Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 1
Agætustu nýttzku lltunar og fatahretna- unarstofa i Kanada. Verk unnlC & 1 degl ELLICE AVE.i and SIMCOE STR. Wtnnlpeg —t— Alan. Dept. H. XLIII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. SEPT., 1929 NÚMER 50 Svo fór, sem búist var við, að Gardinerstjórnin varð ekki langlíf á þingi. Var það þegar auðséð, er forseti þingsins var kosinn úr flokki conservatíva. Og á föstudaginn var báru andstæðingar Mr. Gardiners fram vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórri hans og var hún samþykkt nieð 34 atkvæðum gegn 27. Eftir atkvæðagreiðsluna óskaði Mr. Gardiner dr. Anderson til hamingju sem fyrirsjáanlegum forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar. Skilaði Mr. Gardiner síðan af sér embættinu t hendur Newlands fylkisstjóra með tilmælum uni það, að hann kallaði dr. Anderson til þess að taka við em- bættinu. Þá er dr. Anderson hafði tekist á hendur, að mynda ráðuneyti, skýrði hann þinginu frá því og fór auðvitað um leið venjulegum kurteisisorðum um fyrirrennara sinn, enda eru þeir gamlir skólabræður og góðkunningjar persónulega þótt verið hafi í beisk- ustu andstöðu stjórnarfarslega. Dr. Anderson gat þess í ræðu sinni, að í kosningunum í sumar hefði hann lýst því yfir, að ef Gardinerstjórnin félli, myndi hann ekki reyna að neyða forystu sinni upp á hina sameinuðu andstæðinga hennar, konservatíva, framsóknarmenn og óháða. Hefði hann haldið það lofórð og gefið flokkunum alveg frjálsar hendur til þess að velja eftirmann Mr. Gardin- ers. Nú hefði valið fallið í sinn hlut. Og vildi hann þá ennfremur lýsa því yfir, að hann væri ekki sér- lega trúaður á flokkssvipurva, og myndi ekki krefjast þess af flokks- bræðrum sínum, að þeir greiddu skil- yrðislaust atkvæði með öllum frum- vörþum, er stjórnin kynni fyrir þing- ið að leggja. trúar verkamanna í bæjarstjórninni barist á móti því sem einn maður, að Kildonan vellirnir yrðu teknir, og fengu þeir sér til liðveizlu bæjarráðs- mennina Boyd og Palmer, þrátt fyrir bænastað og áskorun bæjarstjóra, Dan McLean. Frá Ottawa er símað 6. þ. m., að eftir því sem skilríkustu fregnir hermi, muni forsætisráðherrann, Mac- Kenzie King, ekki láta ganga til kosn- inga fyr en stjórnin hefir seíið fimm ára kjörtímabil sitt á enda, eða ekki fvr 1931. Er sagt að meðal annars rnuni þetta hafa verið ákveðið með hliðsjón af því, að eftir því sem nán- ast hefir frétzt frá London, þá hefir verkamannastjórnin í hyggju, að halda alríkismót i Ottawa að sumri, samskonar og var haldið í London fyrir fáum árum, og sendi samveldin öll„ er alrikið brezka mynda, fulltrúa þangað. Mjög snögglega breytti um veðr- áttu vikuna sem leið frá ofsahitum og þokum til kulda, rigninga og enda snjókomu, víða hér norður og vestur um og enda suður í Montana og Colo- rado i Bandarikjununi. Indíánar hér á norðurslóðum, er þykja enn for- spáir um veður, hafa fullyrt við blaðamenn i Pas, að veturinn muni ganga óvenju snemma í garð og verða óvenjulega snjóþungur svo að annar eins hafi ekki komið til nokk- uð margra ára. Telja þeir að gott muni verða um grávörufeng í vetur. Fregn, er barst blöðunum nú um helgina, hermir að Bracken forsætis- ráðherra rnuni leggja af stað til Bret- lands i þessari viku og búist hann við að vera