Heimskringla - 04.03.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.03.1931, Blaðsíða 2
2 BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. MARZ 1931. « Opið bréf til Hkr. TUeinkað þeim vinum mínum K. N. skáldi á Mountain, og frú Rósu Casper í Blaine. Frh. Sunnudagurinn 13 júlí varð einn af viðburðaríkustu dögum á allri minni löngu leið, frá því eg fór að heiman 4 júní s. 1. og þar til eg kom heim úr þeirri ferð. Við fórum á fætur kl. 7 f. .h Þann morgun sá eg Xsl. konu fljótasta að flétta hár sitt undir húfu. Kl. 8 f. h. lögð- um við upp-eða héldum ferðinni á- fram frá Hvammstanga til Blönduóss Fyrir neðan Gauksmýri stansaði bíllinn að tilmælum minum, því þar býr Bjöm bpóðir minn, og hann vildi eg sjá. Gengum við heim upp- hleyptan bílveg, sem liggur af þjóð veginum gegnum mýrlendi og heim að bæ — allgóður vegur þó ekki þyrði bílstjórinn að hætta bil sínum á hann. Var það sjálfsagt vel ráðið. Þægileg leið til Islands Takið yður far heim með eimskip- um Canadian Pacific félagsins. þá verðið þér samferða mörg- um Islendingum. Þér mun- uð njóta ánægjulegrar ferðar, góðrar þjónust. Agætra máltiða, og allra þæginda er hið volduga flutninga félag hefir til að bjóða. Skrifið eftir upplýsingum um far- bréfaverð til Evrópu er innifelur allan kostnað. Gerið fyrirspurnir til umboðs- manna á staðnum eða til W. C. CASEY, Gen. Pass. Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg, Phones 25 815, 25 816. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS Er vegspotti þessi allmikið mann- virki fyrir einn bónda, en þeir feðg- ar, Bjöm og synir hans höfðu gert han einir, enda er hann á landi þeirra. Góður er hann auðvitað i þurviðrum, en nú virtist mér hann all tortryggilegur — vanta i hann möl til herslu. Þegar heim að bæn- um kom, var engin sál á flakki. Gekk okkur illa að vekja. Þar kom þó„ að kona kom til dyra, og litlu siðar kom bróðir minn. Sagði eg honum erindi mitt, sem var — hvar og hvenær hann skyldi mæta okkur Mörtu þegar við kæmum að norð- an — samkvæmt gefnu loforði af hans hálfu, þá er við skildum í Reykjavík — mæta okkur með hesta. Akváðum við næsta laugar- dag í Miðhópi eða Refsteinsstöðum. Að loknum erindum snörum við til baka og fylgdi hann okkur niður þangaðí sem bíllinn og samferðafólk okkar beið, og skildi þar við okkur. 1 þessari ferð var kona nokkur úr Vatnsdalnum, greind og fjölfróð — ekki samt göldrótt. ö, nei. En hún var þessum stöðum kunn og sagði okkur margt um bæi og bygð, örnefni á fjöllum og þ. u. 1. sem okkur þótti gaman og fróðlegt að vita. Loft var skýjað, og þokan hékk á fjallatindum og þaut fram og aftur eins og hún væri óráðin í hvort hún ætti nú að fara eða vera. En sólin reif sig gegnum skýin með köflum og stafaði geislum á blett og blett, hér og þar, og fannst mér þeir blettir verða svo töfrandi og vingjamlegir. Nú, þegar eg er að rifja þetta upp fyrir mér — gæti það alt hafa verið draumar. Já, því ekj^i? Héraðið leið fram hjá eins og skuggamyndir. Mismunandi virkilegar, fagrar eða ljótar eftir ástæðum. En yndisleg- ust urðu þó einatt bændabýlin þekku í. miðjum túnum, sem nú ljómuðu, heilluðu og töfruðu huga heima- alningsins, ■*— er svo lengi hafði verið fjarri — I allri sinni sömar- dýrð. — — — Sveita sæla, Stein- gríms vaknaði í huga mínum. Þessir gömlu vinir komu nú hver á fætur öðrum — náttúruljóðin þeirra góðu gömlu fömu fomvina — æskuvina minna. — — — Og minningar frá þeim árum, þegar hjartað er ungt og hugurinn bljúgur og eðlilegast er að elska alt og alla. Eg varð hljóð og þegjandaleg, drakk inn þess- ar myndir — minntist