Heimskringla - 04.03.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.03.1931, Blaðsíða 4
4 BLAÐSJÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. MARZ 1931. \................. H^tmskringla StofnuO 188S) Kemur úí á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 933 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 ____ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Ailar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Vtanáskrift til blaðsim: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Saraent Ave.. Winnivea Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til rilstjórans: EDITOR HEIY.SKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. •'Heimskringla ’ is published by tnd printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'rraent Avenue. Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 4. MARZ 1931. FRÁ ÞJÓÐRÆKNISÞINGINU Hið nýafstaðna ársþing Þjóðræknisfé- lagsins má merkilegt heita í margvísleg- um skilningi. Það var fyrst of fremst svo vel sótt, að sjaldan eða aldrei hefir betur verið. Á hverju kvöldi var húsfyllir eins og reynd- ar oft við fundarstörfin á daginn. Síð- asta kvöldið var talsvert á fimta hundrað manns viðstatt. En auk hinnar góðu fundarsóknar, bar margt fleira vott um aukinn áhuga og alvöru fyrir málefnum Þjóðræknisfélags- ins. Málin sem þar voru flutt, voru rædd af svo miklum samúðarskilningi og á svo friðsamlegan hátt, að eijisdæmi má heita hjá börnum klakalandsins. Þótt menn greindi á um ýms þeirra mála var þeim ávalt til iykta ráðið án andlegs vopnaburðar og skattyrða. Þjóðræknismáli Vestur-íslendinga virð- ist með öðrum orðum loks þar komið, að það eigi ómæld ítök í huga og til- finningum íslendinga yfirleitt. Og oss er það ekkert undrunarefni þó segja mætti það einnig um þá, er í vorum augum hafa blátt áfram fjandsamlega virst koma fram gegn starfi því, er í þarfir þjóð- ræknismálsins hefir hér verið unnið. Þó erfitt sé að hugsa sér skoðana krít í öðr- um málum góða og gilda ástæðu fyrir vopna burðinum gegn þessu eina hugðar- máli allra íslendinga, höfum vér heyrt að sjálfir andstæðingarnir |iera honum við sér til réttlæingar. Og oss er fjarri að véfengja það því vér skoðuum það talsvert; mikla bót í máli, ef svo er, og ef á andróðurinn gegn þjóðræknisstarfinu má líta sem hréinan og beinan yfirdreps- skap, fremur en tilfinnanlegan skort á þjóðrækni, enda þótt játa verði, að skin- helgin hafi sjaldnast með dygðadæmum verið talin. Frá störfum þingsins verður ítarlega skýrt í fundargerðinni, sem innan skamms verður birt í þessu blaði. Verð- oir því hér ekki minst nema á fátt eitt af því sem fram fór. Inn á við eru það barnakenslumálið og utbreiðslumalið, sem mestur gaumur hefir verið gefinn til þessa. Er árangur- inn af barnakenslunni að verða mjög góður, og var á það bent, að í Winnipeg t. d. hefði Þjóðræknisdeildin “Frón” kent alt að því 800 börnum á undanförnum árum að lesa íslenzku er að öðrum kosti væru ekki enn farin að nema hana. Og þó enn megi búast við, að mörg íslenzk born kunni ekki íslenzku, hefir deildin góða von um, að geta fjölgað svo kenn- urum innan skamms, að til allra íslenzk- ra barna verði hér náð. Reynslan er búin að sanna að' börnin geti orðið vel læs