Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.08.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRING LA WINNIPEG, 14. ÁGÚST, 1929 Hcintskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFOS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. Vtanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstfórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 14. ÁGÚST 1929 OPIÐ 1 BRÉF Á föstudagsmorguninn barst oss svo- hljóðandi bréf frá forsætisráðherra Sas- katchewanfylkis, Hion. J. G. Gardiner: Regina, August 6th, 1929. The Editor, Heimskringla, Winnipeg, Man. Dear Sir: I am informed that there have been discussions in the Icelandic newspapers published in Winnipeg with reference to the motives for the making of a grant by the Govemment and Legislature of the Province of Saskatchewan to the Icelandic Excursion Committee which is organizing an excursion to Iceland on the occasion of the Millennial Celebration of the Icelandic Parliament in June, 1930. I am further informed that statements have been made to the effect that the purpose of making the grant was to use this occasion for ad- vertising Saskatchewan with the object of inducing citizens of Iceland to emigrate to this Province. I would therefore like to make a brief statement as to the cir- cumstances under which the above grant was made and would ask you to publish same in your paper. The attention of the Legislative As- sembly of Saskatchewan was first drawn to the Icelandic Millennial Celebration, by an address by the member for Wynyard, during the debate on the Speech from the Throne at the 1928 Session. The Legis- lature was informed that the Icelanders in Canada and the United States were or- ganizing an excursion to Iceland on this occasion. In his speech the Member told of the prosperous conditions in Iceland and pointed out that this excursion would have no influence on renewing the move- ment of Iceianders to Canada. Immigra- tion from Iceland was a thing of the past. When the making of the grant to the committee for organization expenses was considered in the Legislature it received the unanimous support of the House. The supporting speeches by prominent mem- bers of all the Parties made it very clear that the only motive was to honor and show sympathetic recognition of this un- ique historical occasion by assisting in making this excursion of the Icelandic citizens of the Provinoe a success. This was entirely in accord with the attitude of the Government. I hope that this statement will have the effect of removing any misconception that may have arisen in connection with this grant. Yours truly, James G. Gardiner. (Þýðing) Regina, 6. ágúst, 1929. Ritstjóri Heimskringlu, Winnipeg, Man. Kæri herra: Mér hefir verið skýrt frá því að deil- tur hafi gengið í íslenzku blöðunum sem gefin eru út í Winnipeg með tilliti til til- gangsins með því er stjórn og þing í Sas- katchewan veitti fé til Heimfararnefndar- innar íslenzku, er gengst fyrir leiðangri til íslands í tilefni af þúsund ára hátíð Al- þingis á íslandi í júní, 1930. Mér hefir ennfremur verið skýrt frá því, að staðhæf- ingar hafi verið gerðar í þá átt, að fyrir- ætlunin með fjárveitingunni hafi verið sú að nota þetta tækifæri til þess að auglýsa Saskatchewan með það fyrir augum að hvetja íslenzka borgara til þess að fiytja úr landi til þessa fylkis. Eg vildi