Heimskringla - 19.11.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.11.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19 NÓVEMBER, 1930 / (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. A!lar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. Utanáskrift til blaðsirt: Manager THE VIKING PP.ESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til rilstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. ‘‘Helmskringla’’ is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'vrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 19 NÖVEMBER, lð30 Iþróttasýning “Fáikans” Samkoman, sem íslenzka íþróttafélagið Pálkinn héit í Goodtemplarahúsinu í Win- nipeg síðastliðinn fimtudag, var hin skemti iegasta, og glímusýningin og aðrar íþrótt" ir, er íslendingar höfðu þar um hönd, lofa góðu um íþróttastarfið, einkum þeg- ar á það er litið, að þetta er fyrsta sam- koman á haustinu og æfingar eftir sum- arhvíldina svo að segja nýbyrjaðar. f>að er einnig ánægjulegt til þess að vita, ab áhugi unga fólksins er að vakna fyrir iðkunum íþrótta og fimleika. Skýrði forseti íþróttafélagsins oss frá, að aldrei hefði betur litið út eða bjartara verið yfir íþróttafélaginu síðan það var stofnað, en einmitt nú, og til komndi vetrar liti hann vonbetri en nokkru sinni fyr. Hitt þótti oss skorta lítið á að vera full- komin fyrirmunun, hvað þessi samkoma Fálkans var illa sótt af íslendingum. Það mun að vísu sagt verða því til afsökunar, að þarna hafi eiginlega ekki verið von neinnar sérstakrar íþrótta- eða fimleika- listar. Það getur satt verið, og í byrjun starfsins er í raun og veru ekki ihægt að búast við neinu yfirnáttúrlegu af íslenzku fimleikamönnunum. En fjölbreytni í fimleikum var þó svo mikil á þessari sam- komiu, að hún var vel þess verð að sækja hana, þar sem útlend íþróttafélög«tóku einnig þátt í henni. En jafnvel þó svo hefði ekki verið, hefði eigi síður mátt ætla, að þeir, sem íslendingasögumar tiafa lesið, og hafa látið ættfræðinga sanna sér að þeir væru knýttir óslítandi skyld- leikaböndum þeim Gunnari á Hlíðarenda, er “vá svo skjótt með sverði, að þrjú þóttu á lofti að sá” eða “hljóp hæð sína með öllum herklæðum ok eigi skemra aftur en fram fyrir sik ’, eða þá Kjartani Ólafssyni, er Ólafur konungur Tryggvason, er mest- ur jíótti íþróttamaður á Norðurlöndum, gaf skikkjuna af herðum sér eftir sund- þrautina við sig forðum, fyndu svo 1H1 metnaðarins af skyldleikabandinu, að þeir teldu ekki eftir séT sporin niður að Good- templarahúsinu, til að horfa á niðjana. sem hér eru að sýna að þeir meti atgervi forfeðranna í verki. EJn engu slíku var til að dreifa, þótt hins skuli að vísu um leið getið að aðsóknin skánaði að noklmi, eft- ir að dansinn, með tízkunnar nýjustu og hálfvitalegustu handleggja og fótaflétting- um, hófst. Það voru ekki sízt íþróttir og fimleika- list forfeðra vorraí sem orðstír og heiðri þjóðarinnar hélt á lofti. Og þó að ýmsum kuifni að finnast langt til seilst, með því að vera að benda á það í sambandi við í- þróttafélagið “Fálkann”, er því ekki að neita, að þýðing þess er ekki sízt í þessu fólgin. Skautafélagið “Fálkarnir” fetaði eftirminnilega í fótspor forfeðra vorra í þessu efni fyrir aðeins nokkrum árum. Er nokkuð ólíklegra að íþróttafélagið “Fálkinn”, er úr sama efniviði er runnið, geti með tíð og tíma komist þangað, sem þessar eldri og yngri fyrrimyndir eitt