Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.07.1931, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 22. JÚLÍ 1931 STJÖRNUR OG LÍF. Eftir Ragnar E. Kvaran* VRitgerð þessi er tekin úr Tíma- ritinu Morgunn á tslandi og birt með leyfi höfundarins. Umræður manna á slandi í sambandi við sálarrannsóknirn- ar hafa á síðari tímum beinst nokkuð meira um eitt sérstakt efni- en ætla má, að sé veru- legur gróði fyrir málið. Dr. Helgi' Péturss hefir lagt svo mikla áherzlu á hugmynd sína um líf á öðrum hnöttum og um framhaldstilveru jarðarbúa þar, að svo er að sjá, sem ýms- um virðist það vera nokkurs konar sáluhjálpar-atriðií sálar- rannsóknum að aðhyllast þessa skoðun. Nú væri það af sjálf- sögðu mjög mikilsvert fyrir all- an skilning manna á lífinu, ef þeir gætu komist að fastri nið urstöðu um þetta efni — á einn veg eða annan. En þrátt fyrir prýðilega rithöfundargáfu dr. Helga Pétursson, verður ekki sagt, að hann hafi fært mönnum heim sanninn um annað, en sína eigin lofsverða hugkvæmni. Hugmyndir dokt- orsins um það, sem hann kall- ar bíoinduction eru þess eðlis, að maður freistast til þess að nefna þær töfrandi, en hins- vegar verður við það að kann- ast, að þær hugmyndir eru enn svo lítið rökstuddar, að naumast verður talið heimih að draga neinar ályktanir af þeim, er áhrif ættu að hafa á lífsskoðun manns. Á því stigi, sem sálarrann- sóknirnar eru nú, virðist eitt skifta langsamlega mestu máli: að safna líkum og rökum fyrir því, að mannlegur persónuleiki sundrist ekki við dauðann, held- ur haldist svo óskertur, að samhengi endurminninga og vitsmuna slitni ekki við þann atburð, og leita síðan að veil- um í þeim rökum. Sálarrann- sóknirnar eru enn ungar, en með sama áframhaldi og verið hefir hingað til, er líklegt, að sú vitneskja fáist, sem allur heimurinn gerir sig ánægðan með. En þar til þessu fyrsta megin-markmiði rannsóknanna er náð, er ekki líklegt, að mikið hafist upp úr heilabrotum um eðli sálarlífsins eða umhverfi sálarinnar eftir andlátið. En sökum þess, að augu manna, hafa eins og getið hef- ir verið um, beinst mjög að stjörnunum { þessu sambandi, þá er ekki ólíklegt, að lesend- um Morguns muni leika for- vitni á að heyra það, sem nú- tímastjörnufræðingar leggja til málanna um líkindin fyrir lífi á öðrum hnöttum, að því leytú sem um það verður dæmt út frá þekkingu þeirrar fræði- greinar. Nafnfrægur brezkur stjörnu- og eðlisfræðingur, A. S. Ed- dington, gaf fyrir tveimur ár- um út bók, sem hann nefnir “The nature of the Physical World". Sú bók hefir vakið meiri athygli víða um veröld, en títt er um bækur fræði- manna í þessum greinum. Tíð- ast rita þessir menn á þá lund, að óhugsandi er fyrir aðra en sérfræðinga að fylgjast með þeim. En bók Eddingtons er einmitt rituð með það fyrir augum, að skýra fyrir mönn-, um, sem ekki geta þrætf refils- stigu stærðfræðinnar, að hverju leyti athuganir fræðimanna á síðari árum á eðlisfræðileguin fyrirbærum breyti heimspeki-: legu viðhorfi manna á heim- inum. Er frábærilega hugnæmt að fylgjast með þessari grein- argerð, enda þótt maður verði að hafa sig allan við að missa ekki þráðinn — og missi hann ávalt öðru hvoru. Niðurstöður margra hinna nýju eðlisfræð- inga eru með öllu