Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. SEPT., 1929 ^tctmsktnngla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höínum Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla" is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 11. SEPT., 1929 Opið bréf. OFFICE OF THE PREMIER Winnipeg. 29th August, 1929. Mx. R. Peterson, Treasurer, Icelandic Millennial Celebration Com- mittee, 45 Home Str., Winnipeg. Dear Sir : On my return to the city some days ago my attention was directed to certain discussions in the Icelandic press of this Province, relating to the question of a Government grant to aid in the organiza- tion of the Icelandic people for the pro- posed Millennial Celebration in Iceland next year. In this connection I may say that representatives of the local committee waited on us nearly two years ago and made application for a grant of money to carry out the organization work. We ap preciated the importance of the project and the Committee’s needs, but pointed out that no grant was available for such a purpose, except the appropriation from which some of our expenditures for pub- ilcity were charged. We considered that the publicity value of an excursion such as is planned would be of great value in Great Britain, in the Scandinavian coun- trijes and in the United States as well: and there having been no appropriation for patriotic organizations, other than those of Returned Soldiers, it was con- sidered, under the circumstances, that the grant being sought by the Committee would be a justifiable charge against the appropriation under which the expendi- turesjor publicity were made. We entertained the request because of the unique nature of the event and be- cause of the general desirability of aiding in every legitimate way possible the pro- posal to celebrate what is one of the most historical events in the development of responsible Government. We according- ly advised that a grant could be made on the understanding that it would be used for the purpose of advertising Manitoba, not only in Iceland but in the United States and indirectly in other parts of the world. I should deeply regret if anything that has been said or done should in any infi. nitesimal way detract from the real spirit of friendship that exists between lceland and Canada or between the Icelandic people themselves, and I sincerely hope that it will be clearly understood that the Government had no desire to require any portion of the moneys granted to be used for a purpose which would be objection- able to the Kingdom of Iceland or any of its people. May I add here that an invitation has been received by the Government of this Province from the Parliament of Iceland to participate in the celebration by being officially represented there. This invi- tation has been accepted, and in all pro- bability I as Premier of this Province will be there personally to represent the Government. It is our hope that we may accom- pany to Iceland the large delegation of citizens of Icelandic descent who are so intensely loyal to Canada and at the same time justly proud to be associated with Iceland and its best traditions; and that we may thereby assist in making the Mil- lennial the great success that its impor- tance in the development of constitutional government merits throughout the world. Yours very truly, JOHN BRACKEN. * * * Þýðing: Skrifstofu forsætisráðherra, Winnipeg, 29. ág., 1929. Hr. R. Pétursson, gjaldkeri, íslenzku Þúsund Ára Hátíðanefnd- arinnar, 45 Home Str., Winnipeg. Kæri herra! Er ég kom aftur til borgarinnar fyrir nokkrum dögum var athygli minni beint að vissum deilum í íslenzku blöðunum hér í fylkinu í sam'bandi við spurninguna