sinn stóðu og orðið þjóð sinni til frama eins og þær. Með íþróttaiðkununum íslenzku er hér um þjóðlegt fremdarspor að ræða. Þess vegna hefir Þjóðræknisfélag íslendinga svo að segja frá byrjun þess stutt með ráði og dáð íslenzka íþróttaiðkun hér vestra. Og ræktin, sem við slíkt hefir verið lögð hér af einstökum mönnum, bæði fyr og síðar, og nú seinustu árin af forgöngumnnum íþróttafélagsins “Fálk- inn”, er ómetanlegur styrkur og ómissandi þáttur í íslenzku þjóðræknisstarfi, sem hver einasti íslendingur ætti að kunna að meta. Eins og á var minnst, sýndu tvö útlend eða pólsk fþróttafélög list sína á þessari samkomu Fálkans. Pólverjar halda uppi mörgum íþrótta og fimleikafélögum hér af miklum áhuga og dugnaði, enda er á- rangurinn af því sá, að þeir eru sem stend ur fremstu og fjölhæfustu íþróttamenn fylkisins. Annað félagið var stúlkna fim- leikafélag, og ætti sýning þess á þessari samkomu, að vera íslenzkum stúlkum hér hvöt til þess að hefjast handa, og láta það ekki lengur lenda í útideyfð fyrir sér, að stofna fimleikafélag. Annars sýndu Pól- verjarnir nú sem fyr, að vér eigum mikið enn ólært í íþróttum og einkum fjölbreytni listarinnar. Er það viðráðanlegt? Forsætisráðherrar þriggja kornfylkj- anna, John Bracken frá Manitoba, J. E. Brownlee frá Alberta og J. T. M. Ander- son frá Saskatchewan, lögðu af stað síð- astliðinn laugardag til Ottawa til þess að finna sambandsstjórnina að máli um að setja ákveðið verð á hveiti og ábyrgjast bóndanum eða Hveitisamlaginu það verð, hvernig sem allt fer. Hversu ákjósanlegt, sem þetta væri, mun það þó flestum dulið, hvaða vegur sé til þess. Forsætisráðherrarnir hafa ekki látið neitt uppi um það, hversu nær- göngulir þeim sem fréttaritarar blaðanna hafa verið. En hvort sem þeir sjá nokkra leið út úr ógöngum lágverðsins á hveiti eða ekki, eru flestir, er til þessa máls hafa lagt, efablandnir um það að það sé nokkur veruleg lækning við meininu, að ákveða verð hveitisins né nokkurrar annarar vöru- Reynslan virðist hafa orðið sú, þegar það hefir verið reynt, að það hafi haft skað- samleg áhrif á markað vörunnar í stað þess að bæta hann. Eins og kunnugt er, ábyrgðust vestur- fylkin þrjú verðlag hveitisamlagsins á uppskerunni 1929, því að iþað var ákvæðis verð hveitisins, sem að baki stóð þeirri tryggingu, er fylkin veittu Samlaginu. Þó máske sé nú of mikið úr því gert, að það hafi reynst illa, eru fylkin nú ófáanleg til þess að halda því áfram, þrátt fyrir það, að bankarnir hafi ekki gengið eftir öðru hjá þeim ennþá en tryggingarloforðinu, og getuleysi fylkjanna geti ekki nú fremur en áður verið um að kenna. I annan stað er forsætisráðherra R. B. Bennetts ekki von heim fyr en í byrjun desembermánaðar. Er hætt við, að ráð- gjafarnir, sem heima eru, veigri sér við að ráðast í framkvæmdir í svo mikilvægu máli sem þessu, að stjórnarformanninum fjarverandi. En jafnvel þó sambandsstjórnin ,setti nú ákvæðisverð á hveiti í Fort William, og salan væri um leið lögð stjórninni í hendur, og hún væri sér'út um hana víðs- vegar um heim, eru þá nokkur líkindi til að það verð þætti aðgengilegt af Sam- laginu, er á hveitið væri þannig sett með tlliti til þess, að stjómin tapaði ekki á því? Og er þá ekki beinna til verks geng- ið og heillavænlegra, að reyna heldur að útvega markað erlendis fyrir hveitið, eins og Bennett hefir verið að reyna að gera á sem aðgengilegustu verði fyrir