Heimskringla - 12.11.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG 12. NÖVEMBER, 1930.
heimskrincla
3. BLAÐSIÐA
virði. Reykjarhóll er mjög vel í sveit
komið fyrir mjólkurflutninga að bú-
inu. En flutningar þaðan eru aftur
erfiðari en frá Sauðárkróki.
En þar sem bændur ætla sér að
koma upp mjólkurbúum, verða þeir
að búa sig undir það, með því að
stækka túnin og byrja á uppeldi ung-
viðis, svo kúafjölgunin sé komin til,
er búin taka til starfa.
I Dölum eru skilyrðin fyrir mjólk-
urbúi ekki eins álitleg eins og í
Skagafirði, mjólkurmagn minna fyr-
ir hendi, og sauðfjárhagar á hinn
bóginn betri og því hentugt að fjölga
sauðfénu.
Jarðræktaráhugi bænda er með
hverju ári að verða almennari, og
trú þeirra á möguleika jarðræktar-
búskapar. En fátæktin og peninga-
vandræðin eru víða svo mikil, að
bændur eiga ervitt með að kaupa á-
burð og fræ að vorinu. Þau vand-
Sumstaðar er deyfðin enn í dag al-
veg óskiljanleg. Dæmi eru til þess,
að bændur, er sitja á landssjóðsjörð-
um, hafa ekki enn notað sér af því
að vinna af sér landsskuldina með
jarðabótum. Og þó hafa jarðrækt-
arlögin verið í gildi í 7 ár, sem gera
leiguliðum á landssjóðs- og kirkju-
jörðum þetta mögulegt.
Alstaðar heyra menn kvartanir
bænda um hið háa kaupgjald. Og
þó hinn vaxandi jarðræktaráhugi og
jarðræktarmöguleikar sé nokkur ljós-
glæta á framtíðarvegi búnaðarins,
þá sýnist mér, segir S. S., að sjaldan
hafi verið jafn dimmt framundan fyr-
ir sveitárbúskapinn eins og nú.
SAUÐNAUTAKAUP.
Rikisstjórnin hefir nýlega fest
kaup á 5 sauðnautum í Noregi, og
er verð þeirra hingað komin 950 kr
Auk þess hefir Ársæll Árnason keypt
naut og kvígu frá sama stað. Er
komið skeyti um það, að dýr þessi
verði send með Lyru næst. Maður
í Norðurlandi hefir einnig leitast fyr-
ir um að fá tvær kvígur og tarf. —
Hefir verið símuð til Noregs fyrir-
spurn um það ,hvort þau dýr muni
fáanleg, en svar er enn ókomið. —
Sauðnautin verða bólusett undireins
og þau koma hingað og verða þessi
5 dýr stjórnarinnar flutt austur að
Gunnarsholti. En óráðið er enn hvar
Arsæll Árnason kemur sínum dýrum
fyrir. Mbl.
HLJÖÐSKRAF VÖLVUNNAR.
Leynist með lífsstraum
leitarvilla,
ótamin æska,
elliginning.
Fákænska fléttuð
í farartálma;
fipast ferð unglings
á förnum vegi.
Sökkva við andkoff
óskir duldar,
óslokknar útþrár
í auðnu farveg.
Frægð er nakin
á fána dregin;
helfjötruð lífsfræ
hulin ösku.
Gleymast sagnir,
goðspár fyrnast.
Hugvits ylur
heldur velli.
Yndó.
Hjónabandið.
Eftir þýzkan höfund.
"Þú ert þá hér, pabbi? Eg hélt
að þú sætir á ráðstefnu með mála-
færslumanni okkar á skrifstofu
þinni.”
“Þeirri ráðstefnu er lokið, einsog
þú sérð.”
Curt hefði víst heldur kosið að
lengur hefði staðið á hinni umræddu
ráðstefnu, hann svaraði engu enn
settist hjá systur sinni. Hann hafði
komið þennan sama dag til höfuð-
borgarinnar. Baróninum til mikillar
Magic altaf eins að gæðum
og það tryggir yður góða bökun
KEYNH) þessa forskrift fyrir
graham muffins
2 .^f«keiðar af dálítið salt
smjon 3 téskeiðar Magic
^/2 bolla sykur Baking Powder
i vj’j’ 2 bolla Graham flour
“olla white flour iy2 bolla mjólk
L4tið rídma i smjörið og egg; sláið egg-
do^h° siStið mjölið, bætið þá baking
salti.við. Látið mjólk í smátt
Lútið i vel smurða pönnu af
n °g bakið i heitum ofni.
