Heimskringla - 18.02.1931, Page 5

Heimskringla - 18.02.1931, Page 5
WINNIPEG 18. FEBRCtAR, 1931. HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSIÐA verið lýst. Að minsta kosti hika eg ekkert við að endurnýja þá. að- vörun, sem eg gerði fynr nokkrum árum, að vissara sé að vita, livað einkaréttindum manna liður, áður en uppfyndingargáfa, sem legið get- ur fólgin í gripum þeirra, er orðin einhverjum og einhverjum úti í viðri veröld, að féþúfu. Það.er seint að vakna upp við vondan draum, þegar svo er komið. J. P. #>ólmundsson. Rœða I. Ingaldsonar á fylkisþingl Manl- toba, flutt 81. jan 1931. Herra forseti: Um leið og mig langar til að taka til athugunar hásætisræðuna, þ áleyfi eg mér að taka undir með þeim ræðumönnum, er á undan hafa talað og látið í ljós lukkuóskir sín- ar, og sérstaklega vil eg þakka til- lögumanni og stuðningsmanni hans fyrir, hvað vel þeir hafa undirbúið ræður sínar og flutt þær. Einnig vil eg flytja forsætisráðherra og ráðu- neyti hans þakklæti frá kjósendum í Gimiikjördæmi og þingmanni þeirra fyrir, hve vel ráðuneytið hefir starf- að og reynt að greiða fram úr þeim vandamálum, er fyrir liggja. „ Eg hefi hlustað með eftirtekt á ræður leiðtoga hinna stjómmála- flokkanna. Eg verð að kannast við að eg varð fyrir vonbrigðum út af ræðu hins háttvirta leiðtoga con- servatíva; í fyrsta lagi af því að hann hafði engar ákveðnar tillögur að gefa viðvikjandi hinum ýmsu vandamálum; og í öðru lagi, að hann skyldi gefa sinn dómsúrskurð áður en nokkrar sannanir voru fram komnar í málinu viðvíkjandi samn- ingnum um Brandon orkustöðina. Leiðtogi liberala gerði sínar bend ingar stuttar og skorinortar; og þó þær væru í mörgu gagnlegar, get eg ekki fallist á þær allar. Leiðtogi verkamannaflokksins, að mínu áliti, flutti ágæta ræðu. Ekki af því að hann féllst á margar stefn- nr stjómarinnar, heldur af því að hann tók til yfirvegunar sum þau mál, sem alvarlegust em á dagskrá I heiminum í dag. Eg geri ekki tilkall að vera neinn stjómmálamaður, og ætla ekki að vega aftan að neinum; en eg ætla ekki að draga neina dul á það í ræðu minni, að eg er ekki samþykk ur mörgum meginatriðum í stefnu sambandsstjómarinnar, og mun eg minnast á það síðar i ræðu minni. Eins og minst hefir verið á í há- sætisræðunni, hafa ákveðnar ráð- stafanir verið gerðar í samráði við sambandsstjómina I atvinnuleysis- málinu, og verðum við að kannast við að forsætisráðherra sambands- stjómarinnar var fljótur til að koma 1 gegn 20 miljón dala fjárveitingu til að stemma stigu fyrir atvinnuleys- inu. Einnig verðum við að kannast við, að Bracken og ráðuneyti hans hafa grt breytingu á útbýtingu þessa fjár, svo að sveitarfélög njóti góðs af. Herra forseti! Mundi nú nokkur maður, innan þings eða utan, segja, að ef liberal flokkurinn hefði kom- ist að, að þeir hefðu ekkert aðhafst 1 þessu efni ? Eg fyrir mitt leyti er sannfærður um, að hvaða stjóm, sem væri, takandi til greina allar á- stæður, hefði hlotið að bæta úr at,- vinnuleysinu. En hvað tekur við eítir að þessu fjárframlagi hefir veri ðeytt? Eins og nú horfir við, lítur út fyrir að atvinnuleysi muni halda á- fram, meðan aðal atvinnugreinin, sem er landbúnaðurinn, er í því á- sigkomulagi, sem nú er raunin á. Það er ekki fjarri, að manni hærri ofbjóði hinar sívaxandi kröfur um opinberar byggingar, sem hefir 1 för með sér, í viðbót við hin al- gengu