Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. SEPT., 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. myndir (mosaic), og brot af marmara plötum. Margar marmaraplöturnar hafa molnað fyrir áhrif vatnsins, en þær, sem hafa varöveizt, bera margar nafn Caligula. Meö því að rann- saka plötur þessar nákvæmlega, hyggjast Italir aö geta staöfest, úr hverri námu þær séu teknar, en nám urnar liggja víðsvegar þarna i krimg, sem plöturnar hafa aö sjálfsögöu veriö teknar úr, og geta þeir þar meö fengið sönnun fyrir því, hvar marmar inn er endingarbeztur. Þaö er vafasamt hvort fleiri verð- mæti finnast Lgaleiöu þessari. It- alski menntamálaráðherrann hefir látið skoöanir í ljós, sem gefa litlar vonir um frekari árangur. En hann álítur hinsvegar, aö menn geti gert sig fullkomlega ánægöa meö það, sem þegar er fundið. Annars eru skiftar skoöanir ýmsra bygginga- meistara, sem heimsótt hafa Nemi, um þaö, aö hve miklu leyti árangur uppþurkunarinnar svari kostnaði. Þeir eru að vísu samntála um þaö, aö málmþynnurnar, sem skipið mun hafa verið þakið meö, séu merkilegar og verðskuldi nákvæma rannsókn og sjálft skipið er meöal elztu skipa t Evrópu, eldra en víkingaskipin, er grafin hafa veriö úr jörðu í Noregi. En hinsvegar álíta þeir, að með að- stoð vel útbúinna kafara heföu menn vafalaust getaö aflaö sér rnikils af þeim fróðleik, sem menn nú hafa fengið um galeiðurnar í Nemi. Þá hefðu menn og eigi þurft að eyði- leggja hið dásamlega umhverfi vatns ins, sem víðfrægt var fyrir fegurð sina. En nú hrynja hlíðarnar um- hverfis vatnið, þegar því er dælt burtu. Þeir, sem ráðist hafa á fyrirtækið, segja, að það hafi þegar frá upphafi verið ljóst, eins og nú sé bersýni- legt„ að allt verðmæti, bæði bronz og marmari, hafi ýmist eyðst, fyrir áhrif vatnsins, eða eftir því kafað fyrir löngu. Vita menn til þess að gerð- ar hafa verið nokkrar tilraunir fyr á öldum til þess að ná brotum og búnaði úr skipunum. Kostnaðinn við að koma fyrri gal- eiðunni á þurt, bera nokkur verksmiðj ufélög í Milano. Hann er áætlaður um 15 milj. líra. Svo virðist sem ít- alska stjórnin ætli sjálf að halda verkinu áfram, þar til bæði skipin eru komin á þurt. Mun kostnaður- inn verða svipaður við hina síðari g-aleiðu sem hina fyrri, og fyrirtækið máske jafn árangurslaust sem áður. Þó verða þær afleiðingar alvarleg- astar, sem koma niður á umhverf- inu, sem þegar hefir beðið mikið tjón við uppþurkunina. Aðaltekjulind bændanna við Nemi og Penzano er hin árlega jarðar- berjauppskera. En sökum þess að sagginn úr Nemi hefir smám saman horfið, hefir jarðarberjauppskeran minkað svo, að ávaxtasalarnir í Róm, hafa nú snúið sér frá þeim og leitað nýrra markaða. Haldi nú uppþurkuninni áfram, er engu sýnna, en að taka muni alveg fyrir uppskeru þessara frægu og ágætu jarðarberja. Eitt er vist, það munu líða mörg ár þar til lindin litla í miðju vatninu hefir fyllt upp vatnsskálina aftur, og frá þeirri stundu munu enn liða mörg ár þar til Nemi-dalurinn nær aftur þeirri fegurð sinni, sem um svo margar aldir hefir heillað þá, er þangað hafa komið. júlí birtist viðtal við Mr. Robertson. Það byrjar á þessa leið: —Mér þykir leitt, að ég fór ekki til íslands fyrir 20 árum. Það er hollasti og þægilegasti staður, sem ég hefi nokkurntíma komið á, sagði Mr. Hugh S. Roberton, söngstjóri Orpheuskórsins í viðtali við "Evening Times”, þegar hann kom aftur úr mánaðarferð umfjallaeyjuna.