STANDARD brands limited
GII.1.KTT PRODIICTS
• K o.k°NT° MOSir»‘KVL WINMPEG i
^* I Dlluin altal borKnm Cannila.
Þér þurfið ekki altaf að vera að reyna Magic
Baking Powder, því hann breytist aldrei að
gæðum.
. y
Hver skeið úr könnunni er áreiðanleg. 3 af
hverjum 4* konum í Canada, sem baka
heima hjá sér, segjast nota Magic, vegna þess
að hann reynist ávalt bezt. Hins sama muniu
þér verða vís, ef þér notið hann.
•Þetta var® augljóst viS rannsókn
nýlega gertSa í öllu Canada
Ef þér bakið heima
þá skrifið eftir nýju
Magic matreiðslu-
bókinni. Hún inni-
heldur yfir 200 for-
skriftir og sparar
þér tíma við bökun-
ina.
Lítiö eftir þessu
marki á hverri
könnu. í*aö er
trygging fyrir þvi,
aö i Maglc Bak-
ing Powder, sé
ekki alum eöa
ö n n ur skaöleg
efni.
gremju vildi svo til að herdeild sú, er
elzti sonur hans var liðsforingi í,
hafði verið send til borgar þeirrar,
er var næst landareign Berkows, rétt
eftir að Eugenie fór þaðan. Curt gat
ekki fengið lausn úr herþjónustunni,
þvi herliðið varð að vera til taks ef
á þyrfti að halda til að bæla niður
verkmannarósturnar í fylkinu. Hann
fór því með herdeild sinni, en faðir
hans skipaði honum að orða ekki
skilnaðinn við félaga sína setuliðinu.
sem auðvitað þekktu Arthur vel.
Baróninn viidi ekki að neitt kvisaðist
um það, fyr en allt væri komið i
kring. Hann bjóst líka við að sonur
hans mundi reyna að forðast að hitta
mág sinn. Það virtist líka hafa ver-
ið rétt tilgáta, því Curt minntist.
aldrei á Arthur og kringumstæður
hans í bréfum sínum Nú hafði hann
verið sendur til höfuðborgarinnar í
erindagjörðum fyrir herforingjann.
hann hafði ennþá ekki haft tækifæri
til að tala nein einkamál við föður
sinn og systkini, því nokkrir gestir
höfðu verið við miðdagsborðið, en nú
hafiði aldrei þessu vant verið minnst
á Berkow í sambandi við skjalið, er
Eugenie átti að skrifa undir, og því
varð baróninum að spyrja rétt til
málmynda að þvi hvemig ástatt væri
hjá Berkow.
“Illa, mjög illa!” sagði Curt o’g
sneri sér að föður sínum, en sat kyr
hjá systur sinni. “Arthur berzt eins-
og hetja gegn óhöppunum, sem
steðja að honum á allar hliðar, en
eg er samt hræddur um að hann hljóti
að láta undan. Hann er miklu ver
staddur en hinir námueigendurnir
hann verður að gjalda allra synda
föður sins.
“Eg skil ekki í því að hann skuli
ennþá geta staðið jafnréttur S þessu
stríði. Allir aðrir mundu hafa gef-
ist upp fyrir löngu.”
“Mig furðar á þvi að hann skuli
ekki hafa leitað aðstoðar herliðsins,”
sagði baróninn kuldalega.
“Því miður er ómögulegt að koma
fyrir hann vitinu í því efni!” sagði
Curt gremjulega. “Eg mundi fyrir
löngu hafa látið skjóta á þessa
þokkapilta og kennt þeim með valdi
að hlýða. Þeir hafa sannarlega gef-
ið honum nægar ástæður til þess, og
þegar foringi þeirra heldur áfram að
æsa þá upp dag eftir dag, þá býst eg
við að þeir kveikji í húsum hans áður
en langt um líður. En það er ekki
til neins að setja honum það fyrir
sjónir. Hann svarar stöðugt: “Nei,
og aftur nei,” og “meðan eg get var-
ið mig einn, skal enginn ókunnugur
stíga fæti í námurnar mínar!” Og
eg get sagt þér það hreinskilnislega,
pabbi, að bæði ofurstinn og félagar
mínir eru því fegnir að Arthur bíður
ekki um aðstoð okkar, en reynir
sjálfur að ráða við sina uppreisnar-
menn, þó hann sé verst staddur allra
námueigendanna. Við höfum nógu
oft orðið að skerast í leikinn þessar
síðustu vikur, hinir námueigendurnir
hfta flýtt sér að biðja um vernd her-
liðsins og það hefir oft orðið óskemm-
tilegur aðgangur. Við megum ekki
beita of mikilli hörku, en hljótum
samt að bæla niður rósturnar og
verðum að bera ábyrgð á öllu sem
fyrir kann að koma.”
