Heimskringla - 09.10.1929, Síða 3
WINNIPEG, 9. OKTiÖBER, 1929
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSÍÐA
ekki að fá einn einasta úrvals blaða-
mann eða nokkurn kunnan mennta-
mann sér til hjálpar. I raun og
veru er mikið djúp á milli einræðis-
flokksins og spænskra menntamanna,
og allar tilraunir sem gerðar hafa
verið til þess að draga menntamenn
i stjórnarliðið, hafa misheppnast.
—Vísir.
Mikill
er sa munur
(Af tómri blessaðri varasemi. og
einskærri fegurðartilfinning neitaði
mitt heiðraða Lögberg að flytja þessa
grein.—iHöf.).
* * *
Erindi sem flutt var á mæðradag-
inn í Glenboro, með athugasemd, eða
viðbæti frá höfundi þess, herra G. J.
Oleson, og út kom í Lögbergi 19. þ.
m., er eitt með því allra hugþekkasta
og bezta.sem ég hef lesið ,og ég á ekki
til svo björt og fögur og indæl orð
í hjartans einlægni sögð, sem gætu
nppfyllt þökk mína til þessa heiðraða
höfundar, fyrir það hvernig hann
heldur uppi kærleiksgildi og fegurð
móðurástarinnar, sem af allri minni
sál og hugsun hefir verið mér há-
leitara en öll önnur jarðnesk gæði,
enda hefir þess vegna þetta mæðra-
dags-mál hrifið mig, meir en flest
annað. Og ég hyg gað flest allir
hugsandi menn og konur hallist með
mér ag sama áliti á geislayl móður-
ástarinnar.
Já, mikill er sá munur. 22. ág-
úst s. 1. rambar frú Rannveig K. G.
Sigbjörnsson fram á ritvellinn í Lög-
bergi, til að hamra á móti mæðra-
dagshugmyndinni, sem er, eins og allt
annað undangengið stapp hennar i
Jtessa sömu átt, áfarlangt og óskaplega
leiðinlegt. Yfir öllu hvílir svart
miðaldamyrkur, og 17. og 18. aldar
trúarkreddu strangleiki. Eg er annars
alveg hissa á konu, sem líklega er
fremur skynsöm, að hún skuli geta
fengið sig til, með óviðjafnanlegum
sauðþráa, að halda sinni óvinsælu hlið
þannig fram, sem hún gerir. Það
er eins og hún vilji draga öll dæmi
fram, sem rýra gildi móðurástarinn-
ar, sverta konuna með barnsmorðum
og öllu því versta. Við vitum og
þurfum ekki að sækja þann fróðleik
til frúarinnar, að konur, eins og
menn, eru breyskar verur og undir
syndina seldar, en það er ekki rétt-
látt, að taka eitt dæmi ljótt, af þús-
vmd, en láta 999 dæmi fögur eiga sig,
og að engu virða.
Frúin segir að engir valdhafar eða
höfðingjar hafi rétt til að löghelga
einn sunnudag af 52 á árinu, móður-
inni til minningar. En hvernig var
Augsborgarjátningin og þrenningar-
kenningin sett á laggirnar, eftir langt
þref og þras? Myndi frúin vilja gera
sv vel að svara því'? Annars þarf
ég ekki að fara neitt í gegnum þessa
síðustu trúmáladellu frúarinnar; hún j
getur ekki svarað einu orði af því sem
herra G. J. Oleson hefir látið birta í ;
Lögbergi sem ég get um áður. I
Æifintýraskáldið danska, indæla, og|
«g vil segja óviðjafnanlega, H. C.
