Heimskringla


Heimskringla - 21.10.1931, Qupperneq 5

Heimskringla - 21.10.1931, Qupperneq 5
WINNIPEG 21. OKTÓBER 1931 HEIMSKRINGLA 5. BLAl/SÍÐA Landinu liér vestra á þessu svæði frá Kaliforníu til Chile skiftu Spánverjar í hálft dúsín vísikonungsdæmi. Áskildi Spánn sér fimm til tíu prósent af allri framleiðslunni. Landið var svo leigt einstaklingum aðeins þó af spönsku bergi brotnu, og til þess að vinna gull- og silfurnámurnar, gátu þeir not- að Indíánana sem þræla sína. Biskup einn, Casas að nafni, fékk því þó til vegar komið. að Indíánarnir unnu að vísu fyrir lítið sem ekkert, sem þrælar, en að þeir væru að öðru leyti ekki þræla-okinu háðir, en væru að nokkru sjálf ráðir sér. En með því að þeir reyndust iélegir Vinnuþræiar, var þá byrjað á að flytja Svert ingja frá nýlendum Portugals í Afríku til Ameríku til að vinna í námum Spánverja hér. Og þannig byrjaði hér mannsal þrælasalan, sem ávalt verður skoðuð, sem einn svívirðileg- asti kafli mannkynssögunnar Portugölsku ræningjarnir rifu svertingjana frá heimilum sín um í Afríku. Enskir siglinga- menn fluttu þá vestur um haf við aðbúð, sem skepnum þætti nú iila hæf. Og spánverskir, portugalskir og síðar enskir námu-eigendur unnu þeim hér alveg eins óþyrmilega og róm- versku landeignamennirnir forð um daga gerðu þrælum sínum. Indíánunum voru nú allar bjargir bannaðar. Þeir voru í þessu ættlandi sínu ekkert ann- að en flækingar. Jesúítarnir í Paraguay reyndu að sameina þá aftur í flokka og mynda bygðir fyrir þá, sem var í sjálfu sér Indíánunum fyrir góðu, en þeir notuðu þá samt sem áður svo mikið til að auðga sjálfa sig, að páfinn reis út af því upp á móti félagi Jesúítanna. En Indíánum hnignaði stöðugt og í lok 17 aldar voru þeir ekki yfir 17 miljónir talsins hér. Og á næstu öld voru þeir orðnir helmingi færri. Hafði harðrétt ið sem þeir áttu við að búa og bæði kynja og aðrir sjúkdómar sem hingað bárust með Evrópn mönnum eytt þeim. Þeim sem að fullkomnastrar upplýsingar hafa leitað sér um ástand af- komenda Mayanna, Perumanna og Axteeanna, eftir komu hvítra manna til þessarar álfu, of- býður að tala mikið um það. Um jarðrækt eða ræktun landsins yfirleitt skeyttu Spán- verjar hér ekkert. Þeim var náma-iðnaðurinn fyrir öllu. Innflutningur annara en Spán- verja, var bannaður. Landið fyr- ir norðan Kaliforníu og sunnan Argentínu (Silfurlandið), var ekki álitið neins virði. Brazil- íu færðu Portugallar sér heldur ekkert í nyt, vegna þess að þar var ekkert málmnám á- litið að vera til, fyr en á 18 öld, eftir að þeir töpuðu Ind- landi í hendur Englendinga og fóru þess vegna að gefa Suður- Ameríku meiri ,gaum. En jafn vel í lok 18 aldar voru í allri Brazilíu, landi á stærð við alla Evrópu ekki nema þrjár miljón ir manna og mestmegnis Sverf ingjar. Það var ekki fyr en á 19 öldinni, að farið var að rækta landið og fé var lagt fram til þess frá Evrópu. Svona er nú sagan af komu hvítra manna hingað. Þegar hún er skoðuð niður í kjölinn er hún ófögur. Þúsund ár eftir fall rómverska ríkisins var menningin ekki komin lengra €n það í Suður-Evrópu að menn álitu það köllun sína, að ráðast á og ræna og tor- tíma hverri þeirri þjóð, er að herstyrk og hervéljabrögðum stóð þeim ekki jafnfætis. Á- hrif 18 aldar bókmenta Frakk- lands, komu of seint til sög- unnar, til