Heimskringla - 04.09.1929, Side 5

Heimskringla - 04.09.1929, Side 5
WINNIPEG, 4. SEPT., 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. Sem sýnir sig með mynd þessari, er verki nú mjög hraðað við Sjö Systra fossa, af North West Power Co., Ltd., aukafélagi Winnipeg Electric félagsins. Myndinn sýnir stýflugarðinn er lagður er yfir fljótið og grunninn þar sem orkustöðvarnar verða reistar. SJÖ SYSTRA FOSSAR. Á sextugasta hjónabandsafmæli Daníels Sigurðssonar og Kristíönui Jörundsdóttur. Þið tókuð, vinir, móti mér á mínum hrakningsárum. Og velgjörð þá mér þekkast er að þakka æ með tárum. Sá veit það bezt, sem erfitt á, hve inndælt er að finna þá, er draga sviða úr sárum. Við gleðjumst öll með ykkur nú, á ykkar merkis-degi. Þið hafið verið trygg og trú og traust á lífsins vegi. Við ykkur brosir himinn hár og höfuð krýna sextíu ár. Það margir öðlast eigi. Og þeim við skulum þakkir tjá og þeirra minning geyma. Og beztu óskir öllum frá að öldnum garði streyma. Og drottinn ykkur leggi lið og leiði bæði sér við hlið til æðstu unaðsheima. V. J. Guttormsson. hugmyndagáfur þeirra fá að njóta sín, þegar eitthvað er upp úr mann- viti aS hafa, mun það sjást, að hér eru til hugvitsmenn, jafnvel á borð við aðra eins snillinga og Edison og Marconi. Það eitt hefir á vantað að slíkum mönnum skyti upp, að hægt væri að gera sér mat úr upp- finningum. En sem sagt, nú fer þeta áð breytast og er þvi nauðsyn- legt, að ísland gangi i einkaleyfis- sambandið hið allra fyrsta, til þess að tryggja rétt þegna sinna á þeim uppfinningum, er þeir kynnu að gera. Kjerúlf hefir breytt sinni upp- götvun nokkuð síðan hann fékk einka leyfi á henni í Danmörku, en þeini breytingum verður ekki lýst hér. Til dæmis um það hvernig sérfræðingunt lízt á uppgötvunina, þykir rétt að birta hér álit Hvalsöe oberslöjtnant, fyrverandi forstjóra vopnabúrs danska hersins. Hann segir svo : “Danska einkaleyfisnefndin veitir ekki einkaleyfi á neinar uppfinningar, er hún álítur að stríði gegn viður- kenndu náttúrulögmáli, og því álít ég, að um leið og hún hefir veitt E. Kjerúlf lækni einkaleyfi fyrir því áhaldi, sem hann hefir fundið upp, þá sé það sönnun þess að uppfinn- ingin sé byggð á réttum grundvelli. er dó í æsku, og son, Kristinn að nafni, er lifir föður sinn og býr á arf- leifð sinni. M’iðkonan hét Aðalbjörg Jóns- dóttir. Voru þau saman aðeins fá ár unz hann varð að sjá henni á bak. Þeim varð ei barna auðið. Síðasta konan heitir Sigurlaug Þóranna Guð- mundsdóttir er lifir mann sinn og býr hjá stjúpsyni síiium. Eignuð- ust þau tvö börn er bæði dóu í æsku. Jóhann og Sigurlaug bjuggu sam- an í kringum 40 ár. Hjónaband þeirra var gott og farsælt. Bless- aði guð efni þeirra. Þau voru gestrisin, glöð og skemtileg heim að sækja, og við endalok samverutím- ans má með sanni segja að hún og sonur hans eiga heiður skilið fyrir þá alúð og aðhjúkrun, er þau veittu i hans langa sjúkdómsstríði, er var aði nieir en hálft annað ár. Bana- meinið var afleiðing af slagi. Jóhann sál. var vel gefinn maður, bæði til sálar og líkama, vel og kná- lega vaxinn, fríður maður sinum, að- laðandi og framkoman djarfmannleig. | Það mátti segja að hvert verk Jék í j hendi hans, er hann snerti á; hann ! var góður járnsmiður, enda æfði j hann það nokkuð heima á gamia landinu. H'ann var nærfærinn við skepnur og fór svo vel með skepnur sínar að fyrirmynd var að. Hæfileikar Jóhanns sál. voru mjög áberandi. Hann hugsaði svo frjáls- mannlega, var svo góður og skemmti legur, hló svo fallega, talaði svo skýrt og skilmerkilega, var fyndinn og orðheppinn, friðsamur