Heimskringla - 04.03.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.03.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 4. MARZ 1931. HEIMSKRINGLA 3 BLAÐSIÐA að, en mig létu þau ekki gjalda Þess í neinu, og tóku við mér um- yrðalaust, sem væri og lambið henn- ar Maríu. Þegar nú við vorum komnar í góða höfn, var fyrsta verk okkar að leita uppi bílstjóra Klements — 1)0 r&a honum farareyri okkar, og koma farangri okkar í tjald þeirra Brímnes hjóna, að því búnu fórum við litast um og taka eftir því, sem fyrir augu og eyra bar, með öðrum orðum — gefa okkur að hátiðahaldinu. Hegranesþing. Svo stóð á því, að þeir Skagfirð- lngar sem farið höfðu á Alþinishá- ^íðina suður, komu sér saman um, að kalla til^ þings á þessum forn- fræga sögu- og þingstað Skagfirð- inga. Skyldu þeir er Alþingishátið- ina sóttu, þar skýra þeim er heima sátu, frá því er þar fór fram. Hafa Skagfirðingar jafnan notað Hegra- nesið til allra stærri mannfunda, Þegar veður leyfir. Var þvi eðlilegt aö þeir mundu gera það nú. Enda er staður sá sérlega vel til þess fallinn vegna afstöðu hans. Geta öienn er langt eiga að sækja kom- ist þangað sjóleiðis, utan af Skaga- strönd og beggja megin Skagafjarð- ar- alt norðan frá Siglufirði — já, n°rðan og vestan, þaðan sem slík ferð er þægilegri og styttri en land- leiðir. Heyrði eg sagt, að þenna dag, hefði fólk verið þar úr fjórum næstu sýslum á báða vegu, auk ferðafólks, lengra að, o. s. V.-lsl. sem voru þar fjölmennir, og að allur mannsöfnuður þar samankominn hafi ei verið undir tvö þúsundum. Hefir mig furðað á því, að sjá ekkert um ' þessa f jölmennu samkomu í Vestur-lsl. blöðum. Getur það kann- ske, hafa farið framhjá mér?--- Frh. FRÁ ÍSLANDI. HORFURNAR f I>VSK\LANDI I danska blaðinu “Ber- lingske Tidende’’ birtist nýlega grein eftir Ebbe Munch og heitir “Tysk- iand veð Aarsskiftet”. Hún lýsir í fáum orðum horfunum í Þýskalandi núna. og er bví birt hér í lauslegri þýðingu. stjórnmálalífi og viðskiftalífi Þýska- lands? Skyldi herhlaup Nazista rífa á þessu ári grunnin undan 12 ára líkamlegu og andlegu erfiði þjóð- arinnar ? Þegar bæjarstjórnarKosningamar fóru fram i Bremen, aðeins tveim mánuðum eftir hinar furðulegu þing- kosningar 14. sept., juku Hitlers- NÝTT ÚTSÝNI Nýtt útsýni opnast fyrir þeninga manninum. Ef þér hafið dregið saman $1,000.00 þá getið þér litið með fullu trausti á framtíðina,—byrjið á sparisjóðs innileggi strax. $1,000.00 á 4 árum—kosta $940.16 með $4.52 innileggi á viku. $1,000.00 á 3 árum—kosta 956.28 með $6.13 innileggi á viku. $1,000.00 á 2 árum—kosta $970.32 með $9.33 innileggi á viku. The Rpyal BanK of Canada Prepare Now! Better times will come, much sooner than most people anticipate. The re- sult will be a keen demand for. steno- graphers, secretaries and bookkeepers, to fill the openings made vacant by the late financial depression. Right now, office staffs are cut to the limit, and many who have been dismissed have gone into other occupations, or have left the City. Besides, the number now training for business is considerably below the