Heimskringla - 19.11.1930, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.11.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. NóVEMBER, 1930 HEIMSKRINGLA R. BLAÐSIÐA við vorum háttaðir í. Auðvitað var Þetta vel meint og ein af erfðafest- um fullkominnar gestrisni, en hér sá Kristján ieik á borði. Eg var iag- stur á aðra hliðina og sneri bakinu áð honum, hann notaði því tækifærið til þess að klípa mig ofuriítið í bak- !ð, og eg rak upp skelli hlátur rétt Þegar kerling hafði snúið sér frá rúmi okkar, hún leit þvi undrunar- full til okkar og sagði eg henni að Það væri svo mikill galsi i karlinum, sem með mér væri að hann hefði ver- ið að kitla mig, en auðséð var að svipur konunnar var ekki sannfærð- ur- Við sváfum vel og eg vaknaði við það að sólin skein á andlitið á mér. Kristján hafði farið snemma & fætur og voru þeir orðnir mestu roátar hann og húsbóndinn. Þegar eg kom tii sögunnar. Þarna sátum við í veizlu um morguninn, og héld- um svo okkar leið inn í höfuðstað norðurlands. Erindi okkar samferðamannanna Lii Akureyrar og Oddeyrar var heið- nriega og rétt afgreitt og við héljdúm aftur heim á leið í góðri tíð, og varð ekkert sérstakt sögulegt við þá ferð framar. En það lærði eg af nánari viðkynningu við Kristján Jóhanns- son, að hann stóð í ýmsu verulegu Þeim mönnum framar, að mínu áliti i sem þó höfðu mest á móti honum. Engum manni hefi eg orðið samferða ð- reið yfir iandið, sem hefir auðsýnt skepnunum meiri nærgætni en hann, b*ði sauðunum og íestunum. Hvar sem við komum, þar sem var fyrir loð inn 0g góður hagi, þá varð að fara af baki, spretta hnökkunum af hest- unum og lofa þeim að hafa frjálsa sund Hann skipaði okkur að taka hnakkana af, sem þó fæstir gera, þegar litla stund á að stanza, og sagði hann að hestum væri það á við væna visk af grasi, að fríska loft- ið fengi að leika um bakið á þeiip, og að þeir gætu velt sér. Þá var eg þess ávalt minnugur, hvemig hann kendi mér á sem réttlátastan hátt að skilja og höndla þá dutlunga, sem voru að því valdir, með einstöku mönnum, að þeir reyndu að úthýsa öðrum, þótt þeir sjálfir vildu láta taka vel á móti sér. Endurminning- in um einbeittni Kristjáns undir þess um kringumstæðum, kom mér mjög vel seinna á æfi minni. Að öllu öðru leyti var Kristján hinn ákjósanlegasti ferðafélagi, alltaf upphefjandi og úr- ræðagóður Einn var sá miðaldra maður í okk- ar sveit, er gerði sér mikið far um að semja vísur við ýms tækifæri, og held eg að hann hafi aldrei gert sér grein fyrir, að það mundi ekki vera heiglum hent að ætla sér að kveða til hrífandi eftirtektar frá því sæti og til lofsverðar nautnar þeim mönn- um, sem Kristján Jónsson var nýskeð horfinn frá. Maður þessi samdi svo- kallaðar "Sveitarvísur”, sem var i því innifalið að yrkja eina vísu um hvern bónda í sveitinni. Ein siík vísa féli í hlut þess manns, sem eg nú vil minnast á með fáum orðum. Vísan er svona: “Góður bóndi Guðmundur, Grundarhól sem notar, þokkahalur þreklyndur, það er valinn búmaður.” Guðmundur á Grundarhóli var ef til vill ekki svo einkennilegur mað- ur, en eitthvað hafði hann við sig, sem gerir mér hann minnisstæðan. Betty’n Jólakaka 2 bollar sykur 4 egg 1 bolla smjör ^ Pd 3hrcðded Cocauut—-þur %Pd Mixed Peel .... chopped ^Pd Almonds _ brytjab-ar .