Heimskringla - 28.08.1929, Side 1

Heimskringla - 28.08.1929, Side 1
Áfœtufitu nýttzku lltunar og fatahrolna- unarstofa í Kanada. Verk unnlS 4 1 degl KLLICE AVB., and SIMCOB ITE. WínnlpeB —!— Man. Dept. K XLIII. ARGANGUR • p ---rr: WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 28. ÁGÚST, 1929 NÚMER 48 HELZTU FRÉTTIR K A N A D A Eftir því sem landbúnaðardeild Canadian Pacific brautarinnar skýrir frá, er uppskeran í ár komin þó dá- lítiö lengra en um sama leyti í fyrra, þaö er að segja sláttur og þresking. Höföu 152 hveitivagnfarmar verið komnir á lestir félagsins um miðja síðustu viku samanborið við 19 vagn- farma á sama tíma í fyrra, og 146 vagnfarmar af grófari korntegund- um.— Mestu vandræði stafa innflutninga- yfirvöldunm enn, sem fyrri daginn, af brezkum innflytjendum, er sérstaklega hafa verið valdir úr á Englandi, til þess að flytja hingað. Hafa þeir fengið meiri og minni tilsögn í helztu landbúnaðarstörfum heima á Englandi (aðallega þó víst minni) áður en þeir fluttu hingað, til þess að búa þá undir landbúnaðarvinnu hér og hafa um 4000 þessara manna flutzt hing- að í sumar. Eru margir þeirra harð- óánægðir, er hingað kernur, með þau 'kjör er hér bjóðast hjá bændum og krefjast heimflutnings. Er þegar farið að flytja þá heim til Englands aftur — auðvitað á kostnað liins opinbera — og er talið víst, að um 250 þeirra þurfi að flytja þannig, eða rúmlega sex af hverju hundraði. Einn hefir þegar verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir “flakk”, og á síðan að flytja hann heim aftur. Komið hefir til tals hér, að reyna að íá Rt. Hon. J. H. Thomas. inn- siglisvörð (Lord Privy SealJ Mac- Donaldráðuneytisins, er staddur er á ferðalagi í Kanada að tala yfir hausamótunum á þessum sérstaklega aðfengnu vinnumönnum, en þykir víst býsna vafasamt, hvort hann muni vilja nokkuð blanda sér í þau við- skifti, enda hætt við því, að orðin ein fái lítið við þá tjónkað.— Hon. Albert Prefontaine, landbúnað arráðherra Manitobafylkis hefir ný- lega sent út áskorun til bænda í fylk- inu um að birgja sig sem allra fyrst höfrum til útsæðis næsta vor, þar eð lítil hafrauppskera muni verða hér í sumar, sökum þess hve hafrasáning var takmörkuð í vor við það sem var í fyrra. Frá Ottawa er símað 22. þ. m., að Tom Moore, formaður “Trades and Labor Congress of Canada,” sé farinn til St. John, N. B., á 45. ársfund sambandsins, til þess að reyna að ráða fram úr öngþveitinu sen inn- flutningur brezkra verkamanna hefir komið innflutningayfirvöldunum í. Koma á þá ráðstefnu Hon. Peter Heenan, verkamálaráðherra Kanada, og Rt. Hon. J. H. Thomas innsiglis- vörður Breta er hér er staddur í Kanada um þessar mundir. Er sagt, að menn þar eystra bíði með mikilli óþreyju eftir því hvað hann hafi til þessara vandræðamála að leggja fvrir hönd verkamannastjórnarinnar á Bret landi, en um það hefir hann vand- lega varist allra frétta síðan hann kom, þótt ekkert leyndarmál sé það, að hann er fyrst og fremst hingað kom inn til þess að kynna sér sem bezt allar aðstæður í því sambandi. fylkja, Báffínsland, Grænland, Is- land og Færeyjar. Væri á þessari leið lafhægt að birgja sig með elds- neyti á hverjum 300 mílum er flogn- ar væru, enda er þetta beinasta leið- in héðan til Englands, þótt mjög virðist öðruvísi, á þeim óheppilega gerðu landsuppdráttum, er vér eigum við að búa, eins og dr. Vilhjálmur benti á í fyrirlestrum þeim, er hann hélt hér síðast í vikunni sem leið og þegar hefir verið getið.