furðulegar. Meðal annars tala þeir á þá lund, að þeir sjái ekki annað en að menn verði að leggja niður hugmyndina um hið lög- bundna orsakasamband — að determinisminn verði að rým? úr lieimspekilegri hugsun. Verði þetta ofan á, yrði þetta vitaskuld mesta bylting í heimi hugsunarinnar, sem fram hefír farið, frá því að náttúruvísind- in hófust. Og trúarbrögðir mundu þá standa alt öðru vísi að vígi, en þau gera þessa stundina. En auðvitað spáir ófróður maður engu um það efni. En í bók Eddingtons er einr kafli, sem er næsta ólíkur öllu öðru í ritinu. Hann er um af- stöðu jarðarinnar og annara reikistjarna til stjörnugeimsins og um líkindin fyrir því, að lít sé á öðrum hnöttum. Fram setningin á þessu er einkar al þýðleg og aðgengileg, og skal leitast við að segja undan og ofan af hugsunum höfundar- ins um þetta efni. Er því sjept sem höfundurinn hefir að segja um magn og fjarlægðir stjörnu geimsins', þróun stjarnanna or forlög. Þess skal eins getið að Eddington felst ekki á þá hugmynd, sem um eitt skeið gætti mikils, að tilorðning eða fæðing stjörnu væri einstakur atburður eins og t.d. fæðing lif andi líkama. Menn hugsuðu sé,r að tvær kólnaðar stjörnur rækjust á, og afl árekstursins breytti þeim í gufu; síðan þétt- ist þetta smám saman og stjarna hefðist aftur sem lýs- andi líkami. Eddington ful!- yrðir, að þetta hafi aldrei farið fram og muni ekki gera. Telur hann það áreiðanlegt, að hvað sem sé Um upprunann, þá séu núverandi hnettir fyrsta stjörnv uppskera þess stjörnugeims sem unt er að kynnast. Önnur gömul hugmynd, sem nú er fallin úr sögunni. er sú að lýsandi stjörnur séu undan- tekning, en þúsundir dauðra stjarna kunni að vera til á móts við hverja lýsandi eða “lifandi’’ stjömu. Er til aðferð til þpss að meta allan “massann’ í geimnum með því að bera sam- an aðdráttarafl og hraða stjarn - anna. Og telst mönnum þá til að mjög lítið verði eftir fyrir dimmar stjörnur, þegar búið er að reikna “massa” lýsandi stjama. Líffræðingar og jarðfræð- ingar rekja sögu jarðarinnar aftur um þúsundir miljóna ára. Sólin hefir verið að brenna um lengri tíma, hefir lifað á sínu eigin efni, sem smátt og smátt leysist upp við geislunina. Um framtíð sólarinnar, sem lýs- andi stjörnu, er talað um alt frá 50 og upp í 500 biljónir ára. En til þess að gera langa sögu skamma, þá er niðurstaðan sú, —- — - 1 Steurdssnn Thnrvalt Ison c° VlgUl VVwQvllj 1 IIUl f ttll IOUIJ LTP GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER CASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG RIVERTON HNAUSA Phone 1 Phone 1 Phone 51, Ring 14 MANITOBA, CANADA. að það dregur að því að lokum, að alt kulni út og heimurinn nái að lokum takmarki alls- hcrjar óbreytileika. En er þá maðurinn markmiðið eða há- markið, sem þessi eyðslusemi efnis, rúms og tíma stefnir að? Um stjörnufræðina og lík- indin fyrir lífi á öðrum hnött- um er það að segja, að stjörnu fræðingar líta svo á, að svar- ið við þeirri spurningu sé raun- ar ekki viðkomandi fræðigrein þeirra. en þar fyrir hafa þeir manna mest brotið heilann um það. Og allir viðurkenna þeir. •ið frá sér sé um enga fræðslu að ræða aðra en þá, sem felist í óbeinum bendingum athug- ■ina þeirra. Þá liggur það einn- ig í hlutarins