* bolli nýmjólk J flaska 6oz cherrie J teskeiö vanilla 3 bollar Purity Flour 2 teskeitiar baking Powder Set rjóma í smjör- sykur, 4 egg sleg in, cocoanut, peel og almonds, helm- *ng mj lsins, cherr- ies, vanilla, mjólk- ina, afgang mjöls og lyftiduft. Bakib í 1 klst. í 225° hita Best fyrir alla bökun Uppáhalds jólakakan mín— svo Ijúfeng, en þó svo auð- veldlega búin til (Úr "Bréfi til Mömmu” eftir canadíska konu.) “En hvatS tíminn lítSur fljótt, mam- ma! Jólin á ný í nánd! Bob sagöi eitt kvöldit5. “er ekki kominn tími til að gera jólak kuna?” Eg tók til verks o gbakaði hana í dag. Og hún er hreinasta afbragð. Bob segir að lukkan hljóti nú að vera með mér, þegar eg baka, því kakan sé miklu betri en hún hafi ver- ið. Auðvitað er það engin lukka, það er Purity Flour, sem uninn gerir (En honum segi e gekkert um það). Eg hafði alltaf þá hugmynd, að erf- itt vœri a ðgera Fruit kökur, þar til í ár, en í sjálfu sér er það hið sama og með aðrar kökur. Kökugerðin velt ur á því hve efnin eru hæfilega blönd uð og þeim mun meira sem af smjöri er i kökunni, þess vandasamari verð- ur gerðin. En með varkárni, er þetta allt yfirstíganlegt. Ofninn verður að vera jafnheitur. Eg er að vona að þú og pabbi heim sækið okkur um jólin”. Þ>ín elskandi Betty 3014 PURITV FtOUR A product of Western Cinads Flour Millí Co.. Limited, Toronto. Winnipeg. Cilgary L'tið eftir nafni félagsins á Purity Flour pokanum. Það er trygging yðar fyrir því að varan sé gerð af félagi er ábyrgist verk sitt. SenditS eftir Purity Flour Cook Book, 200 bls., yfir 700 reyndar for- skriftir; send með pósti fyrir 30c þér seni notiff TIMBUR The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 VERð Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton GÆÐI ANÆGJA. Fishermens Supplies Ltd PRICES REDUCED EINEN—30-3 — 40-3 — 45-3 and 50-3 — SPECIAL EXTRA DIS- LOUNT 10% off List. ®ea Xsland Cottoú—60-6 and 70-6 in 3% mest—This netting gave Wonderful results on Lake Winnipeg -last Winter—SPECIAL NET ASH PRICE—$2.95 per pound. reductions on Sideline and Seaming Twine KARGE stock in winnipeg kets seamed to okder. Write for price list or call and see us. FISHERMENS supplies ltd. 132 ITtlNCESS ST., Cor. William and Princess, Winnipeg. l’HONE 28 071 Og það held eg, að hann hafi verið frá hjartanu sá guðhræddasti maður, sem eg, unglingurinn, þekkti, fyrir utan mitt feðra heimili. Hann las í hljóði stutta bæn og signdi sig, fyrst þegar hann kom út á morgn- ana, og ávalt á undan máltið, og þeg- ar hann var kominn til að vera við kirkju, þá reyndi hann að komast hjá því að eiga mikið samtal við menn á undan embættisgerð, og mun hann hafa óttast óþægileg áhrif á hugarfar sitt, sem hann hafði undir- búið til sáningar. Hann var einn af þeim mönnum, sem öllum er vel við, hann var innilega greiðvikinn og gest,- risinn og búmaður með afbrigðum, eins og gefið er í skyn í vísunni hér að framan. Hann var mjög vel lag- tækur bæði á tré og járn, og svo sýnt um það að gera óðar að hverjum hlul sem eitthvað bilaði. Sonur hans er stórbóndinn Guðjón Isfeld á Grund í Minnisota. Eg hefi mikla löngun tii að minnast á alla bændur, er eg fyrst endurminnist á jörðum sínum allt í kring í minni æskusveit; en þegar eg finn að það meira barnsleg- ur hugþokki en brýn ástæða, sem veldur þeim kitlanda ,þá sleppi eg því. Þá verð eg þó að minnast á nokkra nafnkennda menn í næstu sveitum. sem atkvæðamestir voru á þessum sama tíma Tel eg þá fyrstan merk- isbóndann Pétur Jónsson í Reykja- hlið. Það getur vel verið að mér vefðist tunga um tönn, ef eg ætti að rökstyðja sumar mínar barnslegu á lyktanir. Eg hefi sjálfsagt verið bú- inn