Heimskringla - 16.07.1930, Side 5

Heimskringla - 16.07.1930, Side 5
WINNIPEG 16. JÚLÍ, 1930. 5. BLAÐSBÐA HEIMSKRINCLA ■ ....... ■ ". ■ ________________________ sem á var minnst? Liberalar mega hlæja að þessu nú, en sá hlær bezt sem síðast hlær. IX. Hvað verður af fólkinu, sem ár- lega flytur til Canada? Það hefir verið talsverður innflutningur seinni árin, en samt fjölgar þjóðinni ekki nærri því að sama skapi. Við manntalið 1921, var fólks- fjöldi Canada 8,788,000. Síðan 1921 og til ársins 1930, hafa 2,172,622 börn fæðst. Dáið hafa á sama tíma 938,866 manns. Hafa þvi fæðst 1,233,756 fleiri en dáið. Innflutningur fólks til Canada frá 1921 nemur 1,130,659. Alls ætti því íbúatala Canada að vera nú 11,152,455. En nú er hún það ekki. Samkv. stjórnarskýrslunum frá Ottawa er fólksfjöldinn nú 9,796,800. Munurinn verður 1,355,655. Hvað hefir orðið af öllu þessu fólki? Það hefir flutt út úr land- inu. Það hafa með öðrum orðum fleiri flúið úr landi en öllum fólks- innflutningnum nemur, að meðtöld- um einnig þeim, er frá Bandaríkjun- um hafa aftur flutt til Canada. Hvað kostaði landið þessi inn- flutningur, sem þannig streymdi jafnharðan út úr landinu? $26,584,- 682. Tuttugu og sex og hálfri miljón doilara varið til þess, að ná fólki inn f Ian'dið, sem jafnóðum fer til Banda- rfkjanna! Hvernig á að lækna þetta þjóðar- mein? Eins og önnur mein þjóðar- innar, sem á hefir verið minnst hér að framan, með því að skifta um stjórn. Það skal að endingu tekið fram að heimildirnar fyrir þvi, sem í ofan skráðri grein stendur, eru allar tekn ar úr þingtiðindunum eða skýrslum sambandsstjórnarinnar sjálfrar. Ef f þvi virðist vera felldur óréttlátur dómur um Kingstjórnina, er það henni sjálfri að kenna. Hún dæmir sig þá sjálf. Or bréfi frá gömlum vini blaðsins Kæri kunningi! ---------Rétt áðan var eg að lesx Lögberg, sem einn vihur minn hér lánaði mér af viðkvæmni og hjarta- gæzku. Það hlýt eg að segja, að ritstjórnargrein þessa blaðs, er um stjórnmál fjallar, bar mig nærri þvi ofurliði! Eg minnist ekki að hafa séð annan eins þvætting i nokkru blaði fyr eða síðar. Fjálgleiki — trúarlegur ofsi, þar sem Kingstjórn- in er æðsti drottinn; en ekki ein ein- asta setning af viti í allri greininni. Eg bjóst varla við að Lögberg mundi játa það, að Kingstjórnin sé að riða Canada beint til heljar; en eitthvað veigameira hefði þó líklega mátt segja. Höggtönn á ritstjórinn þó, sárgrætilega fslenzka höggtönn, sem lendir í skrokknum á “Stebba”. Per- sónulegar skammir eina úrræðið, því sjaldan bregður mær vana sínum. Hvað sem segja má um grein “Stebba”, sé hann höfundurinn, þá ber hún höfuð og herðar yfir allt, er birzt hefir frá penna núverandi rit- stjóra Lögbergs, þegar um stjórn- mál var að ræða. Þessi grein er snillilega rituð og í pólitískum skiln- ingi yfirgripsmikil lýsing á gerðum Kingstjórnarinnar. Ef til vill hefði mátt meira segja um mótstöðuflokk- inn og stefnu hans í sambandi við komandi kosningar. Hver vill, nú halda því fram, að Kingstjórnin sé bændastjórn? (!). Við föru'm þá að átta okkur á því, að af þvi að hún er svo bændaholl, kjósi hún margfalt heldur að þeir verði stóriðnaði Bandaríkjanna