Heimskringla - 08.10.1930, Síða 6
*
•. BLAÐtíIÐA
Haraldur Guðinason
Söguleg Skáldsaga
----eftir----
SIR EDWARD BULWER LYTTON
,,—------------------------------------——*
Biskupinn, er þrátt fyrir guöræknisblæ
hirðarinnar, og agasemi sína, var sij;ursæll í
fleiru en fólkorustum undir merki herguðsins,
<þótt leynt færi og lítið bæri á) sat aleinn í
tjaldi sínu við að semja bréf til einnar fríðrar
frúar í Rúðuborg, er hann hafði orðið að skilj-
ast við, sér þvert um geð, til þess að fylgjast
með bróður sínum. Þá er hann sá Vilhjálm,
^r í þeim efnum var langtum siðavandari og
■einlægari, sópaði hann bréfinu ofan í helgi-
skrin, er hann jafnan hafði með sér á ferðum
sínum, stóð á fætur og sagði hirðuleysislega:
“Ritgerð um sanngildi litla fingurs hins
heilaga Tómasar! En hvað er í efni? Þér er
brugðið!’’
“Odó! Odó! Maður þessi leikur á mig —
hann gabbar mig; eg kemst engan veg að hon-
vim! Eg hefi eytt — Drottinn má vita, hve
miklu eg hefi eytt," sagði hertoginn og leið
sparsemdarstuna frá brjósti hans, “í veizlur,
viðhöfn og skrúðfarir, að ótaldri hinn fögru
höll minni Yonne, og lausnargjaíldinu, er hinn
gráðugi Ponthevin píndi út úr mér. Allt er
farið — öllu sóað —"allt bráðnað sem snjór
fyrir sólu! Og Saxinn er hann sami, eins og
hann hefði aldrei augum litið normannska
rausn né leystur verið úr háska með nor-
tnönnsku fé. En við guðs dýrð; heimskur
væri eg ef eg gæfi honum heimfararleyfi. Eg
vildi að þú hefðir séð galdramann þenna kljúfa
áðan hjálm minn og brynju, sem hráviði hefði
verið. Odþ! Odó! eg er í vanda staddur, og
beilagur Michael hefir brugðist mér!”
Meðan Vilhjálmur barmáði sér þannig,
horfði biskupinn spyrjandi á de Graville, er
nú var kominn inn í tjaldið, og sagði þá ridd-
' arinn allt af létta, hvernig farið hefði.
“Eg sé eigi örvænt um neitt," sagði Odó:
*'þegar maður þessi er þér á hönd genginn, þvf
máttugri sem lénsmaðurinn er, því voldugri
verður hans lánardrottinn.”
# “En hann er mér eigi á hönd genginn;
eg hefi þegar farið svo langt, sem fært er við
hann að eiga. Matthildur hefir því n'Ser opin-
berlega boðið honum fegurstu dóttur mína að
kvonfangi. Ekkert yex honum í augum; ekk-
ert freistar hans. Hyggur þú að eg óttist
styrkleik arma hans? Nei, en það stolta hjarta
er stýrir þeim örmum, er mér þyrnír í augum,
og dramb það er felst í orðum hans: ‘Þannig
mun enskur máttur og megin varðveita Eng-
land fjTÍr Normönnum — þannig mun exi og
skjöldur bjóða byrgin brynju þinni og skeyt-
tim.’ En vari hann sig!” rumdi greifinn í
bræði, “annars------"
“Leyfist mér að mæla,” greip de Graville
fram í, “og leggja til málanna?”
“Mæl þú, í drottins nafni!" hrópaði her-
•toginn.
“ Þá mundi eg auðmjúklegast segja, að
«1 þess að temja ljónið, þarf að tjóðra það en
^kki ala. Hugprútt er ljónið, er það sér óvin
sinn, en tjóðrað ljón tapar náttúru sinni. Þú
sagðir áðan, herra, að Haraldur skylói eigi
heim aftur snúa —”
“Það skal aldrei verða, nema hann sverji
mér trúnaðareiða!” hrópaði hertoginn.
