Heimskringla - 21.10.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.10.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 21. OKTÓBER 1931 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSlÐA þér sem ttoíiff T I M BUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. Ea3t Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Sigurdsson, Thorvaldson co. LTB. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG Phoae x RIVERTON Pknt 1 HNAUSA Phonr Bl. Hln* 14 MANITOBA, CANADA. Jóni því, að hann gæti ekki tek ið okkur fasta á helgi, því þá var Sunnudagsnótt, það gat því ekki komið til orða fyr en á Mánudagsmorgun kl. 6. Hins vegar sendi amtmaður til okkar í laumi, og sagði að við yrð- um að vera komnir allir úr bænum svo langt sem hægt væri fyrir þenna tíma, og eng- inn okkar fanst kl. 6 á mánu- dagsmorgun á Akureyri, þann- ig sluppum við hjá meira þjarki nema hvað alltaf var verið að skrifa okkum um sumarið og biðja okkur að borga meira. og biðja okkur að koma á skól ann aftur. í>egar við komum heim, tóku allir fyrst til þess hvað við litum yel út, og enginn vandi var að skilja það, að við vorum grunaðir um græzku, að við hefðum verið óþarflega uppá- stöndugir með matarhæfið, og að við hefðum getað notað tím- ann betur, en að standa í stöð- ugu stríði út af matnum, lært að ala innra með okkur upp- reisnarhug, auga fyrir auga, tö*n fyrir tönn. Sjaldan lýgur almanna rómur. Alstaðar voru viðtökurnar eins, hvar sem mað ur kom, stríðs fréttirnar höfðu borist út um allt, en við vorum hvergi særðir. Svei, svei. Eins og vinina okkar vantaði að við værum hálfhoraðir? Ofan á þetta bættist það að við höfð- um lært að syngja svo óskap- lega hátt og með grimmum undirsöng ýmsa hersöngva, svo sem “Á stað burt f fjarlægð við hornaflóðin ströng”, og þetta, ‘‘Sem duni þrumur drynji flóð, af darrargjalli berast hljóð”, o. s. frv. Bara að það væri ekki verið að gróðursetja í sveitun- um nýja sturlungaöld með þess um Möðruvallaskóla!. Það var enginn vafi á því, að við hðfð- um tapað áliti, og Möðruvalla- skólinn var vægast sagt tví- eggjað sverð. En hvað var svo orðið úr okkur? Við höfðum áður haldið að við yrðum nýt ari menn fyrir að hafa farið á skólann, en nú vorum við farn- ir að skammast okkar fyrir það, já mörgum árum seinna ef menn minntust þess, að við höfðum komið þar. Þetta hafði þá skólinn upp úr matar- málunum. Möðruvallapiltar, voru lengi og að ástæðulausu lítilsvirtir, fyrir matarmálin og algert yfirburðarleysi meðal al þýðu, þeir sem hrökluðust þann ig burt eftir einn vetur. Eg veit ekki hvert íslenzka þjóð- in hefir tekið eftir því hvað tjargaði þó þessu áliti miklu fyr en von var tiL En það var yfirreið dr. Þorvaldar Thor- oddsen og hans ágæta félaga ögmundar Sigruðssonar, sem var liíandi vitnisburður um skólann, og Þorvaldur æfinlega °g alstaðar að upplýsa og kenna hvar sem hann var á landinu. Hann sætti menn alstaðar við skólann og sannaði þörfina fyrir hann og þjóðargagnið af honum. En svo fóru útskrifaðir piltar smámsaman að þekkjast af yfirburðum meiri þekking- ar. Frh. GÖNGUR ÞORSKSINS. Eftir prófessor Johannes Schmidt (Grein sú, sem hér fer á eftir, er lauslega þýdd úr Berlingske Tidende, 3. f. m.). Þegar forstjóri “Biologisk Sta tion’’, Dr. C. G. Jo. Petersen,! sem