Heimskringla - 18.09.1929, Síða 7
WINNIPEG, 18. SEPT., 1929
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSlÐA
Viðtal við V.-Islending
(Hkr. birti um daginn viStal Alþbl.
í Reykjavík viS séra K. K. Ölafsson.
Eftirfarandi grein er kafli úr viötali
er séra Kristinn átti viö fréttaritara
MorgunblaSsins);
Séra Kristinn segir frá ferðalaginu
Stórkostlegt undrunarefni er þaö,
að sjá, hve samgöngurnar hafa batnaö
hér innanlands frá því foreldrar okk-
ar yfirgáfu landiö. Tengdamóöir
min hélt því fram, til dæmis, að okkur
myndi aldrei takast, á þessum fimm
vikna tima, sem við ætiuðum að vera
hér á Islandi, að komast norður í
Axarfjörð. Það fannst henni ó-
hugsandi. ö,g þó við lesum vestra.
um framfarir þær og umbætur, sem
hér hafa orðiðNá síðari árum,- er sú
mynd ríkust í huga okkar, er við
höfum fengið af frásögnum vestur-
faranna. Áttum við því satt að
segja von á erfiðara ferðalagi, en
raun varð á. Við fórum í bíl frá
Kópaskeri að Tunguheiði. Yfir heið
ina á hestum í indælu veðri. Þar
sáum við, ^ið enginn þekkir náttúru-
fegurð IslaAds, er eigi hefir farið upp
um fjöllin.
I bíl runnum við frá Húsavík upp
í Mývatnssveit, en fórum siðan ríð-
andi að Vaðlaheiði. Síðan tók við
bílferð hingað, að öðru leyti en því,
að við fórum í ferju yfir Hvalfjörð.
Er séra Kristinn hafið gefið yfir-
lit yfir ferðalagið, varð honum að
orði:
Dásamleg er hin íslenzka alþýða.
Mikill er munur á henni og alþýðu
þeirri annara þjóða, er ég þekki til
vestra. Því hvar sem ég kom á ís-
lenzk sveitaheimili, mætti ég miklum
kunnleik, ekki einasta á bókmenntum
Islendinga, heþlur á bókmenntum
annara. Og íslenzkt sveitafólk fylg-
ist ótrúlega vel með því, sem er að
gerast í heiminum nú á tímum.
Menning fólksins stendur i svo
einkennilegu hlutfalli við hin lélegu
húsakynni, þar sem enn eru torfbæ-
irnir við lýði. Mér þykir dálítið
undarlegt, er ég heyri fólk tala um,
að það sakni torfbæjanna. Sé ég
ekki annað en að mikil bót sé að því,
að fá önnur betri húsakynni.
En auk þekkingar og mennigair,
sem aðkomumenn kynnast hér, dáist
ég að því hve bjartsýnir menn eru á
framtíð landsins. — Sveitabúskapur-
inn á þó sannarlega erfitt uppdráttar
hér hjá ykkur. En það er eins og
traustið á framtíðarheill landsins eyði
erfiðleikunum. iSkólarnir, sem rísa
upp víða um landið, eru í mínum
augum fagur vottur um bjírtsýni það,
er hér ríkir. Ánægjulegt er að
koma á staði eins og Laugar í Reykja
dal, þar sem myndarlegur skóli er
vel í sveit kominn. En ánægjulegast
að vita til þess, að skólar þeir, sem
rísa upp, eru fyrst og fremst ávöxtur
af löngun almennings til þess að
vernda og efla alþýðumenninguna.
—-En hvað um framtíð Islendinga
og íslenzkrar menningar vestra?
—I sveitununi halda Islendingar
lengi þjóðerni sínu og meflningu. En
það gengur allt erfiðlegar í þorpum
og borgum.
Mikil breyting hefir or'ðið á hugsun
arhætti Vestur-Islendinga sjálfra í
þessu efni. Nú er sá hugsunarhátt-
ur útdauður, að það sé ávinningur að
leggja niður íslenzkuna vestra. j
Amerikumenn sjálfir eru líka farnir
að sjá það og viðurkenna, að fyrir
heildina er það ekki hagur, að "þjóð-
•
arbrotin, sem þangað flytjast, týni
sérkennum sínum og tungu. Skóla-
kennari einn sagði til dæfnis við dótt-
ur mína í vetur, að hanp teldi það
mikinn ávinning fyrir hana að kunna
tungumálin tvö, ensku og íslenzku.
—En hvað getum við hér gert til
þess að styðja að varðveizlu ís-
lenzkunnar vestra?
—Handhægasta, sjálfsagðasta og
eðlilegasta leiðin er, að efla verzlun-
arsambandið með íslenzkar bækur.