og kristi- lega hugsandi. Hann var góður lesari og hélt uppi húslestrum í skól- anum okkar i mörg sumur. Jóhann heitinn hafði ágæta söng hæfileika; röddin svo hljómmikil og falleg, svo fuilkomin og aðlaðandi, að margir höfðu ánægju af að heyra Jóhann syngja. Hefði hann á uppvaxtar- árunum notið söngmenntunar, hefði hann orðið einn af þessum góðu söngmönnum, en þá var ekkert tæki- færi til þess, enda minna gert, að blúa að góðu fræjunum en nú er gert. Jóhann sál. var sann frjálslyndur mað ur í skoðunum, í hvaða máli sem var. Hann lét samvizku sína ávalt bera sannleikanum vitni, mildur í dóm um um aðra, enda álitinn valmenni af samferðamönnunum, og hélt áliti og virðingu til síðustu stundar. Þessi litla og fámenna byggð hefir misst einn sinn bezta mann. Hann var líka einn af frumbyggjunum og einn hinna íslenzku brautryðjenda í Ameriku. Hans góða sál er kom- in til vina sinna í öðru Hfi, og búin að lifa og njóta, búin að líða og striða hér í heimi. Það má segja um Jójhann heitinn er kveðið var um annan: “Já, fáir þeir reynast þeir sem þú, í þraut og gleði hreinn, með drenglynt hjarta tryiggð og trú, sem tældir aidrei neinn. Hve sælt þeir heimsins enda ár, er eilíf byrjar ró, að hafa engum höggvið sár, en halda velli þó.” M. J. HEIÐARLEGAR viðskiftareglur og sú stefna að færa út verzlunina smám saman hafa í sex- tíu ár einkent viðgang þessarar bankastofnanar. Nú, sem einhver stærsta og öflugasta bankastofn- un í heimi, styður bankinn allar tegundir stóriðnað- ar og verzlunar heima fyrir og viðskifti í mörkuðum utanlands. The Royal 8ank of Canada Eiríkur Kjerúlf og straummælir hans. R’vík. 28. júlí 1929.' Eirikur Kjerúlf læknir er nýlega kominn hingað og hefir hann að undanförnu verið að vinna að upp- götvun sinni um straummæli á skip- um og athuga um einkaleyfi á henni í ýmsum löndum. Hinn 27. maí í fyrra skýrði Morg- unblaðið frá uppgötvún þessari, sem er afar merkileg, sérstaklega vegna þess hvað hún byggist á einföldu náttúrulögmáli. Beztu uppgötvanir, eða þær hagnýtustu, hafa jafnan byggst á því, að einhver hefir tekið eftir náttúrulögmáli, sem aðrir höfðu ekki komið auga á, og fundið tök á að færa mannkyninu það í nyt. I hinni umgetnu grein Morgunblaðsins er' uppgötvun þesasri nokkuð lýst, og myndir birtar til skýringar. Hafði Kjerúlf þá tekið einkaleyfi á þessari uppgötvan sinni í Danmörku, og vegna þess að hann er íslenzkur þegn, og ísland er ekki í alheiniseinkaleyfa- sambandinu, verður hann, þrátt fyr- ir sameiginlegan borgararétt Islend- inga og Dana, að tryggja sér jafn- hliða einkarétt hjá öllum helztu siglingaþjóðum heimsins, ef hann vill ekki eiga það á hættu að uppgötvun- inni sé stolið. Dönsk einkaleyfislög mæla svo fyr- ir, að engu, sem sé þýðingarlaust, eða brjóti i bág við náttúrulögmálið, verði veitt einkaleyfishelgi. En sé veitt einkaleyfi á uppfinning, gildir hún til 15 ára óbreytt, og fær jafn- framt þá friðhelgi, að sé sótt um einkaleyfi á henni í öðrum löndum, sem í sambandinu eru, innan árs, þá skoðast sú umsókn jafn snemma fram komin og hin fyrsta. Er þetta hugvitsmönnum trygging fyrir því, að uppfinning sé ekki stolið frá þeim og er það aðalkostur sambandsins. Vér Islendingar höfum átt fáæ hug- vitsmenn, og fer það máske að von- um, þar sem þanniig hefir verið á- statt fram að þessu, og íslendingar hafa ekki átt þess kost að hagnýta sér uppgötvanir, þar sem engin véla- menning hefir verið hér og allt hefir orðið að sækja til útlanda.' En nú er þetta að breytast og með auknum samgöngum færist Island sífellt nær umheiminum og er nú einmitt að rísa sú