nú er iátinn, lét fara að merkja fiska, þá kom fiskirann- sóknum sú aðferð að miklum og góðum notum til þess að fræðast um göngur og vöxt fiska. Á þeim 28 árum, sem “Komm- isssionen for Danmarks Fiskeri- og Havundersögelser” hefir ann ast rannsóknir í norðanverðu Atlantshafi, hafa verið merktar nokkrar þúsundir fiska. Á þeim slóðum, við Færeyjar, ísland og Grænland er þorskurinn sá fisk- ur, sem iangmest er veiddur. Þegar íslendingar eða Færey- ingar tala i(m “fisk”, þá eiga þeir við þorsk, og starf vort hefir að miklu leyti beinst að rannsóknum á iifnaðarháttum þorsksins. Vér höfum merkt þorskana með ebóníthnöppum, sem festir eru á kjáikabarð þeirra með slifurvír. Hver hnappur ber númer og stafina DA (Dan- mörk) . — Áður en merktum fiskum var slept, eru þeir mæld ir og síðan látnir fara leiðar sinnar. Nokkura þessara merktu fiska veiða fiskimenn aftur. Við Færeyjar hafa jafnvel veiðst 75% af þeim, en oftast miklu færri, jafnvel ekki nema einn af hundraði eða minna. Oft geta þeir verið með merkin ár- um saman. Vét vitum dæmi þess, að merktir fiskar hafi veiðst eftir 7 ,ár. Til skamms ta'ma hugðum vér, að þorskurinn við ísland færi aldrei frá ströndum landsins eða fiskigrunnum. Vér höfðum sýnt, að aðal-hryningarstöðvar hins íslenska þorsks væri í hin- um hlýja sjó, sem leikur um suður og vesturströnd landsins, — einkanlega á svæðinu frá Reykjavík að Vestmannaeyjum — og að hinar miklu þorskveið ar þar á vorin ætti rót sína að rekja til þess, að á þeim slóð- um kemur þá saman aragrúi af gotfiski hvaðanæfa frá ströndum landsins. Langferðir þorsksins. Af rannsóknum síðustu ára höfum vér orðið fróðari en áð- ur um þessi efni. Þær hafa sýnt, að samband er milli ís- lenska þorsksins og þorsks á öðrum svæðum. Merkingar við ísland hafa leitt í ljós, að þorsk urinn gengur ekki að eins með ströndum fram á íslandi eftir hrygninguna við suðurströnd landsins, heldur ganga og sum- ir alla leið til Grænlands. Og eins hafa merkingar við Græn- land sýnt, að þaðan gengur þorskur til íslands, bæði frá vestur, /suður og austurströnd- um Grænlands. Sumir hinna merktu þorska hafa farið furðulega langar leiðir. Eg skal nefna einn, nr. 385, sem slept var í nánd við Hvítserk (Sykurtoppinn) á Vest ur-Grænlandi, og veiddist síðar við vesturströnd íslands. Það er viðlíka vegalengd eins og frá Jótlandsskaga til Norður- Afríku. Merkingartilraunir voru fyfst gerðar við Grænland árið 1924, og hefir síðan verið haldið á- fram árlega með góðfúslegri hjálp Grænlandsstjórnar, svo að vér höfum nú átta ára reynslu við að styðjast, og er fróðlegt að bera saman einstök þessi ár. Fyrstu sex árin, 1925 til 1929, veiddist ekki við ísland nema einn þeirra þorska, sem merktir voru við Grænland. Árið 1930 veiddust sjö, og það sem af er þessu ári, fram að 15 ágúst, hafa veiðst um 40. Þessir Græn Iands-þorskar hafa einkanlega veiðst við suður og vesturströnd íslands, eða þar, sem aðal-hrygn ingarstöðvar þorsksins eru við ísland, og þessi mikla veiði í vor er sönnun þess, að hið mikla vertíðarfiski við ísland á þessu ári, er alls ekki að litlu Ieyti að þakka þorski, sem hefir vaxið upp vestur við Grænland Af fregnum norskra blaða má ráða, að þorskur hefir ekki að eins gengið til íslands frá Græn landi á þessu ári. Norðmenn merktu