Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. ÁGÚST, 1929 ÆTTJARÐAR MINNI jlutt á Iðavelli hinum nýja, 5. ágúst, 1929, ---------eftir- J. P. SÓLMUNDSSON Geti manni geymst í hug guð og ættjörð sævi vafin, gróðans sanna geislaflug getur manni fæðst í hug, —hvatir kanna hjörtum dug, hverjum þætti bót er krafin, geti manni glæðst í hug guð og ættjörð sævi vafin. Fjallið bendir himinhátt hvetur kröftum vængjablakið. Þyki strendur liggja látt, loftið bendir himinblátt. I>ví var, endur, ekki fátt upp úr höftum knúð og vakið. Tindur bendir himinhátt, hvetur kröftum vængjablakið. Særinn kviki seiðir blóð, svæft um stund en geyst í róti. Varnar hvika vaskri þjóð, verinn kviki seiðir blóð. Engu sviki unir hljóð ísagrund á neinu móti; sævi kvikum seiðist blóð, svæft um stund en geyst í róti Þröngu gljúfri þindarlaust þjóta rokkar valkyrjanna. Vinir hjúfra raust að raust, rymur gljúfrið þindarlaust. Gæfu ljúfri tendrar traust tindrun okkar leystu fanna, hleður gljúfrið hvíldarlaust hljómi rokka valkyrjanna. Himinn efsti, hæsta grund, hafs og jökul-línum bundin! Huga vefst á helgri stund himinn efsti, dýpsta grund. Alltaf krefstu, allra lund aflist tök á streng um sundin, himinn efsti, hæsta grund, hjartna rökum saman bundin. Avarp forseta. S. E. BJÖRNSON á Islendingadaginn á Hnausum 5. ágúst, 1929 I nafni Islendingadagsnefndarinnar leyfi ég mér að bjóða yður öll el- komin hingað í dag. Þessi staður, sem vér nú stöndum á er, ef ekki heilög jörð, þá í það minsta sá nýi og veglegi framtíðar bústaður sveitarbúa. Eini staður- inn, sem þeir eiiga allir í sameiningu, og líklega einhver fegursti staður í allri Bifröst-sveit. Þingvöllur heitir staður þar sem forfeður vorir mættust endur fyrir löngu; ræddu sín áhugamál og höfðu sín dómþing. Sá staður er nú helgur staður öllum íslendingum, og þar ætlar hin íslenzka þjóð að halda 1000 ára minningarhátíð Alþingis að ári, eins og kunnugt er. Verður sú hátíð einn stærsti viðburður í sögu ættlands vors Oig þjóðar um langan aldur. Annar staður er,sem frægur varð og menn muna enn í dag. Sá staður var fyrir örófi alda nefndur Iðavdlir. Þar var það sem Æsir komu saman og ræddum um “hvort skyldi Æsir af- ráð gjalda eða skyldi goð öll gildi eiga.” Þar “gengu regin öll á rökstóla, ginnheilög goð, ok gættusk of þat, hvcrr hcjði lopt allt lævi blandit, eða ætt jötuns Öðsmey gefna.”? Finnask Æsir á Iðavelli ok of mold þinn máttkan dæma, ok minnask þar á megindóma ok á Fimbultýs forn- ar rúnar.” Free Press auglýsir þenna Islend- ingadag hér “In the New Municipal Park.”— Það er auðvitað vel viðeig- andi nafn í þessu landi. En þó finnst mér við ættum að skýra þenna stað einhverju góðu fornhelgu nafni aí norrænu kyni, eins og til dæmis IðaveUi. Vér höfum Gimli hér fyr- ir sunnan, Og Bifröst hér. Bæði þessi nöfn eru úr fornri igoðafræði og ein- hver hin fegurstu. Að Iðavcllir sé réttnefni á þessum stað, hygg ég sé lítill vafi á; þar sem er iðandi stór- vatn í baksýn og völlurinn sléttur og grænn fyrir ofan. Og ræðupallur- inn í þessum fagra skógarlundi yrði þá einskonar Hliðskjálf hvaðan menn fá séð um heima alla. Það var Freyr sonur Njarðar, sem settist í Hliðskjálf og sá um heima alla. Sá hann þá bak við “eld þann er æva brennur,” mey svo fagra að af örmum hennar lýsti um lög og láð. Hann sendi Skírni skó- sveinn sinn eftir meynni. Skírnir reið “mar'þeim er bar hann um myrkv an vafurloga. Hann hafði sverð það er sjálft vegur, ellefu gullin epli og hring þann er átta jafnhöfgir drupu af níundu hverja nótt.” Er þessi frásögn