öld að íslenzkt hyggjuvit getur látið til sín taka. Og það það þarf eniginn að halda að íslendingar sé skyni skroppnari en aðrir. Þegar Eg hefi nákvæmlega athugað áhald þetta og notkunarreglur þess, og ég get fullyrt,, að þar sem grundvallar- hugmyndin að notkun þessa áhalds er rétt, þá er þetta framúrskarandi góð (Frh. á 8. bls.J Okkar verð er lœgst AstætSan er sú, a?5 allir eldri bll- ar eru keyptir þanntg ab vér getum stabist samkeppni hinna undursamlegu nýju Ford Bíla, sem seldir eru svo ódýrt. BeriÓ saman þetta verb vib þab sem abrir bjóba: 1925 Touring ............$150 1928 Roadster............$495 1925 Coupe .............$215 1926 Coupe .............$325 1928 Sport Coupe ........$650 1928 Coupe ..............$600 1925 Tudor .............$265 1926 Tudor .............$345 1928 Tudor ..............$650 1926 Fordor Ruckstell Axle ..................$450 VÆGIR SKILMÁLAR DOMTNION Motor Co. Ltd. FORT & GRAHAM 87 316 EVENINGS 874X1 VINSAMLEGT BRÉF TIL MÆÐRA I samræmi við þær breytingar og fram- farir sem orðið hafa á síðastl. 52 árum, hefir DREWRYS Er ávalt hefir bruggað helzta bjór vesturlandsins —haldið vinsældum sín- um meðal almennings með STANDARD LÁGEH n fullkomnað hef ir verið með 52 ára reynslu með ölgerð. Nú þegar börnin byrja að ganga á skólann VER vonum að þér og fólk yðar hafi haft bæði ánægjulega og hressandi sumarhvíld, og að heilsa yðar og kraftar, er þér hafið safnað með útiverunni í sólskininu og ferska loftinu endist yður á næstkomandi hausti og vetri. Það er ein leið til þess, að þér megið stuðla að því og hún er sú, að þér igefið börnunum, sérstaklega, nóg af heilsusamlegri og nærandi fæðu — svo sem brauði, smjöri, mjólk og eggjum. Vér vitum það á þessum “nettleika tímum” er stúlkum, sérstaklega, mjög ant um að halda vaxtarlagi sínu sem “drengjalegustu” og sannarlega virðum vér þær fyrir það. En það er ekki skynsamlegt oð fórna heilsunni fyrir það, eða eiiga það á hættu að verða blóðlítill og magnlaus. Brauð, til dæmis, er ekki fitandi, sízt hinar léttari og fínni tegundir, svo sem Svisneskt brauð, brún eða alhveitibrauð. Þau brauð, ef étin skynsamlega, styrkja líkamann og næra blóðið, og auka mótstöðuaflið gegn kvefi og öðrum smákvillum sem líkaminn á vanda fyrir. Ennfremur munu læknar segja yður það, að nóg af hvítu brauði og smjöri sé ein- hver bezta fæðan fyrir börn — auk þess sem hún er með þeim ódýrustu. Soðið brauð og mjólk með svolitlu af sykri út á er fyrirtaks morgun og kvöldmatur, — léttur — lystuigur — seðjandi — og nærandi. Hvað er að segja um Canada Brauð? Allt bakarí brauð er gott og það er ekki auðvelt að sanna að Canada Brauð sé öðru betra eða bezt. En eðlilega álítum vér að svo sé, fyrir þá ástæðu að vér kaupum til þess aðeins það bezta sem fæst af hverri tegund, og hrær- um það og bökum með hinni mestu nærgætni. Vér vitum þess vegna að betra brauð verður ekki búið til. Því ef svo væri þá myndum vér búa það til. Þess vegna ef þér eruð ekki skiftavinur Canada Bread, vildum vér vita hvort þér vilduð ekki vera svo góð að reyna það í viku tíma eða svo? Að því loknu, ef heimilisfólki yðar fellur það þá haldið áfram að neyta þess; en ef ekki þá reynið annað bakarí. Er það ekki sanngj arnt ? Treystándi því að þér viljið vera svo góð að reyna þessar vörur vorar, Erum vér yðar einlægir, CANADA BREAD CO., LTD. P.S. Auk margskonar brauðtegunda búum vér til óteljandi tegundir af pie, sætabrauði, kleinum og smákökum. A. A. RYLEY Aðal ráðsmaður. Canada Bread Loaves and Cakes to Tempt ali Appetites

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.