um stjómarveitingu til þess að greiða fyrir skipulagningu meðal íslendinga til þátt- töku í hinni fyrirhuguðu þúsund ára hátíð á íslandi að ári. í þessu sambandi vildi ég segja, að fulltrúar nefndarinnar, sem hér er í borg- inni, leituðu til vor fyrir því nær tveim ár- um síðan, með beiðni um fjárveitingu til þessarar skipulagningar. Vér skildum fullkomlega mikilvægi fyrirtækisins og þarfir nefndarinnar, en bentum á, að ekk- ert fé væri fyrir hendi í slíku augnamiði, nema sá sjóður, er greitt er úr sumt af útgjöldum vorum til opinberrar kynning ar. Vér álitum, að kynningarverðmæti slíkrar farar, sem þessi er, væri mjög mik- ils virði á Stórbretalandi, á Norðurlöndum og eins í Bandaríkjunum; og þar sem ekk- ert fé hafði verið ákveðið handa þjóðrækn isfélögum, öðrum en þeim, er skipuð eru Endurkomnum Hermönnum, var álitið, eins og á stóð, að fjárveitingin, er nefndin bað um, mætti réttilega teljast til skuldar þeim sjóði, er greidd eru úr útgjöld til op- inberrar kynningar. Vér urðum við beiðninni sökum þess hve viðburðurinn er einstæður, og af löngun yfirleitt, til þess að greiða á allan hugsanlegan lögmætan hátt fyrir því á- formi að halda hátíðlegan þann viðburð. sem er einn hinn allra sögulegasti í allri framþróun ábyrgs stjórnskipulags. Þess vegna tilkynntum vér, að veita mætti féð, með þeim skilningi, að það yrði notað með það fyrir augum, að kynna opinberlega Manitoba, ekki einungis á lslandi, heldur í Bandaríkjunum og óbeinlínis annarsstað ar um allan heim. Mér þætti afar mikið fyrir því, ef nokkuð það, er sagt hefir verið, eða gert skyldi að hinu allra minnsta leyti draga nokkuð úr þeim raunverulega vináttu- anda, sem á sér stað milli íslands og Kanada og íslenzku þjóðarinnar sjálfrar, og ég vona einlæglega, að menn skilji það greinilega, að stjórnin hafði enga löngun til þess að krefjast þess að nokk- ur peningur af fjárveitingunni yrði not. aður í einhverju augnamiði, er konungs- ríkið ísland eða íbúar þess mætti móðgast af. Mætti ég bæta því hér við, að stjórn- arvöldum þessa fylkis hefir borist í hend- ur boð frá Alþingi íslands, að taka þátt í hátíðinni, með því að senda þangað op- inberan fulltrúa. Þetta boð hefir verið þegið, og að öllum líkindum verð ég, sem forsætisráðherra fylkisins, þar sjálfur við- staddur sem fulltrúi stjórnarinnar. Vér vonum, að vér megum verða sam ferða til íslands hinum mikla fulltrúa- skara borgara af íslenzku ætterni, sem í einu eru svo framúrskarandi þegnhollir Kanada og að réttu lagi stoltir yfir tengsl- unum við ísland og beztu erfðakenningar þess; og að vér megum með því stuðla að því, að þúsund ára hátíðin fái þann veglega framgang, sem mikilvægi hennar í framþróun þingbundins stjórnarskipu- lags um víða veröld verðskuldar. Yðar, í allri einlægni, JOHN BRACKEN. * * * Með þessu bréfi Brackens forsætis- ráðherra, er hér er birt, með vitund hans og vilja, er þá sennilega fullsvarað ásök- unum dr. Brandson og annara sjálfboða,og þeim ófrægingum í garð Heimfararnefnd- arinnar og forsætisráðherra beggja fylkja, Manitoba og Saskatchewan, er sjálfboðarnir hafa^svo þindarlaust barist við að koma út á meðal almennings og heim til íslands, að þeir hafa tekið sér til liðsinnis Jóhannes aumingja V. Summer- leaf, til þess að berja það inn í höfuðið á þeim, er þeir helzt þykjast eiga aðgang að, að hér væri að ræða um vesturflutninga blóðpeninga. Þegar bréf Gardiners forsætisráð- herra var birt í íslenzku blöðunum hér um miðjan ágústmánuð, sama efnis og þetta bréf Mr. Brackens, þá hnýtti ritstjóri Lög bergs því aftan við, er hann ekki treysti sér til að bera brigður á sannsögli Mr. Gardiners, er aðeins sagði nákvæmlega hið sama og Heimfararnefndin hefir ætíð sagt, að sjálfboðanefndin hefði aldrei ‘‘gert eina einustu staðhæfingu um það’’ að ‘‘nokkur böggull hefði fylgt skamm- rifi” Sask.