eðli, að stjörnu- fræðingurinn getur engar bend- ingar gefið um það líf, sem kynni að vera enhversstaðar til, en liáð gersamlega ólikum ^kilyrðum þeim, sem það hlýð- ir á jörðu. Hann getur ein- uugis bent á, hvar líkindi séu fyrir lífi, ef það lúti sömu lög- um og skilyrðum og það gerir hér hjá oss. Að sjálfsögðu verða reiki- stjörnurnar, systur jarðarinn- ar, lyrst fyrir hugsaminni. Um bær er það að segja, að Venus og Marz koma einar til greina. Og mönnum virðist Venus vera, eftir því, sem unt er að gera sér grein fyrir, hentug fyrir líf. er svipi til lífs á jörðunni. Hún er á líkri stærð og jörðin, næv sólunni, en að líkindum ekki heitari og andrúmsloftið er nægilega þétt. En Ijósrofs- mælingar hafa leitt í Ijós, að íkkcrt súrefni er í efri lögun andrúmsloftsins, og þykir það benda til þess, að nokkur var'i sé á því, að óbundið súrefni sé til á stjö-nunni. En rannsókn- ir eru ekki lengra komnar en svo, að menn hika við að draga úrslita-ályktun um það efni. En sá er og annar ljóður á ráði Venusar, að mjög örðugt er að athuga yfirborð hennar sök- um þess, að hún er gersamlega umvafin skýjabelti. Fyrir þessa sök vita menn ekki gjörla um snúningshraða hennar, né hvernig öxullinn liggur. En í einu efni er Venus verulega frábrugðin jörðunni. Hún hefir ekkert tungl. Og í sambandi við það varpar Eddington fram hugmynd, sem hann vill þó ekki sjálfur gera mikið úr. Ýmsir halda því fram, að sú hin mikla hvilft í -jörðinni, þa1- sem Kyrrahafið liggur. sé sár eða gjá, eftir að máninn raufst frá jörðinni. Þessi gjá er mjög mikilsverð, því ef henni væri ekki til að dreifa, þá væri svo að segja alt núverandi megin- land jarðarinnar undir vatni. Þess vegna á alt þurt land ó- beinlínis tilveru sína tunglinu að þakka. En með því, að ekk- ert tungl er með Venus, en stjömunni svipar að öðru leyti t.il jarðarinnar, þá væri eðli- legt að hugsa sér, að yfirborð- ið væri alt þakið hafi — þar sem fiskalífi einu væri til að dreifa. En hvað sem er um til- gátuna, þá beinir hún hugsun- inni að því, að forlög lífsins geti verið háð næsta fjarlæg- um orsökum. Annars er jörðin í engu efni eins ólík öðrum himinhnöttum og því, hve tungl hennar eða fylgihnöttur er stór. Tunglið er einn áttugasti af “massa’’ jarðarinnar, og enda þótt það virðist ekki nein ósköp, þá er ætta hlutfall með öllu óþekt annarstaðar. Það hlutfall, er aessu kemur næst, er milli Sat- urnusar og stærsta fylgihnatt- ar hans. Titans, en hann er einn fjögurþúsundasti hluti móðurhnattarins. Marz er eina reikistjarnan, sem unt er að athuga yfirborð- ið á. En með því, að þessi hnöttur er töluvert minni en jörðin, þá eru ástæður þar nokkuð á aðra lund. Þó er þar tvent, sem mest er um vert, andrúmsloft og vatn; hvort- tveggja er til þar, en ekki í ríkum mæli. Andrúmsloftið er þynnra en hér, en ef til vill nægilegt. Súrefni er þar. Haf er þar ekki; mörkin, sem sjást þar, greina ekki land og sjó að, heldur rauða eyðimörk oe dekkra land, sem ef til vill er vaxið gróðri. Hvíta hettan á pólnum er áberandi; er það snjór, sem þó er ekki þykkri en svo, að hann bráðnar með öllu á sumrum. Ljósmyndir bera það með sér, að oft er þoka þar, sem hylur mikinn hluta landsins. en bjart veður er þó algengara. — Mikið