eða stóriðnaði Bretlands að bráð, en stór- iðnaði síns eigin lands. Af bænda- hollustu er hún líklega að braska með “British Preference” farganið — þrátt fyrir það að kornverzlunarfélög Eng- lands mynduðu öflug samtök síðasta ár til þess að fylla kornhlöður sínar með Argentínuhveiti, og vafalaust með því augnamiði að ganga á milli bols og höfuðs á samvinnuhreyfingu canadiskra bænda. Og vissulega var það verzlunarhnykkur fyrir korn- verzlun Englendinga. Bandaríkin útiloka canadiska hveitið, hví verð- skuldá þau óhindraða verzlun i Can- ada á framleiðslu stóriðnaðarins9 — Og fari nú svo, sem líklega reyn- ist að lokum, að hveitibændur Can- ada eigi engan markað utan vébanda síns eigin lands, hverjir eiga þá að kaupa hveitið, ef stærstu verkveit- endum eða stólpum stóriðnaðarins hefir verið hnekkt þannig, að almennt atvinnuleysi og fjárskortur rikir í landinu? Varla mun Kingstjórnin þess megnug að fara að dæmi nú- verandi Bandaríkjastjórnar i þvi efni. Þegar öll eða flest lönd hins sið- aða heims eru að hækka toll á inn- fluttum vörum, hví skyldu ekki con- servatívar í Canada eiga rétt á sér og samkyns tilraunum að frelsa þjóð ina úr verstu ógöngum? Stefna sú, miðuð við auðvaldsskipulagið, sem heilbrigð. Grunur minn er sá, að eigi conservativar nú þá leiðtoga, er að kveður, þá komist þeir til valda við næstu kosningar. Stjórnmál Eftir Torfa úr Döhim. Mr. Dunning og frjáls verzlun Aldrei í sögu Canada hefir nokkur stjórnmálamaður, sem finnur til hinn- ar miklu ábyrgðar i embættisfærslu sinni, talað eins léttúðlega, og um leið með meiri lævísi en Mr. Dunning gerði á síðasta þingi, er hann lagði fram sitt fjármálafrumvarp. ÍCng- inn fjrmálaráðherra, er með fé þjóð- arinnar hefir farið upp að þessum tíma, hefir brúkað og viðhaft, af á- settu ráði og víssvitandi, aðrar eins blekkingar sem hann í fjármálaræðu sinni. Enda er hann nú annálaður og lofaður meira af flokk sínum en nokkur annar, og jafnvel meira en King, sjálfur forsætisrðherrann. Fyrir hvað? Fyrir það, að hafa búið út og lagt fram á þingi fjár- lagafrumvarp, sem gerir flokksbræðr- um hans ekki einungis mögulegt, heldur einnig þægilegt, að tala með tveimur tungum, og sýna hátolla í Austur-Canada, en engan toll — frjálsa verzlun — í vesturfylkjunum. Þeir hafa hækkað tolla á 70 vöru- tegundum og lækkað á 105, sem að- allega koma frá Bandaríkjunum. — Þegar þeir eru að tala við fólkið í Austur-Canada, þá sýna þeir þenna lista með 70 hlutum, sem hækkað var á, og sumt um 100%, svo sem á stáli, sem áður var $3.00 tollur á, en er nú hækkaður upp í $6.00. Þetta er eitt lítið sýnishorn af þeirra frjáls- lyndi og einlægni við “frjálsa verzl- un”, sem þeir hafa alltaf verið að prédika. Á gömlu tolllögunum eru 387 hlutir látnir standa óbreyttir, 105 lækkaðir og 70 hækkaðir. Er nú ekki verið að gera einmitt það sama, sem conservatívar hafa alltaf haldið fram frá upphafi og fram á þenna dag, nefnilega að breyta tolllögum landsins árlega, ef nauðsyn krefur, eins og hagkvæmast er und- ir öllum kringumstæðum. Þeirri stefnu hefir verið haldið á lofti frá því fyrst að Sir John A. Macdonald kom fram með hana 1878, og hefir síðan verið