Samlag- ið? Það mun mörgum efamál hvort nokk ur önnur aðférð muni reynast heppilegri yfirleitt eða affarasælli, hvort sem er stjóminni eða seljanda hveitisins. Það er hætt við að annarhvor aðilinn þættist illa haldinn, ef teflt væri á það að ákveða verð á vöru, sem ómögulegt er með nokk urri vissu að segja um hvað verða kunni á næsta augnablikinu, eins og kornspekú- lantarnir geta bezt borið um, sem hafa verið að reyna að gizka á það. Ef um vöru væri að ræða, sem ekki væri að öllu leyti ofurseld dutlungum heimsmarkaðarins, væri þetta allt annað mál. Tímarit Prstíifélagsritið. Tímarit fyrir kristindóms- og kirkjumál. Ritstj. S. P. Sivertsen. Tólfta ár. 1930. Prestafélagsritið er að þessu sinn^ tals- vert fyrirferðarmeira en að venju og fullt af fróðlegum og vekjandi ritgerðum, eins og oft fyr. Ritstjóri þess er prófessor S. P. Sívertsen, sem nú hefir nýlega verið kjörinn vígslubiskup eftir Valdimar Briem. Má af því marka vinsældir hans, enda hef- ir hann jafnan verið mjög ástsæll af læri- sveinum sínum, sökum hógværðar sinn- ar og prúðmennsku, og flestir hinna yngri presta eru nemendur h^ns. — Ritið hefir og að jafnaði verið mótað af gætilegri, en þó ákveðinni kristindómsstefnu, sem haft h^fir góð áhrif á íslenzkt kirkjulíf, þar sem það hefir leitt hjá sér öfgarnar á báða vegu, en lagt kapp á að flytja fræðandi og vel samdar ritgerðir, sem eigi aðeins mega verða prestum einum til uppfræðslu og andlegrar hressingar, heldur og alþýðu manna, sem kristindómi og trúmálum unna. Það yrði of langt mál, að fara að rekja eða ræða meginmá! þessa efnismikla rits, þótt freistandi væri. Er þar dreptö á margt nýstárlegt en þó tímabært í trúarefnum, og má í því sambandi sérstaklega benda á efnisríka og athyglisverða grein eftir Kristinn Stefánsson cand. theol.: “Kirkjan og þjóðfélagsvandamálin”, og hefir lítið verið ritað um það efni áður á íslenzku, og aðra grein eftir séra Sigurð Einars- son um trúarbragðafræðslu í skólum. Er sú grein ágætlega rituð, þótt með úokkru nýjabragði sé, og áreiðanlega stefnt f rétta átt. Báðar þessar greinar eru skrif- aðar með lifandi skilningi á því, að krist- indómur er ekki fyrst og fremst bókstaf- ur, heldur líf, og þess vegna á viðfangs- efni trúarbragðanna fyrst og fremst að vera lífið sjálft. — Þá er einnig í ritinu tekinn ítarlega til athugunar hagur ís- lenzku þóðkirkjunnar, í snjallri og rök- samlegri grein eftir Ásmund Guðmunds- son dócent, þar sem hann leggst eindreg- ið á móti fækkun prestakalla úr því sem nú er komið, en styður það með mörgum fögrum orðum, að hlynnt verði að hag prestanna, svo að þeir geti enn orðið þjóð- arinnar sómi og frömuðir menningar, eins og þeir óneitanlega voru á umliðnum öld- um. Séra Fr. Haljgrímsson ritar um þjóðina og kirkjuna og ber sáttarorð á milli nýguðfræðinga og gamalguðfræð- inga, og nær þó ekki umburðarlyndi hans til séra Gunnars, er hann telur eins og Bjarmi hneykslanlegan njóla í víngarð- inum. Sýndi þar biskup íslands mesta hógværðina á prestastefnunni í sumar er leið, er hann neitaði vandlæturum öllum að sækja óhlýðna presta sína til sakar, og kvað svo að orði, að sízt af öllu vildi hann setja anda Torquemada til öndvegis í íslenzkri kristni, enda leit hann á afbrot þeirra séra Gunnars og Jakobs, sem barna- brek. Er það íslenzkum prestum gott að eiga svo mildan herra yfir sér. — Enn eru ,í Prestafélagsritinu rakin frumvörp mörg