um tvo mánuði í ferðinni. Sé ferðin aðallega til þess farin, að kynna sér fyrirkomulagið á elli- styrknum á Bretlandi, sem fé er fengið til að nokkru leyti frá iðnrekendum, en að nokkru leyti úr ríkissjóði. Hafa mótmæli gegn skattaálögum, i sam- bandi við ellistyrkinn hér borist stjórn inni svo víða að frá bæja- og sveita- stjórnum og ekki sizt héðan úr Winnipeg, að fylkisstjórnin hefir á- kveðið, að kynna sér sem itarlegast hvort ekki væru aðrar leiðir farandi til þess að hafa saman nægilegt fé til ellistyrksins, en að setja alla skatt byrðina á sveita- og bæjafélögin, þar sem auðvitað þykir ekki viðlit, að hverfa aftur frá ellistyrknum. Ennfremur hermir fregnin, að for- sætisráðherra muni dvelja um viku- tima í Toronto, Montreal og Ottawa, á austurleiðinni. I Ottawa mun for- sætisráðherra hafa tal af sambands- ráðuneyfinu, viðvíkjandi endurheimt náttúrufríðindanna og iðnaðarfram- þróun í norðurhluta Manitobafylkis. neytinu, hefir hann í samráði við em- bættismenn United Farmers of Mani- toba, komist að einhverjum samning- um um fyrirhugaða bóltöku brezkra innflytjenda í Vestur-Kanada. Höfðu embættismenn U. F. M. gefið Mr. Thomas til kynna, að stórstreymis- innflutningur brezkra atvinnuleysingja hingað muni ekki verða þeginn með þökkum, né að haldi koma, meðan eins sé ástatt um landbúnaðinn og nú er, og allra sízt ef þessir innflytj - endur þiggi styrk til fararinnar eða bóltökunnar. Annars hefir ekkert verið gert uppskátt um samningsskil- málana. drápin, er banngæzlumenn hafa fram-1 nálT. hcFVarilSl ið, séu “villimannleg, algerlega ólög BANDARIKIN Allmiklar sögur hafa gengið um það undanfarið, að mi.kil skekkja, allt að því $4,000,000, væri á reikningum fjármálaráðherra í Saskatchewan. Fékk Saskatchewanstjórnin því lög- gilta yfirskoðunarmenn héðan frá Winnipeg til þess að yfirfara reikn- ingana upp til 30. apríl 1929. Höfðu yfirskoðunarmennirnir lokið starfi sínu fyrir stjórnarskiftin, og hermir frétt frá Regina, 6. þ. m., að þeir hafi ekkert fundið athugavert við reikningsfærslu fjármálaráðherra, né við fjárhagsástand fylkisins. Frá The Pas er símað 6. þ. m., að fullt og fast sé ráð gert fyrir því, að farmlestir fari að ganga reglulega eftir Hudsonflóajárnbrautinni, frá því á morgun, 12. september, að þeim degi meðtöldum. Hermir sama fregn að farþegalestir muni geta farið að ganga reglulega eftir brautinni i nóv- embermánuði, ef nauðsyn beri til. — “Eftir japl og jaml og fuður, Jón var grafinn út og suður,” mætti segja um hugmyndina um að taka Kildonan svæðið, þar sem nú er vallknattar- grundir, undir hina fyrirhuguðu ár- legu sýningu í Winnipeg. Fór svo þrátt fyrir áeggjan verzlunarráðsins hér og beggja stórblaðanna, “Free Press” og “Tribune,” að taka Kildon- an svæðið til sýningarinnar, að bæj- arstjórnin stútaði þeirri hugmynd með 9 atkvæðum á móti 8. Höfðu full- Frá skóggæzluskrifstofunum berast þær fregnir í vikulokin síðustu, að tekist hafi að stemma stigu fyrir öllum skógareldum i Manitoba, svo að eigi sé ástæða til þess að óttast miklu meira tjón en orðið er. Var það mest að þakka rigningunum í vik- unni sem leið, og kuldunum sem haf.t gengið, svo að seint hefir þornað þar sem rigridi til muna. Kom rigningin fyrra mánudag mjög í tæka tíð til Jiess að bjarga þorpinu Alalonton, þar