Heimskringla - 12.11.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.11.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 12. NÓVEMBER, 1930. Hetmskringk (Stofnuð 1SS6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS. LTD. SS3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrlríram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRZSS LTD., S53 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A x., Winnipeg. "Helmskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. S53-S55 Snrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 12. NÖVEMBER, 1930. “Friður, friður, þar sem enginn triður er,” Ræða flutt af sr. Benjamín Kristjánssyni í kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg 9. nóvember 1930. “Þeir hyggjast að lækna áfall þjóð- ar minnar með hægu móti segjandi: friður, friður! Þar sem enginn frið- ur er.” — Jer. 6, 14. Það er Jeremía spámaður, sem leggur drottni sínum þessi orð í munn. Og um ihverja er hann að tala? Hann er að tala um spámenn og presta ísraels, hina smurðu leiðtoga guðsþjónustunnar og hina vígðu iærifeður trúarbragðanna, þá sem áttu að vera andlegir leiðtogar og sam- vizka þjóðarinnar, en sem stöðugt, gagn- stætt Jeremía, spáðu heillum landinu til handa, til þess að koma sér í mjúkinn hjá yfirvöldunum og alþýðu manna. Þessir menn, segir Jeremía, hyggjast að lækna mein þjóðar sinnar með hægu móti. Því er eins farið með þá og ábyrgð- arlausa lækna, sem aldrei hirða um það, hversu mikið og illkynjað meinið er, né gera sér ómak af því að reyna að skera nógu djúpt til þess að uppræta það, held- ur breiða yfir það með falsspádómum og fagurgala, sem villir mönnum sýn á hið rétta eðli þess og reyna þannig að friða menn í bráðina með deyfandi lyfjum. En á meðan vex meinið og verður ólæknandi. Á líkan hátt fer, þegar úr sjúkdómum þjóða er gerð hreysti. Þegar heillaspá- mennirnir boða frið, frið, en það er eng/ inn friður. Þegar Jeremía spámaður talaði vam- aðar orð sín til þjóðarinnar, grúfði kol- svart ófriðarský yfir sjóndeildarhringn- um í austri. Ríki Azúrs var að liðast sund- ur. Babylon hafði gert bandalag við erfðafjendur þess Meda og nálgaðist óveðr ið stöðugt hið gamla “rándýrsbæli”, en við það tendraðist von Júðaríkis að ná aftur sjálfstæði sínu og litu konungar þess hálft um hálft til annars erfðafjanda Ass- yríuríkis, Egyptalands, sem væntanlegrar hjálparhellu. Allt logaði í uppreisnum í sýrlenzku smáríkjunum. Og þótti nú heilla spámönnum Júða sem stundin væri kom- in til að brjótast undan öllu erlendu valdi og gera uppreisn, og boðuðu þess vegna heill! heill! En gegn þessu barðist Jere- mía. Ekki af því að hann ynni eigi þjóð sinni jafnmikið og aðrir, heldur af því að hann sá að hún mundi verða eins og mús í vargsgini og eigi hafa annað en óham- ingju af uppreisninni. Hann sá enn frem- ur, að þó að veldissól Azúrs hnigi til við- ar, myndi Babylon undireins teygja hramm sinn vestur á Miðjarðarhafsströnd ina, og þá yrði Júðaríki fljótt að gefast upp ef það hyggðist að beita mótþróa. Og þetta rættist allt saman. Fyrir uppreisn- argirni sína varð Júðaríki fyrst Egyptum að bráð, en síðar Nebukadnezar Baby- loníukonungi, og herleiddi hann að lok- um, árið 586 f. Kr., hér um bil fjórða hluta þóðarinnar austur til Babylon, vegna stöðugra