Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 14. ÁGÚST, 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. Og mér birti fyrir augum; iVafurloga lagði af haugum Landnámsmanna nærri þar. fGulliö var, sem grófst þar meS þeim, Gildir vöövar — afl var léS þeim— Þeirra allt, sem aldrei getur lOrku neytt á Sandy Bar. Viö getum neytt orku þar sem þeir gátu iþag ekki. Og við eigum ork- una, en hún má ekki hverfa í sand sérhyggjunnar og sundurlyndisins, eins og hún er nú að gera. Islandsfréttir. HARÐUR LANDSKJÁLFTI um hálft landið R’vík. 24. júlí' Ákafur landskjálfti reið hér yfir foæinn kl. 5.45 siödégis i gær. Þeir, sem muna landskjálftan 18%, ætla að 'þessi hafi verið ö>llu meiri. Flestum virtist hreyfingin koma úr norðaustri, en ekki veröur aö svo stöddu sagt, hvar upptök landskjálft- ans voru, þvi aö landskjálftamælir- inn í 'Sjómannaskólanum fór svo úr skorðum, að ekki varð á hann 'lesiö. 'Nokkurar skemdir urðu hér i bæn um eins og vænta mátti. Alþingis- húsiö mun hafa skemst einna mest. Þar komu sprungur i suma innveggi og loft sprungu í flestum herbergjum, og listar hrundu niður, einkum í sal neðri deildar. Þá sprakk og kon- ungsmerkið yfir dyrum hússins oig féll brot úr þvi niður á gangstétt- ina. A landjsimastöðínni (garrda póst- húsinu) urðu og talsverðar skemd- ir- Loftið í miðstöð bæjarins sprakk og steinar yfir tveim gluggum þver- brotnuðu, en duttu ekki niður. Eitt simaborðið laskaðist eitthvað. Þá hrundu og ndkkurir reykháfar, en ekki urðu slys að því. Á einum stað laskaðist gamall brunagafl. Sprungur munu hafa komið í nokkur steinhús. Nýji hafnarigarðurinn hefir sigið lítilshátrtar um fremstu samskeytin, en ekki mun það koma að sök. Sprunga kom í botninn á sundlaugun Um og f jaraði skyndilega í þeim. Mun viðgerð ekki lokið fyrr en á laugar- <3ag. Nokkurar skemdir urðu á glervöru i sumum búðum og rúður brotnuðu á nokkurum stöðum. Landskjálftinn fannst allt austan frá Skeiðarársandi og vestur á Snæfells- nes. Hann var allharður á Suður- landi og Borgarfirði, en gætti litið eða ekki norðan lands. Á Reykjanesi gætti hans og lítið. Ekki hefir ^rézt, að hann hafi valdið neinu tjóni utan Reykjavíkur. Tveir kippir fundust hér nálægt kl. ? og 8 í igærkveldi, og smáhræringar hafa fundist undanfarna daga. Eins og áður er sagt, vita menn ekki hvar upptök landskjálftans voru, en vel getur verið, að þau megi sjá a landskjálftamælum i öðrum lönd- um, og munu Veðurstofunni þá ber- ssit þ;er fregnir innan skamms. —Vísir. Haraldur Sveinbjörnsson orSinn fimleikakcnnari Milton Sills Haraldur Sveinbjönsson, bróðir Valdimars sundskálavarðar, fór til Ameríku fyrir nokkurum árum q® hefir stundað þar fimleikakennslu síð- an- I bréfi, sem er nýkomið frá honum, segir hann svo: “Eg byrjaði að vinna við Columbia háskólann síðari hluta vetrar og held þar áfram itil hausts, ef ekkert betra býðst. I>ó geri ég varla ráð fyrir að betra bjóðist, því að kjörin eru allgóð. Um skó'lalokin í vor var ég svo heppinn að komast í samband við hinn f^æga kvikmyndaleikara Milton Sills. Hann vantaði æfingakennara ogt þjálf ara í sumar, og kjöri mig til þess, eftir það, að hann hafði vísað