Heimskringla - 19.11.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.11.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. NÓVEMBEH, 1930 »----—------------------------------------ Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----öftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON I—-------------------------------------—* Eigi má lýsa bræði Tosta, er bróðir hans endurtók fyrir honum með alvörugefni ásak- anirnar á hendur honum og bað hann réttlæta sig. Það gat hann eigi. Vald var honum sem lög og með valdi einu vildi hann varinn vera. Haraldur, er eigi vildi vera eipn dómari í máli bróður síns, fól frekari umræður höfðingjum borga og sýslna, er liðssafnað höfðu saman dregið til landvarnar, og bað Tosta að skjóta máli sínu til þeirra. Tosti, er var hégómlegur sem kona, 'þótt hann væri grimmur sem tígrisdýr, féllst á þetta. Kom hann þangað í gullhlaðinni skar- latsskikkju, hárskrýfður og ilmvötnum þveg- inn sem til hirðveizlu. Gekk slíkt skraut svo í augu manna á þeim tímum, sérstaklega ef stórættað vaskmenni átti í hlut, að höfðingj- um lá vi ðað gleyma hinum hryllilegu sök' um, er á jarl voru bornar, í aðdáun sinni yfir íturleik hans. En ástríður hans náðu yfirhönd inni áður en hann var hálfnaður með ræðu sína, og svo bar hún sakir á hann, svo aug- ljósar urðu misgerðir hans og Englendingarnir kurruðu, svo hann fékk eigi enda bundið á mál sitt. “Nóg er sagtl’’ hrópaði Ubbi hinn sax- neski frá Kentsýslu, “er augljóst, að hvorki konungur né þjóðþing má þig aftur í jarlssæti skipa. Herm eigi meira af grimmdarverkum þínum, ella munum vér þig brott reka, þótt Norðimbrar hafi það eigi áður gert..” “Tak fé þitt og skip og far til Baldvins Flæmingjagreifa,'' sagði Þorvaldur, voldugur maður, ensk-danskur frá Lincolnsýslu, “því jafnvel Haraldur megnar naumast að forða þér frá útlegð.’’ Tosti horfði atalt á menn, en sá sama svip á öllum. “Þetta eru böðlar þínir, Haraldur!’’ mælti hann og gnísti tönnum. Gekk hann síðan út úr höllinni án þess að mæla frekar. Sama kvöldið reið hann úr borginni og sem fastast á fund Játvarðar, og afflutti mjög við hann uppreisnarmenn. Næsta dag fluttu sendimenn Norðimbra mál sitt, og báðu þeir, samkvæmt venju, er ágreiningur varð innan lands, að lagt yrði málið í gerð konungs og þjóðþings, og biðu báðir flokkar undir vopn- um á meðan. Því var að lokum átað. Haraldur fór aftur til öxnafurðu, en þangað var konungur kom- inn að ráði Alráðs, er séð hafði fyrir hvað verða vildi. VI. Kapítuli. Þjóðþingið var kvatt saman í skyndi. — Þangað komu hinir ungu jarlar, Mörðukári og Játvin, en Carodoc, er fylltist bræði við til- hugsunina um frið, hvarf aftur til Wales með hinn herskáa flokk sinn. Allir mestu höfðingjar, andlegir og ver- aldlegir, komu til Öxnafurðu, til þjóðþings þessa, er ákveða skyldi frið eða ófrið á Eng- landi. Svo mikið þótti við liggja, að þing þetta var jafnvel enn fjölmennara en það, er tók Guðina í sætt og syni hans. Eitt aöeins var efst í allra hug, svo að jafnvel litlu, skifti jarls- dæmi Tosta, — nefnilega ríkiserfðirnarr. Beind ust allra hugir ómótstæðilega og ósjálfrátt að Haraldi. Auðséð var að skjótt hnignaði heilsu kon- ungs; enginn erfingi var eftir í karllegg frá Sið- reki kominn, nema sveinninn Játgeir, er svo léttúðugur og barnslegur var í skapi, og það til æfiloka, að sá minnihluti, er svifti hann rík- iserfðum, fagnaði því fremur en hryggðist, enda viðurkenndu eigi saxnesk lög erfðarétt hans, þar eð faðir hans hafði aldrei krýndur 0 verið. Óhugur var í mönnum, er vissu um, hvað fyrir konung hafði borið, enda var sá orð* TÓmur á kominn, styrktur