án þess, að sýnast 'leggja mikið að sér við það og starfið er ekki nærri eins ó- framkvæmanlegt og um eitt skeið var haldið. í fleiri bæjum, sem íslendingar búa í, virðist reynslan vera svipuð. Á- kveðið var á þinginu að leggja meiri rækt við þetta starf en nokkru sinni fyr. Út á við er samvinnumálið við ísland, eitt mikilsverðasta máls Þjóðræknisfélags ins Birtum vér hér tillögu þingnefndar- innar í því máli á þessu þingi í heild sinni með því, að ekki verður frá efni hennar sagt greinilega í styttra máli: Tillaga Þingnefndar í Samvinnumáli við ísland. Það mun alment viðurkent, að milli íslands og Ameíku séu sterk þjóðemis- tengsli þar sem búsettir eru hér í álfu um 30 - 40,000 manns af íslenzkum ættum. Höfuð markmið Þjóðræknisfélagsins er að halda við þessu sambandi og efla það eftir fremsta megni En með því að það verður aðeins gert með tvennu móti eins og hagar til nú, sem sé, að framhald verði innflutninga hingað frá íslandi, sem hvorki er þó hugsanlegt eða æskilegt af íslandshálfu eða með því, að komist' geti á öflugt viðskiftasamband milli ríkj- anna, er hvorttveggja mundi styðja: nán- ari viðkynningu og samvinnu, er hafa myndi í för með sér menningar og hags- munalegan'ávinning fyrir báða hlutaðeig endur, þá leyfir nefndin sér að leggja til: I. Að Þjóðræknisfélagið hlutist til um það að sem léttast verði gert fyrir þá sem þess kunna að óska, að fara kynnis- ferðir milli landanna, koma því til leiðar við skipafélög hér í álfu, að farin verði að minsta kosti ein bein ferð á ári hverju milli Vesturheims og Reykjavíkur. II. Að Þjóðræknisfélagið leggi fulla álúð við að kynna hér í landi, íslenzkan iðnað og, varning, í því augnamiði að skapa markað fyrir hann og auglýsa þjóð- ina út á við í hinum enskumælandi heimi. III. Að Þjóðræknisfélagið samþykki einum rómi, þá tillögu Heimfararnefndar- innar, að Canada stjórn stofni námssjóð (Scholarship) er hún sæmi íslenzku þjóð- ina með til minningar um þáttöku Sam- bandsins kanadiska í 1000 ára afmælis- hátíð Alþingis. IV. Að Þjöðræknisfélagið lýsj yfir . ánægju sinni og þakklæti til Bandaríkja stjórnar fyrir þáttöku hennar í Alþingis- hátíðinni og viðurkenningu hennar á sambandi íslenzku þjóðarinnar við sogu Bandaríkjanna með Vinlandsfundi Leifs Eirikssonar árið 1000. V. Að Þjóðræknisfélagið leitist við að koma á gagnskifta sambandi milli íslands og Canada og í því augnamiði skori á Sambands stjórn Canada að skipa nú þegar á þessu ári viðskifta ráðunaut er búsettur sé í Reykjavík. Á Þjóðræknisþingi 27. febr. 1931. Rögnv. Pétursson S. Einarsson A. Bjarnason Ólína Pálsson Walter Jóhannsson Að kvöldi hvers þingdags var ein ræða flutt, ásamt söng, upplestri og öðru til skemtunar. Fyrsta kvöldið hélt séra Jóhann Bjarnason skemtilega ræðu um Þjóðræknis-hugsjónina og jafnframt því sem hann benti til gamans á öfgahliðar hennar hjá ýmsum þjóðum, hvatti hann Vestur-íslendinga til að glæða hana svo, að aldrei spyrðist, að það sem íslenzkt væri, gleymdist þeim hér. Hann beindi ■ þeirri spurningu að mönnum, hvað unn- ið væri við það að gleyma hér íslenzku? Vér lærðum hér ensk i, hvort sem vér kynnum eða kynnum ekki íslenzku. Með því að gleyma íslenzkunni, værum vér sviftir þekkingunni á bókmentum, sem segði frá menningu