tveim óðrum fimleika- og þjálfkennurum á braut. Nú er ég hjá honum, æfi hann í leikfimi á morgnana oig læt han hafa húðstrokur (Massage). A daginn förum við svo saman í út- eeiðar eða á veiðar. — llann á hér heimili hjá gullfallegu vatni, sem er skógi kringt, og er vatnið fullt af fiski, en i skógunum nóg af hrein- dýrum, björnum, úlfum og fleiri veiðidýrum. Þetta er hið bezta sumarfrí sem ég hefi átt völ á um æfina, og svo fæ ég meiri toorgun fyrir þetta, en nokkuð annað, sem ég hefi igert, 12 dollara á dag, en það lætur nærri 50 íslenzþum krónulm. Eg man þá tíð að það þótti hátt kaup á viku heima. ,1 vor ferðaðist ég með íþróttaflokki frá Columbia-háskólanum, sem keppti við alla íþróttaflokka stærstu há- skólanna í Bandaríkjunum. Á því ferðalagi lærði ég meira viðvíkjandi íþróttúm, en á nokkru öðru, sem ég hefi séð og kynst hér í landi.—Mbl. R’vík. 19. júlí Undirbúning^nefnd /í\!fh'ngishájíff- arinnar tilkynnir: Samkeppni lista- manna um minnispeninga og merki var lokið 15. þ. m. Úrskurður dóm- nefndar féll á þá leið, að tíu króna peningar verða gerðir samkvæmt hug mynd Einars Jónssonar myndhqggv- ara, fimm króna peningar samkvæmt hugmynd Baldvins Björnssonar gull- smiðs og Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, en tveggja króna pen- ingar samkvæmt hugmynd Ba'ldvins Björnssonar og Tryggva Magnússon- ar málara. — Merkið gerir Tryggvi Magnússon. Dómnefnd skipuðu Ásgeir Asgeirs- son fræðslumálastjóri, Magnús Jóns- son prófessor og Magnús Kjaran, framkvæmdastjóri undirbúningsnefnd- ar Alþingishátíðar.—Mibl. TILKYNNING frá undirbúningsnefnd Alþingis- hátíðar Reykjavík 13. júlí. Á fundi Norðurlandaþingmanna í 'Osló, þar sem Ásg. Ásgeirsson alþm., var staddur fyrir hönd íslands, var ákveðið að halda næsta þingmanna- fund fyrir Norðurlönd í Reykjavík næsta sumar 30. júní og 1. júlí. A- kveðið var að hafa tvö umræðuefni, l.)iÞingræðið og 2.) Landbúnaðínn o|g| afstöðu hans til annara atvinnu- vega. Fundinn munu sækja þingmenn frá Finnlandi, Sviþjóð, Danmörku og Noregi, sennilega um 15 frá hverju landi. Afráðið var, eftir tillögu Mowin- kels, forsætisráðherra Norðmanna, að leigja sérstakt skip til fararinnar, og munu gestirnir toúa í skipinu á með- an staðið er við í Reykjavík. Al- iþingishátíðanefndin hefir ákveðið að tojóða Norðurlandaþingmönnunum á Þingvallahátíðina og mun þeim auk þess gefinn kostur á að ferðast, ýmist um Suðurland eða Borgarfjörð, á milli 'hátíðarinnar 0|g fundarins, og að fundinum loknum. • —Vísir. Borgarnesi, 11. júlí. I fyrradag var byrjað á að steypa torúna yfir Brákarey. Er búist við, að brúin verði fullgerð í ágústlok eða byrjun september. Yfirleitt mið- ar hafnargerðinni vel áfram. Grasspretta er ágæt í Borgarfirði og sláttur almennt byrjaður. Eru menn víða langt komnir með tún. Hvað verður næst? Vísindamönnum nægir ekki lengur, að geta notað “radio” til þess að víð- varpa hljóðfæraslætti, fréttum og þessháttar, mönnum til skemtunar og fróðleiks. Þess 'háttar verður brátt algert aukaatriði í notkun víðvarps- ins. Árið 1915 barst í fyrsta skifti rödd yfir Atlanzhafið. Nú er svo langt komið, að menn, sem eru sinn hvoru megin við