þess að koma í veg fyrir hörmungar þær, er hér áttu sér stað, þó þau síðar bærust jafnvel vestur um haf og af völdum þeirra væri ef til vill fyrst slakað á ófrelsis og fjöturböndum undirokraðra manna hér, hvort sem voru svartir gulir eða hvítir. ÆFIMINNING Miðvikudaginn, 29 júlí síðast- ° liðinn, andaðist að heimili sínu, Unalandi við lslendingafljót, húsfrú Guðfinna Eiríksdóttir Eyjólfsson. Hún var fædd 31. maí 1864 að Heiðarseli í Hróars tungu í Fljótsdalshéraði og var dóttir hjónanna þar Eiríks Sig- urðssonar og Ingunnar Bjarna- dóttur. Sumarið 1876 fluttust þau hjón vestur um haf ásamt fjölda mörgum öðrum Austfirðingum, er slitu ættjarðarböndin upp úr öskufallinu mikla, er um tíma lagði í eyði mikinn hluta Aust- urlands. í þeim sama hópi voru þauf hjónin Eyjólfur Magnússon og Vilborg Jóns- dóttir frá Unaósi í Útmanna- sveit á Héraði, ásamt syni sín- um Gunnsteini. Bygðu þau Eyjólfur og Vilborg Unaland, á vesturbakka íslendingafljóts. Ejríkur og Ingunn reistu bú á Eyrarbakka í sömu sveit, og bjuggu þar í mörg ár. Börn þeirra voru 1. Þórunn Björg, kona Kristjóns Finnsonar þar við Fljótið. 2. Guðfinna, 3. Bjarni, er eftir varð á íslandi, greindur maður og söngvinn, spilaði laglega á hljóðfæri, 4. Oddur, er dó ungur, 5. Guðrún Ingibjörg, ógift til heimilis í Wþg. Með síðari/konu eignaðist Eiríkur eina dóttur, Ingunni Maríu, er giftist Kristjáni Ólafs- syni yngra í Winnipeg og and- aðist eftir skamma sambúð. Árið 1889 giftust þau Gunn- steinn Eyjólfsson og(Guðfinna Eiríksdóttir og reistu bú hjá for- eldrum hans á Unalandi. Bjuggu þau þar til æfiloka. Varð þeim níu barna auðið, er öll lifa foreldra sína. Þau lifðu þar saman í ástríku hjónabandi yfir 20 ár. og má óhætt full- vrða, að heimili þeirra var eitt með allra fremstu fyrirmyndar heimilum þar um slóðir um langt skeið. Enda var Gunn- steinn hinn mesti atgerfismað- ur í allar áttir, tónskáld, skáld- sagnahöfundur, áhugamaður um landsmál, sveitarmál, kirkju mál og búskap. Auk þess hafði hann á hendi póstafgreiðslu, og á síðari árum verslun og vátryggingar. Má af þessu ráða hve umfangsmikið heimiú )au höfðu, og eins og gefur að skilja, komu heimaannirnar harðast á húsfreyjuna. Þegar þess er gætt hve mörg börnin voru og að þau höfðu lengst af tvö og þrjú gamalmenni í heim’ilinu, er það undravjert hversu erfiðu og yfirgripsmiklu starfi hún fékk afkastað. Veturinn 1910 varð hún fyr- ir þeirri þungbæru sorg og óbætanlega tjóni að missa mann sinn. Gunnstein, þá á besta aldri. Lét hún þó eigi bugast, en hélt áfram búskapn- um með börnum ^ínum alt til æfiloka. Var heilsan og kraft- arnir upp á síðkastið að þrot- um komnir, svo að hún var að mestu við- rúmið seinasta árið, uns hún andaðist, fullra 67 ára að aldri. Jarðarförin fór fram frá heimili hinnar látnu og kirkjunni í Riverton hinn 31 s. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Sig. Ólafsson talaði við útförina. Frá æskuárum var Mrs. Eyjólfsson fríð sýnum, glað- sinna, sönghneigð og vel greind, eins og hún átti kyn til. Hún var framúrskarandi umhyggju- söm móðir, gestrisin og hjálp- söm við fátæka, jafnvel um efni fram. Enda var þeim hjón- um þar báðum samhent, sem í öllu öðru. Með henni er til moldar geng- in ein af hinum mörgu ágætis konum íslenskum úr frum- hyggjalífinu hér, er eigi hvað síst stuðluðu að því, að gera yngri kynslóðina að upplits- djörfum, frjálsbornum erfingj- um þessa mikla meginlands. Börn þeirra Gunnsteins og Guðfinnu eru nú öll uppkom- in, gáfuð, vel að sér gjör og hin mannvænlegustu. Elstur er Victor, verzlunarmaður í Riv- erton, kvæntur Láru Helga- son frá Selkirk, næstur Jón Þorsteinn, bóndi þar í bygð- inni, kvæntur Guðrúnu John- son frá Winnipeg, 3. Secelía. nú búsett í Winnipeg, gift Árna Guðmundssyni úr Hnausabygð, 4. Axel, ókvæntur í heimahús- um, 5. Vilborg, ógift, kenslu- kona í Winnipeg, 6. Þórdís, gift Dr. Steini Thomson frá Selkírk, búsett í Riverton, 7. Albert, ókvæntur, heima, 8. Margrét og 9. Elisabet, píanó- kennari. Báðar hinar síðast- töldu eru ógiftar og í heima- húsum. Auk barnanna níu, er nú hafa talin verið, lifa hana fjórt- án barnabörn. G. J. drottna yfir huga manns og skapi, unz þeim er fullnægt. En að því loknu koma til sög- unnar tilfinningaviðhorf aló- skyld þeim og skera úr þvi, hvort maðurinn sé sæll eða vansæll, hvað hánn girnist og þrái. Vélaöldin hefir að öllu samtöldu gert mönnum auð- veldari fullnægju frumþarfa 1 máttuga veru, sem drottnanda jarðarinnar og smið sinna eigin örlaga. Að vera “maður með mönn- um’ birtist jafnan sem fyrsta og sterkasta innri þörfin, þá er lokið er fullnægju líkamsþarf- anna. En fljótt á litið virðist þessi þörf fyrir viðurkenningu, mikilvægiskend og sjálfsgildi jafnframt gert huga eiSa talsvert örðagt uppdráttar. JÁRNÖLD HIN NÝJA Frh. Þótt langt sé enn í land um vitræna nýtingu þeirrar orku, sem járnöldin hefir iagt upp i hendur mannanna, hefir húu þó skapað skilyrði, sem óhjá- kvæmilega leiða til niðurbrots á siðgæðishugmyndum fyrri alda, sem mjög eru sprottnai af vanmáttartilfinningu og lík- amiegum þrældómi. Það er mjög náið samband milli líkam legrar þreytu og þess, er talið hefir verið alment velsæmi. Þess vegna verður þeim, sein ekki eru uppgefnir af striti. jafnan nokkuð örðugra um rækt. þeirra boðorða, en hinum. Vinn an í nýtízku-verksmiðju ev t. d. mjög tilbreytingarlaus, en sjaldnast mjög erfið og varir að eins 8 stundir á dag nema þar, sem stéttasamtök eru enn á villimenskustigi. Hún veldur geysilegri þreytu í taugum, en líkaminn er að öðru leyti lítið þreyttur. Afleiðingin verður sárt hungur eftir tilbreytingu, hre3S ingu, æsingu, sem rímnakveð- skapur og lotulengdarþrautir uppgefinna útistritsþræla fyrri tíða veita enga fullnægingu. Heilastörf og kyrlát innivinn i krefjast því meiri hæfileika til vöndunar framferðisins frá sjónarmiði fortíðarmanna en útistörf, senr eru svo þurfta frek um líkamsorku, að engar syndir gagnast fyrir lúa. Þetta verður þó enn betur sýnt, þegar það er aðgætt, hve kvendygðum þykir hafa hrak- að, síðan járnöld hin nýja gekk yfir. Yfir því er nú kveinað mjög í öllum löndum, þar sem sinna, en hvers einstaklings að víðu sviði. þar sem ókendar þrár og hvatir ná að bærast og verka á athafn ir hans. Vafalaust hafa þær áður verið til staðar í hugum manna, en aldrei áður sem lífsgæði, er leyfilegt og mögu- legt væri að njóta. Þær flækt- ust um í skuggunum á útjörð- um vitundarinnar eins og bann- færðir útlagar. Trú manna bók- aði þær í dálk, sem bar yfir- og sjá má af refsákvæðum um hans vélabrögð’’, og siðgæði þeirra leyfði höfðingjum einum að sinna