Heimskringla - 21.10.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.10.1931, Blaðsíða 7
WINNIPEG 21. OKTÓBER 1931 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐStÐA KENNARARNIR OG SKÓLINN ef aðstandendur aðeins gæfu því gaum hvað barninu mið- Aths. ritstj. Enda þótt grein þessi sé talsvert staðbundin og I>ersónuleg og vér viljum ekki sökum ókunnugleika leggja neinn dórh á þann sérstaka kennara, sem hér er um að ræða, þá sáum vér samt ekki ástæðu til að neita þessari hug- leiðingu um rúm, sökum margra greindarlegra athugasemda sem í henni felast. Mál þau, sem hún fjallar um eru yfirleitt þess eðlis, að þau þurfa mikillar og alvarlegrar athugunar við frá foreldrum og öllum hlutaðeig- endum og þess vegna teljum vér rétt, að gefa almenningi kost á að ræða þau opinberlega.) Þegar eg las greinina í “Wyn- yard Advance", “Parents and the School’', fanst mér mesta þörf fyrir aðstandendur barna, sem í þennan skóla ganga, að halda þeirri ritgerð áfram undir fyrir9Ögninni Kennararnir og Skólinn, og vona eg að það verði gert af einhverjum þeim, sem kunnari eru þeim málum en eg er. Eg hefi aðeins verið 4 ár í þessu landi, og störf mín hafa verið annars efnis en að kynna mér skólamál og skóla- fyrirkomulag: Eg er sem sé ein af þeim konum, sem hefi þann verkahring að hirða og hugsa um börn, sem eru á ýms- xi m skólaaldri, frá öðrum bekki upp í 9. 4 talsins. Skriðu tvö af þeim með naumindum gegn- um vor próf (annars bekkjar og 9.) þó með þeim skilyrðum að 9 bekkjar nemandi varð að ganga undir próf stjórnardeild- ar, eftir að hafa fallið í gegn við heimaprófið. Annað þeirra barna, sem eftir sátu er minn eigin drengur 11 ára að aldri. Mér er ekki vitanlegt annað en að hann sé eins hraustur og heilsugóður og eg frekast fæ óskað og yfir höfuð eru öll þau börn, sem er hér um rætt, eins frísk og feit eins og hægt er að vonast eftir; hafa matar lyst i besta lagi, og fá allann þann mat og svefn sem þau sýnast við þurfa. Svo að með því sem eg hefi hér skýrt, er allur aðbúnaður og hirðing á ]>essum 4 börnum í fullgóðu lagi. Þori eg að tala svo fyrir hönd flestra mæðra og annára aðstandenda barna sem í skóla ganga að sultur, vanhirðing og annar óþrifnaður hamlar þeim ekki frá námi. Minsta kosti hér um slóðir ekki enn sem komið er. Er eg þess fullviss að hirðing og annað atlæti þess ara barna, sem eg hefi hér um- sjón og eftirlit með, er ekkert í sambandi við þá lélegu út- komu sem orðið hefir á þessu vorprófi þeirra. En náttúr- lega er einhverjum um að kenna. Og það næsta sem fyrir liggur að hugsa sér er, að mínum dómi það, að kennar- inn beri ábygðina í flestum til- fellum, á námi barnsins, heið- urinn eða skömmina. Eg ætla hér ekki að skrifa langt mál, minnast aðeins með fáum orðum á mína persónu- legu reynslu í þessum efnum. Eg segi persónulegu reynslu, ekki af því eg sé þess ekki nokkurn veginn fullviss, að aðr ir hafi sömu reyslu á einn eða annan veg af námi barna sinna, ar áfram hvert skólaár. Ein- kunnar skýrteini barnanna frá sömum kennurunum gefa okk- ur enga sönnun hversu skóla- námi barnsins miðar áfram. Það er minsta kosti augljóst dæmi fyrir þeim, sem leiga því láni að fagna, að börnin þeirra sitja eftir, komist ekki í gegn á þeim tíma, sem þeim er gefið tækifæri. Eg fyrir