Anderson, sem bæði var hreinhjart-
aður og trúmaður mikill, segir meðal
annars í sögunni “Móðir,” þar sem
konan sat yfir veiku barni sínu um
hávetur, í nístingskulda alein, frá
þvi að þá kemur dauðinn i gamals-
manns gerfi inn til hennar. En móð-
irin þurfti að víkja sér frá, Og treysti
gamalmenninu til að vera yfir vögg-
unni á meðan. En þegar hún kem-
Ur inn aftur, þá er maðurinn og barnið
Forfið. Þá hleypur móðirin hljóð-
andi út og kallar á barnið sitt, en
svartklædd kona, sem sat í fönninni,
rnælti: “dauðinn var inni hjá þér, ég
sa» hvar hann skaust burt með barnið
Þút; hann er fljótari en vindurinn |
°S skilar aldrei aftur því sem hann
tokur.” “Vísaðu mér veginn,” seg-
ir móðirin,” en fyrir það varð hún |
að syngja fyrir svartklæddu konuna,
(nóttina) allar vísurnar, sem hún
hafði sungið við barnið sitt, og segir
skáldið. “Margar voru vísurnar,
samt voru tárin fleiri, sem hún feldi.”
^ví næst segir nóttin við móðurina:
Farðu hægra megin inn í greniskóg-
lnn dimma; þangað sá- ég dauðann
fara með barnið þitt.” Þegar inn
i skóginn kom, sá hún þyrnirunna,
s^m var blaða og blómalaus um há-
v«turinn, og spyr hann hvort hann
hafi ekki séð dauðann fara hér hjá
með barnið sitt. “Jú,” segir þyrni-
runnurinn, “en fyrr segi ég þér ekki
hverja leið hann fór, en þú vermir
mig við hjarta þitt; ég! frýs í hel og
verð að tómum ís.” Hún þrýsti
þyrnirunninum að brjósti sínu, svo
fast, að honum gat vel ylnað, og gengu
þyrnarnir inn i holdið, svo að blóðið
dreyrði í stórum dropum, en þyrni-
runnurinn skaut út nýjum og grænum
blöðum, og blómgaðist um nóttina i
vetrarnistingnum; svo var hlýtt við
hjarta hinnar mótlættu móðar. ög
þyrnirunnurinn sagði henni veginn.sem
hún átti að fara. Svo kemur hún
að stóru hafi, og til þess að komast
yfir það, verður hún að láta bæði
augu sin, og síðast sitt fagra og mikla
hár, fyrir að komast inn í gróðrar-
stöð dauðans, þar sem hann plantaði
blómunum, sem hann sótti. En nú
var hún líka komin á undan sjálfum
dauðanum.
“I sama bili blés nákaldur þytur
eftir endilöngum salnum og fann móð-
irin blinda á sér, að' það var dauð-
inn, sem nú kom. “Hvernig gazt
þú ratað hingað ?” spurði dauðinn;
“hvernig gazt þú orðið fljótari en
ég?”
“Eg er tnóðir,” sagði hún. “Hérna
eru augun þín,” sagði dauðinn, “ég
hef slætt þau upp úr sjónum; það stóð
svo mikil birta af þeim, ég vissi ekki
að það voru þín augu; taktu við þeim
aftur; þau eru skærari núna en þau
voru áður.”
Þarna eru skýrir og fagrir drætt-
ir, eða öllu heldur heil mynd af móð-
ur-ástinni, sem allt lætur í sölurnar
fyrir blessað barnið sitt.
Og það eru fleiri skáld og atgerfis-
menn en H. C. Anderson, sem tala
einlægara hjartans mál til móður sinn
ar, en nokkurs annars í heimi þessum.
Og mér finnst það sæma illa konu, að
bolsótast í nafni þröngsýnna trúar-
kreddna, á móti fegursta og elskuleg-
asta máli, sem við eigum til og næst
gengur kærleika guðs, og er geisli af
hans himneska dýrðarljóma.