í fyrra allmarga þorska við eyna Jan Mayen, sem liggur langt norðaustur af íslandi, og veiddust þrír þeirra við ísland. Mönnum verður að spyrja, hver sé orsökin til þess, að svo virðist sem fleiri og fleiri þorsk ar yfirgefi grænlensku miðin til þess að leita miðanna við ísland. Eg fæ ekki betur séð, en að orsökin sé sú, að þorskurinn við Grænland hafi ekki fundið nægi góð hrygningarskilyrði, og að hann hafi þess vegna leitað til suður og vestur strandar Is- lands, þar sem hann finnur það, sem hann leitar, það er að segja hæfilegan sjávarhita. Eins og segull dregur fsland gotfiskinn til sín. Ef menn líta á landabréf, sjá þeir, að ísland liggur eins og miðstöð í ríki fiskanria nyrst í Atlantshafi. Eins og seguii dregur það gotfiskinn til sín. Frá Vestur-Grænlandi, Suður- Grænlandi og Austur-Grænlandi og jafnvel frá Jan Mayen seiðir það þorskinn til sín, og segull- inn er hinn hái sjávarhiti við suðurströnd og vesturströnd landsins. Þessi mikli sjávarhiti helst ár eftir ár og er mjög reglubund- inn í hafinu við ísland, gagn- stætt því sem er við strendur hinna landanna. Það er or- sök hinnar geysimiklu fisk- mergðar, sem safnast saman og er grundvöllur vertíðar-veið- anna við ísland, og af því leiðir bæði, að þar verður veiðin ein hin mesta og einnig, góðu heilli, eins hin öruggasta í víðri ver- öld. Hrognin og hin litlu þorska- seyði finnast ekki við sjávar- botninn, heldur fljótandi í vatns skorpunni og berast fyrir straumi, sem liggur sólarsinnis um hverfis landið. Vér höf- um. lengi vitað, að með þess- um hætti berast þorskaseyðin að sunnan og vestan, norður og austur fyrir Island, þar sem sjór inn er kaldari, og þar leita þau til botns og vaxa og dafna. Á þessu ári hefir oss tekist að sýna, að frá vesturströnd ís- lands, þar sem ein álma af strauminum liggur vestur til Grænlands, berast þorskaseyðin um hafið til Austur-Grænlands. Sú vitneskja er mjög mikils- verð til sönnunar á sambandinn milli grænlenska og íslenska þorsksins, og skiftir svo miklu máli, vegna fiskveiða beggja landanna, að á næstu árum mun danska hafrannsóknar- nefndin telja frekari rannsókn- ir á því sviði til hinna brýnustu viðfangsefna í nolfðurhluta At- lantshafs. Vísir. bvoeribbo* «8» í ÞESSARI DÓS ER EKKI VANALEGT KAFFI, HELDUR SAMBLAND AF BEZTA KAFFI SEM VEX—OG ER MEIRA EN VIRÐI VERÐSINS. Blue Ribbon Limited :: :: CANADA WINNIPEG ig komið var, gekkst henni hugur við og tók ágætlega á móti honum, og síðan eru þau bæði jafn ánægð og þau væri ný trúlofuð. —Lesb. Mbl. ERU LEIFSBÚÐIR FUNDNAR? KONAN vildi ekki eiga skegglausan mann. í litlu þorpi nál. París fór einn af bændunum heim til sín í sérstaklega góðu skapi. Hann hafði fundið upp á því snjall- ræði að láta raka af sér skegg- ið, og þóttist yngjast við það um helming. Var hann svo á- nægður út af þessu, að hann söng og trallaði alla leiöina heim. En þegar konan sá hann, kom annað hljóð í strokkinn. Hún ætlaði alveg af göflunum að ganga og lumbraði svo ræki lega á honum fyrir tiltækið, að hann sá sinn kost vænstan að flýja aftur að hqiman. Fór hann nú inn í þorpið aftur og reyndi að hugga sig við þaö að drekka. Sat hann þar þang að til lokað var, en varð þá nokkurum kunningjum sínum samferða. Honum var ekki gott í skapi. Á leiðinni komu þeir að á. Segir