sem 100 manna eldvörður átti meira en í fullu fangi að etja við eldinn, er ekki átti eftir fjórðung rnílu til þess að læsa sig í þorpið. Frá Ottawa er simað 6. þ. m., að sambandsráðuneytið hafi ætlað sér að koma sa«nan í gærdag til skrafs og ráðagerða. Mun sérstaklega verða athugað hverjar aðgerðir Kanada skuli viðhafa eftir því hvernig fer um tollhækkunina í Bandaríkjunum. Effir því sem blaðamönnum hér í Winnipeg hefir skilist á Rigiht Hon. J. T. Thornas, innsiglisverði og at- vinnumálaráðherra í brezka ráðu- óhætt er að fullyrða að lengi hefir ekkert vakið eins mikla athygli í Bandarikjunum og greinar, er fyr- verandi varadómsmálaráðherra Banda ríkjanna, hin nafnkunna frú Mabel Walker Willebrandt, hefir ritað um átta ára starfsemi sína sem æðsta vald vínbannsgæzlunnar í Bandaríkj - unum, og i tilefni af henni. Hafa greinar þessar birzt í ýmsum stór- blöðum (til dæmis New York Times) er öll birta í einu það er “Current News Features, Inc.,” leggur þeim til. Frú Willebrandt, er fyrir skömmu sagði lausu embættinu, eins og Hkr. hefir getið um, hefir sem ,kunnugt er verið áKaflega “þur,” þ. e. a. s. ákveðinn bannvinur, og varð hún érstaklega kunn fyrir áskoranir sín- ar til mótmælendakirknanna, að ganga í forsetakosningabardagann til iðs við bannmanninn Hoover á móti andbanningum Smith. Þess meiri furðu hefir þessi banngæzlusaga hennar vakið, meðal flestra bann- manna, og því meiri ánægju meðal andbanningja, er telja, að hér liafi i fyrsta sinni mikilsmetinn bannvinur sagt sanna sögu af Bandaríkjabann- inu, og þá um leið sú manneskja, er allra manna bezt kunni deili á hinu rétta um þessi efni. Fer hér á eftir ágrip af því helzta, er í greinum þess- um felst, samkvæmt áreiðanlegasta tímariti' almennra frétta í Banda- ríkjunum. Pólitíkin cr “versta hindrunin á vegi banngæzlunnar .... orsök i þeim misfellum, sem á henni eru.” Og "pólitík og brennivín eru eins ná- tengd hvort öðru og bjór og salt- kringlur.” Þótt frú Willebrandt nefni ekki Boies Penrose heitinn á nafn, einn helzta pólitízkan sauða- hirði Bandaríkjanna, þá skilja þó all- ir að við hann er átt, er hún getur um að $250,000 í peningum hafi fund ist í peningaskáp eins slíks hjarðmanns við dauða hans, og gefur í skyn að það hafi verið blóðpeningar goldnir honum fyrir að eyðileggja bann- gæzluna í Pennsylvaníu. Hún minn- ist á náðunarbeiðni ýmissa stjórn- málamanna fyrir hönd alræmdra vín- sm'yggla, sem miljónamæringsins Geo. Remus frá Cincinnati, er myrti konu sína á almannafæri og slapp með það fyrir kviðdómi, og La Montagne bræðranna í New York. Segir frúin að maður þurfi “að vera þybbinn fyrir, til þes sað standast hin eitruðtt áhrif pólitíkurinnar, sem gera vart við sig alla leið að ráðuneytinu og Hvíta Húsinu i Washington.” Banngœzlumenn: Frúin ber þeim það vitni, að af pólitízkum ástæðum hafi verið skipaðir óhæfir, óþjálfað- ir banngæzlumenn “jafn gersneiddir ráðvendni og heiðarleik eins og vín- smyglarnir sjálfir. Stjórnin drýg- ir glæp gagnvart almenningi, þegar hún nælir lögreglumerkinu á, og vopn ar með byssu mann, sem enginn veit hvað hefir að geyma, og stígur yfir- leitt ekki í vitið, og lætur hann aldrei ganga undir reglubundna þjálfun.” Ennfremur segir hún, að sum mann- leg, og gersamlega ónauðsynleg,” þótt auðvitað taki hún