Eg gæti ritað miklu meir um þetta
hjartans mál, en «ég læt þetta duga að
sinni. Og þakka aftur innilega herra
G. J. Oleson fyrir ritgerð hans.
Lárus Guðmundsson.
sagt nokkuð frá því. Sú frásaga er
þó ekki fyrirferðameiri en við er að
búast, þar sem ekki var nema lítið
rúm til í tímaritinu, en æfisaga Grims
sögð út í æsar bæði um þetta og
önnur atriði væri stórbókarefni. Ekki
ber því heldur að leyna, að faðir minn
muni hafa farið ekki alllítið eftir
sögusögn Gríms sjálfs, sem vonlegt
var, og kann það að hafa sett sinn
blæ á frásöguna. Af ýmsu má þó
sjá, hver tildrögin hafi verið að þess
um óvenjulega framgangi Gríms og
þeim afarmiklu áhrifum, sem hann ó-
neitanlega hefir haft um nokkra hríð
á utanríkismál Dana. Liggur orsök-
in beinlínis í þeim einkennilegu
stjórnmálaástæðum, er þá ríktu í
Danmörku. Fyrir nokkru hefi ég
rekist á ummæli í endurminningum
manns, sem þá um langt skeið var í
þjónustu utanríkisráðuneytis Dana,
er varpa nokkru ljósi yfir þetta. Skal
hér greint frá þeim, en áður vikið
nokkuð að þeim atvikum, sem réðu
’stjórnmálahvörfum í Danmörku um
þetta leyti.
Þegar þetta gerðist var konungur í
Danmörku Friðrik VII., og var hann
siðastur afsprengur Aldinborgarættar,
þó að léki ekki ólíklegur grunur á,
að húskarlablóð hefði orðið karl-
leggnum þar skeinuhætt. Danmörk
var þá í persónusambandi við hertoga
Grimur Thomsen
i -------
, og afskifti hans af utanríkismálum
Dana
Svo sem kunnugt er var Grímur
skáld Thomsen um margra ára skeið
starfsmaður í utanríkisráðuneyti Dana,
og það um hríð í all veglegri stöðu.
Hefir faðir minn í æfisögu Grims,
sem hanni hefir birt í “Andvara”,
dætnin Slésvík og Holsetland, en kon-
ungur, sem því lika var hertogi Hol-
seta, var barnlaus, og hafði maður af
annari ætt, Kristján, síðar IX. verið
gerður að ríkisarfa. Þóttust Holset-
ar og nokkrir Slésvíkurmenn ekki
vera þessum manni um neina þjónk-
an skyldir. Báru það þó fyrir sig,
að sá maður, er þeir hefðu fyrst hylt
af Aldinborgarætt, Kristján Danakon
ungur I., hefði heitið þeim því i
handfestu sinni, að hertogadæmin bæði
skyldu vera “up evvig ungedelt” —ó-
sundruð um aldir. Nú höfðu Danir
vegna hertogadæmanna Holsetalands
og Lauenburg neyðst til þess að gerast
meðlimir i þýzka sambandinu; sáu
þeir fram á að þau lönd myndu fyr
eða síðar ganga úr greipum þeirra,
og lögðu því nú allan hug á það eitt
að halda hertogadæminu Slésvík.
Kom það aðallega fram í því að Dan
ir samþykktu stjórnarskrá, þar sem
að hertogadæmið var á annan veg og
nánar tengt konungsríkinu en Hol-
setalandi. Þótti Holsetum hér geng-
ið á handsetu Kristjáns I. og hófu
uppreisn, er að vísu var ^eld, en svo
fór að lyktum, að Danir mistu auk
Lauenburg bæði hertogadæmin í hend
ur Prússum og Austurríkismönnum
1864, og hafði stímabrakið þá staðið
látlaust siðan 1848. Hver afdrif her
togadæmanna urðu í höndum þessara
(Frh. á 7. siðu)
DEILD OPINBERRA VERKA
ELDSVARNAR DEILDIN
Askorun
Stundið Eldvarnir
A Hverri Yiku
Arið Um Kring
Brennufjandinn Sefur aldrei
Yerið Jafnan á Yerði
Gegn Honum, Með Því
Að Yera Aðgætnir
Betri er Öryggi en Eftirsjá
Issued by authority of
HON. W. R. CLUBB
Minister of Public Works
and Fire Prevention Branch
E. McGRATH,
Provincial Fire Commissloner
Winnipeg.