því gjarna gefa stutta yfirlýsingu, um það, undir hverjum kringumstæðum þetta fé var veitt og vildi biðja yður að birta þessa skýringu í blaði yðar. Athygli löggjafarþings Saskatchewan var fyrst dregin að þúsund ára hátíðinni íslenzku, í ræðu, er hélt þingmaður Wyny- ardkjördæmis, við umræðumar um há- sætisræðuna á þinginu 1928. Þinginu var skýrt frá því að íslendingar í Kanada og Bandaríkjunum væru að búa sig undir leiðangur til Islands í tilefni af þeim við- burði. I ræðu sinni skýrði þingmaður- inn frá almennum hagsældum á íslandi og benti á það að þessi leiðangur myndi eng- in áhrif hafa til þess að aftur hæfust flutningar íslendinga til Kanada. Inn- flutningar frá íslandi ættu sér ekki leng- ur stað. Þegar fjárveitingin til nefndarinnar til skipulagskostnaðar var til umræðu í þinginu fékk hún einróma stuðning þings ins. Meðmælaræður ýmissa helztu þing manna allra flokka báru það ótvírætt með sér, að tilgangurinn var einasta sá, að heiðra og sýna samúðarvott þessum ein- stæða sögulega viðburði, með því að stuðla að því að þessi leiðangur íslendinga frá þessu fylki mætti sem bezt takast. Þetta var algerlega í samræmi við skiln- ing stjómarinnar. Eg vona að þessi yfirlýsing verði til þess að afmá allan misskilning, er kann að hafa risið í sambandi við þessa veit- ingu. Yðar einlægur, James G. Gardiner. * * * Þetta bréf Mr. Gardiners þarf engrar skýringar við. Verður nú ekki lengur deilt um það í hverjum skilningi féð til Heimfaramefndarinnar var veitt og þeg- ið, svo augljós sem tiigangurinn hlýtur öll um að verða af þessari yfirlýsingu for- sætisráðherrans. Er sannarlega engin hneisa að taka í þær hendur, er svo eru framréttar, bæði stjómvalda og þing- manna. Tryggvi Björnsson. Fyrir fáum árum dvaldi ungur Da- kota-íslendingur, Tryggvi Bjömson, hér Winnipeg um nokkurt skeið, og lagð i stund á pianoleik og hljómfræði hjá hr. Jónasi Pálssyni. Þeir, sem kynntust þessum unga manni, og skyn báru á, komust fljótt að því að hann var óvenjulegri hljómlistar- gáfu gæddur, og börmuðu það mest, að hann hefði, sökum féleysis, eigi fyr fengið færi á því, að leggja fulla rækt við hana. Héðan fór hann suður til New York, fé- vana að kalla mátti, en brauzt þar áfram með dæmafáum dugnaði, svo ókunnur sem hann var þar öllu og öllum. Hann hafði ofan af fyrir sér með með hverju sem bauðst (seldi t. d. Singer saumavélar um tíma) til þess að koma sér í nám hjá einhverjum bezta pianokennara, sem völ er á í New York, frú Lhevinne, sem gift er hinum heimsfræga pianosnillingi Josef Lhevinne. Tryggvi byrjaði sjálfur að kenna um sama leyti, og varð í fyrstu að elta nemendur sína út um allan bæ á heimili þeirra. En nú er svo komið fyrir dugnað hans og atorku, að hann hefir pína eigin kennslustofu í New York. Nú þarf hann ekki lengur að leita nemend- anna; nú koma þeir til hans.— Hann hefir líka ágæt meðmæli sem kennari, frá frú Lhevinne og helzta að- stoðarkennara hennar, og er auðséð af þeim, að þeim finnst til um persónuleik hans og skaphöfn alla, auk hljómgáfunn- ar, enda er það í samræmi við álit þeirra er bezt kynntust honum hér. Tryggvi Björnsson er nú á hijóm- leikaferð um íslendingabyggðir, sunnan oð norðan landamæra. Ættu landar hans ekki að sitja heima er hann ber að garði. Þeim mun finnast ferðin fullborguð við að hlusta á hann, og þá ekki síður ef þeir næðu að kynnast honum. Minni Y.