þeim að ósekju, eins og sjá má af refsiákvæðum um það, ef einn almúgamaður spjall ar eina dándismanns dóttur. Vélaöldin hefir skapað fram- leiðslumagn svo mikið, að eng- an óraði áður fyrir slíku. Hún ein allra tíma hefir reynst þess niegnug að dyngja saman ó- tæmandi fjársjóðum alls þess, Því að járnöld hin nýja er framar öllu öðru öld hinna stóru talna og hins geypilega magns. Þar fatast auganu sýn og huganum greining. Ein- staklingurinn verður dvergsmár í miljóninni, ómerkilegur og engisvirði, þar sem dagsverki hans er blandað saman við vinnu þúsunda. í stórborginni sefekur meðalmaðurinn misk- unnarlaust í ókynni múgsins, hvort sem hann er bjargálna eða öreigi. í þröng borgarinn- ar er ekkert héraðsblað, sem haldi afrekum smákaupmanns- ins á lofti, eins og títt er á út- jö*ðrum mannabygða. Þar er ekki einu sinni neitt bæjar- slúður, sem kitli sjálfsvitund hans með því að halda löstum hans til haga. Þetta er það sem menn sakna, þegar þeir eru að hjala um það, hve ein- stæðistilfinningin sé áleitin og er heyrir til fullnægju lífsins sár f flölmenni- Einstaklingnum Hinn spaki maður, Sir finst hann ómerkilegur og smár þarfa. William Crookes, lét svo um mælt árið 1898, að ef mann- feyninu fjölgaði með sama hraða á komandi árum sem þá hafði verið um hríð, myndi það verða að horfast í augu við hinn ægilegasta brauðskort árið 1930. Sjálft höfuð-næringarefni mannkynsins myndi hvergi nærri hrökkva við þörfum þess. Spá hans hefir ræzt á þá leið, að aldrei svo menn viti hafa verið til önnur eins ókjör af ó- seldu korni eins og einmitt 1930. Heilar þjóðir eru í öng- um sínum af því, að enginn fæst til að borða kornið þeirra. Og korni er brent! Miljónir sekkja af sjálfu höfuð-næring- arefni lífsins er nú að eins virði eldiviðargildis síns á markað- inum. Framleiðslan hefir marg- faldast við áburðarvinslu og aðrar vélrænar athafnir, er varða jarðyrkju. Járnöldin mikla hefir reynst örlátari en spekingarnir dirfðust að láta sig gruna. Að vísu hefir árið 1930 orðið eitt hið mesta hall- ærisár, er sögur fara af. En ekki sakir skorts, heldur sakir auðlegðar, sem stífluð var í rás sinni til neytandans. Miljónir hafa soltið, eins og Crookes hélt. fram. Að eins hafði hann ekki gert ráð fyrir, að menn yltu út af úr hor fyrir fullum korn- hlöðum. Þegar alt kemur til alls, þarf. nú ekki orðið nema eitthvað mold og málmur eigast við j 40% vinnandi manna til þess sinn ójafna leik. En á hinum j að framleiða til allra þarfa, allr- “gömlu, góðu' heimilum, sem j ar neyzlu. Hitt gengur, eins áttu einkenni sín í því, að striti og nú standa sakir, til þess að konunnar var aldrei lokið, að hún átti bókstaflega aldrei frjálsa stund, nema meðan hún lá á sæng, virðist skyldan og þrældómurinn hafa stungið öll- um nautaþrám svefnþorn. Á þetta bendir sú staðreynd, , að hjónaskilnaðir hafa aukist í réttu hlutfalli við úHJbreiðslu ryksugu, fægivéla og annara tækja, er störfum létta af kon- um. Þetta eirðarleysi útan húss og innan, sem krefur sér misk- unnarlaust fullnægju, er frum- gróður persónuleika, sem er af kvæmi vélaaldarinnar. Og það á eftir að verða drottandi þátt- ur í skapferli næstu kynslóða, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Það svarar til túr- bínuvéla, sveifarása og drif- reima á sama hátt og