athygli hafa rannsókn- ir á loftslagi á Marz vakið. Er hægt að fá mikla vitneskju um það og mæla hitann, sem geislar til jarðarinnar frá mismunandi stöðum á yfirborðinu. En þó er ekki talið, að þetta hafi nægt til þess að unt sé að gera sér fullnaðargrein fyrir lofts- laginu. Menn vita, að allmik- ill mismunur er á hita dags og nætur og hita á mismunandi breiddargráðum, en yfirleitt er kalt þar. Hitinn fellur niður fyrir frostmark um sólarlagið jafnvel við miðbaug hnattarins. Ef athuganir, sem gerðar hafa verið hingað til, eru taldar á- reiðanlegar, þá verður að draga í efa, að líf fái þróast. — En þó er hitt og annað, sem með því mælir. Meðal annars hafa menn tekið eftir ákveðn- um mismun á útliti hnattarins eftir árstíðum. Þykir það líkj- *ast því mikið, sem ætla má, að mismunurinn sé á útliti skógarlendis á jörðunni í aug- um þess, er athugaði í fjarlægð. Þegar vorið á Marz kemur. verður dökkva svæðið, sem fyrst er dauft og lítið, um- fangsmeira og meira áberandi. Þessi sömu svæði dökkna ár- lega og því nær ávalt á sam.i tíma eftir timatali Marz. Hugs- anlegt er- að þetta standi ekki í neinu sambandi við neins konar líf. Það getur verið, að vorregnið vökvi jarðveginn og breyti lit hans. En hinsvegar er ekki óhugsandi, að þetta stafi af árlegum gróðri jurta og breytingin eigi sér sömu rætur eins og hin stórfelda útlitsbreyting, sem árlega verð- ur á yfirborði jarðarinnar. Súrefnið í andrúmsloftinu á Marz styður einnig hugmynd- ina um jurtagróður á hnettin- um. Súrefni gengur hæglega í samband við ýms önnur efni, og klettana í skorpu jarðarinna^ þyrstir í súrefni. Það mundi því smámsaman hverfa alveg úr loftinu, ef jurtirnar drægju það ekki aftur úr jarðveginum og gæfu það laust að nýju. Og cf súrefni helzt við í andrúms- lofti jarðarinnar með þessu móti, þá er ekki óskynsamlegt að hugsa sér þessu á samn hátt farið á Marz. Hvoru- tveggja þessar ástæður virðast því benda allsterklega til þess, að jurtalíf sé þar í landi. En sé um jurtalíf að ræða. er þá unt að útiloka dýralíf? Um það telur stjörnufræðin sér naumast heimilt að álykta. Að vísu hafa sumir þótzt mega greina merki þess, að Marz- búar hafi komið sér upp stór- feldum áveitum og að önnur tákn um “menningu’’ séu greinanleg. En værulega á- heyrn hafa þessar skoðanir þó ekki hlotið hjá stjörnufræð- ingum . En einni athugasemd- inni um Marz verður að bæta. við. Það þykir greinilegt, að Marz muni hafa náð fyrir all- löngu hámarki þróunar sinnar; og virðist mönnum þá ekki sennilegt, að tvær reikistjörn- ur, sem eru þó hver annari eins frábrugðnir eins og Marz og jörðin, skulu vera á líku reki um líffræðilega þróun samtímis. Því að það liggur í hlutarins eðli, að sú þróun get- ur ekki verið bundin nema við tiltölulega örlítinn hluta af til- veru hnattar. En ef lítill árangur fæst af athugun reikistjarnanna í þessu sambandi, þá eru samt. eftir miljónir af stjörnum. sem menn hafa jafnan vanist á að líta á sem sólir ,er kerfi af reikistjörnum snúist um. Mörg- um hefir virst það hin mesta fjarstæða, að ætla þeim ekki líf, sem væri að minsta kosti ekki óveglegra en líf jarðar- innar. Og vissulega væri fljót- ræðislegt að neita því, að nátt- úran hefði líka gert þessa