útgjöld, nýjar og vaxandi veðskuldir, og þó er okkur sagt, að uieiri útgjöld séu óþörf. Það er °ft spurt: Hvað hefir fólkið i Mani- toba fengð í aðra hönd, fyrir alla Þá skatta, er það hefir greitt síðan Þessi stjóm kom til valda? Enginn veit betur en núverandi forsætis- ráðherra, sem er einnig fylkisféhirð- ir, þörfina á að lækka skatta og •nntektir, er þarf til stjórnarstarf- rmkslunnar. En við heyrum aldrei um hvar eigi að spara eða hvaða út- gjaldalið eigi að hætta við. Erfiðasta viðfangsefnið um þess- ar mundir er ástand landbúnaðar- ins, sm er afleiðing af óvanalega lágu verði á öllu, er bóndinn fram- leiðir. Með yðar leyfi, herra forseti, ætla eg að fara nokkrum orðum um á- stand bænda í mínu kjördæmi; en ekki þó sem bölsýnismaður, því eg veit, að bændur í mínu kjördæmi, eins og i öðrum bygðum, hafa ótak- markað traust á framtið Manitoba- fylkis. Það hafa verið mín forréttindi, að lifa í Manitoba síðan 1901, og á því tímabili fylgst með ræktun og bygg ing meiríhluta þess mikla land- flæmis fyrir vestan Winnipegvatn, að ógleymdum bygðarlögunum með fram ströndinni, er Islendingar fyrst helguðu sér fyrir fimtíu árum. Yms- ir af þessum eldri bændum hafa ver- ið knúðir til að taka lán seinni ár- in, og einnig þeir, er hafa sezt að í hinum nýrri bygðarlögum, og nú verða þeir að borga höfuðstól og vexti á þeim tíma, sem afurðir þeirra eru í lægra verði en nokkru sinni áður. Þá höfum við írkraníumenn eða hina nýju Canadaborgara, er fluttu til þessa lands á árunum 1906 til 1915, og urðu að taka sér léleg lönd því hin betri voru öll áður upp tek- in. Þetta fólk hefir ofan af fyrir sér með landbúnaði og viðarhöggi. En nú eru afurðir þessa fólks í engu verði að heita má, og er framtíð þess mér mikið áhyggjuefni. Eg vona að það komi ekki til þess, að það opinbera þurfi að veita þessu fólki hjálp, enda er hugarfar þess svo, að það leitar ekki á náðir ann- ara fyr en það má til. Það er á- takanlegt, að í þessu gnægtanna landi skuli vera svona ástand meðal nýbyggjanna. Eg býst við að ástandið í öðrum héruðum sé líkt og í mínu, nema ef ver skyldi vera. Hver er ástæðan? Við skulum snöggvast íhuga sum- ar ástæðurnar. Vanalega svarið er, að það sé svona um heim allan. Eg er ekki hagfræðingur, og ætla því ekki að reyna að gagnrýna hinar ýmsu ástæður. En það verðum við að kannast við, að nægar birgðir eru fyrirliggjandi til að fullnægja kröfum hins daglega lífs. Undanfarin ár hefir hver þjóð kepst við að auka tolla á innflutt- um vörum, sem hefir haft í för með sér, að hömlur hafa lagst á við- skifti þjóða á milli; og þegar öll kurl koma til grafar, þá er skifting á vörum eða efnum grundvallarlegs eðlis. Fyr á tímum fór nærri öll verzl- un fram í vöruskiftum; en eftir því sem umsetning varð meiri, varð þetta erfiðleikum bundið, og tóku menn þá að nota myntina fyrir gjald miðil, og hefir það virzt reynast vel, eða að minsta kosti mun eng- inn leggja til að hinn gamli við- skiftamáti verði tekinn upp aftur. Þó er nú eftirtektarvert, að peninga magnið virðist vera að lenda í fárra manna hendur, sem ekki. vilja af þeim sjá, eða sýnast ekki vilja sjá nauðsynina á jafnari skiftingu auðs. Tiltölulega var hátt verð á bænda vörum í Canada á árunum frá 1917 til 1925. Til dæmis má taka, að bóndi, sem þá tók 1000 dkla lán, þurfti ekki nema 700 mæla af hveiti til að endurborga; en nú þarf 2000 