kölluð þjóðmegunar- stefna (The Natinoal Policy) con- servatíva flokksins. Það er ein af þeim óendanlegu ósannindum liber- ala, að segja að þessi þjóðmegunar- stefna sé og meini nauðsynlega háa tolla. Hún er, hefir verið og verður æfinlega, sú aðferð með fé og fjár- lög þjóðarinnar, sem hagkvæmust er^ á öllum árstímum, fyrir alla; allar stéttir landsins hvenær sem er. En þegar þeir frjálslyndu eru að útskýra þessa alþjóðar hagfræði, þá er alltaf sagt að það sé hátollastefna, og ekkert annað. Vitanlega gera þeir þettít í þeim eina tilgangi, að villa mönnum sýn. Þeir vita, að ef satt og rétt er útskýrt, þá eru þeir sem flokkur ekki til lengur í cana- disku þjóðlífi. Fjöldamargir flokkar hafa mynd- ast nú á síðari árum; svo sem eins og bændaflokkurinn um árið, með Mr. Crerar sem foringja sinn. En sú forusta stóð ekki lengi. Því þegar hann sá að bændurnir, og þeir sem þeim fylgdu að málum, mjmdu ekki koma sér í valdastólinn,, sveik hann þá óðara og skreið inn í liberal flokk inn, þar sem hann áður var, og er nú orðinn hjá King að járnbrautaráð- herra, fyrir tiltækið. Það borgaði sig, fyrir svona sviksemi við bænda- flokkinn og þessa vanalegu trú- mennsku við allt, sem King segir að sé liberalt frjálslyndi, að snúa snæld- unni sinni eins og Mr. Crerar. Hann fékk svik sín launuð, ekki síður en Júdas forðum. En sá er munurinn, að Júdas iðraðist, en ennþá er þess ekki getið um Crerar. Með þessari gerbreytingu og um- snúningi, sem Mr. Dunning kemur nú fram með, segist hann ekki hafa tekið upp stefnu conservatíva, né eiginlega breytt um stefnu liberala, heldur verði þetta til þess að taka verzlunina frá Bandaríkjunum og gefa hana Englendingum í hendur, undir gamalli og góðri stefnu, sem allir þekkja og kannast við sem brezk hlunninda viðskifti. I fljótu bragði og að órannsökuðu máli virt- ist vera talsvert til í þessu, sem Mr. Dunning sagði. En hér þurfti ekki djúpt að grafa né langt að leita, til þess að finna sömu gömlu ósannind- in, falsið og fláttskápinn, sem ein- kennt hefir þá frjálslyndu frá fyrstu tíð. Hér er kominn nýr maður, Mr. Dunning, með alveg nýtt fals, og svo meistaralega útbúið qg á svo lævís- legan hátt lagfært af honum sjálf- um, að liberalar fundu til þess allir, hversu frábær. lausnari þeim hafði gefist til þess að draga enn einu sinni ull yfir augu kjósenda í þessum kosn- ingum. Aldrei hafði slíkt áður sést í þeirra frægðarsögu. Allir, sem þekkja þeirra sögu, eins og vér dalabúar og bændur úti á sléttum, í skógum og úti á meðal vatna hér í Vestur-Canada, geta vel skilið og fundið til hins mikla.fagn- aðar, sem nú varð í herbúðum hinna frjálslyndu, á þessum þeirra hörm- ungatímum. Aldrei hefir annar eins ágætis Mörður fundist fyr meðal þeirra út- völdu ráðherra konungsins King, eins og Mr. Dunning, sem þeir fundu sér til liðveizlu vestur í Saskatchewan- fylki. Með hann í broddi fylkingar og á hans fjárlagafrumvarpi, ætla þeir enn einu sinni að blinda augu almennings í þessum kosningum, og komast til valda. En vér sjáum hvað setur. Þessi nýi boðskapur þeirra er að- allega innifalinn í því að breyta toll- skránni, hækka hana í einu, lækka i öðru tilfelli og afnema