ein- kennilegu tilraun einhverstað- ar annarstaðar. En þó eru sér- stakar ástæður fyrir því, að menn hika við að hugsa sér, að tilraunin hafi verið gerð til- tölulega víða. Það kemur í ljós, er stjörn- urnar eru athugaðar í sjón- auka, að mjög mikið af því, sem virðist vera einn depill fyrir auganu, virðist vera tvær stjörnur saman. Og þegar sjón- aukinn bregzt, ber ljósrofsmæl- ingin þess oft vitni, að um tvær stjörnur er að ræða, sem snú- ast hvor um aðra. Að minsta kosti ein stjarna af þremur er tvístyrni — tveir sjálflýsandi hnettir, sem bera má saman við sólina að stærð. Þróunin framleiðir ekki eingöngu ein- stæðar sólir; tvær samstæðar sólir eru eins algengar. Nú þykir nokkurnveginn áreiðan- legt, að reikistjörnur fylgi ekki slíkum tvístirnum. Ber þar hvorttevggja til. að menn eiga örðugt með að hugsa sér braut- ir þeirra, og eins hitt, að ekki er unt að koma auga á orsök til þess, að þær skyldu verða til. Sólin hefir þá fullnægt til- hneigingu sinni til klofnings á annan hátt; hún hefir skifst í nokkurn vegin jafna hluti, í stað þess að varpa af sér smá- skömtum hverjum eftir öðrum. Augljósust orsök til kolfn- ings er ákafur snúingshraði. Þegar loftkendur hnöttur þétt- ist, snýst hann hraðar og hrað- ar, þar til hann getur ekki lengur haldist saman og verður að létta af sér á einn eða ann- an veg. Samkvæmt þokukenn- ingu Laplace létti sólin á sér með því að varpa hverjum efnis- hringnum af sér eftir annan>, og á þann hátt urðu reikistjörn- urnar til. En ef ekki stæði svona sérstaklega á með sól- kerfi vort, þá hefðu menn á- lyktað út frá öllum þúsundum tvístirnanna, að eðlileg afleið- ing ákafs snúnings væri skift- ing stjörnu í tvo jafna hluta. Samt sem áður mætti af þessu ráða, að hér væri um tvær alegngar lausnir að ræða — stjörnur klofnuðu í tvær sólir eða mynduðu reikistjörnu- kerfi eftir því, sem ástæður væru til. En nú þekkja menn óteljandi mergð af tvístirnum. en aðeins eitt reikistjörnukerfi. Því að vort kerfi er eina kerfið sinnar tegundar, sem stjörnu- fræðingar hafa enn getað fund- ið. Og fræðileg rannsókn á snúningi loftkendra efna hefir bent í sömu átt og athugun stjörnugeimsins. Tilraunir Sir J. H. Jeans hafa leitt í ljós, að klofningur slíkra efna býr til tvær stjörnur, en ekki kerfi af reikistjörnum. Sólkerfi vort er því ekki venjuleg afleiðing af stjörnuþróun; það er ekki einu sinni algengt afbrigði þróunar; það er einstætt afbrigið. nokk- urskonar einstæðir dutlungar himingeimsins. Mönnum þykir bersýnilegt, að svo einstæður atburður, eins og myndun sólkerfisins er, hefði því aðeins getað gerst, að sérstök tilviljun hefði borið að höndum, er ákveðnu stigi þéttingsins var náð. Sam- kvæmt skoðunum Jeans var þessi tilviljun í því fólgin, að önnur stjarna lenti tiltölulega nálægt sólinni á þessum tíma. Þessi stjarna hefir farið fram hjá ekki langt fyrir utan braut Neptúnusar; hún hefir ekki mátt fara of hratt fram hjá, en smátt og smátt elt sólina uppi eða sólin hana. Aðdráttartrufl- unin hefir valdið feikna kúlum á sólinni og komið henni til þess að þeyta af sér efni, sem þéttist síðan sem reikistjörnur. Þetta gerðist fyrir þúsundum miljóna ára. Síðan hefir þessi aðkomu stjarna farið sína leið, en af- leiðingar