einkar fögur lýsing á höfðingskap guðanna. Áður en þessi sól sezt til viðar, munum við komast að raun um að ræðumenn þeir og skáld sem nú bafa sezt í þetta Hliðskjálf vort munu, líkt og Freyr Njarðarson, sjá, ef ekki um heima alla, þá í það minnsta vel út fyrir jarðarskekilinn og ef til vill lengra út fyrir blámann fyrir utan en oss grunar. Að noíckrar Jötunheima drósir seiði svo huga þeirra að þeir gleymi ætlunarverki sinu hyigg ég naumast komi fyrir. Þeir eru allir ráðsettir menn orðnir fyir löngu síðan. Skírnir þeirra Ieikur því lausum hala í dag. Hann verður frjáls að ferðast sinn veg, eins og vindurinn í trjánum. Gýmis garðar með öllum þeirra töfrum lencla þá í baksýn við sali þá hina miklu, sem reistir verða hér í dag á bjargi vitsmuna og listar. Því eins og Freyr átti baug þann er átta jafnhöfigir drupu af níunda hverja nótt, gulleplin ellefu og sverð það er vegur ef horskur á heldur, eins mun andi ræðumannanna og skáld- anna er bráðum svífur yfir öldum hins volduga Winnipegvatns, bera áttfaldan ávöxt hjá oss níunda hverja nótt. Þá mun mál það er þeir mæla, sem er hin gullnu epli, hljónra i eyr- um vorum sem yndislegt bergmál frá vorum æsknaárum. Og áhrifin sem vara með oss er þá sverð það er sjálft vegur. Það er arfur vor sem “grær um í vestrænum vorþey og bylnum, með vonunum, sorgunum heljunni, ylnum.” Hinn arnfleygi mar, sem ber oss “of myrkvan vafur- loga” er þá kjarni oig sálargöfgi vorr- ar ástkæru íslenzku tungu. Unga Indland. Gandhi og Pandit Jawaharlal. Þótt athygli þeirra, sem stjórnmál- um sinna beinist mest að ýmsum erjum hér í álfu, þá mum það sanni næst, að merkustu og áhrifamestu stjórnmála- hreyfingarnar gerast nú austur í Asíu, að minsta kosti þegar frá er skilin meira eða minna máttlaus barátta góðra manna í Evrópu og Ameríku fyrir afvopnun og Alþjóðasamning- um. Lesendum Lögréttu er nokkuð kunnugt það helsta, sem gerst hefur á síðkastið í Kína og Japan, m.a. eftir ritum og ræðum sumra kínversku og indversku leiðtoganna sjálfra og þarf ekki að fjölyrða um það, hver áhrif það getur haft á stjórnmál og menn- ingu heimsins ef þessum þjóðum tekst, hvorri um sig, að sameina kraftana til þess að reka af höndum sér erlend yfirráð og koma skipulagi á samstæð þjóðleg ríki. En á þessu eru að vísu mun meiri erfiðleikar, en menn gera sér alment grein fyrir í fjarlægð, ekki síst af því, t.d. í Indlandi að sú stjórn- arfarslega eining sem að er kept er alls ekki til í meiningu og máli, trú og siðum. En :þær erjur, sem af þessu spretta milli trúarflokkanna oig þjóð- bálkanna notar erlenda valdið, Bretar, sér svo óspart. Þótt Bretar séu taldir allra þjóða lagnastir og stjórnvitrastir nýlendumenn, fara vandræði iþeirra vaxandi út af Indlandsmálunum. Enn er ekki fullkunnugt um árangur Simon nefndarinnar, sem Lögrétta hefur áður sagt frá og meðal indversku leiðtog- anna er ágreiningur um það hvað gera skuli. Út um heiminn er Ghandi langkunn- astur leiðtogi indverskra þjóðernis- sinna, enda stómerkur maður og á sín- um tíma hinn valdamesti. Síðustu árin hefur hann samt lítið látið stjórn- mál til sín taka beinlínis og aðrir menn hafa orðið meira ráðandi í Hpkknum og margir jafnvel ráðist harðlega á Ghandi. En Ghandi hefur samt sífelt fylgst með málunum og haft áhrif á þau með blaði sínu “Unga Indland.” Deilan stendur nú mest um það, 'hversu víðtækar sjálfstæðiskröfur gera eigi á hendur Bretum. Þeir höfðu lofað þvi, að Indland skyldi fá heimastjórn, verða “dominion” eins og t.d. Kanada, fyrir 1930, en mörg- um þykir svo sem lítið ætli að verða