Heimskringla - 27.11.1929, Qupperneq 2
*. BLABSIÐa
HEIMSKRINGL A
WINNIPEG, 27. NÓV., 1929
i suðurveg
Þœttir úr Spánarför norrœnna
iðnaðarmanna 1929
(Framhald)
Daginn eftir söfnuðust allir saman
í hinu “danska húsi” á sýningunni.
Þaö var einlyft steinhús lítið, og
minnir helzt á vörugeymsluhús. Voru
Danir mjög óánægðir yfir þessu húsi
sínu. Þar var ekki neitt innan-
stokks, aðeins brúðan “Mette,” sem
klædd var dönskum þjóðbúningi. Hún
hafði vakið mikla athygli og umtal i
blöðunum. Einhver ræðuhöld fóru
þarna fram. Var svo farið til sýn-
ingarhallar þeirra, sem Danir, Svíar,
Norðmenn o. fl. hafa umráð yfir.
Sýndar voru framleiðsluvörur og
listiðnaður þessara þjóða, og sköruðu
Svíar þar fram úr. Vakti á þeirra
sýningu sérstaka athygli meir en
mannhæðarhátt símtæki í glerumgerð,
sem var nokkurskonar miðstöð, og
sást i því hvernig símasambönd tæk-
ist eða gerðist. Einnig var þar á
allstórum gólffleti upphleypt land-
kort af Svíþjóð, er sýndi hvar hin-
ar ýmsu framleiðsluvörur voru unn-
ar. Kort þetta var haglega gert,
til dæmis voru raflýstir vitar með
ströndum fram, o. s. frv. Norðmenn
höfðu þarna greiðasölu og veittu
hart brauð, öl. o. fl. Var mér sagt,
að Spánverjar litu hálf undarlega út,
er þeir sætu þarna og dyfu brauð-
inu niður í ölið og tyggðu það grafal-
varlegir. Væri einhver munur að
sjá þá í bæjarhluta sínum yfir Mal-
agavíni. Saltfisknum norska var
náttúrlega mjög á loft haldið, ásamt
öðru er þarna var til sýnis. Fær-
sprottinn af því, að á einum veggnum
var stórt landabréf af Grænlandi, sem
ísland, vegna hnattstöðu sinnar, hlaut
einnig að vera á. Ekki veit ég,
hvort allir sýningargestiiv hafa mis-
skilið þetta þannig. Hjá nokkurum
Dönum leiðrétti ég misskilninginn—
Athyglisverð var svissneska sýningin,
sem einnig var þarna. Var úr- og
gullsmiði þeirra framúrskarandi og
réttnefnd dvergasmíði.
Mér var það þegar ljóst, að eng-
in tiltök voru að skoða vandlega alla
sýninguna, vegna þess hve tíminn var
naumur. Heldur varð maður að
láta sér nægja það helzta. Þá var
og það, að margt var svo hvað öðru
líkt, sem sýnt var frá hinum ýmsu
löndum, að upptalning og sundurlið-
un er óhugsandi. Sýningin er og
að mörgu leyti þannig, að manni finst
hún ruglingsleg. Þó að til dæmis
eitt land hafi sérstaka sýningarhöll,
rekst maður- á eitt og annað frá því
landi á tveim eða fleiri öðrum stöð-
um. Þetta veldur því að varla er
auðið að fá heildar yfirlit yfir sýn
ingu hvers lands út af fyrir sig.