komunnar eru eftir — keifi af reikistjörnum og þar á meðal ein, sem menn byggja. Þótt æfi stjarnanna sé löng, þá eru slíkir atburðir frábæri- lega sjaldgæfir. Menn hafa líkt fjarlægðinni milli stjarnanna í himingeimnum við það, , að tuttugu tennisboltar væru að hringsólast inni í allri jörðinni. Mætti líkja þessum atburði, er kerfi vort varð til, við það, að tveir af þessum boltum lentu fáa metra hvor frá öðrum. Örð ugt er að reikna út> hvað lík- indin séu mikil fyrir slíkri hendingu, en þó þykir örugt að álykta, að ekki geti það verið meira en ein stjarna af hund- rað miljónum, sem þetta hafi getað komið fyrir á réttum tíma og með þeim skilyrðum, sem valdið gætu slíkri afleiðing, er myndun sólkerfisins er. Það liggur í hlutarins eðli, þrátt fyrir þær bendingar, sem hér hafa komið fram, að ekki verður sagt neitt með verulegri vissu um fjölda sólkerfa, en Eddington telur sannt sem áð- ur þetta geta orðið til þess, að menn venji sig af því, að líta á liverja stjörau sem bygt ból. Núttúran er afburða eyðslusöm. Fæst af akörnunum verða að eikum. Og alls ekki er sjálf- sagt, að náttúran sé neitt spar- samari á stjörnur en jurtafræ. Og jafnvel þótt menn hugsi sér, að hún eigi ekkert veg- legra verkefni en að framleiða menn, þá væri það í fullu sam- ræmi við aðrar aðferðir hennar að dreifa út nokkurum miljón- um stjarna, ef verða mætti. að einni auðnaðist að framkvæma verkið. Þótt fjöldi þeirra staða, sem líklegir séu til lífsbygða, hafi takmarkast allmikið með því, sem hér hefir verið bent á, þá er samt líklegt, að hann mundi takmarkast enn meira við nán- ari athugun og meiri vitneskju. Því að þótt finna mætti margar stjörnuf, sem líklegt sé um, að hafi flest skilyrði til lífs- þróunar, þá þarf lítið út af að bregða til þess að vera á móti mörgum góðum skilyrðum. Á- stæður, sem í fyrstu kunna að virðast lítilfjörlegar, geta varn- að því, að líf fái einu sinni myndast; aðrar orsakir geta valdið því, að þótt það verði til, þá nái það aldrei mikilli fjölbreytni eða háu stigi. En EddingtOn ætlar, að þegar bú- ið sé að ryðja öllu frá. sem þekking vor verði að telja úti- lokun á lífi, þá verði nokkurir staðir eftir, sem ætla megi að keþpi við jörðina í þessum efn- um. En málð fær alveg sérstak- an svip, ef vér bindum hugsun vora eingöngu við líf samtím- is voru lífi. Sá tími, er maður- inn hefir dvalið á jörðunni, er frábærilega skammur, ef borið er saman við aldur jarðarinnar eða sólarinnar. En ekki er nein sérstök eðlisfræðileg ástæða sjáanleg fyrir því, að maðurinn geti ekki lifað á jörðunni nokk- urar biljónir ára enn, fyrst hann er eitt sinn þangað kom- inn. Hitt er það, að flestir eiga líklega örðugt með að hugsa sér það. En ef mönnum kem- ur saman um, að líf á háu stigi nái ekki nema yfir h'tið brot af ólífrænni sögu jarðar- innar, þá er eðlilegt að hugsa sér, að mikill hluti þeirra stjarna, sem annars hafa skil- yrði til þess að líf fái þróast á þeim, séu á því stigi, að líf- ið sé annaðhvort horfið. eða enn ekki komið. Vér fáum ekki undan þeirri hugsun komist, að tilraun náttúrunnar !með mannslífið sé markverðasta til- raunin, sem oss sé unt að koma auga á, að hún hafi fengist

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.