mitt leyti sé eftir öllum þeim tíma, sem fer fyrir ekki neitt, og kanske ver en ekki neitt. Eg kalla ver en ekki neitt ef börnin hanga í skólabekkjun- um mánuð eftir mánuð, ár eft- ir ár, aðgerðalaus eða aðgerða- lítil, og það sem þau gera af skólaverkum verði þau, ef til vill, að gera upp á eigin reikn- ing, eftirlitslítið, og fá jafnve’. útúrsnúning og ónot ef þau spyrja, eða dirfast að leita upp lýsinga hjá kennaranum á því sem þau ekki skilja; þá vil eg heldur láta barnið mitt sitja heima. — En slíkt er ekki leyfilegt, varðar sektum, þó maður sé viss um að geta kent þeim meira í heimahúsum, heldur en þau nema í skólan- um. Það má þó vera rétt- mætt, en þá um leið er það réttmæt krafa okkar sem börn eigum í skólunum, að þeir, sem um skólamálin annast, líti eftir að þeir kennarar, sem þau sitja, séu verki sínu vaxn- ir. Það virðist vera svo fjöl- mennur flokkur manna og kvenna, sem tekið hafa hið svonefnda kennara próf, að þar virðist úr nógu að velja, því það liggur í augum uppi, að þar sem annarsstaðar sé misjafn sauður í mörgu fé. Það skiftir, að mínum dómi minstu máli, hve mikilli ment- un kennarinn hefir náð, það er að segja, fyrir yngri nem- endurna, hitt skiftir mestu, hvað éðli hans og uppJag er hneigt til .starffems. Fyrstu skilyrði kennara yngri barn- anna finst mér, væru að vera þau að þeir væru barngóðir, hefðu gaman af börnum, þolin móðir við þau, og svo skyn- semi gæddir, að finna hvað barninu best hæfir og breyta svo þar eftir í kenslutímum. Það munu margir segja að hægra sé um að tala en í að rata, og má það satt vera. En þá er það líka víst að engin ætti að taka að sér þau störf, sem hann hefir hvorki getu né skilning til að leysa af hendi. Hingað til hefir svo verið álitið að uppeldis og fræðslumál barn anna okkar, væru okkar mestu vandamál, og fela svo þessi störf hverjum og einum sem hafa vill, án nokkurra rann- feókna á því hvert þessi eða hinn er starfinu vexinn. Það er gefinn hlutur að allir þeir sem gengið hafa undir hið svo nefnda kennarapróf, gera það með því augnamiði að sækja um skólakenslu, þar sem það hefir verið all vel launuð at- vinna; þó eins og eg áður mintist á, þyrfti slíkt ekki að koma til greina í neðri bekkj- um barnaskólanna, en þó er það einmitt þar, sem til greina kemur að kénnarinn skilji sitt hlutverk, að kennarinn um- gangist þessa smælingja með þeim skilningi að þau sem þangað séu komin til þess að meðtaka fyrstu undirstöðu sína fyrir Iífið. Þeir ættu að sýna börnunum hlýtt viðmót, tala við þau stundum um hitt og annað, benda þeim hvað þau megi ekki gera, livað sé ljótt o. s. frv., verja til þess nokkr- um stundum í staðinn fyrir þá hegningaraðferð að láta börn- in sitja í skammarkrók tímun- um saman. Orðbragð barn- anna er hér oft miður en skildi. Ef foreldrar og kennarar fylgdu fast eftir að lagfæra það, væri stórt spor stígið til umbóta. Kurteis framkoma og fagurt orðfæri tilheyrir rnent- un, þó eg verði að viðurkenna að það fer ekki æfinlega sam- an. Annað er það sem mig hryllir við í fari æskulýðsins, og það er að sannleikur eða sannsögli, er nokkuð það sem fjöldi barnanna 'hefir engan skilning á. Þau segja bara það sem þeim dfettur í hug, eins og þeim bezt líkar, án nokkur- ar yfirvegunar á því hvert þau fari með rétt