mæla til þess að endurborga sömu upphæð. Svo bætist við ójafnt verð- fall á þeim vörutegundum, er fram- leiðandinn þarf að kaupa. Afurðir bóndans eru 50 prósent lægri í verði nú en fyrir ári síðan, en það sem hann þarf að kaupa hefir aðins lækkað um 10 prósent; og alt bend- ir til að lágverð á afurðum bænda muni halda áfram um nokkurn tima cnn. Með háum sköttum og háum vöxt um og mikið af ógreiddum skuldum begar föllnum í gjalddaga, getum við annað en búist við erfiðum tím- um. Það er ekki ætlun min að fara fram á gjaldfrest (moratorium) þvi það mundi ef til vill auka byrðina. En, herra forseti, það sem eg legg til er, að þeir ' einstaklingar og fé- lög, sem eiga lán útistandandi, i- hugi alvarlega að lækka vexti, segj- ; um um þriggja ára skeið, og strik- uðu algerlega út gamla áfallna vexti. Frh. STÓRSTÚKUÞING MANITOBA OG NORÐVESTURLANDSINS. Frh. frá 1. bls. glæpamenn, þá sem brjóta lög þessa lands og annara landa, með þvi að flytja áfengi úr Canada til annara landa (t. d. Bandaríkjanna), þvert ofan í bannlöggjöf. Stjórnin er því beðin að hegna þvílíkum mönnum sem hættulegum glæpamönnum. Landsstjórnin verður líka beðin að skipa rannsóknamefnd, sem skipi jafnt bindindismenn og þeir, sem með vínsölu mæla. Verkefni þess- arar nefndar mundi vera að rann- saka ástandið í Canada undir nú- vrandi vinsölufyrirkomulagi, hvern- ig ástandið var undir hinu takmark- aða vinbanni, sem hér hefir verið; að rannsaka ástandið í Bandaríkj- unum og öðrum löndum; að bera saman skýrslur þessu öllu viðvíkj- andi, og komast að niðurstöðu um, hvort að vínbann, sem gildi frá hafi til hafs, væri líklegt til að bæta nú- verandi ástand eða ekki. Bindindis- félög og kirkjudeildir víðsvegar um Canada eru beðin að vera með í þessari áskorun. Fylkisstjórnin verður beðin að af- nema allar vinauglýsingar innan fylk isins, þar á meðal auglýsingar fyr- ir bjór og létt vín. Allir, sem um þingmensku kunna að sækja, ef til fylkis- eða landskosninga kemur, verða beðnir að láta í ljós álit sín og afstöður gagnvart vinbanni, vog skýra frá því hvort þeir muni til með að 'styðja vínbannslöggjöf ef þesskonar lagafrumvörp yrðu inn- leidd á þingi. Farið verður fram á það við Al- þjóða friðarþingið (League of Na- tions), að leggja ekki verndarhendi yfir “International Wine Office”, a. m. k. ekki meðan að League of Na- tions er að rannsaka gildi áfengra lyfja. Ymislegu fleiru var hrundið í framkvæmd, en rúmleysis vegna ei minst á það nú. Þessir embættismenn stórstúkunn ar fyrir hið nýbyrjaða ár voru kosn- ir og settir í embætti: Stór-templar, A. S. Bardal. Stór-kanslari, Dr. S, J. Jóhann- esson. S. Vara-templar, Miss S. Eydal. S. Gæzlumaður Unglingastarfs, Jóhannes Eiríksson S. Gæzlumaður löggjafarstarfs, J. Th. Beck. S. Fræðslustjóri, K. M. Magnús- son. S. Ritari, B. A. Bjarnason. S. Aðstoðar-ritari, Miss S. J. Bjarnason S. Gjaldkeri, G. M. Bjarnason. S. Kapilán, Richard L. Vopni. S. Dróttseti, G. H. Hjaltalín S. Aðstoðar-dróttseti, G. Thord- arson. S. Vörður, Sigurjón Björnsson. S. trtvörður, Jóhannes J. Húnfjörð S. Sendiboði, S. B. Benedictsson Fyrv. S. Templar, G. Dann Umboðsmaður Alþjóða Hátempl- ars, H. Skaftfeld. Næsta stórstúkuþing verður hald- ið í Winnipeg í febrúarmánuði 1932. B. A. Bjamason, S. R. Vardræðsroál. Fiskveiðar og fisksala. Það er varla um annað talað nú hér við Manitobavatn, en um fisk- veiðar