tollinn með öllu sumstaðar. Þetta er þeirra að- dáanlega frjálsa verzlnln. En afnám tollsins er aðallega inni- falið í þvi, að þeir fjölga nöfnum á vörum, sem áður komu inn tollfríar undir einu nafni eða lið í tollskránni. eins og t. d. þetta. No. 448 á gömlu tollskránni er “akuryrkjuverkfæri” — frí. Nú breytt í sjö liði þannig: Herfi o. þ. h., frí. Sláttuvélar o. þ. h., frí Vökvunar- og rykhreinsunarvélar, fríar. Heyliftirar og troðarar, fríir. Crrtíningavélar o. þ. h., fríar Kornhreinsunarvélar o. þ.h., friar. Rafmagnsvélar o. þ. h., fríar. Þetta er aðferð Mr. Dunning til að sýna, hvernig honum tekst að marg- falda nöfnin á tolllistanum, án þess þó að breyta á virkilegan hátt nokkr- um hlut. A þenna hátt er haldið á- fram með frí-Iistann í mörgum til- fellum, og þannig er þeirra frjálsa verzlun. Er ekki þetta fín hagfræði? Sama er með vörurnar, sem sett- ar eru á ívilnunarlistann við brezka veldið. Þar eru mestmegnis þær vör- ur taldar upp í löngum listum og mörgum tölum, sem ekki flytjast til Canada nema að mjög litlu leyti. Hér er svolítið sýnishorn af því, sem er nú á þessari nýju löggjöf, og Mr. Dunning er mjög hreykinn yfir. En árið sem leið, 1929, var ekkert flutt inn, og þar af leiðandi ekkert selt eða keypt af þeim: Gripir, engir. Svín, engin. Hross, engin. Sauðfé, ekkert. Kjöt (í tunnum), ekkert. Tólgur, enginn. Hveitimjöl, ekkert. Maismjöl, ekkert. Rúgmjöl, ekkert. Rúgur, enginn. Hrísgrjónahrat, ekkert. Hey, ekkert. Þannig má telja upp í hið óendan- lega vörutegundirnar, sem ívilnun er gefin, en sem mjög sjaldan er sent hingað og vitanlega engar inntektir, er komi landslýð af slíkri verzlun. Svona er þetta meistaralega fjár- lagafrumvarp, samið frá upphafi til enda með þeim eina tilgangi að villa mönnum sýn og blekkja óupplýsta alþýðu. Arið 1911 gerði Laurierstjórnin viðskiftasamning við Bandaríkin, er margir núlifandi menn og konur muna vel eftir. Var sá samningur gerður í sama tilgangi eins og þessi löggjöf, að fá kjósendur til að setja þáverandi stjórn á ný til valda. En hvað skeði? Þjóðin neitaði þá, og sópaði stjórninni svo gersamlega á burt, að sjaldan hefir ver farið fyrir þeim frjálslyndu, með alla sína frjálsu verzlun, fals og ginningar. Ekki er ólíklegt, að þjóðin svari nú á sama hátt og þá. Það er eftirtektarvert með King og hans flokk, að þeir leggja mesta áherzlu á að gera allskonar samn- inga við aðrar þjóðir. En þegar þess- ir samningar eru nákvæmlega yfir- vegaðir, og rannsakaðir til grunna, þá eru samningarnir í flestum til- fellum útsala. Hagsmunir þjóðarinnar, afurðir bændanna, atvinna verkamannsins, og iðnaður landsins, er gefið og selt út í hendur ýmsum þjóðum og út- lendum auðfélögum. Þetta síðasta fjárlagafrumvarp Mr Dunnings, er síðasti samningurinn eða lagafrumpvarpið frjálslynda flokksins, og eitt hið allra versta, er enn hefir komið fram fyrir almenn- ingssjónir. Stjórnin ætlast til að kjósendur taki trúanlegt allt þeirra bull og þvaður um þessa útsölulög- gjöf þeirra. En þjóðin hefir verið svo heppin að eiga íhaldsmenn á þingum sinum, sem vernda og varðveita hana frá yfirvofandi hættum og hörm ungum. Svo er ástatt enn i dag