Oft getum við vestra blátt áfram ekki
fengið góðar íslenzkar bækur, er út
koma. Siðan ég kom hingað heim,
hefi ég kynst fjolda góðra íslenzka
bóka, sem út hafa komið á seinni
árum, og við höfum ekkert vitað um.
Þá væri og mjög æskilegt, að ung-
ir Vestur-Islendingar kæmu hingað
tiP leijgri eða skemmri dvalar. Eg
hitti á Akureyri Englending, sem
þar er við enskukennslu. Eðlilegt
væri, að fá Vestur-Islendinga til
þessa, ef á annað borð er leitað út
fyrir landsteinSna. ^ Eins teldi ég
mjög gott, ef hægt væri að koma á
kennaraskiftum milli Jóns Bjarna-
sonar skóla og íslenzkra alþýðu-
skóla.
—Talið barst síðan að þjóðhátíð-
inni næsta ár. Um þátttöku Vestur-
Islendinga var séra Kristinn fáorður.
En út af gjöf Bandaríkjanna lét
hann þess getið, að réttara væri, að
menn veittu því eftirtekt, að Burt-
ness þingmaður, sá er bar fram til-
löguna um gjöfina, er norskur að ætt.
Sagði séra Kristinn, að Norðmenn
vestra væru Islendingum ætíð mjög
vinveittir, og vildu að þeir fengju í
einu sem öllu að njóta sín sem bezt.
Séra Kristinn K. Ölafsson hefir
verið formaður hins evangeliska lút-
erska kirkjufélags Vestur-Islendinga
undanfarin 4 ár. Var félag það
stofnað 1885, sem kunnugt er, og var
séra Jón Bjarnason fyrsti formaður-
inn. 1 þvi eru nú 55 söfnuðir,
dreifðir um allar Islendinga byggðir.
—Morgunbl.
Frá Islandi.
(Frh. frá 3. síðu).
gert, að honum tekst í mjög stuttu
máli, að gera djúpsælega grein fyrir,
hvað gerði kappann að kappa, hvert
var markmið hugprýði hans og hetju
dugs. Hljóta allir þeir, er þann
kafla lesa með skilningi, að kunna
próf. Gordon þakkir fyrir þær at-
hugasemdir.
Brewers Of
COUNTHY CLUB*
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR EWERV
OSBORNE&.MULVEY-WINNIPEG
PHONES 41III 4^30456
PROMPT.DELIVERY
TO PERMIT HOLDERS
Próf. Gordon ætlar að dvelja hér
nyrðra nokkrar vikur tif að kynnast
menning vorri og temja sér enn bet-
ur að mæla á tungu vora. Er það
harla fágætt, að hingað komi enskir
vísindamenn og tali við oss á vora
tungu.....—Dagur.
Sigurður Guðtnundsson.
Þorbcrgur Þórðarson
rithöfundur var meðal þriggja Is-
lendinga, er tóku þátt í alþjóðamóti
ungra jafnaðarmanna i Vínarborg.
I sambandi við mótið var haldinn
esperantistafundur. Sóttu hann hátt
á annað þúsund manna. Þar hélt
Þorbergur ræðu, sem vakti mikla at-
hygli. Þorbergur situr nú alþjóða-
þing jafnaðaresperantista, sem hófst
i fyrradag í Leipzig. Þegar þinginu
er lokið fer hann til Kaupmannahafn-
ar og dvelur þar um hríð, áður en
hann heldur heimleiðis.
Hlaup í Tungufljóti
R’vík. 18. ág.
Fréttast. bárust þær fregnir um
hádegisbilið i gær, að hlaup hefði
komið í Tungufljót í gærmorgun.
Siðar um daginn fengust ítarlegri
fregnir en fyrst bárust. — Tungu-
fljót tók að hlaupa snemma í gær-
morgun og tók allt hey af engjum
og mun það hafa skift hundruðum
hesta, frá þessum bæjum: —Torfa-
stöðum, Fellskoti, Galtalæk, Króki,
Lambhúsakoti, Reykjavöllum, Ása-
koti, Bræðratungu o. fl. Rennur
Tungufljót í — eða sameinast —
Hvítá nokkru fyrir neðan Bræðra-
tujigu. Um miðjan dag í gær óx
Hvítá mjög á móts við Staðholt og
var vatnið eins mikið og þegar áin
er mest á vetrum. Var það feikna
hey, sem áin flutti niður eftir með
sér. Var Hvítá þegar farin að réna
í gærkveldi..
Brúna á Tungufljóti', á milli Gull-
foss og Geysis, tók af. Viði úr
henni hefir borið á land í Auðsholti
og Skálholti. Brúin var byggð úr
timbri sumarið 1907, er Friðrik VIII.
konungur var hér á ferð.