það fram, að vín- smyglarnir eru eru oft algerlega ó- fyrirleitnir glæpamenn. Embœttismcnn. Þó telur frú Wil- lebrandt umsjónarmenn banngæzlunn- ar á stjórnarskrifstofunum í Wash- ington enn áfellisverðari en bann- gæzluþjónana. Segir hún að "eft- irlitið nleð banninu verði lengi að ná sér eftir þann áfelli, er það fékk í tíð Lincoln Andrews yfirhershöfð- ingja, (vara-fjármálaráðherra, æðsti eftirlitsmaður bannlaganna 1925—27) ....er skipaði i eftirlitsembætti menn, er lundernis og allra orsaka vegna voru algerlega óhæfir til starísins, eins og hinir alræmdu skjólstæðingar lians, Roscoe Harper; Frank Hale; Walton Green, majór, og Ned M. Green...... Eg get ekki hugsað mér, að úr 100,000,000 manna þjóð, og ef til vill 20,000,000, er trúa á bann- lögin, sé ekki auðið að finna 4,000 menn, sem ekki er mögulegt að múta.” Vínandi. “Veigameiri uppspretta öllum öðrum er vínandi. setn á ólög- mætan hátt fæst hjá félögum, er bera utan á sér heiðarleikann og flagga með stjórnarleyfi (fyrir vínanda til iðn- reksturs). Að sjá við þeim leka og setja undir hann, er orðið því nær ómögulegt Stefnu stjórnarinnar í því efni má líkja við manns, er eys sem óðast rjúpnahöglum á gólfið með annari hendinni og burðast svo v;ið að tína þau upp með hinni.” — Vínandafram leiðsla til iðnaðar nam 50,000.000 gallónum 1918, en 90,000,000 gallón- um 1928. ....Smyglun. “Næst niesta áfengis- uppsprettan er smyglun yfir landa- mærin. Ölöghlýðnir innflytjend- ur leita ótrauðlega á hinn lága sið- ferðisgarð landamæragæzlumanna. Það þýðir ekki fyrir stjórnina að berja bumbur og hafa í skriflegum hótunum um það hvað hún ætli að gera banngæzluna örugga. Vín- smyglarnir kenna engrar hræðslu, þótt Uncle Sam hrópi “gjugg í borg.” Hinar ýmsu deildir eftirlits ins liggja í innbyrðisáflogum og það verður ekki sett undir þenna leka fyr en þær læra að hugsa og vlnna sam- ari.” Drykkjuskapur. “Eg hefi aldrei til þess vitað, að ekki hafi verið mögulegt að ná sér í áfenga drykki, svo að segja hvenær sem vera skal á nóttu eða degi, hvort heldur er i sveitahéruðum, bæjum eða stóiborg- um. Mjög vafasamt er þó hvort eins mikið er drukkið og menn skyldu •halda. Þaö er álitið svo rösklegt og dýrt, meðal sumra manna, að heita * rná að pípur séu þevttar og k'.ukkum klingt i hvert skifti sem drykkjar föng eru framreidd.” Yfirdrcpsskapur. “Margir rikis þingmenn og öldungaráðs’nenn, sem greiða bannlagaatriðum atkvæði sitt, þverbrjóta stöðugt Volsteadlögin Öldungaráðstnenn og þingmenn hafa komið drukknir fram í þingsalnum. Ekkert hefir vakið eins viðbjóð heið- arlegra manna og kvenna, eins og drykkfeldnir bannþingmenn. Gangar og forstofur þinghússins eru morandi af vínsmyglum. Vér getu ekki búist við virðingu fyrir lögunum, fyr en stjórnmálamennirn- ir eru látnir hlýða þeim.” LæknismeSöl. Meðul við öllum þessum óheilindum kveðst frú Wil- lebrandt þekkja. Telur hún þau i þessari röð: 1) Elju, þrautseigju og samvinnu,” til þess að yfirbuga hin pólitízku áhrif. 2) Vandaðra úr- val löggæzlumanna, reglubundna þjálfun um lengri tíma til þess að kenna þeitn hvernig þeir eigi að nálg- ast sönnunargögn; hvenær þeir eigi að taka menn fasta; hvenær þeir megi skjóta. 