Rétt er að gefa hallar þeirrar, er
mest ber á þegar genigið er inn á sýn-
ingarsvæðið, og sagt er lauslega frá
áður. Upp að henni liggja mörg
steinþrep, en til þess að ofþreyta ekki
gestina, var hægt að ganga inn á
sjálflíðandi tröppur, sem lyftu mönn-
um upp brekkuna. Kostaði þetta
nokkura aura og var mikið notað, er
heitt var í veðri. I höll þessari er
spænskt þjóðminjasafn. Sérstaklega
ber þar mikið á kirkjugripum, perga-
ments-handritum (guðsorða- og nótna
bókumý. Eru bækur þesar skjall-
hvítar og á þær ritað af hreinustu
snild. Þá eru þar höklar og önnur
eyingar höfðu, í sambandi við dönsku 1 messuklæði í hundraðatali, og allt
sýninguna, nokkura skápa með salt- j unnið af miklum hagleik. . Afsteypur
fiski og fallegar myndir frá eyjunum eru þar af heilum dyraumbún-
á veggjum uppi- Ymislegt var í ag; kirkna, sem bera vott um mikið
sal þessum frá Grænlandi. Margir j Hstfengi. Mikið er og af allskonar
Danir héldu, að í sambandi við græn- hernaðartækjum og smíðisgripum.
Ienzku sýninguna væri eitt og annað ; Konungsvagn er þar mjög gullrekinn
frá íslandi. Var sá misskilningur meg þrennum gullbúnum aktýgjum,
:— . ... --- i hvorttveggja kostaþing. Þá er á
j safni þessu fyrir komið nokkurskon-
ar “leiksviðum” og á þeim sýnd í
gibs-steypu atvik úr sögu þjóðarinn-
ar. Tilsýndar virðast menn og mál-
leysingjar vera lifandi, svo vel er frá
þessu gengið, og svo vel er upplýsing
þarna hagað, að engum blandast hug-
j ur um, að Spánverjar eru snillingar
á þvi sviði. — Sýningarhöll þessi,
sem er bæði stór og falleg verður
ekki niður rifin að sýningunni lokinni,
heldur notuð sem stúdentabústaður.
Annars eru flestar sýningarhallirnar
reistar aðeins til bráðabingða. — Rétt
við höll þessa er bygging allstór. Þar
er sýnd nýrrí tíma málaralist. Koma
á þeirri sýningu fram flestar “stefn-
ur” innan málaralistarinnar. Lang-
Þér sem viljið að
börnin yðar séu
vel /rísk
Látið þau drekka
meira af gerilsneyddri
CITY
MILK
Hin bezta líkamsfæða
er fáanleg er
eitt af því sem allir skoða, sem á sýn-
inguna koma. Það er mikil hring-
mynduð húsaþyrping. Er þar sýnd
byggingalist hvaðanæfa af Spáni. FIús
þessi eru flest þrjár eða fjórar hæð-
ir. Inn í húsagarði þessum eru
einnig byggingar og turnar með ýmsu
sniði. Þar eru veitingahús og sölu-
búðir. I veitingahúsunum eru hljóð
færaleikendur og dansmeyjar frá ýms-
um stöðum af landinu. Er þarna oft
glatt á hjalla þegar kvelda tekur. Vin
er veitt þayna í könnum með tveim
stútum. Er annar víðari og um
hann helt á könnuna, úr þeim mjórri
er svo helt í munn sér. Er könn
unni haldið í armlengd frá andlitinu,
og þannig drukkið úr henni. Spán-
verjar drukku úr könnum þessum af
mikilli list, en ég og fleiri sem þetta
reyndum, getum ekki hrósað okkur
af drykkju á þennan hátt, enda var
Spánverjum sýnilega skemt, er þeir
sáu viðvaningana hella úr könnum
þessum yfir andlit sér og brjóst. —
Stúlkurnar, sem þarna dönsuðu, höfðu
auðvitað “kastaniettur” í höndum, sem
þær notuðu af mikilli list, og þótt þær
sýndust dauflegar og áhugalausar í
upphafi dansins, hvarf það smám
saman, og er á leið varð dansinn
tryldari og tryldari og að lokum
minti það helzt á hvirfilvind. —
Margar byggingar í bæ þessum voru
fallegar, en nutu sín miður vegna þess
að þær voru áfastar öðrum.
Á Austurlanda- og Afríku-sýning-
unni var einnig lif og fjör. Rétt við
innganginn er skemtiskáli. Þar
voru bumbur barðar og dansað ofboðs
lega. Hávaðinn af bumbuslættinum
var óviðfeldin. Danskonurnar gerðu
hann enn verri með stappi og ólátum.