“Og ef þú, herra býður honum þá kosti,
byggur þú, að hann muni þeim taka? Mun
hann eigi hafna því boði þínu, herra, og það
með fyrirlitningu?"
“Fyrirlitningu! Dirfist þú að nefna það
<orð við mig?” hrópaði hertoginn. “Fyrirlitn-
ingu! Hefi eg ekki böðul með jafnbitra exi
og þá er Haraldur hefir? Og eigi hlífir hálsi
hans normönnsk brynja."
“ Fyrirgefið mér, herra,” sagði Mallet á-
kafur, “en því mælti eg svo djarflega, að eg
vildi forða lánardrottni mínum frá flani þvj,
«er hann myndi lehgi iðrast. Aðvara jarl hrein-
skilnislega — fangelsi eða hollustu þér til
handa á hann nú að velja! — lát hann það
skilja; lát hann sjá að dyflizur þínar eru dimm-
ar, enginn vegur yfir virkismúra þína. Hóta
þú honum eigi dauða — hann vex eigi í aug-
iim hraustum drengjum! — hóta þú honum
*sigi sjálfur, en láttu aðra koma í hann ugg tum
Sfrelsi hans. Eg þekki vel Saxa þessa; eg þekki
Vel Harald; frelsið er þeim fyrir öllu, þeir eru
«em geitur, ef þeim.er ógnað með fangelsi
fjögra veggja.”
“Eg skil þig, vitri sonur!" hrópaði Odó.
‘"Að vísu!” sagði hertoginn seint; “og þó
var það einmitt til þess að koma í veg fyrir
slíkan grun, að eg flýtti mér, eftir fyrstu fundi
þeirra, að stía honum frá Haka og Úlfröði, þrí
þeir hljóta að hafa numið margt af normanskri
mælgi, er illt væri að Saxanum bærist til
<eyrna.”
“Úlfröður er því nær Normanni orðinn,"
sagði biskup brosandi. “Úlfröður er ástum
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 8. OKTOBER 1930
RobiniHood
Rdpia Oats
Canadískur morgunmatur
æsoceeeceeeeceeeeeeeceeceeoeeeccoecceeceeecceoeceeee«
bundinn við eina fagra mey normannska, og
víst hygg eg að hann kjósi heldur að una við
ástir hennar en heim aftur að hverfa. En Haki
er, eins og þú veizt, þungbúinn, var um sig og
tortrygginn.”
“Þeim mun heppilegri stallbróðir er hann
Haraldi nú,V sagði de Graville.
“Það er mér áskapað, að lenda sífellt í
undirhyggjumálum og vélabrögðum,” sagði
hertoginn og stundi við, eins og hann væri
allra manna falslausastur; “en þrátt fyrir það
er mér hinn hrausti jarl hugumkær, og vil eg
öllu honum í hag snúa — það er að segja öllu
því, er ekki ríður í bág við rétt minn og.kröf-
ur til ríkiserfða eftir Játvarð frænda minn.”
“Auðvitað," sagði biskup.
IV. Kapítuli.
Snörur þær, er nú voru egndar fyrir Har-
ald, voru samkvæmt þessari ráðagerð lagðar
Herbúðirnar voru litlu síðar upp teknarf og
herinn allur hélt til Boyeux. Án þess að breyta
til muna viðmóti sínu daglega, fór Vilhjálmur
jafnan undan í flæmingi (eða svaraði alls
ekki) í hvert sinn er Haraldur lýsti yfir því, að
menn heimtuðu hann til Englands, og að hann
mætti eigi lengur á frest skjóta burtför sinni.