— Rt. Hon. J. H. Thomas, innsiglis- vörður ,Lord Privy Seal) í ráðuneyti McDonalds á Bretlandi, kemut hingað til Winnipeg um mánaðarmótin og verður hér 2. og 3. september. Sagt er, að hann muni flytja hér tvö er- indi. Verður hann gestur fylkis- stjóra meðan hann stendur hér við, ásamt frú sinni og einum syni þeirra hjóna. Framkvæmdarstjóra Free Press, hins volduga Winnipegblaðs, Mr. E. H. Macklin, var haldið veglegt sam- sæti á miðvikudaginn var af eigend- um blaðsins, þeim Sifton bræðrum, sonum, Sir Clifford heitins Sifton, í minningu þess, að Mr. Macklin hafði þá fengist 50 ár við blaðamennsku. Var heiðursgestinum gefið málverk af honum sjálfum í fullri líkamsstærð, gert af einhverjum bezta málara í Kanada. Samsætið sat fjöldi vestur- kanadiskra blaðamanna.— Enn haldast hinir óvenjulegu hitar og þurkar, er gengið hafa yfir Kana- da í sumar. Alla síðustu viku var mjög heitt hér, sérstaklega síðari hlutann. Voru 100° í skugga hér á laugardaginn, enda var Winnipeg þá heitastur staður í Kanada. Afleiðingin af þessum miklu hitum og þurkum er meðal annars sú, að mjög erfitt er að slökkva skógarelda þá, er svo víða hafa geisað um land- ið, enda kvi'kna sífellt fleiri, og hefir til dæmis ekki lengi gengið önnur eins eldbylgja yfir Manitobafylki svo menn muni. KViknuðu þrír nýir skógareldar hér í fylkinu vikuna sem leið. Læsti eldur sig í sumarbú- staði Winnipegbúa i Winnitoba, þrem mílum vestan við landamæralínu Manitoba og Ontariofylkja, og brunnu nokkur hús. Skógareldur læsti sig svo nálægt Winnipeg Beach, að sunnan, að einungis munaði hálfri mílu, að eldurinn kæmist í þorpið, og var hrimgbrautin og gangstéttin í hættu um tíma. Náðu menn valdi yfir eldinum með vatni frá vatns- leiðslu bæjarins, og er nú ekki talin hætta stafa þaðan. Annar skógareld ur brennur um hálfa mílu vestan við Winnipeg Beach, og gæta hans um 30 manns, að hann læsi sig ekki inn í bæinn, né til frökara tjóns. A næstu grösum við Winnipegborg og i útjöðrum bæjarins hafa gosið upp eldar sem enn eru óslökktir, en hafa þó eigi gert verulegan skaða. Hitunarkerfi “Hydro,” vatnsvirkjun arkerfi Winnipegborgar hefir gefið af sér $36,585.19 i hreinan ágóða, fyrstu sex mánuði ársins 1929, og 'hefir því 'höggvist dáiaglegt skarð í tekjuhalla- fúlguna frá iþví i fyrra, er nam $102,- 420 við ársbyrjun í vetur. í viðtali, er fréttaritari Free Press hér í Winnipeg, átti við dr. Vilhjálm Stefánsson nú um daginn, lét dr. Vil- hjálmur það álit í ljós, að innan 5 ára — og jafnvel áður en ár væri lið- ið, ef Kanadamenn aðeins þekktu sinn vitjunartíma — myndi sólarhrings- póstsamgöngur verða komnar á milli London á Englandi og Kanada. Væri