Heimskringla - 07.10.1931, Blaðsíða 7
WINNIPEG 7. OKTÓBER 1931.
HEIMSKRINLA
7. BLiAÐSfÐA
Frh. frá 5 bls.
ÁVARP FRÁ BYGÐARBÚUM
OG SVEITUNGUM.
Herra Jóhann Ólafsson Briem,
og
Húsfrú Guðrún Margrét Briem,
á Grund við Islendingafljót,
í Manitoba, Canada.
Ástkæru vinir!
Vér, undirritaðir, liöfum þá
sérstöku ánægju að ávarpa ykk-
ur, kæru hjón, fyrir hönd ykk-
ar mörgu vandamanna, vina
og velunnara í þessu bygðar-
lagi, með eftirfarandi línum.
í tilefni af farsælli sambúð
ykkar við oss í undanfarin
hartnær fimtíu ár. Og oss
þykir bezt viðeigandi að gera
það í samkvæmi þessu, sem
haldið er í ástsemdar- og virð-
ingar-skyni við ykkur og til að
minnast hins þýðingarmesta at-
burðar í lííi ykkar — brúð-
kaupsis fyrir hálfri öld síðan.
Vér viðurkennum með þakk-
læti og virðingu hið einlæga
og þýðingarmikla starf ykkar,
alt frá þeim tíma að íslenzk
bygð hófst hér í norðurhluta
Nýja íslands fyrir meira en
hálfri öld síðan, á öllum srið-
um framfara og félagsskapar
í þessu bygðarlagi. Þið voruð
með þeim allra fremstu í þeim
fámenna hóp, sem hafði ó-
bii'andi trú á farsælli framtíð
Nýja íslands og lögðuð fram
alla krafta ykkar til þess að
að svo mætti verða. Þið bár-
uð alla erfiðleika frumbyggja-
lífsins með hugrekki og hetju-
skap, og gáfuð þannig öllum,
sem veikari voru á svellinu,
hvetjandi og uppörvandi eftir-
dæmi. í stuttu máli: Þið hafið
átt mjög stóran þátt í því, að ný
lenda þessi er orðin það sem
hún er þann dag í dag — far-
sæl íslenzk bygð.
Heimili ykkar hefir ætíð ver-
ið rausnar- og gestrisnis-heim -
ili, og tala þess innan- og utan
héraðsfólks, sem notið hefir
ánægjustunda hjá ykkur, góðu
og glaðlyndu hjón, er legió.
Vér biðjum ykkur að þiggja
ofurlítinn gull-sjóð, sj£m af-
hendist hér með, í minningu
HJÖRTUR OG EYJAN
Hér birtist sannprófað dáða ríkt dæmi,
sem dunar í eyrum komandi árin,
þá félaus drengur fluttur að heiman,
föðurlaus stendur með saknaðar tárin;
hann smíðaði hjólsmíð og lagði í lækinn
og léttur straumhraðinn trissunni snéri,
þar kyntist liann lífskrafta hreyfingar hraða
þótt hömlunar staddur á óbygðu skeri.
Því móðirin f'.utti til frumskóganna,
með fölnaðar vonir og sorgbólgnum hvarmi
hún breiddi út faðminn börnum til líknar
þó beygð væri rótgrónum saknaðar harmi;
en guðstraustið lifði og hresti upp hugann,
og hugrekkið tendraði framtíðar ljósin,
og börnin þroskuðust þekking og vitiv
svo þyrnirinn fölnaði, en blómgvaði rósin.
Hann þerraði augun og þurkaði tárin
og þeysti í leit að menningar plássi,
og nú er hann sjálflærður sérfræðingur,
sæmdur af háskólum virðingar stássi,
ríkur af seimi, ríkur af göfgi ,
ríkur af góðvild og hreinleika dygðum,
alstaðar þektur sem þjóðar sómi,
er þekkist of sjaldan í mannheimi bygðum
Sá traustasti heiður sem íslandi innvinst
er aldinn sonur í framandi landi,
'þá standa á verði með styrk hins æðsta
stöðugur þróttur og fjölhæfur andi.