—Loftið er dásamlegt, bætti hann við. —Jafn- vel þegar heitast er i veðri, er hægt að ferðast langt, án þess að þreytast. Loftið er hollara en nokkurt heilsu- meðal. Eg er hissa á því, að Skotar skulu ekki fara oftar til Islands og raun ber vitni. Enginn staður er betri til hvíldar og hressingar. Það er eini staðurinn sem ég hefi kynst, sem er betri en ferðamannaskrifstof- ur vilja telja manni trú um. Bngar járnbrautir Þar eru engar járnbrautir, en flutningur fer mest fram í bifreiðum. Bílvegir eru ekki góðir enn, en bú- ast má við að þeir batni, því allt er nú í uppgangi. Nokkur hluti um- ferðar er samt á hestum. Bifreið- arnar eru fallegri og sterkari en al- mennt gerist hér. Karlakór K. F. U. M. syngur Merkilegast þótti mér, er ég var staddur á gistihúsi upp í sveit og heyrði þá íslenzkt kór, sem var á skemtiferð, syngja. Islendingar eru ákaflega söngvnir, en þetta kór, sem mun vera hið bezta á landinu var miklu meira, en við var að búast. Það stóð fyllilega jafnfætis beztu kórum i Englandi, bæði hvað snertir raddfegurð og æfingu. Fegurð íslenskra kvenna íslenzkar konur eru fegurri en feg- urðardrottningar okkar. Þær eru meðal fegurstu kvenna í heimi. Þær þurfa hvorki andlitspúður né vara- lit, en þessir hlutir þekkjast þó á íslandi. Fólkið er gestrisið með afbrigð- um. Hvergi þekkist önnur eins gistivinátta. Engir erfiðleikar þekkjast vegna málsins, því að marg- ir tala ensku og það jafnvel börn, því að hún er skyldunámsgrein í skólunum. Jarðskjálftinn Eina óþægilega enditrminningin var jarðskjálfti sem kom meðan ég stóð við, enda var það sá versti, sem kom- ið hefir í 30 ár. Allt hristist inni i húsunum, og mér var sagt, að eitt- hvað hefði skemst, en ekki mikið. En þegar á allt er litið, þá er þetta skemtilegur atburður og góð endur- minning um ferðina. Robertson lýkur viðtali með því að hann eigi ekki nógu fögur orð í eigu sinni um landið og fegurð þess, og hann kveðst við fyrsta- tækifæri fara til Islands aftur.—Mhl. Islenzkur söngflokkur stendur jafnfœtis bestu kórum í Bretlandi H. S. Roberton söngstjóri segir fcrða sógu sína frá Islandi Eins og menn mun reka minni til ór karlakór K. F. U. M. skemtiför lustur í Laugardal og til Þingvalla. unnudaginn 21. júli. Kórið söng nða, þar á meðal í Þrastarlundi. Þar ,'ar staddur skozkur söngstjóri H. S. loberton. Hann stjórnar hinu víðkunna Or- iheuskóri í Glasgow. Mr. Robert- m dáðist mjög að kórinu og lét þeg- ir svo um mælt, að kórið væri með ifbrigðum vel æft og raddfagurt, og iurðaði sig á því, að svo fáment land etti slika söngmenn. Mr. Robertson iór heimleiðis skömmu síðar. I ‘‘Evening Times” í Glasgow, 30. Aths.—Mr. Roberton mun liafa verið dómari hér i fyrra, við hina miklu sönglistarsamkeppni er árlega fer fram í Wintiipeg.