frá kirkjumálanefnd, sem undan- tekningalaust miða kristninni í landinu til viðreisnar og heilla. Er þess væntandi að þau gangi sem fyrst í gildi, og má það furðulegt heita, að eigi skuli fyr hafa ver- ið hreyft ýmsum þeim umbótum, sem þar er stefnt að, t.d. um prestkosningar. Sá ódrengilegi og leiðinlegi leikur, að bítast um prestsembættin, ætti sem fyrst að verða úr sögunni', en sú eðlilega skipun að komast á, að söfnuðir kölluðu presta, eins og hér tíðkast, og legðu þá drög til að útvega sér þá sálusorgara, er þeir bæru mest traust til, ef þeir gætu og ætti það allt að ganga friðsamlega af. Gleðilegt er og að sjá þarna frumvarp um utanfarar styrki presta og bókasöfn prestakalla. — Ætti það allt að stuðla a,ð því, að efla og viðhalda menntun prestanna betur en stundum hefir orðið, og til þess að sem bezt gagn yrði að menntun prestanna, væri vel til fallið, að reynt væri að hliðra svo til, að hægt væri að nota krafta þeirra við alþýðuskóla þá, sem nú eru að rísa upp víða í sveitunum heima. Gæfi það prestinum margfalt tækifæri að geta haft menntandi og göfgandi áhrif á hina ungu kynslóð um leið og hún vex upp. Til þess að sýna, að í riti þessu er um auðugan garð að gresja af ágætu lesmáli, skal hér talið upp efniságrip af því, sem enn hefir eigi verið minnst á: Frá Alþingishátíðinni (mynd). Sálm- ur úr hátíðarljóðr.m Dajíðs. Sáhnur úr hátíðarljóðum Jóhannesar úr Kötlum. Hátíðaljóð 1930, lag eftir Sigvalda Kalda- lóns. Bjartsýni á sigur hins góða, erindi eftir S. P. Sívertsen. Trú framtíðarinn- ar, eftir Sir Francis Younghusband. Ein- ing kirkjunnar, eftir séra Helga Konráðs- son. VTgslubijikup Valdimar Briem og séra Ólafur Briem, eftir dr. theol. Jón Helga- son biskup. Aðfangadagskvöld, lag eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld. Séra Eiríkur Briem, eftir séra Þorstein Briem. Kristur, sálmur eftir Jón Magnússon skáld. Altaristöflur, eftir Ásmund Gísla- son prófast; Bænarstef, eftir séra Gunn- ar Árnason; Kirkjulegt starf á meðal sjó- manna, eftir Jóhannes Sigurðsson; Ólafs- hátíðin í Noregi, eftir dócent Ásmund Guðmundsson. Að hverju beindist æfi- starf Jesú, eftir S. P. Sívertsen. Evan- gelísk helgisiðabók; Sálmalag eftir Björg vin Guðmundsson; Tvö bréf frá dögum Jesú, séra Árni Sigurðsson þýddi. Nor- rænn stúdentafundur um kristniboðsmál, eftir cand. theol. Þorgrím V. Sigurðsson; Kirkjueiningin í Skotlandi, eftir séra H Konráðsson; Prestafélagið, eftir S. P. Sí- vertsen. íslenzkar bækur. Útlendar bæk- ur, sendar til umsagnar. Yfirlit yfir merk ■ guðfræðirit. Ymislegt. Reikn- ingar prestafélagsins. Vér viljum óhikað mæla með! riti þessu, eigi aðeins við presta j hérlenda, heldur og alþýðu; manna, sem kristindómsmálum er unnandi. * * • A r s r i t Nemendasambands | Laugaskóla. Ritstj- Arnór Sigurjónsson. Heimskringlu hefir nýlega borist 5. árgangur rits þessa, sem er hvorttveggja í senn, skýrsla um Alþýðuskólann á Daugum, og safn ritgerða og kvæða eftir nemendur og kenn- ara. lir ritið all fyrirferðarmik- ið, rúmar 180 bis., og snyrti- lega frá því gengið. Þótt ekki 1 fullan aldarfjórðung hafa Si'^r'aíalTa'r ritgeÁ™; j P">»> ^rí» bl, ákafíega veigamiklar, né j V1ðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. • seu hafi mikið bókmenntalegt gildi, seln heldur er ekki við að bú- ast, þar sem sumar þeirra eru tímastílar, gripnir sem sýnis- horn af hugsunarhætti unga fólksins