öruggasti vegurinn, sá er bezt borg- aði sig og því hinn sjálfsagðasti, um norðurhluta Ontario eða Manitoba- Frá Ottawa er símað, ,að raðherrar sannbandsstjórnarinnar séu nú sem óðast að hverfa aftur til höfuðborgar- innar úr sumarleyfi sínu. Er sagt að þeir muni jafnharðan setjast á rökstóla til þess að ræða hvernig Kanada skuli snúast við tollhækkun Bandarí'kjanna, og starfa svo að því máli í haust, að stjórnin hafi ein- 'hverjar ákveðnar tillögur um það efni að leggja fyrir sambandsþing- ið, er það kemur saman í vetur. Hvernig Kanadastjórn bregst við i þessu máli, er enn ómögulegt að segja, enda er öldungaráð Bandarikj- anna ekki nærri búið að koma sér saman um það, hvernig tollhækkun- inni verði hagað, þegar það mál verður endanlega afgreitt. Byggingarleyfi í Winnipegborg og útjöðrum námu í vikulokin yfir $11,- 000,000, það sem af er árinu, og þar af $8.860,000 fyrir Winnipegborg sjálfa. Er það $1,250,000 meira en í fyrra á sama tíma. AIls nema byggingdrleyfi í Kanada $336,062,000 fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Mest hefir verið byggt í Ontario, $137,404,- 600; næst mest í Quebec, $83,833,- 400; í Manitoba nemur verðmæti nýrra bygginga $30,328,700 alls, á þessum tíma. Gasoliustöðvar þjóta upp eins og gorkúlur hér í Winnipeg, svo nálega má heita, að ekki séu nema fáein fet að þeirri næstu, hvar sem maður stendur í bænum. Alls hafa verið byggðar rúmar 20 gasolíustöðvar hér síðan í ársbyrjun í vetur. Flestar eru þær þó smekklegar gerðar, svo að freniur má telja þær til bæjarprýði • en hitt.— Miklar deilur hafa lengi staðið yfir hér í Winnipegborg um hvar tekið skuli land fyrir hið fyrirhugaða sýn- ingarsvæði borgarinnar, er Heimskr. hefir áður getið um. Samþykkti fjármálanefnd bæjarstjórnarinnar, að vísa því máli til álits Sýningarfélags Winnipegborgar, hvort gera skuli sýn- ingarsvæðið þar sem nú er vallknatt- arsvæði (Golf Grounds) Winnipeg- borgar í Kildonan. Miðsölustöð hveiti- og grófkorns- samlaga Vestur-Kanada hefir tilkynnt að bætt hafi verið við frumborgun til samlagsfélaga fyrir hafra, bygg, hörkorn og rúg. Aukið var 16 cent- um við frumborgun fyrir No. 2 C. W. hafra, svo að hún nemur nú 50 cent- um á mælirinn. Að auki verða greidd 10 cent á mælirinn fyrir út- sæðishafra. Frumborgun fyrir No. 1 C. W. 6-raða bygg og No. 1 C.W. 2-raða bygg verður aukið frá 55— 60 cent á mælirinn, og á öllum öðrum byggflokkunartegundum verður hún aukin um 5 cent á mælirinn. Frum- borgun fyrir hörkorn verður aukin um 25 cent fyrir hvern mæli, hvern- ig sem hann flokkast, svo að frum- borgunin fyrir No. 1 N. W. hörkorn verður $1.75 fyrir mælirinn. Allar flokkunartegundir rúgs ná 10 centa viðbót við frumborgun svo að hún nemur 80 cent á mælirinn af No. 2 C. W. rúgi. BANDARÍKIN Fangelsisuppþotin og orsakir þeirra, sem getið var um í Heimskringlu hafa vakið ákafa eftirtekt um öll Banda- ríkin. Er fangavörðunum þó eigi að kenna um hin hroðalegu þrengsli og þar af leiðandi óþrifnað og reiðu- leysi er hefir átt sér stað, því báðir fangáverðirnir i Leavenworth og Atlanta