Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. SEPT., 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. sem hann hafði bælt og byrgt svo lengi myndu brjótast út á þennan hátt. En nú var það um seinan og áhrifalaust hvað liana snerti. • f>ú ert veikiir,” sgði hún. ‘Veikur”’ sagði hann. “Það voru um- skifti mín. Fyrir ári síðan uru hvítasunnuna, þegar, eins og nú, ekkert Hohentvviel var til fyrir mig, bar ég líkkistu St. Gall í hinni helgu skrúðgöngu. Og allt í einu kom kona og kastaði sér niður fyrir framan mig. ‘‘Stattu upp,” kallaði ég til hennar, en hún lá kyr í rykinu. “Ó, prestur,” sagði hún, “gakk þú yfir mig með þinn helga dóm, svo ég megi verða heil.” Og ég steig yfir hana. Konan þjáðist af hjartaverk. Nú er þetta þveröfugt.” Rödd hans hvarf fyrir ofurmagni tilfinning anna, svo hann gat ekki talað. Hann fleygði sér við fætur hertogafrúarinnar, og greip um fald fata hennar. Allur líkami hans hristist sem laufblað i vindi. Heiðveig hertogafrú varð gripin, gripin gegn sínum vilja, eins og handagrip hans um kjól hennar hefðu þrýst gegnum sál hennar hinum ósegjanlegu hugar- kvölum hans. “Stattu upp,” sagði hún þýðlega,” og reyndu að hugsa um eitthvað annað. Þú skuldar oss ennþá sögu. Stjórnaðu sjálfum þér!” Ekkehard hló mitt í angist sinni. “Sögu!” kallaði hann upp, “já, sögu! En við segjum hana ekki; við skulum leika hana, þessa sögu. Frá brjóstvirkjunum í turninum mínum getur maður séð svo vítt yfir, og svo langt niður í djúpið fyrir neðan, þetta lokkandi, töfrandi djúp. Hvers vegna ætti þessi hertogalegi kastali að halda okkur til baka? Maður þarf aðeins að telja þrjá, síðan að láta sig falla, og við svífum niður í faðm dauðans. Þá er ég ekki lengur munkur, en frí og frjáls til að vefja þig örmum, og hann sem að sefur þarna — og um leið sló hann hnefanum á gröf Burk- ards lávarðar — "skal ekki ná að varna mér þess! Þó að hann komi hinn gamli maður, sleppi ég þér ekki. Við munum líða saman upp til turnsins aftur, og við munum sitja þar sem við vorum vön að sitja, og lesa Virgil okkar til enda, og þú verður að bera rósina í skarbandinu þínu, og allt mun verða eins og það áður var. Við munum loka hliðinu fyrir hinum gamla hertoga og hlægja burtu hið ill- kvittna umtal. Og fólkið mun segja þegar það situr kring um árninn á vetrarkveldin: ‘ Hún er falleg sagan af hinum trygglynda Ekkehard, sem drap Ermanrick keisara vegna þess að hann hengdi Harlungen, og sem síð- an sat í mörg hundruð ár fyrir framan Venus- berg með þeim ummælum að hann myndi sitja á þeim stað til dómsdags og stökka burtu ölum pílagrímum sem kynnu að koma til fjallsins. En að síðustu varð hann þreyttur og hljóp burtu og varð munkur í St. Gall. Þar hrapaði hann af háum stað og dó. Og nú situr hann við hliðina á fölleitri konu og les Virgil. Og um miðnætursbilið hljóma þessi orð gegnum Hegau: “Þú skipar mér, ó drottn- ing, að endurnýja hina ósegjanlegu sorg.” Síðan verður hún að kyssa hann hvort hún vill eða ekki — því dauðinn veitir það, sem lífið liefir neitað okkur um.” Meðan hann talaði bar svipur hans vott um ósjálfræði og hálfgerðan trylling, en er hann þagnaði varð hann aftur yfirbugaður