undir- gefnin undir örlög sín svarar til taðkvísla, mjólkurtroga og sporreku. Og þetta er í rauninni ofur framleiða yfrummagns, óhófs- varning og endurnýjun og út- færslu tækja og véla — raun- verulegt auðmagn. Vélaöldin er því framar öllu öðru öld alls- nægtanna, — tímabil þess, er búskapur jarðarbúa færðist í konunglega rausn. Frumhvatir manna, eins og næringarhvöt og kynhvöt, þurfa ekki framar að verða upphaf og endimark lífsbaráttunnar. Þæi* þurfa ekki lengur að standa eins og hungraðir beiningamenn fyrir lokuðum dyrum, né dragnast eftir afvegum, sem dýrsleg fá- kunnátta á eðli umhverfis síns markaði þeim fyrrum, ásamt siðakerfi, sem vaxið var upp úr afkáralegum vinnubrögðum. Möguleikinn til fyrirhafnarlít- illar fullnægju þessara þarfa er þegar fyrir hendi, en að því skapi sem í það horf færist. hætta þær að vera drottnandi þarfir, en öðrum skýtur í fram- sýn, —■ þeim þörfum, sem ein- augljóst. Líkamlegar þarfir'1 kenna manninn sem viti gædda í mergðinni, og hann hefir ekk- ert almenningsálit að styðjast við, enga héraðsfrægð eða I grannakynni til þess að manna j sig upp gegn afglöpum og freist | ingum. Oft er alveg grátbros- legt að sjá, hvernig borgarbú- i inn reynir að sigrast á ókynn- inu, nafnleysinu, sjálfstýnslunni. j Burgeisinn er hávær og gefur! digurt þjórfé á gildaskála fyrir I það eitt að vera merkileg per- sóna í vitund ókunnugs þjóns eitt andartak. Viðlíka brellum beitir verka- maðurinn í samskiftum við stétt arbræður sína. Jafnvel það að geta drukkið meira eða barist hraustlegar í götuóeirðum er honum vopn í þessari baráttu einstaklingsins gegn ókynninu. Af sömu rótum er runninn hinn ótölulegi grúi félaga, sem jafn- an rís upp á fjölmennissvæðum. Félögin berjast fyrir alls konar umbótum og hugsjónum, að sjálfs sín sögn. Og á fjölmenn- issvæði, þar sem hugsjónabar- áttunnar væri að vísu engu síð- ur þörf. En þar ber það einatt við, að starfsemin veslast upp og verður að apaskap og prjáli, án þess þó að strjálbýli eða örð- ugleikar sé þess beint valdandi. Orsökin er þessi: Mikill hluti þessarar hneigðar að s'tofna fé- lög er viðleitni til þess að draga kynnishring svo þröngan, að einstaklingurinn geti verið maður með mönnum, þektur, metinn að einhverju, eigi kost þess að láta til sín taka í hópi, sem svo er fámennur, að þess gætir að einhverju. Félags- hneigð borgarbúans er ókynnis vörn. Vélaöldin hefir búið hon- um skilyrði til fyllra og glæsi- legra lífs, meiri ræktar við per- sónuleik sinn og hæfileika. En jafnframt hefir hún fært alt lífsumhverfi hans í álagaham hinna stóru talna, þar sem ein- staklingurinn kafnar í mergð- inni, og gætt hann drottinvaldi yfir svo mikilli orku, að hann varð dvergur hjá sínum eigin verkum. Hún hefir að sönnu kæft í honum þá úrræðasemi hins frumstæða manns, sem ólst á því að brjótast í gegn um smá-torfærur liins daglega lífs. Hún tekur fáa eiginleika hvers einstaklings í þjónustu sína, en nýtir þá að því skapi betur. Hún skiftir verkum. Alt af verða þeir færri og færri, sem sagt geta með fullum sanni: Löngum var eg læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. — Það er ekki tilviljun, að höf. þess- arar vísu kotungsbarn héðan að heiman, þar sem lífið var ; frumstætt og reyndi á úrræða- | semina sakir þess, hve lítil hjálpargögn