; e
Canadian Pacific
Umkringir jörðina
NAFNSPJOLD
DYERS & CLEANERS CO., LTD.
grjöra þurkhreinsun samdægurs
Bæta ogr grjöra vitS
Winnlpegr, Man.
| Sfmi 37061
>►< >m»< i
ÍBiömvin Guðmundson
| A. R. C. M.
! Teacher of Muisic, Compositíon,
! Theory, Counterpoint, Orche*-
tration, Piano, etc.
555 Arlington St.
SIMI 71821
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
“ DR. S. G. SIMPSON, Pí.D., D.O., D.C. !
Chronic Diseases ■ «
Phone: 87 208 j j
Suite 642-44 Somerset Blk.
j WINNIPEG —MAN. j j
>*■»< h^»< >i >.^»< >«■»< >«»<, , >«»<>^»< >«».< >.o^< ^
i,,
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
BaKRKKe and Fnrnltnre Mnvlns j
66H ALVERSTONE ST.
SIMI 71 898
Eg útvega kol, eldlviti mefl
sanngjörnu vertii, annast flutn- j
lng fram og aftur um bælnn. *
A. S. BARDAL
jselur líkkistur og annast um útfar-
1 ir. Allur útbúnatSur sá beztl.
j Ennfremur selur hann aliskonar
[ minnisvartia og legsteins..
843 SHERBROOKE ST.
iPhone: 88 807 WINNIPEG
Dr. M. B. Halldorson
401 Boytl Bldgr.
Skrifstofusími: 23674
| Stundar sérstakle&a lungrnasjúk-
dóma.
| Er at5 finna á skrifstofu kl 10—12
f. h. og: 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
TalMfml: 33158
DR. K. J. AUSTMANN
j
j Wynyard —:— Sask.
j
r~
DR. A. BbDNDAL
602 Medical Arts Bldg.
Talsími: 22 296
Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
j og barnasjúkdöma. — At5 hitta:
! kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h.
| Heimili: 806 Victor St. Sími 28 130
DR. B. H. OLSON
216-220 Medlcal Arta Bldgr.
Cor. Graham and Kennedy St.
Phone: 21834
Vi'ðtalstími: 11—12 og 1_5.30
Heimili: 921 Sherburn St.
WINNIPEG, MAN.
I
j
j DR. J. G. SNIDAL
Talsfml: 28 889
TANNLÆKNIR
614 Somerset Bloek
; Portaire Avenue
WINNIPEG
r
WALTER J. LINDAL
j BJÖRN STEFÁNSSON
) Islenskir lögfrœðingar
j 709 MINING EXCHANGE Bldg
j Sími: 24963 356 Main St.
| Hafa einnig skrifstofur að Lundar,
! Piney, Gimli, og- Riverton, Man.
Dr. J. Stefansson
218 MEDICAL ARTS BLDG.
Horni Kennedy og Graham
Slundar eingröngu auiona- eyrna-
nef- ob kverka-sjfikdöma
Er at5 hitta frá ki. 11—12 f. h.
og kl. 3—5 e. h.
Talalmli 21834
Heimili: 638 McMillan Ave. 42691
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
Lögfræðingur
702 Confederation Life Bldg.
. Talsími 24 587
Telephone: 21613
J. Christopherson,
Islenzkur Lögfræðingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :: Manitoba.
I—
HÁTÍÐAFERÐIN TILISLANDS 1930
Nú er búið að ákveða HÁTÍÐISDAGANA Á ÞINGVÖLLUM sfyrir Alþingishátíðina, —
26. TIL 29. JÚNf að báðum meðtöldum.
ÞAÐ ER ÞVÍ.MINNA EN ÁR TIL STEFNU OG SÁ TÍMI LÍÐUR FLJÓTT, ÞANGAÐ TIL
LAGT VERÐUR AF STAÐ FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVÍKUR. Það veitir því ekki af
að fara að búa sig undir ferðina. Hin hagkvæmustu kjör viðvíkjandi fargjöldum, fyrir
væntanlega heimfarendur, með hinum ágætu járnbrautarlestum og skrautlegu skipum
CANADIAN PACIFIC
félagsins, fást nú með örlítilli niðurborgun er menn ættu nú að tryggja sér sem fyrst.