minninganna sætu og súru. Bíllin þaut fram hjá því öllu á örstuttum tíma, og ennþá var það orðið i baksýn> Þessi góða samferðakona skildi .við okkur í Vatnsdalshólunum nálægt Hólabaki, að mig minnir, þar skyldi henni mætt. Hólum þeim, sem morðingjar Natans bættu brot sitt með lífi sinu. Þessír hólar eru all einkenni- legir, standa eins og sívalar strýtur, mjókkandi til topps — minna helzt á sykurtoppana gömlu. Nokkuð eru þeir þó stærri — hólamir — og hærri. Skamt þaðan komum við að Vatnsdal — eða Hnausa-kvísl, eins og hún er þar kölluð, og þaut bíll- inn yfir brú, sem nú spannar hana — einbreið er hún, en eins og aðrar brýr, sem nú eru bygðar á Islaijdi yfir öll stærri vötnsföll, rammger. Það var mér sagt að grafið hefði verið milli 30 og 40 fet nitður, til I þess að, fá ábyggilegann grunn undir stólpum þeim sem halda henni uppi — steinsteypu stólpum auðvitað — þvi nú byggja Isl. til frambúðar — eða vilja gera það. Þrátt fyrir það, kvað brúin nú þegar hafa sígið svo að finna má—. Þessi ferð mín yfir brúna á Hnausa-kvisl, minti mig á fyrstu för mina yfir hana. Þá rið- um við Skriðuvað sem þá var kallað, eg og tilvonandi húsbóndi minn, Benedict Helgason frá Svínavatni, þá bóndi á Kárastöðum #á Asum — Bak-Asum, segir vinur minn, Þórir Björnsson, — sem einnig fór til Is- lands s. 1. sumar — það sé kallað. Benedict sótti mig vestur að Jörfa i Viðidal. Þá reið eg í söðli, eins og þá var títt. Við komum jafn- snemma að ánni og fórum jafn- snemma út í hana. Þetta var auð- vitað að vorlagi og áin vatnsmikil, og vaðið æfinlega viðsjárvert, vegna botnsins, sem er stakksteinóttur. Hestur Benedicts var i góðum hold- um og hraustur, og varð hann því braátt á undan. Þegar hann er kom- inn rúma % yfir ána er eg í henni miðri — ekki á hestbaki eins og eg hefði átt að vera, heldur i ánni, því klárinn, sem er reið, stakkst snögg- lega á hausinn, og eg hrökk fram úr söðlinum. Ekki hefði eg verið að segja frá þessu nú, ef eg hefði ekki verið hestum vön. Eg kom standandi niður — hafði haft gott hald á taum- unum þó eg ekki gæti varið hestinn falli — slepti eg þeim aldrei, og stóð þama ráðalaus. Klárinn hafði sig að vísu á fætur en svo var eg þung á mér í þremur eða fjórum skó- síðum vaðmálspilsum og rennandi til rniðs,, að enginn vegur var að kom- ast upp í söðulinn aftur, enda svo lausgirt, að þegar eg tók I söðulinn, kom hann bara á móti mér. En þar ekki sem þægilegast aðstöða til að girða. Eg var að hugsa um að vaða með klárnum, — eg mundi hanga í taumum og faxi. 1 raun og veru gat eg ekkert annað gert, J)vi eg var ekki að hugsa um að deyja. 1 þessum svifum varð Bene- dict litið við. Kom hann þá á móti mér, og hélt í söðulsveifina meðan eg klifraði upp. Gekk nú ferð sú slisalaust eftir það, — að kalla. Gamalt máltæki segir að — fall sé farar heill. — ó, jæja. Eg strauk nú samt úr þessari vist fáum vikum seinna. Mér líkaði ekki vistin — og húsbændunum líkaði ekki við mig, af Vví eg neitaði að éta maðkað hor- ket — af kindum, sem möðkuðu fyrst og dóu svo sjálfkrafa. Þetta skeði drottins árið 1885. Ef Bjössi, greindur og skemtilegur piltur, sem þar vár með mér þetta vor, er enn á lífi, getur hann vitnað þetta með mér, og er hann skyldi sjá þessar línur, hefði eg meira en gaman af að heyra frá honum. Ef þið lesar- ar minir, segið að þetta sé út úr dúr, og komi, ferðasögunni ekkert við, þá er það nú samt brot úr annari ferðasögu, og á útkomu þ. e. af- leiðing þeirrar ferðar, byggist að visu aðal ferðasagan — eða sú, sem eg hef verið að segja ykkur í nokkr- um Hfcr. blöðum undanfarið. Þegar yfir ána