Lét hertogi sem hann væri í því annríki við
stjórnarstörf,' að hann mætti eigi með jarli
vera; forðaðist einmæli við hann, og lét Mallet
de Graville og enn opinskárri viðræður bisk-
Haraldi. Jókst nú óðum grunur jarls, og stuðl-
uðu að því ýmsar vinsamlegar bendingar frá
de Graville og en nopinskárri viðræður bisk-
lups ;en við og við kryddaði Mallet hjalið með
smásögum um hefnigirni, ofsa og grimmd Vil-
hjálms, og var þar því miður af sönnum dæm-
um að taka. Odó, er var opinskárri að mun,
virtist ekki draga í efa, að Haraldur myndi
langa viðdvöl eiga þar í landi.
“Þér mun gefast tími til,” sagði hann dag
einn, er þeir riðu sér til skemtunar, “að kenna
mér tungu feðra vorra. Danska er enn töluð
til muna í Boyeux, sem er eigi staðurinn í
Neustríu, er enn heldur við forna tungu og
siði. Væri mér það mikill styrkur í embætti
mínu, ef eg mætti njóta tilsagnar þinnar. Gæti
eg þá eftir eitt ár eða svo, gert mér von um
að hafa numið svo mikið, að eg geti viðstöðu-
laust talað við þá af söfnuði mínum, er ókunn-
astir eru franskri tungu.”
“Víst munt þú í gamni mæla, herra bisk-
up," sagði Haraldur atfarlega; “veizt þú vel,
að innan viku verð eg í síðasta jági að hverfa
heim aftur til Englands með frændur mína.”
Biskup hló.
“Það ræð eg þér, kæri greifi og sonur
sæll, að tala varlega um þá hluti við Vilhjálm.
Skil eg, að þú munir þegar hafa ýft hann með
ógætilegu tali um þetta, en svo vel ættir þú
nú að þekkja hertogann, að þú hlýtur að vita,
að ef hann hefir verið reittur til reiði, þá er
hann stuttur í svörum, en armleggjalangur í
tilþrifum."
“Hinn mesta órétt gerir þú Vilhjálmi her-
toga!” hrópaði Haraldur af gremju, “er þú
gerir ráð fyrir því, þó í gamni sé, er þið Nór-
mannar eruð frægir fyrir, að hann mundi nauð
ung sýna ugglausum gesti.”
“Nei, ekki ugglausum gesti, — heldur
leystum fanga. Vissulega mun það álit bróð-
ur míns, að hann hafi af Guy greifa keypt kröf-
ur, hans á hendur hans ágæta fanga. Lát þó
eigi hugfallast! Hirðvist með Normönnum er
frábrugðin fangavist í Ponthevin, og hlekkir
þínir eru rósaviðjar að minnsta kosti.”
Bræði og ögrunarsvar var komið fram á
varir Haraldar, er hann áttaði sig á merki, er
de Graville gaf honum, með því að leggja fing-
urinn á varir sér og setja upp hinn mesta við-
vörunarsvip. Og litlu síðar, er þeir stönzuðu
til þess að brynna hestum sínum, reið de Gra-
ville að Haraldi og sagði við hann í hljóði, ög
á saxneska tungu:
“Varastu að tala ógætilega við Odó. Það
sem við hann er sagt, er sem við Vilhjálm mælt,
og á stundum hefst hertoginn handa í augna-
bliks bráðræði, svo að — en eigi ætti eg að
gera honum rangt til, n^ gera þig grunsaman
að óþörfu."
“De Graville riddari,” mælti Haraldur,
“þetta er eigi í fyrsta sinni sem prelátinn frá
Boyeux hefir gefið mér ofbeldi í skyn, né þú
(vafalaust í góðu skyni) varað mig við svik-
samlegum og fjandsamlegum fyrirætlunum.
Nú spyr eg þig, sem góðan dreng, að segja
mér, að við lagðri riddaralegri sæmd þinni,
hvort þú veizt nokkuð, er þér virðist til þess
benda, að Vilhjálmur hertogi ætli sér undir ein-
hverju yfirskyni, að halda mér hér í fangelsi?"