-Islendinga. Rœða flutt á Þjóðminningardegi að Hnausum, Man., 5. ágúst, 1929, af séra Guðm. Arnasyni Herra forseti og kæru Vestur-Islendingar: Þa0 mun vera orðin nokkurnvegin föst venja hjá okkur á þessum samkomum, sem við nefnum íslendingadaga, að mæla fyrir þrem minn- um — minni Islands, minni Canada, og minni sjálfra okkar. Eg fæ ekki séð að þessi tilhögiun hafi nokkuð annað til síns ágætis en það, aS ræðurnar eru svona hér um bil mátulega marg- ar og sömuleiðis kvæðin. Að vísu ef sjálfsagt að minnast bæði Íslands og Canada á hverjum Is- lendingadegi hér, en ég er helzt á þeirri skoðun að jetta minni okkar mætti missa sig, að minnsta kosti við og við; það væri ef til vill ekki svo frá- leitt að setja í stað þess minni landnemanna, eða minni bændanna í byggðinni, þar sem hátíðin er haldin, eða eitthvað því um líkt. Það er miklu meira hægt að segja einni stétt manna til hróss heldur en okkur öllum svona yfirleitt. En þar sem þetta er nú algerlega á valdi hinna háttvirtu forstöðunefndar, mun það hafa lítinn árangur að mögla. Og sjálfsagt er réttast að gera ekki þetta að deilumáli í blöðunum, enda þótt blöð okkar séu nú orðin einskonar hæstiréttur, þar sem hver og einn getur stefnt öllum þeim, sem hann er ekki sammála, fyrir dóm, kveðið upp yfir þeim dóminn sjálfur — óhagganlegan stóradóm, sem þeir verða að bera til grafar í þögulli auð- mýkt. Í skáldsögunni alkunnu eftir Oliver Gold- smith, “The Vicar of Wakefield,” segir prestur- inn um heimboðin hjá nágranna sínum, Flam- borough bónda, að þar hafi verið vel og rausnar- lega veitt; en þegar 'hann fór að segja sögur, var annað uppi á teninignum— “þær voru mjög langar, og mjög leiðinlegar, og allar um hann sjálfan, og við vorum búin að hlaagja að iþeim tíu sinnum áður, en við gerðum það samt fyrir hann að hlægja að þeim enn einu sinni.” Eg ætla ekki að segja langa sögu hér í dag, ég ætla aðeins að segja brot úr sögu—sögu okk- ar. Verði sögubrotið leiðinlegt, megið þið ekki áfellast mig, þvi ég ætla að seigja þessa sögu eins og hún gengur. Og þannig ber að segja allar sögur, þótt nú tíðkist það mjög að segja sögur allt öðruvísi en þær ganga. Gerum ráð fyrir að einhver alókunnugur maður — einhver Mars-búinn til dæmis, ef þeir eru nokkrir til,— kæmi og færa að virða okkur Vestur-Islendinga fyrir sér. Tvennt er það sem hann myndi reka augun í fyrst af öllu: hvað við erum fáir í samanburði við flesta aðra þjóðflokka, sem þetta Iand byggja, og hvað við erum dreifð- ir. Þrjátíu þúsund manna í fimm stórfylkjum hér í Canada og einum tiu eða fleiri rikjum i Bandaríkjunum. Honum myndi efalaust þykja það furðulegt, hvernig þessar fáu þúsundir hafa getað dreift úr sér um heila heimsálfu á ekki lengri tima en við höfum dvalið hér. Auðvitað verður nú þessi dreifing ekki út- skýrð á þann hátt, að hún sé sprottin af eintómri nauðsyn til þess að bjarga sér. Margur Islend- ingurinn, sem langt hefir farið 'hér til þess að leita sér bústaðar, gæti víst sagf með Karla, þræli Ingólfi landnámsmanns: “Til ills fórum við um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.” Það, sem mestu hefir valdið um dreif- inguna, liggur ekki í ytri aðstæðum, heldur í skaplyndi okkar; það, sem hefir knúð okkur út á öll útnes, og út í allar eyjar, og hvert á land Iþangað sem fiskur er dreginn úr sjó eða vatni, er útþráin, sem knúði forfeður okkar i víkingu og sem ávalt hefir knúð Islendinga til þess að fara