average. A Thorough School! The “Success” is Canada's Largest Private Commercial College, and the finest and best eqiuipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. hi twenty-one years, since the founding of the “Success” Business Lollege of Winnipeg in 1909, approximately 2500 Icelandic stud- fnts have enrolled in this College. The decided preference for Success” training is significant, because Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our icelandic students shows an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PH0NE 25 843 Verður á þessu ári bylting í menn atkvæðamagn sitt um helm- ing — á tveimur mánuðum hafði fylgi þeirra tvöfaldast. Hið “reip- um harðgreipaða” þýska jafnaðar- manna samband stóðst ekki áhluapið, og verkamenn hlupu uppvörpum i flokk Hitlers, Þess vegna er enginr. í efi um það hvemig kosningar til ríkisþingsins myndi fara á þessu ári, og hverja byltingu það myndi gera í ríkisþinginu. Þess vegna hafa miðflokkarnir og jafnaðarmenn sameinast. Og enginn efast um hvað Theodor Wolff á við í nýársgrein sinni í “Tageblatt” þar sem hann óskar þýsku þjóðinni þess, að “þetta ár fari kosningar ekki fram.” Stjórnin veit það vel, ag forðast ber nýjar kosningar. 1 nýársávarpi sínu segir Brúning, ríkiskanslari, að þeir, sem tali um það, að Þýska land sé nú að sigla á blindsker, hafi rangt fyrir sér og viti ekki hvað þeir sé að tala um. Með þessu á hann sjálfsagt við það, að nýjar þingkosningar þurfi ekki að fara fram. Það er alveg satt, að Hitler hefir margsinnis lýst yfir þvi, að hann ætli ekki að hrifsa til sín völdin í Þýskalandi á ólöglegan hátt. En Nazistar hafa séð það á seinustu kosningum, bæði þingkosningum og bæjarstjórnarkosningum, að þeim hríðvex fylgi, og að nú er svo komið, að hinir 107 fulltrúar þeirra í rikis- þinginu hafa ekki aðeins að baki sér 7 miljónir kjósenda, heldur 12 miljónir, þvi er efamál að um næstu kosningar muni farið fram á “lög- legan hátt”. Borgarstyrjöld er ljótt orð, en því verður ekki neitað, að jafnvel rólegir og gætnir borgarar, gera ráð fyrir hinu versta. Það getur farið á hinn veginn! Og eitt er víst: Þýskaland á örðuga tíma fyrir höndum. Striðið og byltingin hefir leyst úr læðingi margvíslegt öldurót, er seint mun sjatna, Hér er eigi aðeins um að ræða það von- leysi og þá gremju, sem gripið hefir alþýðu, heldur liggja hér að baki sálfræðilegar ástæður. Þjóðinni er gert að skyldu að borga árlega i 60 ár hernaðarskaðabætur, og þess vegna finst henni hún vera eins og þræll, sem verður að vinna áratug- um saman fyrir Frakka, svo að þeir geti haldið uppi hernaðaryfirburðum í álfunni. Þetta finst þýsku þjóðinni sér ósamboðið, hvernig sem á er litið. Crt af þessu er hún örvílnuð. Sumir setja alla von sína á einræði, aðrir á kommúnisma, en svo eru en aðrir, sem trúa og treysta á bræðralag þjóðanna, trúa því að á komist fransk-þýsk tolleining, jafn- vel hernaðarbandalag við Frakka. En í þessari angist og örvílnun. rís þjóðin gegn hinni erlendu kúg- un og slæmri utanrikisstjórn, sem kölluð er. Og kröfurnar um það, að