eða rangt. Þetta er. annað atriði sem foreldrar og kennarar ættu að vinna að útrýmingu á í sameingu. Reyna að gera börnunum skilj- anlegan þennan voða löst. Lýgi er glæpur. Ef heimur- inn legði meiri áherslu á sann leika í orðum og trúmensku í verkum og störfum sínum, mundi líf og líðan hér á jörðu vera öðruvísi en okkar mann- anna er nú. Flestir foreldrar vildu skifta því að eg heíd að eitthvað af skyldunámsgreinabókunum væri kastað út úr skólanum, en kenn arar kæmu í stað þeirra, sem vissu, vildu og skildu hlutverk sitt, og eg bæti því við að þá eiginle&leika hefir ekki hvert liöfuð, sem útskrifast úr kenn- araskólunum. Varla heldur við því að búast, með öðrum eins fjölda manna og kvenna, sem þaðan útskrifast sem kennara- efni á ári hverju, meginið af þeim óþroskaður æskulýður, sem hugsar á daginn um dansa og skemtanir, en dreymir um það á næturnar. Þessu fólki er svo falið, eða svo kemur það mér fyrir sjónir, að leggja undir- stöðuna að uppeldis og menta- braut barnanna okkar, á veg- ferðina út í lífið og heiminn. Þetta eru svo þýðingarmikil mál uiypeldis og skólamálin, eg vil segja þýðingarmestu mál heims ins. Eru nokkur mál sem okk ur er mikilsverðara, að séu réttilega og samviskusamlega af hendi leyst? Er nokkuð sem móður og;faðir unna meir, lifa, líða oð strita meir fyrir en börn- in sín? Mér dettur ekki í hug að halda, að ekki sé nægur forði af fullkomnum og góðum kenn- urum, kennurum sem ganga að starfinu með ánægju, skilningi og trúmensku. Það hlýtur að vera auðvelt að velja og hafna, og þó kennari komist í stöðu. sem svo reynist með öllu ó- hæfur, að þeir séu ekki sjálf- sagðir að sitja að henni um aldur og æfi. Eg sagði velja og hafna; velja þá sem hugsa meira um starfið og minna um launin. Sem hugsa svolítið um ástæður fátækra foreldra í sam bandi við þau útgjöld, og þau óþarfa útgjöld, sem foreldrar verða fyrir með eftirlitsleysi og kæruleysi sumra kennara, í ýms um atriðum t. d. á meðferð barnanna á bókum og .öðrum á- höldum sem til námsins er ætl- að. Tökum til dæmis öll þau kynstur af skrifbókum, sem sum börn í sumum bekkjunum fara með til ónýtis. Fyrst skrifa nokkur orð hér og hvar, strika svo og teikna ýmsar skellur og útflúr, og alauður fjöldi síða í bókinni þegar þau koma heim eftir annari nýrri, þetta er ill- mögulegt að skoða öðruvísi en sem eftirlitsleysi frá kennarans hálfu, að líða börnunum að fara þannig með bækur sínar, fyrir nú utan að það bendir til, að þau séu ekki mikið að námi meðan þau dunda og leika sér við alt slíkt krumsprang. Mér kemur það svo fyrir að börnin hugsi, að betra sé illt að gera en ekkert. Þá er annað sem eg hefi séð dagsdaglega, börnin koma heim úr skólanum með handarbök og alla handleggina útkrotaða með blekmyndum eða oftar ómyndum. Mér finst þetta svo sóðalegt að eg á bágt með að skilja kennarann sem getur fengið af sér að líða slíkt. Börn- in ættu að geta gert eitthvað þarfara í kenslustundunum. Eg býst við að hvorugt þetta atriði sé mikilsvarðandi til margra. En undir hvaða kenslulið fellur þetta? Það er • hirðuleysi, eyðslusemi og óþrifnaðar, með það sem börnin hafa, hvort það er heldur gagnvart þeim sjálf- um, eða því sem þau hafa með höndum, og skólunum mun vera ætlað að kenna frekar hið gagnstæða. Eins og eg sagði