utan. Okkur er eðliegt að lifa á dreifing’u, það á vel við okkur, enda mun varla vera til svo fá- menn íslenzk byggð, að ekki séu við og við ein- hverjir að taka sig upp í henni til þess að flytj- ast eitthvað annað. Ef einhver tæki sér fyrir hendur að rannsaka hagsmunalega ávinninginn af flutningum okkar og búskiftum hér í landi, myndi hann komast að raun um það, að yfirleitt sé hann Iítill eða enginn. Þeim þjóðflokkum vegnar efalaust jafnbezt hér, sem taka sér það fyrir hendur að kapprækta jörð- ina af alefli á sama stað heilan mannsaldur og lengur. En til þeirra starfa erum við Islendingar ekki vel fallnir; aðrir þjóðflokkar, sem við ef til vill höldum að standi okkur að baki í menn- ingu, gieta gert það miklu betur en við; og þeir geta gert það betur en við vegna þess að þeir eru öðru visi skapi farnir og eiga aðra sögu að baki sér. Sjálfsagt er erfitt að segja með nokkurri vissu, hvort þessi útþrá, sem dreifingunni veld- ur, sé okkur fremur til góðs eða ills — álit okkar á því hlýtur að fara eftir því hvað skoðum æski- legast og eftirsóknarverðast. Er það framtak og sá þroski, sem margháttuð lífsreynsla veitir, eða er það rólegt, æfintýralaust ogt óbrotið Iíf ? Að vísu er það ekki eins satt nú og það var áður, að heimskt sé heima-alið barn, en samt mun það saitt, að framtakssamast og vitrast fólk sé ekki þar að finna þar sem menn eru þaulsætnastir á föðurleifðum sinum og rólegastir með tilbreyt- ingarlítið líf. En einn augsýnilegan ókost hefir dreifing- in í för með sér — hún stendur samvinnu fyrir þrifum. Það er mjög erfitt að safna dreifðum mönnum saman undir eitt merki; þeir verða sjald- an samúðarfullir og félagslyndir menn. Þegar nú þess er gætt, hversu feikilega mikils virði samvinnan er fyrir allan menninigarlegan þroska, þá er auðsætt að of mikil dreifing er skaðleg fyrir þau menningarmál, sem eru okkur sameiginleg, og það því fremur sem dreifing styður að of mikilli og óskynsamlegri sérhyggju. Það er eftirtelctarvert tneð sumar þjóðir, að það má safna þeim saman í einn flokk, ef einhver nógu áhrifamikill leiðtogi kemur fram á réttum tíma. Mussolini getur gert alla ítölsku þjóðina að einum stjórnmálaflokki oig Kemal Pasha getur látið alla Tyrki farið að leggja kapp á það að læra nýja siði, allir sem einn maður. Það er alveg víst að hvorki Mussolini eða Kemal gæti safnað okkur Vestur-Islendingum saman í einn flokk eða látið okkur alla stefna að einu marki, því til þess þyrfti skapferli okkar að breytast til stórra muna. iSérhyggjan er auðvitað undiitrót að sumu því bezta sem til er í fari okkar; en hún er líka undirrót að mörgu því versta. Það er hennar vegna að það er ekki unnt að halda okkur öllum við þær stefnur sem eru orðnar úreltar og óskynsamlegar, af hvaða tæi sem þær eru. Við viljum hugsa fyrir okkur sjálfir, og við erum í raun ogi veru frjálslynt fólk. Við höfum mjög lítið af þeirri íhaldssemi, sem einkennir svo mik- inn fjölda með ýmsum öðrum þjóð- um, íhaldssemi, sem leyfir mönnum ekki að hugsa, af ótta við þá hættu að hugsunin raski venjum og við- teknum skoðanahætti. Ihaldssemi okkar er nokkuð af öðru tæi; hún er fastheldni við vissa skoðanahætti, vegna þess að í því að sleppa þeim felst viðurkenningin um það að mað- ur hafi haft rangt fyrir sér. Ihalds- semi okkar er jafnan nokkuð þver- úðarkennd; okkur finnst einhvern- veginn að við séum að láta okkar hlut og verða undir í