Heimskringla - 06.05.1931, Side 6

Heimskringla - 06.05.1931, Side 6
« BtAÐSIBA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. ‘ MAI 1931. I JAPONETTA } eftir 1 ROBERT W. CHAMBERS. * Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson “Hann er æði léttúðugur. Er hann það •kki?" Díana roðnaði aftur og leit til hans stór- um augum. f “Fellur yður ekki við hann?'’ spurði hún. “Er hann ekki léttúðugur?’ 'spurði hann aftur. “Eg held að hann hafi ekki fundið sjálf- an sig ennþá. Hann er vel viti borinn, góð- hjartaður og göfuglyndur maður og fullkom- lega fær um að taka að sér heiðarlegt starf ____. Og eg er sannfærð um að hann gerir það áður en langt um líður.” “Hann verslaði með járn. Var það ekki? — Edgerton Tennant & Co.?" “Já." Mr. Rivett hugsaði sig um fáein augna- blik. “Eg skal nú með ánægju svara einni af spurningum yðar, Miss Terínant,’’ sagði hann. “Mér líkar vel við Mr. Edgerton.’’ “Þökk fyrir,” sagði Díana, án þess að vera sér þess fyllilega meðvitandi hvað hún sagði. Mr. Rivett sat hljóður og þungt hugsandi í einar fimm mínútur. Loks sneri hann sér við, leit á Díönu og mælti: “Eg hefi löngum til þess að þvaðra dá- lítið við yður.” Díana fór aftur að hlægja. “Hvernig hafið þér fundið það út að eg væri málskrafs-skjóða? I öllum bænum drag- ið þér mig ekki á því, sem þér hafið að segja. Eg hlakka til að mega rífa niður mína fjær- verandi vini." “Já — áreiðanlega, þannig að eiðileggja orðróminn eins og þér hafið gert gagnvart Mr. Edgerton, sem margt hefir verið skrafað um,” sagði hann hranalega. “Nú, jæja. Við skulum. þá undireins byrja að skrafa um hneykslissögurnar. Hvaðan þekkið þér, Mr. Inwood?’’ “Eg mætti honum í Kino í Nevada,” sagði hún stillilega, um leið og hún hugsaði um hvað næst mundi koma. “Þektuð þér hann lengi?” “Einn vetur.” “í Kino?” “Já, í Kino.” “Lýst yður vel á hann?’’ “Já, framúrskarandi vel.” A-ha! Svo þér hafið einnig í huga að rifa hann niður á yðar vísu?" “Já, nákvæmlega eins og eg gerði við Mr. Edgerton. Þeir báðir og hvor fyrir sig, eru þeir liðvirkustu menn sem eg hefi nokkru sinni mætt. Það var undarlegt að eg skildi ekki vita þa ðfyr en eg kom hingað, að ’þeir væru vinir.” “Eru þeir það?” “Þannig hefi eg skilið það.” “Og þér vissuð ekkert um það?’’ '“Hvernig átti eg að vita það? Eg hefi kynst Mr. Inwood aðeins einn vetur. Og frænda minn þekki eg ekki heldur sérlega vel’.' ‘Hvað vel þekkið bér frænda yðar?” Díana hugsaði sig um augnablik, svo leit hún til Mr. Rivetts og sagði: “Um það skuluð þér fá að dæma sjálfur, Mr. Rivett. ” Svo greindi hún honum frá fyrstu viðkynning sinni við Edgerton, alt til - ‘þess þau komu til Adriutha, og á meðan hún sagði frá, hvíldu hin hvössu augu, Mr. Rivetts 1 á Díönu án þess að í þeim sægist hinn minsti undrunar eað efa glampi. “Þannig er öll okkar viðkynning,” ságði Díana og st^saði augnablik og horiði fast í augu við Mr. Rivett. Svo hélt hún áfram mæli sínu um leið og rauður roði litaði kinnar hennar. ‘Eg hefi sagt yður alt þetta til þess að réttlæta Mr. Edgerton í augum yðar, til þess að hvorki þér, né fjölskylda yðar eða fólk það, sem hér dvelur misskilji afstöðu Mr. Edeertons gagnvart