Heimskringla - 14.01.1931, Síða 3

Heimskringla - 14.01.1931, Síða 3
WINNIPEG 14. JANCrAR 1931. HEIMSK.RINCLA 3. BLAÐSIÐA í i í i i i Taktu mig heim kostar S<DC ma W?f The Premier Spic Sþan (þenna litla rafmagns handsóp) með öllu tilheyrandi, sogbelg og s. frv., má nú fá í nokkrar vikur með því að borga út í hönd AÐEINS 50c — AFGANGINN Á VÆGUM SKILMÁLUM Til viðskiftavina vorra skulum vér senda Spic Span með fylgikröfu. Þeir borga flytjanda 50c. Og svo $1.00 á mánuði með ljósa reikningnum. Símar 848.131 848 132 848 133 Cftij ofWmnfpe^ HgdroEiertncStjstem, I afborgunum $19.75 Fyrir borgun út í hönd. 55-59 PRINCESS ST. $18.75 landi söng kór “över skogen, över sjön” og þegar skipið var lagst gekk konungur um borð og hélt ræðu og sagði m. a.: I nafni sænsku þjóðar- innar heilsa eg jarðneskum leifum norðurfaranna, sem fyrir meira en þremur áratugum yfirgáfu ættjörð sína til þess að leita svars við óráðn- um gátum. Þeir fóru og hurfu _ í fjarskann. örlög sjáfra þeirra urðu til þess að auka gáturnar. En heim eru þeir nú samt komnir að lokum. Þær vonir brustu, að mega heiðra þá í lifandi lifi að lokinni árangursríkri ferð. Við beyjum okkur fyrir hinum sorglegu málalokum- Nú getum við einungis látið í ljós hlýjasta þakklæti okkar fyrir fórnarlund þeirra í þágu vísindanna. Friður veri með minn- ingu þeirra. Síðan voru kistur þeiriia félaga fluttar i land og skotið úr fallbyssum á meðan og síðan sungið og þær fluttar í skrúðgöngu til kirkju og á meðan var hringt öllum kirkjuklukk- um borgarinnar og 500 manna heið- ursfylking stóð í götunni sem lík- fylgdin fór um, auk allra áhorfenda. Þegar til kirkjunnar kom voru tvö stór lárviðartré við aðaldyrnar og báru hásetar kisturnar inn í kapellu rneðan skrúðgangan fór inn í aðal- kirkjuna, en hljóðfæraflokkur lék Marce funebre eftir Beethoven og sálmur var sunginn og lesnar ritn- ingargreinar og síðan söng stúdenta- flokkur Kyre Eleison. Þá talaði Söderblom erkibiskup og sagði m. a.: Velkomnir heim. Það hefur dregist lengi, að þið kæmuð og það, sem við tökum nú á móti eru einungis brot af afburðastæltum verkfærum ókúg- andi hugar og marksækinna dáða. Samt finnum við nokkuð af gleði endurfundanna, en einnig af alvöru þeirra og dómi. Við höfum ekki gleymt ykkur, hetjunni, sem óx i raunum og rannsóknum, hinum æsku- reifa lærisveini og hinum marksækna Iþróttamanni. Nú skeður það, sem frelsarinn sagði fyrir, að ekkert er hulið, svo að það verði ekki opinber- að. örlög ykkar sýna okkur það, að eitt sinn opinberast alt, einnig það, sem hulið er i snjó og ís heimskauts- næturinnar. Að lokinni ræðu erkibiskups var sungið: Sjá þann hinn mikla flokk og spilað Aandant eftir Mozart, en konungur og ýmsir aðrir lögðu sveigi á kistumar. Þannig sýndi föðurland hinna föllnu hetja þeim virðingu sína og um víða veröld er þeirra einnig minnst með að- dáun. Agústínus kirkjufaðir. 