Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.09.1929, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 11. SEPT., 1929 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA von hins bezta manns hugsun þreyta, meiru aö ljósi leita liía glaður frjáls í sátt viö alla seinast fá aö falla ekkert ok um háls. Efnis gæöi gefa lxtið næði glöggt ég reyndi og sá meira að hljóta, meiri gæða aö njóta, marki hæsta ná hrekur gleöi hreina úr mannsins geöi hyggjan efnisring vita allir hrynja skýja hallir, sjálfgerð sjónhverfing. Himins gæöi inn til ykkar flæði, óskin þaö er bezt; vinskap halda, góöum verkum valda von í fjarlægð sést. Tíminn líður, betri hagur bíöur Barnsleg það er trú, sem aö gleður, blómi aö brautu hleöur; helg er hugmynd sú. Tímar líöa, Ijúft er engu að kviða lögmál það var sett þrá að skilja æðra vald og vilja vilja gjöra rétt. Þakkir hljótið þið og lífsins njótið þýðlegt æfikvöld kærleiks gæði inn til ykkar flæði I Eignist æðstu völd! Sigurður Jóhannsson. 25 ára giftingarafmæli Mr. og Mrs. Anderson Nú er kvöld til að kveða eitt kærleikans orð. Reynum sólarlönd sýna, Sitjum glaðir við Ixxrö. Sjáum ljósbjartar leiðir, lýsa fjórðung úr öld. Ekki greiðfarin gata, gegnum brekknanna fjöld. Samt er sigurinn stór, sýna börnin það bezt, því við menntun og menning, er mið þeirra fest. Lyftir hátt sér í heim, hyggjan fögur og skír. Föður-höndin er fús Frjálslynd móöir og hýr. Fagurt heimili! gestrisinn garður ! Gistir kotung og ríkan. Sannir vitmenn leið lögðu, lund-heim kanna slíkan. Frétt hef þeir fyndi, frjálsa gáfu og merka. Hafa skipbrotsmenn sótt, skýlaust þrek, til þess sterka. Brosi framtiðin björt. Berið ellina vonglöð og þétt. Siglið heilu fleyi á fjörð, Þegar förinni er létt. Hafið þökk þúsundfalda, fyrir þróttmikið starf. Bindið ellinni blómvönd. Beri ættingjar menningararf. 30. júlí, 1929. Gunnl. O. Armfeld. Eg var nýkominn frá stórborgum, þar sem eru breiðar og fallegar 'götur, og mér hnykkti hálfgert við, er ég sá þessa aðalgötu, því að hún er ekki breiðari en gömlu göturnar í Þórs- höfn, og yfirleitt er fjarska þröngt í Leirvik. Húsin eru gömul og lítil og byggð úr steini — ég sá þar ekk- ert timburhús — en í nýrri hluta kaupstaðarins eru þó stór og falleg hús. Mig furðaði á því hve allt var hér svipað og í Færeyjum: landslagið, fjöllin, þorpiö, garðarnir og lyng- vaxnar heiðar. 1 Hjaltlandi úir og grúir enn af orðum og staðanöfnum frá norrænni tíð. — Sá ég til dæmis nöfn eins og Olason, Swanson, Paterson, o. s. frv.: Lerwick (Leirvík), Hvitanes, Colla- firth (Kollafjörður), Hoswick (Húsa- vík), Wick (Vík), Sandwick (Sand- vík), Dale (Dalur), Scalloway (Skála vogur), Stromnes (Straumnesý o. s. frv. En þetta skal minnast nánar. L’tvegurinn, eða “the haaf fishing,” sem Hjaltlendingar kalla, hefir lengst um veriö aðalatvinnuvegur þeirra. Fram að árinu 1712 var fiskverzlun- in í höndum kaupmanna frá Bremen, Hamborg og Lubeck. Komu þeir til Hjaltlands í maímánitði ár hvert og leigðu þar geymsluhús fyrir fisk- inn, veiðarfæri, tóbak og brennivin, o. s. frv.; einnig leigðu þeir fisk- reiti niður undir sjó, og þar var fisk urinn