okkur systrum. Hann er ekki á- byrgðarfullur fyrir okkur-------. Eg held að hann hafi viljað fara með okkur hingað af þeirri ástæðu einni að drenglyndi hans bauð honum það, í von um að við hefðum meira tækifæri til að komast áfram ef hann væri með okkur til að vernda okkur ög leiðbeina okkur ef þörf krefðist.” “Það er svo,’ ’sagði Mr. Rivett huesandi. “Mig langaði til þess að þér vissuð þetta, o geg er gloð yfir því að eg hefi nú fengið tækifæri til þess að láta það í Ijósi við yður, og fullvissa yður um að Edgerton er að engu leiti ábyrgðarfullur fyrir okkar gerðum, og framkomu.” “Það er enginn að klaga yfir gerðum yðar eða athæfi,’ ’sagði Mr. Rivett. “Ó, nú, ef til vill ekki. Þið eruð öll svo vinsamleg og elskuleg í okkar garð. En — við — gerum — ýmislegt, — er ungu stúlk- urnar, sem honum eru tengdar ættarböndum mundu víst ekki gera.” “Að reykja?” “Já, bæði það og drekka stundum vín, og svo sérstaklega það að spila upp á peninga. Eg geri ráð fyrir að við spilum stundum of hátt.” “Haldið þér að ættingjar han§ mundu ekki gera það?” “Eg veit það ekki,” sagði Díana og dæsti. “Eg þekki ekki New York, og við höfum aldrei heyrt eða lesið um að þesskonar félagsskap- ur væri mjög algengur þar. En svo er heldur ekki víst að haft væri hátt um það þó að svo væri. En við Silvíetta erum utan af land- inu, og sveita fólki hættir oft við að ganga lengra en góðu hófi gegnir í sumum atriðum, og það geri eg ráð fyrir að við systur höfum gert, og eg vildi ekki að þér dæmduð Mr. Edgerton eftir okkur.” Mr. Rivett, sat um þegjandi og skrifaði í moldina með stafnum sínum, og án þess að svara Díönu einu orði upp á það sem hún var að tala um, sagði hann. “Og yður fellur Mr. In,wood einnig vel í geð?” “Já, ágætlega.” “Hefir hann ekki verið riðinn við ein- hverja óhæfu eðavhneyksli?” “Ekki það eg veit til,” sagði Díana und- randi. “Ekki það. Hvað gerði hann á meðan hann dvaldi í Kino?” “Díana hló. “Eg hygg að hann hafi ver- ið þar aðeins til að skemta sér, eins og við. Eg býst við að þér vitið vel að það átti sér enginn skilnaður stað á milli okkar." “Það gleður mig að heyra það,” sagði Mr. Rivett. “Eða hélduð þér það?” spurði hún. Það brá fyrir einkennilegum glampa í augum hans. “Nei,” sagði hann. “Það kom mér ekki í hug. En maður getur ekki varpað frá sér steinum hér í margmenninu, og verið viss um að þeir hitti ekki einhvem óþægilega.” “Álítið þér hjónaskilnað hneyksli?” “Nei, ekki vitundarögn. Eg er vaxinn upp úr því að hneykslast yfir lífi ungra kvenna og karla. En meðal annars. Hver er Mrs.. Wemyss?” “Hún er gestur yðar.” “Eg spurði yður, Miss Tennant,’ ’sagði hann þýðlega. “Við hjónin mættum henni ! síðastliðinn vetur í Plaza —. En eftir því, sem eg hefi komist næst, mun hinn ungi In- wood og Mrs. Wemyss hafa kynst í Kiria.” “Ó, það er í Kina, sem eg hefi séð hana áður,” sagði Díana. “Eg vissi það að eg hafði séð hana einhversstaðar áður en eg ; mætti henni hér, en mér var ekki mögulegt að muna hvar það var —. En þá var hún mikið holdgrennri — og mjög — mjög falleg!” “Skilin við manninn sinn?” “Er hún ekki ekkja?” “Getur verið —. Mér stendur á sama.” | Hann reis hvatlega á fætur og hún