Heimskringla - 04.03.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.03.1931, Blaðsíða 6
« BLAÐSÍÖA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. MAHZ 1931. iisoosocosQOSOQCðoooseðoooosoosoðsoðeeosooseeooooeðoeee RobinlHood Rdpití Odts Betra því það er “PÖNNU ÞURKAД iroeeeeoeoeeoceooeesosooooocoecoooeeeeeeeeocoseoeeeeos JAPONETTA eftir | ROBERT W. CHAMBERS. ! Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson | t austur enda hússins stóð Silvíetta við gluggann í herbergi sínu, nieðan þjónustu- tnærin, sem þeim var fengin, hjálpaði henni tli að hafa fata skifti. Diana var búin að klæða sig úr og hafði sveypað yfir sig náttklæðum og sett á sig morgun skó. Þannig á sig komin lá hún á bakinu uppi í rúminu og horfði út um gluggan á regnið sem skall á rúðunum Út um gluggan mátti einnig sjá hið viðfeðma velræktaða og fagur græna engi og út frá því láu smágríttar skógi klæddar hæðir hér og þar, og bak við þær var nú sólin nýlega sest. Fyrir handan þessar hæðir sást Deerfield, fljótið bruna fram straum hart, vassmikið og frey.andi, með klappir öðrumegin en grösugt engi hinsvegar, skrýtt fögrum jurtum og Pílviðar-trjám. Þó dymt væri og drungalegt út að líta í því veðri sem geysti yfir þennan dag, þá hlaut að vera yndislega fagurt á þess- um stöðvum þegar heiður var himinn og sólin laugaði alt með geislum sínum. Silvíetta var rétt komin í silki borgunkjól- inn sinn og sest á rúmstokkinn hjá systir sinni, þegar stúlka kom inn til þeirra með te Hún lagði bakkann á borðið og gekk svo óðara út aftur. “Nú, Diana systir, þá erum við nú komnar hingað.” sagði Silvíetta um leið og hún helti tei í bollana. “Hvernig líður þér?’’ “Ekki vel’’ sagði Diana stuttlega. “Eg veit ekki hvernig stendur á því, en xnér líður ekkert sérlega vel heldur------. Eg vildi óska að við værum aftur komnar til New York og hefðum nægilega peninga til þess að láta okkur líða sæmilega’’ sagði Sil- víetta. Diana lá kyr og sagði ekki orð, en annar fóturinn hennar lá fram af rúmstokknum og hann gekk stöðugt til og frá eins og klukku- strengur. Svo alt í einu sparkaði. hún, sem i bræði af sér öðrum skónum svo hann kast- aðist langt fram á gólf. Hún reis upp í rúm- inu og tók á móti bollanum, sem systir hennar rétti henni. Svo drukku þær teið og nörtuðu í brauðið með, þegjandi og þungt hugsandi. “Þegar alt kemur til alls, þá ættum við ekki að láta okkur líða illa yfir þessum um- skiftum, því við höfum sjálfar valið okkur þetta hlutskifti,” sagði Silvíetta. “Við hefðum átt að segja honum alt eins ög var um okkur sjálfar. Það eina sem kvelur mig mest núna er að við gerðum það ekki. Þó að eg viti og viðureknni með sjálfri mér að honum kemur það ekkert við á hvern hátt við öflum okkur peninga,” sagði Diana. “Og hvað er það þá eiginlega sem við hefðum átt að segja honum?" sagði Silvíeta. “Keno, lærir ekki neina léttúð eða kviklyndi af New York. Það er talsverður hópur af fallegum stúlkum meðal allra stétta sem mundu svelta í hel ef þær ekki spiluðu betur en alment gerist.” “Eg vildi óska að við hefðum sagt Jim frá þessu ári okkar í Kína. En til hvers er það annars? Sennilega er hann með sama markinu brendur og við og hefir efalaust verið mrg ár í samkonar félagsskapi,” sagði Dianha. “Erum við á nokkurn hátt skildugar að standa Jim Edgerton reikningsskap á öllum gerðum okkar?" spurði Silvíetta óþolinmóð. “Hann óskaði eftir að vera með okkur,” sagði Diana. “Það angrar mig ekki svo mikið þó að hann sé eitthvað óánægður með sjálf- um sér. Heldur það, að hann átti að fá að vita meira um okkur strax-------En hvernig áttum við að geta sagt honum frá því öllu rétt og satt?’’ “Hann spurði einskis”, sagði Silvíetta. “Nei, en á einn eða annan veð hefðum við átt að tala hreint út um það við hann, því ef til vill hefði hann þá ekki viðurkent okkur í ætt við sig. Það er þetta sem kvelur mig,” sagði Diana. “En hvernig áttum við að geta sagt hon- um alt um okkar fyrra líf fyrsta daginn, sem við litum hann?’’ “Það voru tveir dagar aðrir og er annar þeirra nú bráðum á enda. Eg veit ekki vel: Eg hefði ef til vill getað sagt sem svo, að það hefði verið æskilegt að hann vissi hvað væri á dagskrá okkar.” “En hversvegna gerðir þú það þá ekki?” “Af ragmensku,” sagði Diana ráðvendn- islega um leið og hún kastaði sér aftur upp i rúmið. “Lætur þú þér svo ant um álit Jim Ed- gerton?” spurði Silvíetta. “Það lítur helst út fyrir þáð. --- Eg hafði einhvernveginn ekki kjark í mér til að segja honum það, vegna þess að eg var hrædd um að honum mislíkaði það. Eg finn það fyrst núna að við höfum verið óheiðar- legar gagnvart honum.” “Þetta er hart orð kæra systir,” sagði Silvíetta. “Eg veit ekki hvaða orð væri heppilegra. Ung stúlka er annaðhvort heiðarleg, eða þá alveg það gagnstæða. Og það var langt frá því að eg væri einlæg og heiðarleg gagnvart Jim Edgerton.” “Það mundi ef til vill alls ekki hafa angrað hann, því hann er borgarbúi, og ekki bóndason.” “Það eru meiri líkur til þess að það hefði angrað hann, því menn eins og hann, sem víða koma við meðal ókunnugra, eru mjög næmir fyrir öllu þvi sem varðar þeirra ætt og skildmenni. Þeim e^ alveg sama um hversu léttuðgir og fljúandi aðrir eru, og þeir eru það jafnvel oft sjálfir, en það horfir öðruvísi við þeim ef það á einhvern hátt snert- ir ættingja þeirra. Og eg er hrædd um að hann tilhyri þeim flokki manna.’’ “Er það ekki að þenja ættartengslin of mikið út, að tala um Jim Edgerton þannig lagað. Heldur þú ekki að við séum að fara illa með það orð, Diana?” “Han talaði það fyrst,” sagði Diana við- kvæm. Það eru hans eigin mistök. En hann er mjög góður drengur, það er eg viss um. Heldúr þú það ekki líka?’’ | “Jú, það geri eg — — Var það ekki skammarlegt?” “Hvað þá?” “Að hann skildi þannig missa alla sína peninga ------Að hann skuli vera fátækur— og að við skulum líka Vera fátækar.’’ ....“Jú,” svaraði Diana dapurlega. “Og eg er sannfærð um að hann getur aldrei haft sig upp aftur. Hann á skáld og listgáfu í ríkum mæli og ekkert annað. Víst er það synd! Hann er ekki þeirrar tegundar að það geti orðið nokkuð úr honum. Og er það ekki skömm?” “Jú.” “Vegna þess að hann er orðin bráðskot- inn í þér, Diana. Hann er eins og stór dreng- ur. — Hvað gera menn á hans aldri, til þess að vernda heilsu sína og fegurð eftir margs- konar óreglu og nautnir, sem þeir hafa áður lifað í? Eftir öllu útliti hans að dæma, frjálsu óþvinguðu og hreinu framkomu, þá er hann