kom og ekki langt þaðan, sá eg eitt af myndarlegustu bóndabýlum á Islandi. Steinsteypu- hús allmikið, á bæ þeim er heitir Stóra-Gilja. Mér þótti þar fremur fallegt heim að sjá, en þrátt fyrir það fann eg til einhvers tómleika. Þó bar alt sem augað leit þar um- hverfis, vott um dugnað, þrifnað og fyrirhyggju. Enda var mér sagt að þar byggju bræður tveir — rik- ustu menn um þær sveitir. En mér var líka sagt, að þeir væru ógiftir. Þá skildi eg hversvegna — tóm- leikinn. — En til hvers er mér að hugsa um það — hálf sjötugri kerl- ingu, sem ekki á þá heldur ógift- ar dætur. En á Islandi vildi eg búa — ef eg væri nú ung, og eg skyldi ekki horfella fénað! Ekki get eg sagt að mér þætti fall- egt á Asunum, þó getur verið fall- egt þar, eins og annarstaðar, þegar sólin blessur þá með birtu sinni, en það gerði hún ekki þenna daginn. En það var mér sagt — eða segir mér nú, vinur minn, Þórir Bjöms- son, áður nefndur, að hvergi hafi hann séð eins mikið gert að um- bótum jarða, eins og einmitt þar. Gömlu fúa og forarflóamir eru skornir fram, plægðir og gerðir að túnum. Hann segir: Að Asasveitin öll geti orðið og sé á leiðinni að verða að einu samhangandi túni. Þessi sveit, sem alment var álitin að vera, og var ein með rýrustu sveitum, að þvi er heyskap snerti, þó þar væri vanalega góð vetrar- beit, sé á leiðinn að verða betri en Vatnsdalur — þessi eldgamla fræga höfðingja og stórbændasveit. Svo virtist mér og líka sem sum af hin- um fomu höfðingja setmm ekki sýna stórar framfarir, og aftur sum beina, afturför. Tel eg til síðari flokksins. af þeim bæjum sem eg fór nærri, Stómborg og Miðhóp, að þvi er lýs- ing snertir einnig Hanusa. Sama var mér sagt að væri tilfellið með Þing- eyra. En þetta er og ekki ferðasaga min. Nú heldur það, að yfirleitt er þó búskapurinn að breytast mjög til batnaðar, einkum að því er jarð- ræktun og húsabyggingar snertir. En máske vík eg að þvi síðar. A Blönduós komum við kl. 11. f. h. Þar höfðum við miðdagsverð, og þar skildi með Jóni Þorsteinssyni og okkur, því lengra fór hann ekki, og var okkur með þvi, mikil harmur kveðinn, eins óg mig minnir að þeir komist að orði, sem bezt skrifa eftirmæli eftir látna menn. Gefið fjölskldunni hina bragðsætu LEMON BUNS Hérna er forskriftin 1 bolll sjótiheitri mjólk 2 egg 2 matskeiSar sykri Lemon extract e8a nió- 4 matskeitSar af brátinu ur raspatS‘hýt5i‘2 lemons smjöri. % Royal Teast Cake ^teskeiö af Salti uppleyst í vatni. M bolli af volgu vatni. Lát sykrið og saltið í heitu mjólkina, og látið það svo standa unz mjólkin er volg bæt þá í gerinu og 1% bolla af hveitimjöli. Hrær þetta vel saman og lát standa yfir nóttina á hlýjum stað. Bætið svo við bráðna smjörinu og eggjun- um, Lemon vökvanum og því mjöli sem þarf svo deigið hnoðist. Lát það svo hefast unz það hefir vaxið um helming og baka svo í 20 mínútur í vel hituðum ofni. ROYAL Si£ Gefur brauðinu betra bragð, betra útlit, það geymist betur. Það hefir verið talið bezt í 50 ár, ef nota hefir átt þurrager við heimabakstur, Hafið fullar byrgðir af því fyrirliggjandi. Hver gerkaka er vafin upp í vaxpappír. Þær geymast svo mánuðum skiftir. JEt þér gerUS bökun heima, þá skrifiö Standard Brands Llmited, Fraser Ave. og v Liberty St., Toronto, eftir . Royal Yeast matreiðslubók : í henni eru forskrlftir fyrir F Lemon Buns, French Tea Ring, Dinner Rolls, og ýmsar fleiri sælgartis braubtegundir. "Kaupið vörur sem búnar eru til í Canada" Hér eins og annarstaðar þ. e. á j Blönduósi reyndist fólk okkur greið- vikið. Gestgjafinn okkar fór undir eins að líta eftir bílferð fyrir kkur norður