Þótt Mallet de Graville ætti hér þátt í
ósæmilegum leik, þá hafði hann til þess skyn-
samlegri ástæður en eintóma hlýðni við yfir-
boðara sína, því svo vel þekkti hann bráðræði
Vilhj^Ums, og takmarkalausa metorðagirnd
hans, að hann var alls eigi óhultur um Harald.
Og eins og lesarinn hefir ef til vill þegar skil-
ið, þá hafði riddarinn ákveðið að vara Harald
við mögulegri hættu með því að gefa honum
í skyn, í hverju hún gæti legið. Hann svaraði
því í fullri einlægni áskorun Haraldar:
“Haraldur jarl, eg legg
þar við sæmd mína sem bróð
ir þinn í riddarastétt, að eg
svara spurningu þinni í ein •
lægni. Eg hefi ástæðu til
þess að leggja trúnað á það,
að Vilhjálmur muni eigi gefa
þér fa(rarleyfi, nema gegn
vissum skilpiálum, er hann
vafalaust mun sjálfur skýra
þér frá áður en langt um líð-
ur.”
“Og ef eg krefst fararleyf-
is án þess að ganga að þeim
skilmálum?”
“Sérhver kastali á vegi
yorum á jafn djúpar dyflizur
og þá, er Guy greifi bjó þér,
en hann er annar VUhjálmur er fengi bjargað
þér frá Vilhjálmi."
“Handan við haf er þjóðhöfðingi voldugri
Vilhjálmi, og menn jafn djarfir að minnsta
kosti sem þér Normannar.”
“Kæri og voldugi herra jarl,” sagði de Gra-
ville, “þetta er drengilega mælt, en hefir eng-
in áhrif á jafn ráðslunginn mann sem hertog-
ann. Hyggur þú í raun og veru, að Játvarður
konungur — afsaka beryrði mín — muni svo '
ranka við sér af sinnuleysi sínu, að hann muni
frekar handa hefjast fyrir þig en fyrir frændur
þína — annað en ávíta og prédika? — Ert þú
jafnvel sannfærður um það, afj hann myndi
eigi fyrir fortölur manns, er hann hefir elskað
eins heitt og Vilhjálm, láta sér vel lynda, að
rutt yrði úr vegi svo hættulegum keppinaut
um kórónu hans og þú ert? Þú talar um Eng-
lendinga, og vafalaust nýtur þú þar lýðhylli
og ástsældar, en sá er löngum síður þjóða, og
eigi sízt þinnar þjóðar, að leggja eigi í ákveðna
sameiginlega baráttu, er foringjann skortir.
Hertoganum er jafnkunnugt um deilur manna
á Englandi og þér er. Veizt þú og, hve ná-
tengdur hann er Tosta, liinum metorðagjarna
bróður þínum. Óttast þú eigi að Tosti, er nú
situr að völdum í herskáasta jarlsdæmi á Eng-
landi, muni eigi einungis gera allt sem í hans
valdi stendur til þess að draga úr vinsældum
þínum, heldur blása að öllum kolum til þess
að halda þér hér og tryggja sjálfum sér æðstu
? Og að Gyrði undanteknum, sem er vara-
maður þinn, hver höfðingja annara myndi þar
vera, er eigi fagnaði fjarveru þinni? Þú hefir
bakað þér óvináttu þeirrar ættar, er ein fær
nálgast þína að ríki og áliti — þeirra frænda.
• erfingja Álfreks og Algeirs. — Þá er stjórnar-
taumarnir væru úr þínum styrku höndum
dregnir, myndu deilur og ófriður áður en langt
um liði rísa um allt ríkið, svo að menn myndu
brátt gleyma fanganum fjarverandi, en beina
öllum hug sínum til þess að sjá sér sjálfum far-
borða og tryggja líf sitt og sinna ættmanna.