Að horfa yfir eyjuna húsin og túnið,
þar hrilla ei sjónina óþrifa vöxtur,
drottinn gefðu okkur dáðríka kappa,
með dugnað og visku sem Þórðarson Hjörtur.
Jón Stefánsson
ÞAKKLÆTISVOTTUR
(til Mrs. Þorbjörgu Kjernested Pálsson)
Það gladdi okkur þitt góða og skýra bréf,
sem göfuga sýndi hlut-tekningu þína,
sem þakkar vott eg þessi mynda stef,
þér að sýna tilfinningu mína.
Maðurinn segir allatíð til sín,
er sálar þroskinn stendur traustum fótum
og mannkærleikans ljósið bjarta skín,
og líknar þrá, að instu hjartans rótum.
Eg minntist þess hin dána dóttur mín,
sem dygðir elfdi fram til hinstu tíöar,
hún lærði hjá þér lista verkin fín,
og lífsins háar eðlis hvatir blíðar;
hún söng með þér þann svása unaðs hreim,
er seiðir andann burt frá gáska eril;
hún las með þér hið bezta úr bókum þeim,
er benda þeirn ungu á traustan gæfu feril.
Eg minnist þess frá Gimli göfgu hjón,
þið góðvild sýnduð fjölskyldunni minni;
nú til guðs mín er það ósk og bón,
hann ykkur leiði verndarhendi sinni,
og gæfu ljósið lýsi ykkur för
þá læðist yfir heimsins kulda þoka,
og vorsins blða verði ykkar kjör,
á veginum til hinstu æfi loka.
Jón Stefánsson
PEIiSSMS
COUNTRY CLUB
-TPECIAL
The BEER that Guards
Q.UALITY
Phones: 42 304
41111
um brúðkaup ykkar fyrir hálfri
öld síðan — nú gullbrúðkaup.
Og að endingu árnum vér ykk
ur allrar hamingju og blessunar
um alt ykkar ófarna æfiskeið,
þökkum fyrir ánægjulega sam-
fylgd allan umliðinn tíma og
óskum að vér fáum að njóta
samvista ykkar enn í langa tíð.
Riverton við íslendingafljót
í Manitoba, hinn 24. dag
S'eptembermánaðar 1931.
Ástsamlegast,
Sigtr. Jónasson.
S. Thorvaldson.
G. J. Guttormsson.
S. O. Thompson.
S. Hjörleifson.
S. Sigurdson.
GULLBRÚÐKAUPSVÍSUR
JÓHANN BRIEM OC
KONA HANS.
Lag: “Silver Threads
Among the Gold.’’
Eins og loftbært unaðslag
eftir langan gæfudag
samúð hingað hugsa menn. —
Hátt á lofti er sólin enn,
brosir gegnum blámans tiöld.
boðar langt og fagurt kvöld.
Eftir horfna hálfa öld
hjónin dreymir margt í kvöld.—
Það er víst að bessi stund
—'þó liún geymi vaxtað pund—
signrklökk í heilan heim
harms og gleði sýnir þeim.
Hún er bæði sæl og sár,
Sagan þeirra’ í fimtíu’ ár;
Þeirra sögu’ á þessi bygð,
breki vígð og sorgum skygð.
Þar hefir andinn þroskast bezt,
þar hefir landinn sigrað flest.
Það er sælt að hafa haft
heilan vilja, þrek og kraft
til að láta líf og starf
landi sínu’ og þjóð í arf,
eina konu’ og eina bygð
elskað heitt með frónska trygð.
✓
Vexti breiytt og hrímgað hár
hafa þessi fimtíu ár —
Hjörtun sömu hlýja menn,
hátt á Iofti’ er sólin enn,
brosir gegn um blámans tjöld,
boðar langt og fagurt kvöld.