-stjórnarinnar; og ákallaði dr. Brandson sér til vitnis um það. Nú vill svo vel til, að öllum þeim er með þessum málum hafa fylgst, er í fersku minni' fyrsta grein dr. Brandson, er hann skrifaði um þetta mál, þar sem allar vinsemdirnar í garð Heimfararnefndarinnar eru byggð- ar jafnt á Saskatchewan og Manitoba um- sókninni. Að maður nú ekki minnist á ‘‘tudda”-grein Hjálmars lögfræðings Berg- man, K. C., er flutti þann boðskap, eins og menn muna, að hlægilegt væri að í- mynda sér, að Saskatchewanstjórnin hefði veitt Heimfararnefndinni féð sem áþreif- anlegan vott virðingar, í tilefni af þúsund ára afmælishátíð Alþingis, enda vildi sá ‘‘sagn’’fróði lögmaður koma lesendum Lögbergs í skilning um það helzt, að Sas- katchewanstjórnin hefði gengið svo frá fjárveitingunni, að af henni mætti sjást, að hún leggði íslendinga, eða Heimfarar- nefndina á borð við alitudda og aðra naut- gripi í Saskatchewan. Þegar Mr. Berg- man ritaði þá grein, hafði það auðsjáanl. ekki komist inn í höfuðið á honum, að hún var drjúgum dónalegri í garð for- sætisráðherra Saskatchewanfylkis, ráðu- neytis hans og alls þingsins, en hún nokk- urntíma var í garð Heimfararnefndarinn- ar. Sömu tegund skynsemi hafa sjálf- boðarnir beitt að vilyrðum Mr. Brackens til Heimfararnefndarinnar um hugsanlega fjárveitingu frá Manitobafylki. Því það eitt er víst, að hafi Heimfararnefndin í umleitunum sínum við Mr. Bracken gert sig seka um nokkurn skapaðan hlut óheið arlegan, þá hefir Mr. Bracken, sem sá að- ilji, er fellst á þær umleitanir, gert sig sekan á nákvæmlega sama hátt, gagnvart íslandi og ísenzkri þjóðernistilfinningu. Ef sjálfboðarnir vilja nú ekki gera forsætisráðherranum í Manitoba og Sas- katchewan mishátt undir höfði, þá geta þeir tæplega lýst Mr. Bracken ósanninda mann um það, sem hann segir um skilning sinn og Heimfararnefndarinnar, (eins og nefndin hefir líka margsinnis ítrekað, þótt óþarft hefði átt að vera) að aldrei hafi verið til þess ætlast, að nokkur peningur af Manitobafjárveitingunni mætti á nokk- urn hátt verða íslandi til miska að minnsta leyti. Þá er sú hlægilega (svo vægt sé nú til orða tekið og enginn meiddur) Grýla þeirra sjálfboðanna sjálf- dauð, og enginn harmdauði heldur, hverj- um ærlegum ísenzkum dreng. Og þá er líka leiðin opin fyrir sjáfboðana, að sam- einast um heimferðina undir merkjum Heimfararnefndarinnar, því þá er ástæðu- laust að bregða henni, Mr. Bracken og öllum, er samferða verða Heimfararnefnd- inni til íslands, um það lengur, að þeir sigli heim undir fölsku flaggi. Þetta ætti að vera sjálfboðum því ljúfara, sem þeir hafa upp á síðkastið gef- ið mjög í skyn sáttfýsi sína við Heimfarar- nefndina. Auðvitað hefðu þær yfirlýs- ingar haft töuvert meira gildi í augum almennings, jafnt sem Heimfararnefndar- innar, ef Lögberg hefði undanfarið farið að dæmi Heimskringlu: látið deilurnar fallið niður, og ekkert birt þess efnis, er blása mætti að ófriðareldinum. Menn hefðu trúað betur þeim yfirlýsingum um sáttfýsina, ef Lögberg hefði til dæmis ekki birt í síðasta blaði, (svo ekki sé nú lengra rakið til ýfinga) smágrein úr eina háðblaðinu sem til er á ísl. “Speglinum,’’ sem er þannig vaxin, að heima á íslandi er hún tekin sem meinlaust skop, en hér hætti við þýí, þar sem Lögberg getur ekkert um það að “Spegillinn” sé “profes- sionalt” háðblað, en hann sama sem al- veg ókunnugur svo að segja öllum Vestur- íslendingum, að menn hér skilji þetta sem há-alvarlegan áfellisdóm einhvers stjórnmálablaðsins heima. Og eins hefðu roenn trúað betur sáttfýsisyfirlýsingum sjálfboðanna, ef ekki væri þeir einmitt þessa dagana að lauma út í sérprentuðum