af Haka, er Haraldi fylgdi r'ast, að Normannahertoginn mvndi gera tilkall til ríkiserfða. Bar af öllu þessu hin mesta nauðsyn til þess að tryggja ríkiniu þann erf- inga, er reyndur væri á ráðstefnum og í her- ferðum. — Helztu íylgismenn Haraldar voru auðvit- að menn af saxneskum uppruna,- og mikill hluti ensk-danskra manna — allir þegnar úr hinu víðlenda jarlsdæmi hans, Wessex, milli suður- og vesturstranda, frá Sandvík við Temp- ármynni, að Landsenda í Cornwall, og þar á meðal Kentsýslubúar, er síðan á dögum Cæs- «.rs höfðu fremstir verið taldir landsmaúna, enda þeir áhrifamenn allt frá dögum Hengists að engra gætti eins nema hinna herskáu Eng- il-Dana. Haraldi fylgdu einnig margir þegnar úr hinu fyrra jarlsdæmi hans Austur-Öngli, er «4ði yfir Essexsýslu, mikinn hluta Herfurðu- sýslu, er tók yfir nokkurn liluta Cambridge, Huntingdon, Norfolk og Elg. Einnig fylgdu honum allir auðugustu og vitrustu menn í Lundúnum og flestum verzlunarborgum; all- ir þeir, er í herferðum höfðu með honum ver- ið. og í raun réttri mestur hluti almennings- álitsins um ríkið þvert og endilangt. RoblitfHood FLÖUR CANADÍSKUR MORGUNMATUR Jafnvel prestarnir, að undanskildum þeim er næstir stóðu hirðinni, gleymdu á þessum hættutímum, sinni fornu o gdjúprættu óvild til Guðinasona; þeir mundu þó, að Haraldur hafði aldrei á herferðum sínum rænt nokkurt klaustur, né á friðartímum dregið sér dag- sláttu af kirkjujörðum, og var það einsdæmi um jarla á þeim tímium, að Álfreki hinum helga jafnvel eigi undanskildum. Fylltust þeir sama guðmóði og alþýðan, er hin saxneska kirkja átti svo margt sameiginlegt með í fáfræði sinni. Ábóti sem þegn var hinn ákafasti til fylgis við Harald. Eini flokkurinn, er eigi veitti Haraldi, voru fylgismenn Álgeirssona. En að vísu var sá flokkur voldugur mjög; fylltu hann allir fornvinir Álfreks hins góða og Sigurðar jarls hins digra. Margir frá Austúr-Öngli, þar sem Algeir hafði við jarlsdæmi tekið eftir Harald; Því nær allir þegnar frá Mersíu, miðdepli rík- isins, og allir Norðimbrar; einnig fylltu þann flokk hinir herskáu Walesbúar og Skotar úr ríki Melkólfs skattkonungs, þrátt fyrir það að Melkólfur sjálfur var mestur vinur Tosta. En þó voru allir höfðingjar þessa flokks, að und- anteknum ef til vill Algeirssonum sjálfum, reiðubúnir til að greiða Haraldi atkyæði sitt, við hina mirinstu örvun, þótt þeir enn legðu ekki"til málanna; og lofuðu þeir hann engu minna en Saxarnir frá Kent eða Lundúnaborg- arar. Allir flokkar voru, -í stuttu máli, reiðu- búnir til að gleyma fornum væringum, nú er svo mikið var í húfi. Stóð aðeins á því, að Norðimbrar yrðu ánægðir með sín málalok, og að fylgismenn Algeirssona kæmu sér saman við vini Haraldar, að Haraldur yrði einróma til ríkiserfða kjörinn. Jarl afréði sjálfur viturlega og sem föður- landsvini sæmdi að blanda sér eigi í mál Tosta og Algeirssona. Hann gat eigi þá rangsleitni framið, að hvetja flokk sinn til fylgis við ó- rétt og ofbeldi, einungis til þess að veita bróð- ur sínum, en á hinn bóginn sæmdi honum held ur ekki að ganga í berhögg við Tosta. Og að vísu þótti honum sem stjórnmálamanni viður- hlutamikið, að fá svo mikinn hluta ríkisins sonum síns forna fjandmanns í hendur til um- ráða — og ala s'ér þannig keppinauta, einmitt á þeim tímum, er mest lá við, að yfirráð Eng- lands væru tvímælalaust óskift í eins manns höndum. En til þes sað klífa síðasta þrepið á valda- tindinum, þarf hamingjusamur maður sjaldan að leggja fram ítrustu krafta. Hann hefir áður sáð, svo að uppskeran er honum vís á sínum tíma. örlögum hans ráða þá aðrir; honum verður valdið í hendur fært. Hann