Þær voru klæddar í dulur og af-
skræmdar í andliti. Sjálf sýnin^-
in var í skeifumyndaðri, lágri bygg-
ingu, og voru þetta sölubúðir og
verkstæði. — Allavega litur lýður
rann á eftir manni með vörur, sem
voru til sölu. Unnið var þarna að
vefnaði o. fl. Garður var við sýningu
þessa með þéttlimuðum trjám, heid-
ur skuggalegur. Þar var komið fyr-
ir á víð og dreif allskonar úttroðn-
um villidýrum, en fuglar og apar
I héngu í trjánum. — Sýning þessi var
heldur óvistleg og ekki tilkomumik-
il, en gefur sjálfsagt góða hugmynd
um, hvernig heimafyrir er hjá þeim,
er að henni stóðu.
Vert er að geta um hinn mikla og
ágæta íþróttavöll (Stadium). Hneig-
ist nú hugur Spánverja, sérstaklega
kvenna mjöig að íþróttum, og á sunnu
dögum er mikið um að vera á íþrótta
velli þessum Því miður hafði ég
ekki tækifæri til að vera þar við í-
þróttasýningu, því að um það leyti
fór ég að sjá nauta-at, sem ég get
síðar.
Yniislegt merkilegt er að sjá í iðn-
mest ber þar á myndum eftir spánska aðarbyggingunum. Til dæmis var
Danir og Tékkar höfðu sýnt skósmíða-vélaverkstæði. Þar
voru um 30 mismunandi vélar að
listamenn.
enn ekki hengt up myndir sínar, og
stóðu þeirra herbergi auð.
Hinn svonefndi “spánski bær” er
TIL ÍSLANDS 1930
Símatilkynning er nýkomin frá aðalskrifstofu Canadian
Pacific í Montreal að hið ágæta
íí
SS MEUTA” (15,200 TONN)
hafi verið valið til þess að flytja þá er fara til íslands að
ári á vegum hinnar opinberu hátíðarnefndar íslendinga
Siglt Frá Montreal kl. 10 f.h. 11. Júní
Nefnd yðar, er þessu hefir nú fengið ráðstafað vill brýna
fyrir yður, að—
Sérstök lest er fengin frá Winnipeg til Montreai.
Sérstakar skemtanir verða um borð á lest og skipi.
Svo margir hafa nú tryggt sér far með niðurborgunum, að
enginn efi er á því að ferðin verður hin veglegasta.
Sérstök vildarkjör háfa fengist meðan dvalið er í Reykja-
vík—$52.80 í 14 daga að meðtöldu fæði og húsnæði.
Fulltrúi nefndar yðar, sem nú er staddur í Reykjavík, er
að semja um aukaferðir um landið fyrir heimfarendur að
lokinni hátíðinni.
Eftir kaupum á farbréfum, upplýsingum og öllu aðlútandi
ferðinni snúi menn sér til—
W. C. Casey, General Agent, Can. Pac. Steamships.
R. G. McNeillie, General Passenger Agent,
Canadian Pacific Railway, eða
J. J. Bildfell, formanns Heimfararnefndarinnar,
708 Standard Bank Bldg., Winnipeg.
Canadian Pacifíc
Sama Atlætið — Canadian Pacific — Á Sjó og Landi
verki, og var hægt að fylgjast með.
hverniig skór voru gerðir, frá þvi
er sniðiö efnið var afhent við fyrstu
vélina, til þess er skórnir fullgerðir
voru látnir í öskjur, sem markaðs-
vara. — Allskonar vefnaðarvélar
voru sýndar þarna að starfi, og unnu
Spánverjar að þessu, enda voru vél-
arnar spanskar. Mikið var um alls-
konar vélar frá Þýzkalandi, og einn-
ig voru sýndar þaðan margar fyrir7
myndir (model) af járnbrúm — hag-
leikssmiði. Nokkuð var af flugvél-
um, járnbrautar- og eimvögnum, og
miðkafli úr allstóru skipi, í fullri
stærð, var i einni sýningarhöllinni.
Kynsturinn öll voru af bifreiðum.