1500 ára minnig. A þessu ári er víðast um kristinn heim haldin hátíðleg minning kirkju- föðurins Agústinusar, því að nú eru 1500 ár liðin frá dauða hans. En hann dó í Hippo í Afríku árið 430, meðan Vandalir sátu um bæinn. En 5 þeim bæ hafði hann starfað síðan 391, lengst af sem biskup, en hann var fæddur i Þagaste í Numidiu 353 og var faðir hans Patricius, heiðinn, en Monica móðir hans Kristin. Sjálf- ur lét hann ekki skírast fyr en 387. hafði lengi áður kynt sér kristin fræði og alla heimspeki og allar lífs- skoðanir samtíma síns, en fann hvergi frið eða fullnægju og lifði í æsku hokkuð léttúðugu og sukksömu lífi, að því er hann sjálfur segir í játn- Ingum sínum, en var annars duglegur og mikilsmetinn fræðimaður og kunn- Ur kennari í mælskulist. Það var rit eftir Cicero (Hortensius), sem fyrst vakti hann til umhugsunar um alvöru hfsins og leit sannleikans. Agústínus var einhver mesti og glæsilegasti maður í sögu kristinnar kirkju, sem kirkustjórnandi og ekki síst sem rithöfundur. Hann skrifaði, að því er hann sjálfur segir, 93 rit í 252 bókum og eru hin helstu þeirra játningar (æfisaga hans, fyrsta rit heimsbókmentanna, þar sem maður rekur sundur sálarlif sjálfs sín), og Uln kristna kenningu (De doctrina Christiana). Hann hefur haft ákaf- lega mikil áhrif á kirkjustjórn og kenningar í trú og heimspeki fram á Þennan dag, ekki einungis í rómver- sku kirkjunni, en einnig meðal mót- h^ælenda og fjöldi manna, sem ann- ars eru ekki kirkjulega sinnaðir, hafa einnig verið og eru fullir aðdáunar ^ þrótti og auðlegð persónu hans og á snild rita hans, en kaþólsk kirkja hefur fyrir löngu tekið hann í heilagra manna tölu. Hann var einhver hinn sprenglærðasti maður og veraldar- vanur, en taldi sig samt eiga móður sinni hvað mest að þakka, ástúð henn- ar og bænum. En hún lét sér afar ant um hann og því sa.gði biskup einn eitt sinn við hana, er hún ræddi um sálarheill sonar síns: Það barn getur ekki glatast, sem svo mörg tár hafa verið feld fyrir. Margt í ritum Agústínusar er mjög læsilegt enn í dag, og hann er í ýms- um greinum “nýtísku”-maður. En margt í skrifum hans er einnig þann- ig, að til að skilja það, þarf mikla þekkingu á samtímasögu og heim- speki. “Leita þú inn í sjálfan þig,” segir hann m. a., “því að i innra manninum býr sannleikurinn.” Agúst- ínus er i sögu heimsins eittlivert stórfenglegasta dæmið um mann, sem var í senn lærdómsmaður og verald- arvanur framkvæmdamaður og auð- mjúkur trúmaður með djúpri per- sónulegri trúarreynslu. Þú hefur skap- að oss fyrir þig, segir hann í játning- um sínum, og hjarta vort er fult óróleika uns það finnur friðinn í þér. —Lögr. FRÁ ÍSLANDI. TVÆR RÆÐI'R OG SVÖR VIÐ SPURNINGUM. eftir J. Krishnamurti. Frú Aðalbjörg gaf út 1930 . Margt, sem Krishnamurti ritar, er mjög eftirtektarvert. Hann ritar í ræðum þessum: “Eg held því fram, að engin trúar- brögð, stofnanir eða félög geti leitt mennina til sannleikans, — þvi að sannleikurinn er einstaklings málefni og á ekkert skylt við nein félög. — Eg hefi leyst upp Stjörnufélagið, og eg óska sizt af öllu, að nokkur, er á mig hlustar hér, fylgi mér eða öðrum, því að engin geymir sannleik- ann, nema þér sjálfir, og enginn getur gefið yður hann, hvorki meistarar, leiðtogar eða fræðarar. — Ef þér getið ekki látið vera að til- biðja, þá dýrkið þá, sem þér umgang- ist, verkamanninn, sem þér mætið á götunni, svona lít eg á málið. — Sannleikann finnið þér aldrei á meðan þér þegar þykist hafa höndlað hann. Eins og eg hefi margtekið fram vil