Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 7
It WINNIPEG, 11. SEPT., 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA Frá Islandi. Rafmagnsstöðvar í sveitum Bjarni Runólfsson frá Hólmi í Skaftafellssýslu kom hinga ötil bæj- arins á laugardaginn v.ar. Hefir hann dvaliö á Noröurlandi síöan í byrjun júnímánaSar og séS um bygg ingu 14 rafmagnsstöSva í Þingeyj- arsýslu, Eyjafiröi og SkagafirSi. Eru þær á þessum bæjum: Skarö í Fnjóskadal. Nes í Fnjóskadal. Veisa í Fnjóskadal. Landmót í LjósavatnsskarSi (fyrir 2 bæiý. IngjaldsstaSir í Reykdælahreppi. EinarsstaSir í Reykdælahreppi. Stóru-Vellir í BárSardal. BjarnarstaSir i BárSardal. BrettingsstaSir í BárSardal (fyrir 2 bæi). SySri-VarSgjá í EyjafirSi. Ytri-Varögjá í Eyjafiröi. Syöra- og Ytra-Vatn í Skagafiröi. (1 stöö). Flugumýri i SkagafirSi. Flestar hafa stöövarnar 8—15 hestj afl, (ein er þó langt um minni, aS- eins þriggja hesta) og kosta 5300— 5700 krónur uppsettar. Nægja þær allar vel til ljósa, suöu og hitunar, fyrir þá bæi, sem þær eru ætlaöar. Bjarni er hinn mesti völundarsmiö- ur og löngu þjóökunnur orSinn fyrir byggingu rafmagnsstööva og smíöi vatnsaflsvéla. Hefir hann -nú byggt og séö um byggingu yfir 40 raf- magnsstöSva víSsvegar um landiö. Aldrei hefir hann gengiö i skóla né stundaö reglulegt smíöanám, en bók- lestur, meöfætt hugvit og frábær handlægni, ástundun og glöggskygni, hafa gert hann hinn færasta mann í sinni grein og hinn þarfasta þjóö sinni. Stöðvar þær, sem Bjarni hefir ^yggt og smíSaö vélar í, hafa oröiö stórum ódýrari en samskonar stööv- ar, sem verkfræöingar hafa séö um byggingu á og útvegaö vélar í frá útlöndum, og þó reynst einkar vel. Hefir hann sparað mönnum stórfé meö hugviti sínu og — þaS sem enn meira er um vert, vakiö áltugá bænda og gert mörgum kleift aö koma upp rafmagnsstöö, sem ella heföi átt þess engan kost. Kuldinn, myrkrið og eldiviöarleysiö hafa gert allt of mörg sveitabýlin öm-1 urleg og óvistleg. Fáar umbætur I eru þarflegri i sveitum eða mikils- verðari en að gera hýbýlin björt og vistleg og innanlfúsverkin auöjveld- ari. Skip brenmtr Siglufiröi 13. ágúst Mótorskútan “MardöH” var aö veiS um í Húnaflóa í nótt. Uröu menn þá þess varir, aÖ eldur var korninn upp í skipinu. Treystust skipverj- ar ekki til aS slökkva eldinn. Norska eftirlitsskipið “Michael Sars” bjarg- aSi mönnunum og dró skipiS til Kálfshamarsvíkur. Skipiö var vá- tryggt hjá “Danske Lloyd.” Ávarp. Til Vestur-lslendinga Skrifuð á Mœðradaginn 1929 I minningu mæðranna okkar allra, hvort þær eru lífs eSa liönar, skulum viö nú á þessum degi gefa þvi stærst rúm í hugum okkar, sem göf- ugast er og bezt, og stefna öllum þeim kröftum aS hámarki kærleiks og sameiningar. Og því skulum viö nú i minningu mæSranna okkar serida nefndunum tveimur: heimfararnefndinni og sjálf- boöanefndinni, okkar ástúðlegasta beiðni um aS þær uppfylli-tvær okkar heitustu og alvöruþrungnustu óskir. Fyrst: aS allt þaö, sem þessar tvær “nefndir” hafa á síöasta undangengnu ári ritaS og rætt, hver annari til hnjóös og lítilsviröingar, skuli verSa aö svo miklu leyti sem mögulegt er, gleymt og grafið. Önnur óskin er: AS þær nú þegar sameini krafta sína, og verji þeim ó- skiftum aö því takmarki, aö allir þeir Vestur-Islendingar, sem heim til Is- lands fara 1930, geti fariS i einum hóp á einni skipsfjöl, svo þeir geti mætzt á Þingvöllum eins og þeim sæm ir, en ekki sem tvær óvinveittar fylk- ingar. Kæru