einnar merkilegustu þjóðar heimsins að fornu, norrænu þjóð- inni. Ef um það væri að ræða, að öðl- ast eitthvað í staðinn fyrir þetta, væri eitthvert viðlit að mæla því bót að grafa hér íslenzkuna. En svo væri ekki. í stað hennar kæmi ekkert. Við stæðum aðeins uppi fáfróðari eftir en áður! Annað þingkvöldið hélt séra Guðm. Árnason ræðu þá, sem birt er í þessu blaði um, þörfina á málhreinsun, og meiri vandvirkni í frágangi á því, er birt er hér vestra bæði í bundnu og óbundnu máli.. Er það nin þarfasta hugvekja, því engum getur það orðið til meins, að reyna að vanda verk sitt, hvort sem það lýtur að því að rita greinar, yrkja vísu eða kvæði eða eitthvað annað. Auðvitað er því ekki að leyna, að kröfurnar eru æði harðar í ýmsum efnum, þegar litið er á ástæður allar, og þar á meðal þær, að margir, er hér rita, hafa numið það án nokkurrar tilsagnar. Ennfremur er til nokkuð mik- ils mælst, að ætlast til að vikublöð, sem aðeins eru einu sinni lesin og kanske ekki það, séu að efni og frágangi ekki lakari en tímarit, sem vegna þess hve sjaldan þau koma út, hafa betri ástæður til að draga efnið saman, og sem sérfróðir menn að einhverju leyti, skrifa oft sína ögnina hver um. En alt að því svona langt virðast oss kröfur höfundarins ganga Með þeim mikla kostnaði, sem útgáfu íslenzku blaðanna er samfara. vegna þess hve oft þau koma út, eða eru stór, þó verð þeirra sé allra bóka eða tíma rita lægst, getur varla til þess komið, að þau bindi sér þann kostnað á herðar, sem samfara er því að vanda til þeirra sem tímaríta.Vikublöð eru aðeins dægurflugur og eru í eðli sínu fremur spegill af líf- inu en kennarar. Á þeim grundvelli virð- ist oss þau eiga að dæmast. En hvað rit- stjórum þeirra viðkemur. ætlum vér að sá, er að Heimskringlu hefir starfað síð- .... astliðin sex ár, hafi nokkurn veginn hólm- göngufær mátt heita á ritvellinum. Eig- um vér þar við Sigfús Halldórs frá Höfn- um. En að frádregnum örfáum öfgakend- um atriðum þessu lík, var ræðan ágæt, og hefir höf. hennar unnið þarft verk með að flytja hana og leyfa góðfúslega að birta hana, sem Heimskringla, eigi síður en þeir, sem á hána hlýddu, er hon um þakklát fyrir. Þriðja og síðasta kvöldið flutti Jón J. Bíldfell ræðu um ísland í sambandi við heimförina, og sýndi myndir af íslandi. Var að því hin bezta skemtun. Myndirn- ar voru talsvert víða af landinu, svo að Borgfirðingurinn og Eyfirðingurinn hafa hlotið heim að fara jafn ánægðir það kvöld, sem sjaldan kom fyrir hér á fyrri árum. Hagsskýrslur félagsins sýna, að fjár- hagurinn stendur ágætlega, þrátt fyrir það að félagagjald er ekkert nema þessi eini dalur, sem greiddur er fyrir Tíma- ritið. Á gjaldkerinn Árni Eggertsson því drýgsta þáttinn í þeirri velgengni fé- lagsins. Fjárhagsskýrsla Heimfarar- nefndarinnar, er dr. Rögnv. Pétursson, féhirðir hennar, lagði fram, sýndi og nokkurn tekjuafgang, eftir að allur kostn aður var greiddur, sem ráðstafað hefir verið sem gjöf til Háskóla íslands, til rannsóknar áhrifum íslenzkra fornbók- menta á stefnur og strauma í nútíðarlífi Evrópuþjóðanna. Er víst um það, að nefnd þeirri hefir farist starf sitt stór sómasamlega úr hendi gagnvart íslandi, sem á allan ann- an hátt. í stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins voru þessir kosnir fyrir komandi ár: Jón J. Bíldfell, forseti; séra Ragnar E. Kvaran varaforseti; dr. Rögnv. Pétursson ritari; Páll S. Pálsson vara-ritari; Árni Eggertsson, gjaldkeri; W. J. Jóhannsson varagjaldkeri; ólafur S. Thorgeirsson, fjármálaritari; B. Dalmann, varafjármála- ritari; Guðjón . Friðriksson skjalavörður. Yfirskoðunarmaður reikninga var kos- inn Carl Thorláksson. En hinn yfirskoð- unarmaðurinn er B. Finnsson, er í fyrra var kosinn til tveggja ára. VESTUR-ÍSLENZKUR SKÁLDSKAPUR OG FLEIRA. Erindi flutt á Frónsmóti 26. febr. 1931 af Guðm. Árnasyni. Herra forseti, og háttvirtu áheyrendur! Með ykkar leyfi ætla eg í kvöld að fylgja dæmi prests nokkurs, sem sagt var um að færi um alt, þegar hann væri að prédika fagnaðar- erindið. Þessi orð lutu ekki að þvi, að prest- urinn ferðaðist víða, heldur hinu, að hann héldi sér aldrei við neitt ákveðið efni í ræðum sín- um. Eg segi ykkur það fyrirfram, að ef þið getið fundið nokkurt samhengi í þessu erindi, þegar því er lokið, þá er það af eintómri til- viljun en ekki nokkru yfirlögðu ráði mínu. Það verður naumast sagt að það eigi illa við á samkomu eins og þessari, að minnast of- urlítið á skáldskap. Ekki svo að skilja, að eg ætli að gera skáldskap að umræðuefni. Mig langar aðeins til að minnast svolitið á vestur- íslenzkan skáldskap Það er oft sagt að við is- lendingar séum Ijóðelsk þjóð. Það er varla of mikið sagt að annan hvern islending langi ti! að yrkja. Og þó að það sé ekki alveg annar hver maður, sem fæst við það, mest líklega vegna tímaleysis frá öðrum nauðsynlegri störf- um, þá samt er miklu meira ort af islending- um í hlutfalli við fólksfjölda en af nokkurri annari þjóð. En manni getur stundum legið við að halda, að þessi Ijóðelska þirtist mikið fremur í löngun til að yrkja Ijóð en að lesa þau. Eg held að Ijóðalestur sé ekki neitt tiltakanlega almenn- ur meðal okkar. Menn grípa eflaust við og við ofan í kvæði, sem birtast í blöðunum, og flest- ir munu hafa lesið eitthvað meira eða minna eftir stórskáldin; en að menn lesi Ijóð til þess að hafa verulega ánægju af þeim, a?f menn lesi aftur og aftur kvæði, sem ort hafa verið af mikilli snild, til þess að kynnast þeim og njóta þeirra til fulls, held eg sé næsta fágætt. Eg veit til þess t. d., að það eru til íslenzk lestrarfélög, sem kaupa mjög fáar eða jafn- vel engar ljóðabækur. Það liggur við, að sum þeirra hafi komið á hjá sér einskonar inn- flutningsbanni á öllu, sem er i bundnu máli. Ástæðan til þess er auðvitað sú, að ljóðin eru ekki lesin, þar sem aftur á móti sögur, af hvaða tæi sem þær eru, ganga mjög vel út. Líka hefi eg heyrt menn kvarta um það, að of mikið af kvæðum sé prentað i blöðunum. Samt er til ein tegund af Ijóðum, sem margir lesa, og það er fyndnar gaman- og háðvísur. Þegar visur birtast á prenti eftir Kristján Káinn eða Lúðvik Kristjánsson, lesa menn þær o glæra. Eg þori að segja, að af öllum V'estur-Islendingum, sem fást við að yrkja, séu þeir langmest lesnir. Þetta stafar, að eg held; fyrst og fremst af þvi, að það er erfiðara að lesa ljóð heldur en óbundið mál. Það þarf meiri mentun og næmari smekk á fegurð máls til þess að hafa ánægju af lestri ljóða, heldur en t. d. sögulestri. Tökum til dæmis eitthvert