uppreisna, og brenndi musterið og reif niður borgarmúra Jerú- salem. Alla þá stund sem þessi hrakföll gengu yfir Júðaríki, hafði Jeremía haldið áfram að spá óheillum, því að hann sá, að hin eina von þjóðarinnar var að halda trúnað við Babylon, og að uppreisn eða ófriður mundi ekki leiða til annars en enn verra ófarnaðar. Þess vegna var hann líka brennimerktur sem föðurlandssvikari, hann var fyrirlitinn og hrakinn í dyflizu, vegna þess, sögðu æðstu prestar Jerúsal- ems, að ihann spáði “gegn þessari borg’’. Og þeir töldu hann dauðasekan. Þeir, heillaspámennirnir boðuðu aftur á móti frið, frið — en egndu til uppreisnar. Á- rangurinn varð hin mesta smán, sem yfir þjóðina hafði nokkru sinni gengið. Höfuðborgin var eyðilögð, mikill hluti þjóðariniíar herleiddur, og í kjölfar ófrið- arins kom drepsótt og hallæri. Þegar vér lesum um þessa falsspámenn ! hins forna Júðaríkis, sem stöðugt boðuðu heill heill og frið, frið, en jafnframt hugðu til ófriðar í hjarta sínu, getum vér ekki að því gert nema að láta oss koma í hug, hvort sumt af friðarskrafi nútímans, sé ef til vill ekki reist á áh'ka falsi og yfir- drepsskap, og hvort enn muni eigi reka að sömu niðurstöðu og fyrr um ógæfu mannkynsins. Sjaldan hefir meira verið rætt og ráð- gert um frið og nú. Síðan hinu ægilega Evrópustríði lauk árið 1918, hafa þjóð- irnar rætt friðarmálin af miklu kappi og látist' vilja mikið til vinna, að tryggja friðinn framvegis. Hið fyrsta spor í þessa átt var Þjóðábandalagið, sem stofnað var . með lögum 1920 og í því skyni að jafna deilumál með þjóðum og koma í veg fyrir stríð. f því eru nú um 55 ríki. En þó að segja megi að Þjóðabandalaginu hafi tek- ist að jafna nokkrar smádeilur á þolan- legan hátt, og hafa holl áhrif á endurreisn arstarfið í Norðuráifunni eftir stríðið mikla, þá hefir það þó misstekist annars- staðar, þar sem. verulega hefir skorist í odda, og enn er engin reynd komin á, hvort Bandalagið muni að nokkru haldi koma, þar sem tveimur eða fleiri stórveld- um lendir saman. Hefir þó af sumum mik ið verið gert úr starfsemi þess, og þýðingu alþjóða dómstólsins, sem settur var á stofn í sambandi við það, og Bandaríkin hafa nú nýlega tekið sæti í. Er það og mála sannast, að hlut hafa átt að Þjóða- bandalginu ýmsir menn, sem hafa verið einlægir friðarvinir. Hið sama má ef til segja um Locarno-fundinn 1925, er einna djarflegast gekk fram í því að reyna að ráða bætur á ýmsum misfellum Versaille samninganna, og gekst fyrir því, meðal annars, að Þjóðverjar fengu inngöngu í Þjóðabandaiagið Og enn gegnir lfku máli um pan-amerísku hreyfinguna, og hugmynd Briands um Bandaríki Evrópu, þótt hvorugt hafi þetta mikinn árangur borið. En um afvopnunarfundina, sem haldn- ir hafa verið, í Washington 1922, og í Lundúnum í vor sem leið, gegnir öðru máli. Þar var eins og öll stórveldin gengju að samningum með hnífinn uppi í erm- inni.