Heimskringla - 12.08.1931, Page 2

Heimskringla - 12.08.1931, Page 2
2. BL«AÐSÍÐA HEIMSKRINLA WINNIPBG 12. ÁGÚST 1931 MINNl FRUMBYGGJA NÝJA ISLANDS. Á íslendingadegi á Hnausum. 3. ágúst 1931. flutt af dr. ólafi Björnson. Eg er hingað kominn í dag af því eg var beðinn að koma og ennfremur af því mig langaði til að koma. Mér finst að nokk- uru leyti eins og eg sé að koma heim til mín, þegar eg kem á þessar æskustöðvar mínar, því einmitt hér í grendinni byrj- aði æfi mín í Ameríku. Og þó eg væri aðeins barn að aldri þá geymi eg samt margar end- urminnnigar frá landnámsárun um, sumar hlýjar, sumar sorg- legar. Mér þykir það stór sómi að vera gamall Ný-íslendingur og eg hefi æfinlega mikla á- nægju af því, að koma hingað og hitta gamla kunningja og endurnýja fornan vinskap; og um leið vakna gamlar endur- minningar um komu okkar hingað og veru okkar hér í ný- lendunni. Guttormur J. Guttórmsson lýsir því bezt í sínu fagra kvæði “Sandy Bar’’; “Það var seint á s'umarkveldi, Sundrað loft af gný og eldi.” að við lentum í fjörunni á Sandy Bar. Aðkoman var nokk- uð döpur. Landið var lágt og grýtt og þakið ljótum smá- skógi. Það var búið að byggja hús, sem var að miklu leyti fullgert, nema að það vantaði á það þak, gólf, hurðir og glugga. Svo var nú brátt bætt úr því, nema hvað gólfið. snerti Það kom ekki fyr en sumarið eftir. í stað þess var lagt spruce-lim ofan á moldargólf- ið- og þegar það fór að slitn'’ vorum við systir mín send út í skóg til þess að höggva nýtt lim, svo við hefðum nýtt gólf- teppi á jólunum. En kalt var stundum í kofanum um vetur- inn. Kaldan súg lagði inn á milli bjálkanna og hitavélin var of lítil til að hita kofann, ekki stærri en hann þó var. Og þeg- ar maður minnist á hitavél, þá vil eg taka það fram, að það var um leið eldavél. Þessar tvær voru sameinaðar í eitt og gengu -undir nafninu “stó”, sem þið öll kannist við. Það voru þriár tegundir af stóm í þá daga, No. 6, 7 og 8, og hver fjölskylda var metin eftir því, hvað hún átti stóra stó. Þeir allra fátækustu höfðu númer 6, þeir sem betur voru staddir, nr. 7, og þeir er mest áttu af þessa heims gæð- um. höfðu númer 8. Mig minnir að okkar væri númer 7. svo af því getið þið séð, hvað hátt við stóðum í mannfélaginu. Það var lítið um glaðværð. löngu, köldu vetrarkvöldin, þeg ar menn sátu norpandi kringum lítinn, dimman olíulampa og reyndu áð vinna, eða lesa eða gera sér eitthvað til skemtun- ar; og þegar háttatími kom, var notalegt að skríða inn á milli hlýrra, íslenzkra dún- sænga með þykku brekáni of- an á. Það var margt nýstárlegt fyrir lítinn emigranta-dreng að sjá og undrast yfir. í frum- byggjalífinu. — Fyrst af öllu ber að nefna Indíánana. — Mín fyrstu leiksystkini í þessu landi voru börnin hans Ramsey’s Indíánans, sem átti heima á Sandy Bar, þegar við komum þangað. Þau voru mér mjög góð og tóku mig heim með sér. og móðir þeirra gaf mér Indí- ána-te og “bannock”. Ramsay var föður mínum hjálpleeirr f mörgu. Hann kendi. honum að þekja húsið með stargresi svo vel, að það var eitt af þeim fáu hús'um, sem' ekki láku. Uka kendi hann honum að blanda saman leir, vatni og heyi til að kalka með veggina, og reynd- ist það ágætlega. Annan sunnu daginn, sem við vorum þar, var guðsþjónusta haldin í húsi Ramsay. Okkur var boðið og við sátum undir messu og hlust uðum með athygli, en höfðum lítið gagn af því; ræðan var á Indíánamáli. — Oft komu Indí- ánarnir til að sníkja, og var >eim þá vanalega gefinn te- bolli og brauðsneið. Einn dag kom Indíáni held- ur ófrýnilegur á svip. Móðir mi'n hugði að spara dálítið og gaf honum aðeins tebolla og ekkert