eg ekki, að einn maður fylgi öðrum í blindni, né sverji honum trúnað; enginn á að vera undirokaður af öðr- um. Enginn getur sagt yður, hver eg er nema þér sjálfir. Hlustið að eins á þá rödd, sem talar í eigin brjóstum yðar, því að hún flytur yður meiri vizku en allir spámennirnir. — í andlegum skilningi er ekki til annar Kristur eða Buddha en sá, sem býr innra með sjálfum yður. — Enginn getur tekið sársaukann frá yður, nema þér sjálfir, enginn getur gefið yður frið, nema þér sjálfir. — Lokið yður ekki inni i musterum við tilbreiðslu hnignandi guða; dýrkið heldur mennina, sem berjast og eru sorgum hlaðnir og þér mætið alla daga. I sannleika duga yður hvorki spá- menn eða sjáendur, heilagar ritning- ar eða helgisiðir, trúarbrögð, Kristar eða Buddhar.” Þetta, sem hér er skráð eftir Krish- namurti, kynnir hann að nokkru, en betur þekkja menn höfundinn, ef þeir iesa aliar ræðurnar. Heiðin heimspeki getur víkkað sjónhring manna. — Ræðurnar kosta krónu. H. J. —Alþýðubl- AHALD TIL AÐ MÆLA SALTMAGN SJAVAR. Með nýju áhaldi, sem dr. Frank Wenner hefir fundið upp, er auðvelt að mæla fljótt og nákvæmlega salt- magn sjávar. Uppfundningin er talin najög þýðingarmikil, þvi að ætlað er, að áhald þetta komi að meiri notum við hafrannsóknir en áhöld þau, sem til þessa hafa verið notuð. M. a. eru slík áhöld sem þessi nauðsynleg þeg- ar skip sigla á þeim slóðum, þar sem hætt er við að þau lendi innan um borgarís. Ahald þetta er lítið fyrir- ferðar- Strandvarnarliðið og Carn- egiestofnunin í Washington hafa gert tilraunir með það með ágætum ár- angri. —Alþýðubl- FIRÐGEISLAR STÖÐVA BIFREIÐAR Er hægt að koma í veg fyrir allan lofthernað. Hin opinbera fréttastofa í Tjekko- slovakiu hefir vakið athygli alls heimsins með frétt, er hún sendi út föstudaginn 25. okt. Er það í hæsta máta undarlegt að fregn þessi skuli ekki hafa náð hingað til íslands. Fregnin var svo hljóðandi: Tékkoslbvakiskur bífreiðarstjóri, er var á leið frá Dresden til Prag með bífreið sína, var skyndilega stöðvaður Þýzkalands megin við land- amærin. Bifreiðarstjórinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann athugaði bifreiðina i krók og kring, vélina og hjólin, en fann ekkert athugavert við hana- Hann sá engan mann í nálægð. Síðar hefir komið I ljós, að fjölda- margar bifreiðar stöðvuðust á þess- um slóðum með sama hætti og ná- kvæmlega á sama tíma. — Alment er álitið að þjóðverjar hafi fundið upp einhverskonar firðgeisla, er geti stöðvað allar vélar í vissri fjarlægð, og að þeir hafi er þessi atburður varð, verið að gera tilraunir með þá. Það var engin furða, þótt fregn þessi vekti mikla athygli, því að þá geta Þjóðverjar, ef fregnin er sönn að öllu leyti, eyðilagt allar árásir úr lofti á þá, og ekki nóg með það, heldur geta þeir yfir unnið alla and- stæðinga sína á svipstundu, ef til ó- friðar drægi. Nokkrum sinnum áður hefir kom- ið upp kvittur, sem þessi I heims- blöðunum, en Þjóðverjar hafa alt af mótmælt því að hann væri sannur. “Vissiche Zeitung,” þýzka stór- blaðið, hefir flutt fjölda greina um þenna merka atburð. Blaðið hefir snúið sér til landvarnaráðuneytisins og spurst fyrir um, hvort það þekki til uppfundningar þeirrar, er nefnd