að lesa Vatnsdælu einu sinni eða oftar, eins og aðrar lslendingasögur, annars veit eg ekki, af hvaða ástæð- um eg hefi eignast þá hugmynd að Pétur í Reykjahlið væri annar Ingi- mundur gamli. En þegar eg seinna fór að þekkja Pétur vel, þá sann- færðist eg um ,að hann var einstak- ur maður á sumum sviðum, og jafn- framt sá forneskjulegasti maður, sem nútíðar elztu menn áttu kost á að sjá. Hann var stór maður, hár og tilsvarandi þrekinn á alla Vegu; hann var stórleitur og dásamleg samsvör- un i andlitinu öllu. Það var eins og andlitið væri að öllu saman lögðu of mikið til þess að menn gætu al- mennilega samþykkt að hann væri fríður. Það var eins og niðurbælt fjör blossaði annað slagið í augun- um og þægileg glaðværð og þung al- vara toguðust á í svipnum. Hann var ekkert mera en í meðallagi gef- inn ,en allt var trútt I hann spunnið, og honum notuðust eigin hæfileikar til hlítar, því að hann var auðmjúk- ur í anda og viðurkenndi almáttinn. Pétur var viðurkenndur snillingur í að hjálpa konum á barnssæng. Fram- an af hans æfi var litið um þekking- ar slikra lækna og yfirsetukonur ó- lærðar; kom hans frábæra lægni og fúsleiki sér því mjög vel. I eitt skifti var það að Pétur var á ferð í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, og fór hann eigi all íangt þar frá, er kona lá á sæng, og sem yfirsetukonur gátu eigi hjálp- að. Hafði samt verið sent eftir lækni inn á Húsavík, en lítil von var fyrir að konan lifði svo lengi, að það kæmi að liði. En þá fréttist að Pétur væri staddur í nágrenninu; var þá strax sent í veg fyrir hann og hann beð- inn að reyna að hjálpa; og er hann var kominn til sögunnar, þá hrá svo við að barnið fæddist og allt breytt- ist til eðlilegrar niðurstöðu og vel- líðunar. Löngu seinna spurði eg Pét- ur um þenna atburð, og um sannleiks gildi sögu þessarar, og hvað hann hefði gert. Hann sagðist ekkert hafa getað gert í því tilfelli nema að biðja fólkið að lofa sér að vera einum með konunni dálitla stund; en þá sagðist hann hafa kropið niður við rúm kon- unnar og beðið guð af öllum sínum mætti í auðmýkt og hjartans ein-, lægni að láta' nú sín almættis áhrif greiða úr þessum vanda, og lofa sér að vera vitni að lífeðlis áhrifum hans, og að geta notið þeirrar náðar ásamt ástvinunum að gefa honum dýrðina. Og stöðugt bað hann í fullri vissu um bænheyrslu, þangað til fjölgaði, án þess að hann snerti konuna. Og oftar sagði hann að sér hefði veizt náð til þess að komast í það sam- band við almáttinn, sem hefði greitt allan vanda undir líkum kringum- stæðum. ------ Á Alþingi árið 1889 var fremur róstusamt. Voru þar saman kömnir margir af helztu hugsjónagæðingum þjóðarinnar, einmitt þegar "Valtísk- an” átti að gera innreið sína í land- ið. A þeim árum voru nokkrir af þingmönnum hagorðir, og sumir jafn vel beztu skáld. Urðu þá i hnipp- ingunum til nokkrar visur, heppi- lega hugsaðar og gerðar, og er þessi ein af þeim; Isfirðingar monta mest og miða allt við Skúla. En Þingeyingar þæfa bezt, og þar er Jón i Mula. Auðvitað voru það ekki togþráð- arplögg, heldur hugsanaplögg, sem Þingeyingar voru álitnir að þæfa bezt. Það var og mikið um það tal- að, hvað Þingeyingar létu mikið yf- ir sér á þeim árum. Þeir munu líka hafa staðið mörgum sýslum landsins framar á menningarbrautinni um nokkurra ára skeið- Þeir höfðu með sér margháttaðan félagsskap, er til framfara mátti leiða, og nutu þar fyrir utan leiðsagnar margra aldinna ágætismanna, sem þó sízt