm. “Hafa ekki for- feðurnir háð mikil stríð, og látið lúður sinn gjalla um víða veröld, og hafa þeir ekki gert margt eins fremdarlegt og Æneas? Hyggur þú að hinn mikli keisari Karl hefði látið safna öllum söngum og kvæðum þjóðarinnar, ef ekk- ert hefði verið í þeim nema hismiJi Getur þú ekkert gert nema með latneskum bókunum þínum?” "Eg þekki ekkert,” svaraði Ekkehard aftur. '’IAIj ‘‘En þú verður að vita eitthvað,” sagði her- togafrúin. “Mér þætti það í meira lagi furðu- legt ef við, sem í kastalanum búum, settumst niður eitthvert kvöldið og tækjum að rifja upp fornar germanskar sagnir, kæmum ekki fram með eitthvert betra heldur en Æneid! Það er rétt að hinn guðhræddi sonur Karlamagnúsar hirti ekki um fom hetjukvæði, og kaus heldur að hlusta á skælandi sájmasöng þar til hann dó, sjúkur á sál og líkama. En vér höldum enn fast við sagnirnar, er vér heyrðum í æsku. segðu okkur eina slíka sögu, Ekkehard meist- ari, og þá getum vér slept þér við Virgil og þessa ástsjúku Didó drotningu.” En hugsanir Ekkehard vom fjarri slík- um efnum. Hann hristi höfuðið eins og í draumi. "Mér virðist svo, sem þú þurfir einhverja uppörfun,” mælti hertogafrúin. ‘‘Gott for- dæmi verður bezti innblásturinn. Praxedis, bú -þig sjálfa undir, og skilaðu til Spazzó stallara einnig, að hann eigi að skemta með því á morg- iun með því að segja gamlar sögur. Eg vona að allir verði viðbúnir!” Hún tók Virgil upp og kastaði honum há- tíðlega undir borðið sem tákn þess, að nýr tími hefðist á þessari stundu. Hugmynd hennar var góð og vekjandi, en klaustursveinninn, sem setið hafði með höfuðið í kjöltu Praxedisar, skildi ekki með öllu hvað var að vera. “Hvenær fæ ég að læra meiri grísku, á- gæta frú?” spurði hann. “Thalassi ke potami — ” “Þegar gráu hárin eru aftur vaxin,” svar- aði hún glöð í bragði, og gaf honum annan koss Ekkehard gekk hratt út úr salnum. 20. KAPITULI Hinar gömlu þýsku sagnir. Efst upp á Hohentwiel, og innan kastala- múranna, hafði undurfallegur aldingarður verið búinn til á háum kletti og steinveggur hlaðinn umherfis. Þetta var yndisfagur blett- ur, eins hár og nokkur varðtum. Hlíðin gekk snarbrött þarna niður. Það mátti kasta steini ofan í dalinn með því að halla sér út yfir vegg- inn. Og sá, sem yndi hafði af víðsýni, gat horft yfir hæð og dal, vatn og Alpahæðir, og ekkert skygði á. Gamall hlynur veifaði greinum sínum yfir einu horni garðsins. Vængjaðir fræbelgirnir vou þegar orðnir þroskaðir og brúnir og féllu jafnt og þétt í hrúgur á jarðveginn undir trénu. Stigi hafði veið reistur upp við grágrænan stofninn, og stóð Praxedis fyrir neðan hann og hélt á stórum tjalddúk, en Burkard sat uppi í greinunum og reyndi að festa dúkinn með hamri og nagla. ‘‘Gættu vel að!” hrópaði Praxedis upp. ‘‘Eg held að þú sért að horfa á storkinn þarna, sem er að fljúga að kirkjuturninum í Radolfs- zell. Gættu þess, þú fyrirmynd latneskra mál- fræðinga, að þú rekir ekki naglan beint upp í loftið.” Praxedis hafði lyft upp dúknum með ann- ari hendi, en rétt í því að hún sagði þetta, misti Burkard haldið á sínum enda, alt féll ofan, sleit hálflausan naglan úr greininni og gríska stúlk- an var grafin undir allri hrúgunni. “Bíddu nú klaufinn þinn!” hrópaði Prax- edis gremjulega og reyndi að losa sig úr þvæl- unni. ‘‘Eg skal koma og sjá til, hvort ég get ekki fundið fleiri grá hár til þess að klippa úr þér!” Hún hafði varla lokið við orðin, er dreng- urinn hafði hoppað niður af stiganum og stóð á dúknum fyrir framan hana. ‘‘Sittu þá kyr,” sagði hann, “og ég skal ganga sjálfviljugur undir refsinguna. Mig dreymdi í nótt, að þú hefðir rifið af mér alt hárið, og ég varð að fara sköllóttur í skóla, en mér þótti ekkert fyrir því.” Praxedis sló hann laust á höfuðið. “Vendu þig ekki á ósvífni í sumarleyfi þínu, drengur minn, eða bakið á þér verður fyrirtaks gólf fyrir vöndinn að dansa á, þegar þú kemur aftur í skólann.” En piltinum var ómögulegt að hiugsa nú um svala skólastofuna. Hann stóð hreyfingar- laus fyrir framan Praxedis. “Jæja þá?” spurði hún, ‘‘hvað er um að vera? Hvað viltu?” ‘‘Koss!” svaraði námsmaðurinn í fögrum vísindum. “Hlustið á spör-hanann!” sagði Praxedis hlægjandi. “Og hver er ástæðan yðar há- göfgi fyrir slíkri fyrirskipun ? ” “Þetta gerði hetogafrúin,” svaraðai Bur- akrd, ”og þú hefir beðið mig minsta kosti tíu sinnum að segja þér söguna mm það, er ég flýði með nrínum gamla vini Romeiasi undan