af tilfinningu. Hertogafrúin stóð hi;eyfingar- laus meðan á ræðunni stóð, og glampi af með- aumkvun skein út úr hinum köldu augum hennar er hún beygði sig niður til hans. “Ekkehard,” sagði hún; “þú mátt ekki tala um dauðann. Það er brjálsemi. Við erum lifandi, þú og ég—” Hann hreyfðist ekki, og hún lagði hönd- ina ofur hægt á hið brennandi heita enni hans. En þessi snerting fór sem hemjulaus titrandi kraftur gegnum líkama hans og sál. Hann stökk upp. “Þú hefir rétt að mæla,” hróp- aði hann; “við erum lifandi, þú og ég.” Sjón hans var hjúpuð iðandi hálfrökkri. Hann snaraðist fram um eitt skref og greip hinn stoitlega líkama hennar í arma sína og þrýsti henni með ofboðslegri ákefð að brjósti sér. Kossar hans brunnu á vörum hennar og gerðu öll mótstöðuorð hennar máttvana og dauð. Síðan hóf hann hana á loft og bar hana líkt og fórnargjöf til altarisins. “Hví heldur þú þínum skínandi fingrum svo hreyfingarlaus- um? Því blessarðu okkur ekki,” hrópaði hann til hinnar alvarlegu Kristsmyndar. Hertogafrúin hafði orðið sem höggdofa. En innan stundar kom í Ijós hjá henni ofsi hins særða stolts. Hún sló með afli hinn óða mann á ennið, og reyndi að rífa sig lausa úr faðmi hans. En hægri handleggur hans var enn vafinn utan um mitti hennar þegar dyr kapellunnar opnuðust skyndilega og ljósgeisli kom inn. Þau voru ekki lengur tvö ein. Rudimann kjallarameistari í Reiqhenau kom inn, og í garðinum fyrir utan voru ein- hverjir fleiri. Hertogafrúin var orðin náföl af blygðunar semi og reiði. Ein langa og svarta hárflétt- an hafði losnað, og hékk niður yfir aðra öxl- ina. “Fyrirgefið,” sagði maðurinn frá Reichen au. “Eg hefi ekki séð neitt!” Heiðveig hertogafrú vatt sig úr handtaki Ekkehards. “Já, ég segi! já, já! Augu þín hafa sé ðþenna brjálaða mann sem gleymt hefir sjálfum sér og guði sínum. Mér myndi falla það þungt ef þú hefðir ekki séð neitt, í því til- felli vildi ég láta stinga út augu þín.’’ Hún sagði þetta með slíku kuldadrambi sem orð fá naumast lýst, og allt í einu áttaði Rudimann sig á þessum undarlegheitum. “Eg hafði alveg gleymt,” sagði hann fyrir litlega, “að maðurinn sem stendur þarna er einn af þeim, sem vitrir menn hafa heimfært til orð Hieronymusar er hann segir: ‘hegðun þeirra hæfir frekar brúðgumum og spjátrung- um en þeim sem helgað hafa sig drottni.” Ekkehard stóð og hallaðist upp að stólpan- um, og hann teygði út armana líkt og sagt er að Oddysseus hafi gert, þegar hann leitaðist við að faðma skugga móður sinnar. Orð Rudimanns hrifu hann út úr þessu hita- þrungna dvalarástandi. “Hver vogar að setja sig milli mín og hennar?” sagði hann ógn- andi. Rudimann klappaði á öxlina á honum með ósvífnislegum kompánaskap. “Vertu rólegur, vinur minn,” sagði hann. “Við höfum tíð indi að segja þér. St. Gallus getur ekki leng ur skilið eftir hinn vitrasta af sínum lærisvein- um úti í hinum iðandi og ólgandi gamla heimi. Þú ert kallaður heim. En gleymdu ekki prik- inu sem þú ert vanur að misþyrna bræðrum þínurn með þegar þeir hnuppla kossi á vín- uppskerutímanum, minn hreinlífi herra,” bætti hann við í hálfum hljóðum. Ekkehard steig afturábak. Villt löngun, skilnaðarsársauki, brennandi