stóð upp líka því hún vissi að umræðurnar voru á enda. “Eg ætla að keyra út með konu minni,” sagði Mr. Rivett. “Við höfum ánægju af því að dvelja stundum tvö ein úti í hinni víðlendu og fögru náttúru, fjærri hinu hversdagslega og umfangsmikla skvaldri hins daglega lífs.” “Og, henni til mestu undrunar tók hann hnd hennar í báðar sínar æðaberp mögru hendur og þrýsti henni vinsamlega. “Þér eruð góð stúlka,” sagði hann. “Þér og systir yðar — og Edgerton — hann er á- gætur. Þið eruð öll sömul góð börn — og öll af sama uppruna. Litla vina — það er svo yndislegt'-----. Fellur yður vel við Christine dóttur*mína?” j “Já, mjög vel.” “Og jack einnig?” “Já, áreiðanlega.” “Það er ágætt. Þeim þykir líka vænt um yður, og eg lái þeim það ekki. Þið eruð góð börn öllsömul. Verið þér nú sælar!” X. Kapítuli. Um leið og Díana hleypti hestinum sín- um á sprett, féll hestur Ederertons og hann kastaðist af honum út fyrir veginn. Þeir stóðu þó báðir á fætur fljótleea, og Díana sem sá slysið, sneri hesti sínum við og reið til Ed- gertons, sem hélt í tauma hestsins og studdi sig við hnakkinn. “Gekk það vel, Jim?” spurði Díana stutt- lega. “Áeætleea, þakka þér fyrir.” Útlit hans bar þó vott um. alt annað, því hann var fölur sem nár og augun einkennilega glampandi og fjörlaus. , “Þú ert dálítið fölur,” sagði hún. “Sló hesturinn þig?” “Ó, það er ekkert alvarlegt,’ ’sagði hann brosandi. Viltu biðja Jack að vera með þér í staðinn min? Eg þarf að tala dálítið við Mr. Rivett.” “Er það nú satt, að þú hafir ekki meitt ioeðeeoðoeoeðosðeeecoðosoesoscooeoðoeoeoscoocasocooeoc KobinlfHood Rdpia Oats Canadiskur morgunmatur þig?" spurði hún aftur blíð- lega. “Eg var búinn að svara þessari spurningu þinni,” sagði Eílgerton og gekk af stað við hlið hests síns. “Díana horfði þegjandi á eftir honum, hún sá hesta- sveinin varpa yfirhöfn yfir herðar Edgertons og sá hann taka hestinn og leiða hann til húss. Og hún sá Edgerton stinga höndunum í vasana og ganga upp til herbergja Mr. Rivett. Með hárri og hvellri rödd, kallaði hún svo til Jack Rivetts, sem kom fljótlega hlaupandi til hennar. Og eftir litla stund voru þau riðin af stað. Mr. Rivett, stóð og beið eftir konu sinni tilbúinn að fara út með henni, í því að Ed- gerton gekk til hans hvatlega, karlmannlegur og kurteis, sem hans var venja. “Góðan daginn!” sagði hann í því hann nam staðar fyrir framan Mr. Rivett. “Góðan daginn, Mr. Edgerton! Skemtir unga fólkið sér vel?” “Já, ágætlega vona eg.” “Skemtið þér yður vel?” “Já, það geri eg ávalt.” “Það geri eg einnig,” sagði Mr. Rivett og nikkaði höfðinu um leið og hann setti upp fingravetlingana. “Eg hefi alla mína daga verið ánægður. Það er slæmt fyrir mann sjálfan ef manni Qnst flest leiðinlegt í kring-, um sig og öðruvísi en það ætti að v<fra.” “Edgerton brosti og hafði vinstri hönd- ina í frakka vasanum á meðan hann horfði dimmbláum dreymandi augum út í fjarskann. Hann sá unga fólkið þeytast á gæðingunum eftir veginum fram með fljótinu, og sá í hug- anum glaðværðina og fjörið, sem ríkti á meðal þess. “Frænkur yðar halda vel veginum,” sagði Mr. Rivett. “Það vona eg að þær geri líka ávalt,” sagði Mr. Edgerton. ‘Þér