Um 100 hesta heys misstu menn
á Torfastöðum, og 200 hesta að sögn
á Króki, og mikið í Lambhúsakoti
og Asakoti.
Tveir menn fóru í gær rannsóknar-
ferð upp að Hagavatni, Jón á Laug
og Sigurður Greipsson íþróttakennari.
Torfastöðum 19. ág.
I fyrradag fór að minnka í fljót-
inu og hefir smárénað síðan. Bænd-
ur, sem engjar eiga að fljótinu, hafa
mist mikið hey, en mismunandi mik-
ið, mest 200 hésta heys. Þó er enn
verra, að sandur hefir borist 'á stór
engjasvæði og eyðilagt þau, einkan-
lega i Bræðratunguhverfi, en einnig
í Fellskoti, og á Torfastöðum.
Fyrir nokkrum árum rann skrið-
jökull fyrir afrennsli úr Hagavatni
og stíflaði það, en sú stífla brotnaði
og var það orsök hlaupsins.
Þurkleysur í Biskupstungum að
undanförnu. Menn voru langt
komnir með tún, er þurkleysurnar
hófust, en ebki allir búnir að hirða.
—Vísir.
Hættuför
Vaðið í Axarhólma
Skammt fyrir neðan bæinn Syðri-
Brú i Grimsnesi er hólmi allstór í
Soginu rétt ofan við Kiátufoss. Heit-
ir hann Axarhólmi. Hefir enginn
komist út í hólmann í mannaminnum,
þar til nú fyrir fáeinum dögum, en
gömul þjóðsaga er til þess efnis, að
eitt sinn hafi gert svo miljlar frost-
hörkur, að mannhelda ísspöng hafi
lagt milli hólmans og lands, og hafi
þá bóndinn á Syðri-Brú gengið eftir
henpi í hólmann. I hólmanum er
gróður mikill,— stórvaxnar reyni-
birki- og viðihríslur. Hafði bóndinn
með sér skógarexi og hugðist að
fá sér húsavið. En hann var ekki
fyrri kominn í hólmann en hann
heyrði brak og bresti í ísnum og
þóttist vita, að áin væri að ryðja
sig. Greip hann þá felmtur mikið,
og hljóp hann hið skjótasta aftur til
laiyls, og lét eftir öxina. Er mælt
að hólminn hafi fengið nafn eftir
öxinni.
Siðan hefir 5s ekki lagt milli
hólmans og lands, en margir hafa þó
reynt að komast í hólmann. Hafa
sumir reynt að vaða strenginn, en
aðrir að ríða hann. En strengurinn
er afarstríður og örskarmnt á foss-
brúnina og hefir engum lánast þetta
þangað til fyrir fáum dögum.
Þann 29 júli óð Torfi Þorbjarnar-
son, ungur maður héðan úr Reykja-
vík, út í Axarhólma. Hafði hann
vað um sig, og sátu félagar hans
á bakkanum og gættu vaðsins. Torfi
var snöggklæddur og hafði þungan
staf og sterkan til stuðnings. Við
fyrstu tilraun féll Torfi í ána og
drógu félagar hans hann að landi.
Reyndi hann aftur og tókst þá að
komast alla leið út í hólmann. Þar
sem dýpst var tók vatnið honum und
ir hönd. i
Þó að tekist hafi slysalaust í þetta
skifti, er þetta hin mesta hættuför og
skyldi því enginn freista að igera
Torfa þetta eftir.
Þess má geta, að kunnugir segja,
að Sogið sé nú með allra minnsta
móti vegna snjóleysis i vetur og ó-
venjulega langvarandi þurka.
, —Alþ.-bl.
Búist við Skeiðarárhlaupi
Landssímastjóri fékk þær fregnir í
gær, að Skeiðará sjálf hefði tekið að
vaxa í fyrradag, en ekki væri hægt
að segja með vissu, hvort hún væri
að flytja sig eða vöxtur hennar væri
undirbúningur undir hlaup.
Frá Núpsstað féþk landsímastjóri
þær fregnir síðdegis 5 gær, að jökull-
inn sé að verða ljótari og ljótari og
menn séu smeykir um, að hlaup sé í
vændum, þótt ekki verði með vissu
um það sagt. J>ora menn ekki að
hætta sér út á sandinn.
—Alþýðublaðið.
Fornleifafundir í
Reykholti.
Hefir Snorri Sturluson hitað bæ sinn
með gufu?