Enn má geta um japanskt postulín,
serbneskan útsaum, sænska bókagerð
óg bókband, austurrísk hljóðfæri,
frakkneska fatatizku o. s. frv. Ann-
ars er frá öllu svo vel genigið, að
sama framleiðsluvara frá fleiri en
einni þjóð, er ekki unt að gera upp
á milli. Munurinn verður að ko'ma
fram í reyndinni.—
Nokkuð fór ég um til að skoða
sjálfa borgina, Barcelona. Til dæm-
is hlýddi ég messu í dómkirkjunni.
Þar heyrði ég prest syngja, er hafði
hvað fegursta baritone rödd, sem ég
hefi heyrt. Kirkjan er mikil got-
nesk bygging og forn, stóð bygging
hennar frá því í lok 12. aldar fram
um »miðja 15. öld, eða um 150 ár,
og var þó eigi lokið við smíði turna
hennar, og er ekki enn.
(Framhald)
Glímuflokkur Armenn-
inga
Kominn heim frá útlöndum
með sigri og scemd
Glímuflokkur “Armanns” kom
hingað með “Brúarfossi,” seint í
fyrrakveld.
Hér höfðu verið gerðar ráðstafanir
til að fagna flokknum vel, eins og
honum sæmdi, en vegna þess hvað
skipið kom seint, fórst þetta fyrir —
því miður.
Lúðvík Guðmundsson skólastjóri,
sem var opinber fulltrúi flokksins á
allri förinni, ætlaði að halda hér fyr-
irlestur í gær um ferðalagið, en
tími vanst ekki til að auglýsa fyrir-
lesturinn, svo að hann ferst fyrir að
þessu sinni, þar sem Lúðvík verður
að halda lieim til sín í dag.
í ráði var einnig að gltmusýning
yrði hér svipuð og glímusýningunum
var hagað erlendis, en það ferst má-
ske lika fyrir, vegna þess, að suntir
glímumannanna þurfa að hverfa heim
hið bráðasta eftir svo langa burt-
veru.
Hér í blaðinu hefir verið skýrt nokk
uð frá utanför Ármenninganna, og
verður betur skýrt frá henni seinna.
Þá er og í ráði að gefinn verði út
útdráttur úr öllum blaðaummælum
um sýningarnar, og að úrklippur úr
blöðunum, sem töluðu um sýningarn-
ar verði hafðar til sýnis á einhverjum
góðum stað, þar sem almenningur get-
ur gengið að þeim.
Mbrgunblaðið hefir átt tal við
glímumennina og spurt þá frétta. I
stuttu máli sagðist þeim svo frá:
—Gera má ráð fyrir að um 18 þús.
manna hafi komið alls á sýningarnar
í Þýzkalandi, en að um 15 miljónir
manna hafi lesið greinir blaðanna og
j séð myndir af íþróttaflokknum, því
. að í hverri borg fluttu blöðin grein-
ar eða myndir, eða hvorttveggja, um
okkur, og þar sem sum þessara blaða
hafa allt að hálfri miljón kaupenda,
og að það voru á annað kundrað blöð,
sem töluðu um okkur, mun þetta ekki
of ætlað.
Auk þessa lét kvikmyndafélagið
“Ufa” taka kvikmynd af okkur og
sýna hana um vikuskeið í öllum kvik-
myndahúsum sinum um þvert og endi-
langt Þýzkaland. Er ekki gott að
gizka á hve margir hafa kynst okkur
þar. 1 Jena var einnig tekin af okk
ur kvikmynd fyrir safn, en hún var
líka sýnd opinberlega allvíða. (Báð-
ar þessar kvikmyndir munu koma hing
að áður en langt um líður). Þegar
því er rætt um hvaða kynningu þýzka
þjóðin hefir haft af íslenzku glím-
unni og Islandi fyrir för okkar, má
ekki aðeins miða við það hve margir
komu á sýningar okkar. Mikils-
metnir Þjóðverjar höfðu einnig þau
orð um, hvað eftir annað, að ekki
vissu þeir til að ísland hefði nokkru
sinni verið kynt betur í Þýzkalandi
(og út á við) en með þessari utan-
för “Ármenninga.”