Versala-friðarsamningarnir sé endur- skoðanir, eru orðnar að alheimsmáli, því að viðskiftakreppan i heiminum er kend hernaðarskaðabótunum. Þess vegna telja flestar þjóðir að kröfur Þjóðverja sé á rökum bygðar, þær sé sameiginlegt mál allra þjóða. Og í Bandaríkjunum og Englandi er það nú rætt af engu minna kappi en í Þýskalandi, hvernig eigi að breyta Versalasamningunum. Hollenditag- urinn Collijn, sem var forseti sein- ustu verslunarráðstefnunnar í Gen- éve, hefir sagt, að yfir vofi alment fjárhagshrun i Evrópu ef þjóðimar taki ekki upp viðskiftasamvinnu, og mun hann þar hafa talað fyrir munn allra ráðstefnumanna. Arið sc4n leið var það aðalvið- fangsefni þýsku stjórnarinnar að koma fjárlögunum á réttan grund- völl, og það má þakka Brúnings- ráðuneytinu — eða öllu helst Diet- richs fjármálaráðherra — að það hefir tekið föstum tökum á því mikla vandamáli. Og eftir svo sem tvo mánuði munu sjást hinar góðu afleiðingar þessara fjárlaga. En langt er þó þess að bíða að fjár- málin sé komin í gott horf, og eins og kanslarinn hefir sjálfur sagt, er þetta aðeins byrjun. Og hún er í því fólgin, að á fjárlögunum 1931, er eins milljarðs sparnaður, og meira verður varla krafist af fjárlögum, sem eru 11 miljarðar. Alt kapp verður lagt á það að | framkvæma hina nýju fjármála- stefnu stjórnarinnar, sem miðar a8 því að kveða niður uppgang Nazi- manng. — Ef sv fer, að þessar til- raunir hepnast, er ekki ósennilegt, að stjórninni aukist fylgi, og áhug- inn fyrir Nazistahreyfingunni kólni dáliitið. Og fari nú svo, að þessar ráðstafanir beri árangur, getur vel verið að trúin á stjórnina dafni, og heldur kólni hrifningin af Nazistum. En þótt maður sé bjartsýnn á fram- tíð Þýskalands, verður þess að gæta, að nýja ríkisþingið er ekki jafn- starfhæft og önnur fyrri þing, þvi að flest þau lög, sem nú hafa verið samþykt, hafa fengið staðfestingu sina á óþingræðislegum grundvelli, út úr neyð. Þess ber líka að minn- ast, að atvinnuleysið í Þýskalandi. þetta óheyrilega atvinnuleysi, þar sem menn búast við því, að þegar út á vpturinn kemur, muni þar vera 5 miljónir atvinnuleysingja, af þessu leiðir truflun og stöðvun viðreisn- arstarfsins, og mun það gefa at- vinnuleysingjum byr í seglin. Horfurnar eru því ekki góðar, en ekki má ganga fram hjá þvi, að á árinu sem leið, benti margt til betri tíma. írtflutningsverslun Þýskalands hefir aukist á þessum vandræðaár- um, og um áramótin 1930 var út- flutningur rúmlega einum miljarð marka meira en innflutningur. Og nú er svo komið, að það er létt að ná í fé á alþjóða peninga- markaði. Hefir það stórkostlega þýðingu fyrir Þýskaland, sem rek- ur þjóðarbúskap sinn með stuttum lánum og skul<jar ekki meira en átta milljarða í þessum lánum. En nú er það nýjasta: Heimtað er, samkv. Young-samþyktinni, og tej^ið skuli tillit til gengishækkunar gullsins. Nú eiga Þjóðverjar og borga 1.8 mill- jarða marka sem fyrstu afborgun af hernaðarskuldunum, en ef markið stendur nú i miklu meira gildi held- ur en í maí 1929, þegar afborgun- Þjóðverja af hernaðarskuldunum var ákveðin, þá hljóta afborganimar