Sig. Júl Jóhannesson.
KVÆÐI,
flutt í fimtíu ára brúðkaups-
samsæti
MR. OG MRS.
JÓHANNS BRIEM.
Það er gæfa að eiga enn
Ögn af frjálsum tónum,
Því hér eru allir miklir menn
að mæta Grundar hjónum.
0
Þvf skal hlióma hér við skál
Hálfrar aldar bragur,
Og endurnæra okkar sál
Tnndæil brúðkaups dagur.
Þau hafa leyst bá lífsins þraut.
Sem lifir bezt hiá þjóðum,
Því fæstir eiga fegri braut
Né frægri’ á þessum slóðum.
Hér bau reistu bygð og bú,
Og blóm á trúar engi.
Briem var sæll með sinni frú,
Þau sátu vel og lengi.
Margar ungur í þeim rann
Eg átti glaðar nætur,
Því fáir áttu eins og hann
Jafn-elskulegar dætur.
Valdheiðar við minnumst mest
Á mótum dansleikjanna,
Hún hefir ávalt hlegið bezt
í hjörtum kunningjanna.
Við sátum þar við söng og spil
Og sungum fram um jólin,
Því þar var nóg af andans yl,
Þó undir gengi sólin.
Og sjálfur Briem við sögu raun
Oss sýndi fagra geima
Um gamla íslands eyði hraun
Og æskulöndin heima.
Og þó að fjötrar festu hönd
Eg fann hann vildi ganga
í gegnum andans undralönd,
Með árdags skin á vaiiga.
Því skal hljóma hér við lund
Hálfrar aldar minni.
Öll þau ljós, sem lifðu’ á Grund,
Lýsa framtíðinni.
G. O. E.
ÍSLAND ERLENDIS
Eins og mörgum íslendingum,
sem dvalið hafa erlendis og
kynnst mönnum af ýmsum þjóð
ernum, hefir mér oft sárnað
algerð vanþekking erlendra
mentamanan á íslandi og is-
lenzkum þjóðháttum. Árið 192S
— 1929 var eg við nám í Gen'f,
og hafði þá sérstaklega góð
skilyrði til að kynnast mönn-
um víðsvegar að. í alþjóða-
stúdentaráðinu voru þetta ár
fulltrúar frá meira en 40 þjóð-
um. í deildinni, þar sem eg
stundaði nám voru stúdentar
frá 29 þjóðum. Að þrem mönn-
um undanskildum vissi fólkið,
sem eg kynntist þarna, ekkert
svo teljandi væri um ísland.
Þessir þrír menn voru: Norsk
stúlka, Gyðingastúlka alin upp
í Ameríku, hún vissi nokkur
deili á íslenzkum bókmentum,
bóksali, Jeheber að nafni. Hann
er búsettur í Genf og hefir ný-
iega tekið þar við bókaverzlun
föður síns. Jeheber hafði ferð-
ast um þvert ísland árið 1914.
Hann var heillaður af náttúru
landsins og menningu þjóðar-
innar. Síðan hefir hann fylgst
með málum okkar og talar um
allt sem íslenzkt er af vinsemd
og skilningi. Annars vaknaði
forvitni margra er þeir heyrðu
að þeir áttu tal við íslending.
Hjá flestum virtist efst í liuga
von um að heyra eitthvað skr-
ingilegt eða fáránlegt, t d. lýs-
ingu á Eskimóabygðum, eða a.