af öllu kenndu ofmetnað í nokkru, og tel eg Pétur í Reykjahlíð einn meðal þeirra. Síðar í minningarsögu minni fæ eg tækifæri til að geta um nokkra þá menn, sem, eins og sérstakar fyr- irmyndir í mannfélaginu, mega ekki gleymast; manna, sem langt fram í ókomna tíð geta verið til öryggis og leiðsagnar þeim, sem athuga og virða rétt. Og sný eg mér þá að öðru um- talsefni í bráðina. Marga gamla menn setur hljóða enn í dag, er þeir endurminnast þess geigvænlega atburðar, sem á Norð- austurlandi átti sér stað á annan i páskum vorið 1874, þegar Dyngju- fjöll gusu ösku þeirri í loft upp, er fyrir hægum vindi barst alla leið til Noregsstranda, og eyðilagði margar góðar jarðir á Austuriandi í mörg ár. Frá Hólsfjallabyggðinni eru Dyngju- fjöll í suðvestur, og frá æskuheimili mínu, Grímsstöðum, er á að gizka 30 til 40 mílur að þeim, í þá átt sem sól vísar kl. 2 eftir hádggi. Klukk- an sjö á mánudagsmorguninn voru fjármenn komnir á fætur, þeir er á beitarhús gengu. Véður var bjart og kyrrt og mikið tunglsljós. öll jörð var þakin etf snjó, sem nýlega hafði fallið. Þeir, sem fyrstir komu út gátu ekki um nein óvanaleg fyrir- brigði á lofti eða láði, en litlu seinna gat einhver um það, að allt suður- loftið væri kolsvart, og fóru þá fleiri að gefa þessu gaum, og jafnframt var það athugað, að snjórinn var að dökkna, og í staðinn fyrir að það færi að birta af degi, þá»fór heldur að skyggja að. Þá gekk faðir minn út með hvítan disk og var stundar- korn úti, og þegar hann kom með diskinn aftur, þá var á honum þunnt lag af fíngerðum gler- eða málmnál- um, misjafnlega löngum, sumar þumj ungur og jafnvel lengri, og marglitar, og ekki grófari en fíngerðustu saum- nálar. Brátt tók þó ýyrir þessa úr- komu, en jafnframt þessu hafði fall- ið niður smágerð aska, sem gerði snjóinn gráan að ofan; en fljótlega fór að hvessa á vestan og allt suður- og austurloftið var kolsvart langt fram á dag. Eftir fáa daga fórum við að frétta, hvað fyrir hafði komið í nágrenninu. öskufallið á efra Jök- uldal 16 þumlungar á þykkt, og marg ar góðar jarðir lagðar i eyði fyrst um sinn að minnsta kosti. ösku- mökkurinn hafði alltaf hreikkað en líka þynnkað eftir því sem lengra dró frá eldfjallinu. Margir bændur urðu að troða sér niður i nálægum sveit- um um nokkur ár, þangað til gras var sprottið svo upp úr öskulaginu, að aftur var kominn hagi fyrir skepn- urnar. Ailar eru þær jarðir nú iöngu byggðar aftur. Mývatnsöræfi er sá heiðabálkur kallaður, sem liggur norður frá Vatna jökli, Herðubreið, ódáðahrauni og Dyngjufjöllum, vestan naegin Jökuls- ár á Fjöllum, upp af Kelduhverfi og Axarfirði. Yfir þessi öræfi frá vestri til austurs liggur þjóðvegurinn frá Akureyri til Austfjarða, og á mín- um uppeldisárum, eða áður en nokkr- ar hringferðir 'á hafinu kringum landið voru til, þá þurftu allir, sem ferð áttu milli Austur- og Vestur- lands, að fara þessa leið. Á þess- um öræfum voru viða hagar góðir fyrir fé og hesta, og úr öllum nær- liggjandi sveitum létu menn hesta sína ganga í þessum högum, þegar ekki þurftj að brúka þá um lengri tíma. Nú var það'oft miklum erfið- leikum bundið að finna hesta þá, sem notað höfðu frelsið vel til að þjóna munni og maga samkvæmt aðsteðj- andi tilhneigingum, þegar nú þurfti að brúka þá. 1 einni slíkri hrossa- leit, haustið 1874, gat leitarmaður þess, að hann hefði komið að nýrri gjá, sem lá út og suður öræfin í stefnu af Dyngjufjöllum, og var sprunga þessi hvergi víðari en svo