Conservatíva flokkurinn, með Mr. R. B. Bennett sem, foringja, sér nú og skilur vel, hvað verða muni, ef liber- al flokkurinn kemst í gegnum þess- ar kosningar, á þessu stórhættulega fjárglæfrafrumvarpi M'r. Dunnings. Það berast nú daglega fréttir frá öll- um stöðum landsins, frá austri, vestri suðri og norðri, um hrakfarir Kings og Dunnings. Forsætisráðherrann er hrópaður niður, og hávaði og ó- kyrrð fundarmanna svo mikil, að lög- reglu þarf til að halda áheyrendum rólegum. Stjórnin sér nú hvert stefnir, og er því komin á flótta. Undanhald er alstaðar sjáanlegt, og þann 28. þ. m. fá þessir piltar upp- kveðinn yfir sér þann stóradóm, sem þeir svo margfaldlega verðskulda. James Herbert Stitt Þingmannsefni conservatíva I Selkirk kjördæmi. Kjósendum dylst það ekki, að veg- semd þeirri, sem því fylgir, að vera fulltrúi þeirra á sambandsþinginu, er og nokkúr vandi samfara. A sama tíma og þar verður að líta á hæfi- leika mannsins, koma og til greina manhkostir hans og það álit, sem hann hefir notið meðal samborgara sinna, siðan hann komst til vits og ára. James Herbert Stitt, þingmanns- efni cmservatíva í Seikirk kjördæmi, hefir jafnan þótt tilþrifamaður að gáfum og hæfileikum, síðan hann sat á skólabekkjum í Queen’s University í Kingston. Sem sönnun þess, að hann var þá þegar farinn að vekja eftir- tekt á sér, nægir að benda á vitnis- burð þann, sem honum er gefinn i árbók skólans 1914, þegar hann út- skrifast. Þar segir: “Stitt hefir verið skólamaður i sannasta skilningi þess orðs, dugleg- ur námsmaður, íþróttamaður, ágæt- ur kappræðumaður, félagsmaður framúrskarandi, rithöfundur og starfs maður í hvívetna.” Virtist nú framtiðin blasa við hin- um unga manni. En þá skall á stríð- ið, 1914, og gekk hann þá þegar í herinn og dvaldi um hríð við góðan orðstír yfir á Frakklandi, unz hann særðist allhættulega og var fluttur á enskt sjúkrahús, og hefir hann aldrei náð sér til fulls eftir það áfall. Þegar hann tók að hressast flutti hann aftur hingað til Canada, og vann um þriggja ára skeið við hag- stofur stjómarinnar i Ottawa. Árið 1920 flutti Mr. Stitt ræðu á þingi afturkominna hermanna í Mon- treal, sem vakti svo mikla athygli sökum brennandi mælsku, að lögmað- ur, sem þar var viðstaddur, hvatti hann til þess að lesa lögfræði og gefa sig við máláflutningsstörfum. Fór hann að ráðum lögmannsins og hóf nám hér við Manitoba lögfræðiskól- ann og lauk þar námi sínu með af- bragðs vitnisburði á skömmum tíma, þrátt fyrir heilsubrest er stafar af herþjónustu hans. Hefir hann síðan notið álits sem hinn ágætasti lögmaður, og jafn- framt þótt mjög vandur að virðingu sinni, og eigi viljað verja eða sækja önnur mál en þau, er hann taldi rétt- mæt og sómasamleg. Stitt er einn af þeim fágætu mönn- um, sem eigi skoðar starfa sinn að- eins sem fjárgróða- eða bjargræðis- veg, heldur finnur þungt til þeirrar ábyrgðar og skyldu, sem hann ber, eigi aðeins gagnvart skjólstæðingum sínum og dómstólunum, heldur og einnig gagnvart almenningi í heild sinni og fullnægingu réttlætisins í þjóðfélaginu. Það er vafalaust vegna þessara fágætu mannkosta, er hann var árið 1927 skipaður verj- andi í ábyrgðarmiklu