Vestur-íslendingar! ViS skulum minnast þess, aö báöar nefnd- irnar hafa stööugt látiö þess getiö í dálkum vestur-íslenzku blaöanna að heimfararmáliö hafi verið og sé mál allra Vestur-íslendinga. Viö þurfum því ekki eitt augnablik aö efast um það, að eins fljótt og meirihluti okkar Vestur-Islendinga gæfu nefndunum til kynna okkar einn ákveöinn vilja, heimfararmálinu við- víkjandi, þá hvorki gœtu þær né vildu annað en gefið þeim vilja ákveð inn gaum. Vestur-Islendingar! Hefjumst því handa og verum allir eitt. Eitt í því, aö vilja ekkert annaö en sátt og sameiningu og réttláta sameiningu þessara tveggja nefnda. Svo aö úr- slit þessa heimfararmáls veröi þeim og öllum Vestur-lslendingum til sóma, og eins og upphaflega var til ætlast, til sannrar gleði. Hvert einasta vestur-íslenzkt félag, hvaSa nafni sem þaS nefnist, og hvaöa málefni sem þaö vinnur aö, kalli meö sér fund og ræöi þetta mál, án alls flokkfylgis og í einlægum sameiningaranda, og sendi svo tafar- laust fundarálitin til birtingar í vestur- islenzku blöSunum. Eg veit, aö enn slær svo prútt hjarta í barmi Islendingsins, aö hann tekur tillit til þess, aö þetta litla “á- varp” er hugsaö og skrifaS á rnæöra- daginn í minningu allra okkar niæSra. MæSranna, sem i móSurlegri umönnun töldu hvert okkar hjartaslag, fra því fyrsta, aö viö bæröumst undir beltum þeirra, og til þeirrar stundar, aö þeirra eigiö hjarta hætti aS slá. —Bifröst. Aths.—AS þetta hefir ekki veriö birt í blööunum fyrri en þetta, er al- gerlega mín sök.—Höf. Vatnavöxturinn á Skeiðarársandi. (Niöurl.) Viö ætluSum aö dvelja dag í Öræf- um og fara austur aS Fagurhólmsmýri, en af ótta viö hlaup þá ogþegar, af- réSurn viS aS fara út yfir strax dag- inn eftir. Fórum viö um kveldiö í I Bæjarstaðaskóg, en morguninn eftir suöur aö Svínafelli, og þaöan fórum viS út 'vfir. Formaöur símamannaflokksins, sem var aö leggja símann á sandinum aö austanveröu, Brynjólfur aö nafni, — karl, sem sýndist vera “þéttur á velli og þéttur í lund,” drakk kaffi meö okkur í Skaftafelli um kveldiö, en ekki leizt honum á blikuna. Nótt- ina áSur heyröu símamennirnir svo mikinn brest í jöklinum, aS þeir vökn uöu allir úr fastasvefni og fóru út úr tjöldunum. Þótti formanni ekki árennilegt, aö vera meö fjölda manns á Skeiöarársandi, alveg undir jökul- röndinni, ef hlaup skyldi koma, og var hann þó sagöur aS vera ódeigur maö- ur. En heföi hlaup komiö, var eina von símamannanna aö komast upp á jökulinn, — en hvort þaS heföi lánast, er ómögulegt að segja. Ann- ars sýnist það vera næstum óþarfa kapp, aS vera aö leggja simann yfir SkeiSarársand, rneöan allt útlit er fyr ir aö hlaupiS komi, þvi aö vitanlega skilur þaS ekki eftir minnstu ögn af símanum, þar sem þaö fer yfir. Og beggja megin viö sandinn eru loft- skeytastöövar (á Fagurhólsmýri og Kirkjubæjarklaustri), svo aS sam- band sunnanlands þyrfti ekki aS rask ast til muna. Og beggja megin viö sandinn voru ólagöar ýmsar aukalín- ur í byggö. Þegar viS komum út aS Háöldu- kvisl daginn efíir (föstud. 19. þ. m.) var þegar sýnilegt, aS hún hafSi vax- iö til rnuna, og breikkaö allmikiS. Eftir að viS höfðum fengiö okkur kaffi í sæluhúsinu, lögöum viö af staS aS austasta álnum, sem var allt annaS en árennilegur, og svo tók viS hver állinn af öSrum. Vorum við í vatninu 20—30 mínútur, og fengum svo djúpt og strangt vatn, aS ég er viss um aö eigi hefSu aörir hestar staðiS í þvi en vanir vatnahestar. Og auk þess var sumstaðar allstór- grýtt í botninn. Og fegnir vorurn við allir, þegar viö komurn á ytri bakkann. Eg hefi oft fariö yfir Þverá og Markarfljót i vexti, en mér fannst þaö barnaleikur, á móts við þaö aö fara yfir Háöldukvísl í þetta sinn.