Atlanz'hafið, geta talast við með víðvarpi alveg eins og þeir væru í sama herbergi. Fyrst lengi vel var sá ljóður á þessu, að hver víðvarpsnotandi, sem vildi, gat hlust- að á samtölin. Nú hefir vísinda- mönnum tekist að búa svo um hnút- ana, að iþetta er ómqg'ulegt. A bylgjunum breytast öll 'hljóð, til dæmis þannig, að hátt og hvelt hljóð verður lágt og dauft og óviðkom- andi hlustendur heyra ekkert annað en óskiljanlegt garg. Nú getur fólk í Stokkhólmi og San Francisco talast við með “leyndarmálsheldum” víð- varpssíma. Víða geta menn, sem eru á ferð í hraðlest, talað við kunn ingja sinn í fjarlægri borg. Þá má nefna myndavíðvarps-send- ] ingarnar. Þær eru nú komnar á þann rekspöl, að álitið er, að bráðleiga verði 'hægt, með mjög litlum tilkostn aði, að toæta myndamóttakara við jafnvel ódýrustu víðvarpstæki. En ekki er allt þar með búið. Til er radio-dýptarmælir, sem gerir aðvart ef skipið, sem hefir hann innanborðs, kemur skyndilega á grunnsævi, ljós- myndavél, sem stjórnað er með radio og gerir aðv^rt, ef innbrotsJ)jólur gengur milli hennar og örlítils raf- magnsljóss sem er andspænis henni, og svo radio-jhljóðfærið. HHjóð þess eru framleidd með þvi, að veifa hægri hendinni í grend við tein, hægra mqgin á tækinu, og tónninn er afmarkaður með því, að halda hinni hendinni misjafnlega langt frá málm- lykkju, sem er hinumegin. A þetta tæki getur prófessor Theremin, sá sem fann það upp, leti'kið ýmisleg lög, svo sem “Söng bátsmannanna á Volga” og “Ave Maria” eftir Goun- od, með svo mikilli hljómfegurð, að hljómlistamenn eru hrifnir af. Ein grein víðvarpsins er enn ótalin og ekki þýðingarminnst. Er það firð- stjórn ýmsra farartækja. Verk- fræðinganefndir 'hafa verið skipaðar, til þess að athuigva möguleika til fram kvæmda í þessu efni, og hafa þær talið, að á sumum sviðum væri tals- vert öruggara að ferðast með farar- tækjum sem stjórnað væri með radio. —Þegar skipum, flugvélum og bif- reiðum hefir verið slept mannlausum- og smyglarar í Ameríku nota firð- l stjórnarvéLbáta, til þess að koma á land vörum sínum, þá er þar með sýnt að möguleikar radio-bylgjanna eru furðulegir. Enn er þó eftir ótalinn allra undra- verðasti möguleikinn — að víðvarpa vinnuorku! iHuigsið ykkur landkönn uði einhversstaðar uppi á Grænlands- jökli, eða á Norðurpólnum. I stað- inn fyrir að vera úti í frostinu og kuldanum, taka þeir upp úr pjönkum sinum víðarpstæki og stilla það,— ekki til þess að taka á móti hljóð- færaslætti eða fyrirlestrum, heldur Ijósi í tjaldið sitt og hita til að ylja það upp og sjóða matinn fyrir sig. —Um nokkurn tíma hafa nienn lit- ið á þetta sem möguleika og upp- fundningamenn hafa starfað að því, að gera “möguleikann” að veru- leika. — Nú hefir nýlega í Ameríku verið búin til “spóla”, sem menn gera sér miklar vonir um að muni — eí ekki leysa þrautina að fullu — þá að minnsta kosti vera svo þýðingarmikil, að ekki vanti mikið á að hugmyndin verði frámkvæmanleg. Við tilraun- irnar sem gerðar voru með tækið skeði meðal annars þetta: “Rafmagns “pera,” sem tekin var í fyrsta sinni úr umbúðunum, lýsti með fullri birtu, án iþess að nokkurir þræðir væru tengdir við hana, koparstöng