er í fregninni, en ráðuneytið neitar því, að það viti nokkuð um slíkt. — Hinsvegar getur ráðuneytið alls ekki sagt neitt ákveðið um það, hvort ein- stakir vísindamenn séu að gera til- raunir í þessa átt. —Alþýðubi. BERKLAVEIKISMEÐALIÐ • Umcaloabo. Eftir að eg skrifaði um meðal þetta í Alþýðublaðið í sumar, hefir það verið prófað af ýmsum og reynz- lan þegar sýnt, að full ástæða er til að ætla, að það geti stundum hjálp- að mönnum, og að sjálfsagt er, að skorið sé til fullnustu úr um gildi þess. En því skrifa eg nú þessi orð, að eg hefi mikla ástæðu til þess að halda, að rétt sé að prófa meðalið við bólgnum kirtlum í háls- og nef- koki barna, enda þótt læknar telji eigi berklakenda. Sjúkdómur þessi háir framförum margra barna og skurður við honum “hrossalækning”, sem bezt er að komast hjá. Kirtlar þessir hafa starf af hendi að leysa í líkamanum og vont fyrir bömin að missa þá, þó ekki sé að öllu leyti. Tilraun með meðalinu getur verið samfara allri læknismeðferð (ef nokk- ur er) annari en skurði. Telji læknir óhætt að hann bíði, getur áreiðanlega ekki sakað að reyna meðalið við þessu. Eins til tveggja mánaða not- kun mun skera úr um hvort það kem- ur að liði. Yfirleitt er reynsla mín, eins og líka dr. Sechehaye heldur fram, að meðal þetta hjálpi börnum merkilega vel. Kr. Linnett. —Alþýðubl. Veroníka. “Eg er ekki hóti stoltari en þú,” svaraði hann. “Komdu, Veróníka, þú veizt að eg jafnast ekki á við þig með það. ó, engin mótmæli! Eg hefi veitt þér athygli! Ættargallinn — það er galli, eða er ekki svo, Bolton? — Fylgir þér. Eg á engan son. Rödd hans var dálítið óstyrk í bili, en svo fékk hún aftur gamla hörku og til- finningarleysishijóminn. “Eg er ekki hrifinn af Talbot frænda mínum. Eg vil að húsbóndinn á Wayneford — það var eign móður minnar — sé vænn maður og dugandi. Auðvitað er eg of viðkvæmur, kæra Veróníka. Þú skalt fá einn dag til umhugsunar.” Hún hreyfði hendina með svo líku látbragði og jarlinn, að Mr. Bolton varð forviða. “Þakka yður fyrir, eg skal afráða það,” sagði hún. "Eg hefi gott minni, Mr. Bolton,” hún vék sér að honum brosandi. “Eg veit hvað fátækt þýð- ir. Fátækt er glæpur. Eg sá föður minn deyja —”, Augu hennar fyllt- ust tárum og varirnar titruðu. “Eg veit hvað auðæfi þýða. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá þarf eg held- ur aldrei að giftast —Rödd henn- ar lækkaði og hún varð hugsi. “Þú afræður það þá?” spurði jarl- inn nokkuð hvatskeytislega. Hún rétti úr sér og leit á hann um leið. “Eg hefi afráðið það,” sagði hún, “eg geng að þessum skiimálum.” “Gott,” sagði jarlinn og hýrnaði yf- ir honum. “Nú skulum við ekki ó- náða þig meira, Veróníka.” Mr. Bolton gekk að dyrunum, en jarlinn var nær þeim og varð fyrri til að opna fyrir henni. Hún kinkaði kolli og fór. Hinum aldraða geðstirða lögmanni fannst jafnvel sem birtan í herberginu rénaði er hún gekk út. Hans hágöfgi settist aftur í stól- inn, er hann hafði setið í. “Eg vissi að eg mátti reiða mig á hana,” sagði hann, og gamla mann- hatursglottið lék um varir hans. — “Semjið þér erfðaskrána, Bolton, eg skal skrifa undir hana á morgun.” / II. KAPITULI. Veróníka gekk nú upp stóra stig- ann til herbergis síns, eða