m. k. lýsingu á mönnum, sem
felæddust loðfeldum, byggju í
snjóhúsum, stunduðu bjarn-
dýraveiðar, o. s. frv. Gott dæmi
þess ,hvað gera mátti ráð fyrir
mikijli fáræði alniiennings á
þessum slóðum um íslenzk efni,
er fyrirlestur, sem haldinn var
í Genf vorið 1929. Eg sá auð-
vitað á götum og torgum í
Genf, að maður að nafni Larsen
héldi fyrirlestur með skugga-
myndum um ísland. Eg bauð
með mér tveim kunningjum
mínum, og tók með mér ljós-
myndasafn mitt, ef vera kynni
að fyrirlesarinn vildi fá eitt-
hvað af því lánaö. Þegar á
staðinn kom, sagði eg fyrir-
lesaranum sem var roskinn
maður, og kvaðst vera dansk-
'ur, að eg væri íslendingur, og
bauð honum aðstoð mína. í
stað þess að taka mér vingjarn-
lega, stamaði hann fram
nokkrum orðum í styttingi um
það, að hann hefði ekki komiö
til íslands í rúm 20 ár, og hefði
því ekkí neitt sérstaklega nýtt
að segja þaðan. Svo hófst
ræðan og myndasýningin.
Myndirnar voru gamlar teikn-
ingar eftir Larsen sjálfan. Senni
lega hafa þær aldrei verið vel
gerðar, og ekki bætti það úr
skák, að þær höfðu vöknað á
ferðalagi. Lýsingin á landi og
þjóð var að sama .skapi. Land-
ið skuggalegt og tilbreytingar-
lítið, nálega altaf þoka yfir sjó
og fjöllum o. s. frv. í Reykja-
vík sagði hann að byggi nokkur
hundruð manna, og þar væru
svo tíðir jarðskjálftar að ekki
væri hægt að byggja hús úr
öðru en torfi og timbri. Menn
munu auðveldlega skilja, að
mjög þarf að treysta á fáræði
áheyrenda til þess að dirfast
að flytja fyrirlestur af jafn lít-
illi þekkingu og þarna var gert.
Nú í sumar dvaldi eg aftur
í Genf í hálfan mánuð, og hafði
þar svipaða aðstöðu sem fyr
Nafnspjöld |
Dr. M. B. Halldorson G. S. THORVALDSON
401 Boyd BMk. flkrlfatofuaiml: 23674 B.A., L.L.B.
Stundar aémtaklaga lun>nasjúk- dóma Lögfreeðiugur
Er atS flnna & skrifatofu kl 10—12 702 Confederation Life Bldg.
f. h. 04 2—6 0. h.
Haimlll: 46 Alloway Avo. Talsími 24 587
Talnfoal: 331S8
W. J. LINDAL
DR A. BLONDAL BJÖRN STEFANSSON ÍSLENZKIR LÖGFHÆÐINGAB
602 Madical Arta Bldg. á öðru gólfi
Talsfmi: 22 296 325 Main Street
Itvadar aérataklega kvenajúkdóma og barnasjúkdóma. — At5 hitta: Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur aS
lcl 10—12 * * X. og 3—6 e h. Lnudar og Gimli og eru þar
H.lmlll: 80« Vletor St. Slmi 28 130 að hitta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði.
Dr. J. Stefansson
>16 MKDICAL AliTN RLDO.
Rorni Kennetly og Graham
llnndar rlngrtngn nue'nn- eymn
nef- of kTerkn-njflkdAmn
Hr afl hit.ta frA kl 11—12 f. h
og kl. 3—6 e h
Tnlnfmi: >1S;14
Holmill: RS8 MrMiHan Ave 42691
til að kynnast mönnum frá
ýmsum löndum og heimsálfium.
En nú brá svo við, að margir
menntamenn sem minntust á
ísland, kunnu einhver skil á
landi og þjóð. Var þá sérstak-
lega talað um- Alþingi, og aug-
ljóst, að þeir glæsilegu atburð-
ir, sem gerðust hér á landi síð-
ustu dagana í júní í fyrra, hafa
varpað birtu frá íslandi víðs-
vegar um hnöttinn. Á ferðum
mínum í sumar hitti eg m. a.:
Ungverja, Rúmena, Rússa, Kín-
verja, ítali og Suður-Ameríku-
menn. Fæstir þeirra vissu að
vísu veruleg deili á sögu ís-
lands eða landafræði í einstök-
um atriðum. En þeir vissu
yfirleitt að íslendingar eru
menningarþjóð, að þeir eiga
forna og merkilega sögu, og að
landið er sérkennilegt og fagurt
eldfjallahvera- og fossa-land.