að minka sem því svarar. Þetta vonar stjórnarflokkurinn I Þýskalandi, og þess vegna er sparnaðarstefnunni haldið áfram hiklaust. —Mbl. • • • L.JÓTITR SIÐJJR Eg er nýkominn norðan af Strönd- um hingað i menningu stórborgar- innar. Viðbrigðin eru mikil, eins og gefur að skilja, því að þar norð- ur á hjaranum, í kjördæmi forsæt- isráðherrans, vantar flest þægindin. sem fólkið sækist eftir, og dýrðina, sem borgin hefir að bjóða. — Þar er lítið um rafmagnsljósin, engar ma!- bakaðar götur, enginn borgarstjóri, engar barsmiðar eða upphlaup, engin háreist gisthús með rökkur-dansi, engir ljósum prýddir og skrautlegir búðargluggar, engir borðalagðir og hátíðlegir lögregluþjónar, engir spreng-virðulegir ráðherrar, engir fjármálavitringar, ekkert hegningar- hús, engar bláar, grænar, gular eða rauðar bifreiðar í fleygiferð, enginn tíkar-brandur, ekkert fyllirí, engin kvxikmyndahús, engir fankar úttroð- nir af peningum, engin sönglist ölóðra mann um nætur, ekkert þjark i myrkraskotum, engin stefnumót, enginn hjálpræðisher, og — því mið- ur — fátt af prúðbúnum og lagleg- um ungum stúlkum. — Þrátt fyrir alla þessa vöntun og skort komumst við Strandamenn af þolanlega. Við erum nægjusamir, líttllátir, eins og sjá má á þing- manninum okkar. Og eg er ekki viss um, að við unum lífinu hótinu ver en blessað fólkið, sem rápar hérna aftur og fram um göturnar alla daga kveld og nætur. En borgin er merkileg — að minsta kosti í augum fáviss af- dalasnáða. Og mér er nær að halda, að eg gæti lært listirnar hérna — sumar að minsto kosti —: á mjög skömmum tima. En eg er hræddur um, að blessaður þingmaðurinn minn vilji ekki láta mig læra neitt hér. Hann er sco skelfilega grimmur í garð Reykvíkinga, þegar hann kem- ur norður. Eitt hið fyrsta, sem eg veitti at- hygli, þegar eg hafði dubbað mig svo lítið upp — keypt mér ný föt, nýjan svartan, barðastóran hatt, hvítt um hálsinn, nýja skó, frakka og staf, og tók að rangla hér um göturnar eins og aðrir — var það, að æðimargir, sem eg mættií ekki ÞÓ ÞÉR KAUPIÐ DÝRARA LYFTIDUFT FRÁ AUSTUR- CANADA EÐA BANDARÍKJUNUM, GRÆÐID ÞÉR EKK- ERT Á ÞVÍ. — BLUE RIBBON ER UPPÁHALDSTEGUND WINNIPEGBORGAR OG ÁBYRGST AÐ GEFAST Æ VEL. Blue Ribbon Limited síst strákar og ungar stulkur, voru sí tyggjandi eða japlandi. Hvert þó í heitasta, hugsaði eg — eru allir borg- arbúar farnir að taka upp í sig — blómarósirnar ekki síður en aðrir. — I fyrradag mætti eg þremur ljóm- andi fallegum ungum sfúlkum, svona á að giska mili lfermingar og tvi- tugs. Þær voru hver annari yndis- legri, litlu skinnin, og eg varð bál- skotinn í þeim öllum. En allar voru þær japlandi. 