að mínu áliti hreinn og saklaus drengur.” Diana reis snögglega upp í rúminu, kross- lagði fæturnar og greip höndum sínum um ökla sér. “Eg hefði gaman af að vita hvort nokkur gæti kallað okkur saklausar, eftir alt það, sem við höfum séð og lært. Og eftir okkar síðasta ár í Kína. Þar lærðum við æði margt. Ert þú svo sannfærð um framför okkar á hinu betra sviði? Hvernig höfum við starfað, lifað og þroskast síðan í byrjun hins síðastliðna árs? Við höfum að vísu lært að þekkja ýmsar hliðar á lífinu. En hefir það gert okkur gott? Við höfum verið kaldar og kærulausar heims- manneskjur. Samúð, kærleik og góðvild, höf- um við alveg lagt til síðu, sem þó var fjærri okkar rétta eðli. Nei, við höfum áreiðanlega ekki ávalt gert rétt, eða farið rétt að, hvorkl gagnvart öðrum né sjálfum okkur.” “Hefir þú virkilega samvizku-bit, Diana?” spurði Silvíetta stúrin. “Nei, jú, — aðeins með tilliti til Jim Ed- gertons. Eg vildi að hann hefði kynst lífs- skoðun okkar og hefði þekkt okkur rétt áður en hann viðurkendi okkur, sem ættingja sína. Við höfum breitt rangt gagnvart honum og það er sem angrar mig,” sagði Diana. “O, við erum aðeins dálítið hyggnari og kænni en Edgerton, þekkingarbetri, skírlífari og umburðarlyndari gagnvart heiminum, sem ekki bindur sig sérlega fast við almennar siðfræðiskenningar. Við höfum lært að gera greinarmun á hræsni og falskri siðprýði og ærlegs sannfæring og fullvissu. Hugsaðu þér til dæmis í Kína. Áður en við fórum þangað, vorum við beygðar og gramar yfir því hvað fólki gat umborið þar. Að sjá þar bæði konur og menn af ýmsum stéttum, samankomið á einn stað til að skemta sér, þar sem enginn gat eða vildi spila öðruvísi en upp á peninga. Okkur blöskraði það þá og fanst það voðaleg synd. En þegar alt kemur til alls, þá er Kína aðeins lítil hluti af New York, sem iðkar alt þetta og fleira í mikið stærri stíl. Eg er nærri því viss um að Edgerton mundi kunna vel við sig í Keno.” “Nú, jæja, mér er sama,” sagði Diana “Einn eða annar mun einhverntíma verða til þess að segja Edgerton að frænkur hans stígi fram yfir lfnuna,” sagði Diana um leið og hún velti sér til í rúminu og reis upp. “Við erum líka ekki alveg lausar við það, sem mönnum geðjast að og þeir kalla fallegt, þess- vegna ættum við að fara varlega Silvíetta. Það er einn óvinur, sem við gleymum oft og tökum ekki með í reiknipginn — okkar eigin fegurö!” Hún gekk út að glugganum og horfði út á regnið, og um varir hennar og andlit lék dálítil rauna bylgja. Eftir litla stund tók hún svo aftur til máls án þess að snúa sér frá glugganum. “Það h'tur helst út fyrir að okkur ætli að lukkast að halda vel dagskrá okkar, því, * að taka þátt í öllu, sem lífið hefir að bjóða.” “Að undanskildri ást.” “Já, að henni — undan- skildri.” “Ástinni megum við ekki leifa inngöngu í hjarta okk- ar,” sagði Silvíetta fjörlega. “En það er þá ekki alveg ó- mögulegt að einhver ástar til- hneiging grípi okkur. Hver veit? Við eigum ef til vill eftir að vera i svo yndislegum félagsskap þa^ sem sú unáðslega tilfinning getur gripið okk- ur, því mörg heiðarleg hjörtu slá undir ríkra manna vestum.” “Eg er hrædd um að hjartað mitt, hallist aldrei að ríkra manna barmi,” sagði Silvíetta. “Þú