áður, það er minna komið undir mentun að vera kennari smábarna, en líklega að það sé vandasamara verk en nokkuð annað, sé það rétt skoðað. Nú orðið hefir kennarinn og skólinn meiri á- hrif á uppeldi barnsins heldur en foreldrar og heimilin. Barn- ið er að mótast og skapast, og það sem það viðtekur á upp- eldisárunum fylgir því mikið til I gegnum alt lífið, eins og mál- tækið segir, þó máske sé ekki með öllu rétt, að maðurinn sé ekkert nema vani. Því er það þetta sem okkur öllum ber að gera, sem hlut eigum að máli, hlynna að þessum nýútsprung- nu plöntum, vökva þær og næra með því besta sem við höfum, að þær ekki þorni og visni upp af allskonar skorti og ónýtri fæðu. Við foreldrar og kenn- arar höfum þetta verk að vinna af hendi, stuðlum því að með góðri samvinnu og í samein- ingu, að mynda nýjan heim með þessu nýja fólki okkar, heim með meiri samúð og réttlæti en sá heimur hefir sem við lifum nú í. Frh. SLÓTTUGUR FERÐAMAÐUR Á lítilli járnbrautarstöð kom miðaldra maður inn í 2. flokks vagn. Hann horfði vandlega í kringum sig. í vagninum voru aðeins tveir farþegar fyrir og sátu sinn hvoru megin við borð út við glugga. Hinn nýkomni horfði um stund á þá, og all- grunsamlega . Svo lét hann ferðatösku sína upp í netið, tók síðan langa festi upp úr vasa sínum og var hengilás við hana. Með festinni læsti hann svo töskunni fastri við járngrindina sem netið var strengt á. Síðan settist liann á bekkinn og sofnaði þegar. Hinir gáfu honum nánar gæt ur og hvor öðrum hornauga. Leið svo nokkur stund. Lestin var komin á hraða ferð. Alt, í einu reis annar farþeganna á fætur, laumaðist að hinum sofandi manni og náði snarlega í vasaveski hans, sem var í innri brjóstvasanum á jakkan- um. Var auðsðé að þetta var ekki í fyrsta sinn, að pilturinn lék þennan leik. Hann var fljótur að ná fjórum hundrað króna seðlum úr veskinu, og stakk því svo aftur í sama vas- ann með jafnmikilli handlægni og hann hafði náð því. Svo settist hann aftur í sæti sitt, gegnt kunningja sínum. Alt var hljótt nema hvað að- eins heyrðist skröltið í jám- brautarhjólunum, er þau runnu yfir teinana. Lestin þaut áfram á fleygiferð. Skyndilega vakn- aði farþegi sá, sem stolið hafði verið af. Hann vaknaði með andfælum og var fyrsta verk hans að líta á vasaúr sitt. Sá Nafnspjöld áí j 1 " ■'■■■. '■. , ; ■ r-a» Dr. M. B. Halldorson 401 Uojé Bldg. Bkrlfatof uBlml: 23674 8tund&r aératakUft lungnaajúk dóma. ■r &8 flnna á akrtfatofu kl 10—12 f. h. off 2—6 «. h. Hitmlll: 46 Alloway Ave Talafanl t SSISH DR A. BLONDAL (01 M.dical Arta Bldg. Talslml: 22 2»S ■taadar <4r.takl.ga kvensjúkdóma og barnasjúkddma. — Aí hltta: kl. 1*—l* * k. og 8—6 e. h. ■elmlli: III Vloter 8t. Slml 28 180 Dr. J. Stefansson 81« NKDICAIi ARTS BLDG. Homi Konnody og Gr&h&m Btaa&á&r difflaffB ■ u c*« ■- eyrna aa•#- «ff kverka-ijdkdðma Er &B hitt& frá kl. 11—12 f h og kl S—6 e h Taiaioatt SINS4 Holmlll: 688 McMlll&n Ave 42691 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. I SO Centa Tazl Frá. elnum statl tll annars hvar sem er I bænum; 5 manns fyrir sama og einn. Álllr farþegar á- byrgstlr, alllr bllar hltahir. Slml 23 80« (8 llnur) Klstur, töskur o ghúsgagna- flutntngur. hann þá að hann hafði sofið í hálfa klukkustund. Honum varð litið á samferðamenn sína. Þeir