sem Iá á gólfinu varð brennheit, egg voru sett í glerpípur, soðin og borin á 'borð fyrir áhorfendur, pylsa var steikt og epli 'bakað alveg í gegn. Einnig hefir verið stungið upp á því að “spólan” nýja kunni að vera þýðingarmikil við lækningar.. Nokkurum mánuðum áður en þetta varð, kom prófessor A. M. Low, frægiur vísindamaður, með þá tillögu að hægt myndi vera að hreyfa bif- reiðar, með straum sem sendur væri eftir þráðum undir veginum, og tók Mlarconi, hinn ítalski, í sama streng- inn. Einn ,af radnoHsérfræðingum Ameríku, Mr. Nicola Tesla, hefir skýrt frá því að hann geti víðvarp- að 100,000 hestöflunt með aðeins 5% orkumissi við sendinguna. I sam- bandi við það spáir hann því, að flugvélar muni einhverntíma geta flog ið miklu lengri áfanga, en hingað til, nefnilega í það óendanlega, með því að nota afl, sem þær fenigju með víðvarpi. — Hvað verður næst? —Vísir. Heill og vanheill. Það er svo ljúft að lifa að lesa, vinna, skrifa, að elska og una sér, þegar að hressist hjarta við heilsuljósið bjarta, sem dýrsta gjöfin drottins er. En þegar þjáist lyndi og þjaka vanheilindi og þrautir þröngva sál, Þá verður þungt að vinna, þá vill ei andinn sinna um gleðihót né gaman mál. A. Þ. Eldon. Samlagsfréttir. Union Stock Yards, St. Boniface, Man. 13. ágúst, 1929. Mr. I. Ingaldson, M.L.A., fram- kvæmdarstjóri “Central Livestock Co-operative Limited,” kom í fyrradag aftur hingað til bæjarins úr ferða- lagi um Ontario og Quebec-fylki, þar sem hann hafði viðdvöl á hinum miklu gripamarkaðsstöðum í Toronto og Montreal — og um eystri miðríkin, sunnan landamæranna, þar sem hann hafði viðdvöl á hinum miklu gripa- markaðsstöðum — Chicago og St. Paul. Ferðin var farin í því augnamiði að kynna sér möguleika fyrir afsetningu átökugripa (feeder and stocker cattle) og þá einnig til þes sað fá upplýsingar um gripa- markaðshorfur yfirleitt. I Ontario eru uppskeruhorfur mjög góðar. Ágætt útlit er með hey og aðrar fóðurjurtir. Hafa framleið- endur í Ontario í hyggju að kaupa tölu vert af átökugripum. Uppskeruhorfur i Quebec mega heita hinar sömu og í Ontario. Eitt- hvað af átökugripum kaupa Quebec- bændur, þó ekki eins mikið og Ontario bændur. 1 eystri miðríkjunum má búast við gríðarmiklum heyfeng, að því er skýrslur herma. Maískorn stendur misjafnlega, sumstaðar ágætlega; sumstaðar í meðallaigi, og mjög lé- lega, er vestar dregur. Eftirspurn átökugripa t Bandarikjunum verður mjög hin sama og síðastliðið ár. Alstaðar varð vart við það, að veru leg eftirspurn eftir átökugripum, er King’s Ltd. Ágúst útsala Á LQÐFATNAÐI OG LOÐBRYDDUM KÁPUM 10° o—20° n afsláttor Aðeins yfir ágúst mánuð Vægir Skilmálar Loðbryddar KÁPUR Nýjasta snið og efni, allar ný- lega lagðar beztu loðfeldunt $15.50 til $85 á ágúst út- sölunni LOÐKÁPUR Wombat Geitarskinn Electric Seal Muskrat o. s. frv. $58. tU $225 á ágúst út- sölunni King’s Ltd. 394 Portage Ave. (Næst Boyd Byggingunni) ekki væntanleg fyr en i lok ágúst- mánaðar. Fyrirspurnin í sambandi við fyrirhugaðar breytingar á gripa tollinum leiddu í ljós, að ennþá er ekkert fullráðið um það. Manni var gefið í skyn af ýmsum sæmilega vel metnum mönnum að tollur á átöku gripum