úr efndunum og vilja því umsvifalust hefja baráttu fyrir fullum skilnaði. En Ghandi er á móti þessu. Hann segir að deilan um heimastjórn og skilnað sé ekki annað en deila um orð, eins og nú standi sakir, og vill enn semja við Breta, en segir hinsvegar að ef ekki fáist nú fljótar og góður endi bundinn á þá samninga fyrir næsta nýár, þá vilji hann berjast fyrir fullum skilnaði. Það er annars svonefnt Nehruupp- kast, sem nú veldur favað mestum deil- um meðal Indverja. Motilal Nehru, sem tillögur þessar eru kendar við, er auðugur indverskur höfðingi, sem kveðst að vísu vera með fullum skil- naði, en samt ekki á móti “dominion” skipulaginu ef það fáist undir eins. Annars eru það ýms atriði sem snerta stjórnskipulagið innávið, sem hafa orðið til þess að margir Indverjar hafa snúist á móti Nehru-uppkastinu og finna því einkum það til foráttu, að það geri ráð fyrir iþví, að völdin fari öll í hendur Hindúa og sé illa séð fyrir rétti minnihluta þjóðernanna. Sá, sem nú ber hæst merki hinna ungu þjóðernissinna heitir Plandit Jaiwaharlal, ungur maður, sonur I Nehrus, en andstæðingur þeirra miðl- unarleiða, sem faðir hans og Ghandi vilja fara, Pandit Jawaharlal, er af mörgum talinn hinn mikli framtíðar- leiðtogi indverskrar sjálfstæðisbaráttu. Gandhi fór um hann mjög lofsamleg- um orðum á síðasta flokksþinginu í Kalkutta. Hann beitir öllu afli sínu, sagði hann, til þess að finna ráð til að létta af okkur því oki, sem þjakar okkur, er óðfús að bæta úr sívaxandi neyð almennings, jafnóþolinmóður gagnvart okkar eigin auðvaldsherrum, sem eru blóðsugur almennings og gagnvart þeim, sem stjórna þessu 1 landi og eru blóðsugur þess, eins og Salisbury lávarður sagði. Hann er á móti þessari ályktun (Nehrus og Gandhis), en hann vill ekki skapa ó- þarfa beiskju. Eg finn ekki til sömu tortryggni og hann gegn ályktuninni, en ég finn með honum til sorgarinnar útaf neyð landsins og vesaldómi, sem bugar okkur og eyðileggur.” Svo sagði Gandhi og Pandit svipað að ýmsu leyti til hans. Hann er alinn upp í allsnægtum, en lifir nú í fátækt á verkamannavísu og þvær sjálfur daglega hinn einfalda fatnað sinn eins og þeirra er siður. Af öðrum helstu leiðtogum í opin- beru lífi Indlands nú má nefna Mu- hammed Ali, foringja múhameðs- mannaflokksins, Subhas Bose, einn af leiðtogum Bengála og Nim'bkar jafn- aðarmannaforingja og Lala Lajput Rajs, sem nú er nýlega dáinn, áigætur maður og auðugur, sem gaf alt sitt í þjónustu sjálfstæðismálsins. Hann skrifaði snjalt svar við hinni átakan- legu ibók ungfrý Mayo um hið hörmu- lega siðferðis- og heilbrigðisástand á Indlandi og er lesendum kunnugt af fyrri frásögn sumt af þeim lýsingum. Þessum og öðrum hinum helstu leið- togum genigur oft illa að koma sér saman, einkum Hindúum og Múha- n^eðsmönnum og þoð nota Bretar sér. Déilurnar eru út af trúmálum og þjóð- ernismálum, á yfirborðinu að minnsta kosti og út af stjórnarfarslegri afstöðu trúar- og þjóðflokkanna. Því er nauðsynlegt, að kunna nokkur skil á þeim málum. Ibúar þeirra indversku ríkja, sem eru undir handarjaðri Breta, eru um 318 miljónir. Þeir tala mörg ólík tungumál og játa mismunandi trú. Hindi er útbreiddasta málið, talað af 97—98 miljónum. Það mál vill Gandhi gera að opinberu máli í stað enskunnar, en hafa annars fult mál- HYGGINDI Vitrir menn bera fyrirhyggju fyrir framtíðinni. Þér skulið byrja að leggja inn í sparisjóð hjá oss, meðan þér eigið enn- þá óskerta krafta, til að afla fjár vextir árlega, sem bætt er við höfuðstólinn á hálfsárs fresti, munu láta sparifé yðar vaxa óðfluga. Engir