sátu enn við borðið, og töluðu saman í hálfum hljóð- um. Svo stakk hann hendinni niður í buxnavasa sinn og dró þar upp stóran böggul af pen- ingaseðlum og taldi þá ná- kvæmlega. Þegar því var lok- ið sneri hann sér að samferða- mönnum sínum og sagði í hálf- gerðum afsökunarrómi: — Eg býst við því að þið ferðist mikið og hafið oft mikla peninga á ykkur. Eg ætla að gefa ykkur heilræði: Hafið aldrei peninga í vasabókinni ykkar; hafið þá heldur í buxna- vasanum. Þar er þeim óhætt- ara. 1 vasabókinni skuluð þið aðeins láta falska seðla — það geri eg ætíð. í sama bili staðnæmdist lest- in á járnbrautarstöð. Samferða mennirnir stukku báðir á fæt- ur. Maðurinn, sem þeir höfðu rænt, hjálpaði þeim til þess að ná í töskur sínar og mælti: — Ætlið þið að fara af lest- inni hérna. Eg hélt að þið munduð verða mér samferða — það er svo leiðinlegt að ferð- ast aleinn! Piltarnir ruku út. SVONA GENGUR ÞAÐ Það er hvort tveggja, að al- menningur í Egyptalandi hefir lítið vit á stjórnmálum, enda velta þar kosningar og flokka- skipun á mönunm en ekki mál- efnum. Þar er altaf einhver Jónas, sem rifist er um. Annað aðalatriðið, sem um er spurt er verðið á bómullinni, en hún er aðalframleiðsluvaran. Hinu botna kjósendur lítið í, að stjórn in ræður ekki bómullarverðinu, heldur heimsmarkaðurinn. En hver svo sem foringinn er, sem ofan á veröur í landinu, þá hlýða Egyptar honum og gera hvað, sem hann segir þeim, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Þeir ætlast til að stjórnin ráði öllu eftir sínu höfði. Fimm hafa flokkarnir verið síðustu árin og skifst á um völdin. En svo má heita, að stefnan sé hin sama hjá öllum, og aðeins rifist um hver af for- ingjunum sitji í völdum. Þó ekki beri annað á milli, þá er hinn mesti fjandskapur milli flokk- anna og hann svo magnaður að hver stjórn rekur alla starfs- menn ríkisins burtu óðar en hún tekur við völdum, og set- ur “sína menn’’ í staðinn. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LögfrœSingur 702 Confederation Life Bldg. Talstmi 24 587 W. J. LINDAL BJÖRN STEFANSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINOAB á öðru gólfi 825 Maln Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur aS Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. Islenzkur Lógfrœðingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoba. ■-----------1----------------- A. S. BARDAL selur likklstur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaöur sá beatl. Knnfremur selur hann allakonar minnUvarÖa sg legstelna. 843 SHEEBROOKE ST. Pbuaei 86 B(>7 WINNIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TRACHKR OF PIANO «54 BANNING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 28 742 Heimllis: 88 828 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— *«*»»«» aa« Pir.lt.re Movtaa 762 V ICTOR ST. SIMI 24.59* Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. 1 J. T. THORSON, K. C. felenaknr ISafrmöinKnr Skrifstofa; 411 PARIS BLDG. Síml: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talatn.li 88 88» DR. J. G. SNIDAL ) TAfn*L..«:K!«IH €14 9«aaerset Block P«rt«ff« Arommo WINNIPEG BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stillir Pianos og Orgel Simi 38 845. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.