— Daginn eftir var vatniS þó orðiö enn dýpra og breiöara, um 800 m. á breidd. Var þá næstum alófært, en þann dag fluttu símamennirnir sig af sandinum og aö NúpsstaS. Hvort sem SkeiSarárjökull hleyp- ur í þetta sinn eöa ekki, telja kunn- ugir menn, aS hann hafi öll sömti einkenni og venja er til aö hann hafi á undan hlaupi, á. a. .m. k. 10 km. svæöi. En þrátt fyrir þetta hálfgeröa æf- intýri, skemtum viS ferðamennirnir okkur mjög vel, þvi veöurblíöan var einstök, fólkiö, sent við hittum, frani úrskarandi gestrisið og vingjarnlegt, og sveitirnar sérstaklega þó Síöan, óviöjafnanleg aö fegurS. —Vísir. Hjaltland. (Framh. frá 2. bls.) SildveiSin byrjar fyrst í júní og er henni lokiS í ágústlok. Hún stendur því ekki nema tæpa þrjá mánuði. Það er nú ekki lengra en svo sent 100 ár siöan að Hjaltlendingar byrj uðu sjálfir að veiöa síld hjá eyjun- um, en útlendingar (Skotar). hafa rekiö þar sildveiðar um ómunatíö. Ekki þarf aö efa, aS þaö er sams- konar síld sem veiðist hjá Hjaltlandi og Færeyjum, enda fara síldveiöi- skipin oft miðvegis milli Hjaltlands og Færeyja til veiöa. I fyrra sum ar fengu Hjaltlendingar ágætan síldar afla, og þar sem verðiS á síldinni var hátt, græddu þeir vel á veiöun- um. Alls seldu þeir sild fyrir 281,- 582 sterlingspund, eöa rúmar sex niiljónir íslenzkra króna. Leirvik er miSstöS síldveiðanna og þar var meginþorri síldarinnar lagSur á land. Mest varö síldin í vikunni, sem end aSi 30. júní. Þá voru lögS á land í Leirvík 45,376 mál. SíldveiSa- skipin voru 375 og í landi unnu 2500 manns aS síldarverkun. Verkalaun karlmanna voru 54 krónur á viku og fengu þeir þannig um 700 krónur fyrir þrjá mánuðina, en sjómennirn- ir báru um 1000 krónur úr býtum, eða um 350 krónur á mánuði. Gufuskipin (drifters), er Hjaltlend- ingar nota til síldveiöanna eru 80—90 feta löng og geta fariS 10 mílur á vöku. Slík skip kosta ný 80—100 )úsund krónur, en eldri skip er efa- laust hægt aS fá fyrir mikiö lægra verS. Vélskipin eru álíka stór og eru venjulegast í þeim 50—80 hest- afla vélar. Meðan ég dvaldi í Hjaltlandi aflaSi ég mér upplýsinga um kjör sjómanna á sildveiöaskipunum og eru þau þann- ig: Á gufuskipunum. Á þeirn eru sex fiskimenn, einn vélstjóri, einn kynd- ari og matreiSslumaSur. Þegar dreg iö er frá aflasölu skips, kostnaður við kol, olíu og fleira í vélarrúmi, kaup vélstjóra, kyndara og matreiöslu- manns, fæSi, hafnargjöld, vatn, sölu- laun í landi, o. fl., skiftist það sem eftir er í þrjá jafna staði. Fá há- setar einn hlut, skipið einn hlut, en þriðji hlutur fer til veiðarfæra. Á vélbátum. Frá veiði hvers skips dregst allur kostnaður i vélar- rúmi, kaup matreiðslumanns og véla- manns, fæði, hafnargjald og sölu- laun. Því, sem eftir verSur, er skift í 16 staöi. Fá hásetar sex hluta, skipiö 4 hluta og 6 hlutar ganga til veiðarfæra. Á seglbátum. Frá söluverði síld- arinnar dragast hafnargjöld og sölu- laun. Því, sem þá er eftir, er skift í tvo jafna staði; fá skipverjar ann- an en hinn fellur til skips og veiðar- færa. Skipverjar verða aS fæöa sig sjálfir. 