$245.80 FRÁ WINNIPEG TIL REYKJAVÍKUR OG TIL BAKA AFTUR. Fyrsta farrými á
járnbrautum en þriðja á skipunum. Farbréfagildi til árs.
ÞETTA VERÐUR EINA TÆKIFÆRI ÆFINNAR fyrir fjölda marga íslendinga að
heimsækja æskustöðvar, frændur og vini, og samfagna með þjóðinni á þessum einstak-
asta og söguríkasta hátíðisdegi hennar. Húsnæði, fæði og þjónustu, hefir Heim
fararnefnd Þjóðræknisfélagsins samið umfyrir ferðahópinn þegar heim kemur.
NEMUR SÁ KOSTNAÐUR AÐEINS $52.80f HÁLFAN MÁNUÐ meðan á hátíðahaldinu
stendur á Þingvöllum og í Reykjavík.
Skrifið yður fyrir farbréfi sem fyrst og sendið niðurborgun. Peningarnir verða
geymdir og afhentir yður ef eitthvað kemur fyrir svo þér getið ekki farið.
Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu
aðlútandi ferðinni snúi menn sér til
W. C. Casey, General Agent, Canadian
Pacific Steamships.
R. G. McNeillie, General Passenger Agent,
Canadian Pacific Railway.
Eða
J. J. Bildfell, formanns Heimferðarnefndarinnar,
708 Standard Bank Bldg., Winnipeg.
Björg Frederickson
píanókennari
byrjar aftur kennslu 4. sept.
Nemendur búnir undir próf.
PHONE: 35 695
j MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
854 BANNIKG ST.
PHONE: 26 420
jMrs. B. H. Olsonj
j TEACHER OF SINGING í
í |
jö St. James Place Tel. 35076!
L |
j DR. C. J. HOUSTON
ÍDR. SIGGA CHRISTIAN-
SON-HOUSTON
!
GIBSON BLOCK
Yorkton —Sask.
r
TIL SÖLU
A ÖDfRU VERDI
“FURNACE” —bœ5i viT5ar o*
kola "furnace” lítltS brúkaTJ, er
til sölu hjá undirrttuTJum.
Gott tœklfæri fyrir fólk út á
landi er bæta vilja hitunar-
áhöld á heimilinu.
GOODMAN A CO.
| 786 Toronto St. Sfmf 28847
\ MESSUR OG FUNDIR j
í kirkju Sambandssafnaðar j
Messur: — á hverjum sunnudegií
kl. 7. e.h. j
Safnaðarnefndin'. Fundir 2. og 4.!
fimtudagskveld í hverjum'
mánubi.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta j
mánudagskveld í hverjum j
mánuði.
Kver.félagið: Fundir annan þribju j
dag hvers mánaöar, kl. 8 aö |
kveldinu.
I Söngflokkurinn: Æfingar á hverju 1
fimtudagskveldi.
|Sunnudagaskólinn:— A hverjum ;
i
sunnudegi kl. 11—12 f. h.
j Þorbjörg Bjarnason
< L.A. B.
Teacher of Piano
l and Theory
726 VICTOR ST.
SlMIt 23130
E. G. Baldwinson, L.L.B.
LögfræíWnKur
ReMldence Phone 24206
Offlee Phone 24963
708 Mlnlng: Exchanre
356 Maln St.
WINNIPEG.
100 herbergi meT5 eT5a án b&9»
SEYMOUR HOTEL
verT5 sanngrjarnt
Sfmi 28 411
C. G. HUTCHISON, eljcandl
Market and King- St.,
Winnipeg —:— Man.
< 4-