eruð eitthvað annarlegur í dag, Mr. Edgerton,” sagði Mr. Rivett. ‘Viljið þér fara að kappræða um þau málefni núna, Mr. Rivett?” spurði Edgerton brosandi. “Nei, nei. Það vil eg í öllum bænum ekki, því konan mín kemur þá og þegar. — En þér eruð miög fölur Mr. Edgerton,” sagði Mr. Rivett skyndilega. “Sló hesturinn yður um leið og hann féll?” “Ofurlítið — — Mr. Rivett, krefjist þér þjónustu minnar áfram?” “Krefst eg! Nei, eg krefst engra þjón- ustu,” sagði hann þurlega. “Konan mín, er sú eina manneskja, sem eg ekki get án verið. Hvað er í veginum með yður?’ Edgerton sagði hægt og ákveðið: “Eg er að hugsa um að fara til borgarinnar til þess að vinna.” “Hversvegna ? ’ “Vegna þess að það er engin ástæða til þess fyrir mig að vera hér. Eg hefi hér ekkert að gera. Verksvið mitt ep annarstaðar. Þér vissuð það líka þegar eg bað um vistina. En eg vissi ekki-----. Eg þekti ekki þá yður og fjölskyldu yðar.’ “Það er svo,’ sagði Mr. Rivett. “Þetta er hreinasti sannleikur. Eg er glaður yfir því að mega vita frænkur mínar hjá yður------. En nú verð eg að fara aftur til borgarinnar.” “Eruð þér orðinn leiður á okkur?’ “Það vitið þér vel að eg er ekki. “Hvað er það þá, sem er í veginum?’ “Aðeins það að e gvil fara til þess að vinna eins og manni sæmir.” “Getið þér ekki verið hjá okkur einn mánuð til, framyfir október veiðarnar?” Edgerton gekk einu skrefi nær honum. “Eg vildi gjarna gera það, vegna þess að þér biðjið mig um það. En eg get það'ekki Eg verð að komast héðan svo fljótt og há- vaðalaust, sem unt er, vegna þess að — eg hefi brotið á mér handlegginn.”. Mr. Rivett, kipptist við og leit fast á Edgerton. “Hvern handlegginn hafði þér brotið?” “Þann vinstri —. Eg ætla að leggja undireins af stað til borgarinnar til þess að fá hann settan saman. Eg ætla að biðja yður um að segja engum frá því fyr en eg er farinn.” “Viljið þér ekki vera hér og lofa okkur að hjúkra yður?” “Eg vissi vel að þér munduð bjóða mér þetta. Þið hafið verið svo vinsamleg við mig. Biðjið þér mig að koma einhverntíma eíðar. það skal vera mér hin mesta ánægja að heim- sækja yður, sem vin minn, ef yður er það ekki á móti skapi.” “Við munum áreiðanlega biðja yður um að koma einhverntíma. Konan mín heldur mikið af yður, og það geri eg líka. — Eg vil ekki hindra þann mann, sem veit hvað hann vill. En eruð þér vissir um að þér þolið ferðalagið?” “Já,’ ’sagði Edgerton fast. En sjáanlega píndist hann þó af kvölum. “Gott,’ ’sagði Mr. Rivett. Leggjum þá undireins af stað. Dr. Billings skal gera hand- legginn yðar góðan aftur.” “Ætlið þér að fara með mér?" spurði Edgerton dálítið forviða, því honum kom ekki til hugar að hann færi að breyta hinni fyrirhuguðu áætlun sinni að fara út með konunni, sem hann átti von á, á hverju augna bliki.” “Já, auðvitað fer eg með yður drengur minn,” sagði Mr. Rivett. “Eg ætla að fara og kveðja konu mína.” Með aðstoð herbergissveins síns, komst Edgerton í ferðafötin, og brotni handleggur- inn, sem var orðinn stokkbólginn og illa út- lítandi var settur í fatla. Og kvalir þær sem Edgerton leið, verður ekki með orðum lýst, — þó hann bæri þær vel og karlmannlega. “Eg mun nú ekki ónáða neina hér fyrst