^og töluðu um frið, þótt þau hugs- uðu um stríð. Því að enda þótt ákveðið væri að rífa nokkra gamla skipsskrokka. og byggja eigi fleiri herskip næstu sex ár, þá var það því þýðingarminna atriði til verulegrar friðartryggingar, sem fyrirsjá- anlegt er, að þessir stóru og dýru bryn- drekar, sem hægt er að sökkva á fáeinum augnablikum, eru að verða gersamlega i'irelt hernaðartæki. öllum kemur saman um að næsta stríð muni verða háð með flugvélum í loftinu, fremur en á láði eða legi, og á takmörkun þess vígbúnaðar var a-lls eigi viðkomandi á stórveldafundinum í Lundúnum í vor sem leið. Einnig má telja að sá fundur sé næsta einkennilegt tákn tímanna, eftir að undirritaður var friðarsáttmálinn í París 1928, þar sem flestar þóðir heimsins hafa lýst yfir því, að þær vilji algerlega hafna stríðum sem pólitískri aðferð til að ná rétti sínum, og framvegis leita allra friðsamlegra úr- lausna á vandamálum sínum. Ef að nokkur alvara hefði tfylgt þeirri samn- ingsgerð, virðist svo, að eigi hefði þurft langa fundi og mikið málastapp meðal stórveldanna, til að fá því til leiðar komið að eigi yrði farið að auka enn á ný stór- kostlega við herbúnað þeirra þjóða, sem þegar eru gráar fyrir járnum og hafa víg- húist af kappi í mörg ár. í raun og veru fóru samningarnir í London í vor þannig fram, eins og aldrei hefði neinn friðarsátt- máli verið gerður, og enginn myndi eftir honum. Rætt var um takmörkun vígbún- aðar„ eigi á þeim grundvelli, að nú væri stríð ekki hugsanlegt framar — heldur einmitt með það fyrir augum, hvað óhætt væri að hafa minnst af vopnabúnaði, ef til ófriðar dragi. Og þegar einnig er tek- ið tillit til þess, að talið er að nú sem stendur muni vera um 35 milj. hermanna undir vopnum, og að varið er nq marg- falt stærri upphæð til hernaðarþarfa en gert var fyrir stríðið 1914, þá fer að verða tvísýnt um friöarútlitið, þrátt fyr- ir allt friðarskraf stórveldanna, og af- vopnunarfundirnir fara að h'kjast meir stjómmálabrellu, þar sem hver þjóð um sig reynir að leika á aðra eða kasta ryki í augun á hinni, til þess að standa betur að vígi, þegar til ófriðar dregur. Það er á allra vitorði, að tvö ríki Ev- rópu, Rússland og Italía, vígbúast nú sem ákafast og búast við stríði þá og þegar. Hvorttveggja ríkið þykist gera það af því, að það telur sér búinn fjandskap af öðr- um þjóðum, og þykjast því vera í stöðugri sjálfsvörn. Mussolini hefir lýst því yfir að eigi muni á löngu líða áður en öll Norð urálfan logi í ófriði milli fascista og anti- fascista, og þykist hann sjá í þeim tíð- indum, sem nú eru að gerast í Þýzka- landi, tákn tímanna um þetta efni. En það eru fleiri en Mussolini, sem telja að allt friðarskrafið í Evrópu sé hræsnin tóm. Prófessor C. Delisle Burns við háskólann í Glasgow, hélt fyrirlestur síðastliðið sum- ar, þar sem hann spáði öðru Evrópustríði innan 10 ára. Aðrir telja að draga muni til styrjaldar innan fimm ára. Amerískur stjórnmálamaður, sem sagði nákvæmlega fyrir stríðið 1914, og gat þess þá, að þrátt fyrir allt friðarhjalið í Haag, vírtist dúfa friðarins algerlega horfin úr augsýn, telur nú horfa hálfu ófriðlegar í Norðurálfunni en nokkurntíma þá. Er hann nýkominn úr Evrópuferð og mjög kunnugur öllum málum iþar. Segir hann miklu meiri herbúnað í öllum löndum álf- unnar og stærri her undir vopnum en nokkru sinni fyrir stríðið. Og þrátt fyrir alt sparnaðarhjal, fjárköggur og atvinnu kreppu, eyðir Evrópa á degi hverjum 6 miljónum dollara í herbúnað, eða 2 bilj • ónum dollara á ári, auk þeirra óteljandi biljóna, er ganga í það að afborga gaml- ar stríðsskuldir. Og hið sama má segja um Bandaríkin. Langsamlega meiri- hlutanum af tekjum ríkisins er enn blótað herguðinum, og tæplega 20% af þeim ganga til