og fisksölu. Fiskimönnum eru þau mál áhyggjuefni, þvi að ekki verður annað séð en að sú at- vinna sé nú þegar eyðilögð eða geng in úr greipum þeirra. Veiðin er lítil í vetur, og verðið lágt; slíkt hefir að vísu komið fyrir áður, en ekki í eins stórum stíl og nú. Og nú bætist það ofan á, að bönnuð er sala á einni arðmestu teg- und fiskjarins. Það eru nú loks farin að opnast augun á fiskimönnum fyrir þvi, að svo búið megi ekki lengur standa- væri því reynandi að gera tilraun til umbóta, áður en það verður um seinan. Þá er fyrst að athuga orsakimar til þess, að veiðin er ekki lengur j nema á sameinuðum arðberandi; og þar næst að finna ( fiskimanna við vatnið. ráð til umbóta. Það mun vera einhuga álit flestra, , sem stundað hafa veiði í Manitoba- vatni undanfarin ár, að fiskurinn sé áð ganga til þurðar í vatninu. Veið- in verður smáfengnari með ári hverju. Fiskur sá, sem veiðist, er smærri með ári hverju, svo að varla sést nú fullorðinn fiskur. Orsökin til þessa er auðsæ. Netjafjöldinn er orðinn svo mikill í vatninu þessa síðustu vetra, að viðkomu fiskjarins er ofboðið. Enda má kalla að vatn ið hafi verið þéttsett netjum landa á milli þessa síðustu vetra. Það virðist því auðsætt að veiði í Mani- tobavatni verður eyðilögð á fáum árum, ef þessu fer fram. Þess munu líka dæmi hér í landi, að góð veiði- vötn hafa verið alveg eyðilögð á þenna hátt. Þá er annað, sem kreppir að fiskimönnum; það er fisksalan. Fisk- kaup eru nú algerlega í höndum auðfélaganna, og það lítur svo út, sem þau séu öll samtaka með að halda verðinu niðri. Samkepni er þar engin; það er algerð einokun. Fyrir fáinj^ árum sendu margir fiskimenn beina leið til kaupmanna í Bandarikjunum, og fengu drjúgum mun hærra verð fyrir hann en hægt. var að fá hér í Canada. Nú eru þau sund lokuð. Tilraunir hafa verið gerðar í vetur í þá átt, en þær hafp. mishepnast algerlega. Þá hafa menn komist að þvi, að ófrosinn fiskur héðan hefir verið borgaður háu verði suðurfrá i vetur, en öllu slíku halda auðfélögin leyndu. Nýlega birtist grein í Free Pres3 um fiskveiðar í Manitobavatni. Þar kemur fram sú fáránlega tillaga, að heppilegast mundi, að skifta vatn- inu niður i spildur og leigja þær hæstbjóðendum á uppboði. Það er hægt að geta til hvaðan sú alda er runnin, því engum mundi koma slíkt til hugar nema auðfélögunum. Þau mundu ætla sér að ná álitlegustu svæðunum og yfirbjóða fátæka fiski- menn. Tillagan er svo grunnhygnis- lega hugsuð, að hún getur tæpast verið frá manni, sem nokkuð þekk- ir til fiskveiða. Væri henni fylgt. þá þyrfti að mæla vatnið alt í reiti, og setja glögg takmörk fyrir hvern reit; því að tæplega myndi einum manni leyft að þevrgirða vatnið. Slik mæling yrði ekki fram kvæmd fyr en vatnið væri lagt landa á milli, en það getur dregist fram yfir miðjan desember. Mælingin mundi taka langan tíma, og þá fyrst er henni væri lokið yrði hægt að bljóða spildurnar upp. Enginn vissi hvar hann fengi veiðistöð fyr en því væri lokið, og nú væri bezti veiði- timinn fyrir löngu liðinn. Þetta alt er fiskimönnum mikið áhyggjuefni, þvi eins og alt horfir nú við, er sjáanlegt að fiskveiðarn- ar verða alveg arðlausar, fyrir þá sem við vatnið búa; enda munu fáir fiskimenn hafa gert betur en að afla fyrir kostnaði þenna vetur, og marg ir, sem ekki hafa náð því. Hvað verður þá um fiskveiðamar hér, ef við verðum neyddir til að hætta ? Auðvitað geta auðfélögin ! haldið áfram að hreinsa upp það, sem eftir verður í vatninu. Það getur borgað sig fyrir þau, þó að htið veiðist. Þau fá að líkindum þrefalt hærra verð fyrir fiskinn, en það sem þau gefa okkur. Og þau væru vís til að gefa okkur vinnu með lágu kaupi fyrir að veiða fram- undan löndunum okkar. —Þá mundi margur gamall fiskimaður verða siir á svipinn. Það er ekki mitt meðfæri að bera fram ákveðnar tillögur I þessu máli. Til þess þurfa sem flestir fiskimenn að ráða ráðum sínum, og verða sam- mála. Fylkisþingið er nú þegar tekið til starfa. Það hefir efalaust þetta mál til meðferðar, og þá má búast við þvi, að því berist tillögur um það úr ýmsum áttum. Þar ættu tillögur fiskimanna við Manitoba- vatn að vera þyngstar á metum. En þá er um að gera að þær verði sam- hljóða. Það er því bráðnauðsynlegt að fiskimenn taki nú höndum sam- an í þessu máli, og sendi einhuga áskorun til þingsins um tillögur þær sem þeir álita hagkvæmastar. Þessu verður auðvitað ekki komið í kring fundi allra En slíkan fund er eki að búast við að almenn- ingur sækti úr fjarlægum veiðistöð- um. Það mundi því heppilegast, að fiskimenn og útvegsbændur í hverri veiðistöð, hefðu undirbúningsfundi heima hjá sér, og semdu þar uppá- stungur um breytingar á veiðilög- unum. A þessum fundum væru svo kosnir menn, einn eða fleiri, til að mæta á aðalfundi fiskimanna, þar sem þessar tillögur væru ræddar og á þeim bygð bænaskrá til þingsins, og bænarskráin síðan fengin i hend- ur þingmönnum okkar til flutnings. Með þessu eina móti yrði komið í veg fyrir, að þinginu bærust ósam- hljóða bænarskrár frá fiskimönn- um. Fiskimenn og útvegsbændur við Manitobavatn! Verið nú einhuga og skjótráðir, að koma þessu máli I framkvæmd. Byrjið nú þegar, þvl þetta þolir enga bið. Það þarf að komast inn á þingið áður en aðrar tillögur verða teknar til greina. Þið vitið allir, hvers vænta má. ef tillögur auðfélaganna verða ofan á. Það fær vist engum dulist, að þau vinna að þvi leynt og ljóst, að ná öllum yfirráðum yfir veiði í vatn inu, eins og þau nú þegar hafa náð einvaldi á fisksölunni. Vogar 10. febr. 1931. Guðm. Jónsson. a *■ 60 ALLOWANCE ON Y0UR OLD RADIO OR PHONOGPAPH Recjardless of its aQe.make or con - diiion ás part payment on aWVctór' Combination Home Recordino Radio- Eléctrola $397^ 2 years to p.ay Lieciroia ^ years lop.ay the, balance. Phone22-68o. Open tijl II í^Wtfíítd. THE BEST IN RADIO * 'l Lowest Terms in Canada I lnnköllunarmenn Heimskringlu: f CANADA: Árnes................................. P. Finnbogason Amaranth ............................ J. B. Halldórsson Antler...................................Magnús Tait Árborg................................G. O. Einarsson Baldur.........................................Sigtr. Sigvaldason Belmont ...............%.................. G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Beckville ........................... Björn Þórðarson Bifröst ...........................Eiríkur Jóbannsson Brown............................. Thorst. J. Gíslason Calgary............................ Grímur S. Grímsson Churchbridge.........................Magnús Hinriksson Cypress River...........................Páll Anderson Ebor Station............................Ásm. Johnson Elfros............................J. H. Goodmundsson Eriksdale ............................ Ólafur Hallsson Framnes..........................................Guðm, Magnússon Foam Lake................................John J^nusson Gimli......................................B. B. Ólson Glenboro...................................G. J. Oleson Geysir.................................Tím. Böðvarsson Hayland...............................Sig. B. Helgason Hecla................................Jóhann K. Johnson Hnausa............ .. . *..............F. Finnbogason Húsavík ..............................John Kernested Hove..................................Andrés Skagfeld Innisfail ........................ Hannes J. Húnfjörð Kandahar .............................. S. S. Anderson Kristnes...............................Rósm. Árnason Keewatin.................................Sam Magnússon Leslie.............................Th. Guðmundsson Langruth............................. Ágúst Eyólfsson Lundar ................................ Sig. Jónsson Markerville ........................ Hannes J. Húnfjörð Nes......................................Páll E. lsfeld Oak Point.............................Andrés Skagfeld Otto, Man.................................Björn Hördal Poplar Park............................Sig. Sigurðsson Piney...................................S. S. Anderson Red Deer ........................... Hannes J. Húnfjörð Reykjavík........................................ Árni Pálsson Riverton ......................... Björn Hjörleifsson Silver Bay ...................... Ólafur Hallsson Swan River .. ,. .. . ................Halldór Egilsson Selkirk.............................. Jón Ólafsson Siglunes.................................Guðm. Jónsson Steep Rock .............................. Fred Snædal Stony Hill, Man........................... Björn Hördal Tantallon.............................Guðm. ólafsson Thornhill.........................Thorst. J. Gíslason Vlðir.........\.........................Aug, Einarsson Vogar....................................Guðm. Jónsson Vancouver, B. C.......................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..........................August Johnson Winnipeg Beach........................John Kernested Wynyard...............................F. Kristjánsson f BANDARÍKJUNUM: Akra ................................ Jón K. Einarsson Blaine, Wash......................Jónas J. Sturlaugsson Bantry.............................. E. J. Breiðfjörð Cavalier ............................ Jón K. Einarsson Chi<‘ago.............................Sveinb. Árnason Edinburg.............................Hannes Björnsson Garðar...............................S. M. BreiðfjörB Grafton................................Mrs. E. Eastman Hallson.............................Jón K. Einarsson Hensel................................Joseph Einarsson Ivanhoe.................................G. A. Dalmahn Milton.................................F. G. Vatnsdal Mountain.............................Hannes Björnsson Minneota................................G. A. Dalmann Pembina ..........................Þorbjörn Bjarnarson Point Roberts......................Sigurður Thordarson Seattle, Was(h.......J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold .............................. Jón K. Einarsson Upham................................... E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.