Eugenie hlustaði mjög áhyggju-
full á frásögn bróður síns, en hann
virtist líta svo á sem hún mundi ekki
lát^ sig þetta mál nokkru skifta, þvi
hann vék máli sinu eingöngu að föður
sínum. Baróninn, sem gremdist að
reyra son sinn hvað eftir annað nefna
mág sinn með skirnarnafni, sagði nú
í ásökunarróm:
“Þér og félögum þinum virðist
vera vel kunnugt um allt sem fram
fer hjá Berkow.”
“Það er varla um annað talað i
borginni!” sagði Curt, ófeiminn.
“Hvað mig snertir þá hef eg reyndar
oft komið til hans sjálfur.”
Baróninum varð hverft við þessa
játningu. “Þú hefir heimsótt hann!
Og það oftar en einu sýini!”
Curt hafði vist tekið eftir geðs-
hræringu á svip Eugenie við þessi
orð; því hann tók fast i hönd henn-
ar, en svaraði föður sinum stillilega:
“Já, pabbi! Þú skipaðir mér að
þegja yfir þvi hvernig ástatt væri,
en það hefði þótt kynlegt ef eg hefði
ekkert gefið mig að mági mínum,
þegar hann var i þessum vanda stadd-
ur. Þú hafðir lika ekki bannað mér
að heimsækja hann.”
“Af þvi eg hélt að sómatilfinning
þín mundi banna þér það,” hrópaði
Windeg, bálreiður. “Eg bjóst við að
þú mundir reyna að forðast hann og
í stað þess hefir þú að fyrrabragði
heimsótt hann, án þess að geta um
það með einu orði í bréfum þinum.
Það er óþolandi!”
Satt að segja hafði Curt óttast
skýlaust bann og því þagað um allt
saman. Hann var vanur að forðast
að reita föður sinn til reiði, en nú
virtist það, að Eugenie var nærstödd
veita honum kjark. Hann leit á hana
og sá víst eitthvað það í svip hennar
er kom honum til að kæra sig koll-
óttan um hirtingarræðu föður sins.
Curt brosti og svaraði alls óhræddur:
“Já, pabbi, eg get ekki að því gjört
að mér er farið að þykja mjög vænt
um Arthur! Svo mundi líka hafa
farið fyrir þér, hefðir þú verið , mín-
um sporum. Eg segi þér satt að hann
getur verið mjög ástúðlegur i við-
móti, þó hann sé alltaf svo ákaflega
alvörugefinn, en það fer honum samt
ágætlega. Eg sagði líka við hann i
gær, þegar eg kvaddi hann: “Arthur,
ef eg hefði þekkt þig áður —
“Þig?” hafði baróninn upp eftir
honum með mikilli áherzlu..
Curt lét sér hvergi bregða. “Við
erum famir að þúast. Það er að
segja, eg bað hann um það og eg
veit ekki því við ættum ekki að gjöra
það. Hann er þá mágur minn.”
“Þær mægðir eru bráðum úr sög-
unni!” sagði baróninn kuldalega um
leið og hann benti á skrifborðið.
“Þarna liggur skilnaðarumsóknin!"
“Er Eugenie búin að skrifa undir
hana?”
“Hún ætlar einmitt að fara til
þess”
Curt leit aftur á systur sína. Hönd
hennar titraði i lófa hans, og það var
auðséð að hún átti í stríði við sjálfa
sig.