'Á hverjum hát eru sex fiskimenn og matreiSslumaður. Síldin er seld í málum (crans) og í hverju eru 4 körfur, og í hverri körfu um 250 síldar, svo aS um 1000 síldar eru í hverju máli. I hverri síldartunnu eiga aS vera 800—850 síldar. MeSan síldveiðin stendur yfir, er fjöldi skozkra og enskra síldarkaup- nianna í Leirvík. Kaupa þeir síld- ina ferska úr skipunum og eiga eigin söltunarstöövar og reykhús niSri viö höfnina, og ennfremur verksmiSjur, sem framleiða síldarmjöl og sildar- olíur. Seinustu árin hefir nokkuð veriö flutt út af frystri síld og er þá meSalveröiS 20—30 shillings málið. ASalmarkaSurinn fyrir þessa síld er á Þýzkalandi, Póllandi, Lithauen, Eist- landi, Finnlandi og Rússlandi. Eg fékk fyrir nokkru bréf frá John W. Robertson, konsúl Dana í Leirvík og segir hann svo: "Hér er taliS að hvert skip verði aS veiöa síld fyrir 1000 pund til þess aS útgeröin borgi sig í þessa þrjá mánuði. Veiði skip ekki meira en fyrir 1000 pund, fá sjómennirnir ekki nema 15—18 pund í hlut. Eg skal nú skýra frá því hvernig útgerS eins af gufuskipum mínum var mánuðina júní, júli og ágúst í fyrra. Skipið veiddi fyrir 1411 sterlings pund, en útgjöldin voru þessi: £ sh. Kol ...................... 160 0 FæSi ........................ 90 0 Kaup vélstjóra og kynd- ara og matreiðslum....... 92 05 Hafnargjöld ................. 5 0 Vatn.......................... 3 0 Ymislegt ................. 99 10 Samtals ............... 449 15 Hér má geta þess, aS kaup vélstj. var 65 shillings á viku, laun kynd- ara 45 sh. á viku og laun mat- reiSslumanns 25 sh. Matreiðslu- maöur er skyldur til þess aö hjálpa til aö draga síldarnótina, hvenær sem þess er krafist af honum. Eins og áSur er sagt, veiddi skipiö fyrir 1411 pund, en útgjöld voru £449—15. Veröur þá mismunur £961—5—0. Þessu var skift í þrjá jafna staSi milli háseta, skips og veiö- arfæra og komu þá £320—-8—4 i hlut og skiftist hlutur skipverja aft- ur i sex staði. Skipverjar höfSu frítt fæSi. Oftast nær eiga skip- verjar hlut í veiöarfærum, og bera því meira úr býtum.” Auk 5—600 skipa, sem stunda fisk veiðar frá enskurn höfnum á Hjalt- landi, eru þar á hverju sumri 350— 400 síldveiðaskip frá Hálöndum. Til þessara veiöa hafa Hálendingar bæði togara og skútur, 70—90 smálestir. Flestar skúturnar hafa hjálparvél. Síldin er söltuö um borð og fara skipin heim þegar þau hafa fengiö síld í allar þær tunnur, er þau höföu: meSferðis.—Lesb. MorgunblaSsins. Framh. ASK FOR LUB DryGincer Ale ORSODA Brewers Of COU NTRY “C LU B» BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR EWERV OSBORN E &. MU LVEY - Wl N NIPEG PHONES 41-111 42-304 5-6 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS ORKUGJAFINN MIKLI Þegar þú ert þreyttur eða taugaslappu*' —þá hitaðu þér bolla af B/ue Ribbon Tea Enginn betri hressing er til né hollari. TfynbfovíjzTiW dhmjmnn, INCORPORATEO Zff MAY 1670. Megnið af maltinu | í Whisky-tegundum vorum var undirbúið 1901 <-4iluentur<T3 of Ohjbih _____ . . BESt" B«0l Ou, Hichu»'1'hiU0' i ............. Löggilt 1670 Hefir því rekið viðskifti 259 ár Hwbsim’s jHciy Co. Vér ábyrgjumst að tegundirnar séu að meðaltali yfir 15 ára gamlar VERULEGT TÆKIFÆRI! HINN NÝJI ROYAL PRINCESS RAFMAGNSSÓPUR ásamt gólfvaxi og gljáólíu fyrir S49-50 x . v eða með $1.00 niðurborgun og $1.00 afborgun á viku (Má borgast mánaðarlega ef vill) Lítið álag fyrir vöxtum. HREINSUNARTÆKI $8.50 AUKREITIS, Skoðið þessa furðulegu vél í Hyc’ro Sýningarskálanum, 55 Princess Str. WíiuupoóHi jdro. 55-59 lif Phone 24 669 for PRIHCESS SI Demonstration

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.