ástríða, — allt þetta sauð í sálu hans, en þó einna mest heiftin yfir því háði sem helt hafði verið yfir hann. Hann þaut fram til hertogafrúarinnar—en allt í einu fylltist kapellan af mönnum. Ábótinn í Reichenau kom til þess að skemta sér við það, að sjá Ekkehard fara. “Það verður erf- itt að losna við hann,” hafði hann sagt við Rudimann. En nú var það orðið auðvelt. Munkar og leikmenn fylgdu á eftir honum. “Vanhelgun!” kallaði Rudimann til þeirra. “Hann hefir lagt sínar lastafullu hendur á hús- móður sína, og það við altarið sjálft.” Við þetta þutu hinar síðustu leifar af sjálfsstjórn Ekkehards. Það var honum um megn, að sjá það sem hann átti helgast saurg- að með óskammfeilni og ruddaskap, að sjá perlum sínum kastað fyrir svín. í ofsabræði greip hann lampann og sveiflaði bronzkerinu yfir höfði sér. Ljósið slokknaði, dimmraddað liljóð heyrðist, og kjallaram. lá með blæð- andi höfuð á steingólfinu, og lampinn sundur- molaður við hliðina á honum. Æðisleg áflog með liöggum og formælingum fylgdu á eftir. Ekkehard varð brátt ofurliði borinn. Þeir náðu honum undir sig og bundu hann með hans eigin mittisbandi, og létu hann síðan standa upp. Þannig stóð hann, þessi ungi, laglegi maður, eins og vængbrotinn örn. Það var sannkölluð hryggðarsjón. Hann sendi sorgþrungið, biðjandi augnaráð til hertogafrú- arinnar. En hún snéri sér undan. “Gerðu skyldu þína,” sagði hún við ábót- ann, um leið og hún sveiflaði sér drembilega framhjá munkunum. Reykjarmökkur kom á móti henni í hallar garðinum. Frá kastalahliðinu kváðu við gleðióp. Bak við það var kynnt öflugt bál með furubútum. Þjónustufólk kastalans dans aði kringum brennuna og kastaði jafnframt blómum í blossann. “Hvað meinar þessi reykur?” spurði her- togafrúin Praxedis, sem kom á móti henni. “Það er Jónsmessu-dagur,” svaraði hin gríska mær. Kveldið var dauft og drungalegt. Her- togafrúin lokaði sig inni í veggsvala herberg- inu sínu og neitaði að taka á móti nokkrum. Ekkehard hafði verið settur í fangelsi af mönn um ábótans. í sama turninum, á sömu hæð og lesstofan hans, var saggafullt, dimmt her- bergi með gömlum legsteinabrotum frá þeim tíma, er kastalakapellan var endurreist. Á þenna óvistlega stað settu þeir Ekkehard.Hálm visk var fleygt inn fyrir hann að liggja á, og fyrir dyrum úti var munkur sem hélt vörð. Burkard, klaustursveinninn hljóp upp og niður fullur óþreyju og örvæntingar yfir því, að vita ekkert hvað fyrir föðurbróður sinn hefði komið. Þjónustulið kastalans var í stöðugu hljóð skrafi og kvíslingum. Loftið var þrungið af þvaðri, líkast því sem rignt hefði niður ó- teljandi lygasögúm. “Hann reyndi að myrða húsmóður okkar,” sagði einn. “Hann var að æfa sig í göldrum,” tilgreindi annar, “og í dag er Jónsmessan, en þá hefir Satan engan kraft, og gat þess vegna ekki bjarg- að honum.” Rudimann kjallarameistari stóð við brunninn í garðinum og lét vatnið streyma yfir höf- uð sér. Ekkehard hafði veitt honum svöðusár og vætlaði úr því blóð. Praxedis kom út að brunninum föl og döpur. Hún var eina mann- eskjan sem í raun og veru kenndi í brjóst um hinn ólán sama fanga. Og þegar hún sá kjallarameistarann hljóp hún út í garðinn, sleit