á Sauðárkrók. Hér heyrðum við talað um, að Skagfirðingar hefðu samkomu mikla í Hegranesi einmitt þenna dag. Ekki veitti eg þessum fréttum mikla eftirtekt þá — gerði ekki ráð fyrir að við yrðum þar. Aður við hefðum lokið máltíð kom far norður á krókinn kl. 1. e. h. Það var eins og alt legðist á eitt, með að gera okkur greiðfarið, þar sem fyrirfram ráðstöfun hafði þó gerð verið. Við vorum farnar að kalla það forlög. Forlag okkar að fara norður þegar við fórum, og eins og við fórum. Meðan við biðum þar, gengum við um bæjarstæðið og virt- um fyrir okkur alt sem fyrir augun bar. Þama steypist Blanda kolmó- rauð og illúðleg fram í Húnaflóa og skol-litar hann langar leiðir, meðan fallþungi hennar má betur, en kyr- látur sjórinn, en svo gleypir hann hana þó að lokum. Að norðanverður við ána gnæfir kvennaskólinn, og hreykir sér hátt — —einmannaleg- ur til að sjá, eins og væri hann sóttkví, eða fangahús, og trúað gæti eg því, að Blanda gamla ætti eftir að steypa undan honum, svona ein- hvemtíma. Ofan á önnur hús þar eigi allfjarri sér þó nokkuð. Ekki tók eg eftir þeim þá, en sé á mynd, sem þar var tekin, að svo er þó. Var mér seinna sagt, að þar væri og stærsta verzlun bæjarins — stærsta og elsta. A þessari göngu sáum við tvö böm, pilt á að gizka 3 ára og stúlku 4 til 5, sem mér þóttu svo falleg, einkum stúlkan, að við tókum mynd af þeim. 1 baksýn gömul torf baðstofa með hálfum timburstafni, og fl. grasi og fíflum vaxnir kofar af líku lagi. Mér þykir vænt um þessa mynd. Hún er svo gömul í huga mínum, svo undur eðlileg Islandi, eins og það var i mínu ungdæmi. Frá Blönduósi fórum við kl. 1. e. h. í bíl Klemts — ekki man eg hvers son hann er — ungur og vasklegur piltur, sem auðsjáanlega vissi hver hann var. Fórum við sem leið liggur upp í og fram eftir Langadal, þar til við komum fram undir Stóra Vantsskorð -— minnir mig það væri kallað. Hafði eg mikið heyrt látið af því, hvað hlíðin væri brött, og eins hve fagurt væri þar umhorfs. Einkum útsýni norðuryfir ofan og út yfir Skagafjörð. I þetta sinn var þoka og sudda rigning og þvi ekki um útsýni að ræða. Þegar bíll okk- ar skreið upp hlíðina, sáum við að á undan okkar fóru fjórir fluttnings- bílar, hlaðnir tólum, notuðum til vegagerða o. þ. h., og nokkrir mann með hvorum bíl. Ofarlega i hlíðinni stanzaði hópurinn, og stóð þar sem hann var kominn. Fór Klement nú ekki að litast á blikuna. Vegir eru hér ein-breiðir — eða mjóir og ekki vegur til að þeytast fram- hjá, nema þá á stöku stað, kannske. Enda var hér um knappa bugðu að ræða, og brattinn svo mikill, að jafn- vel beztu bílar skríða áfram, en þjóta ekki. Þegar Klements var kominn í námunda við fluttnings- bíla þessa, stanzar hann, og við let- ingjarnir fórum út á guðs-græna jörðina, g genogum í hægðum okkar þvert upp, undir efstu brún, og bíð- um þar. Meðan við vorum í þeirri ferð — og þar uppi, voru piltar þeir er með bílunum fóru ekki aðgerða- lausir. Þeir gengu undir bílana og ýttu þeim áfram, og lögðu þannig til það afl, sem bílana vantaði til að koma þeim upp þann spölinn sem til vantaði, alveg eins og við höfum gert hér vestra, undir-líkum kringumstæðum, og alt komst af og fór vel. A eftir þeim kom Klem- ents, með bil sinn, sem fór undir eigin afli, hjálparlaust. Þegar hann kom upp þangað, sem við stóðum, stanzar hann, meðan farþegar tóku sæti sín, og ferðinni var haldið á fram. — En ekki tafarlaust, fyrst um sinn. Náðum við bratt fluttn- ingsbílunum, og Klements þeytti lúður sinn hátt og ótt. Meinti það. að hinir skyldu hleypa honum fram- hjá, hliðra til, eða stanza á meðan. En þeir