Morgunblaðið fékk nokkrar blaða-
úrklippur, þar sem getið er seinustu,
sýninga flokksins í Þýzkalandi og
sýningarinnar í Leith. Fer hér á
eftir útdráttur úr þeim ummælum.
"Trierisc'he Volksfrc«nd (Trier)
segir: “Fimleikar þeirra fóru fram
með leikandi hraða viðstöðulaust í
margar mínútur og án þess að talið
yrði. Auganu var það (hrein)
nautn að fylgjas’t með þessum full-
komnu og sumpart mjög erfiðu æf-
ingum, sem hinir íturvöxnu Islend-
ingar notuðu til þjálfunar líkamæ
sínum.........
....Það er ekki unt að lýsa einstök.
um atriðum glímuleiksms, en ólgandi
(sturmische Beifall) fagnaðarlæti á-
horfendanna voru bezti vitnisburður-
inn um hin djúpu áhrif og hrifningu,
sem viðureignin vakti.”
“Dresdener Neueste Nachrichten"
segja: “.....Vér sjáum fyrir oss frá-
munalega vel þjálfaða líkami, sem
Þessi
Blái
Bekkur
DOMINION
Búinn til í Kanada
Notaður um viða veröld
trygging yðar, þegar þér
ð rubber skófatnað .
Hvernig farið þér að þekkja góða
rubber skó úr, frá þeim sem lakari
eru? Jafnvel sérfræðingar geta það
stundum ekki, nema með því að taka
skóinn í sundur.
Til þess að þér fáið þekkt þá strax
úr og þér sjáið þá, höfum vér merkt
allan hinn betri skófatnað vorn með
bláum rubber bekk sem á er Ietrað
nafnið “Dominion.’’
Þetta er merki þess að skórinn er
búinn til úr úrvals efni—ber auka-
þykkt á öllum þeim stöðum þar sem
skór slitna helzt—að hann þolir
meira slit og er þægilegur fyrir fót-
inn:
Leitiö að bláa bekknum, þegar þér
kaupið rubber skófatnað. Hann
tryggir yður beztu kaupin fyrir pen-
ingana.
Vörur
Dominion Rubber Co., Ltd.
Hitað hafa heimili í Winnipeg
síðan “82”
D. D.Wood& Sons, Ltd.
VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL, E. WOOD
President Treasurer Secretary
(Plltarnir aem öllum reyna aö þAknant)
KOLogKÖK
«
Talsími: 87 308 Þrjár símalínur
CANADIAN NATIONAL RAILWAYS
JARNBRAUTA OG SKIPA FAR-
BREF TIL ALLRA STAÐA í HEIMI
Sérstakar Ferðir Til Ættjarðarinnar
Ef þú ert aö ráðgjöra aö fara»heim í vetur þá findu farseðlasala Canadian National Rail-
ways. Þaö borgar sig fyrir þig. Canadian National umboösmenn eru reiðubúnir að að-
stoöa þig í öllu þar að lútandi. Það verða margar aukaferðir heim til ættlandsins á þessu
hausti og vetri og
Canadian National Railways selur farbréf á öll Atlanzhafs línuskipin og gengur frá öllum
samningum þar að lútandi.
Odýr Farlbréf yfir IDesetmilser til Allra Mafns4a@a
Attu Ættingja Heima á Gamla Landinu
sem Yilja Komast til Canada?
FERÐIST ÁVALT MEÐ
CANADIAN
NATIONAL
RAILWAYS
SJE SVO, og þú ætlar að hjálpa þeim til að kornast ’hingað
til lands há líttu inn hjá oss Vér önnumst allar slíkar ráð-
stafanir.
ALLOWAY & CHAMPION
JÁRNBRAUTA UMBOÐSMENN
UMBOÐSMENN ALLRA LlNUSKlPA FJELAGA.
667 Main Street, Winnipeg Sími 26 361
Forþegum mætt við lending á útleið og hcimleið