ert þá víst ekki að hugsa um Jim Edgerton, Diana?” Diana stóð enn við gluggan með hend- urnar fyrir aftan bakið, og horfði út á regnið. Skyndilega snéri hún sér við og leit niður á fætur sér. “Jú, eg hugsa um hann. Eg hugsa altaf um hann.” “Það er ekki rétt af þér,” sagði Silvíetta blíðlega. “Eg hugsa ávalt um hann — mér fellur hann svo vel í geð. Mér hefir aldrei geðjast eins vel að nokkrum manni fyr — og þó hefi eg aðeins þekkt hann í þrjá daga. — O, systir! láttu mig eina um þetta í nokkra daga, svo skal eg reyna til að hrinda honum úr þanka músum.” “Þú varst nú líka einu sinni mjög hrifin af hinum unga Inwood í Keno,” sagði Silví- etta. “Já, eg veit að eg get vel liðið suma menn. Þeir skemta mér og þ'eir verða hrifnir af mér og eg verð auðvitað hrifin af þeim — í bili, og eg daðra við þá, eins og fólk segir — og gleð mig með þeim. Þannig hefir það gengið til og mun ganga til, þar til eg hefi tekið ein- hverja fasta ákvörðun, — ef til vill þá ákvörð- un, sem eiðileggur alt mitt líf.” • “Þú daðrar dável ennþá, stundum,” sagði Silvíetta hlæjandi. “Ekki nærri nóg,” sagði Diana uppstökk. “Hvað er það, sem eg má sjá fram á, má eg spyrja? Flakkandi líf, sem skemtilagsmær og líf fult af slaðri og spilafýsn! — Eða ef eg næ takmarkr mínu. Líf án ástar, berandi ríkis- manns nafn, perlur og aðra fánýta skraut muni á meöanalt annað er sleigið til jarðar,— öll gleði, æskan, þrá hjarta míns, börn------” “Það er þá víst ekki meining þín að þú þráir að eignast börn?” hrópaði Silvíetta skelfd. “Þessar litlu skörnugu skepnur! Eg hélt að þú hataðir þau!” “Það geri eg líka í orði kveðnu,” sagði hin unga stúlka seinlega. “Þú þekkir ekkert til þeirra.” “Ó, Silvíetta, þetta er svo óttalegt •— það er svo hræðilega óréttlátt! — Ungar stúlkur á sínu blómstrandi lífs-skeiði, eru fluttar inn í hið hræðilega fæðingar hús, fölar og bleikar, sem fallið strá, með myrta sál sína. Ef tilfinning þeirra er ekki drepin sjálf þá er þó gert út af við margt hið besta í þeim. Lff þeirra er búið að vera — æska þeirra, þrá | þeirra og frelsi þeirra, af fanti þeim, sem svíkur og táldregur — já, eg hata börn!” Diana stansaði augnablik með höndurnar nið- ur með síðunum og höfuð sitt niður á bri igu og hinir brúnu, fpgru hárlokkar hennar frllu niur með kinnunum. Svo leit hún upp: “En eg vil þrátt fyrir alt, samt eignast eitt ein- hverntíma. Eg vil hafa hvern dropa út úr lífinu, dreggjarnar og — alt, áður e'n eg dey. Það er mín stefnuskrá.” “Þetta er ný skýring, er það ekki?" sagði Silvíetta og hló. “Mínar ákvarðanir koma eins og elding.” “En svona löguð ákvörðun er ekki lang- vinn.” Diana, sem aftur var sokkin niður í hugs- anir sínar, brosti blítt. Svo leit hún aftur upp sínum fögru bláu augum ,og sagði: “Hefir þú nokkurntíma veitt því athygli, hvernig Máriatla fóðrar unga sína? Það voru hjón, sem byggðu sér hreiður hér uppi á þak- inu. Mér fanst það mjög skemtilegt að veita því'athygli hve ánægjuleg þau voru og sam- hent að sjá fyrir ungum sínum.” “Það efa eg ekki" sagði Silvíetta. “Er það ástæðan, til þess að móður hvöt þín hefir vaknað til lífsins? Nú, en sleþpum þessu. Hvor okkar á að baða sig fyrst? Dragðu glugga blæjurnar niður og kveiktu ljósið