með. Hann tók við boll- anum, leit ilillega til móður minnar og sagði í dynjandi róm: “Bredd”. — Eg gleymi því aldrei hvað fljótt hún brá við og fór ofan í kassa og fann brauðsneið. Ekki síður minnisstæð er mér bólan og þær hörmungar sem henni fylgdu. Alt í kring- um okkur sýktist fólk og dó. Allra harðast lagðist veikin á Tndíánana. Ramsay mist.i konu rína og öll börnin nema eina stúlku. Enginn á okkar heimili svktist, og var það því að bakka. að við vorum öll bólu- sett. Sgmt segir heimskinginn í biarta sínu, að bólusetningin sé ^aenslaus. Á þessum árum voru ýmsir merkir menn f Nýja íslandi, er báru mikinn áhuga fyrir vel- 'erð og framtíð nýlendunnar. TT'yrstan þeirra vil eg nefna Sigtrygg Jónasson. Eg man eft 5r honum fyrst heima á ts- ’andi, og það sem mér þótti mest um vert við hann. var að han nhafði fallega húfu á böfðinu. Hópur manna sat í kringum hann og hann las í blöðum og skvrslum, bandaði vöndunum og kinkaði kolli, til q,ð leggja meiri áherzlu á mál sitt. Efaust hefir hann verið 'ð lofa kosti Canada, ög um Mð að halda fram þeim hagn- aði, sem af því leiddi að flytja þangað. Sæðið féll ekki í grýtta jörð, því fjöldi manns af Aust- urlandi lét sannfærast og bjóst til vesturferðar. Þá er mér í minni, þegar eg sá séra Jón Bjarnason í fyrsta rínni. Hann kom snöggsinnis til nýlendunnar sumarið 1877, og meðal annara prestverka, kastaði hann rekum á leiði þeirra, er dáið höfðu úr bólunn; veturinn áður. Um miðjan næsta vetur komu þau hjónin aftur til okkar á =!andy Bar. Þau höfðu komið fótgangandi eftir vatninu á ísn- um, alla leið frá Gimli. Það var nokkuð liðið á vökuna, þeg ar þau náðu til okkar. Þau voru svo fannbarin að naumast sást í andlit þeirra. Það varð fagn- aðarfundur í húsi foreldra minna. Presthjónin voru sett við stóna og kaffikannan fram an á hana. Við fljótið man eg eftir Jó- 'mnni og Halldóri Briem, Ólafi ólafssyni frá Espihóli. Lárusi Biörnssyni og Unalandsfólkinu. sérstaklega Stefáni, sem er einn af þeim beztu og tryggustu vinum er eg hefi átt. * * * Þrjú ár vorum við í Nýja ís- land, og þó eg væri ekki eldri en eg var, þá fór það ekki fram hjá mér, við hvaða hörmungar fólkið átti að stríða. Meðal allra þeirra þúsunda fólks, er yfir- gefið hafði ættjörð sína í Norð urálfunni og sezt að hér vestan hafs, hefir fólk sjaldan átt við sðrar eins hörmungar að búa eins og íslendingar þeir, sem settust að á vesturströnd Wln- n’’pegvatns á árunum 1875 til 1876. Til að gera því máli full skil, þyrfti málsnjallari mann en mig, Eg verð, því að láta mér nægja að lýsa með nokkrum orðurn sumum af þeim raunum og erfiðlekum, sem þeir áttu við að stríða. Naumast höfðu þeir tekið sér bólfestu fyr en yfir þá dundi skaðvæn drepsótt (bólan), er leiddi fjölda ættingja þeirra og ástvini til grafar, og hafði í för með sér sorgir og þjáningar, sem naumast verður lýst. — Ennfremur liðu þeir af eldi og flóði, af nístandi vetrarkulda og þjakandi sumarhita, litlum og hrörlegum húsakynnum, sult og skorti. og af öllu því öðru, sem fátæktin og frum- byggjalífið hafði í för með sér Þeir voru komnir í ókunnugt land, voru Iítt færir í hérlendu máli, óvanir siðum og vinnu- brögðum, og þar að auki vant- aði þá flestar þær nauðsynjar, og þau þægindi, él^lífið útheimt. ir. Þó alt þetta reyndi á hug- rekki þeirra, létu þeir þó ekki hugfallast. Hin norræni kjarkur og dugnaður kom þeim að góðu haldi, því hér voru menn: “Þéttir á velli og þéttir í lund, og þolgóðir á raunastund.” Tíminn var stuttur til vetrar og því þurfti að láta hendur standa fram úr ermum. — — Fyrst þurfti að höggva dálítið rjóður í einhverjum