á Laugum, þá er þó yfir leitt gáfulega frá þeim gengið, og sumstaðar svo að af ber. — Sýna ritsmíðir nemendanna á Lauguni yfirleitt óvenjumikinn andlegan skilning og þroska, og bera því mjög glæsilegan vitnisburð þessu menntabóli, er!meira verð en nokkurn tíma hafði þarna er að rísa upp undir hand- ^ekst áður Nu var lika °klfar sauð- araðri Arnórs Sigurjónssonar j un? feppt 1 stórt safn sem hinn en-ski skólastjóra. Þingeyingar hafa j st r auPmaður. Siimmon, var þegar löngum verið taldir menn gáf- j umn að kauPa °S var svo öðrum aðir, og eru nú ýmsir af hinum monnum fengin hjörð í hendur , , . , , . ■■ i til að reka hana ínn á Oddeyri, bar nafnkunnan ekln monnum ... . , . ’ p ,, ,, , ..,i sem hún var tekin á skxp. Hinsvegar hnigmr til moldar, en degi tek-! . . . 6 ... ”, „ „ . ® mattum við nu riða lausir eins ogr íðað halla fynr oðrum. En ei ti, , . 6 ii * • , nerramenn til Oddeyrar og taka þar nokkuð má raða af folkinu a ið peningunum fyrir sauðina> r Laugaskola, sem þo er auðvitað gulli og reiðu silfri Þe við vo að nokkrum hluta ur oðrum búnir að selja sauði okkar var syslum landsms, þa virðist þo j á daginn liðið urðum við a; svo sem hin yngn kynsloð mum ; sjáanlega að gista einhverstaðar á fyllilega stiga i spor feðra smna, j ]eiðinni Kristjáni var nú a]ls ekki svo sem lika vel sæmir og vera j sama hvar við bærumst fyrir og ^ hitta á hreinlátt heimili og hafa góð- ann greiða, en borga þá heldur vel ber. En sá skuggi hvílir þó yfir út- gáfu ritsins að þessu sinni, að j fyrir°hann og skddi nú hann öllu það a ©ftir einn af skalasvem- ; r&ða sem fyr. Fréttir hafði hann um að mæla, og þann, sem að haft af vel efnuðum -manni sem bj6 dómi skólastjórans var í hópi j talsverðan krók frá þjóðveginum en þeirra, sem langbezt voru gefn- þangað vildi hann fara og þá ir og vænstir til míkilla afreka, en þaÖ var Völundur, sonur Guð- mundar skálds á Sandi. Ey- rit- ið að miklu leyti helgað minn - j ingu hans. Þar er birt aðal I námsritgerð hans LTm líkingar j rar atrennur kom út ung stúlka. íslenzkum b.ókmenntum”, sem: Ekkert gátum við séð í myrkrinu hann lauk við vorið 1927, (hvernig hún var ásýndun, en mál- mikil ritgerð 55 bls. auk j rómurinn hennar var hreinn og kær- annarar smáritgerðar og nokk-1 íeiksríkur. Kristján var ástúðin voru það lög, sem allir urðu að hlíða. Loks- ins komum við á þenna fyrirheitna stað í dynjandi rigningu og kolsvarta myrkri, er komið var fram á nótt. Kristján barði á dyr og eftir nokk- urra kvæða. Aðal námsritgerð in um líkingarnar í íslenzkum bókmenntum, má heita þrek;- virki, þegar tekið er tillit til þess hversu ungur maðurinn var, aðeins 20 ára, og hversu lítinn undirbúning, tveggja ára nám 4 alþýðuskóla og ónógur bóka- kostur gat gefið til þess að sjálf í málrómum og bað hana að skila til húsbóndans að hér væru komnir þrír langferðamenn, sem bæðu að lofa sér að vera nóttina. Aum- ingja stúlkan fer inn og kemur aftur eftir nokkra stund með hulda sorg í rómnum og segir, að húsbóndinn segi að það sé ekki hægt að lofa okkur að vera. Seg þú nú húsbónd- leysa SVO mikið Og vandasamt. | anum, að við séum efnaðir bændur verk af höndum. Er því ritgerð i austan af Hólsfjöllum og höfum verið in frekar drög til meira verks að selja marga og feita sauði á mark- en tæmandi í sjálfri sér, enda j aði í dag, við séum því ekki komnir mun höfundinum hafa verið það J hér til að biðja að