athhafnalíf manna átti við að styðjast. En þó j er engu líkara en að vitsmunum j hans hafi vaxið ásmegin við takmarkalaust víðerni og ó- snorta frjósemd þessa lands, er hann kaus sér til ídvalar. En 1 úrræðasemi mannsins og skap- andi máttur á nú óvíða fyrir höndum þá möguleika, sem ó- numin og víðáttumikil lönd geta I veitt. Víðáttan hefir verið j hamin, torfærum rutt úr vegi. Iðnaðarframleiðslan leggur það nú tilbúið á borð mannanna, l ^em hyggjuvit einstaklingsins I og nýti skóp áður á löngum j tíma og með ærinni fyrirhöfn. j — Og það er ekki til nokkurs ; skapaðs hlutar að ætla sér að J endurvekja slík störf og vinnu ! aðferðir. Það er sú firra, sem j óvinir járnaldar hafa leitast við j að gera hér á landi. Um leið og þessi störf hætta að vera einfaldasta ráðið til þess að fullnægja iífsþörfum mannanna missa þau tökin á hugunum. Þetta hefir víðtæk menningarleg áhrif. Jafnvel skemtanir manna taka breytingum við þetta. Þær verða ekki lengur fólgnar í því að skapa og njóta þess, sem skapað er. Þær hníga í þá átt að njóta þess, er aðrir skapa. Ekki skemta sér við eitthvað, heldur kaupa skemt- un af öðrum, annað hvort með þvf að horfa á athafnir þeirra eða kaupa verk þeirra. Jafnvel barnið í borginni myndi verða að aumingja, ef það ætti að bjargast við þau leikföng, er sveitabarninu nægja, þ. e. þau, er það aflar sér sjálft. Þau hrökkva að eins þar, sem land- rými er nóg og kyrð í háttum. Svo langt nær þessi úrræða- semi sveitabarnsins, að eg hefi séð litla allslausa telpu leika sér að því að hafa spor sín í snjó fyrir kindur sínar. Hún fór í kringum hópinn, stuggaði við honum og hélt honum til beitar og gladdist mjög af því, að hópurinn fór vaxandi hvert sinn, er hún hreyfði sig. Þetta getur ekkert borgarbarn. Hvergi í víðri veröld verður séð eins ljóst dæmi þessa eins og með því að ganga spottann, sem liggur frá hinu forna Róma torgi í Rómaborg, — Forum Romanum — og til Colosseum, — hins stóra leikhúss frá kvöld- tímabili ríkisins. Forum Roman- um var samkomustaður og skemtistaður rómverskra borg- ara og alþýðu, á meðan þjóð- lífið var enn þá frumstætt og stéttamunurinn minni en síðar varð. Skemtunin var ekki önn- ur en sú, er menn lögðu til sjálfif, viðræður, kappræður, hugleiðingar um hag og stjórn ríkisins. Colosseum er leikhúsið, báknið, sem bygt var til þess að hafa ofan af fyrir lýðnum, öreigunum, þegar stéttaskifting- in var komin í algleyming, þar* sem stórborgarbúinn gat keypt sér eða snýkt sér, gegn atkvæði sínu, afþreyingu fyrir þreyttar taugar sínar. Vinnuskiftingin var komin á, lífið orðið vélrænt í sniðum. Að eins var það vinnuorka þræla, sem þá kom í stað véla. Og þetta varð úr- ræðið, sem menn fundu til þess að halda í skefjum hinni óvirku starfsorku. Og hér er þá komið að kjarna þessa máls. Oss hættir til að líta á það, sem mist er, en ekki hitt, hvað unnist hefir, — geyma í huga heilladráttu þess lífs, sem heyrir fortíðinni til, en gleyma möguleikum hins nýja, sem yfir oss er komið. Athafnaleysi þúsunda, jafnvel miljóna, örbirgð, eirðarleysi, andlegt hungur, eru miskunn- arlaust förunautur hinnar nýju járnaldar. Þetta er útsýni borgaran9 yfir þessi mál. Og úrræði hans er í því fólgið að byggja Colosseum — afdrep, Frh. á 8. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.