Þú sérð að mér er eigi ókunnugt um ástandið
á Englandi; en lát þér eigi til hugar koma, að
þar til hafi mér nægt eigin athygli, þótt vak-
andi hafi verið. Hefi eg bezt kynnst því af
viðræðum við Vilhjálm; Vilhjálm, sem frá
Flæmingjalandi, frá Boulogne, frá Englandi
sjálfu, úr öllum áttum heyrir allt það, sem
fram fer milli Dofrakletta og Skotlandsheiða.”
Haraldur þagði lengi áður en hann svar-
aði, því nú var hann fyliilega orðinn áskynja
um hættuna, og þótt hann viðurkenndi kunn-
ugleika de Graville á þessum málum og vís-
dóm þann, er fólst í orðum hans, þá velti hann
fyrir sér sem skjótlegast, hver leið myndi hon-
um færust úr öngþveiti þessu. Loks mælti
hann:
“Eg þarf eigi að svara athugasemdum
þínum um ástandið á Englandi, nema að einu j
leýti. Þú gerir of mikinn mun minn og Gyrð-
is bróður míns, er þú lætur svo um mælt, að
hann sé einungis varamaður minn. Þú gerir
of lítið úr honum, er eigi þarf annað en aðvíf-
andi naudsyn til þess að skara fram úr Guðina
föður okkar, að ráðsnild og herkænskiu. Þá
nauðsyn myndi skapa honum rangsleitni sú,
er bróðir hans, er han nelskar, yrði beittur,
og mýndu þá þrjú hundruð skip sigla upp Signu
til þess að heimta bandingjann, skipuð jafn-
hraustum hermönnum og þeim, er tóku her-
skildi Neustríu frá Karli konungi.”
“Að vísu," sagði de Graville. “En Vil-
hjálmur, er hefir það til að hand- og fóthöggva
þegna sína fyrir hégómlegt flim um ætterni
hans, mætti auðveldlega til hugar koma að
blinda bandingja sinn. Og að hverju gagni
kemur hið mesta mannvit og öflugasti arm-
leggur, ef sá er á, verður annara augum ein-
göngu að hlíta?”
Hrollur fór ósjálfrátt um Harald. Hann
náði sér þó þegar og svaraði brosandi:
“Blóðþyrstari slátrara en Göngu-Hrólf
vilt þú gera úr hertoga þínum. En þú sagðir,
að hann mundi gera ánægðan með vissa skil-
mála. Hverjir eru þeir?"
“Að því verður þú sjálfur að komast, eða
hann þér að segja. En þama ekmur Vilhjálm-
ur sjálfur.”
Hertoginn er hafði haldið sig aftarlega f
förinni, keyrði nú hest sinn sporum og nálg-
aðist Harald með kurteislegum ajfsökulnum,
að hann hefði svo lengi látið hann einan, en
var síðan glaður og reifur í tali sem áður.
“Eftir á að hyggja, kæri vopnabróðir,”
sagði hann; “eg hefi í kvöld séð þér fyrir fé-
lögum, sem hugþekkari eru þér en eg — þeim
Haka og Úlfröði. Á sveininum Úlfröði hefi eg
mikla elsku, en Haki er ómannblendinn og
hæfði betur einlífi en hermennska, að minni
hyggju. En, í nafni hins heilaga Valeríusar,
eg gleymdi að segja þér, að sendiboði frá
Flæmingjalandi færði mér í dag þær fregnir,
meðal annars, er þig mun fýsa að heyra. Er
all agaSamt orðið í Norðimbralandi, í jarlsdæmi
Tosta bróður þíns, og segja menn að hinir her-
skáu lénsmenn hans ætli að reka hann frá
völdum og kjósa annan höfðingja í hans stað;
hafa til nefndir verið synir Algeirs — eða svo
minnir mig að hin nhrausti jarl héti á ykkar
máli. Eru þetta all alvarleg tíðindi, því Ját-
varður frændi minn gerist nú mjög vanfær.