bóndi þá grátandi að hann geti ekki afborið þetta lengur og fleygir sér í ána. Eftir mikla mæðu tókst hinum að bjarga honum, nær dauða en lífi, og óku honum heim í hjól- börum. Þegar konan sá, hvern Nýlega kom símfregn um það frá Baston að hafrannsókna- leiðangurinn um nörðanvert At- lantshaf og Davissund, sé kom- inn heim til Boston. Foringi leiðangursins var norskur haf- rannsóknamaður, Olav Mosby að nafni, og segir hann svo frá, að á Labradorströnd hafi þeir fundið rústir af þremur húsum, hlöðnum úr grjóti, og hyggur hann að þær muni vera handa- verk norrænna manna, og get- ur þá ekki verið um aðra að ræða, en Grænlendinga þá og íslendinga, sem tóku þátt í Vín- landsferðunum. Ameríski norðurfarinn Mac- Millan hefir í mörg ár verið að leita að bústöðum Vínlandsfar- anna á Labrador. Ganga enn þjóðsögur meðal Eskimóa um það, að rústir þeirra sé þar að finna. Hefir MacMillan gert út 15 leiðangra til þess að leita að þeim. Fornfræðingar verða nú látn- ir ransaka rústir þær, sem Mos- byleiðangurinn fann, og verður þá gengið úr skugga um hverra handa verk sé á þeim. —Mbl. SÉRA JÓN PÁLSSON prófastur á Höskuldsstöðum andaðist 18. þ. m. í sjúkrahúsinu á Blöndu- ósi, eftir langa og þunga legu. —Mbl. A Thorough School! * The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a la~ge sta/ff oí expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In; tvrenty-one years, since the founding of the “Suc- cess” Business College of Winnipeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Success” train- ing is significant, because' the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 Gerið þér svo vel PaRKER HoUSE RoLLS ReyniS þessa forskrift 1 bolli heit mjólk 2 matskeitSar smjör 1 matskeitS sykur 1 saltskeiö af salti Vz kaka uppleyst af Royal Yeast M bolli af volgu vatni —Smjörið, skyrið og saltið skal látið i heitu mjólkina, lofa henni að kólna. Þegar hún er orðin aðeins volg skal láta saman við hana gerið og 1% bolla af hveitimjöli: Hræra þarf þetta vel saman og láta svo standa yfir nótt á hlýjum stað. Næsta morgun skal bæta við þvi mjöli er þarf, svo hnoða megi degið, láta það svo biða meðan það hefast, fletja það svo út unz það er % þuml. þykt. Skera svo með kökujárni og rjóða smjöri beggja megin á og brjóta kök- una saman, láta brauðið svo en bíða og hefast unz það hefir tvöfaldast að þykt, láta það svo í bökunarofnin og baka það i 25 mínútur. Efni það sem umræðir er nóg i 10 brauðsnúða. Ef þér gerið bökun heima, þá skrifið Stand- ard Brands Limited, Fraser Ave., og Liberty St., Toronto, eftir Royal Yeast matreiðslu- bók. 1 henni eru forskriftir fyrir Lemon Buns, French Tea Ring, Dinner Rolls, og ýmsar fleiri sælgætis brauðtegundir. vver “Tbe Royaj ókeypi» kver.er HeftUh,” Koað to eóbar bend- gefur ™%*anr0fkun Royal Vnel"tCake.ogi^rabverc VU5S?5tó-- SkrifUS eftlr þvi. — - 4 ~ físi-viíswW:::-:-■':'-SÍh Royal Yeast Cakes Gefur brauðinu betra bragð, betra útlit, það geymist betur. Það hefir verið talið bezt i 50 ár, ef nota hefir átt þurrager við beimabakstur. Hafið fullar byrgðir af þvi fyrirliggjandi. Hver gerkaka er vafin upp i vax pappir. Þær geymast svo mánuðum skiftir. I *••:••• I "Kaupið vörur sem búnar eru tll i Canada”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.