þveginn og þurkaður. Gtgerðarmenn i Hjaltlandi, eða öllu heldur stórbændurnir, afhentú kaup- mönnunum fisk sinn, en fengu í staðinn færi, öngla og nauðsynjavör- ur. En sjómennirnir sjálfir báru ekki meira úr býtum en rétt svo að þeir gætu fætt sig og klætt. Árig 1712 var lagður hár tollur á allt salt, sem flutt var til Hjalt- lands. Sáu fiskkaupmenn þá sinn kost vænstan að hverfa þaðan, en þeir gerðu það ekki með glöðu geði, því að oft höfðu þeir grætt þar vel. En sumir settust þó að á eyjunum. Um þetta leyti áttu Hjaltlendingar við bág kjör að búa. Stórbændurnir (jarðeigendurnir) kúguðu landseta sína, og útróðramenn urðu að kaupa allt hjá þeim, við því verði, er þeir settu upp. Jarðeigendurnir voru allir skotzkir og harðir húsbændur | Fóru þeir með Hjaltlendinga eins og ' skepnur, börðu þá og kúguðu og létu þá ekki bera tneira út býtum en rétt til hnífs og skeiðar. Nú kalla Hjalt lendingar þetta tímabil “þrælaöldina.” Skotzkur sagnritari segir að ekki hafi verið að undra þó fátækt og bág- indi ríkti þá á Hjaltlandi, því að eyjaskeggjar hafi verið skyldaður til að selja allt við lægsta verði. Nú er þetta breytt og margar jarðirnar komnar í hendur smábænda. Þó eru hér enn óðalsbændur, sem eiga stór landflæmi og hafa landseta undir sér. Fyrrum kom allur bátaviður til- högginn frá Noregi og svo voru bát- arnir settir saman á Hjaltlandi. Það voru mestmegnis hinir svonefndu “six- areen” (sexæringar), 1(8—22 feta langir. Á þessum fleytum réru Hjaltlendingar langt á haf út, og lágu úti eina eða tvær nætur, ef veður var gott. Um áram. 1800 fóru Hjaltlending- ar að fá sér stærri skip (þilskip). 1820 áttu þeir 24 slík skip, 1830 : 80 og 1864: 107. — Veiddu þau 4362 smálestir fiskjar, sem mestmegnis var fluttur, saltaður og þurkaður, til Miðjarðarhafslandanna. Þetta sama ár voru sjómenn á skipum þessum unx 1200. Árið 1832 sendi hjaltneski kaup- maðurinn Mr. Hay nokkur skip til veiða við Færeyjar og aftur 1849. Síðan var þessu haldið áfram í mörg ár, og fengu Hjaltlendingar oft upp- gripaafla hjá Færeyjum. Til beitu höfðu þeir skelfisk, sem þeir keyptu í eyjunum, en seinna var það bannað með lögum, því að þá var þessi beita farin að ganga til þurðar. Það var ekki ótítt á þessum árum að færeyskir sjómenn réðist á hjalt- nesk skip og hefði gott upp úr því. Fyrir 50—60 árum voru miklar samgöngur milli Færeyja og Hjalt- lands og stafaði það af þessum veiði- skap. Þá var málið svo líkt, að hvorir gátu skilið aðra og fannst þeir vera frændur og nágrannar, enda er Hjaltland næst Færeyjum. En síðan Hjaltlendingar hætu við veiði- skap hjá Færeyjum hafa svo að segja engar samgöngur verið þar á milli.------- Hjaltnesku skipin reyndu lika veiðiskap hjá Islandi, en fengu þar ekki jafn vænan fisk og hjá Færeyj- um. Sumarið 1877 veiddu Hjalt- lendingar 1,174,795 fiska hjá Fær- eyjum og vógu þeir þurkaðir 32,- 878 cwt. Árið eftir veiddu þeir 1,807,448 fiska hjá Islandi og vógu þeir þurkaðir 34.146 cwt. Stundum reyndu skipin veiðiskap hjá Rockall, en það gekk misjafnlega. 