3) Skipun eftirlitsem í Danmörku. Danska stjórnin sem tók við völd- um eftir að vinstrimannastjórnin hafði neyðst til að efna til nýrra kosn- inga, vegna ósamkomulags við hægri ntenn í hervarnarmálunum, hefir eitt aðalmál á stefnuskrá sinni: af- nánt danska hersins og stofnun land- varnarliðs. Við kosningarnar náðu socialistar og róttækir vinstrimenn sem sé meirihluta í þinginu, og þeir höfðu gengið til kosninga með þetta mál sem aðal stefnumál. Danmörk er fyrsta herríkið, sem i alvöru hefir tekist á hendur fratn- kvæmd þessa máls og því er eftir- tektarvert að kynnast því, hvernig t'orgöngumenn málsins hugsa sér að koma því í framkvæmd. Hér fer á eftir ágrip af viðtali vifr P. Munch foringja róttæka fokksins og utanrík- isráðherra í stjórn Staunings og segir þar nokkuð frá málinu. Hin fyrri jafnaðarmannastjórn sócialista, undir forsæti Staunings, hafði borið fram frumvarp um af- nám hersins, árið 1924. Þessu frum varpi gátu róttækir ekki gengið að. en við samninga mili þeirra og sócia- lista var það endursamið og í þeirri mynd var það borið fram á fólks- þinginu 1926 af báðum flokkunum og samþykkt þar. En frumvarpið strandaði í landsþinginu. Samkvæmt frumvarpinu eiga út- gjöld Dana til hervarna að lækka úr 43 miljónum niður í 17.5 miljónir. Netnur þetta 10 per cent lækkun á öllum fjárlögunum, en um 60 per cent lækkun á fjárveitingunni til hers og flota. Samkvæmt frumvarpinu á að leggja niður öll vígi og víggirð- ingar í Danmörku. Skipasmíða- stöðvar, verksmiðjur og verkstæði hers og flota, eiga að sjá fvrir þörf- um þess litla herafla sem eftir verð ur, en annars að vinna að friðsam- legri framleiðslu. Herskyldu á að nema úr lögum, en varnarliðið verð ur eingöngu skipað sjálfboðaliðum. Bannað er með lögum að hafa her- mennskufélagsskap, þó kostaöur sé að ÖUu leyti af einstakra manna fé. Auk allra yfirmanna verður ár- lega veitt viðtaka í varnarherinn 1600 nýliðum, og þeim kennd störf lögregluþjóna og undirstaða í vopna varð- og gæzluskip, 24 smá-gæzluskip (tundurbátar og kafbátar), mælinga- skip og vistflutningaskip. Ennfrem ur teljast til flotans 24 flugvélar.— Flotinn allur verður ekki nema 13 þúsund smálestir að stærð. Saníkvæmt ákvæðum alþjóðlasam- bandsins, eru öll þau ríki, sem í sam- bandinu eru — og Danmörk er eitt þeirra — skyld til að leggja fram herafla til þarfa sambandsins hvert að sínum hluta. Þegar Munch var spurður hvort að hinar nýju tillögur kæmi ekki í bága við samþykktir al- þjóðasambandsins, neitaði hann þvi. En ýmsir aðrir eru þar á öðru máli, og þá ekki sizt vinstri- Qg hægrimenn í Danmörku. — — Frumvarp þetta verður lagt fyrir fólksþingið i haust, og er varla vafi á, að það verði samþvkkt þar. Öðru máli er að gegna um landsþingið. Þar eru þingmenn kosnir til átta ára, og kosning þess er að sumu leyti á valdi þeirra landsþingmanna, sem frá fara. Konungur getur rofið landsþingið ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, til dæmis ef frumvarp frá fólksþinginu hefir ekki náð sam- þykki landsþingsins innan mánaða frá því að það var samþykkt í fólks- þinginu og ekki hefir náðst málamiðl- un. eftir að frumvarpið hefir verið lagt í hendur sameiginlegrar nefnd- ar frá fólks- og landsþingi. Verði frumvarp, sem þessari meðferð hefir sætt, samþykkt á ný af fólksþinginu eftir að reglulegar kosningar hafa far- ið fram á milli og lancjsþingið vill ekki enn samþykkja frumvarpið, má rjúfa landsþingið og láta nýjar kosn ingar fara fram til þess. Felli Iandsþingið frumvarpið enn, verða því að liða fjögur ár þangað til að landsþingið verður rofið,, því eiga næstu reglulegar kosningar að fara fram. Og áður en frumvarp- ið fær gildi á þjóðaratkvæði að fara fram um það.