—Ritstj. Hkr. Viðtal við V.-Islending Með síðustu ferð "Brúarfoss” frá útlöndum komu hingað til lands merk vestur-íslenzk hjón, þau séra Kristinn Ólafsson og frú hans. Séra Krist- inn er forseti “Hins evangelisk-lút- erska kirkjufélags Vestur-Islendinga,” og þjónar hann íslenzkum söfnuði í Glenboro í Manitoba, en þar eru um 1,000 Islendingar. — Þau hjón eru bæði fædd vestanhafs og hafa aldrei komið hingað til lands fyr. Tíðindamaður Alþýðublaðsins spurði séra Kristinn frétta af löndum vorum vestanhafs. Eg get fátt eitt sagt yður í frétt- um af Vestur-íslendingum, segir séra Kristinn, því að allt það, sem skeður meðal okkar vestra og tíðindum þyk- ir sæta, birtist í blöðunum hér heima. —Heimfarardeilurnar þekkið þér og allar þær róstur sem út af þeim hafa sprottið. — En það er misskilningur hjá löndum okkar hér heima, ef þeir halda, að deilur þessar dragi úr heimferðarhug Vestur-Islendinga og verði til þess að ást þeirra til heima- landsins minki. Þvert á nióti.. Ætt- jarðarástin hefir aldrei verið rikari í hugum Vestur-lslendinga en nú og áhugi þeirra fyrir málefnum íslands hefir aldrei verið eins mikill. Haldið þér að V.-fslendingar fjöl- menni hingað að sumri? Eg get ekki sagt, að okkur vestra sé enn full Ijóst, hve þátttakan í heim- ferðinni verður mikil, en gert var ráð fyrir, þegar ég lagði af stað að heim an, að um 800 manns myndu taka þátt í förinni heim. Það er að segja um 400 með hverri nefnd. — En þetta getur breyzt. Síðustu fréttir herma, að uppskeran í Vestur- Kanada hafi brugðist að nokkru leyti, — og það hlýtur að draga mjög úr þátttökunni' í heiniferðinni. Þessi 800, eru það allt Islending- ar ? Já, að mestu leyti, en nokkrir út- lendingar slæðast sennilega með. — Það er leitt, að þjóðarbrotið vestra skuli koma heim til “Gamla lands- ins” í tveimur hópum. Landarnir hefðu átt að koma heim sameinað- ir. — En já, — þér þekkið það. Islendingar eru miklir gagnrýnendur og eru því oft ósammála. Er mikið félagslif meðal Vestur- Islendinga ? Já, það er það. Félagslíf þeirra er auðvitað mest og öflugast í Winnipeg, því að þar eru Islending- ar langflestir, eins og þér vitið. Fél- ög okkar vestra hafa unnið geysimikið starf í þágu íslenzkrar þjóðmenn- ingar, og þau starfa eindregið að því, að vernda íslenzkt þjóðerni vestra. Ileimilin verða þó alltaf siðasti og bezti vörður þjóðernis okkar og sér- menningar vestanhafs. Ef hún misti þann grundvöll, þá væri hún glötuð. — Við V.-Islendingar erum ákveðnir íslenzkir þjóðernissinnar, þótt við jafnframt séum góðir og áhugasamir amerískir borgarar. — Við gleðjumst mikið yfir þeim heiðri, sem Bandaríkin hafa sýnt Islandi með sinni höfðinglegu gjöf, — og við vonum fastlega, að Kanada komi á eftir. Þið hjónin hafið aldrei komið ti! Islands fyr? Nei, við erum bæði fædd vestanhafs, en okkur langaði til að sjá “Fjalla- drottninguna.” Við förum í land í Kópaskeri og ferðumst um Norður- land, heimsækjum fornar stöðvar for- eldra okkar; síðan förum við til Reykjavíkur og þaðan vestur um haf. — Astæðurnar leyfðu ekki að við skryppum heim á 1000 ára há- tiðinni. — En nú erum við hér. — Þokan fyrir Austurlandi hylur landið okkar, en bak við hana býr fegurð sögueyjunnar, — fegurðin, sem við höfum lesið um, en aldrei fengið að sjá.