1846 og nokkur næstu ár reyndu Hjaltlendingar fiskiskap hjá Græn- landi (í Davissundi) og var þar svo mikill fiskur að þeir hlóðu skip- in á stuttum tíma. Þar þurfti ekki að nota beitu, því að fiskurinn gleypti bera önglana. Þarna var fiskurinn gríðar stór; til dæmis fékk eitt skip þorsk, sem vóg 80 lbs. upp úr sjónum og 60 lbs. afhausaður og slægður. Um 1850 var hætt við veiðiskap hjá Grænlandi, því að leiðin þangað þótti bæði löng og hættuleg, og ekki fékkst eins hátt verð fyrir fiskinn, svo að þótt uppgripin væri meiri, borgaði það sig ver. Stundum mistu Hjaltlendingar skip sín, svo að ekkert spurðist til þeirra. Árið 1878 strönduðu tvö skip þeirra, ■'Gondola” og “Harriet Louisa” við Island, og þriðja skipið “Telegraph” fórst í hafi með allri áhöfn. Með því skipi höfðu átta skipbrotsmenn af “Gondola” tekið sér far frá Is- landi. Á þeim árum voru allir sjó- menn í Hjaltlandi ólíftryggðir, svo að ekkjur og börn þeiri-a, sem fóiust, áttu við bág kjör að búa. Utróðrabátar fórust þráfaldlega. Fyrir nær 100 árum (16. júlí 1833) fórust til dæmis 31 bátur á einum .degi. og 20. júlí 1881 fórust sex bát- ar, og drukknuðu allir sem á voru. Utgerðin i Hjaltlandi minnkaði smárn saman. Þeir seldu skúturnar til Færeyja og Islands og nú eiga þeir ekkert haffært skip, og nú er enginn fiskur verkaður þar til útflutnings. Þetta er til tjóns fyrir eyjaskegga, því að af saltfisksverkuninni hafði fjöldi fólks atvinnu. Bátaútgerð á Hjaltlandi ber sig ekki vel. Helztu veiðistöðvarnar eru Leirvík, Skálavogur, Hvalsey og Sker og er notuð lína. Einnig hefir verið reynt að nota sæslóða (snurre- vod), en árangurinn af þvi varð slæm Ur í fyrra, aðallega vegna ógæfta. Sjómenn kvarta líka undan ágangi togara og að eftirlitsskipið sé ekki alitaf þar, sem það á að vera. Stund um eru þó togarar t-eknir þar í land helgi, en vanalegast sleppa þeir með litlar sektir; 200 pund, 4430 krónur þykir 'geypisekt. Mikill hluti af fiskinum er sendur í ís til Aberdeen, og fá útgerðarmenn því yfirleitt gott verð fyrir hann. En veiðin er bara allt of lítil. Fisk- veiðarnar eru því ekki orðnar nema 1 svipur hjá sjón. —Aftur á móti eru nú síldarveiðarnar aðalvinnuvegur Hjaltlendinga. • Má til dæmis geta þess að 1926 fengu Hjaltlendingar 330 þúsund sterlingspund fyrir út- fluttar fiskiafurðir, þar af 310 þús. pd. fyrir síld, 1800 pund fyrir þorsk og smáfisk, 12340 pund fyrir ýsu o. s. frv.. Sést á þessu hve litla þýð- ingu fiskveiðar hafa í hlutfalli við sildveiðar. Fólkinu á Hjaltlandi hefir fækkað seinustu árin og nú eru þar ekki fleiri íbúar en fyrir 50 árum (25)4 þús.) Veldur því aðallega að fólk hefir flúið land, og leitað sér betri lífs- kjara. I Nýja Sjálandi eru til dæm is nokkrar byggðir Hjaltlendinga og halda þeir þar við tungu sinni og siðum. Því er það, þótt undarlegt megi virðast, að á Nýja Sjálandi, sem er hinumegin á hnettinum, eru nú staðanöfn svo sem Hvítanes, Húsa vík og Sandvík. (Frh. á 7. síðu) HÁTlÐAFERÐIN TILISLANDS 1930 I Hjaítland. Eftir Poul Niclasen ritstjóra Það er auðvelt að komast frá Aber- deen til Leirvíkur á Hjaltlandi því að skipaferðir eru þar í millum svo að segja á hverjum virkum degi á sumrum og annan hvern dag á vet- urna. Skip þessi heita “St. Clair,” “St. Clement,” St. Fergus,” “St. Magnus,” “St. Ninian,” “St. Olga," “St. Rögnvald,” “St. Sunniva,” og “Earl of Zetland.” Það er skotzkt félag, sem á þessi skip, og hefir það bækistöð sína i Aberdeen. Hjalt- lendingar stofnuðu fyrir nokkurum árum eigið gufuskipafélag, en þá setti skotzka félagið öll flutningsgjöld svo niður, að kaupmenn fengu vörur | sinar fluttar fyrir sama sem ekkert1 gjald. Þetta var freistandi fyrir þá, J sem hvorki eru ríkir né kunna sam-1 heldni. Og þess vegna fór skipa- félag þeirra Hjaltlendinga á hausinn, og þá setti skotzka félagið flutnings- igjöldin upp undir eins. Hjaltlend- ingar eiga nú aðeins tvö smáskip sem sigla milli hafna í Eyjunum. Eg hafði fyrirfram tryggt mér her- bergi í “Grand hotel,” í Leirvík. Það er auðvelt að finna gistihúsið, því að það er rétt hjá höfn. í Commercial street, sem er aðalgatan, og þar eru allar verzlanir, og svo framvegis. Nú er búið að ákveða HÁTÍÐISDAGANA Á ÞINGVÖLLUM fyrir Alþingishátíðina, — 26. TIL 29. JÚNf að báðum meðtöldum. ÞAÐ ER ÞVf MINNA EN ÁR TIL STEFNU OG SÁ TÍMI LÍÐUR FLJÓTT, ÞANGAÐ TIL LAGT VERÐUR AF STAÐ FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVfKUR. Það veitir því ekki af að fara að búa sig undir ferðina. Hin hagkvæmustu kjör viðvíkjandi fargjöldum, fyrir væntanlega heimfarendur, með hinum ágætu járnbrautarlestum og skrautlegu skipum CANADIAN PACIFIC félagsins, fást nú með örlítilli niðurborgun er menn ættu nú að tryggja sér sem fyrst. $245.80 FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVÍKUR OG TIL BAKA AFTUR. Fyrsta farrými á járnbrautum en þriðja áskipunum. Farbréfagildi til árs. ÞETTA VERÐUR EINA TÆKIFÆRI ÆFINNAR fyrir fjölda marga íslendinga að heimsækja æskustöðvar, frændur og vini, og samfagna með þjóðinni á þessum einstak- asta og söguríkasta hátíðisdegi hennar. Húsnæði, fæði og þjónustu, hefir Heim fararnefnd Þjóðræknisfélagsins samið umfyrir ferðahópinn þegar heim kemur. NEMUR SÁ KOSTNAÐUR AÐEINS $52.80f HÁLFAN MÁNUÐ meðan á hátfðahaldinu stendur á Þingvöllum og í Reykjavík. Skrifið yður fyrir farbréfi sem fyrst og sendið niðurborgun. Peningarnir verða geymdir og afhentir yður ef eitthvað kemur fyrir svo þér getið ekki farið. Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi ferðinni snúi menn sér til W. C. Casey, General Agent, Canadian Pacific Steamships. R. G. McNeillie, General Passenger Agent, Canadian Pacific Railway. Eða J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar, 708 Standard Bank Bldg., Winnipeg. Canadian Pacific Umkringir jörðina N A F N S P J O L D | DYERS & CLKANERS CO„ LTD. ; gTjöra þurkhreinsun samdægurs Bæta og gjöra vitS Sfmi 37061 Wlnnipegr, Man. íBjörgvin Guðmundson] I A. R. C. M. ! Teacher of Muisic, Composition, ! Theory, Counterpoint, Orches- tration, Piano, etc. 555 Arlington SL StMI 71621 HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja | DR. S. G. SIMPSOÍT, N.D., D.O., D.C. j Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. j WINNIPEG —MAN. j j i Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggafe and Faraitore Movlnf 66H ALVERSTONE ST. SIMI 71 898 Eg útvega kol, eldiviU roetJ sanngjörnu veröi, annast flutn- ingr fram ogr aftur um bælnn. A. S. BARDAL íselur likkistur og ann&st um útfar- ] ir. Allur útbúnatiur sá bezti. | Ennfremur selur hann allskonar i minnisvartia og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. j Phone: 86 ((07 WINNIPEO Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bld|g. Skrifstofusími: 23674 | Stundar sérstaklega lungnasjúk dóma. | Í3r aö finna á skrifstofu kl 10 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. ( Talalml: 33158 12 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. WALTER J. LINDAL j BJÖRN STEFÁNSSON j f Islenzkir lögfrœðingar j j 709 MINING EXCHANGE Bldg | j Sími: 24 963 356 Main St. j ! Hafa einnig skrifstofur aö Lundar, ( jjPiney, Gimli, og Riverton, Man. DR. A. BL6NDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — Ati hitta: kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Heimill: 806 Victor St. Síml 28 130 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldfg. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21834 Viötalstími: 11—12 ogr 1__5.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. r Dr. J. Stefansson 216 MEDICAI, ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar elngöngu augina- eyrna- nef- og kverka-sjflkiiðma Er atS hitta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—5 e. h. Talalml: 21834 [Heimiil: 638 McMillan Ave. 42691 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lógfræðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 TulHlmi: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someraet Block Telephone: 21613 Portagre Avenue WINNIPEG J. Christopherson, Islenskur Lógfræðingur ; 845 SOMERSET BLK. j Winnipeg, :: Manitoba. Bj jörg Frederickson píanókennari byrjar aftur kennslu 4. sept. Nemendur búnir undir próf. PHONE: 35 695 ! i I MARGARET DALMAN I j Í Í TKACHER OF PIANO 834 BANNING ST. PHONE: 26 420 ! 1 |Mrs. B. H. 01son| j TEACHER OF SINGING j i I Í5 St. James Place Tel. 35076! j I DR. c. J. HOUSTON ÍDR. SIGGA CHRISTIAN- SON-HOUSTON j GIBSON BLOCK Yorkton —Sask. TIL SÖLU A ÓDfRU VERÐI “FURNACE” —bœ?Ii viUar og kola “furnace” HtitJ brúkaTI, «r tll sölu hjá undirrttutSum. Gott tæklfæri fyrir fólk út & landi er bæta vilja hitunar- áhöld á heimilinu. GOODMAN & CO. 780 Toronto St. Sfml 28847 r | ! Þorbjörg Bjarnason Lu4. B. Teacher of Piano and Theory 726 VICTOR ST. u— SlMIt 23130 MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar ( Messur: — á hverjum sunnudegi\ = E. G. BaldwÍnSOn, L.L.B, kl. 7. e.h. ! - Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. hverjum fimtudagskveld mánubi. \Hjálparnefndin: Fundir fyrsta I mánudagskveld í hverjum - mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju dag hvers mánaSar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn:— A hverjum sunnudegi kl. 11—12 f. h. LöKfrætlinieur Renldenor Phone 24206 Offloe Phone 24963 708 Mlnlng Eichanre 356 Maln St. VVIIVNIPEG. 100 herbergi meti e®a án ba»a SEYMOUR HOTEL verS sanngjarnt 8lml 28 411 C. G. HUTCHISON, elgandl Market and Ktng St., winnipeg —:— Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.