öllu held- ur herbergja, því að henni hafði ver- ið fengin heil röð af ágætum herbergj um, sem vessu móti suðri. Var þaðan gott útsýni yfir garðinn ítalska, veiði ■ garðinn og engið. Herbergin voru með skrauti og húsgögnin gerð eftir nýjustu tízku. Herbergin voru með öllu því íburð- ar óhófi, sem auðmagnið getur veitt. Skrautið og óhófið hafði í fyrstu gert hana ruglaða og utan við sig. Hún hafði komið þangað af fátæku heimili í Camden Town. En það er ekkert, sem maður venst eins fljótt við og óhófið, og Veróníka var orðin svo vön við það, að skrautið í kringum hana var hætt að hafa áhrif á hana, enda þótt hún hefði ekki alveg gleymt liðn- um tíma. Þegar hún nú virti fyrir sér hina mörgu viðhafnarmuni, sem voru vitni um auð hennar og stöðu, fannst henni ósjálfrátt að þeir heyrðu henni til, ekki aðeins um stutta stund heldur fyrir fullt og allt. Wayneford uppfyllti þetta skilyrði. I hópi þeim, er safnaðist utan um Lord Lynborough sem miðdepil, og allir viðurkenndu að hann var það, voru margir menn af aðalsættum — og sumir þeirra af frægum aðalsætt- um- Og flestir þeirra höfðu látið í ljós aðdáun sina á Miss Veróníku Denby, frænku jarlsins af Lynbor- ough. Virtist þetta sannarlega auð- velt skilyrði. Hún þurfti ekki annað svo að segja, en að kjósa einn úr hópnum. Við þessa hugsun hnykluðust hinar beinu augnabrúnir hennar, Denby- brýnnar, og hún setti upp dálítinn ó- ánægjusvip. Margir halda að ungar stúlkur séu alltaf að hugsa um gift- ingar. Veróníka hugsaði mjög lítið um þau efni. Enginn af hinum mörgu sem orðið höfðu á vegi hennar síðan hún kom til Lynne Court, hafði haft minnstu áhrif á hana. Þeir sögðu hena kaldlynda, og ef til vill hefir húu verið það. Flestar stúlkur eru það þangað til þeim hefir hlýnað um hjartaræturnar, við að sjá þann mann sem þær hafa verið að bíða eftir frá byrjun vega sinna. Þá bráðnar snjór inn og blómskreyttar grundir koma í ljós, brosandi í geislaskini honum til yndis og ánægju. 1 raun og veru þyrfti hún heldur ekki að giftast. Það yrði gaman að vera húsfreyja á Wayneford, að vera auðug, að vera nokkurskonar meydrottning, Elízabet samtíðar sinnar. Hún hló glaðlega og rétti út arm- ana. Nú þurfti hún ekki framar að óttast framtíðina — og hversu mik- >ð hafði hún ekki óttast hana — nú var hún óhult gagnvart dutlungum hamingjunnar. Húsfreyja á Wayne- ford. Þjónustustúlka hennar barði að dyr um og kom inn. “Reiðskjótinn yðar bíður, ungfrú. A eg að senda hann burtu. “Nei, nei, Goodwin,” sagði Verón- íka. “Lánaðu mér hraða hönd, svo eg komist sem fyrst í reiðfötin mín. Mig langar til að ríða dálítinn sprett”. Eftir fáar mínútur var hún komin út og á bak, hélt með liðugu en föstu taki við fótfráu hryssuna sina. Þegar hún reið upp eftir trjágöngunum, heyrði hún hjólaskrölt- Þegar hún leit við, sá hún að stóra skrautvagn- inum var ekið heim á hlaðið. Lyn- borough lávarður ætlaði að aka út, eins og hann var vanur að gera dag hvem. Þegar hún var komin miðja vega niður eftir trjágöngunum, beygði hún við og út á grasflöt 1 garðinum. — Hestasveinninn hennar hleypti á eft- ir henni. En allt íeinu heyrði hún að | haldið í Winnipeg 7. okt .1930. Er minnumst á Rósu og Magnúsar