skógar- runnanum og byggja þar hæli til þess að hýsa fjölskylduna. Matvæli og eldivið þurfti að út- vega, og köld var mörg sú stund, er þeir áttu, er vitjuðu netja á vatninu, eða drógu línu gegnum ísinn. Þó nógur væri skógur, þá reyndist það ekki ætíð auðvelt að safna eldivið. farið á mis við þau hlunnindi. sem mentunin veitir; því frem- ur ásettu þeir sér að sjá sonum sínum og dætrum fyrir góðri metnun. Engin þraut var svo þung engin fórn svo stór, að ekk' vildu þeir það á sig leggja ti’ þess að greiða afkomendum sín um veg til mentunar og frama.. Send voru ungmenni á barna- skóla og miðskóla heimafyrir síðan mörg burtu á æðri mentn stofnanir og háskóla. Þrekraun var þá oft að kljúfa kostnað- inn við skólagönguna, svo nærri sér sem margur varð að taka. En þeir létu aldrei . bugast, töldu það aldrei eftir, létu ekk ert ógert þar til takmarkinu var náð og hnoss hins þráða mentastigs eða embættisprófs féll syninum eða dótturinni í skaut. Afleiðing hinnar göfugmann legu fórnar fornherjanna er sú að uú má finna börn þeirra í mörgum trúnaðarstöðum og embættum hér í landi, og fram- arlega í röð flestra stétta mann félagsins. Enda hefir það frn upphafi auðkent kynkvíslir ts- lendinga, að þeir hafa verið til þess hæfir að samlaga sig þjóð félagi sínu og samtíð. Hin inn- fædda kynslóð er hold af holdi ,. . * , og andi af anda hinnar cana- Menn, nykommr að heman.r ö ____________ . . „ disku þjoðar, en geymir eigi að voru lítt vanir skógarhöggi og skógaröxin var þeim óhand- hæg. og margar kúlur og Humbrur fengu þeir við notk- un hennar. Alt varð að draga að sér með handafli, annaðhvort að bera bað á bakinu eða draga það á handsleða. Og þegar þeir komu beim á kvöldin lúnir og þjak- ''ðir, þá var þeim neitað um óslitna næturhvíld, því einu sinni eða oftar á nóttu þurftu beir að fara á fætur til að bæta í stóna, því að hún var svo lítil að ekki var hægt að láta í hana nóg eldsneyti til að endast til. morguns. • • • Mörg ár eru nú liðin. — Inn- flytjandinn fátæki og fákunn- andi stendur nú föstum fótum í landinu fyrirheitna. — Nú eru kjör hans önnur orðin. — Reisuleg nýtízku híbýli hafa komið í stað bjálkakofanna. — Rjóðrið litla er orðið að stór- um akri eða engi, þakið korni eða angandi töðu. Hlújárnið og m-fið hafa þokað fyrir nútíðar- áhöldum, og afl hestsins og dráttarvélarinnar orka því nú, sem mannshöndin vann áður «in. Sléttir, breiðir og greið- færir vegir hafa lagðir verið um byeðina; og það sem var Uaeleið fvrrum, er nú einnar stundar ferð. Kirkjur, skólar og samkomu- hús eru hvarvetna á næstu grösum, og félagsleg samtök um trúarbrögð, mentun og menningu, eru í alla staði á- nægjuleg. Margir þeirra, er báru “hita og þunga dagsins”, hafa nú safnast til feðra sinna. Þeir lögðu fram óspart þol sitt oe þrek í baráttu lífsins. Um þá mætti segja eins og Guttormur J. Guttormsson kemst að orði: “Gullið var. sem grófst þar með þeim- gildir vöðvar — afl var léð þeim.” í fótspor þeirra fetar nú hraust og framkvæmdarsöm kynslóð sona þeirra og dætra, og í æðum þeirra rennur heitt ng hreint blóð feðranna. Hin nýja kynslóð, mentuð í skólum sjálfsafneitunar og erfiðleika, hefir tekið við verkinu af feðr- um sínum. Úr þessari litlu ný- lendu hafa komið rhenn og konur með afburða hæfileik- um og miklu manngöfgi, og hafa lagt góðan skerf til trúar- lífs, mentamála, stjórnarfars iðnaðar og atvinnumála þessa þjóðfélags. Eeðurnir höfðu fund ið sárt Ml þess, að þeir höfðu síður minningu sinna ísienzku feðra sem helgan dóm. Ekki má geta landnemanna svo að ekki sé líka minst á ís lenzku landnámskonurnar. Með óviðjafnanlegu trausti og