sakamanna- máli af yfirdómara hæstaréttar 1 fylkinu. Vér höfum orðið þess varir að einstaka menn leggja honum þessa málsvörn til lasts, af því að sá maður, sem um var að ræða, var fá- heyrður glæpamaður, en á það ber Um.. þrjár.. ljóniandi landslags- leiðir að fara yfir fjöllin. STAÐIÐ VIÐ A ÖLLUM FRÆ(i UM SUMARBCrSTöÐUM Engar dýrar aukaferðir nauð- synlegar. Hótel meðfram braut- unum og rnjög fagurt útsýni. að líta, að ríkið ber ábyrgð á þvi, að taka ekki neinn mann af lífi án ítar- legra sannana fyrir sekt hans, og velur því stjórnin aldrei nema úr- vals lögmenn til þessa varnarstarfs, svo að full vissa sé fyrir því, að eng- inn sé að ósekju svo alvarlega dæmd- ur. Svo þetta bendir aðeins á álit það og traust, sem dómararnir báru til hr. Stitt, en ekki annað. En störf hr. Stitt hafa engan veg- inn verið einskorðuð við lögmanns- starf hans. Hann hefir auk þeirra tekið þátt I ýmsum mannúðarmálum og jafnan verið reiðubúinn að verja rétt lítilmagnans. Er hann maður mjög sjálfstæður í skoðunum, 'og segir hispurslaust skoðanir siöar, hver sem i hlut á, og setur fram huga anir sínar Ijóst og skipulega. Enda er hann eigi aðeins ágætur ræðumað- ur, heldur hefir hann einnig gefið sig dálítið að bókmenntum og er t, d. gott ljóðskáld. Má óhætt segja, að Selkirk kjör- dæmi mundi eignast skörulegan og einarðan fulltrúa þar sem hann er, og það sem mestu máli skiftir, drengskaparmann. FARBRJEF GETA VERIÐ UM VöTNIN MIKLU Með $10.00 aukaborgun fyrir máltíðir og rúm. ÞRJAR LESTIR DAGLEGA The De Luxe Trans-Canada Limited The Imperial The Dominion Heimsækið hið dular- fulla norðurland á hinu þægilsga PrinceSs skipi CjQA Frá Vancouver og til ð/U baka. 1 VESTURSTRÖND VANCOUV- ER-EVJAR Ferð sögulega eftir- tektarverð og mjög skemtileg. Frá Victorí i og til baka $39 LÁG FARGJÖLD tiJ Komin aftur 31. okt., 1930 BANDARIKJANNA 22. maí til 23. sept. Látið Pacific Agent gefa upplýsingar. Canadian Pacific SteamBhip Ticketn to and from European Countries. HRESSANDl GOLA frá RAFMAGNS “FAN” Veita þægindi á svækuheitum dögum Ef þú hefir rafmagns “fan’’ geturðm fengið þægilegt kul með því að snúa tippi! Þeim má koma fyrir hvar sem — í hvaða herbergi hússins sem vera skal — eða á skrifstofunni, — og kælandi gola leikur um þig, hvort sem þú situr og lest —«ða etur — eða sefur. Hjá Eaton’s eru fjölbreyttar og ágætar birgðir til að velja úr. Ltlir “fans’" til heimanotkunar — en aftur stærri til þess að hafa á skrifstof- um og í sölubúðum — Gerðirnar eru mismunandi. Þeir eru mjög ódýrir í notkun, en þægindin eru ómetanleg. 8-inqhNon-OsoilIatíng Fans $6,95 ÍÖ-inch Non-oscillating Fans JlQjQg 10-inch Oscillating Fans $13,95 12-inch Oscillating Fans $27,50 16-inch Oscillating Fans $32,50 Electrical Section, Seventh Floor, Donald. <*T. EATON C9 LIMITED LÁG FARGJÖLD Að fáum vikum liðnum geturðu not- ið ánægjunnar af að dvelja á hinum undurskemtilegu stöðum í Kletta fjöllunum, á Kyrrahafströndinni, Al- aska, á vesturströnd Vancouver Is- land, Austur-Canada eða jafnvel fyr- ir handan haf. Á ÞEIM FERÐUM ER MARGT AÐ SJÁ CANADIAN PACIFIC KVRRAHAFS STRÖNDIN AUSTUR CANADA

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.