hag, við metorð, sem örfáir njóta í hálfa öld lifað sem hveitibrauðs-dag við hlutskifti mannlífsins bóta- I brattanum verða blómin stærst, þeir bautasteinar gnæfa hæst er þollyndu þjónarnir hljóta. Þið ferðuðust áður frá ættjarðar grund, til annara fjarlægra þjóða, er festuð þar eigi sem fávísir blund, þótt frjálsara hefði að bjóða, en búslóðin var aðeins börnin og tvær brauðlausar hendur, en svo hafa þær fært ykkur farsæld og gróða. Guð hafði ykkur forsjá og fulltingi veitt, á framliðnum samvistar árum, og flestu til gengis og gæfu ykkur breitt, þótt gróðurinn vökvaði tárum; ef áskygði veginn, þið eygðuð þá hönd sem ykkur vann leiða um fjarskilin lönd, og afstýrði brotsjó og bárum. Nú knýja skal hörpu við kvöldsval- ans ró, með kveðjur i strengjanna tónum, hver athöfn til dygðar við ár eða plóg, skal auglýst á raddsettum fónum; í iðjunnar verðleika auðnan sést og orðstír farmannsins skartar best: A víði eða vellinum grónum. Sælt er að minnast á sigur og stríð, á sérstæðum minninga fundi; með göfgi og þökk fyrir gullbrúð- kaups tíð, hann nam staðar. Sá hún, að hann fór af baki og athugaði skeifu undir hestinum sínum. "Hvað er að, Brown?” sagði hún- Hún staðnæmdist, en hikandi. Lynborough lávarður vildi ekki að hún riði út án þess, að hafa hesta- sveininn með sér. En nú var veðrið svo gott og blítt og hana langaði svo mjög til að hleypa á sprett, að hún vildi ekki snúa við. “Þér megið fara heim”, sagði hún. "Segið hans hágöfgi, ef þér sjáið hann, að eg ætli ekki að fara langt.” Maðurinn brá hendinni upp að hatt- inum og teymdi hest sinn burtu. Veroníka, sem var svo glöð af því, að vera einsömul, hélt nú áfram. Hún reið gegnum eitt hliðið út úr garð- inum og lét hryssuna brokka eftir þjóðveginum, í áttina til Halsery. Markaðirnir voru haldnir þar. Lynne Court er 1 þeim hluta af Devonshire miðjum, sem ekki hefir orðið fyrir því happi — eða þá ó- happi — að fá járnbraut. Næsta járnbrautarstöð er i 15 rasta fjar- lægð. Sveitin er því afskekt og róleg Landið er fagurt og fegurðin mjög margbreytt. Sumstaðar gæti maður haldið, að maður væri kominn á feg- og gleði yfir vöxtuðu pundi. Svo heiður sé ykkur i hátíðarsess, og heill að þið gátuð notið þess, sem hjónunum hugfanginn mundi. Þ. á Gr. Gullbrúðkaups hringhendur til Magnúsar og Rósu Einarsson 7. október 1930. I heimsókn vatt sér vinafjöld, vini hratt að finna, — höfum glatt á hjalla i kvöld, hreint og satt að inna. Hreyfi gestir hlýjum tón, hér er verst að þegja; um ein hin mestu myndarhjón má hið bezta segja. Þvi er að fagna á famri slóð, þó — finnist þagna bæði; Rósa og Magnús mynda ljóð, og meta sagna fræði. Við húsráðs völd á heimsins veg um hálfa öld, er getið, að hafi í kvöld svo heiðarleg hjónin öldnu setið. Haust þó kalli — blikni blóm og blöðin falli í haga: um manndóms snjallan dyggðadóm deyr ei falleg saga. Guðs veg þræðið, hlið við hlið, helgra fræða njótið; á ljóssins hæðir leitið þið, laun fyrir gæði hljótið. ósk sé þessi af alhug skráð innanum versa tóninn, að lengi hress með dyggð og dáð dafni blessuð hjónin. G. H. Hjaltalin. (Frh. í 7. bls). Við gullbrúðkaup, Magnúsar og Rósu Einarsson,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.