um sinn.” sagði Edgerton til Mrs. Rivett, sem barðist við að láta tárin fá yfirhöndina yfir tilfinningum sínum. Henni sárnaði það að hann skildi ekki vilja þýðast það að vera þar kyr svo hún gæti vitað hvernig honum liði og hjúkrað að honum. “Viljið þér vera svo góð að skila kveðju minni til kunningjanna allra þegar fólkið kemur heim og segja þeim að eg hafi það ágætt og eg vonist eftir að fá að sjá þau öllsömul Wráðum aftur — verið þér sælar Mrs. Rivett, — það hefir verið mér ómetanleg ánægja að kynnast yður og fólki yðar. Viljið þér reyna til að hugsa vel til mín?” “Já, það mun eg ávalt gera,’ ’sagði Mrs. Rivett með titrandi röddu, “Jacob, góði bið þú Holmes um að keira gætilega, svo Mr. Ed- gerton verði ekki fyrir miklum óþægindum. Viltu gera það?” “Já, mamma. Það skal eg gera, og eg vil líka reyna að sjá um að Dr. Billings geri sitt hið besta til þess að græða beinbrotið sem fyrst að hægt ér.” Og stóri, rauði, opni bíllinn rann af stað hægt og þægilega með Edgerton veikan af kvölum, en þó, þrátt fyrir það glaðan og á- nægðan, og Mr. Rivett hljóðan og þungt hugs- andi. Þeir töluðu ekki’margt saman á leiðinni til borgarinnar. Dr. Billings setti saman brotin og batt um handlegginn. Dr. Billings vildi láta svæfa hann á meðan hann átti við brotið, en Ed- gerton aftók það alveg, þrátt fyrir þrótt sinn og viljafestu, gat hann samt ekki staðist sárs- aukann af því að koma brotunum saman, hann féll því í yfirlið sem snöggvast og vakn- aði úr því aftur og hvíldi þá með höfuðið upp við barm Mr. Rivetts. Hálfum klukkutíma síðar, var hann á leið- inni til New York. Hann hallaði sér aftur á bak í hægindastól í einum vagninum og hugsaði með hálflokuð augun. En Mr. Rivett sat í stól andspænis honum. “Eg ætlaði til borgarinnar hvort sem var,” sagði hann, sem svar uppá síðustu spurningu Edgertons. Og þannig fylgdust þeir að, ekki einungis alla leið til borgarinnar heldur og heim til herbergja Mr. Edgertons. Og án þess að hafa nokkur óþarfa orð, hjálpaði hann Ed- gerton f rúmið, hringði til Dr. Ellis, að því búnu kvaddi hann og fór. Og næstu þrjá dagana var hann undir mjög ströngu eftirliti Dr. Ellis. Þó lánaðist honum að stelast til að skrifa þakklætis bréf til Mr. Rivetts og annað bréf til Díönu. Kæra Frænka Mín! Þú hefir nú efalaust heyrt það að eg Var sá klaufi að brjóta á mér handleginn þegar hesturinn datt með mig. Það var ekki neitt hættulegt eða alvarlegt. Eg fór undireins til borgarinnar til þess að fá hann bæklaðan saman aftur — og ef til vill með fram til þess að leita mér að atvinnu, og vegna þess að eg fann mig ekki fyllilega færan um að kveðja þig áður en eg fór, þá lagði eg af stað án þess, ila vaninn, sem venjulega. Það eru að- eins nokkur orð, sem eg vildi segja til þín og Silvíettu og það er að mín húsakynni eru ykk- ur ávalt til reiðu ef þið skilduð koma til borgarinnar. Þið þurfið ekki að borga háa húsaleigu. Herbergi ykkar systra stendur altaf opið fyrir ykkur. Undireins og eg næ í eitt- hvað að starfa skal eg láta ykkur vita það. Eg óska ykkur báðum heill og ánægju. Ykkar einlægur frændi. James Edgerton

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.