Megi allir heilagir enn ym stund forða honum
frá dauða!”
“Þetta eru mikil tíðindi og ill,” svaraði
jarl, “og treysti eg því, að þú sjáir í þeim næga
ástæðu til þess, að eg hráði sem mest heim-
flör minni. Kann eg þér miklar þakkir fyrir
stórfenglega gestrisni, og réttláta og drengi-
lega íhlutunarsemi við lénsmann þinn," (Har-
aldur lagði áherzlu á næst-síðasta orðið), “og
fyrir að leysa mig úr þeirri ánauð, er svívirða
var að allri kristninni. Vil eg eigi móðga þig,
kæri herra og vinur, með því að bjóða þér að
endurgreiða lausnargajaldið, en ef til mætti
frú þinni og dætrum þóknast að þiggja af mér
þær gjafir, er kaupmgnn vorir telja ágætastar
og dýrmætastar. En lum það munum vér síðar
tala. Nú biðst eg einungis fars úr næstu höfn.”
“Vér munum síðar talast við um það,
í augu sem heUlaðir væru — eins o gtveir kon-
þenna! — eigi hafið þér slíka á Englandi. —
Sjá víggrafir þessar o gvirkisveggi!”
“Mikil bygging," svaraði Haraldur. “En
afasaka að eg bið þig —”
“Enga kastala hafið þið slíka á Englandi,
sgði eg?” svaraði hertoginn með þrákelkni.
“Nei,” svaraði Englendingurinn, “vér eig-
um oss tvö vígi miklu stærri þessu — Salis-
bury-velli og Nýja Kaupangs heiði*) — vigi er
rúma fimmtíu þúsund menn, er ei\ga skjól-
garða þurfa nema skildi sína. VUhjálmur
grnifi, sterkustu virkisveggir Englands eru her
menn þess, og sterkustu kastalar þess eru hin-
ir víðu vellir.”
“Já," varaði hertoginn og beit á vörina.
“Já, látum svo vera — en svo við víkjum aftur
tll hins sama — í þessum kastala — og gef þú
nú gætur að prðum mínuiTf — hafa hertogar
Normandíu haldið ríkisföngum sínum.” Svo
bætti hann við hlæjandi: “En þér, göfugi fangi
höldum vér í sterkara varðhaldi, þar sem er
ást vor og hjartalag.”
Um leið og hann mælti þetta, leit hann
fast á Harald, er horfði á móti. Augnaráð her-
togans var hvasst, hart og þungbúið, en Har-
aldar staðfast og ólesandi. Þeir horfðust lengi
Haraldur fékk í þessum síðustu hreðum, tek-
ungar skógarins, áður en þeir rjúka sanian.
Vilhjálmur leit fyrstur undan, og um leið
og hann gerði það, hnyklaði hann brýrnar og
skulfu varirnar. Síðan benti hann með hend-
inni ýmsum höfðingjum, er seinna riðu, að
slást í hóp með þeim jarli, keyrði hestinn spor-
um og mælti síðan ekki fleira. Og eigi linuðu
þeir á reið sinni fyr en þeir komu að klaustri
því, er þeir tóku sér sem gistingarstað.
V. Kapítuli.
Þegar Haraldur kom inn í herbergi það,
sem honum hafði verið búið í klaustrinu, voru
þeir Haki og Úlfröður þar fyrir. Hafði sár er
Haraldur fékk , þessum síðustu hreðum, tek-
ið sig upp aftur, og var það honum afsökun til
þess að vera einn um kvöldið nieð þeim frænd-
um sínum.
•) Sama svar gaf Guðini Winchesterbiskup, sendi-
herra Hinriks 8., Frakkakonungi. Og enn þann dag
í dag eru Englendingar sömu skoðunar og Haraldur
og Guðini biskup. — Höf.