upp með rótum blátt kornblóm, rétti honum það og sagði: Haltu því í hægri hendinni unz það er orðið heitt, og mun þá blóðrennslið hætta, eða á ég að sækja fyrir þig sárumbúðir?” Rudimann hristi höfuðið. ast á sínum tíma,” sagði hann. í fyrsta skifti sem mér blæðir. kornblóm sjálf.” En Praxedis var um það hugað að sætta óvin Ekkehards. Þess vegna sótti hún sár- umbúðir, og hann lofaði henni að binda um sárið, en ekki fékk hún einu sinni eitt þakk- lætisorð. “Verður Ekkehard gefinn laus í dag?” spurði hún. “í dag,” endurtók Rudimann með fyrir- litningarhreim í röddinni. “Ert þú sólgin í það að flétta honum blómsveig, þessum merkis bera Andkrists, foringja þeirra, sem draga vagn Satans, honum, sem þú hefir hlúð að og sýnt virðingu, líkt og hann væri hinn elskaði sonur Benjamín? í dag? Spurðu þessarar spurn- ingar aftur eftir mánuð, þarna yfir. frá.” og hann benti í áttina til svissnesku fjallanna. Praxedis varð óttaslegin. “Hvað ætl- arðu að gera við hann?” spurði hún. “Það sem hann á skilið,” svaraði Rudimann, með ill- mannlegu augnaráði. Léttúð, ofbeldisverk, drambsemi, vanhelgun, guðlast — það eru ekki orð til yfir öll hans vonskuverk. En guði sé lof, það er ekki skortur á leiðum til að afplána þau.” Hönd hans hreyfðist eins og hann væri reiðubúinn að rétta einhverjum ó- svikiö högg. “Æ, já, leiðir til að afplána, fagra mær. Við ætlum að skrifa á skrokk hans allar synd- irnar sem hann hefir drýgt.” “Vertu miskunnsamur,” mælti Praxedis; “hann er veikur maður.” “Það er fyrir þá skuld að við ætlum að lækna hann. Þegar hann hefir verið bund- inn við staur dálitla stund, og í það minnsta sex keyri brotin á hryggnum á honum, mun hann hafa losnað við alla sína djöflabragðvísi og dutlunga. “Fyrir guðs sakir,” kallaði hin skelfda stúlka upp. “Vertu róleg, það kemur meira á eftir. Frávillingurinn verður að komast til hjarðar sinnar, þar eru góðir fárhirðar, sem munu ann- ast það sem á eftir fer. Rúning ungfrú, rúning! Þeir munu skella af honum hárið, það svalar höfðinu. Og ef þig skyldi langa til þess eftir eitt ár, að fara pílagrímsferð til St. Gall, þá muntu sjá þar, á sunnudögum og há- tíðisdögum, mann berfættan standa úti fyrir dyruni kirkjunnar. Höfuð hans mun verða bert í líkingu við illa sleginn akur, iðrunarbún- ingur mun hylja líkama hans, og sæma honum vel. Hvað heldur þú? Og þá hættir hinn heiðinglegi Virgillestur. Það bregst varla.” “Hann er saklaus,” sagði Praxedis. “Öhó!” urraði kjallarameistarinn með glotti. “Við munum aldrei skaða sakleysið. Hann þarf að sanna að hann sé það, sam- kvæmt guðsdómi. Ef hann dregur gullhring upp úr sjóðandi vatnskatli með óbrendri hendi, þá mun ábótinn okkar sjálfur gefa honum blessun sína, og ég mun sverja að það hafi verið blekkingar djöfulsins, þegar augu mín litu húsmóður þína, hertogafrúna í örmum hans heilagleika, bróður Ekkehards.” Praxedis gat ekki tára bundist. “Kæri, háæruverðugi herra kjallarameistari,” sagði hún í bænarróm. Hann gaut augunum til hinnar grísku stúlku, og þau staðnæmdust við hinn beinvaxna og fallega líkama hennar. “Það er svona, er það?” sagði hann, með herping á vörunum. “Eg gæti ef til vill beð- ið