höfðu fyrir tveirn árum síð- an kvartað til dómsmálaráðuneytis- ins yfir hvorutveggja. En Mrs. Mabel Walker Willebrandt, fyrver- andi varadómsmálaráðherra, er því embætti gegndi í átta ár, og liafa skyldi á hendi umsjón með fangelsum og bannlögum, virðist hafa látið sér annara um hegðan fangavarðanna sjálfra, (líkl. með tilliti til bannlag- anna), að því er merkasta fréttablað Bandaríkjanna hermir, og það senni- lega líka að hrúga ibannlagabrjótum í fangelsin, en að sjá fyrir þvi að nýir klefar væru byggðir, þar sem rúm var þegar orðið allt of lítið. Þess vegna áttu þessi hneykslan- legu og skelfilegu uppþot sér stað. En nú hefir Hoover forseti tekið skjótt og ákveðið í taumana. Gerði hann heyrumkunnan svohljóðandi úr- s'kurð síðastliðna viku: “Endurbætur á fangelsum ríkisins þola enga bið. Viljum vér Ieita rík- isþingsins til þess að heimila oss fé og umboð til þeirra endurbóta. I Atlanta eru 120% fleiri fangar en hæfilegt rún er fyrir og i Leaven- worth 87%. Er þetta orsök óendan- legrar siðspilling^ar, upphlaupa og vandræða..... Atlanta hefir rúm fyrir 1,712 fanga en nú eru þar 3,787. Leavenworth tekur 2,000 fanga, en nú eru þar 3,758. Chillicothe í Ohio hefir 250 föngitm of margt. Aðeins McNeil Island, Wash., hefir nægilegt rúm. Orsök þyengslanna er (auk rúmleys is) sívaxandi fjöldi glæpa. Flestir fangar vorir hafa brotið sæfingar- meðalalögin, eða um 33% allra fanga. Um 14% allra fanga eru í haldi fyrir brot gegn bannlögunum.” BRETAVELDI Frá Sandringham á Englandi er sím að 26. þ. m., að Georg konungur sé nú kominn svo til heilsu aftur, að hann sé orðinn sæmilega ferðaíær fótgangandi. Vloru konunigshjónin við messu i Sandringham á sunnudag- inn var, og var það fyr en búist var við, þareð konungur var nýlega þang- að kominn sér til hressingar eftir síðari leguna í Buckingham höllinni í London. Nefnd sú, er skipuð var á Bretlandi, til þess að koma á sættum milli verk- smiðjueigenda og verkamanna í baðm- ullarverksmiðjunum í Lancashire á Englandi, eins og getið var um í síð- asta blaði, komst að þeirri niður- stöðu að sanngjarnast myndi að lækka kaup verkamanna um 6.41%, í stað 12.82%, er verksmiðjueigend- ur vildu færa það niður frá því sem verið hefir undanfarið. Hefir nefnd in því úrskurðað, að báðir skyldu slaka til um helming frá uppruna- legum kröfum sínum. Segir fregn frá Manchester, 23. þ. m., að báðir aðiljar hafi gengið að þessum kost- um, þótt báðum væri drumbs um, og skuli þessir samningar gilda frá 14. september. Er þá, um senn að minnsta kosti, afstýrt verkfallinu, er tók til 500,000 manna og 1800 verk- smiðna, en verkamenn hófu aftur vinnu í byrjun vikunnar, sem Ieið, eins og frá var skýrt í síðasta blaði. Frá London berst sú fregn, að nú sé í óða önn verið að hraða smíði loftskipsins mikla “R101,” er byrjað var fyrir þrem árum síðan, en hefir miðað smátt áfram síðan, sökum ým- issa hindrana, og er talið að nú muni eigi líða á löngu, unz það er full- gert. Fréttin hermir, að þetta verði eitt mesta loftskip veraldarinnar. Verður það 730 ft. á lengd; á að