—Vörður. Hitt og þetta. Eign ir Hjálprœðishersins burði. Til sainanburðar má geta þess, að nú eru árlega teknir 6800— n7r tor’n^' sk- ,<fi ''0sm" 7000 nýliðar í herinn. Nýliðaskól- inn stendur samkvæmt frumvarpinu í 4 mánuði og eftir að skólanum lýk- ur, verða þeir sem þar hafa verið kallaðir til 10 daga heræfinga þrisvar sinnum á næstu 12 árum. Allir þessir menn fá kaup fyrir starfa sinn og dvöl á skólanum. Kostnaðurinn Eins og menn rekur minni til urðu í fyrra miklar deilur um það innan Hjálpræðishersins, hvort Bramrwell Booth skyldi halda áfram að vera foringi hans,—en hann var þó orðinn óvirkur sakir veikinda — eða hvort Varð það úr að Higgins forstöðumaður hersins í London var kosinn forseti. 1 vor dó Booth og þegar arfleiðsluskrá hans var opnuð kotn það í ljós, að hann ihafði skipað konu sína„ dóttur og málfærslumann sinn skiftaráðendur í búi sínu, og fengið þeim umráð yfir hinum miklu eignum hersins, sem við þenna litla landvarnarher verður | skifta tu^um nli,jóna' Þef?ar William -T, .... . , ... ; Booth dó, hafði liann fengið viðtak- unt l'/c miljon kronur a ari. i ' andi foringja þessi uinráð í hendur, Til varna á sjó verður varið nokkru í „ „ - , . J . j en Bramwell Booth fær þau ættfolki meiru, nefnitega tíu miljónum krona i ., , ■, , , „ , .. , . isinu til þess að tryggja þvi raðin í arlega. En hinn nyi herskipastoll a, , TT. . , . , . & | hernum. Higgins forseti hersins jafnframt því að vera sjóher, að ann- i ' . hefir samkvæmt arfleiðsluskranm ekk ast eftirlit með landhelginni og enn- : , . ' . ° ert yfir eignum hersins að segia. fremur að annast sjómælingar. F.nn- ; T ’ , , , , . , x , 1 i Higgnrs heldur þvi fram, að þessi fremur að konia framhja erlendum I D ., | artleiðsluskra se ologleg, þvi að Booth ríkjum við hátíðleg tækifæri. Skipaflotinn verður samkvæmt ætlun forgöngumannanna þessi: a- 6 hafi þar ráðstafað fé sem hann ekki átti. En sennilegt er, að erfingjar Booths vilji ekki láta undan og er þá óhjákvæmilegt, að málaferli verði bættismanna án nokkurs tillits til út af því, hver ráða skuli út af eign- flokksfylgis. 4) Rannsókn undir um um hersins. sjón verzlunarráðuneytisins, á því Skiftaráðendurnir eru allir stækir hve mikinn vínanda þurfi nauðsyn- andstæðingar hins núverandi yfir- lega til iðnaðarframleiðslu og strengi hershöfðingja og munu hugsa sér að lega takmörkun á vínandaleyfum nota umráð þau. sem þeir hafa feng- samkvæmt þeirri rannsókn. 5) Sam ið með arfleiðsluskránni, til þess að eining og samruna allra deilda banu gera Higgins stjórn hersins ókleifa, gæzlunnar “í eina sameinaða gæzlu- sveit við landamærin, skipaða úr- valsmönnum, með jafn undursam- 'legri ábyrgðartilfinningu innbyrðis og lögregluhestliðið fræga í Kana- da.” því að vitanlega getur hann ekki veitt þessu mikla fyrirtæki forstöðu nema hann hafi fjárráð þess. Að svo stöddu hafa skiftaráðendurnir aðeins látið fé af hendi til þeirra fyrirtækja, (Frh. frá 4. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.