viðskiftum ef við slökum til með skoðanir, sem við höfum tileinkað okkur eða tekið að erfðum. Mikið orð er gert á sundurlyndi okkar, og sannast að segja er það mikið, og stundum blátt áfram hlægi- legit. Það er naumast unnt fyrir nokkurn mann meðal okkar, að halda fram í ræðu eða riti, nokkrum al- mennum og viðurkendum sannind- um, án þess að einhverjir rísi upp til að andmæla. Og andmælin duga svo sem ekki ein, heldur er því venjulega bætt við þau, að sá sem andmælt er sé aumkunarverður aum- ingi, eða flón, eða fantur, eða allt þetta í senn. Þjóðsagan um kerling arnar tvær, sem rifust um það, hvort eitthvað væri klipt eða skorið, þang- að til þær gátu ekkert annað sagt en þetta: “Nei, klipt er það, nei, skor- ið er það,” getur vel táknað flestar okkar deilur; þær enda venjulega með algerlega andstæðum staðhæfing um, sem ekki er reynt að rökstyðja, því sá þykist að lokum bera sigur úr býtum, sem lenigst getur haldið út með að segja, “klipt” eða “skorið.” Séu deiluefnin ekki eitthvað, sem er svo auðsær sannleikur að engum nema mjög deilugjörnum mönnum gæti komið til huigar að fara að ríf- ast um það, þá eru þau allflesit ein- hver hégómi, sem engu máli skiftir. Það er eitt af því allra kátlegasta við heilmikið af rifrildinu í blöðum okk- ar, að það er um eintóma smámuni. Og yfir þessum smámunum gerum við hátíðlegustu yfirlýsingar um réttlætis- meðvitund, sannleiksást, 'þjóðarsóma og fleiri höfuðdyggðir, og látum í ljós dýpstu fyrirlitningu fyrir heimsku, rangsleitni og illmensku þeirra, sem standa á öndverðum meið við oss út af því sem er einskis vert. Stundum þegar ég les sumar skammargrein- irnar, finnst mér ótrúlegt að höf- undar þeirra hafi getað varist þvi að brosa að sjálfum sér meðan þeir voru að rita þær. En ég býst við að þeir geri það ekki. Alvaran hjá þeim, þegar þeir eru að blása sig upp út af ósómanum og svízsirðittg- unni, sem Iþeir halda að þeir séu að berjast við, er víst eins mikil og hjá sendiherrum, sem eru að afhenda stórveldum úrslitakröfur, er geta valdið heimsófriði eða einhverjum ó- sköpum. Allt þetta ofurkapp okkar í deilum og blaðaskömmum stafar af of mik- illi sérhyggju, af því, að mönnum finnst að það dugi ekki að gefast upp, þegar út í það versta sé komið. Það er rótt eins og þegar menn voru að berja á móti landsynningi á ára- bátum á Islandi; þá mátti enginn draga af sér, menn réru lífróður. Munurinn er sá, að þá var lífsnauð- syn að ná landi, en í þessum lifróðri skammanna er engu að bjarig'a nema vitlausum metnaði. Eg held að því verði ekki neitað að þessi deilugirni sé ill og hláleg og standi okkur ekki lítið fyrir andlegum þrifum. Hún dreifir okkur allt of mikið, svo að við getum ekki tekið höndum saman um neitt, sem gæti ver- ið þjóðflokki okkar til sæmdar og gagns. Vitanlega getur ekki komið til mála, að við séum sammála um alla hluti, enda væri það ekki æski- legt; en það sem til mála gæti komið ! er það, að við hættum þessum þjösna skap, að rífast um það, sem í raun oig veru verður ekki rifist um, vegna þess að það geta ekki verið skynsam- lega skiftar skoðanir um það, eða vegna þess að það er helber hégómi, sem er ekki þess verður, að um hann sé deilt. Við höfum mikið af viti pg tals- verða þekkingu til þess að láta okkar andlega iðju beinast að þeim viðfangs- efnum, sem gagn er í að ræða um. Og um þau ættum við að geta rætt illindalaust með þeirri hógværð og þeim