gefa okkur neitt manna ljósast. En þrátt fyrir það, gefur hún svo glæsij'ega mynd af Völundi sjálfum, gáf- um hans sterkum og dúpum, fræðimanns upplagi og brenn- andi ást á íslenzkri tungu að eng um getur dulist að þaðan hefði verið mikillar elju og vitsmuna vion um þau efni, ef honum hefði enzt aldur til. Kvæði hans bern einnig vott um ótví- ræða skáldgáfu. Er þjóðarharm- ur um svo efnileg ungmenni, er þau deyja um aldur fram á jafn sviplegan hátt. Alls stunduðu nám á skólan um Skl. vetur 75 reglulegir nem- endur og 17 öðruhvoru. Má furðu gegna hversu mikið kom- ist hefir verið yfir að lesa, þar sem skólinn hefir eigi staðið nema 7 mánuði. Alþýðuskólar þeir, sem nú eru óðum að risa upp í sveitunum á íslandi, virð- ast vera vinsæJar stofnanir, og líklegar til þess að hafa holl og göð menningaráhrif á sveitalíf- ið, ef dæma má út frá þeirri reynslu, sem þegar er fengin af alþýðuskóla Þingeyinga. B. K og það með að við látum engan mann úthýsa okkur í húðar rigningu. Komdu svo með ljós og sýndu okkur hvar við eigum að lúra í nótt. Eg vorkenni þér stúlka mín að fara með þetta allt á milli, en það er ekki ann- að hægt úr því við erum svona brögð- um beittir. * 1 Við sprettum af hestum okkar og sleptum þeim á túnið. Eftir æði stund kom stúlkan aftur með ljós og vísaði okkur inn í litla stofu öðru- megin við bæjardymar. Kristján gerði að gamni sínu við stúlkuna, “Það lá nú að, að ekki mundir þú vera samþykk þessu óvita úrræði, að ætla að úthýsa okkur, og það svona falleg stúlka Hann heitir nú Frið- rik þessi piltur. Hann er ekki nema 17 ára gamall, þykir þér hann ekki fallegur? Hann sJldi líka 50 full- orðna sauði í dag, en þér fellur þetta máske illa, en ætlarðu nokkuð að gefa okkur að borða? Aumingja stúlkan var kafrjóð og reyndi ekkert að segja. Hún skaraði í ljósið á borðinu og hvarf með það sama. Eg bað Kristján blessaðan að stríða ekki stúlkunni, ef hún kæmi aftur, hún | ætti það ekki skilið. Við vorum orð- nir hræddir um að við sæjum hana | ekki framar en þá kom hún með stóran bakka hlaðinn af matardisk- | um. “Honum Friðriki lýst vel á þig | hann bað mig blessaðan að stríða I þér ekki svo eg ætla nú að hætta ----— j því.’’ Við fengum undur vel fram Fyrstu nóttina urðum við að liggja reiddan og góðan mat. Stofurúmið úti yfir sauðunum, litlu vestar en a j var lítið og aðeins mátulegt fyrir miðjum Mývatnsöræfum. Við höfð- < einn, og sagði stúlkan að tveir af um búist við því, að verða að liggja I okkur ættu að sofa inni í baðstofu, Endurminningar Eftir Ft/ Guðmiindsson. út) og höfðum því með okkur nógan og góðan mat, og þar að auki hafði Kristján glas með ofurlitlu af koni- aki í vasa sínum, sem hann réði okk- ur að smakka á efjir máltíðinni. Við og við Kristján urðum til þess að sofa inni. Rúmið, sem við áttum að sofa i var rétt innan við baðstofu dyrnar, það var hreint og allskostar þokkalegt. Við urðum þess varir, vorum því mjög vel haldnir og varð j að eitthvað fleira af fólki var á flakki ekkert meint af því að liggja úti. 1 en stúlkan okRar, bg rétt þegar við Ferðin gekk vel alla leið á markaðs- staðinn og sauðina seldum við fyrir 21 krónu, helminginn af þeim, og 22 vorum háttaðir kom inn gömul og hetjuleg kona. Hún var með tals- verða trékollu í annari hendinni og krónur, hinn helminginn, en það var hvoldi henni fyrir framan rúmið, sem I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.