sparisjóðir eru settir í veð heldur í glæsilegustu skuldabréf og hlutabréf. Innborgaður höfuðstöll: $6,000,000 Eignir og varasjóðir yfir $7,500,000 A. R. McNICHOL LTD. WINNIPEG Aðal skrifstofa: 288 PORTAGE AVE. Phone 80 388 North End Branch: 925 MAIN STREET Pihone: 56956 Hin nýjasta allra rafhljóm véla — Victor Radio með Electrola, nýfundin upp er eitt hið merkilegasta á- hald nútímans og ári á undan öllu öðru á markad- inum. Þú þarft að heyra hana til að geta öðlast hugmynd um hina óvið- jafnanlegu hljómfegurð. $375.00 $25.00 niðurborgun og 20 mánaða afborganir Vægustu skilmálar í Oanada garjýent Avb. at gharbrook frelsi. Bengalir eru margir á móti þessu, en bengalska er næst útbreidd- asta málið, talað af c. 50 miljónum manna. Annars eru í ríkinu níu mál, sem hvert um siig er talað af fleiri en 10 miljónum manna, telúgú t.d. af 24 milljónum. Enskumælendur eru eins og dropi í hafinu innan um þessi ó- sköp, aðeins 308 þúsundir. En þar sem enska er opinbert mál ríkjanna skrifa hana auðvitað og tala fleiri, eða um 2)4 milljón. Að því er til trúarinnar kemur eru Hindúar einnig flestir, þeirra trú játa 216—217 mill- jónir. Múhameðstrúarmenn eru næstflestir, undir 70 milljónir, þá Búddhatrúarmenn undir 12 milljónir og svo kristnir menn um 5 milljónir (og fjölmennastir iþeirra rómversk kaþólskir, en lúterskir þeir fimtu í röðinni, c. 250 þúsund). Aðrir trúar- flokkar eru fámennari, Sikhar c. 3)4 milljón, Jainatrúarmenn c. 1)4 milljón o.s.frv. Af þessum manngrúa var talið, fyrir fáum árum, að einungis 23 milljónir væru læsar, langflest karl- menn og tiltölulega langflestir kristnir menn (285 af þúsundi, móts við 75 af Hindúum, 68 af Sikhum og 54 af Mú- hameðsmönnum). Talsvert er samt gert til þess að bæta úr þessu af Bret- um. I ríkjunum voru til skamms tíma nærri 240 þúsund allskonar skólar með ca. 10)4 milljón nemendum. Blaða- og tímaritaútgáfa er allmikil. Arið 1925 — 6 komu út á fimtánda þúsund bækur á indverskum málum a þriðja þúsund bækur á ensku og öðrum evrópumálum og ' í Bombay voru gefin út 1350 blöð og tímarit. Af þessu má nokkuð sjá glundroð- ann í indverskum málum og erfiðleik- ana á samstarfinu gegn Bretum, enda halda Bretar uppi veldi sínu í Indlandi með fremur litlum herafla. Þeir hafa þar aðeins 60 þúsund bretska hermenn og að auki nærri 170 þúsund manna indverskan her. Fólkið er lika frem- ur friðsamt bændafólk, því um 230 miljónir lifa á landbúnaði, en víðast vesælum og úreltum. Bretar hafa gert talsvert mikið fyrir indverskt atvinnulíf og menntamál og veitt nokk rar stjórnarfarslegar ívilnanir á siö- LUMBER THE McARTHUR LUMBER & FUEL CO.. LTD. Winnipeg — Manitoba ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR KAU PIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Blrgðir: H«nry Av«. Ea»t Phone: 26 35« Skrifstofa: 5. Góifi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆQJA. Stofnað 1882. Löjjgifc 1914. D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD President HOWARD WOOD Treasurer LIONEL E. WOOD Secretary (Plltarnlr aem ðllum reyna aV þðknant) Verzla með:--- BYGGINGAREFNI — KOL og KOK Búa til og selja:- SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT Cefið oss tækifæri SfMAR 87 308 — 87 309 — 87 300 Skrifstofa og verksmiðja; 1028 AGington Str. (miili Ross og Elgin) Winnipeg. ASK FOR DryGincerAle OR SODA Brewers Of country'clubT BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BK E W E R.V OSBORN E & MULVEY- WINNIPEG PHONES 4J-III 41304 56 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.