að hann gat stigið yfiT hana. Uró þessar sömu mundir eru farnar að koma fréttir úr öllum áttum í kring- um okkur um jarðskjálfta, sem menn hafi orðið varir við. Seint í október þetta sama haust er annar maður í hrossaleit á Mývatnsöræfum, og hef- ir mikið stórfelldari sögu að segja en áður spurðist- Hann hefir komið að nýrri gjá, sem er svo við, að hann gat hvergi stokkið yfir hana, og hann hélt að gjáin væri fleiri mílur á lengd, og suðurendinn á gjánni vís- aði beint á'Dyngjufjöll, þennan vítis- brunn, sem allir nú óttuðust frá því á páskum næstliðinn vetur. Á hinn bóginn urðu jarðskjálftarnir alltaf tíðari og tíðari. Það er komið fram að jólum og menn eru farnir að fyll- ast hryllingi. Jarðskjálftarnir eru orðnir svo harðir að híbýli manna og skepna gera sig liklegust til að falla ofan á hvað sem fyrir verður; qg til að tryggja líf mannanna hvað Mannsæfin öll Alinn ósjálfbjarga, ætlað seint á fætur, móður nákvæmd næmi, nærir hjartarætur. Hún skal verki vaxin, venja á skilningstækin Rrjóstin skatti skila, skammt í bæjarlækinn. Margt að skoða og skilja, skrítinn æðisgangur. óhljóð ógn og skelfing, ómagafiálsinn iingur. Vitið holdi vænna, vex í rýmra heimi. Afhent áhöld notuð, efst og neðst í geimi. Þrosknn holdsins þrýtur, þá er búið stærra. Gróðinn, greindar kraftur, grennslast lengra og hærra. Margt á minnisspjöldum, mikill skilningsauki, reynslan ljósum letruð, lærð af ýmsu hnauki Efnið úr sér gengur, elliglöpin vitna. Gnúast gáfnatækin, greindaráhöld slitna. Vitsins vinnustæði verður að yfirgefa. Hangir hoid á þræði, hiugur í tómum klefa. Frá því fyrst í vöggu, fram að loka-stundu, er umgjörð andans hrynur, örend niður á grundu. Viðsýn vitsins þroskast, vex úr öllum höftum. Æðri áhöld hlotnast ódauðleikans kröftum. Fr. Guðmundsson. sem öðru'líður, þá leita nú bændur hafi verið lengra út og suður eftir upp hvem spýtugaur, sem lauslegur gjánni en tvær til fjórar mílur. En lafir til að reka undir baðstofuþök- in; og ennþá kemur frétt af gjánni, að hún er komin norður í gegnum þjóðveginn, og bændur úi öllum nær- liggjandi sveitum, sem eiga hesta á Mývatnsöræfum, leggja nú af staS eða senda sina duglegustu menn til að ná hestunum. Allar fréttir bera það með sér, að harðastir og átakan,- legastir eru jarðskjálftamir á Gríms- stöðum ,og faðir minn, sem hafði ein- hvern veginn numið einföldustu reglu til að mæla vegalengd á milli tveggja ákveðinna staða, hann mældi nú af hlaðinu á: Grímsstöðum að litlum fjallhól, sem stóð á austurbarmi gjár- innar, og var það rúm dönsk míla, eða fjórar og hálf míla ensk. Það var því ekkert spursmál um það, að Grímsstaðir væru langnæsti manna- bústaður þessari gjá, hvað sem fram- tíðin ætlaði að af henni hlytist. —- Alltaf versnuðu áhyggjuefnin. All- an janúar og fram í miðjan febrúar ieið svo engin mínúta, að ekki skylfi sætið, ef maður settist niSur, og marg ir komu þeir kippir inn á milli, að óð héldum að baðstofan myndi hrynja niður, og aldrei heyrði eg föður minn skipa eins ákveðið og valdalega fyr- ir öllum hreyfingum heimilisfólks ins eins og eina nótt, er allir vökn- uðu og hentust fram úr rúmum sin- um, og hann skipaði öllu fólkinu að standa fhst við skilrúmsveggina í baðstofunni, og daglega voru reknar stoðir undir hana, þó sterk væri. 17. febrúar 1875 gaus eldur upp úr gjánni. Það var mjög hrykaleg og geigvænleg sjón, fyrir okkur, sem bjuggum svo nærri gosinu. Gjáin var orðin svo löng, að hún hefir sjálf- sagt