bæklingi ‘‘sögu’’ Hjálmars A. Bergman, K. C., sem er sú ósannindaflækja og rang- færslu, frá upphafi til enda, að dæmalaust mun vera, sem meðal annars má marka af því, að svo mörgum lesendum blaðsins varð auðsjáanlega ó- glatt af henni, að höfundurinn treystist ekki til annars en að slá botninn í að “sögu’’þræðin- um aðeins hálfröktum, og bregst því á það ráð, að lauma út þessu skrifi sínu hér, með viðbæti, sem að því leyti, er sá viðbæt- ir er frá honum sjálfum, er ef til vill enn andstyggilegri hverj um ærlegum manni er til þekk ir, en jafnvel nokkuð það, er sami höfudur hefir áður kynnt sig með í ritum sínum, þótt harla ótrúlegt mætti virðast. Menn hefðu, sem sagt, trúað betur sáttfýsisyfirlýs i n g u m sjálfboðanna, ef þeir hefðu ekki verið að aðhafast þetta nú und- anfarið, svo ekki sé annað tal- ið. En nú er þeim líka, eins og áður var sagt, með yfirlýsingu Mr. Brackens, opnuð leið til þess að sýna þessa sáttfýsi í verkinu, með því að kannast hreinskilnislega við það, eins og hverjum góðum dreng er sæmi- legt, að þeir hafi að minnsta- kosti misskilið, tilgang hans og Heimfararnefndarinnar m e ð hinni fyrirhuguðu fjárveitingu, og lýsa yfir vilja sínum til þess að leggja niður vopnin og sigla með honum og oss hinum í fullri einingu, í veglegri ferð, á því veglega skipi, er C. P. R. félagið hefir ákveðið að leggja í þessa för. Nokkur orð frá Elfros. Eins og til stóð, lék Tryggvi Björnsson á piano og talaði um músík hér, í gærkveld, fyrir fáeinum hræð- um. Enginn bjóst við að byggðar- fólk streymdi að samkomuhúsinu. Menn eru almennt þreyttir og lam- aðir í harðvistinni, og mega iila við að troðast undir og limlestast svona um hábjargræðistímann. Svo eru íslendingar yfirleitt blindfullir af list og engu þar ofan á bætandi. Aftur á móti verða þeir, sem góðir borgarar, að ieita sér fræðslu í hverju því, sem er meira í samræmi við menn- ingu þessa lands, en þó óþekktur ís- lenzkur maður leiki nokkur lög á piano, enda eru hér nóg föng til skemtana og fróðleiks. Hér er circus nýlega um garð genginn, og hefi ég heyrt sagt að hann hafi verið fæn. Fíflin djöst grand, aparnir kjút, og loddararnir klevver. Þá var og nýlega missýningamaður hér á ferð með trúðara sína. Og “ljós- geislar” frá HoIIywood kvika viku- lega á “silfur-tjaldinu.” Þarf því varla að búast við að fólk sæki hér sámkomur óþekktra manna. Enda litið varið í að hlusta á menn, sem hvergi hefir verið getið í enskum blöðum. Það er varla að búast við að almenningur hafi ánægju af að hlusta á Tryggva, hversu vel sem hann kann að leika á hljóðfærið. Hann hefir ekki svo ég viti til, leikið í Main Streef, fyrir fullu húsi af ba- bítum, eða verið getið um snild hans í Saturday Evening Post né Chicago Herald. En hefðu þessi blöð flutt dóm (ég tala nú ekki um mynd) um piano leikni Tryggva, er eins víst að þjóðræknin í Winnipeg hefði stofnað til átveizlu á Fort Garry eða Royal Alec í heiðursskyni við snilinginn, Og hefði þá að sjálfsögðu fyllst húsið hvar sem hann fór.. Það gefur líka að skilja, að ódáinsdraumar meistar- anna eins og þeir flæða frá slaghörp unni hans Tryggva streyma ekki um sálir manna sem ekki vita til að hans hafi verið getið í nokkru ensku blaði, og eru alveg vissir um að honum hafi ekki verið haldin opinber átveizla í Winnipeg. Vestur-íslendingar virða meira frægðina en talentið sem aflar hennar; og eru hamslausir yfir því ef Norðmenn hnupla henni, þó þeir geti sjálfir með góðri sam- vizku þagað í hel listgáfur sínar, og er það lofsvert; því í flokkaríg og illindum sínum geta þeir dregið fyr- ir net sín og stundum veitt nöfn þeirra sem þekktir eru, en sál lista- mannsins veiða þeir aldrei. Hún væri þeim líka alveg gagnslaus í öllum þeirra húmbúkkshernaði. Ætli