1 gærkveldi fór eg í Nýja Bíó. Á næsta bekk við mig sátu ungar stúlkur — fallegar og blómlegar, eins og flestar stúlkur í þessum bæ. Þær mösuðu óþarflega mikið, blessanirnar, en yrði hlé. á orðaflóðinu tugðu þær í ergi og gríð. Mér leiddist þetta japl og smjatt — eg er svo ómentaður — en nú er eg þó kominn svo langt áleiðis, að eg veit hvernig á þessum ósköpum stendur. Það er svo sem ekki sak- laust og blessað og ilmandi munn- tóbak, sem ungdómurinn í henni Reykjavík er að tyggja, heldur eitt- hvert fjárans “góðgæti”, sem mér er sagt að vitringar og skriftlærðir kalli “töggur” eða eitthvað sem þvx sætir. Ungdómurinn kallar það vísj bara “tyggegummi” eða eitthvað þessháttar og er drepsólginn í þenn- an skolla, álíka og gamall fylliraftur í brennivín. Eg er nú ekki svo lærður enn sem komið er, að eg viti! hvort fólkið muni hafa nokkurt gagn af að vera að jóðla þetta, en mér þykir ákaflega leiðinlegt að horfa á það. Sérstaklega þykir mér ó- yndislegt að sjá ungar og fallegar stúlkur vera að þessu jór^ri. Það er sök sér, þó að stúlkur leyfi sér slíkt og fer þó illa á því. — En búast má við, að innan skams hafi allur æskulýður Islands “töggur” i munninum, og gott ef tannlaus kerlingaskörin fara ekki að jóðla með. Það vantar svo sem ekki, að sveitafólkið stæli Reykvikinga • í öllu sem það getur, bæði illu og góðu, þó að það lasti þá svona annað veif- ið sér til hugarhægðar. Eg sár- kviði fyrir, þegar sveitungar mínir — og þó einkum stúlkurnar, þvi að þær mega í rauninni ekkert missa —fara að “taka upp í sig” með þessu hætti. Það er ekki hótinu betra en að “tyggja upp á dönsku”, og allir vita hversu geðslegt það er. Strandmaður. —Vísir, 15. jan. 31 ó *60 ALLOWANCE ON Y0UR OLD RADIO OR PHONOGPAPM Reo.ardless ,of its ðQe.make or con - dition as part p.ayment on a Victor ’ Combinatfon H'om'e Recórdino Radio- Electrola $337^ 2yearstopay the balance. Phone 22-685. Open till Í1 &;Ve<íéÍttUd. She%nraok. THE BEST IN RADIO Lowest Terms in Canada þér sem notifi TIMBUR KA UPIÐ The Empire Sash & Door Co, Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. ^>ur dollars buy AAORE at E ATO N’: tf CAToer* my —4T. Me! WWm • t i>.4iiM p»r tUa p« l< CATOfTS MT Ow/ *I*IT VHn o4 M »tur *«» Kt n»Ki joo*. _ M, and r.|Mbifcr- Tbte «*Oa •oct CATOfTV - • THE HOME OF VALUE IS °m THEPRICEGUIDE 0FCANADA ^T.EATON CÝ- WINNIPEG • CANA MARGIR HLUTIR Á L LÁGU VERÐI Hit5 lága vertS er eftirtektarvert hvar- vetna í bókinni, í mörgum tilfellum lægra en þaö hefir veriö svo árum skifti og er þatS yhur i vil. Látiö vöru- skrána sýna yt5ur hvatS þér spartö á hverju dollarsvirtSi er þér kaupiö hjá EATOBí. Vér mitSum vertSitS viti af- Æláttinn sem vér fáum meti því atS kaupa i stórum stíl fyrir peninga út í hönd. Á mörg hundrutS blatSsítSum á voru- skránnl er getitS um varning sem er alveg nýmótSins og ábyrgstur er af EATON Leysir þatS úr mörgum vand- rœtSum. Vér bitSjum ytSur atS hera saman vertS og gætSi vitS vörur annarstaöar, þar er eini rétti mælikvartSinn. Allur varning ur er talinn er upp, hefir verit5 ná- kvæmlega athugaöur, atS honum sé rétt lýst, af eftirlits skrifstofu vorri, svo atS þér megitS treysta þvi atS EATOAi hútsin ber ábyrgtS á öllu sem þar er, og vill eigi bjótia vestan fólki annatS en hits bezta. Tækifærit5 er ytSar, atS fá þessa vöru- skrá — senditS aðeins póst spjald metS áritutiu nafni ytSar og heimilisfangi og EATON 'sendir ytSur vöruskrána ó- keypis um hæl. Dragið það ekki—Skrifið í dag

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.