—Alþýðublaðið. Fjœr og Nær Föstudaginn 6. sept. voru þau Sig- urður Sigurdson og Annie Wyrci- maga, bæði frá Arnes, Man., gefin saman i hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton str. Heimili þeirra verður að Árnes. Hið 17. starfsár Jóns Bjarnasonar skóla hefst miðvikudaginn 18. þ. m. Þann dag fer eingöngu fram skrásetn- ing n,emenda, frá kl. 9 f. h. til kl. 4 síðd. Næsta morgun kl. 9 verður byrjunarhátíð og að henni lokinni hefst kennsla. Almenningi er boðið að vera við skólasetning á fimmtu- dagsmorguninn. Séra Guðmundur Árnason kom hingað á mánudaginn frá Oak Point, á leið til Riverton. Kvað hann af- komu flestra í sínu héraði, mundu verða sæmilega undan sumrinu. Hey- fengur væri allmikill að vöxtum við- ast, en gæðin ekki að sama skapi sökum niissprettu á þurlendi. Mr .W. H. Paulson, fylkisþingmað- ur frá Saskatchewan kom hingað til bæjarins á mánudaginn var. Býr hann á Fort Garry gistihúsinu meðan hann dvelur hér. Séra Jóhann Bjarnason flytur guðsþjónustur næsta sunnudag 15.. sept., eins og hér segir: Betel, Gimli: kl. 10 f. h. Víðineskirkju, kl. 2 e. h. Lútersku kirkjunni að Gimli kl. 8 að kveldinu. Okkar verð er lœgst Astæt5an er sú, at5 allir eldri bíl- ar eru keyptir þannigr ab vér getum stabist samkeppni hinna undursamlegu nýju Ford Bíla, sem seldir eru svo ódýrt. Berib saman þetta verb vib þaó sem aórir bjóba: Guðmundur dómari Grímsson og frú hans komu hingað til bæjarins bílleiðis á mánudaginn var. Búa þau St. Regis gistihúsinu meðan þau eru hér í bænum. MODELT 1921 Express Body .$350 1926 Stake Body .....$375 1925 Stake Body .....$290 1927 Stake Body .....$485 1925 Light Delivery .$185 1927 Light Delivery .$325 VÆGIR SKILMÁLAR DOMINION Motor Co. Ltd. FORT & GRAHAM 87 316 EVENINGS 87411 King’s Ltd. Skemtilegur Staður til að verzla á og kaupa HAUST FATNAÐ Kvenna fatnaður og fagrar yfirhafnir fyrir þá sem vandlátir eru. Karlmanna fatnaður og yfirhafnir sem skera úr. Þægilegir Lánsskilmálar KING’S LTD. 394 PORTAGE AVE. Næst við Boyd Bldg. Opið á laugar- dögum til 10 e. h. NYTT BRAUÐ NYR UMFLUTNINGUR Þetta er brauðið sem manima bjó til fyrrum þegar hún lét saman við mjölið, stappaðar, soðnar og mjöl- miklar kartöflur, til þess að brauðið smakkist betur og geymist lengur. Þetta er brauð sem þér fáið þegar þér kaupið Pof&to Það felur í sér öll þau yfirburða gæði og gómsætindi, og heldur sér eins og ‘‘brauðið heima,’’ sem yður féll svo vel. —if desired Þér munið áreiðanlega meta þessi niðursneiddu brauð. Við máltíðir,... við samkomuhöld, ..... fyrir nesti handa börnum og óteljandi önnur tækifæri. Fást í snotrum forsigluðum bögglum, er verndar þau, svo að þau halda keim og krafti. Eða kaupið það af útkeyrzlu- manninum. Pantanir sendar til allra staða utan bæjar. Símið: 86 617 86 618 Sneitt eða Ósneitt Hvort Sem Þér Viljið SPEIRS MRNELL B4KING CO. LIMITED Feedintfr a City sittce 1882" J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.