Ef við lítum í okkar eigin*
barm, og atliugum hvað við
vitum um ýms fjarlæg lönd og
þjóðir, sem við höfum engin
viðskifti við, þá mun okkur
ekki undra, þótt flestir erlendir
menn viti ekki mikiö um okk-
ur íslendinga, fámenna og af-
skekta. Það mesta, sem við
getum vænst í þessum efnum
er að við verðum alment þekt-
ir og viðurkendir sem menn-
ingarþjóð, að Iandið okkar fái
að njóta sannmælis, og að því
verði skipað á bekk með þeim
löndum, sem talin eru fjölbreytt
ust og sérkennilegust að nátt-
úru'fegurð. Alþingiíshátídin í
fyrra virðist hafa unnið mikið
í þessa átt. Megum við ís-
lendingar vel við una, ef þessi
árangur af hátíðinni út á við
bætist við endurminning sjálfra
okkar um þessa ógleymanlegu
júnídaga.
Sigurður Thorlacius.
—Tíminn.
FRÁ ÍSlANDI
Telephone: 21613
J. Christopherson,
íslenakur LögfrceSingur
845 SOMERSET BLK.
Winntpeg, :: Manitoba.
A. S. BARDAL
ðelur likkistur ogr ann&st um útfar-
ir. Allur útbúnaSur sá bemti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvartia og legrsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phoaei «fl«07 WIX3IPB6
I
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DR. S. G. SIMPSON, N.D., Ð.O., D.O.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
MARGARET DALMAN
TEACHBR OF PIANO
BANNING ST.
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
íslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegat pósthúsinu.
Sími: 28 742 HeimiUs: SS 828
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
BanKagF mné Piraltirc M.tIik
762 VlCTOIt ST.
SIMI 24.5M
Aanaat allskonar flutninga fram
og aftur um bseinn.
J. T. THORSON, K. C.
lalenzknr l«i*fraeM*aur
Skrifstofa: 411 PARIS BLDG.
Simi: 24 471
Prófessorsembættið í sögu
við háskólann hefir af kon-
ungi verið veitt Árna Pálssyni
bókaverði. Er þar farið eftir
tillögum nefndar þeirrar, er há-
skólinn setti til að dæma um
samkeppnisprófið.
• * •
Dómur í máli komntúnist
anna, sem sakaðir voru um
forgöngu í uppþotinu, sem varð
á bæjarstjórnarfundi í vetur.
var kveðinn upp í undirrétti 24.
þ. m. Þorsteinn Pétursson hlaut
60 daga, Guðjón Beniediktsson
30 daga og Jónas Guðmundsson
15 daga einfalt fangelsi skil-
yrðisbundið. Magnús Þorvarðs-
son hlaut 60 daga og Georg
Knudsen 30 daga fangelsi, báð-
ir dæmdir áður. Haukur Björns
son var dæmdur í 100 kr. sekt
eða 7 daga einfalt fangelsi.
• * *
Guðmundur Hlíðdal hefir ver-
ið settur landssímastjórl.
—TímJnn.
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
MESSUR OG FUNDIR
i kirkju SambandssafnaSar
Messur : — á hverjum sunnudegi
kl. 7. e.h.
Safnaðarnefndini Fundir 2. «g 4.
fimtudagskveld í hTerjnm
mánuCi.
Hjálparnefndin: Fundir fyrata
mánudagskveld l hverjtuu
mánuSi.
KvenfélagiS: Fundir aanan þriVj«
dag hvers mánaðar, Id. t aV
kveldinu.
Söngfiakkurirmi Æfingar á hT«r]«
fimtudagskTeidi.
Sunmtdmgask&inm:— A kwjna i
M«««4egl, kl. 11 f. Il