hugrekki yfirgáfu þær ættjörð sína og fylgdu mönnum sínum út í óbygðirnar í framandi landi. Sárt hefir það verið að skilja við ættingja, ástvini heimili og ættstöðvar, og alt sem þeim var kært. Mörgum hefir verið heitt um hjartaræt umar og margt tár mun hafa fallið þeim um kinnar. Svo byrjaði ferðin ógleyman lega. Fyrst á skip, er oft var illa sjófært, þar sem fólkin var kvíað saman í káetur, bæð þröngar og óhreinar, því ekki var verið að leggja sig fram til að láta í té beztu hlunnindi fæðu eða þægindi handa emi gröntum í þá tíð. Óyndi, sökn uður og harmur þjáði þær, og Sigurdsson, Thorvaldson GO. LTD. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG RIVERTON Phone 1 HNAUSA l*hone 51, Hing 14 MANITOBA, CANADA. þar við bættist sý eymd og þaö volæði, sem sjóferðinni er sam- fara. Ef til vill hefir það farið framhjá mörgum, hve dásam- lega þær leystu af hendi hlut- verk sitt, þá er þær komu hér til lands. Það varð þeirra hlut- skifti að hafast við heima og ala önn fyrir sér og börnunum sínum, einar saman oft og tíð- um, þegar bændur þeirra voru fjarverandi að afla heimilinu lífsviðurværis. Höfðu þær þá ærið að starfa, bæði að hirða skepnur, og prjóna. sauma og svo bæta úr litlu efni klæönað handa börnum sínum. Ef til vill var þó sú þraut landnámskon- unnar mest. að miðla hinum litlu matvælum, er hún hafði yfir að ráða, svo að litlu munn- arnir mörgu létu sér nægja. Endurminningarnar um þess- ar góðu og göfugu konur eru mér enn í fersku minni, og mér verður hlýrra um hjartaræturn- ar, er eg hugsa til þeirra. Þótt. efnin væri af svona skornum skamti, þá man eg ekki eftir því, að eg kæmi svo í nágranna hús, að konan ekki rétti mér einhverja velgerð, kleinur, brauð sneið eða lummu með brúnum púðursykri á, og var það vel þegið af smádreng, sem góða matarlyst hafði. Þó kofinn væri fátæklegur og innanhússmunir ekki ríkmannlegir, þá fanst mér þar samt hið fegursta skraut sem nokkurt heimili getur átt — íslenzk gestrisni. Þótt mynd sú sé ófullkomin, er eg hefi leitast við að sýna af feðrum vorum og mæðrum. frumbyggjum þessa landnáms. vonast eg samt til, að hún hafi vakið hjá oss viðkvæmar end- urminningar og virðingu fyrir þeim. þessum hraustu og göf- ugu mönnum og konum, sem minni þetta er helgað — frum- byggjunum í Nýja íslandi. HARALD HÖFFDING. —In memorian- Eftir dr. Ágúst H. Bjarnason prófessor. Motto: Du kerkerst den Geist in ein tönend Wort; Doch der Freie wand- elt im Sturme fort. Schiller. Þriggja danskra manna, sem báru höfuð og herðar yfir samtíð sína, þeirra Troels Lunds, Georgs Brandes og Har- alds Höffdings, minnist eg sér- staklega frá námsárum mín- um í Kaupmannahöfn. Þeir gerðu mér veru mína þar verð- mæta og eftirminnilega, Troels Lund fyrir göfugmannlegt við- mót og glæsilega ritmensku, Georg Brandes fyrir eldlegan áhuga á mönnum og málefn- um og óslökkvandi gremju yfir öllum smásálarskap og þröng- sýni, og Harald Höffding sem hinn fæddi fræðari og óþreyt- andi eljumaður. Allir voru þeir æskuvinir og um nokkurt skeið æfi sinnar herteknir af heimspekilegum áhuga. Allir urðu þeir for- Það er óumræðilegur sparnaður í því að geta búið sér til fimtíu vindl- inga úr 20 centa pakka af Turret Fine Cut. En það eru efnin, sem þér fáið í Turret Fine Cut, sæt og sjálfþrosk- uð, angan og ilmur, sem veitir þess- um vindlingum, er þér vefjið sjálfir, óviðjafnanlega yfirburði, auk sparn- aðarins. , CHANTECLER VINDLlNGA PAPPÍR ÓKEYPIS f 15c og 20c PÖKKUM EINNIG I i PUNDS BAUKUM í TVfMÆLALAUST BORGAR SIG ‘AÐ VEFJA VINDLINGANA SJÁLFUR’ TURRET FINE CUT

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.