af lengri kvæðum Ste- phans G. Stephanssonar eða Einars Benediktssonar, og berum það saman við stutta skáldsögu. Ljóðið verður erfiðara viðfangs en sagan. Sá sem les sér til skemtunar eingöngu, kýs heldur söguna, nema hann sé orðinn vanur ljóðalestri og kunni vel að sjá og meta listina í vel ortu kvæði, þá vitanlega verður honum ekkert óbundið mál, hversu fagurt eða kjarnmikið sem það er, jafngildi ljóðsins. I öðru lagi er mjög mikið af ljóð- rænum skáldskap altof efnis- og innihaldslaust til Þess, að það veki nokkra forvitni hjá lesandanum. Það má segja að slikt sé lélegur skáldskapur, en það getur verið hár- rétt rímað og þarf ekki að vera laust við skáldskaparlegt gildi fyrir því. En það hrífur ekki. Lesandinn leggur það frá sér geyspandi og seg ir: Hvað varðar mig um þetta? Sagan aftur á móti, og það þótt hún sé langt frá því að vera nokk- urt snildarverk, hefir efni. Einhver persónan, sem hún segir frá, vekur andúð eða samúð og hún vekur for- vitni að sjá, hvernig ráðist fram úr einhverjum atburðum, sem hún seg- ir frá. Væri öllu því, er birtist á íslenzku blöðunum á hverju ári í bundnu máli haldið saman, þá væri það alsltór syrpa. En hvern mundi langa til að lesa það ? Mikið af því er eins og það væri ort af tólf eða fjórtán ára gömlum börnum. Það er engin frumleg hugsun til í þvi, ekkert efni, sem nokkrum manni finst sig nokk- uru varða, er tekið er til meðferðar. Og þótt það eigi að heita skamm- laust rimað, er það svo laust við alla snild í máli, að engum dettur í hug að líta yfir það nema einu sinni, og gott ef nokkur endist til að lesa nema rétt byrjunina. Flestöll tækifæriskvæði, sem hér eru ort, eru afarléleg. Brúðkaups- kvæði, eftirmæli og fleira þess kon- ar, er alt fult af hversdagslegustu margþvældum hugleiðingum. Þetta ér sett saman af vana, eða af þvi að það er haldið, að hlutaðeigendum þyki vænt um það. Alt, sem farið er með í einhverju samkvæmi, er sjálf- sagt að prenta, þótt engan varði neitt um það nema fáeinar mann- eskjur, sem hafa verið þar við- staddar. Ennþá verra en þetta er þó sá samsetningur, sem á að hafa ein- hverja mikla speki að geyma. Hann er venjulegast svo að enginn mað- ur skilur hann. Að lesa hann, er rétt eins og að ferðast í bíl eftir mjög vondum vegi. Maður kemst ek^ert áfram, alstaðar eru hnúskar og gjótur, og loksins situr alt fast, svo að maður gefst upp og skilur alt eftir. Að vísu má dást að þeirri elju, sem hlýtur að þurfa til þess að setja saman tveggja eða þriggja dálka langt kæði, sem enginn skil- ur. En maður getur ekki annað en óskað þess, að höfundarnir vildu minnast orða postulans, þar sem hann segir: "eg vil heldur tala fimm orð með skilningi mínum ........ en tíu þúsund orð með tungu —” Náttúrlega eru til undantekning- ar frá þessu. En meiri hlutinn af þvi sem ort er, er samt innihaldslaust bull eða orðaþvarg, sem enginn reynir að lesa. Nokkrir Vestur-Islendingar hafa þýtt dálítið af íslenzkum ljóðum á ensku. Sumar þýðingarnar eru dá- góðar, einstaka jafnvel ágæt, en margar eru mjög mishepnaðar. En öllu er þessu hælt. Það er rétt eins og þeir, sem um það skrifa, haldi að enskt fólk taki þessu fegins hendi, en náttúrlega lesa sárfáir það. *-— Samt væru slíkar þýðingar góðra gjalda verðar, ef þær