og . vertu svo væn, að hringja á stúlkuna, því við þurfum að biðja hana um að koma með kjól- ana okkar.” Diana gerði eins og systir hennar bað5 svo settist hún hvatlega við skrifborðið til þess að skrifa bréf. “Færið Mr. Edgerton þetta bréf,” sagði hún við stúlkuna, sem kom með kjóla þeirra. Edgerton, sem var að klæða sig í hinni mestu ró og næði, tók við bréfinu og las það þar sem han nstóð, undir rafmagns ljóskrón- unni. Kæri Jim! Regnið og kringumstæðurnar gera mér þungt í skapi. það gerir þú einnig stundum. Framtíðinn kemur mér eitthvað svo undarlega fyrir hugskotssjónir. Eg er hrædd við hana— eg, sem var fyrir fáum dögum síðan svo frjáls og ókviðinn fyrir henni. Mér finst eg standa á þröskuldi alra mögulegra athafna og bíði aðeins eftir að kallað sé á mið, en hefi þó enga löngun til leikja. Er þegar orðin þreytt á þeim, áður en inngangs lagið byrjar. Ef .það skyldi verða dansað í kvöld, þá dansaðu við mig. Eg er hvort sem er líklega sú eina stúlka í öllu húsinu, sem get haldið út að dansa við þig . . . En ef við skildum spila Bridge, þá skalt þú ekki sitja vjð sama borð og við. Eg hefi mínar ástæður fyrir því, sem koma mér einni við. Taktu tillit til dutlunga minna. Japonetta. Eftir að hafa lesið bréfið, lauk hann við að klæða sig. Svo settist hann niður og skrifaði henni bréf, sem hann bað herbergis- svein sinn að koma til skila. Kæra Japonetta, Eg er jafn ómögulegur að spila á spil, sem að dansa. Eg skal ekki með neinnri ó- gætni eða óþagmælsku trufla þig, ef þú spilar Bridge. — Með því líka að í jafnstóru húsi og þessu, eru miklar líkur til þess að spilað verði upp á peninga — og það hátt. Eg mun reyna að skemta mér á einhvern annan veg. Svo ef þú hefir ekkert á móti því að spila UPP á peninga — sem eg vitanlega býst við að þú hefir — þá veistu það að þú ert ekki skildug til þess. Skildur okkar hér eru ekki í því fólgnar að tapa peningum til borðfólks Mr. Rivetts. Á eg að bíða og fylgjast með þér niður? J. E. Diana las bréfið og rétti það síðan .þegj- andi til systur sinnar Þarna getur þú séð að það kemur á daginn, sem eg sagði Hann óskar eftir að við spilum ekki upp á peninga.” “Hann segir alls ekki neitt um hver ósk hans er í því efni. Það væri líka blátt áfram óforskammað af honum að reyna til að fyrir- bjóða okkur að spila um peninga.” Meining hans í bréfinu er nægilega skýr þó þér finnist það vera óforskammað.” Mér finst hann ekki segja neitt ákveðið um það. Hann segist búast við þvf að við spil- um ekki um peninga og segird að við þurfum þess ekki ef við ekki viljum það. Það er alt, sem stendur íbréfinu. Og í raun og veru hefir það ekkert að segja, eða hvað finst þér?” Diana hristi höfuðið og settist niður til að skrifa Edgerton kröftugt bréf, sem hún sendi til baka með herbergissveini hans, sem beið. eftir svari, fyrir utan dyrnar. Kæri Jim: Þú skalt ekki bíða eftir okkur, við erum ekki nærri því tilbúnar ennþá. Við erum fullkomlega færar um að spila upp á peninga, svo þú þarft ekkert að óttast í því efni, eða hafa áhyggjur af okkur þess vegna. Þú slæmi drengur. — Og gleymdu því ekki að dansa við mig ef það skildi verða dansað í kvöld. Japonetta.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.