I>egar grafið var fyrir liinu nýja
fjósi og hlöðu i Reykholti, komu menn
niður á gamlar hleðslur og fundu
einn steinbolla. Þessar fornminjar
voru ekki rannsakaðar. En hið merki
legasta, sem menn rákust þarna á,
var holræsi í tveggja metra dýpi og
var það úr steini gert. Holræsi þetta
liggur í gegnum norðurhorn hlöð-
unnar skáhalt og hefir stefnu beint
á baðstofina, sem syðst er af bæjar-
húsunum. Er það hlaðið úr höggnu
grjóti, þannig að steinarnir voru
höggnir íhvolfir og þeim hvolft sam
an. Hyggur Sveinbjörn Kristjáns-
son, sem er stjórnarmaður bygging-
anna að hér sé utn gufuleiðslu að
rœða því holræsi þetta er ólikt hol-
ræsi því, er liggur úr Skriflu niður
i Snorralaug. Er þetta holræsi gert
á annan hátt og miklu vandaðra og
liggur upp á móti. Um skolpræsi
eða frárennslisræsi telur hann að ekki
geti verið að ræða.
Það er varla að efa, að hér er
fundin hitaleiðsla, liklega hin elzta
hitaleiðsla á Islandi, og þar er notaður
hverahiti. Segir Sveinbjörn, sem
er nijög glöggur maður, að sér sýnist
sem leiðslan muni tekin úr Skriflu
og beina stefnu upp hólinn þar sem
minnstur er aflíðandi og beygi svo
dálítiíj til suðurs, um það bil sem hlöðu
hornið er nú, en áður var gamall hey
garður.
Nú vita menn það, og hafa lært
talsvert af reynslunni um hitaleiðslur\a
að Laugarvatni, að gufa næst ekki
úr hverum nema því aðeins að leiðsl-
ur frá hitagjafanum liggi stöðugt
upp í móti.
Þessi gufuleiðsla i Reykholti bendir
til þess, að þeir, sem hana gerðu,
hafi þekkt þetta lögmál, að þeir hafi
lagt gufuræsið í vaxandi halla, þangað
til þeir höfðu komið hitanum inn i
bæinn, sem stendur mikið hærra en
hverinn.
Sé nú þessi hugmynd rétt, þá vakn
ar spurningin: Hver hefir látið gera
þetta mannvirki? Svarið virðist
augljóst: Það er sami maðurinn
sem lét gera hina frægu laug, og
leiddi þangað heitt vatn frá Skriflu.
Hann mun hafa látið gera þessa hita-
leiðslu, sennilega til þess að hita bæ
sinn, fremur en til þess að hafa gufu
bað innanhúss. Mun þá aðferðin
sennilega hafa verið sú, að gufu-
leiðslan hefir verið á bak við hellur,
annaðhvort í vegg eða gólfi, gufan
látin hita hellurnar svo að hlýtt væri
í húsunum.
Þetta eru að vísu getgátur. Rann-
sóknir ættu að geta leitt hið sanna í
ljós. Og þær rannsóknir þarf að
gera fyr en síðar, því þarna er tæki-
færi til þess að kynnast menningar-
sögu forfeðra vorra — alveg einstætt
tækifæri. —Morgunblaðið.
EINSTÖK VÖRUGÆÐl
HEILSUSAMLEGT, 6BLAMJAÐ OG AREIÐANLEGT
LYFTIDIFT
TAKIÐ EFTIRt Sendlð un<lirrltiiftum 2.*»c meti pÖNti «*r
þfr HUS Mendu yílur hinn frieKii Blue Ribbon
MatreihMlubök 1 fburru hvitu bandi.
BLUE RIBBON LIMITED
WINNIPEG
Ifkítýútnyl^ntt (EomjmntL
INCORPORATED 2~ MAY 1670.
H.
B.
JAMAICA
og
DEMARA
ROMM
C.
H. B. C.
ROMM
ÞJÓÐKUNNUGT
UM
VESTUR-KANADA
í MEIR
EN HUNDRAÐ
ÁR
Löggilt 1670
Hefir því rekiS viSskifti
259 ár
Httbstin'a (Lo.
VERULEGT TÆKIFÆRI!
HINN NÝJI
ROYAL PRINCESS
RAFMAGNSSÓPUR
ásamt gólfvaxi og gljáólíu fyrir
$4950
eða með
$1.00 niðurborgun og $1.00 afborgun á viku
(Má borgast mánaðarlega ef vill)
Lítið álag fyrir vöxtum.
HREINSUNARTÆKI $8.50 AUKREITIS
Skoðið þessa furðulegu vél í
Hydro Sýningarskálanum, 55 Princess Str.
WúuupepHtjdro,
tit
Phone
24 669
for
65 ~59 PRIIICESSSl. Demonstration