drengskap, sem er samboðin mönnum með góðu viti. Það er sorg leg vitleysa að eyða dýrmætri and- legri orku í endalaust arg og dægur- þras, sem gerir ekkert annað en að auka hatur og ríg og koma mönnum í illt skap, sem fyllir þá af andlegri þrælmennsku, er hefir ekkert annað markmið en að ná sér niðri á ein- hverjum. Við höfum mikinn þrótt, en þrótt- ur okkar er illa taminn. Hann stefnir stöðugt út í öfgar og leitar sér að verkefnum, sem eru honum ekki samboðin; við höfum ekki ennþá lært að beita honum við þjau verWefni, sem eru sameiginlegi og mikilsverð fyrir menningu okkar. Okkar sam- eiginlega menning hér í landi er and- leg menning. I engri annari menn- ing getum við búist við að standa öðrum mönnum framar. En ég er viss um að engum hugsandi manni kemur til 'hugar, að við þurfurn að vera eftirbátar annara hér í andlegri menningu. Andleg menning allra þjóða er fólgin í þekkingu, í list- hæfni og i þeim hugsjónaauði og sálargöfgi, sem gerir menn að leit- endum þess lífs, sem Bertrand Rus- sell kallar gott líf. Af öllu þessu höfum við nóg, en við kunnum ekki að fara með það. Við höfum sáð fræjum okkar meðal þyrna og þistla, og uppskeran hefir að vonum orðið rýr. Lang mikilsverðasta verkefnið, sem nú liggur fyrir höndum, er það að við lærum að temja þrótt okkar. Við verðum að temja hann, til þess að við getum orðið nýtir menn í þv* að grundvalla og byggja upp sameig- inlega andlega menningu. Þessi menning er sameiginleg þfigar hún dregur næringu frá þjóðernismeðvit- und okkar. Við vinnum að hienni aðeins með því að vernda endurminn- inguna um það af hvaða bergi við erum brotnir og með þvi að bera ein- læga virðingu fyrir þeim sérstöku verðmætum sem í ætterni okkar fel- ast. Hér á þessari vatnsströnd námu íslendingar land fyrir meira en hálfri öld. Þrátt fyrir tjlla dfleifinguna verður hún ávalt helgur staður í hug- um Vestur-Islendinga, sú Mjekka, sem við eigum við og við að fara pílagrímsför til, af tryggð við endur- minninguna um þá og okkur til sálu- bótar. Það er margbúið að segja söig’u þeirra, það er búið að segja sögu flestra íslenzkra landnámsmanna í Vesturheimi, þótt sú saga sé enn í molum og í rauninni ekki nema 'hálf— sögð. Okkur er öllum meira eða minna kunnugt um þrautir landnem- anna og líka um sigur þeirra, sem sumum kann að virðast smár. Við lifum ekki lengur á landnámsöld. En á eftir 'hverri landnámsöld á að koma öld friðsamrar starfsemi er afrekar það sem landnámsöldin hefir ekkí skilyrði til að afreka. A landnáms- öldinni varð hver landnemi að berj- ast fyrir tilverunni sem 'bezt hann gat. Nú ætti að vera runnin upp öld samvinnunnar og hinnar friðsömu menningarstarfsemi meðal afkomenda þeirra og annara, sem genigið hafa í landnema sporin. Starfssvið okkar liggur opið fyrir framan okkur. Viljum við starfsöld og menningar- öld á því eina sviði, sem við getum starfað saman á, eða viljum við Sturlungaöld ? Viljum við láta sundurlyndi og ójöfnuð tvístra' kröft um okkar, eða viljum við starfa að menningarmálum okkar eins og sæmir vitrum og drenglyndum mönnum ? Er ekki kominn tími til þess að við byrjum að temja þróbt okkar svo að hann eyðist ekki allur í endalausri og tilgangslausri dreifingú? Eitt skáldið okkar Vestur-Islend- inga hefir ort þetta gullfallega er- indi út af endurminningunni um land- nemana: Eg fann yl í öllum taugum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.