getalyft 150 tonnum og hafa rúm fyrir 100 far- þega, auk skipshafnar. Verður það útbúið með nýtízku svefnklefum, danssal, skemtigönguþilfari og jafn- vel reykingasal. Og sagt er, að þýzku sérfræðingarnir, er voru á “Graf Zeppelin,” hafi mjög dáðst að hitunarkerfi þessa nýja loftflutninga- bákns. Kjölur og rengur eru úr dúralmín, sem er eitthvert léttasta og sterkasta málmblendi er enn þekkist. Miklu auðveldara á það að vera í lendingarsvifunum, en nokkurt annað loftfar sömu tegundar, er áður hefir verið smíðað á Englandi. Er sagt að tíu eða tólf menn muni þægilega geta komið því í lendingarstöð (han- gar) þar sem við hin flest hefir þurft aðstoð 2—300 manna í lendingu. Svo er til ætlast, að skip þetta verði í förum milli Bretlands og Austurálfu. Er gert rág fyrir því, að með þvi verði farið á þrem dögum og hálfum betur til Indlands. Til Pabba og Mömmu. Sú minning er helg, sem í hjörtunum býr; hver hugsjón er æskunnar vordraumur nýr sem berst oss frá umliðnum árum, er faðmurinn ykkar var öruggast skjól þeim ungunum smáu sem guð ykkur fól, að vernda með vinnu og tárum. Við lærðum um himinsins heilögu vé við hjartaslátt móður, við föðursins kné svo himininn brosti við barni. Þá sáum við skýrast, þá skildum við bezt í skóianum ykkar, þar numum við flest við ylinn frá kærleikans arni. Og nú þegar liðin eru’ æskunnar ár og æfin er hálfnuð með bros sín og tár. —En munhlýar minningar vaka.— Þau blys sem þið kveiktuð í barnanna hug þau brenna til lífs og þau veita oss dug og lýsa’ oss á braut sem til baka. Þó‘ rósirnar fölni sem æskan sér ól, þið yngist við lýsandi kærleikans sól unz æfin er runnin að ósi. Og kvöldroðinn spáir um komandi dag því kvöldið er fegurst um sólarlag. Þið lifið og deyið í ljósi. —H. J. L. ÞÝZKALAND Frá Berlín er símað 24. þ. m., a8 látist hafi á fimmtudaginn var í Muenchen Lyman von Sanders, her- marskálkur, 74 ára aS aldri. Von Sanders var skipaSur yfirhers- höfSingi alls Tyrkjahers í ófriSnum mikla. VarS hann frægastur fyrir vörnina viS Galiipoli, er hann kom í veg fyrir innrás brezka flotans um Hellusund og rak af sér hina harSvítugu sókn bandamanna á Gallípóliskaganum. Var honum mikiS verk ætlaS, aS koma skipulagi á her Tyrkja, er var afar illa úfcbú- inn, og stórskertur eftir Balkans- styrjöldina 1912, og þótti honum tak- ast þaS framar öllum vonum. Þegar von Sanders varS aS gefast upp, fluttu Bretar faann til eyjarinn- ar Möltu í MiSjarSarhafi, en létu hann lausan eftir friSarsamningana 1919, og snéri hann þá heim til Þýzka lands. Kom hann ekki viS opinber mál eftir þaS, en bók faefir faann rit- aS, er þykir all merkileg, um ástand- iS í Tyrklandi, er hann kom þarugaS. Frá Berlín er símaS, aS veriS sé aS setja þar upp póstbréfakassa meS nýju sniSi. Um leiS og bréfinu er stungiS í kassann eru þar fyrir meta- skálar er vega þaS, og kemur þá í ljós hve mikiS burSargjald þarf undir þaS. Er burSargjaldiS þá látiS í kassann, og frímerkist þá bréfiS og stimplast í kassanum, svo eigi þarf meira fyrir því á þann hátt aS hafa. LoftskipiS mikla “Graf Zeppelin,” er