væru vel gerð- ar og enginn legði hönd að þeim nema þeir, sem eru sjálfir skáld. Það er ekki nóg að vera vel fær i ensku á íslenzku, miklu minna en á nokkurt mál nema hann sé skáld. Aftur er furðu lítið þýtt hér úr í fullan aldarfjórðung hafa Dodds ^iýrna pillur verið hio viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. ensku á íslenzfcu, miklu minna én við mætti búast. Mörg íslenzk góð- skáld hafa þýtt mikið af ljóðum eftir stórskáld annara þjóða, sem hefir verið mikill gróði fyrir islenzk- ar bókmentir. Ef íslenzk skáld og hagyrðingar hér vildu þýða dálítið meira eftir ensk og amerisk og enda canadisk nútímaskáld, þá ynnu þau þarft verk og væri ólikt meiri feng ur í slíkum þýðingum heldur en mörgum frumsömdu kvæðunum, er blöðin flytja eða koma út í ljóða- bókum. Heima á Islandi í sumar heyrði eg fólk þráfaldlega undrast yfir þvf, hversu góða islenzku margir Vest- ur-Islendingar töluðu. Þetta var ekki eintómur gullhamrasláttur. Sann- leikurinn er sá, að við töluðum ís- lenzkuna betur heima en við gerum daglega hér. Það sem við gátum gert þar, getum við líka gert hér, ef við vildum. Við gætum útrýmt lang- mestum hlutanum af ensku orðun- um, sem við notum venjulega. Þessí orð eru ekki nema nokkrir tugir, en það er komið svo upp í vana fyrir flestum að nota þau, að menn gera það alveg ósjálfrátt og án þesa að hugsa nokkuð um það. Tökum til dæmis orð eins og Coat-ið, Car- ið, rubb-urnar, stamp-urinn o. s. frv. Þessi orð eru ekkert þægilegri en íslenzku orðin, sem þýða sama. Það er aðeins af því að við höfum van- ist á að nota þau, að við bregðum þeim stöðugt fýrir okkur. óislenzku- leg orðaskipun og rangar beyging- ar eru náttúrlega algengar hjá þeim sem ekfci kunna málið vel, en hjá allflestum eru þó þessi ensku orð, sem stöðugt eru notuð, aðal lýtin á málinu. Fleiri en eg hafa eflaust tekið eftir þvi, að heima á Islandi er nú talað hreinna mál, heldur en var fyrir þrjátiu árum. Dönsku- slettur, sem áður voru tíðar, eru mjög sjaldan heyrðar nú. Eg geri ráð fyrir, að þessi málhreinsun þar stafi að einhverju leyti af vaxandi sjálfstæðismeðvitund þjóðarinnar. — Menning fólks og sjálfstæðismeðvit- und endurspeglast í málinu. Hverri mengaðast. Jafnvel enskan, sem er mál hennar sé sem hreinast og ó- mengaðast. Jafnvel enskan, sem er þó þannig, að hún tekur við orðum úr öðrum málum og samlagar þau sér og lánar orð úr fdmmálunum latínu og grisku, í stað þess að mynda nýyrði, er hreint mál í munni þeirra, sem tala hana vel, hún er ekki málblendingur á sama hátt og mállýzkur, sem hafa orðið til vegna samsteypu tveggja eða fleiri mála,. eins og t.d. Pennsylvaníu-þýzkan, sem er töluð af afkomendum þýz^ra landnámsmanna í Pennsylvaníu, eða farmanna mállýzkur, sem myndast í hafnarborgunum. Vaxandi þjóð- rækni hér meðal okkar Vestur-Is- lendinga, ætti að hafa i för með sér málhreinsun. Það væri ekki úr vegi fyrir Þjóðræknisfélagið að gera eitthvað i þá átt. Eg veit, að ein- hverjir muni segja að slíkt sé ekki til neins, við ráðum ekkert við þetta. En nú má þó öllum vera það ljóst, að skoðunum manna af öllu tagi má breyta og er stöðugt breytt með áhrifum fárra manna bæði I ræðu og riti. Og hér er einu sinnr

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.