myndi að öllum líkindum haldast óbreyttur frá því, sem nú er, nefnilega lyí cent á pundið í gripum undir 1050 pund og 2 cent á pundið fyrir þyngri gripi. En hvernig sem fer þá verður engin breyting á þessu fyr en undir áramótin. Sumir af framleiðendum gripasam- lagsins í vesturfylkjunum eru í vand- ræðum með beit og fóður fyrir gripi sína, og verða af þeim orsökum að koma þeim til markaðs hið fyrsta. Vér vildum ráðleggja þeim, sem beit hafa sæmilega nóga, að þeir haldi gripum sínum heima enn um stund, þar eð vér búumst við all mikilli qg jafnri eftirspurn allskonar gripa. Vér búumst ekki við verulegri verðhækk- un, 'heldur, sem sagt, allmikilli eða mikilli eftirspurn. Þar sem um góða gripi er að ræða, fitna þeir vafalaust og auka á þyngd sína. Auk þess að leita sér upplýsinga, var markmiðið með ferðinni það, að koma sér í fast sambönd við önnur gripasamlög eystra og syðra til þess að höndla átökugripi. Vér erum í sambandi við ýms mjög öflug gripa- samlög qg erum sannfærðir um að samvinnuumleitanir samlagí vors verði öllum aðiljum til arðs og heilla. Það þarf dálítinn tíma til þess að afsetja svo að verulega um muni, en skilningurinn er sá, að sambönd vor leiti viðskifta við oss og snúi sér til samlags vors að verða við eftirspurn þeirra. Eitt vandamálið, er gripasamlag á við að stríða, er sú staðreynd, að oss berst til markaðs töluvert af mjög lélegum gripum. Vildum vér því með þessu bréfi hvetja hvern einasta Skrifið eftir astco Ástæðulaust að þjást þegar bati fæst með tveimur skömtum af Asco. Þús- undir kvenna er iþjást af höfuðverk og toakverk toafa fundið ASCO bæta sér. ASCO er ekki aspirin, það er méira og betra. Kostar 10 cent í lyfjabúðum ---------Skrifið- ASCO PHARMACIAL CO. WINNIPEG, MAN. framleiðanda til þess að reyna að bæta aligripakyn sitt. Um leið og vér byggjum upp gfripasajmlags markað vorn, ættum vér að bæta aligripakyn vort. Félagsskapur framleiðenda er alltaf að reyna að bæta söluskilyrðin fyrir framleiðslu sinni. Framleið- endur sjálfir geta aðstoðað oss mikil- lega í þessu efni með því að fastráða það við sjálfa sig, að þeir afhendi samlaginu sem bezta gipi til afsetning Hér í Winnipeg voru stödd í vik- unni sem leið, á leið til Oakland i Kaliforniu, Mr. og Mrs. Righ frá Minneapolis. Ætla þau alfarin til Oakland. Mr. Righ hefir í mörg ár lesið fyrir og kennt hlutafélagslög- fræði við háskóla Minnesotaríkis. Mrs. Righ er Islendingur að ætt og uppruna, dóttir Mr. Theo. Halldórsson (af fyrra hjónabandi) er nú er bú- settur í Winnipeig. TIL STEINS H. DOFRA Áður meðtekið ...........$135.55 Mrs. A. E. Eldon, Wallaston, Mass................. 2.00 Alls .................... $137.55 eeeeðeoððsc | Tækifæri er menn ættu I —.................. | ekki að missa | Stiles & Humphrie’s Vöru útrýmingar Afsláttar Fata Sala Á karlmannaklæðnaði, Höttum og öðrum Fatnaði —Á verði sem þér getið ekki staðið yður við að tapa af. Athugið verðlistann í dagblöðunum. Stiles & Humphries 261 PORTAGE AVE. Rétt við Dingwalls MACDONALD’S Fine Qct Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. HALDID SAMAN MYNDASEDLUNUM

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.