lagSi á staS frá Tokio, á ákveSnum tíma, yfir Kyrrahaf, til Ameríku, tók land í Los Angeles á mánudagsmorg uninn kl. 5.11 — 78 klukkustundum og fimmtíu og átta mínútum eftir aS þaS hóf sig til loftsiglingar frá Tokio. Bar þaS þó fimm klukku- stundum áSur aS ströndinni viS Los Angeles, en beiS lendingar unz lýsti. Nú hefir “Graf Zeppelin” flogiS 16,880 mílur á þessari ferS sinni í ( kring urri jörSina, og eru þá eftir ! um 2,500 mílur til þess aS hring- ferSinni verSi lokiS, en hún er á enda í Lakehurst, N. J., og leggur dr. Eckener upp þangaS eftir 36 eSa 48 klukkustunda hvíld í Los Angeles. En þessar 16,880 mílur hefir skipiS fariS á 233 klukkustundum og 35 mínútum, ef reiknaSur er sá tími er skipiS hefir veriS í lofti. En ferSin frá Tokio til Los Angeles, á þrem sólarhringum og sjö klukkustundum er þrefalt hraSari en fljótasta ferS meS hraSskreiSasta gufuskipi er far- in hefir veriS milli þessara staSa. Merkastir farþegar í þessari ferS eru Sir Hubert Wilkins heimskauta- könnuSurinn og flugm. frægi (var fvrrum meS Vilhjálmi Stefánssyni); Karl H. von Wiegand, blaSafregn- stjóri HearstblaSanna í Evrópu, og einn af kunnustu fregnriturum heims ins, og Lady Grace Drummond Hay, nafnfræg fyrir ferSalög og fregn- ritun. BlaSakóngurinn ameríski William Randolph Hearst, keypti sinkaréttindi á öllum íregnum af ferSinni, fyrir allt aS $200,000, aS því er þeir telja, er bezt þykjast vita. "Graf Zeppelin” hefir flutt á þess- ari ferS 50,631 póstbréf og böggla og I nam burSareyrir $44,074.11. Frá Islandi. Ak. 1. ágúst. Rcykir í Ölfttsi Ríkis.stjórnin hefir nýlega fest kaup á Reykjatorfunni í Ölfusi. Eru þaS 4 jarSir, Reykir, Reykjahjá- leiga, Vellir og Kross og auk þess % úr Revkjaholti. I landareign þessara jarSa er eitt hiS mesta hverasvæSi hér á landi og landiS viSa ágætlega til ræktunar fall- iS. En í hverunum er feykileg orka bundin og er því Reykjatorfan meira framtíSarland en flest önnur og er gleSilegt aS ríkiS hefir eign- ast hana, og aS útiIokaS er aS hún lendi i höndum braskara. Kaupverð iS er 1000 kr.—Dagur. P. J. Tliorsteinsson útgerSarmaSur andaSist aS heim- ili sínu í HafnarfirSi, 27. júlí. Var hann niaSur vinsæll og var atkvæSa- mikill framkvæmdarmaSur á sinni tíð. Hann var fæddur 4. júní 1854 í Otr- ardal á BarSaströnd. Kvæntur var hann Ásthildi dóttur GuSmundar Einarssonar á BreiSa- bólsstaS og var heimili þeirra jafnan annálaö fyrir gestrisni og faöfSings- skap. Varð þeim hjónum tíu barna auSið er upp komust, en aðeins fimm þeirra eru nú lifandi. Nafnkunn- astur þeirra systkina var hinn ágæti listamaöur GuSmundur Thorsteins- son, er lézt fyrir fáum árum.—Tíminn SiglufirSi 3. ágúst Síldarsöltun byrjaSi almennt í fyrradag. SaltaSar hafa veriS hér 16.902 tunnur, kryddaSar og öSru vísi með farnar 1322 tunnur. Fyrir- sjáanlegur tunnuskortur. Síldarafli þverrandi sökum austanstorma . Goos- verksmiðja liefir fengiS 29 þúsund mál, Pauls 35 þúsund. Þorskafli yfirleitt rýr. Einn bátur fékk í nótt 7000 kíló af fullorSnum þorski.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.