þetta sé ekki ástæðan fyrir því liversu umgetning ritstjóra Lögbergs um J. B. skóla samkomu Tryggva var þrungin af velvild og meinleysi og að Heimskringla steinþagði ? En væri ekki búmannlegra fyrir blessaða flokkana að standa á verði og líta of- urlítið fram í tímann ? Hver veit nema Tryggvi Björnsson eigi eftir að leika sín eigin lög í Main Street og verða hampað af Babbitum ? Væri ekki viturlegra — fyrir hvern flokk- inn sem er — að fara nú þegar að leggja drög til að geta síðar talið hann með sér, til veraldlegs styrktar og andlegs sálarþreks. Við, sem hlustuðum á Tryggva i Elfros, erum helzt að hugsa unt að stofna nýjan flokk, þvi miður erum við mjög svo fá, en fylgdum við hon- um vel og dyggilega, sem foringja okkar, myndum við hljóta eins rnikla sæmd í framtíðinni, og verða íslenzkri þjóð yfirleitt til gleði og sóma eins og stóru flokkarnir í Winnipeg; því endist Tryggva aldur á hann eftir að standa höfði og herðum ofar en alit farganið sem nú veður uppi í nafni listarinnar. Hann er auk heldur nú þegar hafinn hátt yfir þennan ó- fögnuð, sem eðlilegt er, þar sem hann er ekki brjálaður. Þvert á móti. — hann er gáfaður og allsgáður. En til þess að vera viðurkenndur lista- maður nú á dögum, er fyrsta skilyrði brjálsemi. Hér gefst ekki rúm til að skýra þetta frekar. En ég vildi leyf.i mér að benda háttvirtum lesendum á bls.. 21, 22, 23 í Literary Digest af 7. september þ. á. Þar geta þeir fengið hugmynd um hvort ég fer með ósannindi. Einnig ættu þeir, sem kynnu að ferðast um London að sjá tvær fagrar myndastyttur sem þar standa einhversstaðar við fjölfarnar götur. Þær heita “Nótt” og “Dag- ur,” og eru gerðar af frægasta mynd- höggvara sem nú er uppi í enska heiminum. Annars ættu Islendingar hér, að senda hálfvita sína og vit- firringa á listaskóla þessa lands, ef þeir vilja fremur eignast frægð. en talent. Elfros, í sept., 1929. J. P. Pálsson. Hitt og þetta. (Frh. frá 1. síðuj. sem byrjað var á rneðan Booth var stjórnandi, en hinsvegar hafa þeir neitað um öll framlög til nýrra fyrir tækja. En sennilegt þykir, að ef' dómstólarnir skerast í leikinn munu úrslitin verða þau, að Higgins verði dærnd yfirráðin yfir öllum eignum hersins, sem voru í vörzlum Booth. Sjálfur var Booth bláfátækur. Fornleifarannsóknir VIÐ NEMIVATN Frá þurkun Nemivatnsins i Italíu hefir verið skýrt hér í blaðinu áður. Er þurkunin, sem kunnugt er, til þess gerð, að ná í leifar af skipum Cali- gula, er legið hafa á vatnsbotninum síðan x fornöld. Hefir því verki verið haldið áfram um 8 mánaða skeið. Vatnsyfir- borðið hefir lækkað um tæp 25 fet til þessa tíma, og liggur nú stafn annarar galeiðunnar á þurru. Galeiðan er 260 fet á lengd, og gera nienn ráð fyrir að hún verðr öll á þurru t haust. Stafninn er byggður úr gildum eikarbjálkum, og hefir skipið auðsjá anlega verið þakíð málmþynnum. Griðarstórir málmklæddir trénaglar standa út úr viðutn skipsins um það þvert og endilangt, og tveir niiklir og gildir bjálkar, sem líklega hafa verið notaðir sem einskonar flotholt liggja á hvorri hlið þess. Samkvæmt lýsingum fornrómversk- ra rithöfunda er fullkomlega sannað, að galeiða þessi hefir verið afar- skrautleg og glæsileg. Veggir voru skreyttir fjölbreyttum málverkum og standmyndum og þilfarið prýtt blóm- um og glitvefnaði. Drykkjarker og aðrir munir munu hafa verið þar i ríkum mæli, því að Caligula keisari notaði skipin til veglegra veizlu- halda. Af öllum verðmætunum hefir nú fundist úlfshaus einn. Er til annar álíka haus í fornntenjasafninu í Róm og fanst hann í vatninu í lok síðustu aldar. Leðja mikil þakti skipið allt og hefir henni nú verið mokað vandlega burtu. Við það hafa komið í ljós nokkrar litsteina-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.