voru nú ekki á því. Senni- lega höfðu þeir gaman af að storka bessum konungi brautarinnar. Sjö eða átta manna bíl úr gleri og stáli og einhverju fleiru, glansandi og VISS MERKl Bezta meðalið til þess að losast vi5 bakverk, nýrna- og blöðrusýki, eru Gin Pills. Þær bæta heilsuna á þann hátt að þæ rhreinsa nýrun svo ao þau getah reinsað blóðið eins og vera á. Dósin kostar 50c hjá lyfsalanum. stoltlegur, eins og striðalinn g®ð' ingur, sýna honum í tvo heiman* og lofa honum að lötra á eftir sér- Eitthvað tautaði Klements hálf hátt, sem óþarft er að hafa eftir. Svo fór þó, eftir litla stund, að Þeir viku til hliðar og hleyptu honun» fram hjá. Hlógu þá hvorirtveggí® og þeyttu lúðra sína í bróðurlegu kveðjuskyni. Fátt skeði eftir það sögulegt þangað til við komum á krókinn- Aðeins smá-atriði, þetta. Eina ung<a og ógifta fólkið í þessari ferð, voru þau bílstjórinn, og félagssystir mín, Marta. Hún hafði smáa myndavél með sér, og tók fyrir okkur báðar. allar þær myndir, sem eg hef úf þessari og öðrum ferðum, sem við fórum saman. I bíl þessum var full ásett af fólki og farangri þess- Vildu þá vixlast hlutir eftir ástæS' um, auðvitað komust þeir allir A réttan stað, á sínum tíma. Þegaf við vorum að koma norður yfir þenna háls — (Stóra Vatnsskarð)- og rið' ur. Var stansað, og fóru Tlestir út til að réttu sig upp. Rann þar gil eða smá á, rétt niður með veg' inum svo að um hríð áttu þeir senS' leið. Þarna gengum við Marta niður með ánni dálítinn spöl. Unz við komum þar að er klettur i árfar- veginum myndaði töluverðann foss- Skagaði klapparnefið út yfir fosS' inn. Marta gengur út þangað og sat á klöppinni og lét fætur hanga fram af. Eg var víst að horfa í kringum mig. En þegar minnst varir er Klements þar kominn gagn' vart klöppinni, með myndavélina og smelling. Hann hafði sem séð grip' ið myndavél félagssystur minnar, og með Bessaleyfi — sem margir grípa til í nauðsýn tekið mynd af heniú þarna á klöppinni. Um það var ekkert að segja, og með sjálfri mér. var eg honum þakklát fyrir — hlakkaði til að fá svona skáldlega mytíd af henni, einmitt á þessutí1 stað. Hlægjandi mæltist hann og til að fá þessa mynd — ef húh reyndist góð. Þetta var unggæðiS' leg glettni — og dálitið spaug. En, þvi miður, þegar við létum gera upp myndimar okkar — þá var hútí ekki þar — þessi æfintýra mynd- Þar var blank. — Klemenas ef þú skyldir sjá þessar línur, þá sérðu líka hvemig þetta æfintýri endaði- — annars, já, yrðir þú ef til vill alt of lengi að vona eftir mynd, seru aldrei kemur. Kl. 5. e. h. komum við á krókinn- Leit þá helzt út fyrir að þar mynd' um við stranda. Klements ætlaðí ekki Iengra i okkar átt, að minsta kosti — held samt að hann haf* ætlað norður á Akureyri, og farið það. Enga bíla var að fá á krókn- um. Þeir voru allir úti í Hegranesi- Fyrsta verk okkar var að koma & gistihús, og fá okkur hressingu. Að þvi búnu var fyrir alvöru farið að líta eftir fari út í Hegranes. Þar voru allir þann dag, þ. e. a. s. allir eða allflestir Skagfirðingar. Nú voru góð ráð dýji. tJt þangað vildum við komast fyrir hvern mun. Varð það úr, að Klements kæmi okkur þang' að. Komum við þar kl. 6. s. d. og náðum í aftari enda samkomunnar- Fyrsta verk félagssystur minnar, var auðvitað, að leita að vinafólkí sínu — Brimnes fólkinu. Komu þar augum hvorir á aðra hérumbil jafn- snemmma. Urðu þar fagnaðar fund' ir, og Mörtu tekið með opnum örni' um. Höfðu þau Brímnes hjón vonað eftir þeim mæðgum báðum, MörtU og móður hennar, en fengu mig f staðinn. Vonbrigði voru það auðvit'

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.