hefir sjálf- ur gert sig þjóðinni ómissandi; runnið samtíð sinni í merg og bein, svo að hún blómgast fullu skrúði í lárviðarsveignum, er lagður verður honum um höfuð. Tosti, er bjó nokkuð frá Haraldi, í kastala einum við hlið Öxnafurðu, hirti lítt um að vinna sér vini, eða spekja óvini sína. Treysti hann frekar á fortölur sínar við Játvarð, sem reiður var Algeissontmi fyrir uppreisnina), um hættu þá, er konunglegri virðingu hans staf- aði af tillátssemi við uppreisnarmenn. Nú voru aðeins þrír dagar til þjóðþings. Voru flestir meðlimir þess.komnir til borgar- innar. Stóð Haraldur við glugga í klaustri því er hann bjó í, og horfði þungt hugsandi á mannfjöldann á strætinu, þar sem gaf að líta hinn hátíðlega búning klerka og lærd^íms- manna innan um skrautklæði þegna og ridd- ara, því Játvarður hafði, sér til sæmdar látið endurreisa háskólann, er synir Knúts hins ríka höfðu farið um ráns og ofsóknarhöndum. — Haki kom inn í þessu, ög kvað fjölda þegna og preláta, undir forystu Alráðs erkibiskups frá Jórvík, biðja áheyrnar. “Veizt þú erindi þeirra, Haki?” Andlit sveinsins var enn fölara venju, er hann svaraði alvarlega: Spádómar Hildar eru nú um það að ræt- ast.” Jarl hrökk við og roðnaði, er hin forna metorðagirnd hans hleypti honum eitt augna- blik kappi í kinn — en brátt stillti hann sig og bað Haka að láta þá inn ganga. Þeir komu nú, tveir og tveir saman — og svo margir að brátt fylltist hið mikla herbergi. Heilsaði Haraldur þeim, og sá þar komna æðstu höfðingja landsins; helztu menn kirkj- unnar, og víða gat að líta fornan fjandmann við fornvin^r hlið. Allir námu þeir staðar fyr- ir framan lágpall þann, er Haraldur stóð á, og Alráður afþakkaði með handbendingu boð hans um að stíga upp á pallinn, ásamt þeim, er fremstir stóðu. Alráður hóf síðan máls, blátt áfram og al- varlega. Lýsti hann stuttlega hversu kom- ið væri; dvaldi með tilfinningu og sorg við heilsufar konuhgs og ónýti afkomanda Siðreks. Lýsti hann hreinskilnislega þrá sinni, að skjóta til úrskurðar alþýðu arfgengi hins unga Öðl- ings, ef mögulegt hefði verið, og vilja sínum til þess að hafa að engu ákvæðin um aldur ríkis- erfingja, er í slíkar nauðir væri rekið. En jafn skorinort lýsti hann yfir því, að sú von og ósk væri nú að engu orðin, og að nú stæðu allir höfðingjar ríkisins sammála. “Þess vegna höfum vér, að vandlega hugsuðu' máli, all- ir þeir er þú sér hér saman komna, ákveðið að bjóða þér, Haraldur jarl, hjörtu vor og hendur til þess að búa sem bezt urii þig í hásæti Ját- varðar konungs, að honum látnum, að þú megir þar jafn öruggur sitja; sem nokkur Englandskonungur áður, eða ættmaður Siðreks —- vitandi vel að þú einn átt ítak í öll- um enskum hjörtum; að þér einum treystum vér til þess land að verja; þér einum lög vor að halda!” Haraldur- hlýddi niðurlútur á orð bisk- ups, en sjá mátti geðshræringu hans á því, hvernig brjóst hans bifaðist undir skarlats- skikkjunni. En er þagnaður var rómur sá, er allir gerðu að máli biskups, lyfti jarl höfði og svaraði: “Heilagi faðir og horskir samþegnar! Ef þér mættuð nú lesa hug minn, þá mynduð þér eigi sjá hégómakæti metorðagjarns manns, er sér hin æðstu verðlaun jarðnesk sér í hendur lögð. Þér mynduð þar líta djúpa en orðvana þökk fyrir traust ykkar og ást; hátíðlega og alvarlega umhyggju; einlæga þrá til þess að afklæðast allri lítilmannlegri síngirni, svo að eg megi sem bezt meta hvort eg megi Eng- landi betur vinna sem konungur eða þegn. — Fyrirgefið mér því, ef eg svara eigi sem met- orðagimdin myndi vilja, en hyggið mig heldur eigi óskynjandi á þann vegsauka að ráða yfir örlögum Englands, með Guðs tilstyrk og lands laga, — þótt eg bíði, meðan eg athuga þá á- byrgð er þessu fylgir, og þá örðugleika, sem yfirstíga þarf. Eitt liggur mér á hjarta, er eg vldi garna sagt hafa, en þess eðlis, að eigi tjá- ir að ræða í slíku fjölmenni, enda vildi eg heldur leggja það * undir dóm fárra manna valdra, er þið skuluð sjálfir kjósa: elztu og reyndustu þegna og mest virtu preláta, er þér treysti ðhelzt til fyrir vitsmunasakir en eigi ástar á mér. Þessum mönnum mun eg segja allt af létta; að þeirra ráðum í öllu fara; hvort heldur eg skyldi öðrum þjóna, er þeim, að loknu máli mínu, virtist að kjósa, eða undirbúa sálu mína til þess að taka á móti kórónunni og bera hana sem sæmilegast að því er eg megna.” Alráður leit mildilega á Harald, og fólst bæði meðaumkvun og geðþokki í augnaráðinu, því hann skildi hvað jarli var í hug. “Þú hefir rétt kjörið, sonur, og munum við nú út ganga að kjósa menn til tals við þig, þá er þú mátt við una, hvern veg sem iþeim lízt.” Biskup gekk út og með honum allt föru- neytið. Haki varð einn eftir og mælti hvatskeyts- lega. “Eigi munt þú svo óforsjáll vera, Harald- ur, að játa hér nauðungaréið þinn við Nor- mannahertogann!’’ “Sú er ætlun mín," svaraði Haraldur stuttlega. Haki hóf mótmæli, en jarl greip þegar fram í mál hans: “Segi Normannahertoginn að Haraldur hafi hann svikið, þá skulu það þó aldrei enskir menn mæla mega. Far þú. Fæ eg það eigi. skilið, Haki, en á stundum hefir þú söniu seið- mögnunaráhrif á mig og Hildur. Far þú, vin- ur; eigi gef eg þér það að sök, heldur hjátrú þess manns, 'er eitt sinn lét skynsemi sína í lægra haldi lúta fyrir óheilum ímyndunum. Far þú! og send hingað Gyrði bróður minn. — Hann einan vil eg ættmanna minna hjá mér hafa á örlagastund þessari.” Haki drap höfði og gekk út. Gyrðir kom að vörmu spori. Ilonum hafði Haraldur þegar trúað fyrir úrslitum liinn ar ógiftusamlegu heimsóknar til Normanna- hertogans. Þótti honum, fer bróðir hans þrýsti hendi hans, og leit einlæglega og opinskátt í augu hans, sem þar stæði heiðurinn sjálfur, holdi klæddur við hlið hans. Sex hinir lærðustu prelátar og sex höfð- ingjar, þeir er nafnkenndastir voru að hreysti og ráðkænsku, komu nú aftur inn til jarls undir forustu Alráðs. “Loka þú! Loka þú! Gyrðir,” hvís'aði Har- aldur, “því þetta er auðmýkjandi skriftajátn- ing — og því vildi eg iþig hafa mér til styrktar.” Haraldur studdi armi á öxl bróður síns, og sagði síðan með mikilli geðshræringu, en þó stilltur vel, svo að h’nir tignu áheyrendur komust mjög við, sögu sípa um viöskifti þeirra hertogans. Ymsar geðshræringav komu í ljós lijá á- heyrendum jarls, er hann :agði sögu þessa, en þó lýsti sér fremur skelfing en andstyggð í lát- bragði þeirra. Nauðungareiður jarls fékk eigi svo mjög á hina veraldlegu höfðingja; því sá var verstur ljóður á ráði saxneskra laga, að framburö allra mála, hinna smæstu sem hinna stærstu, varð að staðfesta með margflóknum eiðurn, sann- leikanum til hins mesta tjóns, því að eiðar voru þá því nær bókstafsform eitt orðið, líkt og eið- ar þeir er nú sverja þingmenn vorra tíma', svo að þá skirrist því nær enginn við að brjóta, þótt annars séu heiðarlegir menn. Og engir eiðar voru minna virtir en einmitt hollustuelð- ar, því þeir voru árlega rofnir, með hverri wpp- reisninni á fætur annari, og það ámælislaust. Var eigi sá skattkonungur í Waies eða jarl á Bretlandi, er uppreisn gevði gegn konungi, að eigi bryti hann eið sinn við hann, að vera hon- um hollir þegnar og hlýðnir. Etida varð holl ustueiður Vilhjálms Normannahertoga honum aldrei þröskuldur í vegi, er liann sá sér færi á, eða áleit rétt að vera