“Mér finnst nú, pabbi, að ekki sé
hægt að ásaka Arthur fyrir breytni
hans við Eugenie. Það væri auð-
virðilegt að láta hann ekki njóta
sannmælis. Eg hefði aldrei trúað því
að nokkur maður gæti hrist af sér
deyfðina og sýnt annað eins þrek og
dugnað og hann hefir gjört. Menn
verða að hafa verið sjónarvottar að
framkomu hans þessar síðustu vikur,
til þess að geta trúað því. Hann
hefir svo að segja verið alstaðar ná-
lægur þegar á hefir þurft að halda,
margsinnis hefir hann stillt til frið-
ar og sefað róstur og óspektir ein-
ungis með orðum sínum og hinum
miklu áhrifum er fylgja persónu
hans, er hann aleinn hefir gengið til
fundar við uppreisnarmennina. Ofurst
stinn og félagar mínir segja að hann
sé hetja, og hið sama segir almanna-
rómur í borginni. Umsjónarmenn
hans sýna líka hugprýði, af því hann
gengur á undan þeim með góðu eftir-
dæmi. Enginn þeirra hafði farið
burtu, en þegar eg fór, þá fannst
mér að þeir mundu varla fá staðist
mikið lengur. Þvi miður hefir Arth-
Hér er lækning
við kviðsliti
Heimalækning seni allir geta notað
við kviðsHti, slæma sem væga
kostar ekkert að reyna það
Það mun færa þúsundum manna af
veiki þessari þjázt huggun, að vita til
þess, að þeir geta sér að kostnaður
lausu orðið aðnjótandi þeirrar lækn-
ingar, er gerði Kaftein Collings heil-
an heilsu af kviðsliti er hann hafði á
tveim stöðum og lá rúmfastur í árum
saman.
Alt sem gera þarf til þess er að
senda nafn yður og addressu til Capt..
W. C. Collins, Inc., Box 98-K Water- 0
town N. Y. Það kostar ekki cent, en
getur þó verið ómetanlega mikils
virði. Hundruðir hafa nú þegar skýrt
oss frá að þeir hafi með þessu lækn-
að sig með þessari fríu reynslu.
Skrifið oss NCr um leið þér leggið
blaðið frá yður.
ur tekið það í sig að enginn skuif
komast upp á milli hans og verka-
mannanna og þvi fær enginn þokað.
Ef i nauðirnar rekur, þá ímynda eg
mér að hann muni búast til varnar
í höll sinni með umsjónarmönnum
sínum og verjast þar meðan nokkur
stendur uppi. fremur en að *leita að-
stoðar herliðsins. Það væri honum
líkast!”
Nú kippti Eugenie snögglega að
sér hendinni, spratt á fætur og gekk
út að glugganum. Baróninn stóð á
fætur með mesta reiðisvip.
“Eg skil ekki í því, Curt, hvernig
þér getur komið til hugar að svara
mér með svona hóflausri lofræðu um
Berkow, þó eg spyrði þig blátt áfram
hvernig ástatt væri hjá honum. Það
er ónærgætni við systur þína, sem eg
hélt síst að þú mundir gjöra þig
sekan í, þú, sem ætið hefir sagst
elska hann innilega. Þú verður sjálf-
ur að sjá um hvernig fer fyrir þér
með hina takmarklausu aðdáun þína
á þessum manni þegar kunnugt verð-
ur um skilnaðinn. Nú bið eg þig að
slíta þessu tali, þú sérð, hve Eugenie
fellur það illa. Kemur þú ekki með
mér?”
(Frh. á 7. sitlu)
EF ÞU ATT VINl
I GAMLA LANDINU
Farbréf
til og frá
allra landa
heimsins*
SEM AÐ ÞIG FYSIR AÐ HJALPA
AÐ KOMAST TIL ÞESSA LANDS,
ÞA KOMIÐ INN OG SJAIÐ OSS. VIH
SKULUM SJA UM ALT ÞVt VIÐ-
VtKJANDI.
GLOBE GENERAL AGENCY Rail Agents
872 Main Street (Phone 55800
Agentar fyrir allar eimskipa línur
eða talið \ið einhvern af agentum
(^ANADIAN J^ATIONAL
AALDOHC
AKVAV9T
ALLT CANADA VIÐURKENNOR FAGNANDI
AÐ ÁLABORGAR ÁKAVÍTI SJE ÁGÆTASTI
LYSTARGJAFI, SEM TIL ER Á MARKAÐINUM.
D«nl aiiKlfsliiK er ekkl blrt af
Vlimölunefndlnnl né al nljftrn-
inni I Maultobafylkl.
Njótíð ekta Ákvítis
\