Húnunum, og hvernig hann barðist eins og hetja. Eg segi þér ekki frá þessu öllu saman nema þú gefir mér koss.” “Hlustaðu nú á mig,” mælti gríska mærin og setti upp á sig alvörusvip, ‘‘og ég skal segja þér dálítið og mjög merkilegt.” “Hvað er það?” spurði drengurinn á- fjáður. ‘‘Að þú ert sá kjánalegasti lítill skelmir, sem nokkru sinni hefir sloppið út úr skóla- stofu,” bætti hún við, brá hvítum handlegg- junum utanum hann ög smelti hjartanlegum kossi á nefið á honum. “Vel gert!” hrópaði djúp bassa rödd úr garðshliðina um leið og hún ýtti drengnum frá sér hlægjandi. Þetta var Spazzó stallari. ‘‘Jæja, ert það þú?” sagði Praxedis og brá sér hvergi. “Þú kemur alveg á réttum tíma, herra stallari góður, til þess að hjálpa mér til þess að setja upp þetta tjaldloft. Eg kem því aldrei í verk með þessum strákkjána.” “Það er engu líkara!” sagði Spazzo og gaut hornauga til klausturssveinsinns. Burkard hafði töluverðan ótta af hinu grimdarlega yfir- skeggi stallarans, og brá sér því inn í runnann. Stjörnufræði og kveðskapur, Aristótels á frum- málinu og rauðar meyjarvarir, alt varð að einni bendu í huga þessa fimtán ára sveins. “Eru engir hæfari innan klausturmúranna til þess að taka við kossum, fagra mær?” spurði Spazzo. ‘‘Ef þeir eru nokkrir til,” svaraði Praxedis, “þá hafa þessir, sem hæfari eru, riðið út og eru að flækjast um í þoku og dimmviðrí og koma ekki hingað fyr en um hádegi. Og þá eru þeir því líkastir, sem þeir hafi verið að eltast við vofur alla nóttina.” Spazzo breytti umtalsefninu. Hann hafði heitið sjálfum sér því, að hann skyldi ekki minnast einu orði á næturreiðina og gauks- galið og "vince luna.” Hann spurði nú auð- mjúkur — “Hvað get ég gert til þess að aöstoða þig?” "Hjálpaðu mér til þess að búa til lauf- skála!” mælti Praxedis. “Hertogafrúin ætlar að stefna hingað saman hirð sinni í kvöldsval- anum. Þér verðið öll að segja þar sögur, herra stallari góður, gamlar sögur, þær furðulegustu og skemtilgustu, sem þið þekkið. Okkar náð- uga frú er búin að fá nóg af latínunni, og æskir eftir einhverju öðru, einhverju, sem ekki er tekið úr bókum — sögum úr hennar eigin landi. Þér er ætlað að leggja fram þitt lítilræði.” ‘‘Drottinn miskunni sál nrínni!” mælti Spazzo.” “Eg hefði sannarlega orðið forviða á að heyra þetta, ef ekki mætti ávalt búast við einhverju skrítnu, þegar kvenmaður fer með völdin. Eru þá engvir söngvarar eftir, engir hörpuleikarar, sem geta sungið sig hása um þessar þjóðsögur, og gera það fyrir eina hjálms- fylli af víni og sneið af villibráð. Við erum að hækka í verði, verð ég að segja! ‘‘Flækingar, fíflskaparmenn, kveðendur og þessháttar fólk skal flengt verða með priki, og kvarti þeir yfir því, þá skal bæta þeim það upp með manns- skugga á vegg!” * ‘‘Eg þakka kærlega fyrir heiðurinn!” ‘‘Þú gerir það, sem þér er fyrirskipað, eins og trúr lénsmaður — sem ekki hefir enn gert fulla grein fyrir sérstökum erindsrekstri yfir vínbrúsum,” mælti Praxedis. “Eg er viss um að það getur orðið skemtilegra en að stafa sig fram úr latínu. Langar þig ekkert til þess að skara fram úr okkar virðulega vini, Ekkehard?’ Bendingin hafði töluverð áhrif á stallar- ann. “Réttu mér hornið á dúknum,” mælti hann, “Við skulum setja upp tjaldþakið.” Hann steig upp í stigann og festi báða endana við greinarnar. Beint á móti trénu voru nokkurar háar stengur og á þær fest blóm og vafnings- viður. Praxedis fór með hornin sín tvö þangað og eftír skamma stund var lokið við að teygja dúkinn yfir svæðið og blikaði fallega á hann innan um grænt laufið og jurtirnar. “Það gæti farið vel um mann við að sitja yfir kvöldvíninu sínu hérna,” sagði Spazzo og stundi yfir því, sem beið hans. Praxedis rað- aði niður sætum og borði. Hægindastólll her- togafrúarinnar, prýddur með útskurði, var látinn upp við hlyninn, en lágir stólar skamt frá fyrir hina. Hún sótti gígju sína og setti á borðið og Burkard bjó til stóran blómvönd, samkvæmt fyrirmælum hennar og setti á hann fyrir framan stól hertogafrúarinnar. Þvínæst tók hún band úr rauðu silki og batt umhverfis stofn hlynsins, þaðan lét hún það ná yfir stang- irnar og síðan yfir í vegginn, svo að þröngt hlið eitt varð eftir. “Lítið þið nú á!” sagði hún glöð í bragði, ‘‘Ljóðahöll vor er umgirt og læst eins og rósa- garður Lárins konungs. Ekki var lengi verið að koma upp þessum veggnum.” * Lög í Svabíu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.