að grípa til vopna gegn sínum lánardrottni, Frakkakonungi. Á klerkana fékk þetta meira; ekki endi- lega eiðurinn sjálfur, heldur helgir dómar þeir er jarl hafði svarið ríð. Horfði hver á annan, steini lostnir og ráðalausir, er jarl hafði lokið máli sínu; en með hinum höfðingjun;im kom upp kurr mikill, bæði af reiði yfir ágirnd Vil- hjálms til fööurlands þeirra, og af fyrirlitningu við þá tilhugsun, að með slíkum nauðungareiði hefði átt að ofurselja heila þjóð í óvinahendur. “Nú hefi eg,” sagði Haraldur eftir nokkra þögn, létt af samvizku minni við ykkur og skýrt ykkur frá þeirri hindran, er ein hamlar mér frá að taka boði ykkar. Þessi virðulegi preláti og mín eigin samvizka hafa þegar leyst mig frá nauðungareiði þessum, er svo háska- samlegur er Englandi. Hvort sem eg verð kon- ungur eða þegn, þá mun eg ætíð meira meta lifandi menn, framtíð þeirra og afkomendur, en dauðra manna bein, og með sverði og stríðs- exi höggva mér í flokki árásarmanna bætur fyrir veikleika tungu minnar og augnabliks hugbilun. En hvort þér, er nú vitið allt, sem orðið hefir á fyrir mér, ekki álítið landinu ör- uggara að kjósa yður annan konung — það eigið þér nú að ráðgast um við sjálfa yður, og taka hæfilegt tillit til alls, er þar að lýtur.” Að svo mæltu gekk hann niður af pallin- um og inn í bænahúsið ásamt Gyrði. Klerkar litu nú til Alráðs, og ávarpaði hann þá nú sem Harald fyr. Gerði hann þeim greinarmun, á eiðnum og efndum hans — á liinni meiri synÖ og minni — eiðnum, er .kirkjan gæti gefið af- lausn fyrir — og þeim er engin kirkja mætti krefjast efnda á, sem engin iðrun gæti bætt fyrir ef haldin væri. Þó játaði hann hreinskiln- islega, að einmitt fyrir þessi vandræði hefði hann hneigst að öðlingnum; en sannfærður um vanmátt hans tii ríkisstjórnar, jafnvel á friðar- tímum, óttaðist hann því meir kosningu hans, sem kunnugra væri að Normannar hvesstu pú sem ákafast vopn sín gegn Englandi, Og að lokum mælti hann: “Ef finna má annan jafnfæran Haraldi oss til varnar, þá látum oss kjósa hann; ef ekki —” “Ei er þann mann a ð finna!” hrópaðu þegnarnir einum rómi. “Og,” sagði höfðingi einn reyndur og róðugur, “ef Haraldur hefði bragö hugsað til þess að tryggja sér ríkið, þá hefði han eigi annað viturlega getað fundið, en sögu þá er hann nú sagði oss. Eða hví skyldum vér einmitt nú, er vér vitum fullvel að háskalegasti fjandmaður Englands bíður einungis dauða Játvarðar til þess að leggja á háls vorn útlent ok, reka frá oss þann manninn, er einn fær staðist bann.? Haraludr hefir eið unnið! Hverju máli mundi það skifta? Hver er sá vor á meðal að eigi hafi hann lögeið unn- ið, að sæmilegast hafi honum virst á síðan að gera yfirbót, eða gefa til klausturs? Svo hömlum vér Haraldi sem viturlegast frá því að halda þann eið, að vér kjósum hann sjálfan til konungs. Megum vér þannig bezt sannfæra hinn ósvífna Normannahertoga um það, að England getur enginn gefið né selt, konungur né þegn, að þjóðþingið kjósi einmitt þann höfð- ingja til konungs er hrekkvísi hertoga hefir sýnt að hann óttast mest.” Hér var sem einum miunni mælt fyrir hönd leikmanna, og létu klerkar af þessu sannfær- ast, og fyrgreinuðum orðum Alráðs. Voru þeir þess auðtrúa, og með venjulegum gjöfum til kirkju og sæmilegum yfirbótum, mætti bæta fyrir spell þau er framin hefðu verið gegn hin- um helgu dómum, enda myndi Haraldur er svo mikið var í húfi, auðveldlega geta fengið þá aflausn hjá páfa, er hann væri til konungs kjörin, sem hann hefði aldrei fengið, ef hann | sem óbreyttur jarl stæði í óbættri sök við Nor- mannahertogann.— /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.