nytsamlegra og friðsamra stjóm- arstarfa. Meðan þannig er í pottinn búið, getur naumast verið mikils fróðafriðar að vænta. Hversu hátt sem heillaspámennirnir boða frið, frið og heill, heill, þá stefnir samt til ófriðar, því að á þessum hugsun- arhætti, að hervæðast til að tryggja frið, getur aðeins einn endir orðið. Þegar við- búnaðurinn við stríði er orðinn nógu öfl- ugur, þlýtur það að brjótast út. Það verður að sálrænni nauðsyn, ef fjárhags- ástæður eða ytri deilumál knýja ekki til. Og íkveikjan þarf ekki að vera mikil frek- ar en 1914, til þess að allt standi í björtu báli. Kunnugir menn segja, að þau séu mörg íkveikjuefnin í Norðurálfunni sem stendur. Ranglæti Versail’.e samninganna, þar sefti Þjóðverjar voru látnir undirrita sekt sína um síðasta ófrið, svíður enn í lund þjóðarinnar, og þá sneypu hafa þeir fullan vilja á að þvo af með blóði, fyr eða seinna, ef hún verður ekki lagfærð á annan hátt. Meðferð ítala á Þýzku Tyrol, deilur Júgó- Slavíu og ítalíu, um Trieste og Fiume, á- girnd Rússa á Bessarabíu og Eystrasalts- löndunum og ýmislegar deilur um pólsk héruð, geta hlept öllu í bál og brand hve- nær sem er. Ef það er nokkuð, sem held- ur aftur af Evrópuþjóðunum að fara að berjast á nýjan leik, væri það aðeins fá- tækt sú og fjárkreppa, sem hefir orðið af- leiðing hinnar ógurlegu blóðtöku styrj- aldaráranna, og á löngu líður áður en að grær um að fullu. Flestar Evrópuþjóð- irnar eru nú sem stendur of vanmáttug- ar til að steypa sér út í nýjan hildarieik, þótt viljinn sé nógur. Hörmungar hins síðasta stríðs eru og þessari kynslóð í of fersku minni til þess að hún hugsi sig ekki um tvisvar, áður en gengið er til sama leiks á ný. — En hið sorglegasta við all- an hennar stjórnarfarslega hugsunarhátt er, að hann elur sama hernaðarandann upp í yngri kynslóðinni og þeirri eldri varð til falls. Ein kynslóðin virðist lítið læra af annari í þessu efni. Rótgróinn hugsunarháttur margra alda leggst á eitt með ofstopa og yfirgangi sérdrægrar fjárgróðahyggju hverrar kynslóðar til að hrinda mannkyninu út í hörmungarnar að nýju. Það er enn annað, sem vekur hik flestra sem eitthvert skyn bera á hvað stríð er. Enginn, sem eitthvað komst í kynni við siíðasta stríð, mun ganga þess dulinn, hví- lík óendanleg hörmung það var, vonlaus- ari og tilgangslausari öllum þeim, er þátt tóku í því, en orð megi lýsa. Bækur eins og bók Remarques: “Tíðindalaust á vest- urstöðvunum’’, lýsa fyrir oss hinum, sem ekkert sáu af hildarleiknum sjálfum, við- urstyggð hans og skelfingum, svo að vart er á bætandi. En þó mun flestum koma saman um, að hið síðasta stríð hafi ver- ið barnaleikur einn hjá því, sem hið kom- anda muni verða, ef til þess kemur. Fluglistinni, sem þá var í bernsku, hefir nú fleygt svo fram, að nú eru öll líkindi til, að herbrögð loftsins verði það, sem sigri eða ósigri ræður í næstu stríðum. Sprengiefni og, eiturgastegundir hafa verið fundin upp, hálfu voðalegri og meira eyðileggjandi en dæmi eru til fyr. Ef til stríðs dragi, mundi frá ósýnilegum óvinum í skýj- um himins rigna eitri og eyði- legging yfir borgir og bæi, og hitta alla jafnt, bæði böm og konur og gamalmenni, sem reynt hefir þó verið að hlífa og vernda í undanfarandi stríðum að nokkru leyti. Eyðilegging bins komandi stríðs mundi geysa hlífðarlaus og