ábótann líknar honum viðvíkjandi, ef —” “Ef?” spurði Praxedis áköf. “Ef þér þóknaöist að skilja eftir ólokaðar dyrnar á herberginu þínu í kveld, svo ég gæti komið til þín og látið þig vita um úrslitin á erindi mínu.” Og um leið tók liann á sig sjálfsánægju- og eftirvæntingarsvip, og dró saman með gáskakeim fellingarnar í yfirhöfn sinni, svo sköpulag hans kæmi betur í ljós. Praxedis fór áftur á bak og stappaði ofan á hið bláa kornblóm, sem lá við fætur hennar. “Þú ert hrakmenni, herra kjallarameist- ari”, sagði hún og snéri sér við. Rudimann var ekkert flón, og sá af svip hennar og augna ráði, að herbergisdyrnar hennar myndu lok- aðar það kveld og sérhvert kveld upp frá því fyrir öllum kjallarameisturum kristindóms ■ ins. Hún gekk í burtu. “Hefir þú nokkrar fleiri skipanir?” spurði hún, um leið og hún fór. “Já, þú gríska naðra og stingfluga,” svar- aði hann kuldalega. “Eg vil fá ediksbrúsa, ef þú villt gera svo vel. Eg ætla að bleyta svipurnar mínar í edikinu. Skriftin verður þá betri og máist ekki eins fljótt. Eg hefi aldrei haft þann heiður fyr að hýða Virgilsþýðara. Slík persóna verðskuldar sérstaka nákvæmni hvað það snertir.” Undir linditrénu sat Burkard, klaustur- sveinn, snöktandi. Praxedis kyssti hann um leið og hún gekk framhjá, aðallega til þess að skaprauna kjallarameistaranum. Hún lagði leið sína til herbergis húsmóð- ur sinnar með þann ásetning að grátbiðja krjúpandi Ekkehardi miskunn. En hún barði að dyrum árangurslaust. Þær opnuðust ekki. Heiðveig hertogafrú var ákaflega reið. Ef munkar Reichenau hefðu ekki komið inn á þessari óheillastund myndi hún hafa fyrir- gefið Ekkehard þessa fífldirfsku sem hann sýndi af því hún hafði sjálf sáð til hennar, en nú var þetta orðið opinbert hneyksli, sem krafðist refsingar. Óttinn við illmálgar tung ur hefir orsakað furðu margt. Ábótinn hafði sent upp til hennar bréf frá St. Gall. Bréfið hljóðaði þannig: “Reglur St. Benedikts heimta ekki aðeins ytra form, heldur að maðurinn sé munkur hvað líkama og sál snertir. Ekkehard var kallaður fram aftur og nokk uð af skrifum Gunzo fært fram gegn honum. Hertogafrúin lét sig þetta engu skifta. Hún vissi vel hver forlög myndu bíða hans, ef hann 'væri seldur í hendur andstæðinga sinna, en hún var ákveðin í því að gera ekki neitt fyrir hann. Praxedis kom aftur og knúði dyrnar, en þær opnuðust ekki. “Þú vesalings mölur,” muldraði hin gríska stúlka raunamædd. Með- an á þessu gekk lá Ekkehard í fangelsinu sem maður í vondum draumi. Fjórir berir veggir umluktu hann og að ofan komu dauf blaktandi ljósglæta. Við og við skalf hann eins og af kulda, og þunglyndisbros lék um varir hans með vonleysisblæ. En þess á milli varð hann sem vitstola af reiði og stökk upp með krefta hnefana. 1 þessu tilliti er mannshugurinn líkur haf- inu. Þó ofveður hafi slotað, æða öldurnar, öskrandi og freyðandi, jafnvel meir en áður; og allthf öðruhvoru, hendist alda og alda froðu fellandi upp svo geist að máfarnir flýja. Hjarta Ekkehards var ekki algerlega sundur “PENINGANA TIL BAKA” Skilyrðislaus ábyrgð í hverjum poka. RobinHood “Það stöðv- “Það er ekki Hafðu þitt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.