verið um 20 mílur enskar; en aldrei logaði upp úr henni allri í einu og sjaldnast held eg að bálið þegar maður bjó svo nærri, þá sýnd- ist bálið svo geysilega hátt- Stund- um logaði í öðrum endanum á gjánnf". óg allt í einu datt eldurinn niður. en þá heyrðust sogandi org og hrynj- andi dynkir og óhljóð, sem fylltu geiminn, en aðeins eina til tvær mín- útur, og þá kom eldurinn upp í hin- um enda gjárinnar, þó 20 mílur á að: gizka væru á milli endanna. — Núi hafði gjáin lengst svo norður, að ekka var orðið lengra en sem svaraðí tveiiri mílum enskum að Jökulsá á Fjöl/ - um; og oft var um það hugsað aí' þeim, sem næstir stóðu, hvað anra- ars mundi á daginn drífa, ef Jökulsat lenti i eldvellandi gjána, og kald"- lyndir gárungar héldu, að það gæfs áður óþekkta skemtistund. Annars lá ógn og áhyggja eins og martröS á geði alvarlega hugsandi manna. orkan og hrikasýningarnar lýstu svo átakanlega vanmætti mannsins, og einlæg viðurkenning fyrir náttúrulög- málinu varð að einskonar landnámi, andleg sérei^n, sem stöðvuðu í eigin- legu trausti á almáttinn. Menn sáu glóandi kletta, sem voru fleiri faðm- ar á hvern veg, kastast eins og kúlu úr riffli, á logandi vegum lengst upp í loftið, og falla svo til baka í fjölda mörgum fossandi þáttum eins og rennandi vatn úr loftinu, sumt ofan í gjána aftur -og annað allt á báða barma hennar, og hlóðst þar upp, þangað til það rann af stað í allar áttir og myndaði margra mílna langt og bréitt hraun og hrúðurklessur á Iagslétt hálendið. Að lokum hlóðst það svo hátt upp í miðjunni, að það seig samán og storknaði yfir gjána, eftir að hafa logað og þreytt kraft- ana hvíidarlaust í 2 mánuði. Frh-.. i. FUNDNIR $100.000 Bókstaflega yrði $100,000 stung ið í vasa borgara þessa bæjar ef atkvæði er greitt með aukalögun- um um fjárveitinguna til Hydro hitunarkerfisins, er nemur $750,- b00, á kosningadaginn 28. nóv. n.k.. J. G. Glassco'1 formaður Hydro kerfisins fullyrti þetta í umræð- um um að færa út kvíar kerfis- ins, ef lögin yrðu samþykkt. Töl- ur þessar styðjast við það, að ef við orkuna bættust 100,000,000 kw frá Point du Bois plöntunni, þá myndi Hydro kerfið hagnast af því $100,000. Þessa $100,000, segir Mr. Glass- co að séu peningar sem gufuhit- unarplantan mundi gefa af sér, ef notað væri vatn það, sem nU rennur til ónýtis í árplöntunni. — Þessi lög hafa verið sniðin með það í huga, að notfæra á sama hátt Slave Falls plöntuna, með þess- um sama tilkostnaði eða veitingu þessara $750,000. Svæðið, sem veiting þessi mundi ganga til, er milli Portage Ave og Assiniboine Ave., og Colony og Sherbrook stræta. The North- ern Develop félagið heldur sem stendur leyfinu milli árinnar og- Portage Ave. í nánd við Sherbrook St. Éf lögin eru ekki samþykkt mun þetta prívat félag koma fyrir bæjarráðið að kosningunni aflok- inni o gbiðjast leyfis um að byrja á starfrækslu þessari sjálft. Hydro kerfið hugsar sér að nota þessa peninga á þrem til fjórum árum, en mikinn hluta þeirra þó 1931, til þess að koma upp stöð sem tengja mætti við plöntuna á Rupert St. Með tímanum mundi svo kerfið verða lagt suður og vestur. Aðal tilgangurinn með fjárveit- ingunni segir Mr. Glassco að sé sá, að færa sér í nyt þá orku, er nú fer forgörðum í Slave Falis plöntunni. Þessi aukastöð mundi kosta h.u.b. $300,000. FleyiH ekki burtu $100.000 Greiðið atkvæði með HYDRO’S miðstöðvar hitunnr lögunum á föstudaginn 28 nóvember %

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.