óviðráðan- leg um löndin eins og fellibylur og sem gereytt gæti borgir eins og London á nokkrum klukku- tímum að því er sumir hyggja, þótt aðrir beri á móti. En þegar út í stríð er komið verða mennirnir trylltari og misk- unnarsnauðari en nokkrir djöflar sem þeir hafa fundið upp með ímyndunarafli sínu. — Komandi stríð munu eigi aðeins stefna til böls og hörmunga, eins og að undanförnu, heldur eru meiri líkandi til að þau muni ríða vestrænni menningu að fullu. Og þetta vita menn vel að er í aðsígi, og þó er friðarhjalið alt saman blandið hræsni og hálf- velgju og eins og til þess eins gert að breiða yfir herbrestina, sem þegar eru teknir að heyrast (úr öllum áttum heims. Menn tala um frið, en búast við stríði, enn eins og á dögum Jeremía. Og afleiðingin mun enn verða sú s^ma. Rótgróin stjórnarvenja, stríð, sem búið er að sá til og undirbúa um langt skeið, hlýt- ur að brjótast út. Þegar stefnt er í vítisátt, hlýtur áfangastað- urinn að vera víti. Og eins og hinn ágæti heimspekingur, dr. Helgi Pjeturss kemst að orði, þá er “vítisstefnan stefna hinn- ar vaxandi þjáningar. Grun- lausir ganga menn leiðina til glötunar. Hatrið ólgar milli einstaklinga, milli stétta hinna einstöku þjóðfélaga og milli þjóðanna. Og þegar eru menn teknir að undirbúa næstu .styrjöld á miklu stórkostlegri hátt en sú síðasta hafði verið unðirbúin. En styrjaldirnar svara í mannfélagi til sóttar í líkama. Þá brýst ferlegast út í framkvæmd allur misskilning- ur á lífinu, allar hinar röngu hugmyndir. Þá er þverast stefnt gegn því, sem þarf að vera, ef tilgangi lífsins á að vera náð. Þá er fjarst verið því, að stefna áleiðis til þeirrar lífheildar, sem verður þegar enginn hugsar rangt um annan, og enginn vill öðruvísi en vel.” Eg held að vér getum ver- ið dr. Helga Péturss sammála í því, að mannkynið þarf að taka igersamlegri stefnubreytingu, ef það á að fá umflúið komandi reiði og stefnt hjá algerri tor- tímingu. Alvörulaust eða flá- rátt friðarhjal gagnar eigi frem- ur en rjúkandi kveikur til að stýra hjá ógæfu. Hin forna stjórnarregla: ef þú vilt frið, þá bústu við stríði, verður að nemast úr gildi, því að menn hljóta ávalt að fá það. sem menn búast við. Hin einfaldasta regla sálarfræðinnar er það, að end- urtekningin skapar venju í hugs- un og athöfnum, sem að lokum verða óviðráðanleg. Þar, innst inni í fylgsnum sáln anna, verður breytingin fyrst að koma. Þess vegna verða menn einnig að snúa þessari æfa- gömlu stjómarfarsreglu við og segja: Ef menn vilja friðinn. verða þeir einnig að búast við friðnum. Þetta eru þau. grundvallar sannindi, sem að vísu voru við- urkennd í orði kveðnu við und- irritun Parísar sáttmálans 1928 og þess vegna letruð á pennann sem sáttmálinn var undirritað- ur með, en gleymdust þó undir- eins af þeim sömu þjóðum, er er þann penna höfðu handleik- ið eins og gleggst kom í ljós á Lundúna fundinum í vor. En ef vér viljum reyna að ráða bætur á rótgrónum ósið- um í hegðun mannkynsins, verðum vér að vera raunsæ á aðferðina til þess. Vér verð- um að skilja það, að ástæðan til þess að ein þjóðin æfir her og byggir flota, er sú, að önnur þjóð hefir einmitt farið þannig að ráði sínu. Þær hervæðast hver af ótta við aðra og hver í kapp við aðra. Af þessu vex ríðan allur misskilningur og fjandskapur, og af þessu spretta stríðin. Það er t. d. einkennilegt að í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu 'kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. t— Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. veita því athygli, að hvorki Randaríkin eða Canada hafa þurft á her að halda til þess að halda uppi reglu eða varð- veita ,frið sín á milli um meira en hundrað ára skeið. Þetta ber gleggst vitni um það, hvemig góðvild og tlltrú er betri friðar- gætir en fallbyssur og sprengi- kúlur, og hvernig friðarins er betur gætt með því að búast við friði, en með því að vænta stríðs. — Hver mundi efast um það. að ef þessar tvær þjóðir, Can- ada og Bandaríkin, hefðu safn- að her og byggt vígstöðvar á landamærunum til þess að verj- ast hvor ennari. að iþá hefðii þær fyrir löngu fundið ástæðu til þess að slá í brýnu? Nei, vér verðum að skilja, að sér- hver stefna vísar ávalt til síns | ákvörðunarstaðar, og að þar sem búist er við stríði, hlýtur , þess vegna ávalt að verða stríð. Og eins verður það, þegar I stórveldin semja frið með hníf- [ inn uppi í erminni. Þótt þau j þykist ekki ætla að grípa til j hans, nema ef í nauðirnar rek- ; ur og í ítrustu nauðsyn, þá verð | ur alltaf gripið til þess vopnsins i á endanum, sem treyst er á til lirslita. Hversu mjög sem þjóð- irnar látast elska friðinn, þá gera þær það þó ekki í hjarta sínu, því að annars mumdu þœr ekki ala börn sín upp í hern- aðaranda og kenna þeim her- mennsku, jafnframt því sem þær látast vera að semja frið sín á milli. Því að með því ganga þær jafnharðan í tauma sinna eigin friðbanda, á iheimskulegri hátt en þær mundu gera í" nokkru öðru máli. f þessu kem- nr í ljós hið óumflýjanlega lög mál, hið sama og Jesús Kristur lýsti fyrir lærisveini sínum Sí- moni Pétri, er hann mælti: “Slíðra þú sverð þitt, þvi að þeir sem grípa til sverðs munu far- ast fyrir sverðií” Þ4ls vegna verðum vér, ef nokkur von er til þess, að stefnt verði hjá ennþá meira heimsbölí í náinni framtíð, en því, sem nýlega er liðið ihjá, að gæta þess að hefja ekki friðarhjalið fyrst þar, sem í óefnið er komið. við rjúkandi seið vígvallarins,, heldur þar sem nokkur von er til. að það geti borið einhvem ávöxt, strax við vöggu hinna ó- málgu. Ef hmgur barnsins er signdur friðarmarki strax f byrjun og í sál þess er sáð til friðarins strax í heimahúsum, í barnaskólum og æðri skólum, í stað hinnar eilífu suðu um herfrægð og vígskyldu, þá mundi það starf bera fagran og góðan ávöxt á símum tíma, eins og stríðshyggjan ber illan ávöxt fyr eða seinna. Ef foreldrum og uppfræðurum tekst að sá hugsjón friðarins í hiörtu hinna ungu, er heiminum borgið, en aldrei með öðru móti. Og því skulum vér eigi, frek- ar en .Jeremía, láta glepjast af staðlitlu friðarhjali. Vér skul* um eigi láta oss sjást yfir. að mein ófriðarins stendur djúpt. Rætur þess liggia í vorri eigin sál. Margir halda að þær séu eingöngu fjárhagslegar. En þær eru það ekki. Þær eru fyrst og fremst trúarlegar. Og ef kristin kirkja er til nokkurs nýt, þá er það hennar verk að lækna þetta mein. En þess vegna má hún hvergi verða tál- sýn á hið rétta eðli þess. Hún má aldrei láta nota sig til þess að leggja blessun sína yfir við- urstyggð eyðileggingarinnar. Hún verður í anda leiðtoga síns-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.